Heimskringla - 06.03.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 06.03.1929, Blaðsíða 1
WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN Ágætustu nýtlzku lttunar og fatakrolBS- unarstofa i Kanada. Verk unalí 4 1 degL ELMCE AVE„ and SIMCOE STR. Wtnnipcs —:— Man. _ Dept. H. XLIII. ÁRGANGUR 6. MARZ, 1929 FATALITUlf OO HREINSUN IUU S7244 — trmr lfnvr Hattar kreinaatfir og enduraýjtWr. Betri hrelniun jafnódýr. NÚMER 23 Frónsmótið Mótiö, sem haldiö var í Good- templarahúsinu fimtudagskveldið 28. febrúar, sóttu um 400 manns. Stýrði forseti Bergthor E. Johnson sam- komunni. 1 inngangsoröum fór hann nokkrum orðum um afstöðu hinna yngri Islendinga fæddra og uppaldra í þessu landi, gagnvart við- haldi íslenzks þjóðerni vestanhafs. K vað'1 hann þjóðernistilfinninguna rika í eðli hinna yngri og jafnvel einlægari en hjá sumum hinum eldri, og væri það ef til vill ástæða, að margir hinna eldri, er fæddir eru á Islandi, hafa misjafnlega góðar end- urminningar frá æskustöðvunum. Þar hefðu margir þeirra miklum erf- iðleikum mætt, fátækt og mörgu fleiru, sem enn er skýrt í minni þeirra. Til hinna yngri sagði hann að Island væri þeirra draumaland. Þeir hefðu kynning aðeins af hin- um fögru Ijóðum og sögum og frá- sögnum unr fegurð íslands; væri það því í hugum þeirra ímynd alls þess, sem væri háfleygt og göfugt. En þeir yngri væru ekki enn vakn- aðir til meðvitundar um skyldur þær, er þeim bæri að rækja við þjóðerni sitt, og þar væri verkefni hinna eldri og allra þjóðernisvina. Gerðu á- heyrendur mjög góðan róm að máli forsetans. Á fiðlu skemti Miss Ada Her- manson og fórst prýðilega. Einnig sungu þau Mns. Dr. J. Stefánsson og Mr. Alex Johnson einsöngva, er vöktu fígnuð að vanda. Séra R E. Kvaran las itpp prýðilega, og gamankvæði flutti Lúðvík Kristjáns- son sem gerði áheyrendum sérlega glaða stund. Aðal ræðuna flutti séra Rúnólfur Marteinsson. Var það erindi bæði fróðlegt og skemtilega flutt. Lagði hann mikla áherzlu á að það stríð, sem staðið hefði að undanförnu rnilli Vestur-íslendinga, væri ekki eins til finnanlegt eins og fljótu bragði virt ist, þegar tillit væri tekið til þess, hvað ríkt það væri í eðli íslendinga frá öndverðu, að standa í innbyrðis- skærum. Sagði hann að ekki sæti á þeim, að finna að öllu, sem væri verið að reyna að gjöra, er ekki vildu taka þátt í eða væru í félags- skapnum. Ef þeir virkilega bæru hlýleik í brjósti til þessara mála, þá ættu þeir að vera í félaginu og revna að,umbæta það, sem þeim þætti mið ur. Talaði hann um bókmentalegt gildi þjóðernisviðleitni okkar, og má óhætt fullyrða að ræða hans öll var stórhuga hugsjón, er kom frá ein- lægum og friðelskandi Islending. Ræða sér Rúnólfs var ágæta vel tekið, og yfirleitt skemtu áheyrend- ur sér vel. En langmest aðdáun féll í skaut Lilju litlu Johnson, dótt- ur Frónsforsetans, hr. B. E. John- son og konu hans, frú Kristínar, Björnsdóttur Byron. Lilja litla er aðeins þriggja ára, svolítið, yndis- legt, ljóshært hnoða, er las íslenzka þulu og kvæði, frábærlega skýrt og vel, svo ómögulegt var annað en að hvert hjarta kæmist við, og með lýtalausum, íslenzkum hreim og fram burði. Foreldrar hennar eru bæði fædd hér í landi og uppalin, og af þeim hefir hún lært, og máske eitt- hvað af öfum og ömmum. —Og svo er fullyrt að ómögulegt sé að kenna börnum hér íslenzku ! Voru rausnarlegar veitingar fram reiddar í neðri sal hússins og var það almæii manna, að á engu Fróns- móti hefði slík regla og eftirlit ver- ið á öllu. Skemti fólk sér við dans til kl. 1 og virtust allir halfa átt góða kvöldskemtun hjá deildinni Frón. “Áttavizka” I seinus‘u Heimskringlu er igrein með þessari fyrirsögn. Hún er tek in úr Toronto Financial Post, og fjallar um það að ekki sé allt í Am- eríku mest “í heimi.” Engum hugs andi Bandarikjamanni dettur hug að svo sé. “Mest í heimi” er frenmr meinlaus orð hér hjá okkur, og vana- lega eru þau tekin með dálitlu salti. Og sömu meiningu hafa þessi orð í Canada. En þegar ég er að fræða Amerikumenn um það að bezti salt- fiskur “í heiminum” komi frá ís- landi, þá segi ég það í hjartans ein- lægni. Annars er þessi áttavizku- grein all fróðleg. Þó er mér næst að halda að höfundurinn hafi gert helzt til mikið úr brezku skipasmiðj- unum en, aftur á nióti, of lítið úr skipasmiðjum Bandaríkjanna. Eins og allir vita, þá eru Bretar einhverj- ir mestu sjómenn og skipasmiðir “í heimi.” Þó var það heppilegt að undantekning , var gerö á þýzkum skipasmiðjum, því að Þjóðverjar voru komnir á undan Brgtum fyrir stríðið í ýmsum greinum í skipa- smíði, sérstaklega í stórskipasmíði. Samt eru þau farþegaskip sem mesta undrun hafa vakið á síðasta ári, hvorki brezk né þýzk, þau eru amer- ísk, byggð at' Bandaríkjaskipasmiðum og Bandaríkja verkamönnum í skipa smiðjum Baitdaríkjanna. Fljóta þau nú á sjónum sem meistarastykki í sinni grein. Þau eru liin einu far- þegaskip sem drifin eru með raf- magni eða svokallaöri "Turbo-Elec- tric Drive." Vélarúm í orðsins gömlu merkingu. er ekki til í þessum skipurn, sem eru 34 þúsund og 32 þúsund smálestir og því engin "barna leikföng!” I>essi skip eru eign Panama Pacific línunnar og heita California og Virginia. Þau sigla milli New York og San Francisco. Þriðja skipið, ennþá stærra, er nú í smíðum. Skipasmiðir frá Englandi. Frakklandi, Þýzkalandi og Italíu hafa gert sér sérstaka ferð til Bandaríkj- anna til þess að skoða þessi skip, og 'g'et ég látið Heimskringlu té um- mæli þessara manna. Þeir halda að þessi skip séu hin “mestu í heimi.” Annars eru þetta smámunir og varla eyðandi bleki á þá. En það er andinn á bak við greinina, eins og hún birtist í Heimskringlu, sem kem- ur mér til þess að skrifa þessar lín- ur. I seinustu tvö ár virðist það hafa verið ein aðal s‘efna Heimskringlu að henda gamni, háði og skætingi i Bandaríkin. Þetta hefir verið aug- ljóst öllum lesendum Heimskringlu. Svo ramt hefir kveðið að þessu, að varla kemur svo sex þumlunga frétta grein um Bandaríkin að ekki sé þar eitthvert hnjóður til Bandaríkjanna. Islendingar hafa búið í Banda- ríkjunum í meir en 50 ár og orðstír þeirra hefir í alla staði verið eins góður og samlanda þeirra í Kanada. Bandaríkja Islendingar hafa reynst góðir borgarar þessa lands, og þeir hafa ekki haft hina minnstu ástæðu til þess að skammast sín fyrir þjóð- rækni sína gagnvart landinu, sem þeir búa í; landinu, þar sem börn þeirra hafa fæöst og þar sem ást- vinir þeirra eru grafnir. íslendingar í Bandaríkjunum eru því óaðskiljan- legur hluti Bandaríkjaþjóðarinnar. Þegar vingjarnlega er talað til Banda rikjamanna-, þá er þannig talað til okkar, íslendinga Bandaríkjanna. Þegar háði og illkvittnisskætingi er kastað í þessa þjóð, þá förum við íslendingar ekki varhluta af því. Það er ekki hægt að segja að við höfum stokkið upp á nef okkar við hvert lítilræðið. Vér höfum sýnt þolin- mæði. En nú er nóg konfið áf svo góðu. Við erum orðnir þreyttir á þessu eilífa illgirnisstagli um þá þjóð sem þetta land byggir. Þó kastar það tólfunum sem þessi Halldór Kiljan Laxness hefir að segja urn Bandaríkin, bæði í blöðunum á Is- landi, íslenzkri alþýðu til fróðleiks, og í Heimskringlu. Þessi maður nýt- ur gestrisni þessa lands. Hann hefir dvalið hér sem gestur í ein tvö ár, en ennþá virðist hann ekki hafa séð annað en “mentunarleysi Ameríku,” bjálfaskap okkar og fíflskap. Eina undantekningin er Upton Sinclair. Þessi Laxness, eins og flestir sem að heiman hafa komið. hefir notið góð- vildar og gestrisni Vestur-Islendinga. Þó kvartar hann undan því, i íslenzk um blöðum, að Vestur-Islendingar séu að drukkna (eða sökkva ?) i “am- erískri 'húmbúgsmenning,” I "þjóð félagsmálum” erum við “hreinir bjálfar.” Hugmyndir okkar uni “þjóðfélag og stjórnmál” eru “barna legar og úreltar” og að Evrópumenn áliti okkur “fífl” “Margt er reik- ult og fáránlegt í ameriskum skoð- unum yfirleitt.” Hann segir að "hin mentaða F.vrópa” les næstum enga aöra ameríska höfunda en Up- ton Sinclair,” o. s. frv., o. s. frv.— Hugmyndin sem þessi Laxness er að reyna að koma inn í íslenzku þjóðina, er að Bandaríkjamenn lifi og hrærist í andlegu myrkri og að fáfræði og heimska sé okkar trade mark. Hvort að heimaþjóöin, sem þessi rithöíundur og íslenzki menta- maður er að t'ræða, leggur mikið mark á þessi skrit' hans, eða hvort íslenzkri alþýðu þyki ummæli hans um Bandaríkin réttmæt, smekkleg, (Frh. á 8. bls.J - Opið bréf til G. T. Athelstan að mér detti í hug að líkja persónu j H. K. L. við þesa menn. Eg þekki j manninn ekki nema af afspurn, og i mér er sagt að hann sé mesta prúð- I menni í framkomu og sambúð. En ; ég á endilega von á að, endist honum : aldur, verði hans getið þegar ég og þú, Trvggvi rninn, og Calvin og Hér- ! bert eru gleymdir lýðnum. Finnst þér, annars, ekki hálf þunt, að þetta skuli alltaf ganga svona til: samtíð stórskáldanna skuli aðeins festa auga á svonefndum göllum þeirra, en láta framtíðina gleðjast yfir gáfum þeirra og skapa þeim ódauðlega frægð? Er ekki kominn tími til þess að þeir sem á annað borð hafa vit og hjarta til að meta, eða öllu held- ur njóta skáldskaparins, staldri við áður en þeir þjó a út í þvöguna sem sifellt urrar og geltir að þeim sem fara sína leið þrátt fyrir allar kúa- götur ? Getur þér ekki skilist að skáldin eru allra manna næmust fyr- ir þeim straumum, sem samtíð þeirra andar að þeim, að þegar góðir drengir, eins og þú, snýst á móti þeim sem hugsa aðeins um aði lækna blindu bræðra sinna, verður þú þrándur í götu, ekki aðeins umbóta- mannsins, heldur sjálfra umbótanna? Þegar menn eins og Laxness og Up- ton Sinclair berja á samtið sinni, verður maður að átta sig, áður en lagt er í móti þeim. Annars er eins víst að þeir hafi fulb. ástæðu til þess að kalla mann flón, og þó sú nafnbót sé hárviss að koma manni i meirihlutann, trúi ég naumast, að þú viljir slíkt tiKinna...... Og vertu nú blessaður og sæll! Þinn, /. P. Pálsson Elfros, 4-3-29. Frumherjar Gamli góðkunningi! Vegna þess að þú átt hjá mér bréf, og það virðist nú tízka aö skrifa kunningjum sínuni í íslenzku blöð- unum, datt mér i hug að rabba stund arkorn við þig svona eins og á ár- ununi, eöa öllu heldur spyrja þig nokkurra spurninga. Þetta kemur til út af ritgerð þinni í siðasta tölu biaði Heimskringlu, viðvíkjandi hon- um Halldóri K. Laxness. Eg varð dálítið. hissa að sjá þig taka þér nær nokkrar hnútur frá honum í garð Ameríkumenningar- innar, en kjúkna-regnið sem landar hans demba yíir hann nær sem færi gefst. Mér er það fullljóst, að eins góður drengur eins og þú ert, finnur til ef þér finnst fósturjörðinni misboðið. En hitt er mér alveg hulið, að þú skulir ekki reiðast þeim verr, sent fæddir eru og uppaldir i Bandaríkj- unum. og sem óskyldir eru þér að öllu leyti, heldur en 'gáfaða íslenzka skáldinu okkar, honum H. K. L. Hvað. annars, lestu eftir umbóta- menn, þá sem nú eru uppi í Banda- rikjunum? Hvað hefir þú þar til santanburðar við þesar fáu línur H. K. L., sem þér finnast svo háskaleg- ar? Er það Saturday Evening Post, American Magazine, Cosnto- politan og þesskonar góðgæti? Veiztu að rnestu og beztu critics bg rithöf- undar Bandaríkjanna gera háð og narr að þessunt skrautskruddum'? Lestu "The Nation,” “The New Re- public.’’ eöa hefir þú lesið “Boston?” Hefir þú nokkurntíma heyrt getið iim nokkuð stórmenni andans, sem ekki hefir haft horn meiri hluta sam- tíðar sinnar í siðu sér ? Hefir þú lesið æíisögur þeirra — til dæmis Oscar Wilde, Francois Villon og Heinrich Heine? — Ekki svoleiðis. (Franth.) Jón Thoroddsen vakti mönnum hlátur meö góðlátri glettni, Gestur byrlaði þjóðinni beiska gremju með nístandi napurhæðni. Orðs hins unga skálds voru nokkurskonar and- legar hnúíasvipur á hræsni heims- ins, og þeir hljóðuðu auðvitað hæst, sem verðskulduðu hirtinguna öðrurn fremur. Það er auðsætt, að Gestur hefir unað illa sambúðinni við sína ná- unga, og má vel vera að orsökin hafi að einhverju leyti búið í honum sjálfum. En einmitt þessi lífs- grenija gerði hann glöggskyggnari á gallana og skáldskap hans, eðlilega, nokkuð einhliða. En þrátt fyrir það flanaði hann sjaldan út í- fjar - stæður. Allflestar sögur hans hafa orðið heimaþjóðinni huggrónar, / af því þær lýstu vissum veruleika lífs- ins svo átakanlega, að\ mönnum varð blátt áfram ómögulegt að gleyma. Gestur greip einmitt á mesta mann lífsmeininu — á tvöfeldninni, sem myndar þetta ógudega ósamræmi milli orða athafna. Hann sá oft- ast úlfslundina undir sauðargærunni; enda verður því aldrei neitað, að menn nota allt of oft fagrar játning- ar til þess að friða samvizkuna og yfirskins guðhræðslan hylur stund- um guðlausustu grimmdarverkin. Hvernig leit nú heimurinn út frá Gests bæjardyrum séð? I kirkjunni dýrkuðu menn Krist og vegsömuðu kærleikskenningar hans, en hvar sást þeirra merki í mannlífinu sjálfu? Jú, mætti svara, í kærleiksþeli ýmsra einstaklinga, en einstöku göfugmenni hafa líka verið til hjá ötlum þjóð- um á öllum öldum. Af hverju má dæma kærleiksþroska þjóðanna? Af meðferð þeirra á Ó, ÍSLAND, ÍSLAND! Ó, ísland, ísland, allur heirnur minij! Eg ungur lifði þinni dýrð og frægð. En hvar er gullöld glæst og sigur þinn? Er gleymd þín saga — forlög af þér rægð? Er frelsið aðeins ungi í hreiðri ber, sem engin getur sprottið fjöður ný> á meðan “frændur” fornöld skera af þér og frægðarljóma þínum sveipast í? Eg veit að þú í veröld smáland ert. Eg veit hvert land er jarðar moldar-barn, úr sama grjóti — sama vatni gert, og sál þess knýtt við firði, eld og hjarn. En þetta er sama saga um allan heim, og samt er lögmál þjóða og einstaklings að búa að sínu — bindast mætti þeim, sem byggðir skapar innan landsins hrings. Og f.yrst að ég er ég og þú ert þú, og þú og ég hið sama líf og hold, og þú ert allrar æfi minnar trú og andinn helgi og Paradísar fold, Þá svíður mér að láta óðul öll, og æðsta draum í nær því fimmtíu ár, í þeirra vald, er suðræn tærðu tröll, unz tungan varð í munni þeirra dár. Þeir fyrstir þjóðá frelsið tóku af oss og fluttu sundrung inn í líf og blóð, og níddu oss undir konunjgsok og kross og kistulögðu Grænlands ungu þjóð. Og þeir eru ekki alveg hættir enn: Þeir eiga Svalbarð — gleypa Vínlands fund og Leif og Snorra — alla andans menn — og allt, sem prýddi oss mest á hverja lund. Hvað gagnar oss að glamra um ríkis sæmd og gambra um frjálsa þjóð og sjálfstætt land, ef dóttir Ása af alþjóð verður dæmd sem ambátt sögulaus við fiskisand? Og jafnvel æran ungþjóð dæmd er frá í augum heims og skrælings nafnið veitt ef “frændur” vorurn feðra arfi ná og föðurland er sögu og heiðri reitt. Því trú mér, þjóð mín: Austmanns eðlið spozkt á áhangenda millíónir nú sem “sanna” að íslenzkt allt sé “gamal-norskt” og íslendingar Norðmannanna hjú. Hvað gildir sönnun þúsundanna þjóð, sem þegir líkust bundnum fórnarhrút, sem notar hvorki horn sín eða hljóð en hnígur stunginn til að blæða út? Hver fær með þögn í heimi háan sess? Og hver veit sannleik þann, sem dulinn er? Þú veizt að heimur hlýðir bezt til þess, sem hæst og oftast fram sinn málstað ber.— Eg veit þú, ísland, vilt ei hreykja þér, en vilt að aðrir finni sannleik þinn. En þögn er gleymska — gleymska dauðinn er, þitt grafar-krossmark allur sigurinn.— Þú íslands son, er saugst úr móður blóð svo sál þín gæti stækkað skólum í! Hvort veiztu ei að þú svíkur þína þjóð með þögn — á meðan geisa falsrit ný, sem ræna land þitt rétti, sögu, frægð? Hví reiðistu ei og gefur ærlegt högg?— En þú vilt máske bljúgur biðja um vægð og bikar smánar tæma nið’r í lögg? Þig hrópar á þín heygða feðra þjóð, þig lieimtar fram hver sannleiksdropi í þér, þig hvetur djarft þín saga, sæmd og ljóð, þig særa dalir, fjöll og skagi hver, þér ögrar bróður-þjóðin liorfna úr heini, þér hugar frýr þín elzta og bezta trú: þú haslir völlinn Heljarsinnum þeim, sem helgidóm þinn rændu fyr og nú! Þ. Þ. Þ. ♦ ♦ I I smælingjunum: munaöarlausu börn- unum, ósjálfbjarga gamalmennum, opinberu þurfalingunum og síöast en ekki sízt, skepnunum. Þetta erit vorir minnstu bræöur, og þurfa, öll- um öörum fremur, kærleikans viö. HvatSa meöferð sættu þessir smæl- ingjar, almennt, á Islandi um þaö leyti, sem Gestur skrifaði “Kærleiks- heimilið.” Ef hestarnir heföu mátt niæla, hvaöa vitnisburð myndu þeir hafa gefiö Islendingum, meöan þeir hýmdu í vetrarhörkum. klökugir, skjálfandi og svitastorknir ubdir kirkjuveggj- um, og undruðust stórlega hvaö húsbóndinn hlustaði lengi á helgar tíðir. Hesturinn, þarfasti þjónn Islendinga, sem bar hann yfir árnar, bjargaði honum úr svo margri hættu, létti honuni svo oft erfiðið, varö oft að berja klakann í norðan garöinum, einungis af því að hann var ekki alinn til mötu. Þó vit hans og trú- lyndi bjargaði drykkjurútnum heim til húsa, hreppti hann tíðum álíka laun og reiðhestur hreppstjóirans í sögunni "Skjóni,” eítir Gest. En hvað er nú að segja um “kær- leiksheimilin ?” Mörg íslenzk, sveit arheimili, á dögum Gests, voru auð- vitað stórum lætri en Borg, og sjált'- sagt minnumst við öll ýmsra hús- rnæðra, sem voru allt öðruvísi og stórum hugþekkari en hún Þuríður gamla. En inunu samt ekki flestir Islendingar, sem tækifæri og skyn- semi höfðu til þess að athuga þjóð- lif fyrir 30 til 40 árum, kannast við (Frh. á 5. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.