Heimskringla - 13.03.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.03.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. MARZ, 1929 Hcintakringla (StofnuS 188(1) Krmur at » hTerJom mldTlkiiint EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 »K 855 S AIIGKNT AVE , WIJiiVIPEG TAI.SJMIl 86*537 V«r» blaUslns er »3.00 Argangurlnn borg- l»t fyrlrfram. Allar borganlr sendlst THE VIKING PRESS LTD. BJGFÚ8 HALLDÓRS Irá Höfnurn Bitstjórl. UtanAsbrlK (11 lilatlKlnsi HK VIKING PltKSS. Utd.. Bol UtanHskrlft tll rltjltJOrnnSI ICDITOn HEIMSKKI.VGUA. Bol 3105 WINNIPEG, IIAN. 8105 ••Helmskringla is published by The Vlklng Press LI4. and printed by CITV PKINTING A PUBUSHING CO. 853-855 Snrfconl Ave., Wlnnlpe*. Mnn. Telephonei .86 53 T WINNIPEG, 13. MARZ, 1929 Rannsóknin Þótt sjálfsagt væri enn æskilegra, að rannsóknarnefndin, er skipuð var til þess að athuga ákærur Taylor hersis. leiðtoga conservatíva flokksins í Mani- toba, hefði enn víðtækara valds- og starfs svið en hún hefir, þá er þó ýmislegt kom- ið í ljós, sem fróðlegt er fyrir kjósendur að reyna að átta sig á. Fyrst það, er markverðast þótti, að tveir af ráðherrum stjórnarinnar, Mr. Clubb og Mr. Major höfðu keypt hluti i Winnipeg Electric, um það leyti er stóð á samningunum milli fylkisstjómarlnn. ar og félagsins. Afleiðingin var auðvit- að sú, að báðir sögðu af sér embættum sínum. Og þá einnig það, að við það kreppti svo að stjórninni, að Mr. Bracken fékk með aðstoð þriggja liberala, þar á meðal hr. Skúla Sigfússonar þingmanns Sttl George kjördæmis, frestað þinginu til 20. þ. m., til þess, að sækja í sig veðrið og treysta fylkingar sínar, er auk fráfar- ar ráðherranna riðluðust enn meir við það, að Mr. W. J. Pratt, þingmaður frá Birtle, lýsti sig úr stjórnarflokknum. Og í sambandi við eftirgrennslanina um hluta kaupin kom þá einnig í Ijós, að um sama leyti höfðu þeir Mr. Talbot, forseti fyík- isþingsins, Mr. Haig, einn af þingmönn um íhaldsflokksins og John Queen, leið- togi verkamannaflokksins í fylkisþingi, keypt hluti í félaginu, auðvitað í sömu trú og ráðherramir: að félagið myndi hljóta Sjö-systra fossana, og hlutir þess þar af ieiðandi hækka í verði. Mr. Queen sagði þegár af sér leiðtogastöð- unni og öllum trúnaðarstörfum, öðrum, er hann hefir haft á hendi fyrir flokkinn. Auðvitað er sök ráðherranna mest. Þeir einir höfðu tæki á því, að vita með vissu hvernig sakir stóðu með samning- ana, en það eru óskrifuð lög, og ekki sizt t. d. innan brezkra vébanda, að menn í opinberri stöðu mega ekki grípa tæki- færið til þess að reyna að hagnast á nokkurri þeirri vitneskju, er staða þeirra veitir þeim sérstakan aðgang að; jafnvel ekki bendla sig við nokkur fyrirtæki, svo að nokkurntíma geti gmnur fallið á það, að árekstur, geti hlotist af, milli trúnað- arstöðu þeirrar, er almenningur hefir skipað þá í, og einkahagsmuna þeirra á einn eða annah hátt. Það má telja alveg víst, að Mr. -Bracken hafi ekki haft minnstu hug- mynd um þessar gróðatilraunir ráð- herra sinna, og er því leiðara fyrir þá, að leiðtogi þeirra skuli þurfa að súpa seyðið af ógætni þeirra. En á hinn bóginn tel- ur ‘‘Winnipeg Tribune” sannað með ræðu, er innanríkisráðherrann Mr. Stew- art, hélt nýlega í sambandsþinginu, að Mr. Bracken hafi þegar verið byrjaður að leita hófanna við félagið 1927, en ekki fyrst 1928, eins og Mr. Bracken hefir áð. ur fullyrt., Myndi það auka mjög á erf- iðleika Mr. Bracken, ef það sannaðist, að blaðið hefði í þessu rétt að mæla, sökum þess, að þá væri, svo að segja, sönnuð sú ákæra Taylor hersis, að fylkisstjórnin hefði þegar ákveðið sig einhverntíma á árinu 1927 og að samningurinn 1928 og skýrsla sérfræðings Mr. Hogg, er stjóm- in hefir fullyrt, að stefna sín í málinu byggist á, hefði í raun og vem aðeins verið til þess gerð að kasta ryki í augu al- mennings. Væri nauðsynlegt fyrir Mr. Bracken að geta hreinsað sig af þeirri ákæm, og vonandi fyrir flokksmenn hans, að honum takist það. Þá hefir það og komið í ljós, að Winnipeg Electric félagið hefir veitt fjárstyrk til kosninganna hér í fylkinu 1927, þrem stærstu flokkunum, stjórnar- flokknum, conservatlívum og liberölum,. Mun þetta að vísu vera altítt, meðal stór félaga, en auðsædlega æskilegt, að allir stjórnmálaflokkar sneiði hjá slíkum gjöf um, sökum þess, að illkleift er fyrir þá að forðast þann grun, að jafnan sjái gjöf til gjalda í slíkum tilfellum, hvort sem það í raun og veru iiggur til grundvallar eða eigi, í hverju einstöku tilfelli. Þá hefir og einnig komið í ljós, að einn af fyrverandi fylkisþingmönnum, Mr. J. K. Downes, hefir þegið laun frá félaginu, meðan hann átti sæti á þingi. Hefir því auðvitað verið haldið fram, til afsökunar, að ekki sé það endilega rangt, að starfsmaður einhvers slíks félagsskap- ar eigi sæti á þingi. En því miður er ekki vitanlegt né sýnilegt, að Mr. Downes hafi þegið laun, sem venjulegur starfs- maður félagsins, og er þá afstaða hans lík og ráðherranna, nema sýnu verri, og hefir vitanlega orðið til þess, að þeir, sem andstæðir eru samningunum hafa látið sér detta í hufe, að líkt kunni að vera á- statt með einhverja fleiri þingmenn, þá er samningunum hafa greitt atkvæði sitt, en þar gildir auðvitað þetta sama, að “á konu Cæsars má jafnvel enginn grun , ur falla.” Og þessi grunur hefir þá einnig orðið til þess, að styrkja þá í trú sinni, er mest hafa lagt upp úr þeim um- mælum Robson dómara, leiðtoga liberala í Manitoba, er fram komu í fylkisþing- inu, skömmu eftir að það var sett, að vel væri hugsanlegt, að gera mætti samning inn ógildan, vegna þess að hann gæti á- litist gerður vera með sviksamlegum for- sendum (“constructive fraud”) enda þótt þessi hlutakaup ráðherranna og ann ara þingmanna hefðu ekki verið af öðru en ógætni gerð — svo einkennileg sem mörgum þóttu þessi ummæli Mr. Rob- son, er mjög var þess fýsandi að fylkis- stjórnin gerði þessa samninga. En auð vitað hefir ekkert enn komið í Ijós, er bendir til þess, að Mr. Robson hafi um þessi hlutakaup vitað, fyr en þau komu í ljós fyrir starf rannsóknarnefndarinnar. Rannsóknarnefndin og lögmenn að- ilja hafa nú brugðið sér suður til Cali- forníu, til þess að yfirheyra hinn nýfrá- farna framkvæmdarstjóra Winnipeg El- ectric félagsins,4Mr. McLimont, er þar dvelur sér til heilsubótar. Ómögulegt er að gera sér í hugarlund, hvort sú för greiðir nokkuð verulega fyrir rannsókn- inni eða ekki. Og yfirleitt er ekki auð- velt að kveða upp fyllilega sanngjarnan fullnaðardóm yfir stjórninni, né ákærum Taylors hersis fyr en rannsóknarnefndin hefir lokið starfi sínu, nema þá að eitt- hvert það atriði komi í ljós meðan á starfi nefndarinnar stendur, er varpi al- veg ótvíræðu ijósi yfir samningana, eða málið í heild sinni. En svo mikið hlýtur öllum að vera Ijóst, (nema þá þeim fáu, ef nokkrir eru, sem algerlega eru blindaðir af flokks- fylgi) og að því er séð verður jafnt þeim, er sjálfan samninginn álíta réttmætan, og hagkvæman, sem hinum, er jafnan hafa verið honum andvígir, þótt þeir að ööru leyti telji Mr. Brackep hafa farist vel úr hendi fylkisstjórnin, að það var afar ó- heppilegt Mr. Bracken sjálfum og þá eigi síður framsóknarhreyfingunni hér í fylkinu, að hann skyldi eigi strax í fyrra leggja samninginn undir álit þingsins, þótt jafnvel hefði verið til þess nauðsyn. legt að framlenfeja þingtímann. Að það var ekki gert, hefir leitt af sér þann grun, að ekki er sýnilegt annað en að stefnt sé í stóran vanda stjórnarflokknum og liði framsóknarmanna við næstu kosningar, jafnvel þótt svo færi, að ekkert kæmi upp frekar í rannsókninni, er verulegu máli skiftir, og stjómarflokknum auðnist að halda meirihluta á þessu þingi, og ef til vill kjörtímabiiið á enda. ■-----x------- Sýningin Á föstudaginn kemur, 15. marz, eiga Winnipegbúar að skera úr því með at- kvæði sínu, hvort bærinn skuli veita $850,000 til þess að haldin verði hér sýn- ing árlega. Verða þrír fimmtu hlutar atkvæða að fallast á það, ef það á fram að ganga. Hugmyndin er, að bærinn leggi til sýningarsvæði og byggingar. Er um tvö stæði að velja, er bærinn á, og verður atkvæði greitt um það á föstudaginn, hvem staðinn skuli nota; (þ. e. a. s. þeir einir greiða öðrum hvorum staðnum at- kvæði, er vilja koma á sýningunni, hinir auðvitað ekki.) Fénu á að ná saman með hlutakaupum einstakra borgara, en engan ágóða fá þeir af hlutafé sínu fyr en safnast hefir varasjóður, er nemur $20,000, eftir að greiddur hefir verið rek&turskostnaður og afborgun. Skoðanir hafa skifst um það, hvort bærinn skuli leggja fé til þessa fyrirtæk is eða eigi. Flestir munu því samþykk ir, nema verkamannaflokkurinn. Telja leiðtogar hans og blöð, að hér sé stofnað til þess að fleygja peningum gjaldenda í ráðleysu, vafalaust miðað við þá skoðun að þessar árlegu svningar muni ekki bera sig fjárhagslega. Þeirri skoðun til styrktar hefir verið bent á það, að bærinn sé enn í skuld fyrir síðustu sýningu, er þó hafi verið haldin fyrir 15 árum, árið 1914. Nemi sú skuld enn $120,000.00. Einnig er það fundið hugmyndinni til foráttu, að gjaldendur eigi algerlega að standa straum af kostnaðinum en fái eigi nógu gagngert úrskurðarvald um ráðs- mennsku fyrirtækisins, því þótt bæjar- stjórnin eigi að skipa sex menn úr sínum hópi í framkvæmdarnefndina auk þess að í henni verði einhverjir fulltrúar hluta- bréfakaupenda, að þá verði þessir full- trúar hins opinbera í minni hluta gagn- vart fulltrúuin gripa landhúnaðar- og iðnfélaga, í byggð og bæ, er ein myndu hagnast á slíkum árssýningum. þessa slysamanns, fékk stjórn arnefnd Þjóðræknisfélagsins Árna lögmann Eggertsson frá Wynyard til að fara norður til Prince Albert, til þess að grennslast sem nákvæmast eft- ir högum fangans og þá einn- ig því, hvort unnt væri að nokkru leyti að bæta kjör hans. Árangurinn af þessari ferð var löng og ítarleg skýrsla, samvizkusamlega og ágætlega samin, er hr. Á. E. bera hinar mestu þakkir fyrir og álit, er fullvissaði þingheim um það, sem félagið hafði ávalt verið fullkomlega sannfært um, að fyrir Ingólf Ingólfsson væri ekkert betra unnt að gera, og meira að segja ekkert eins gott, eins og einmitt að láta hann vera í friði þar sem hann er, — og er þó alls ekkert litið til þeirra stórvandræða, er hver sá myndi búa sér, félag sem einstaklingur, er réðist í það óvit, að hagga við högum hans. Eina röddin á þinginu, er ympraði á þeirri — vitfirr- ingu — liggur næst að segja, ef af heilum hug var mælt, að fara að brjótast í því að senda þenna einstáka slysamann heim til íslands, ef unnt væri — og hvorki meira né minna en þjóð hátíðarárið 1930! — var svo rækilega kveðin niður, að ekki er sennilegt að hún stingi höfð- inu upp afcur, nema þá í einver- unni, þar sem hún líka á svo á- kveðinn samastað. Hvort raunverulegt útlit er fyrir það, að slíkar sýningar muni geta borið sig til þess að greiða gjaldendum sann- gjarnan arð af fé sínu, skal hér ekkert fullyrt um um. En í fljótu bragði virð- ist lítt sl^ljanlegt, að þær geti eigi stað- ið í slíkum skilum, óbeinlínis, ef ekki beinlínis, þar sem byggingarnar og sýn • ingarsvæðið verður auðvitað eign bæjar- ins, er á milli sýninga ætti á ýmsan hátt að geta gert sér slíka eign arðberandi.— Að árlegar landbúnaðar- og iðnaðarsýn- ingar á sumrin og alidýrasýningar á vetr- um hljóti á ýmsan hátt að verða fylkinu og bænum til þrifnaðar, getur tæplega verið vafa undirorpið.. Og víðast mun staðreyndin vera sú, að þar sem slíkar árssýningar hafa komist á, vilja menn ekki framar án þeirra vera. Enda hafa þær miklu meiri skilyrði til þess að borga sig, en sýningar sem komið er á, með margra ára millibili, þar sem að minnsta kosti byggingum, flestum eða öllum er oftast aðeins tjaldað til einnar nætur. -------x—------ Afgangi varnarsjóðsins var ráðstafað í sérstakan sjóð, er vitanlega breytir engu um það, að féð er framvegis í vörzlum Þjóðræknisfélagsins, er með nlálið fór, og var það einnig með vilja alls þingheims, er auð vitað skiftir engu 'hvar félagið geymir peningana. ---------x--------- Kveldst. í Winnipeg (Frh. frá 1. síÖu). verkinu, að hreinasta unun var á að hlýða. Tel ég hana hiklaust snillings efni í fiðluspili. — Þá var pianospi! M;iss Elizabeth Eyolfson (On the Mountains, eftir GriegJ ágætlega spilað. Var mér fögnuður að vita, að þessi unga stúlka, sem svo fagur- lega fór með hlutverk ’sitt, er dó‘tir hins látna, listfenga manns og tón- skálds: Gunnsteins Eyólfssonar. Þjóðræknisþing, hið tíunda, er nýafstaðið sem kunn- ugt er. Stórviðburðaríkt var það ekki, en yfirleitt mjög friðsamlegt, þótt marg. ir hefðu þess ef til vill ekki vænst. Þarf lesendum því engin kvöl að verða að stuttri bið, unz þingtíðindin birtast í blöðunum, eins og venja hefir verið til. Þó má geta þess, að oss finnst líklegt, að menn hafi ef til vill betur glöggvað sig. á því nú, en nokkru sinni áður, hverj- ar brautir muni auðveldastar og sjálf- sagðastar, eða máske rétta,ra sagt bráð- nauðsynlegastar að fél. ryðji sér, ef það vill gera að vissu þá von um langlífi, er það vitanlega ber í brjósti. Verður að líkindum vikið nánar að þessum nauð synjum þjóðrækni^starfsins hér í blaðinu áður en langt um líður. Eitt mál, er fyrir þingið var lagt, er þó endilega tilhlýðilegt að minnast á, hið svonefnda .‘"Ingóilfsmál.” Eins og kunnugt er af þeim miklu blaðadeilum, er um það hafa staðið síðan í fyrravor, hef- ir Þjóðræknisfélagið jafnan litið svo á, að vafalaust hefði það fyrir löngu allt fyr- ir Ingólf Ingólfsson gert, er því var ætlað og enda meira, samikvæmt óskum, er fram komu, eftir að hann var náðaður frá lífláti. Og ennfremur, að Ing- ólfur Ingólfsson hafi vitanlega aldrei per- sónulega átt samskotaféð, eða leifar þess. En til þess að almenningur fengi tækifæri til þess að ganga úr skugga um afstöðu félagsins til Ingólfs, hvort það hefði vanrækt einhverjar meir eða minna ímyndaðar skyldur við hann, eða jafnvel látið nokkuð ógert, er milda mætti kjör Hvað íslenzka þát'inn snerti, varð ég síst fyrir vonbri'g'ðum. Eg hafði heyrt Mt. Halldórs syngja þjóðiaga gimsteinana okkar áður, og átti því gott með að greina, að í þetta sinn var hann ígessinu sínu. En til þess að þeir, sem þessar linur lesa, hafi eitthvað j^ieira en mína sögusögn fyrir augum, leyfi ég mér að birta hér útdrátt úr ritdómi, er birtist i stórblaðinu “Tribune,” er ég sá daginn eftir samkomuna, en það b!að mun bezt rita um söng og hljómlist, í langmestu hljómlistar miðstöð Canada, vestan stórvatna, (Winnipeg). — “Sex, igamla, ís- •lenzka þjóðsöngva söng Mr. S. Hall- dórs frá Höfnum, með .aðstoð urig- frú Th. Bjarnason. Öll lögin voru sérlega eftirtektarverð og sum þeirra yndislega fögur. Hinn angurblíði norræni undirtónn, gerir allstaðar vart við sig í norrænni músík. Mr. 'H'alldórs hefir volduga, en hljóm- fagra rödd, og ágætt vald yfir henni. (Beitir henni prýðiléga). —Það væri í sannleika sorglegt ef þessi fögru eftirminnilegu lög væru látin veslast upp, og víkja sessinn fyr- ir jazz gumsinu, er nú sem stendur, hefir svo langt um of fengið að ryðja sér til rúms á hljómpöllunum.” G. H. M. Þess vil ég geta, að hið islenzka “performance” var hið eina er fékk svo sérstæða umgetningu og nokkuð líkt því svona góða, í ritdómi þessa stórblaðs, um norræna músík frá fimrn löndunt. 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurklenndfu meðujl, við bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm. um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfabúð um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. En háttvirtir söngmenn, “út um allt land I” Þessi viðurkenning sem Mr. Halldórs hefir hlotnast, kann að þrengja einhverjum fyrir brjósti. Og minnist ég þess nú, að maður, sem látið hefir til sín heyra á samkomum hér í Vatnabyggð, feldi dóm um söng Mr. Haldórs, stuttann og snyrti legann, er hljóðaði svo: “Oh, he can’t sing I” Þessi sami maður hafði einu sinni þjakað söngelskum tilheyrendum sínum með að syngja fyrir þá lag eftir Dvorak, og “Ö, guð vors lands,” (solo) með ekki ólaglegri en alveg tilþrifalausri rödd og túlkun. Það er ekki auðvelt að verjast gremju yfir því, að menn sem gefa sig eitthvað að söng skuli annaðhvort vera svo skilningslausir urn hljóm- list og fagra tóna, að slíkir dómar sem þessi, geti runnið af tungu þeirra, eða svo “takt”-lausir, að skáka strípaðri öfundinni um nágrenni sitt. Hitt er og einnig umhugsunarefni,, að þeir sem fundið hafa hvöt hjá sér til að skrifa frétta-“pistla” eða “pósta”, um allt og ekkert, hafa gleymt(?) að geta um söngsamkom- ur Mr. Halldórs og Miss Rósu Her- mannsson í Vatnabyggðuni, tvö síð- astliðin sumur. Á þvi leikur þó enginn vafi, að ungfrú Hermannsson er ein allra fremsta söngkona íslenzk, vestanhafs — ög þó víðar sé leitað. — Og tæplega munu <þeir gleyma,, sem söng unna — og skilja, er ung- frú Hermannsson söng “Ave Marja” og “Kvöldbæn’’ Björgvins, á sam- komum hér vestra, síðastl. sumar.— Eða skyldi það ekki hafa ‘‘yljað oss- innst inn í barminn” — að minnsta kosti margann móðurbarminn, er ungfrú Hermannsson söng lagið eft- ir Björgvin: “Sofðu unga ástin; mín'?” “Thé Scandinavian Musical Club” á þakkir skilið fyrir starf sitt: að. vekja ábuga og þekkingu hérlendis á norrænni músík. Og vonandi verður því starfi haldið áfram, og það viðurkennt með góðri aðsókn og vaxandi skilningi fyric því, að í norrænum tónum felst sál og ‘saga', sérstæðrar skapgerðar, sem þvi meira Hressandi A V O R I N Það byggir upp líkamann og ver hann sjúkdómum að drekka pott af CÍTY MILK IJrein, góð og hressandi — og afbrags styrkjandi. V

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.