Heimskringla - 13.03.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 13.03.1929, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 13. MARZ, 1929 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSlÐA er metin, sem hún verður kunnari út um heim. Eg endurtek því, a8 hér er um þýðin'garmikiö þjóffrœknis starf að ræða.— Og þakka ber einnig, ef satt er sem mér er sagt, að þessi veglega kirkja á Victor stræti, hafi verið lán uð gegn mjög litlu endurgjaldi fyrir þetta mót, og mun hr. A. C. John- son ræðism. hafa átt góðan þátt í því. Því vil ég nú við bæta, að þegar samkomunni var lokið í kirkjunni, var ég boðinn á heimili Mr. og Mrs. T-hor. Brand. Tók þar við annað “program,” sön'gur og hljóðfæraslátt ur, er hélst fram yfir miðnætti. Þar sungu þau ungfrú Rósa H,ermanns- son og hr. Sigfús Halldórs, með að- stoð ungfrú Bjarnason, er einnig skemti okkur með yndislegum piano- leik, og Björgv. Guðmundssonar. Stundin sú skrifast tekjumegin i bók minninganna, og þar efst á síðu. Ásgeir I. Blöndahl. ---------x-------- Opið bréf sannnefni höfundar áminnstrar grein ar í Heimskringlu. Mér þykir mjög leitt að þurfa að gjöreyða þessari kenningu, yðar. Þér hljótið að hafa komist að þessari niðurstöðu fyrir einhverja skekkju í röksemdarfærslunni. . Því Bruce Sanders er mjög svo áþreifanlega lif- antji, og það vildi svo til að hann var skírður Bruce, og að föðurnafn hans var Sanders. Eg vissi ekki að maður þyrfti að -6enda fæðingarvottorð sitt og mynd af sér, til þess að sanna persónulega tilveru sína, er maður ritar í íslenzku blöðin. En af þvi að ég er brjóst- góður, þá gríp ég tækifærið, til þess að leiða yður í allan sannleika, og vona að þér hafið ekki ásakað ein- hvern fornvin yðar fyrir höfundskap inn að grein minni. Verið svo vænn að hugfesta þetta. Eg vona að þessi opinberun valdi yður ekki nókkru meini né andvökum. En mig !ang ar til þess að láta yður hér með vita, að ég mun á næstunni rita aðra grein um sama efni. Fyrirsögnin verður “Afrck Heimfararnefndarinn ar.” Verið svo vænn að vera við- búinn. (Frh. frá 1. síðuj. |:ringlu fyrir nokkrum mánuðum. Það hefir auðsjáanle'ga verið slysni fyrir mig, að hafa ekki tækifæri á því að leita ráða hjá yður um það hvað rétt væri í þessu máli. En það er langt síðan að mér lærðist að hugsa fyrir sjálfan mig og ég vonast til að halda því áfram. Nú skal ég gera yður ljóst, minn virðulegri gagn rýnandi, hvers vegna ég rita yður þetta bréf. Eftir að þér hafið fordæmt grein mína með frekar meinlegum orðum, án þess að sýna fram á réttmæti slíks orðbragðs, komist þér að þeifri nið- urstöðu, að Bruce Sanders sé ekki Þegar dæma skal, er hyggilegt að I tilfæra einhverjar setningar úr igrein þeirri, er dæmast skal,»til þess að sýna í hverju henni skeikar. Yður virðist hafa sést yfir þessa staðreynd, er þér rituðuð bréf yðar til ritstjóra Heimskring'iu. Þér skundið blátt áfram gagnleið og áfellist dr. Péturs- son, Mr. Kvaran og mig án þess að sýna fram á hvar við í raun og veru vorum svo hneykslanlegir. Þér vitið að menn gleypa ekki við slikri röksemdarfærslu nú á dögum. t Yðar einlægur, Bruce Sanders. Aths.—Svo mikið moldviður hefir nú staðið um heimfararmálið og í Föstudaginn 15. Mars • :r .__ i... Greiðið atkvæði með Lögunum um Sýningu Hin fyrirhugatSa árlega sýning í Winnipeg mun draga fólk í tugum þúsunda til borgarinnar. Og því fylgja peningar, vinna, og velmegun fyrir Win- nipeg. I>ó lögin um sýninguna veröi samþykkt, kostar þaö hvern skattskyldan borgara ekki meira en svo, ab nálega engu nemur. West Kildonan svæöiö, er af sérfróöum mönn- um taliö eitt allra ákjósanlegasta sýningarsvæöi, sem nokkur bær í Vesturlandinu á. ]>aö er aöeins þrjár og hálfa mílu frá bæjar ráöhúsinu og því fljótfari?5 þangaö á strætisvögnum. SvæÖi þetta er yfir 96 ekrur at5 stær?5, og er frá náttúrunnar hendi svo úr garöi gert, aö þar er hægra en ann- arsstaöar at5 halda stórfengilega og sómasamlega akuryrkju og iÖnatSarsýningu. Greiðið atkvceðiföstudaginn 15. Marz með Sýningarlögunum Greiðið atkvœði með West Kildonan svæðinu WINNIPEG EXHIBITION ASSOCIATION SJÁIÐ! Peningum yðar skilað aftur og 10% að auki ef þer eruð ei ánægðir með RobínKood FIiOUR ÁBYGGILEG PENINGA TRYGGING f HVERJUM POKA DYERS A CLKANERS CO., LTD. gjöra þurkhreinsun samdægurs Bæta og gjöra vi?5 Sfml 37061 Winnipeg;, Man. sambandi við það, að vafalaust væri æskilegast fyrir alla aðilja, að þær deilur mættu niður falla. En oss þykir vænt um þessa yfirlýsingu frá Mr. Sanders, sökum þess, að jafn- skjótt og grein hans birtist í Heims- krin’glu í sumar, var það fullyrt af ýmsum hér í Winnipeg. og haft eftir sumum helztu kaffihúsamælskumönn- um og knattleikastofuspekingum, ís- lenzkum, að áreiðanlega myndi “Bruce Sanders” vera gerfinafn er einhverjir “Heimskringlumenn” hefðu brugðið vfir sig sökum ragmennsku, eða annara ógöfugra hvata, og rit- stjóra þessa blaðs þá til dreift, með- al annara. Mr. Stephen Thorson á áreiðanlega, þar vér til vitum, enga sök í þvi að þessi orðrómur hófst. En þetta hefir eðlilega borist Mr. Thorson til eyrna, og þá sjálfsagt sent fullvrðing, eins og líklega flest- um hér nærsveitis, þótt Mr. Sand- ers, sökum fjarVeru sinnar, hafi eðlilega ekki getað gert sér grein fvrir því hvernig þetta komst á gang,—Ritstj. •-------x-------- Frá Islandi Norska vikublaðið “Urd” gen'gst fyr ir samskotum til þess að reisa hálf- mvnd af Ölafíu Jóhannssdóttur í Osló á aöaldegi alþingishátíðar Is- lendinga 1930. Forgöngu í fjár- söfnunarstarfseminni hefir frú Inga Björnsson. Styttuna hefir gert Kristinn Pétursson. Er ráðgert að reisa hana í fátækrahverfi Oslóar. þar sem Ölafía heitin inti svo mikið og fagurt starf af hendi í þágu þeirra, sem bágast áttu. ,—Alþýðubl. Minningarhátíðin nyrðra Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að í ráði væri, að efnt yrði til veglegra hátíðahalda vorið 1930 á Möðruvöllum o'g Akureyri í minn ingu þess, að þá hefði gagnfræða- skóli Norðlendinga starfað um hálfr ar aldar skeið. — Eins og kunnugt er, hóf skólinn starfsemi sína á Möðru- völlum í Hörgárdal og var þar fram yfir aldamót. En þá brann skóla- húsið til grunna og varð þá að ráði, að skólinn yrði flu'tur til Akureyrar. I gær var fundur haldinn um mál- ið. Hafði verið boðað til hans af 5 ritstjórum hér í bæ, gömlum læri- sveinum skólans. Fundinn sóttu um 70 menn. Skýrði Sigurður Guðmundsson, skólameistari á Akur- eyri, fyrir fundarmönnum, hvað vak- að hefði og vekti fyrir fundarboð- öndum og forgöngumönnum þessara ráðgerðu hátiðahalda. Meðal ann- ars sagði hann, að svo væri ráð Jyr- ir gert, að gefið yrði út ítarlegt og sem allra vandaðast minningarrit um 50 ára starfsemi skólans, en auk þess færi fram hátíðahöld á Möðruvöllum og Akureyri. Þar gæti ganilir vin- ir fundist og rifjað upp fornar ntinn in'gar. Mætti margt gott standa af þeim samfundum og kynningu manna viðsvegar af landinu, en minningar- ritinu væri ætlað að verða veglegur og varanlegur minnisvarði um hálfr- ar aldar starfsemi skólans. Fundarmenn voru allir á einu máli um það, að stofna bæri til minningarhátíðarinnar. Var kosin 7 manna undirbúningsnefnd og hlutu kosningu: Ásgeir Sigurðsson, aðal- ræðismaður, Pétur Zóphóníasson, fulltrúi, og ritstjórar þeir, er að fundarboðinu höfðu staðið. Ásgeir Sigurðsson var kjörinn formaður nefndarinnar. Mun önnur nefnd verða kosin nyrðra, en skólameistar inn á Akureyri verður samverkamað- ur beggja nefndanna og sjálfsagður ráðgjafi um um undirbúning og fram kvæmdir. --------x-------- Dánarfregn Eftir 20 daga legu á almenna sjúkrahúsinu hér í Winnipeg, andað- ist þar, 26. febr., húsfreyja Kristín Magnúsdóttir Einarsson, eiginkona Árna Einarssonar að Clarkleigh, Man. Innvortismein sem hún hafði lengi þjáðst af, varð banamein henn- ar. Kristín var ættuð úr Snæfells nessýslu, kom til Ameríku um árið 1893, og giftist Árna Einarssyni ár- ið 1896. Áttu þau um hríð heima i grend við Lariviere, Man., en árið 1899 fluttu þau á landið, þar sem þau hafa búið síðan, einar þrjár mílur norðvestur af Clarkleigh. Þau eign- uðust fimm börn. Lifa fjögur þeirra öll fullorðin, dg auk þeirra ein fósturdóttir. Þau eru: Mrs. Lilja Bjarnason, Wynyard, Sask.; Mrs. Hólmfríður Fines, Riceton, Sask.; Albert, bóndi í nágrenni við föður sinn; Friðgeir, heima og Mrs. Elin- borg Bedford (fósturdóttir), Killar- ney, Man. Kristín sál. var jarðsungin af séra Rúnólfi Marteinssyni, sunnudaginn 3. marz, og voru gömlu nágrannarn- ir þar viðstaddir. Kristin var myndarkona og krist- in. Hún var glaðlynd og gestrisin, annaðist heimili sitt og ól upp börn sin með snild, enda eru þau öll mann vænleg með heilbrigða lífsskoðun. Að henni er mikill söknuður. R. M. WONDERLÁND “The Haunted House” heitir mynd sem sýnd er á Wonderland þessa viku. Er hún svo margbreytileg að efni, bæði dularkent og hlælgileg, að öllum hlýtur að geðjast að því, að sjá hana. Þá er myndin í byrjun næstu viku, “How to Attract Men,” eigi síður skemtileg, eins og nafnið í raun og veru ber með sér. Frú Helga og hr. Helgi Bjarnason, frá Kinosota, Man., komu hingað til bæjarins fyrra þriðjudag. Munu þau hafa í hyggju að setjast að hér i bænum, um nokkurt skeið að minnsta kosti. Hnfn leyfl frfl SninlmnilNNtjflrn ('nnnilii iir- eru MkrflMettir uniltr vfltryKftnrlflttum Mnnitolin, SaMkntehe- wan, Alherta ok llrUish Columhia. The Wawanesa Mutual Insurance Co. Stærsta elds-ábyý^ðarfélag í Canada FJÁRHAGSREIKNINGUR Árslok 31. des. 1928 TEKJUR Peningar, verðbréf, etc...$1,118,732.31 Eignir, óborgaðar ............55,858.74 Ábyrgðar skírteini ....... 1,503,201.40 2,677,792.45 ÚTGJÖLD Varasjóður fyrir ógoldnum ábyrgðum .................$146,972.46 Tap — gert ráð fyrir ....... 19,782.18 Reikningar óborgaðir ............ 76.59 Verndarsjóður þeirra er ábyrgðir eiga .. 2,510(961.22 2,677,792.45 C. D. CORBOULD, C.A. Trúið þér á samvinnu? Tþe Wawanesa Mutual er bezta dæmið af farsælli sam- vinnu í Vestur-Canada sem stendur. I>að hefir sparað félagsmönnum sínum 50% af ábyrgðum þeirra í 30 ár og verðskuldar þvf stuðning yðar. Peningar í sjóði að frádregnum útgjöldum eru $1,007,760.32. Allt verndarfé vátryggjenda $2,677,792 45 —sem er $191,000.00 meira á árinu 1928 en árinu áður. Ný viðskifti á árinu 1928 — $61,948,173.00. Allar ábyrgðir í gangi $152,282,509.00—oghafa á árinu 1928 aukist $17,746,246.00. Síðastliðin sjö ár hefir umsetning félagsins aukist rúmlega 54% og féð umfram skuldir aukist yfir 220%. Ekkert annað eldsábyrgðarfélag getur sýnt slíkan við- gang. Ábyrgðir vorar í Vestur Canada, eru meiri en nokkurs annars félags. Það er umboðsmaður fyrir Wawanesa í héraði yðar. Kaupið ábyrgðir hjá hon- um. Head Office, WAWANESA, MAN. FARIÐ TIL ÍSLANDS 1930 r a 1000 Ára Afmælishátíð Alþingis íslendinga Canadian Pacific járnbrautarfélagiS og Canadian Pacific gufuskipafélagiS óska aS tilkynna Islendingum, aS þau hafi nú lokiS viS allar mögulegar ráSstafanir viS fulltrúanefnd Al- þingishátíSarinnar 1930 vestan hafs, viSvíkjandi fólksflutningi í sambandi viS hátíSina. SKIP SIGLIR BEINT FRÁ MONTREAL TIL REYKJAVfKUR Farþegja sem fýsir að heimsækja staði í Evrópu, eftir hátíðina, geta það einnig { ferðinni. Þetta er óvanalega gott tækifæri til aS sigla beint til Islands, og til þess aS vera viSstaddur á þessari þýS- ingarmiklu hátíS 1930. YSar eigin fulltrúar verSa meS ySur bæSi til Islands og til baka. Notið þetta tækifæri og sláist í förina, nieS hinum stóra hópi ísléhdinga, sem heim fava. Til frekari upplýsirsga viSvíkjandi kostnaSi o. fl. snúiS ySur til: W. C. Casey, General Agent, Canadian * Pacific Steamships. R. G. McNeillie, General Agent, Canadian Pacific Railway. Eða J. J. Bildfell, formanns Heimferðarnefndarinnar, 708 Standard Bank Bldg., Winnipeg. Canadian Pacific Umkringir jörðina Sérstakar Lestir fara frá Winnipeg til Montreal í sambandi við skipsferðirnar. Sérstakar Skemtanir er verið að undirbúa á lestum og skipum fyrir þá sem hátíð- ina sækja.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.