Heimskringla - 06.03.1929, Blaðsíða 8

Heimskringla - 06.03.1929, Blaðsíða 8
*. BLAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. MARZ, 1929 Fjær og nær. MESSUR Séfa Þorgeir Jónsson mess. ar að Gimli kl. 3 e. h. næstkom- andi sunnudag, 10. marz. > Mr. Jón J. Bildfell, formaSur skólaráðs Jóns Bjarnasonarskóla er, eins og kunnugt er, nýkominn úr ferð til íslands. Margan mun fýsa að heyra fréttirnar af þvi ferðalagi. Öllum slíkum gefst það tækifæri á laugardagskveldið í þesari viku. Þá ætlar Mr. Bildfell að segja frá í skól- anum, þessu ferðalagi sínu. Sain- koman hefst kl. 8. Allir eru vel- komnir. Tekið verður með þakk- læti móti því sem menn vilja leggja af mörkum skólanum til stuðnings. Skáldakvöld hefir deildin Frón á miðvikudags- kveldið 13. marz í neðri sal Good- templarahússins. Flytur þar erindi Dr. Rögnvaldur Pétursson um skáld ið St. G. Stephanson, og les hr. S. H. frá Höfnunt kvæði eftir skáldið Einnig verður tímariti Þjóðræknis- félagsins útbýtt til meðlima á fund- inum. Byrjar kl. 8.15. Leiðrétting Næsta sunnudag verður fundur að Labor Hall, Agnes str., þar sem rætt verður um almennt áhugamál Vest- ur-íslendinga. Merkir utanfélags- menn verða framsögumenn málsins. Fundurinn byrjar kl. 3 e. h. Allir velkomnir. WONDERLAND Myndin á Wonderland seinni hluta þessarar viku er um efni úr þræla- stríðinu i Bandaríkjunum og því annað og meira en skáldskapur. Á mánudaginn verður mynd sýnd er sýnir sjálfselskuna á sinu hæsta stígi. Mynd sú er bæði lærdóms- rtk og skemtileg. Heimkomnir eru úr Islandsför dr. Rögnv. Pétursson og sonur hans Þor valdur Pétursson, M.A., ásamt hr. J. J. Bildfell. Hr. Bildfell kom á miðvikudagskveldið var. nógu snemma til þess að leggja skýrslu heintfararnefndarinnar fyrir þing ið. Dr. Rögnvaldur og sonur hans skruppu til Boston og þaðan til Otta- wa, þar sem þeir dvöldu í tvo daga. Komu þeir heim til Winnipeg á sunnudagskveldið var. Allt gott höfðu ferðamennirnir af Islandi að segja. Frámunalega góða tíð, og hinar ágætustu viðtökur og yfirleitt bjart yfir öllu. Frá Islandi lögðu þeir 5. febr., dvöldtt um viku á Englandi og létu í haf frá Liver- pool 15. febrúar.— I Lögbergi, útkomnu 14. febrúar 1929, birtist grein eftir hr. Stephen Thorson. Ekki ætla ég að fjölyrða um þessa ritsmíð hans, aðeins benda á ummæli hans í garð deildarinn- ar "Brúin” í Selkirk. Honum far- ast þannig orð: “Hér í deildinni "Brú” í SelkiPk, er mér ekki kunn- ugt um, að nokkur maður hafi geng- ið inn í deildina á árinu.” Sömuleið- is segist hann hafa heyrt, að árs- gjöld hafi verið goldin með meiri tregðu en nokkru sinni áður. Á síðastliðnu ári hafa gengið í deildina “Brúin” í Selkirk, nær 30 manns, nýjir meðlimir. Sá, sem þessar línur skrifar, hefir ekki orðið var við nein vandræði í sambandi við að fá borguð árstillög meðlima frekar nú en endranær. Þá tilkynningu læt ég ekki undan falla, að meiri hluti þessara nýju meðlima okkar eru yfir 18 ára aldurs. Af þessu geta lesendur séð að hr. Stephen Thorson leitaði sér ekki upp lýsingar hjá neinum, sem vissi það rétta, aðeins fer eftir einhverju, sem hann hefir heyrt. Selkirk, 24. febr. 1929. i Trausti G. Isfeld. Mr. Nikulás Snædal frá Lundar kom hingað til bæjarins í gærdag að leita sér læknisráða. Sagði hann tíðindalaust þaðan að utan. Hr. Brynjólfur Arnason frá Grand Forks, N. Dak., er staddur í bænum þessa dagana að heimsækja forna kunningja. Gáta Hausinn vaggar, vembill hans veltur eins og snúður; allar listir loddarans leikur skripatrúður —P. Fáein Fakkarorð Eg get ekki annað en þakkað, og þakkað, svo snilldarlega hefir fólki hér í Siglunesbyggðunum farist við okkur. Þegar kýrnar mínar voru brunnar og ég stóð uppi mjólkurlaus með börnin, kepptist fólk við að færa okkur mjólk og rjóma. Mr. og Mrs. Jón Björnsson, Silver Bay, gát'u okkur kú. Mrs. Sesselja Guð- mundsson og Kristján sonur hennar, Narrows, létu færa okkur beztu kúna sina. Slík hjálpsemi sem þessi verður aldrei fullþökkuð. Mrs. Margrét Sigfússon, Oak View, sendi mér sex dala virði af smjöri. Félag ungra stúlkna við Hayland “The Blue Bird Club.” sendu mér $25. Satt er mákækið að “sælla er að gefa en þiggja,” en vænt þvkir mér um hlýhug fólksins. “Sá er vinur, sem í raun reynist,’’ en vinirnir hafa reynst svo ótal marg ir nú. Eg óska oig vona að gjafarinn allra góðra hluta launi þeim öllum. Ashern, Man., 12. íebr., 1929. Guðrún Thorkelsson. -SÓNGSAMKOMA- CENTRAL CHURCH SOPHIE Mánudaginn 11. Marz Braslau Contralto ‘‘Rödd hennar er vissulega ein af þcitn fáu, sem talist getur stórfengleg nú á tímnim.” —New York “Sun,” 1928. Sæti til sölu hjá: WINNIPEG PIANO CO., LTD. Símið 88 693 $1.00 $1.50 $2.00 $2.50 CELEBRITY CONCERT SERIES Direction Fred M. Gee AÐALFUNDUR Islendingadagsnefndarinnar verður haldinn þriðjudagskveldið 12. marz 1929, kl. 8, í efri sal Goodtemplarahússins. Vanaleg fund- armál rædd, ársskýrslur lagðar fyrir fundinn, og kosningar nýrra embættismanna. Rætt verður um það, hvort flytja skuli Is- lendingadaginn 2. ágúst til Gimli, svo og um það að kjósa nefnd til fleiri ára, og að fá daginn löggiltan. Æskilegt væri, að Is- lendingar í Winnipeg, vildu gera svo vel og fjölmenna á þenna fund, svo málefni Islendingadagsins verði sæmilega afgreidd og nefnd skipuð góðum mönnum. Þeir íþróttamenn, sem ekki hafa fengið medalíur sínar fyrir 1927, setidi nöfn og heimilisfang til ritara nefndarinnar, S. Björnssonar, 679 Beverly St. J. J. SAMSON, forseti S. BJÖRNSSON, ritari. ' mm valdar Böðvarssonar í Holti undir stjóri Lögbergs og 'Sigfús Halldórs Eyjafjöllum,— frá Höfnunt, ritstjóri Heimskringlu. A föstudagskveldið var lézt að heimili tengdasonar sins og dóttur. Mr. og Mrs. V. N. Johnson, 716 Victor stræti hér í bæ, Jónas Stef- ánsson Stephensen, eftir langa og þunga legu, því nær 80 ára að aldri', fæddur 20. sept. 1849. Var hann fæddur á Reynivöllum í Kjós, sonur Stefáns fírests Stephensen (Stefáns- sonar amtmanns á Hvítárvöllum) og konu hans Guðrúnar, dóttur séra Þor- Jónas heitinn kom hingað til lands 1904, ásamt konu sinni, er lézt í sum ar sem leið, eins og Hkr. hefir get- ið, og þrem börnuni, Stefáni, sem látinn er; Sigurði, er býr hér í St. James, og Önnu, konu P. N. John- son. Ein dóttir er á lífi á Islandi, Elín, gift Karli Nikulássyni lög- manni í Reykjavík, fyrv. sýslumanni. Jónas heitinn var höfðingsmaður í lund, sem hann átti ætt til. Mun hans verða minnst síðar hér í blaðinit. —Heituskrinigla vottar aðstandend um dýpstu hhtttekningu sina. — Jónas heitinn var jarðsunginn á mánudaginn var. Stýrði séra Rttn- ólfur Marteinsson kveðjuathöfn að heimili hins framliðna og flutti bæn, en síðan var líkið flutt í SambandsT kirkjuna og fluttu þeir kveðju- og minningarræðu, dr. Rögnv. Péturs- son og séra Ragnar E. Kvaran. Lik- ið var jarðsett í Brookside grafreit og stýrði A. S. Bardal útförinni Líkmenn voru dr. M. B. Haltdórsson. hr. Bengsveinn M. Long, hr. Ingi- mundttr Einarsson, hr. Stephan Stephensen, Einar P. Jónsson rit- Lesendur eru beðnir að taka eftir þvi, að Heimskringla hefir til sölu námsskeið við beztu verzlttnarskóla í Winnipeg', gegn veigamiklum af- slætti. U Áttavizka yy (Frh. frá 1. síðuj. t’alleg eða kurteis, skal lá'ið ósagt, en ntér er næst að halda, að sumum Vestur-lslendingum á h'eimalandinu og í Kanada sé farið að þykja nóg um. Þar sem ég hefi búið í ]»essu andlega myrkri Ameriku i næstum 20 ár, þá er mér vorkttnn þó ég, óment- aður og ótipplýstur Bandaríkja-ts- lendingur. spyrji hvort skrif þessa Laxness beri vott um mentun ? Eg er sannfærðttr að það sem ég hefi séð eftir þennan niann er lélegt sýn- ishorn af íslenzkri menningu. sem á þó að vera okkar menningu svo mikíð fremri. F.g hefi kannske ot lítið vit, og því stður nóga nientun, tik þess að geta skilið eða metið MÖRG G0Ð MALTIB ER AÐ ÞAKKA - OGILVIES ROYAL HOUSEHOLD FLOUR þennan mann. En ef að þessi Lax- ness hefði nógu mikla djörfung eða hugrekki — svo maður efist ekki unt kunnáttu lians — til þess að bera þetta góðgæti sitt frant fyrir Banda ríkjamenn í þeirra eigin blöðum og á þeirra eigin ntáli, þá væri ég ekki að fetta fingur út í slíkt. Við erunt vanir við siðabóta og umbótaræður okkar eigin manna, en þar sem þetta kemur í útlendu blaði, á ntáli sem þjóðin hér skilur ekki — og í Heims- kringlu, sem þykist vera málsvari ts- lenzka Þjóðræknisfélagsins í Anter- íku, þá gengur þetta næst rógburði. G. T. Athelstan. Minneapolis, Minn., 18. febr., 1929. Aths. Þcssi “rógburður” — ef vér megunt tala í líkum anda og hinn háttv. höf.—ntun verða sanngliarn- lega athugaður síðar hér í blaðinu.— Ritstj. MÆÐUR Þér fáið ekki meira næringarefni í neinni fæðu - fyrir peningana - en í einum hleif af Canada Bread Vér mælum sérstaklega með Butternut brauði. Það er lystugt, það er bragðgott. Það er heilnæmt. Hverjum manni hlýtur að geðjast að því Símar: 39 017 33 604 PORTAGE & BURNELL ST. J. NICOLSON, ManageL FRITT Gettu til þve mörg pund eru í stóra pakkanum af JIF. sent til sýnis er í þessari byggingu, og náðu þér í “LAUNDRY QUEEN’’ Challenge Model Rafmagns-þvottavél Eitt par af kven silki-sokk um og tuttugr.u og fjórir 25c pakkar af JIF með hverri maskínu. sem keypt er upp til 20. apríl. WINNIPEG ELECTRIC COMPANY Ábyrgst að vinna vel Þrjár búðir:—Appliance Department, á fyrsta gólfi í Electric Railway Chambers, og að 1841 Por- tage Avenue, St. James, og á horni á Marion ! og Tache, St. Boniface. SAMKOMA iSambandskirkju miðvikudagskveld ið, 6. marz, kl. 8.15. Inngangur 35c. 1 Piano solo—Miss Margaret Dalman 2 RæÖa__Séra Benjam. Kristjánsson 3 Vocal solo—Mrs. P. S. Dalman i Framsögn—Friör. Kristjánsson 5 Piano solo—Mr. Albert Stevenson 6 Erindi—Miss Aöalbjörg Johnson 7 Vocal solo—Mr. R. E. Kvaran 8 Violin solo—Miss Gyöa Johnson Svo aö segja allar fréttir af Þjóð- ræknisþinginu nýafstaðna og hvaðan æfa annarsstaðar að, verða að bíða næsta blaðs sökum þess að því nær allt, sem í blaðinu er, hefir þegar, en óhjákvæmilega, beðið birtingar allt of lengi — auk þess sem miklar auglýsingar hafa borist að. Mesti fjöldi aðkomumanna var staddur í bænum um Þjóðræknis- þingið óg ktinnum vér þá eigi líkt því alla að telja þótt nokkrir skulu nefndir. Þessa höfum vér séð ný- lega: séra Jónas A.. Sigurðsson, Mrs. Björgn Thorsteinsson, Mrs. Sigur- björgu Jónsson, Mr. Sigurgeir Walt- erson, Mr. Þórð Bjarnason, Mr. Kr. Pálsson, Mr. Kr. Bessason, Mr. Guðj. Friðriksson, frá Brown, Man., Mr. Th. Gíslason, Mr. Jón Húnfjörð, Mr. J. H. Húnfjörð, Mr. J. Gillies; Frá Gimli sqra Þorgeir Jónsson, Mr. B. B. Olson, Mr. Hjálmar Þorsteins- son; frá Árborg Mr. Thor. Lífman, dr. S. E. Björnsson, Mr. P. K. Bjarnason. Mr. Ásgeir I. Blöndal. frá Wynyard; Mr. Þorstein Guð- mundsson .frá Leslie; Mr. Sig. And- erson og Mr. Einar Einarsson frá Piney; Mr. Andrés Skagfeld frá Oak Point;; Mr. Pál Bjarnason frá Wvnyard, Mr. Jón Stefánsson frá Steep Rock, Mr. Ben Stefánsson frá Edinburg, N. D., Mr. Valda Jóhann- esson frá Víðir, o. fl.,*o. fl. — /SGGOCGCGCCGCCCCCCGCCGeCCeCCCCCCCCCCCaCCCCCCCCCCCCCCOi I VVONDERLANQ | THEATRE Continuous Daily 2—11 p.m. Sat. Show starts 1 p.m. Double Program This Week Thur—Fri—Sat. JACK HOLT in “COURT MARTIAL” And Hoot Gibson Ín “THE TRICK OF HEARTS Also — “The Mystery Rider” Chapter 5 Mon—Tues—Wed., March 11—12—13 Two Big Features LAURA LA PLANTE IN “HOME JAMES” and “THE STREET OF ILLUSION” ^ With Virginia Valli and lan Keith. Also The Collegians yyscccccccoacccccccccccccccccccaccccccrscccccco

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.