Heimskringla - 13.03.1929, Blaðsíða 7

Heimskringla - 13.03.1929, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 13. MARZ, 1929 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐStÐA Lögbrot og (Frh. frá 3. bls.) sýkir sál og likama manna, og spillir samlífi þeirra. Ritstj.: Eru ekki öll lög samin í þeim tilgangi aö þau skapi jafnvægi og samræmi í þjóöfélaginu, og ég tel víst aö hin merkilegu vínsölulög norðanmanna hafi verið samin í þeim tilgangi. Enda hljóta þau að valda miklum breytingum í samlifi einstaklinga og félígslifi manna, þar sem þau leyfa og löghelga almennan drykkjuskap, undir umsjón og vernd stjórnanna, sem skipaöar eru til að hafa innkaup og útsölu allra áfengra drykkja, og fullnægja þær þeim lög- um með því að skapa nýja embætt- ismannastétt til að útdeila áfenginu meðal neytendanna, sem aflgjafa er skapi nægilegt hitamagn í fólkið, svo það geti mætt hinum alkunnu kulda- stormum er renna yfir landið frá ís- höfum norðurpólsins. Uncle Sam: Mér finnst þú vera orðinn helzt til skáldlegur fyrir mig; ég vil heldur iglima við veruleik- an. Nágrannar mínir fyrir norðan réttlæta vínsölulög sín með meiri- hluta atkvæðagreiðslu fólksins. Lög gjafarnir þykjast því ' hafa fullan rétt til að skapa nýja embættismanna stétt, og nýja tekjulind fyrir ríkið úr áfengisástríðu og siðferðisveikleika fólksins, sem borgar fyrir brúsann. Ritstj.: En hvað heldur þú um okkar eigin vínbannslög og áhrif þeirar á þjóðina. Mér finst að af þeim leiði mikil ógæfa og siðspill- ing. Uncle Sam: Lögin sjálf eru hárrétt og góð, en bæði eru þau rangt skilin og rangt framfylgt. Þau banna það engum, sem fáir myndu hlýða, og það er að nota persónufrelsi sitt til að brugga sér og sínum svaladrykk, og hressandi aJldinalög, jafnvel þó hann innihaldi fáar prósentur af á- fengi. Þeim er líka misbeitt á margan hátt. Það ætti til dæmis að refsa þeim, sem selja áfengi og önn- ur eitruð meðöl með því að láta þá borga í opinberan sjóð, ekki minni upphæð en þá er þeir hafa selt á- fengið fyrir, að viðlbættum þeim skaða, sem hlotist hefir af áfengis- nautn þeirra er keyptu. Með öllum framkvæmdum þessara laga ætti að láta fólkið skilja nytsemi þeirra og að þau eru samin til að vernda menn frá örbirgð og -siðleygi, og hjálpa á- fram heilbrigðri menning í land- inu. Þegar framkvæmdarvaldið hef ir skilið rétt hlutverk sitt í umræddu máli þá fara menn yfirleitt að skilja og hlýða. Það tekur oft langan tima að láta fólkið skilja hlutverk sitt. Ritstj.; Eg er undrandi yfir þess- um samfundum okkar í dag. Þú hefir komið hér fram eins og hátt- prúður siðameistari, og talað eins og vifesýnn heimsspekingur, og þannig f ég aldrei mætt þér í mínu um- hverfi. Eg má nú ekki vera að hlusta á speki þina lengur, annars verð ég á eftir i hinum hraðfara tízkustraum ’hinnar nýju leiklistar, siðmenningar, sem flæðir nú yfii sveit mína, eins langt og ég get séð. (Hneigir sig djúpt og fer). Uncle Sam (raunalegur, segir við sjálfan sig): Það er ekki von að vel gangi siðmenningarstarfið, þegar rit- stjórar og leiðtogar lýðsins vilja ekki hlusta á og athuga heilbrigða skynsemi. Endir. Tjalðið fellur. Island Þórshöfn í jan., 1929. Tíðarfar: Sumartíð má heita að hafi verið, það sem af er vetri (til 15. jan.) Að vísu kom allslæmt kuldakast nokkru fyrir jólin, en ekki var það verra en það, að fáir eða engir gáfu fé sinu. Nýársdagurinn rann upp þíður og sumarblíður, og siðan hefir hver dagurinn verið öðrum betri. Heita má, að jörð sé alauð niður í byggðum. Sauðfé hefir víðast hvar ekki verið gefið, þó það sé hýst all- viða. ^ Vcrklcgar fmmkvœmdir: Almennur áhugi er hér fyrir auk- inni ræktun, og var unnið með mesta móti að túnrækt á mörgum bæjum árið sem leið. — A síðastliðnum 2 árum hafa byigt steinhús á jörðum sínum þessir bændur: Aðalsteinn Jónasson, Hvammi, Þistilfirði, Jó- hannes Arnason, Gunnarsstöðum, Þistilfirði, Lúther Grímson, Tungu- seli, Langanesi, Halldór Krisjjáns- son, Sóleyjarvöllum, Strönd, og Odd- ur Gunnarsson, Felli, Strönd. — Bændurnir i Hvammi og Laxárdal í Þistilfirði hafa ráðist í að girða af flæmi af heimalöndum sínum, til fjárgeymslu vor og haust. Þurfa hvorir um sig að leggja um sex kílómetra langa girðingu, en þá fá hvorir um sig rúmlega 20 ferkíló- metra svæði afgirt. Ætlast er til að girðingar þessar verði fullgerðar fyrir næsta -haust. — Einnig hafa Langnesingar rætt mikið um það, að girða þvert yfir nesið innan við innsta bæ (TunguselJ og austur í Miðfjörð á Strönd, í félagi við Norð MACDONALDS EtneCiít Bezta tóbak fyrir þá sem búa til sína eiSin vindlinga DIXON MINING C0. LTD. CAPITAL $2,000,000 SHARFS Stofnaíí n«mkva-mf Sa m l>a ikíkIoku iii Kana (la NO PAR VALUE Félagið hefir í Fjárhirzlu sinni 800,000 hlutabréf FJELAGIÐ HEFIR EKKI MEIRA A BOÐSTÖL- UM EN 100,000 HLUTABRJEF At 50 Per Share Seld án umbo'ðslauna og kostna ðarlaiist FJEÐ NOTAÐ TIL FREKARA STARFS í FJELAGSÞÁGU Gerist þátt- takendur Nú í þessu auðuga námu fyrirtæki, með óendanlega mögu- leika, þar sem centin geta á stuttum tíma orðið að dollurum. TWELYE GROUPS OF CLAIMS Dixie Spildurnar titbúnatiur bæfci nægur og gót5- ur Af þv sem numift hefir verit5 sézt, at5 Kvars æt5 ein, sem á mörgum stöt5um hefir verit5 höggvin og rannsökut), 3000 fet á lengd, hefir sýnt hve ögrynni af málmi þarna er, svo sem gulli, silfri, blýi og eyr, sumstat5ar yfir 11 fet á breidd. Waverly Spildurnar fJtbúnaður nægur og gót5ur. l>essi spilduflokkur hefir sul- phide-æt5, nokkur þúsund fet á lengd, sem gnægt5 aut5s ^ í gulli, silfri og eyr má vinna úr. Kinnig hefir þarna verit5 upp- götvuí þýt5ingarmikii æt5, sem úr horni af 3000 feta löngu og 4 feta breit5u, var tekit5 $54. virt5i af gulli, silfri, blýi og eyr. Hinar Spildurnar Radiore mælingar og kannanir sýna miklar líkur til at5 aut5- ur sé mikil.1 á þessum svæt5- um. EIGNIK Nærri 5,000 ekrur af náma landi, valið af sérfræðingum í þvf efni, allt mjög nærri járn- braut í nánd vit5 Plin Flon og Flin Flon járnbrautina. Machinery Equipment 2 Small Diamond Dri!ls, 1 Large Drill, 1 Compíete Compressor, Outfit with hoist, Ore Bucket, Ore Wagon and Miniature Rails, 2 Complete TBlacks*mith Outfits, 1 Complete Ass aying Outfit. 2 Large Motor Boats, 1 Barge, 2 Canoes with Outboard Fngines, Horses, Caterpill ar Snowmobile and all necessary small tools and equipment, also 3 Complete Camps. 100,000 hlutir er allt sem Selt verður í þetta sinn Lesiö þetta aftur og íhugiö og þér muniö sannfærast um a5 nú er tíminn til aö kaupa. PÖNTUNUM Á 50c HLUTINN—Veröur v eitt móttaka á skrifstofu félagsins DIX0N MINING C0. LTD. Or at Our Agents, Messrs. 408 PARIS BUILDING WINNIPEG WOOD DUDL EY-and HILLIARD, LTD, 305 McArthur Bldg., Winnipeg, Man. — urströndunga, og taka aftur upp gamla siðinn, að reka féð í afréttirn- ar á vorin. Jvn óvíst er enn hvort þetta framfaramál muni ná fram að ganlga. Fiskur er talinn hafa verið við Langanes í allan vetur. Rjúpur hafa sést með minnsta móti í vetur, enda litið verið skotnar. Refadráp hefir verið með minna móti á Langanesinu í vetur. Eiðis- - bræður, Jóh. og Daniel Gunnlaugs- synir, hafa skotið 7 eða 8, alla hvíta, aðrir fáa eða enga. tslcnskur stúdcnt sem nú stundar enskunám við há- skólann í Leeds á Englandi, segir í bréfi, að i enskudeild háskólans hafi menn mikinn áhuga á íslenzku. — Hún sé skyldunámsgrein fyrir þá, sem hafi málfræði að sérgrein, “og það sem meira er, nemendurnir læra að lesa hana og bera fram, eins og íslenzka er nú töluð, en ekki með þeim "Teoretiska,” að mörgu levti rnjög vafasama, framburði, er mál- fræðingar segja, að verið hafi í forti öld.” — Þakkar hann prófessor Gor- don, sem hér kom sumarið 1927, að miklu léyti áhuga þann, sem þar í Leeds er fyrir íslandi og íslenzkum fræðurn. Prófessorinn mun hafa í hyggiu að koma hingað aftur næsta sumar. Séra Jón Guðmundsson prófastur að Nesi í Norðíirði. andaðist nýlega á Landakotsspítala. Keflavík, 2. febr. F.B. Slæmar gæftir undanfarna daga. 1 fyrradag réru allir bátar héðan og úr Njarðvíkum, en snéru allir aftur vegna óveðurs, nema 3. Þessir 3 bátar lögðu lóðum og fengu 5, 9 og 11 skippund, er því útlit fyrir að afli sé að glæðast. Dag þennan misti m. b. Arsæll úr Njarðvíkum út tvo menn, en báðir mennirnir náðust lifandi. Bát- ur þessi er 15—16 tonn og eru fimm menn á honum. Kom sjór á bátinn, er mennina tók út, og munaði rninstu, að sögn, að báturinn færist. 2. febr. F.B. Fjárpcst: Lungnadrep í sauðfé hefir valdið miklum skaða á nokkrum bæjum nið ur við sjóinn á Mýrunum. 1 Kross- nesi drápust 20—30 kindur úr pest- inni og að Álftarósi (næsta bæ við Krossnes) var féð farið að hrynja niður úr pestinni. Á Jörfa í Kol,- beinsstaðárhreppi voru farnar um 40 kindur úr þessari pest. Búnaðarfélag Islands hefir sent þá dr. Lotz á Hvanneyri og ÁSgeir dýralækni Öiafsson í Borgarnesi vestur í hreppa ti! þess að rannsaka veikina. Ymsir fjárkvillar aðrir hafa stung- ið sér íiiður héraðinu, en ekki vatd ið teljandi skaða. Mjkill ræktunaráhugi er í hérað- inu. Er á mörgum bæjum verið að ræsa fram og undirbúa undir nýrækt í vor í stórum stil. Búnaðarfélag Stafholtstungna ætlar að kaupa dráttarvél og Búnaðarsamb. Borgar- fjarðar hefir í hyggju að bæta við sig’ annari dráttvél. Séra Einar á Borg er enn veikur en hefir þó fótavist nú. —Vísir. —— COKE ZENITH KOPPERS C O A L McLEOD RIVER GALT ALL STEAM COALS J. D. CLARK FUEL CO. LTD. Office: 317 Garry Str. PHONES YARD: 23341 - 26547 - 27773 - 27131 Enn um heim- för Y.-íslend- inga1930 Eg var á gangi með vini mínum í dag og bar meðal annars á góma heimfdl Vestur-dslendinga 1930. Þegar ég kom heim heim sá ég greinarkorn í Vísi, þar sem nákvæm- lega hinu sama var haldið fram, eins og við höfðum verið að tala um. Eg get þessa til þess að sanna ntál greinarhöf. um, að hugmyndina muni vera mjög auðvelt að framkvæma. Við genguni framhjá Landsspítal- anum ög gat ég um það, sem ég hafði heyrt, að Vestur-íslendingar hefðu boðist til þess að leggja til rúm og rúmföt, er þeir svo gæfu Lands- spítalanum, ef landið vildi sjá þeirn fyrir liúsi. ‘'Þvílík háðung, ef farið væri að taka spítalann fyrir gistihús, það húsið, sem sárasta þörfin er fyrir, láta landa okkar leggja í óþarfan kostnað til þess, að við getum svo hagnast á þvi,” sagði hann. “Og raunar er’ hið sama að segja um barnaskólann nýja eða hvaða hús sem væri. Ef hér væri að ræða um útlenda hersveit eða fjarskyldan höfðingjalýð, sem oss fyndist heyra til, að heilsa með beygingum og bukki og sjá fyrir verustað, væri það sök sér. En þetta ervi bræður okkar og systur Og þau eigum við að taka heim til okkar. Eg skal taka einn eða tvo heim til mín.” Eg fór að barma mér með að ekki hefði ég þau ihúsakynni, að ég gæti boðið ókunnum manni gistingu. “En ef systir þín væri þarna með, myndir þú áreiðanlega taka á móti henni og liýsa hana, þyrfti meira að segja ekki að vera svo nákomið, heldur frændi þinn eða vinur.” Já, það varð ég að samþykkja. “Nú eru þetta allt saman frændur okkar og vinir. Af því þeir finna svo mjög til fjarlægðarinnar, koma þeir heim til að kynnast okkur. Við erum ekki að öllu leyti eins nú og þegar þeir fluttust frá okkur, sér- stakle'ga mun svo sýnast á yfirborð- inu. Og með þessari “opinberu” gistingaraðferð myndu þeir lítið sjá annað en yfirborðið. Með hinni aðferðinni myndu þeir fyrst finna til þess, að þeir væru komnir heim. Þeir yrðu “gestir,” að okkar íslenzka hætti, ekki framandi “túristar,” not- aðir sem mjólkurkýr.” “Og kynningin, hver yrði húri?” ’hélt hann áfram. Landsstjórnin myndi halda þeim veizlu, skálaræður, skjall og glamuryrði. En hvað þektu þeir okkur mikið eftir ? Og hvað þektum við þá ? Eg er sann- færður um, að gestir þínir myndu miklu heldur kjósa sér soðna ýsu og mjólkurgraut eða skyrspón heima hjá þér, heldur en beefsteak og bul- jong á einhverju málamyndar hóteli.” Samræðan hélt áfram. Við fór- um að hugsa um heimili sem igisti- staði. — Myndi N. N. ekki hafa húsnæði handa 1—2, eða myndi hann sjá eftir mat handa þeim í nokkra daga? Tæplega! Eða þessi — eða þessi, Við urðum sannfærðir um að öll- um, sem gætu, yrði beinlínis ánægja að þvi. Og hvað eru þeir margir, sem geta. “Þar sem er hjartarúm, þar er líka húsrúm.” (Frh. á 8. síðu). U N G A R Ungar úr eggjum af ágœtu kyni borga sig vel. I>egar þeim er snemma ungað út verpa þeir snemma næsta haust; og þá er verT5 eggja hátt. Vit5 getum sent þér unga frá Winnipeg, Saskatoon, Regina et5a Calgary útúungunarstötSvum vorum. Vit5 ábyrgjumst þá í bezta standi þegar þú fært5 þá. Wbite Leghorns eru 18c hver, Barred Rocks 19c, Wbite Wyandottes 20c bver. Pöntun ekki sint ef fyrir minna er en 25 ungum. Ef margar sortir eru keyptar og 25 af hverri er hver ungi 16 cent. 32. blat5sít5u catalogue frítt, met5 öllum upplýsingum vit5- víkjandi hænsnarækt. Skrifit5 eftir því til: HAMBLEY WINDSOR HATCHERIES LTD. 601 Logan Ave., Winnipeg, Man. 0 V

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.