Heimskringla - 13.03.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 13.03.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 13. MARZ, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. . eftir I. von Sclieffel. ‘‘Vegna þess að ég aumkaðist yfir kann,” krópaði gamla konan. ‘‘En það er ekki lfk- legt að þú, með skalla þinn, skiljir það. Steinn inn stóð fyrir utan á klöppinni, og fyr á tím- um kafa margir klotið að beygja kné sín við kann. En enginn skifti sér af honum á vor- um dögum. Fólkið þurkaði á honum eplin sín eða hjó á honum viðinn, eins' og verkast vildi, og óblítt regnið máði af honum mynd- irnar því nær með öllu. ‘Eg vorkenni stein- inum,’ sagði móðir mín; sú var tíðin að hann var helgur hlutur, en bein þeirra, er eitt sinn þekktu hann og dýrkuðu manninn á steinin- um, og steininn sjálfan, eru löngu orðin hvít — og.Jmaðurinn í flaksandi skikkjunni hlýtur að vera skorpinn af kulda.’ Og fyrir því reistum við steininn við og bárum hann hing- að og settum hann við arninn, og hann hefir ekki valdið oss neinu tjóni. Og vér vitum nú hvernig gömlu guðirnir muni finna til, því vcrum guðum hefir verið steypt af stóli. Láttu steininn í friði.” ‘‘Þínir guðir?” hrópaði Ekkehard. “Hverjir eru þínir guðir?” ‘‘Þú ættir að vita það,” sagði gamla kon- an, ‘‘því að þú hefir rekið þá í burtu og út- skúfað þeim niður í djúp vatnsins. í vatns- djúpinu liggur það hulið, fornir fjársjóðir, og fomir guðir. Aldrei fáum við þá framar séð, en vér þekkjum staðina, þar sem forfeður vorir dýrkuðu þá, áður en Frankarnir komu og mennirnir í munkakuflunum. Og þegar vindurinn skekur efstu greinamar á eikinni þarna, þá má heyra kveinstafi þeirra og á helg um nóttum er þytur og hróp um skóginn, ljós blika og stórir höggormar vinda sig utan um trjástofna, og yfir fjöllin koma fljúgandi fylk- ingar yfirgefinna anda, sem koma til þess að líta gömlu heimkynnin ” Ekkehard gerði krossmark fyrir sér. “Eg segi þér frá því, eins og ég hefi sjálf horft á það,” hélt gamla konan áfram. ‘‘Eg •hefi enga tilhneigingu til þess að móðga Krist, en hann er oss framandi og þér þjónið honum á erlendri tungu, sem vér fáum eigi skilið. Væri hann einungis sprottinn upp úr vorri eigin jörð, gætum vér talað við hann, þá yrð- um vér hans tryggir þjónar og hver veit nema þá hefði farið betur fyrir Alemaniu.” ‘‘Kona!” hrópaði Ekkehard, þrunginn af bræði. “Vér skulum láta brenna þig!” ‘‘Sé það ritað í bók þína, að trén vaxi í skóginum til þess að brenna við þau gamlar konur, jæja, þá það, því ég hef lifað nógj lengt. Það er skammt síðan elding heim- sótti skógarkonuna,” og gamla nornin benti á dökka rák á veggnum, “en eldingin lét gömlu konuna í friði.” Hún lét fallast á steininn vip arninn er hún hafði lokið máli sínu og hnipraði sig sam- an hreyfingarlaus og þegjandi. Glæðurnar lýstu upp hrukkótt, aldrað andlitið. “Þetta er nóg,” sagði Ekkehard, og gekk út úr kofanum. Adifax varð feginn að líta áftur himin- inn yfir höfði sér. “Þeir sátu þarna saman,” sagði hann og benti upp á hæðina. ‘‘Eg ætla að fara þangað og líta á stað- inn,” mælti Ekkehard, ‘‘en þú ferð til Ho- hetitwiel og sendir tvo vinnumenn með öxi og sög. Og segðu Oddfredi djákna í Singen að koma, og hafa méð sér hökul og messubók.” Adifax stökk af stað, en Ekkehard hélt upp brekkuna. Meðan þessu fór fram, sat hertogafrúin í Jtastala sínum á Hohentwiel og snæddi mið degisverð. Hún hafði oft skimað umhverfis sigr einá1 og henni væri órótt í huga og eitt- hvað væri að. Máltíðin stóð skamma stund yfir, og þegar hertogafrúin var loks ein með Praxedis, þá mælti hún: ‘‘Hvernig fellur þér við nýja kennarann okkar, Praxedis?” Griska stúlkan brosti. “Svaraðu!” sagði hertogafrúin ákveðin. ‘‘Eg hefi margan kennarann séð fyr en þennan í Konstantínópel," svaraði Praxedis kæruleysislega. Hertogafrúin rétti fingurinn upp, eins og hún væri að ógna henni. “Eg rek þig frá augum mér, ef þú leyfir þér svona ósvífnis-tal. Hvað hefir þú á móti skólakennurum?” ‘‘Afsakið þér,” sagði Praxedis, ‘‘ég ætlaði ekki að gera neitt rangt. En þegar ég sé svona bókamann eins og þennan, hve alvar lega ástundun hann leggur á það, að fá eitt- hvað vit úr handritinu sínu, meiningu, sem jafnvel oss er augljós, og þegar ég sé hann niðursokkinn í bækur sínar, eins og hann væri í álögum, hafa auga fyrir letruðu orðun- um einum, en ekkert fyrir mannlegum verum umhverfis sig, þá get ég ekki varist hlátri. Eg hlæ þegar ég veit ekki hvort meðaumkun ætti við. Og vissulega hefir hann ekki þörf fyrir mína meðaumkunn, því hann veit svo miklu, miklu meira en ég.” ‘‘Kennari verður að vera alvarlégur,” sagði hertogafrúin. “Alvaran er hluti af köllun hans, alveg eins og eðlilegt er að snjór falli á fjöll vor.” ‘‘Alvarlegur!” svaraði gríska stúlkan. “Já, víst hlýtur allt að vera alvarlegt í þessu landi, þar sem snjór hylur fjallatindana. Eg vildi að ég væri eins lærð og meistari Ekke- hard, svo ég gæti útlistað það, sem fyrir mér vakir. Eg á við það, að það ætti að vera unt að nema í gamni, ef svo mætti segja, í kátínu, og án þess að þrýsta fram svitadropum á enni sínu það, sem er fagurt, hlýtur að gleðja og vera jafnframt satt. Eg á við, að þekkingin er eins og hunangið — það má afla þess. á margvíslegan hátt. Fiðrildið flögrar umhverfis blómkrónuna og finnur þó leiðina til hunangsins, en þýzkur fræðimaður minnir mig á klunnalegan skógarbjörn, sem hlammar hramminum klunnalega inn í býflugnabú og sleikir hann svo á eftir — og ég er ekkert gefin fyrir skógarbirni.” ‘‘Þú ert léttúðarstúlka,” mælti Heiðveig hertogafrú, “og hefir ímugust á lærdómi; en segðu mér hitt, hvernig geðjast þér að Ekke- hard að öðru leyti — finst þér hann lagleg- ur?” Praxedis horfði framan í húsmóður, sína. ‘‘Eg hef enn þá aldrei veitt því eftirtekt, hvort munkur væri laglegur eða ekki.” “Hvers vegna ekki?” ‘‘Mér hefir fundist það vera gagnslaust.” ‘‘Þú svarar einkennilega í dag,” sagði frú Heiðveig. Og hún stóð upp við þessi orð, gekk að glugganum og leit til norðurs, þar sem brattir tindarnir á Hohenkraen gnæfðu upp að baki dökkum furuskóginum. ‘‘Geitasmalinn var hérna ekki alls fyrir löngu til þess að sækja nokkura menn,” sagði Praxedis. “Það er milt og sólríkt í dag,” sagði her- togafrúin; ‘‘segðu þeim að söðla hestana. Við skulum ríða yfir um og sjá hvað þeir eru að gera. Nei, það er satt — ég gleymdi því, að þú kvartaðir um þreytu eftir reiðina til St. Gallus. Eg fer ein......” Ekkehard hafði athugað staðinn vandlega, þar sem blótið hafði farið fram um nóttina. Litlar menjar veizlunnar voru eftir. Moldin umhverfis eikina var rauðlituð, og hálfbrunn- ir stofnar og aska sýndi hvar eldurinn hafði verið. Það vakti undrun hans er hann sá vaxmyndir, hálffaldar innan um eikargreinarn ar, af mannslimum, höndum og fótum, og myndir af hestum og nautum, en þetta voru gjafir til áheita fjrrir sjúka menn og skepnur. sem hjátrúarfullt bændafólkið hélt að myndi verða áhrifameira ef hengi í gömlu, helgu eik- inni, heldur en í kirkju dalsins. Tveir menn, vopnaðir með öxum, koniu í ljós. ‘‘Við vorum sendir hingað,” mæltu þeir. “Frá Hohentwiel?” spurði Ekkehard. “Við vinnum fyrir hertpgafrúna, en eig- um heima þarna undir Hohentwiel, þar sem reykinn leggur upp úr kolagröfinni.” ‘‘Gott er það,” svaraði Ekkehard. Þið höggvið þetta tré niöur fyrir mig.” Mennirnir litu á hann vandræðalega. ‘‘Áfram!” hrópaði hann, ‘‘og flýtið ykfcur, því á jörðinni verður það að liggja fyrir nátt- mál.” Mennirnir gengu að eikinni. Þeir stóðu með opinn munninn frammi fyrir tígulegu trénu. Annar þeirra lét öxina hníga. “Þekkir þú ekki þennan stað, Chomuli?” mælti hann við félaga sinn. “Hví skyldi ég gera það, Woveli?” “Skógarhöggsmaðurinn benti í austur, tók hægri hnefann upp að munni sér eins og hann væri að drekka, og sagði: ‘‘Vegna þessa, Chomuli!” Hinn maðurinn gaut augunum út undan sér þangað, sem Ekkehard stóð, og mælti lymskulega: “Við vitum ekkert, Woveli.” ‘‘En hann fær að vita, Chomuli,” svaraði sá fyrri. ‘‘Við bíðum og sjáum hvað setur, Wov- eli,” svaraði hinn. ‘‘En þetta er synd og skömm,” hélt sá fyrri áfram. ‘‘Þessi eik hefir staðið þarna í meira en tvö hundruð ár, og margan glaðan maí- og nóvember eldinn hefir hún séð. Eg hefi ekki lund til þes að gera það, Chomuli.” ‘‘Vertu ekki þessi asni!” tautaði hinn, og hjó fyrsta höggið. “Við verðum að gera það. Og þess ótrauðari sem við erum að höggva tréð, því ólíklegra er, að þessi náungi í kuflinum geti sér þess til, að við höfum sjálf. ir setið undir greinunum og blótað á nætur- þeli. Mundu eftir sektinni. Það er eins gott að fara varlega, Woveli.” Síðasta athugasemdin hafði tilætluð á- hrif. ‘‘Það er eins gott að fara varlega, Chom- uli,” endurtók hann og rak öxina í tréð, sem hann hafði tilbeðið — það voru ekki nema tíu dagar liðnir síðan hann hafði hengt vaxmynd í greinarnar, svo að brúna beljan hans lækn- aðist af hitasótt. Spænirnir flugu undan höggunum, sem féllu með jöfnum hraða á stofninn. Djáknin frá Singen var nú kominn með messubók og hökul. Ekkehard benti honum að koma með sér og þeir gengu báðir samt inn í hús gömlu konunnar. Skógarkonan sat enn hreyfingarlaus við eldinn. Snarpur súg- ur fór um húsið um leið og dyrnar opnuðust og slökkti daufan eldinn. “Skógarkona!” hrópaði Ekkehard í skip- andi róm. ‘‘Taktu saman pjönkur þína og taktu til í húsi þínu, því að nú verður þú að fara!” Garnla konan þreif staf sinn og skar í hann þriðju skoruna. ‘‘Hver er sá, er móðgar mig í þriðja sinn,” mælti hún með draugslegri rödd, “og hver hyggst að reka mig, eins og flækingsrakka, úr húsi minnar móður?” “í nafni hertogafrúarinnar í Svabíu,” hélt Ekkehard hátíðlega áfram, ‘‘og sökum þess að þú fremur heiðna hjátrúarsiði og skurðgoðadýrkun á náttarþeli mun ég lesa yf- ir þér formála þann, sem bannfærir þig frá húsi og heimili, frá landi og þjóð. Stóll þinn skal settur utan dyra þinna, og þú skalt flakka óaflátanlega alstaðar þar, sem blá hvelfing himinsins hylur jörðina og kristin kirkja nær, eins langt og fálkinn flýgur, borinn áfram af vængjum vindanna. Engar dyr gestrisninn ar skulu uppljúkast fyrir þér, enginn eldur skal brenna á arni fyrir þig, engin lind skal renna fyrir þig, fyr en þú hefir afneitað þínu illa athæfi og samið frið við Guð, hinn Þríeina, hinn mikla dómara lifenda og dauðra.” “Skógarkonan hafði hlýtt á hann, án þess að merki þess sæust, að þetta hefði feng- ið rnikið á hana. ‘‘Smurður maður mun srnána þig þrisvar sinnunr undir þínu eigin þaki,” sagði hún í hljóði við sjálfa sig. “Þú skalt gera merki á staf þinn þessu til vitnisburðar, og þennan staf skalt þú taka og halda í áttina til sólar- lagsins, því að þeir munu hvergi leyfa þér að halla höfði þínu. Ó, móðir, móðir mín!” Hún tók saman það litla, sem hún átti, batt það í böggul, greip staf sinn og bjóst til ferðar. Djáknin frá Singen gat ekki varist þess að verða mjög hrærður. ‘‘Ákalla þú Drottinn fyrár munn þjóna hans,” sagði hann við hana, “og gerðu kristi- lega yfirbót, svo þér verði miskunnað.” ‘‘Skógarkonan er of gömul til þess,” svaraði hún og kallaði á gaukinn sinn. Fugl- in flaug til hennar og settist á öxl hennar, hrafnin vappaði órólegur á eftir henni, og hún þréif upp hurðina. Enn einu sinni leit hún umhverfis sig, á veggina, á arininn og hross- hausana, en laust svo stafnum í dyrahelluna, svo að undir tók, og snéri sér að munkinum: “Bölvaðir séu þér hundar!” hrópaði hún há- stöfum og hvarf síðan inn á milli trjánna og fuglamir hennar á eftir henni. ‘‘Fylking sigraðra manna fer úr landi; þá stjarna vonar vorrar hröpuð er af himni. En ísland, sjávarluktan hólma íss og snjóa, vér mænum á með þrá i augum.” heyrðist hún kveða lágt innan úr skógarþykn- inu. > Djáknin lagði hökulinn á axlir Ekkehards þegar hún var farin, tók messubókina í hönd sér og gekk ásamt félaga sínum hátíðlega í gegnum húsið og klefann, sem áfastur var. Þeir helguðu veggina með krossmarki, svo að illir andar yrðu að hröklast þaðan fyrir fullt og allt, og eftir að þeir höfðu farið með marg víslegar bænir, las Ekkehard loks hina miklu særingu yfir staðnum. Þetta guðræknisstarf tók langan tíma. Kaldir svitadropar voru á enni djáknans, er hann tók hökulinn af herðum Ekkehards, því hann hafði aldrei áður hlýtt á jafn skelfileg orð. Þeir heyrðu jódyn rétt þegar þeir voru að ljúka við athöfnina, og hertogafrúin kom fram úr skóginum, ásarnt einum fylgdarsveini einungis. Ekkehard gekk fram til þess að heilsa henni, en djákninn snéri heimleiðis. “Þér hefir lengi dvalist,” kallaði hertoga- frúin vingjarnlega. ‘‘Eg varð sjálf að koma og líta á, hvað þú hefir verið að gera.” Skógarhöggsmennirnir höfðu nú lokið við verk sitt og voru horfnir bak við hæðina, því að þeim stóð ógn mikil af hertogafrúnni. Ekkehard sagði henni frá hegðun og hátterni Skógarkonunnar, og frá því, hvernig hann hefði rekið hana á braut- “Þú ert strangur,” sagði Heiðveig her- togafrú. “Eg hélt að ég hefði verið mildur,” svar- aði Ekkehard. ‘‘Jæja, vér föllumst á fyrirmæli þín,” sagði hertogafrúin. ‘‘En hvað viltu nú gera við þetta auða hús?” Hún leit í flýti á steinveggina. “Vald illu andanna hefir verið sært á braut," svaraði Ekkehard. ‘‘Eg ætla að helga það sem bænahús fyrir St. Heiðveigu." Hertogafrúin leit feginsamlega á hann. “Hvemig hefir þér komið það til hugar?” ‘‘Mér datt þetta allt í einu í hug. Eg hefi látið höggva stóru eikina niöur.” Þau gengu bæði upp einstigið upp á Ho- henkraen, þar sem hinn volduga eik lá fall- in, og varnaði því nær vegarins með sínum miklu greinum. Háhnjúknunx á þessari ein- kennilegu hæð var þann veg háttað, að þar var flatur hamar, fáein fet að ummáli, en klettóttar hlíðarnar lágu því nær þráðbeint niður þaðan. Þarna stóðu þau. Það var svimandi hátt, og hvorki klettur né tré til þess að styðja sig við. Þessar tvær myndir báru við himinn, munkurinn í dökkum kufli sín- um, en hertogafrúin hafði sveipað að sér ljósri skikkju sinni. Þau horfðu þegjandi á hina mikilfenglegu sjón. Áin Aach liðaðist um.græn engi langt fyrir neðan þau á slétt- unni. Þökin og gaflarnir á húsunum í fjar- lægum dalnum litu út eins og deplar á landa- bréfi. Beint á móti gnæfði núpurinn á Ho- hentwiel, sem þau þekktu svo vel. En að baki hæða-garðurinn, sem huldi fyrir þeim Rín ána, eftir að hún rann úr Constance vatninu. Untersee með Reichenau-eyjunni var sveipað ljósi, en í fjarska sást óljóst votta fyrir risafjöllum í gegnum þokumistur. Þau skírðust sífellt betur og betur, eftir því sem sólin lækkaði og snart brúnir þeirra með gull- inni dýrð. Yfir öllu landinu hvíldi þýðleg mýkt í kveldsólnni. Frú Heiðveig var hrifin inn að djúpi sál- ar sinnar. Allur sefi hennar komst við af Mikilfengleik myndarinnar framundan. Hún leit af snjóþöktum Ölpunum í hrifning sinni og á Ekkehard. Ein tilfinningin vekur aðra, og fagnandi viðkvæmni fór um huga hennar. ‘‘Hann langar til þess að helga St. Heiðveigu bænahús,” sagði innri rödd hennar hvað eftir annað. Hún steig fætinum fram, eins og hún væri hrædd um að fá svima, lagði hægri hönd- ina á öxl Ekkehards og studdi sig við hann. Glampandi augu hennar litu beint í augu hon- um. “Um hvað er vin minn að dreyma?” spurði hún þýðlega. Ekkeliard hafði verið niðursokkinn í hugs anir. Hann hrökk við. ‘‘Aldrei áður hefi ég staðið í slíkri hæð,” svaraði hann, ‘‘og það rninnir mig á setningu í Heilagri Ritningu: ‘Enn tekur djöfullinn hann með sér upp á ofurhátt fjall og sýnir honum öll ríki heimsins og dýrð þeirra; ‘“Og hann sagði við h'ann: Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur frarn og tilbiður mig.” ‘‘Þá segir Jesús við hann: ‘Vík burt Sat- an; því að ritað er: Drottinn, Guð þinn, átt þú að tilbiðja og þjóna honum einum."'

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.