Heimskringla - 27.03.1929, Blaðsíða 1
FATALITUIf OO HREINSUN
BBm At%. amd !!««•« 9tr.
C40
í? pétursson
— tnr llanr
» nir nmlurllt ÍaBlr.
Agætustu nýtízku litunar og fat%hr«tn«-
unarstofa í Kanada. Verk unnl? 4 1
cj0s0
ELLICE AVE., and SIMCOE STR.
WinnipeK —:— Man.
Dept. H.
XLIII. ÁRGANGUR
WINNIPEG MIÐVIIKUDAGINN 27. MARZ, 1929
NÚMER 26
docososooosoððosooðecoeoseoeeeooððeoooooeeooðOðeeeoGoe
FRÉTTIR J
aooooooasoopoaoooecoeeoooaoeoooeosccoeeoogoeoooooooocÍ!
KANADA
fá vitneskju um hver útgjöld væru
færS til reiknings á bókum félagsins,
socoooeooooeeooeoooooeeeeeeeoooeoeeeeeeeeeeeeeeeeeoeoi
MINSTU BARNSINS
Brátt fer blæþrungið vor,
Með sín blómfrrtvuð spor,
Yfir bera og fáokrýdda geima.
Kyssir hauður og haf,
Ást, er himininn gaf.
Brosir fífill í brekkunni heima.
Lyftir ljóskrýndri brá
Sviphreint landið mitt þá.—
Gengur ástfögur Sólin með Sævi.
Sveit, um hátimbrað hof,
Syngur lífinu lof.—
Slík, um vordag, er ættþjóðar æfi.
Léttfleyg lóan um geim,
Sækir landið sitt heim,—
Nemur mansöng þann maður og kona.
Æskan eignast sitt mál,
Kviknar ylur í sál,—
Þróast brönugrös brosmildra vona.
Senn, er suðvestan blær
Heim á sólvængjum nær,
Ber hann kveðju til bræðranna heima.
Veit ég vakir þar fljóð,
Ejrr er vagga mín stóð,—
Minstu barnsins, er má þér ei gleyma.
Jónas A. SigurSsson.
>eeeeeeeeeeeeeooeeeeeeeoooooooooooooooooooooooooooooo«
Á opinberum borgarafundi sem
haldinn var 18. þ. m. í Minnedosa,
Man., var samþykkt fundarályktun,
«r krefst þe'ss, að ógildur sé geröur
samningurinn milli Manitobastjórnar
innar og Winnipeg Electric félags-
ins, um ráðstöfun Sjö-systra foss-
anna. Aðalræðumenn voru John
Queen, leiðtogi verkamannaflokksins
á fylkisþingi Mani‘oba, og S. J.
Farmer, fyrverandi borgarsijóri.
Fundarályktunin, er borin var upp af |
íundarstjóra, C. L. St. John, var
samþykkt með stórkostlegum meiri-
hluta, 124 atkvæðum gegn 2.
Samþykkt var með miklum meiri-
hluta við atkvæðagreiðsluna, er fór
fram 15. þ. m., að Winnipegborg
skyldi leggja $850,000 til sýningar-
^svæðis fyrir árlega sýningu. Var
þetta samþykkt með 6,411 atkvæðum
gegn 2,244, eða með 1218 atkvæðum
fram yfir þá þrjá fimmtu hluta at-
kvæða, er þarf til þess að samþykkja
fjárframlög frá bænum til einhvers
fyrirtækis. Samþykkt var að sýn-
ingarsvæðið skyldi vera í Vestur-
Kildonan. með 4,574 aikvæðum gegn
3,494.
(
Fyrsta símtal niilli Þýzkalands og
W mnipegborgar átti sér stað á
föstudagskveldið, 15. þ. m., er Pétur
Anderson kornkaupmaður, forstjóri
Northwest Commission Company
atti tal við konu sína og dóttur, að
heimili þeírra 808 Wolseley avenue
hér í bæ.
Mr. Anderson fór héðan 22. janúar
og hafði ekki borist bréf að heiman,
svo hann símaði til fjölskyldu sinn-
ar frá Wiesbaden, baðstaðnum
ft'æga, til þess að vita hvernig liði.
Simtalið kostaði $56.50. Símaþjón-
ar kváðu símtalið hafa byrjað 2
mínútum eftir að samband náðist
milli stöðvanna.
Eins og getið hefir verið um í
Heimskringlu, fór rannsóknarnefnd-
in í Sjö-systra málinu til Los An-
geles til þess að yfirheyra Mr. Mc-
Limont fyrverandi framkvæmdar-
stjóra Winnipeg Electric félagsins.
Breytti framburður McLimonts engu
Um þær fjárupphæðir, er félagið
kefði lagt til öllum flokkum í fylk-
>nu að undanteknum verkamanna-
flokknum, í kosningunni 1927, —um
57,000. — En aftur á móti kom það
1 Ijós, að slíkar upphæðir, hefir
framkvæmdarstjóri félagsins, eða
hafði McLimont að minnsta kosti
leyfi til þess að heimta af gjaldkera
félagsins hvenær sem honum þókn-
aííist, án þess að gera Iiina minnstu
grein fyrir til hvers þær væru ætl-
aðar. Skýrði Mr. McLimont frá
því, að félagið hefði verið miður
vinsælt, er hann tók við forstöðu
þess, og hefði það verið eitt af
®t!unarverkum sínum, að fá því
breytt. Hefði hann því jafnan
veitt smærri og stærri upphæðir í
þessa átt, til góðgerðafyrirtækja,
flokka, o. s. frv. Alls taldi hann að
»m $60,000 hefði félagið notað í
þessu skyni þau tólf ár er hánn
hefði veitt því forstöðu. Þessum
»pphæðum hefði verið dreift á ýmsa
fetkiiingsliði félagsins, en ómögulegt
v*ri að rekja þær þar, og gæti hann
a engan hátt til þeirra vísað. Sumt
myndi hafa komið undir auglýsinga-
liðin. — Nefndinni lék hugur á að
undir fyrirsögninni "P. V. R.” Kvað
McLimont það vera launalið sinn
og annara embættismanna félagsins,
og hefði sá liður verið á bókunum
löngu fyrir sína tíð. Mætti segja
að stafirnir þýddu “Private Voucher
Record” eða sama og Private Pay-
roll account.” — Síðan átti sér þetta
samtal stað í ransókninni:
Mr. Andrczvs (lögmaður félags-
ins: "Private voucher record, er
það ekkí?”
McLirnont. I sem víðastri merk-
ingu; en þessi liður var aðeins not-
aður fyrir og eftir rnína tíð fyrir þá
embættismenn félagsins, er eigi var
æskilegt að tilfæra á venjulegum kaup
gjaldsliðum.”,
Mr. Stdlivan (lögniaður Mr. Tay-
lorj: “Og inniheldur þessi reiknings
liður þá aðeins borgun til embættis-
manna ?”
McLirnont: “Nei, borgun til allra
þeirra, er éigi var álitið æskilegt, að
tilfæra undir hinn venjulega kaup-
gjaldslið.”
“Voru það einungis embættis-
menn ?”
“Nei, ekki var það.”
Mr. Andrews: “Eg mótmæli
þessu. I>etta er að grennslast eftir
viðskiftum félagsins. ug ég álít eigi
að fara skuli fram á að hann skýri
frá því. Eg ræð vitninu til að
svara engum frekari spurningum unt
einkaviðskifti félagsins. Hann hefir
þegar sagt. að engin tillög hafi ver-
ið færð á þenna reikningslið.”
Yfirleitt var það æði margt, er
lögmaður félagsins mótmælti, af því
er nefndin vildi grennslast um, og
réði Mr. McLimont til þess að svara
ekki. —
Frá "The Pas” er símað 21. þ.
m., að enginn farm- né farþegaflutn
ingur muni eiga sér stað með H,ud-
sonsflóabrautinni til Fort Churchill
fyr en í haust, samkvæmt yfirlýsingu
frá Major J. G. Lachlan, yfirverk-
fræðingi Hudsonsflóabrautarinnar á
þessu svæði. Væru stálteinar lagð-
ir svo að einungis sjö rnílur voru
eftir til Fort Churchill og myndu því
margir verða fyrir vonbrigðum, að
eigi yrði hægt að nota brautina alla
leið fyr en í haust, en sú orsök lægi
til þess, að síðustu 100 mílurnar
hefðu verið lagðar á frosnar mýra-
flár, og myndi því þurfa allt sumar-
ið, frá því er þiðnaði, til þess að
fylla brautina undir teina með hæfi-
legu undirstöðuefni, er yrði að flytja
að í járnbrautarvögnum.
Hon. H. H. Stevens, conservatív
þingmaður frá Mið-Vancouver, stað
hæfði í ræðu, er hann hélt í sam-
bandsþinginu 19. þ. m., að í Kanada
ætti sér stað ccgilcg fólksfækkun.
Kvað hann Kanada_ hafa, að höfða-
tölu, misst alla innflytjendur er kom-
ið heíðu hingað frá 1921 til 1928 og
að auki sem svaraði "240,000 inn-
fæddum mönnum. Kvað hann
þetta prófstein og íhugunarefni fyr-
ir þing og stjórn. —
Mr. Stevens leiddi rök að staðhæf-
ingu sinni, með tölum, á þessa leið:
Samkv. manntali hef-ði fólksfjöldi í
Kanada numið 8,788,000 árið 1921.
Frá þeim tíma til ársins 1928, hefðu
flutzt inn í landið alls 962,000 manns.
Á sama tímabili hefðu fæðst hér
939,000 börn. Alls næmi þetta þá
11,689.000 manns. Frá þeirri
tölu dró svo Mr. Stevens alla þá er
dáið hefðu á því tímabili og nam
tala þeiria 824,000.
“Hefði innflutningspólitík lands-
ins verið viturleg og heppileg ættu
nú í dag að vera 10,865,000 manns
i Kanada, með eðlilegri fjölgun. En
hvað er fólksfjöldinn samkvæmt hag-
stofunni ? Hann nemur 9,655,000
og ef vér drögum það frá hinni töl-
unni, þá sjáum vér, að í raun og
veru hefir rýrnað hjá oss um 1,200,
000 manns, síðustu sex eða sjö ár-
in.
Samgtjngumálaráiðherrann Mr. C.
A. Dunning mótmælti með þeirri
ahugasemd, að Mr. Stevens hefði að-
eins' ágizkunartölur fyrir árið 1928
að styðjast við, en staðfest mann'a!
árið 1921. Svaraði Mr. Stevens
því, að tölurnar 1928 væru beint frá
hagstofu ríkisins, er tæplega skakk-
aði um 1,200,000 í þessum útreikn-
ingum. Játaði hann að þetta á-
stand væri ekki endilega bundið við
núverandi stjórn, en svo virtist, sem
versnandi hefði farið síðustu árin.
Mál Alberts V. Westgate, er tek-
ið var upp aftur sökum geðveiki eins
af kviðdómendum, er í haust dæmdu
hann til dauða, fundinn sekan um að
liafa myrt Mrs. Lottie Adams, 16.
febrúar 1928, var á enda kljáð á
föstudaginn var, með því að nýr
kviðdómur er skipaður hafði verið
fann ha»» sekan um morðið. —
Dauðadómurinn var þegar kveðitm
upp samstundis, sem venja er til og
á að hengja Westgate 5. júní.
Sjö-systra málið.
»
Fylkisþing Manitoba kom saman
aftur á miðvikudaginn var, eins og
til stóð. Fljptlega var auðvitað
tekið til óspiltra málanna um Sjö-
systrla samninginn. Eftir'tektdverð
astar ræður héldu þeir S. J. Farm-
er, fyrverandi borgarstjóri í Winni-
peg á fimmtudaginn og J. W. Pratt,
íylkisþingmaður frá Birtle, fyrver-
andi stjórnarflokksmaður, á mið-
vikudaginn. — Mr. Farrner lýsti sig
samþykkan tillögu flokksleiðtoga
síns, John Qieen, að skipa skyldi
þingrannsóknarnefnd, er hefði miklu
víðara starfssvið en hin konunglega
rannsóknarnefnd er skipuð hefði ver
ið af fylkisstjórninni, er takmarkað
hefði starfssvið hennar við sérstakar
eftirgrennslanir samkviæmt geðþótta
stjórnarinnar. Kvað hann nauð-
synlegt að þingrannsóknarnefnd
rannsakaði til dæmis hvenær samn-
ingsumleitanir fyrst hefðu byrjað.
því áreiöanlegt væri, að þær hefðu
staðið yfir miklu lengur, en Mr.
Bracken h^fði skýrt þinginu frá.
Væru ummæli innanríkisráðherrans
Hon. Ch. Stewart sönnun þess, er
hann hefði sagt, að samningstilraun
ir milli fylkisstjórnar og félagsins
hefðu átt sér stað í heilt ár, áður en
til sín hefði .verið leitað. Einnig,
hvort nokkuð hefði verið gert af
hálfu fylkisstjórnarinnar til þess,
að láta rannsaka aðra virkjunar-
möguleika á einn og annan hátt.
Sömuleiðis afstöðu Dr. Hogg til
einkafélaga. Og ennfremur afstöðu
Winnipeg Electric félagsins og hugs-
anleg sambönd við ýmsan opinberan
félagsskap í fylkinu. Aleit Mr.
Farmer það atriði eitt af þeim, er
mesta nauðsyn bæri til að rannsaka
sem nákvæmlegast, ekki sízt með til-
liti til þess að prívat vatnsvirkjunar
félög í Bandaríkjunum hefðu orðið
uppvís af því, að leggja óskapa fé
til fylgisöflunar sér og mútna til
prófessora og skólabókarithöfunda i
Bandaríkjunum, og að Mr. McLimont
hefði játað fyrir rannsóknarnefnd-
inni í Los Angeles, að hafa eytt um
$60,000 i sinni stjórnartíð félaginu
til fylgisöflunar og hefði hann þó
sennilega haft vaðið fyrir neðan sig
er hann gerði þá játningu. Kvaðst
Mr. Farmer hafa fengið vitneskju um
það. að Winnipeg Electric hefði til
dæmis um 40 meðlimi í viðskiftaráði
WinnipeglKirgar (Board of Trade).
Ef þetta væri rétt, þá væri sannarlega
ti ili kominn til fyrir fylkisþing að
gá að sér, er við slik stórfélög og
auðvaldssambönd sem W. E. væri að
eiga.
cMr. Pratt, er baðst leyfis að mega
flytja sig frá stjórnarflokkssætunum.
að hlið dr. J. H. Edmison, frá Bran-
don, eina óháða fylkisþingmannsins
er verið haföi að því, kvaðst fallast
á tillögu Mr. Queen um þingrann-
sóknarnefnd. Ataldi hann harðlega
bæði samningin sjálfan, en þó sér-
staklega aðferðina er stjórnarformað
urinn, flokksleiðtogi sinn að þessu,
hefði beit\ Kvað Mr. Pratt að
"ef bændaflokkurinn hefði nokkurn
tíma átt sér nokkuð leiðarljós, þá
væri það eignar- og ráðstöfunarrétt-
ur almennings, á lauðsuppsprettufn.
Og það væri auðmýkjandi að biðja
meðlimi þessa þings að koma til
þcss að vera viðstadda þessa lík-
skoðun.” — “Annaðhvort verð ég að
kyngja því, er ég sagði fyrir ári
síðan,” sagði Mr. Pratt, “ellegar ég
verð að s‘yðja stjórnina að því.
sem ég er ekki samþykkur..Hvað
mig snertir, þá var ég vissulega aldrei
spurður álits. Með því að lítils-
virða einhvern þingmann,' lítilsvirð-
iV stjórnin einnig kjördæmi hans,
og ég verð sem öflugast að mótmæla
slíkri aðferð. Um svona viður-
hlutamikið mál hefði átt. að ráðfæra
sig við þingið, og ef nauðSynfegt
væri við fylkisbúa.”
Hann kvað sér þykja mjög leitt,
að hann yrði að ganga úr stjórnar-
flokknum, því að öllu öðru leyti en
hvað vatnsvirkjuna snerti væri hann
hotium fylgjapdi. En þrátt fyrir
það gæti hann eigi setið þegjandi
hjá, og með því samþykkt það, að
stjórnin hlæði undir fjandsamleg
öf! opinberri virkjun. “Ekki er ég
heldur einn af þeim,” mælti hann,
“er fallist hafa á þá skoðun, að
þessi samningur sé eitthvert afbragð.
Eg er sannfærður um það, að þessi
samningur verður til hagsmuna fél-
aginu, er fékk fossána á leigu, en
ekki% til hagsmuna fyrir almenning.”
————*---------------
BAN DARIKIN
Þess var getið í símskeyti 19. þ.
m., frá St. Louis borg í Missouri
ríki, að Fr. Wehrenberg nokkur,
kvikmynda-leikhússeigandi hefði sett
svohljóðandi^ auglýsingu í eitt blaðið
í St. Louis:
“Ræningjar, launsátursmenn, tak-
ið eftir: Hérmeð tilkynnist ykkur,
að ég ber ekki á mér aðgöngufé frá
leikhúsum mínum. Það er lokað i
stundlæstum (time-lock) öryggisskáo
um og flutt í bankann í brynvörðum
bíl. Eg er orðinn þreyttur á að
láta ræna mig. — Fred Wehrenberg.”
—Wehrenberg hafði rétt sloppið við
bana af tveim skotum frá ræningjum
sunnudagsnóttina áður. En í des-
embermánuði hafði hann verið rænd
ur $300.
-------x--------
BRETAVELDI
Innanríkisráðherra Breta, Sir
William Joynson-Hicks lýsti yfir því
nýlega í þinginu að almennar kosn-
ingar myndu fara fram 30. maí.
Verður þingi þá slitið 10. maí, og
þingmannsefni tilnefnd 20. maí, í
hverju kjördæmi.
Frá London er simað 19. þ. m., að
fullvíst þyki, þótt stjórnin hafa enga
opinbera yfirlýsingu gert i þá átt, að
ekki muni verða gerð önnur tilraun,
slík sem í fyrra til þess að senda at-
vinnulausa námumenn i stórhópum
til uppskeruvinnu í Kanada. Vill
stjórnin þó auðvitað ekki viðurkenna
að tilraunin í fyrra hafi algerlega
mistekist, og færir það til stuðnings
að af 8000 mönnum er sendir voru
til Kanada, hafi um 2,000 setzt að.
og aðrir 2,000 horfið aftur með þó
dálítið af peningum. —
Heilsa konungs hefir farið dag-
batnandi síðan hann kom að sjó, til
Bognor. Er nú svo komið, að
jafnvel er búist við, að hann nnini
geta slitið þingi sjálfur.
Bretar hafa aftur náð hraðameti
í bílakstri. Major H. O. D. Se-
grave, sá er setti 203 mílna hraðmet
1927, fór nýlega yfir haf til Banda-
ríkjanna til þess að reyna að kom-
ast fram úr því meti er Bandaríkja-
maðurinn Ray Keech setti í fyrra, er
! var 207.55 míla á klukkustund. Bíll
Segrave heitir “Gullna Örin” (Gol-
den Arrow) og ók hann í honum,
j 12. marz 1927, á Daytona-söndum á
Florida, svo hratt, að samsvaraði
231.36246 mílu á klst., og hækkaði
þannig metið um 23 mílur. Þykir
þetta hið mesta afrek. Ameríku-
maður, Bible að nafni reyndi rétt
á eftir, að hækka þetta met með
sama bíl og Keech setti metið með
í fyrra, en misti stjórn á bilnum, er
hann fcr rúmlega 200 mílur á klst.,
og beið bana af. Auk þess rakst
hann á kvikmyndamann og hjó bill-
inn hann í tvennt, og tætti á aðra
lund. svo leið yfir fjölda áhorfenda.
----------x-----------
Þessi fregn barst Keimskringlu
frá séra fTalldóri E. Johnson í
Blaine, fyrir hönd hlutaðeiganda:
Stefán Eiríksson lézt að heimili
sínu í Blaine, Wash., þann 12. þ. m.,
eftir langvarandi vanheilsu. Þessa
mæta manns vreður nánar getið siðar
meir hér í blaðinu. — Heimskringla
vottar aðstandendum hluttekningu
síría. —
^ f
| Arsfundur í
j Viking Press, Ltd. |
Ársfundur hluthafafélagsins The Viking Press,
Ltd., verður haldinn mánudaginn 15. apríl 1929 á skrif-
stofu félagsins, 853 Sargent Ave., Winnipeg, kl. 2 e. h.
Ársskýrslur félagsins verða þar lagðar fram til
staðfestingar; embættismenn kosnir fyrir í hönd farandi
ár, og mál þau er félaginu koma við, verða rædd og af-
greidd.
Skorað er á alla hluthafa að mæta eða senda um
boð sín þeim félagsmönnum, er fundinn sækja.
Winnipeg, Man., 27. marz, 1929.
M. B. HALLDÓRSSON
forseti
RÖGNV. PETURSSON
skrifari
►<o