Heimskringla - 06.03.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 06.03.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNII E J, 6. MARZ, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. “Þá hefir það verið skógarkonunni að kenna að stjörnurnar féllu ekki ofan í keltu okkar. Við skulum fara og segja heilaga manninum frá henni,” sagði hún. Og nú fóru þau bæði til Ekkehards og sögðu honum frá æfintýri þeirra um nóttina við Hohenkrahen. Hann hlustaði vinsam- lega á frásögn þeirra, og sagði hertogafrúnni sama kveldið frá þessu. ‘‘Mínir ágætu þegnar hafa sannarlega á- gætan smekk,’’ mælti hún og brosti. “Fagrar kirkjur hafa verið smíðaðar handa þeim, sem fagnaðarerindið er prédikað í með ljúfmensku og alvöru. Þeir hlýða á fagran söng, hafa tilkcmumiklar hátíðar, og skrúðgöngur með krossum og fánum fara yfir bylgjandi korn- akra þeirra og engi. Og allt þetta nægir þeim ekkí. Þeir verða að fara og setjast upp á fjallshæðir í kaldri næturgolunni og vita ekki eftir hverju þeir eru að sækjast, nema að þar er bjór til drykkjar. Hvað virðist þér um þetta, guðhræddi meistari, Ekkehard?” ‘‘Þetta er hjátrú," mælti Ekkehard, “er hinn illi andi sáir í brjóst hinna trúlausu. Eg hefi lesið um það í bókum vorum hvað heið- ingjamir fremja, hvernig þeir drýgja ódæði sitt inn í djúpum skógarfylgsnum, við afskekt ar lindir eða á einmanalegum stöðum, og jafn- vel við graíir hinna framliðnu.” ‘‘Þeir eru ekki lengur heiðingjar,” mælti Heiðveig hertogafrú. “Þeir hafa allir verið skírðir og eru í kirkjusöfnuðinum. En gaml- ar minningar lifa enn meðal þeirra, gamlar minningar, sem að vísu merkja ekkert lengur, en renna þó um lendur hugsana þeirra og verka, eins og áin Rín streymir þögul á vetrar degi undir ísnum, sem hylur vatnið. Hvað viltu gera við þá?’’ “Útrýma þeim!’’ hrópaði Ekkehard. ‘‘Sá 'sem afneitar kristinni trú, og svíkur eiða skírnar sinnar, á ekki betra skilið en hrað fara leið til glötunar." “Hægur, hægur, ungi vandlætari!’’ mælti frú Heiðveig. “Ekki skulu Heganbúar mínir láta höfuð sitt, þótt þeir kjósi heldur að dvelja fyrstu nótt nóvembermánaðar uppi á svalri Hohenkrahenhæð en að sofa rólega í bælum sínum. Því að þeir gera sína skyldu eins og hún kemur þeim fyrir sýnir, og eitt sinn börðust þeir þó með Karlamagnúsi við heiðna Saxana eins og væru þeir allir útvald- ir verjendur kirkjunnar.” ‘‘Við djöfulinn,” mælti Ekkehard þótta- lega, “skyldi enginn frið sernja. Ætlið þér að vera háifvolgar í trúnni, göfuga frú?” “Margt lærist,” svaraði frúin ofurlítið ertnislega, “við landsstjórn, sem ekki er rit- að í bókum. Er þér ekki kunnugt um að það er auðveldara að sigra hinn veika með hans eigin veikleika en með sverðshöggum? Hinn helgi Gallus sá eitt sinn, er hann var að vitja um rústirnar í Bregenz, að altari St. Aureliu hafði verið velt um, en í þess stað voru kom- in þrjú skurgoðalíkneski og mennirnir sátu við drykkju umhverfis stóran mjaðardall. Því að enginn lætur drykkjuna undir höfuð leggjast, er menn vilja sýna guðhræðslu sína á gamlan og góðan hátt. St. Gallus gerði engum mein, en hann braut líkneskin og fleygði brotunum langt út í grænt vatnið, og hann lijó stórt gat á dallinn og prédikaði guð- spjallið yfir þeim, þar sem þeir voru komnir. Og er þeir sáu að eigi kom eldur af hirnni og eyddi honum, þá sannfærðust þeir um að guðir þeirra væru gagnslausir, og þeir snéru sér til hans og tóku kristna trú. Fyrir því finst mér skynsemi og dómgreind ekki vera sama sem hálfvelgja í trúarefnum.” "Þetta gerðist fyrir löngu síðan,” hóf Ekkehard mál sitt, en frú Heiðveig greip fram í fyrir honum — “Og nú stendur kirkjan föstum fótum frá Rín til Norðursjávar, og klaustrin, vígi kristn- innar trúar, lykja eins og kveðja um allt land- ið, að miklum mun traustari en gamlir kast- alar Rómverjanna. Jafnvel inn í auðnir Svartaskógar hefir orð fagnaðarerindisins rutt sér braut. Fyrir hverja sök skyldum við þá halda uppi grimmum ófriði við þessar fáu, aumu hræður, sem enn halda fast í trú eldri tíma?’’ “Kannske það færi betur á að launa þeim,’’ mælti Ekkehard beisklega. ‘‘Launa?" tók hertogafrúin upp eftir honum. ‘‘Það er þó áreiðanlega til meðal- vegur. Vér verðum að taka fyrir þetta næturiölt. En hvers vegna? Sökum þess að ekkert r»ki er örugt, þar sem tvennskonar andstæð trú er játuð, því af því sprettur ó- friður, og það er hættulegt er óvinur læðist fyrir utan. Lög landsins liafa bannað þessa fá innu cg þegnar mínir verða að læra að skipanir mínar og forboð eru eigi ófyrirsynju geiin.’’ Ekkehard virtist ekki vera ánægður með þessi viturlegu orð. Skuggi gremjunnar hvíldi yfir svip hans.. “Seg mér,” mælti hertogafrúin ennfrem- ur, ‘‘hver er í raun og veru skoðun þín á göidrum?” “Galdrar,” mælti Ekkehard, með mikilli alvöru og sótti í sig veðrið, “er djöfulleg list, sem menn nota til þess að ná í þjónustu sína valdi vættanna í höfuðskepnunum. Jafnvel í dauðum hlutum er hulið afl, sem vekja má til starfa; vér sjáum það ekki né heyrurn, en oft freistar það kærulausra og léttúðugra manna til þess að reyna að fá meiri vitneskju, og ná meíra valdi en leyft er trúum þjónum drottins — það er hin gamla iðn liöggormsins og myrki avaldanna. Sá sem helgar sig þessari þjinustu, fær hlutdeild í þe3su valdi, er hann ..kr yfir árum fyrir fulltingi konungs þci.ra, og hann veiður hans eign, er hann áeyr. Og fyiir því er galdurinn jafn gamall syndinni. Og í stað þess að hin eina sanna trú, trúin á þrenninguna, njóti fullkomins ainveldis, ráfa spásagnarmenn og draum- ráðningrmenn um, flökkuskáld og þeir, er gát ur ráða; og engir eru meira gefnir fyrir þess- ar listir, en ýrnsar dætur Evu.” “Þú ert kurteis!” mælti frú Heiðveig. “Því að hugur konunnar,” hélt Ekkehard áf.um, “hc.fir ávalt Verið áfjáöur eftir íor- boðinni þcklcingu. Vér sjáum, er lengra kem ur í Virgli, ímynd galdursins þar sem er kona, sem Circe er nefnd. Hún situr á steini á klettóttum höfða og syngur. Brennandi kyndlar úr ilmsætum sedrusviði varpa rökkur- bjarma yfir dyngju hennar, þar sem hún vefur undursamlegan vefnað, en úti í garðinum heyrist þunglyndislegt öskur í ljónum og ýlfur úifa og rýt svína. Og öll þessi vesölu dýr höfðu eitt sinn verið menn, en einn teigur úr töfrapela hennar hafði breytt þeim í villidýr.” “Þú talar engu líkara en værir þú bók,” sagði hertogafrúin nokkuð hvatskeytlega. En þú skalt fá tækifæri til þess að auka þekk- j ingu þfna á göldrum. Á morgun ríður þú til I Hohenkrahen til þess að kcmast að raun um, hvort Skógarkonan sé líka Circe. Vér veit- um þér þess vald til þess að ráða fram úr öllu í voru nafni, og oss leikur hugur á að reyna hve spakiega þú mælir fyrir.” “Það er ekki verk manna eins og mín að stjórna þegnum og ráðstafa þessa heims mál- um,” svaraði Ekkehard og fór undan. "Það kemur í ljós,” svaraði heitogafrú- in. “Karlmönnum hefir sjaldnast þótt fyrir því að fara með vald, allra síst sonum kirkj- unnar.’’ Ekkehard lét þá að óskum hennar, enda var hlutverkið vottur tiausts af hennar hálfu, og hann steig á hestbak morguninn eftir og stefndi til Hohenkrahen. Adifax var leið- sögumaður hans. “Góða ferð, herra ráðgjafi!” var kallað. hlægjandi á eftir honum, er hann reið úr hlaði. Það var Praxedis sem kveðjuna sendi. Það tók ekki langan tíma fyrir þá að komast þangað er gamla konan bjó í stein kofa, er reistur var á klöpp, miðja vegu í biattii hlíðinni. Stórar eikur og beylcitré breiddu greinar sínar yfir kofann, svo að rind- arnir á Hohenkrahen sáust ekki, en þrjú þrep, sem höggin voru í harða klöppina lágu upp í íbúðina, sem var dimm og drungaleg. Stórar hrúgur af þurkuðum jurtum og rótum, sem stækan þef lagöi af, lágu á gólfinu. Hvítai haitskúpur af þremur hrossum glottu við þeim á veggjunum; rétt þar lijá lágu heljarstór hjartarhorn, en á dyrastafinn var skorinn tvö- íaldur þiíhyrningur, einkennilega samtengd- ur; á gólfinu vöppuðu taminn gaukur og væng stýfður hrafn. Kofabúi sat með blaktandi eld á arni og var að sauma einhverja flík. Rétt hjá sæti hennar var steinn, högginn nokkuð til og hár og veðurbarinn. Hún hallaði sér við og við yfir eldinn og veimdi hendur sínar, því að nóvember kuldinn lá yfir skógum og hæðum. Grein af gömlu beykitré teygði sig inn um gluggann og inn í herbergið. Það skrjáfaði í þurrum laufunum af léttum andvara og þau flögruðu um og féllu á moldargólfið. Skógarkonan var gömul og kuldaleg og einmanaleg. ‘‘Þarna liggið þið, fyrirlitin og fölnuð og visin, og ég er eins og þið,’’ sagði hún við sjálfa sig og leit á laufin. Einkenni- ecum svip brá á hrukkótt, gamalt andlitið, er Lenni varð hugsað til þeirra tíma, er hún var í æsku og blóma og átti elskhuga. Örlögin höfðu hrakið þann elskhuga langt í burtu frá furuskógum ættlands hans. Norrænir Vík- ingar höfðu siglt upp Rín, brennt og rænt á leiðinni, og tekið hann og ýmsa aðra til fanga. Hann hafði dvalið meir en árlangt með þeim. orðið sjósóknari og orðið viltur og óstýrilátur á hafinu. Og er þeir gáfu honum svo frelsi mörgum mánuðum síðar og hann snéri aftur til skóganna í Svabíu, þá bar hann í brjósti sér þrána eftir Norðursjónum og sjómanna- lífi. Andlitin heima fyrir, að minsta kosti munka og klerka, voru honum lítið augna- gaman; og óhamingjan réði því, að hann drap í bræði sinni ferðamunk nokkurn, sem vildi segja honum til syndanna, og gat hann ekki haldist við heima eftir það. Hugsanir gömlu konunnar leituðu þrá- falt að þeirri stund, er hún hafði kvatt hann. Þjónar léttvísinnar höfðu leitt hann í kofa hans í Weitaraingen-skógi. Hann haföi ver- iö dæmdur tii þess aö greiða sex hundruð silf- uipeninga í manngjöld, og þeir tóku af honum húsið hans og jörðina til greiðslu, og létu hann sverja þess eið, að annáð ætti hann ekki, of- anjarðar eða neðan. Hann gekk þá inn i húsiö, tók upp handfylli sína af mold, stað- næmdist á þiöskuldinum og fleygði moldinni með vimtii hendinni yíir öxl sína í áttiaa til föðurbróður síns, sem tákn þess að skuldin skyldí færast yfir á eina skyldmenni lians er á lífi var. Því næst þreif hann staf sinn, klæadur í línbrækur einar, beltislaus cg skó- laus og hljóp yfir garðvegginn, því að svo var lyriimælt í iögum Chrene Cruda. Og á þennan liátt hafði ætt and hans útskúfað hcnum og hann varð útlagi og flökkumaður og liélt aft ur til Norðmanna og Dana og kom aldrei aft- ur til Svabíu. Allt, sem síðan fréttist af honum, var, að hann hefði siglt til íslands, þar sem aðiir herskáir menn, sem eigi vildu beygja höíuð sitt undir ok nýrra laga, höfðu eitað sér kuldalegs hælis. Þcta hafði gerst fyrir löngu, löngu síðan. Og þó var sem gamla konan við eldin sæi Friðhjálm enn, er hann hélt að heiman og hvarf inn í þykkan, dökkan skóginn. Hún hengdi sveig af vafningsvið í litlu kirkjuna í Weiterdingen, eftir að hann var farinn, og feldi möig tár. Og enginn annar elskhugi haföi getað útrýmt mynd hans úr huga henn ar. Þetta drungalega nóvemberveður vakti minninguna um gamalt norskt kvæði, sem hann hafði eitt sinn kennt lienni, og hún tók að kveða það hægt fyrir munni sér. Efni þess var þessu líkast: ‘‘Nóttin hnígur að og vindar haustins gnauða; grenið glitrar draugslega í hrím- hjúp sínum; koma krossar, eða bækur, eða bænir munka að haldi, er bleikur dauðinn stefnir oss til móts við nóttina? “Helgur eldur'arins vors er slökktur, hús- in köld og helgar lindir fá ei flekklausar streymt fram; öxin glitrar við skógarræt- ur, þar sem guðir vorir gengu áöur um. ‘‘Fylking sigraöra manna fer úi landi, þá stjarna vonar vori’ar hröpuð or af himni. En Island, sjávarluktan hólma íss og snjóa, vér mænum á með þrá í augum. “Fagna þú framandi mönnum, er til þín ’eita. Skip vor færa þér aó ströndum forna löggjöf vora og frelsisvörn, og trú þá er gefin var norrænum lýð fyrir örófi ára. Þar, er brennandi bruni fjallanna lýsir yfir freyðandi hafið, þar, er öldur brotna á traustu bergi, má enn vera að rætist duldir draumar voiir um nýja frægð hins forna.’’ Ekkehard liafði farið af baki og bundið hest sinn við grenitré. Hann gekk því næst inn í kofann og Adifax smeykur á eftir. Skóg- arkonan fleygði flíkinni, sem hún var að sauma yfir steininn stóra, krosslagði hand- leggina og staröi á þennan óboðna gest í munkaklæðum, en stóð ekki á fætur. “Lofaður sé Jesús Kristur,” mælti Ekke- hard í kveðjuskyni og jafnframt til þess að eyða töfrum ef fyrir kynni að vera. Hann læsti fingrinum ósjálfrátt yfir þumal hægri handar, því að hann óttaðist illt auga. Adi- fax hafði sagt honum frá því, að fólk segði að ganda konan gæti látið heilt engi fölna með einu augnatilliti. Hún svaraði kveðju hans engu. “Að hverju ertu aö starfa?” mælti Ekke- hard til þess að hefja samræðuna. ‘‘Eg er að bæta fat, sem orðið er**slitið," svaraði gamla konan. ‘‘Þú safnar jurtum?” “Já, ég geri það. Ertu líka jurtasafnari? Það eru margar tegundir hér inni, þú mátt velja úr þeim. Hauksarfi og sníglasmári og músareyra og viðarkragi.” ‘‘Eg er enginn jurtasafnari,’’ svaraði Ekkehard. ‘‘Hvað gerir þú við allar þessar jurtir?” ‘ Þarftu að spyrja um til hveis jurtir séu?” spurði gamia konan. “Þi'nir líkar þc-kkja það vel. Það færi illa fyrir sjúkum mönnum og skepnum og fyrir þeim, sem verj- ast vildu illum öflum næturinnar, og þeim, er sefa vildu ástarlöngun, ef engar væru jurt- irnar.” “Og þú hefir verið skírð?” spurði Ekke- hard óþolinmóður. ‘‘Það er líklegt að þeir hafi skírt mig.” “Og hafir þú verið skírð og afneitað djöflinum og öllum hans veikum og blekking- 'um, hvað á þá þetta að þýða?” Hann benti um leið á hauskúpumar á veggnum, og hratt um leið svo hranalega að einni þeirra, að hún skall ofan á gólfið og brotnaði í smáhluti. Hvítar tennurnar ultu um moldargólfið. ‘ Þetta er hauskúpa af hesti,” sagði gamla konan rólega, ‘‘sem þú hefir nú brotið í sund ur. Þetta var ung skepna, eins og sjá má af tcnnunum.” ‘‘Og þér þykir gott hrossaket?” ‘‘Það er ekki óhreint dýr,” svaraði konan, “og það er ekki bannað að neyta þess. “Kona!” hrópaði Ekkeliard og gekk fast að henni, ‘‘þú fæst við særingar og galdur!” Gamla konan stóð upp við þessi orð, hún hniklaði brýrnar og það glóði uggvænlega í gráu augun hennar er hún svaraði Ekkehard. “Þú berö klerkabúning og mátt því segja al’.t, sem þú vilt! Gömul kona, sem heima á úti í skógi, liefir ekkert sér til varnar gegn þínum líkum, en þú hefir varpað miklum móðg unarorðum framan í mig, og lög landsins hegna þeim er á slíka lund tala....’’ Adifax hafði staðið skelkaður frammi við dyr á meðan þessi samræða fór fram. En hrafninn vappaði til hans og þá varð hann alvar lega hræddur og færði sig nær Ekkehard, Honum varð litið á stóra steininn á gólfinu, og hræðslan við tuttugu hrafna hefði ekki getað varuað því, að hann forvitnaðist um þennan einkennilega stein. Hann fletti fatinu frá, sem huldi hann að nokkuru, og kom þá í ljós að myndir höföu verið höggnar í hann, og voru nú teknar að mást. Ekkehard varð einmitt litið á nann um leið. Þetta var rómverskt a'taii og hefir ef til vill verið reist þama á einhveni hæðinni af herflokk, sem keisarinn hafði skipað að flytja sig úr ríkmannlegum herbúðum í Asíu hingað á óvistlegar strendur Constance-vatnsins. Myndirnar voru af ungling í flaksandi skikkju og með frygverska hú.u, er sat á hnjánum á liggjandi nauti; þetta var Ijósguð Persanna, Miþras, sem flutti rómversku trúnni von og styrk, um það leyti sem hún var á fallandi fæti. Ekki sást nein áletrun. Ekkehard at- hugaði altarið lengi og með kostgæfni, því að hann hafði aldrei augum litið nein merki myndskurða fyrri tíma, nema nokkura gull peninga, sem á var grafið höfuð Vespasians, og einn af leiguliðum klaustursns hafði fund- ið í mýrinni við Rapperswyl, og fáeina lit- höggna steina, er geymdir voru í klaustur- ijárhirzlunni. Honum virtist auðsætt af lögun og öllu útliti steinsins, að þetta væri þögull vitnisburður fornra tíma. ‘‘Hvaðan kom þessi steinn?” spurði hann. ‘‘Eg hefi nú haft nóg af spurningum,” svaraði gamla konan, þrjóskufull. ‘‘Þú get- ur sjálfur leitað áð svörunum!" “Vel má vera að steinn þessi hefði getað áagt furðulega sögu, hefði hann mátt mæla, því að margir fornir atburðir hljóta að vera bundnir við slíka bautasteina fornaldarinnar. En hvað kenna þessar menjar oss annað en það, að mannkynið kemur og fer eins og lauf- in, sem springa út á vorin og fölna á haustin og hverfa? Ein þjóðin hverfur og önnur kemur í hennar stað, sem talar nýja tungu og skapar í öðrum formuin. Því, sem heilagt var, er hrundið á braut og fyrirlitið, en það, sem fyiirlitið var, verður heilagt í þess stað. Nýir guðir setjast í hásætið, og er þá vel far- ið, að þeir þurfa eigi að stíga yfir ofmikinn fjölda þeirra, sem fórna hafa orðið lífi sínu.... En steinninn í kofa Skógarkonunnar vakti aðrar hugsanir í huga Ekkehards. “Þú dýrkar manninn á nautinu!” hróp- aði hann. Gamla konan þreif staf sinn, sem stóð hjá arninum og skar tvær skorur í hann með hníf. ‘‘Tvisvar hefir þú smánað mig!” svaraði hún, og var rómurinn hás af bræði. ‘‘Hvað koma okkur steinmyndirnar við?” “Talaðu þá,” mælti munkurinn, “og seg mér hvernig á því stendur, að steinninn er í húsi þínu.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.