Heimskringla


Heimskringla - 27.03.1929, Qupperneq 4

Heimskringla - 27.03.1929, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. MARZ, 1929 'pdiitslmngla <StufnnK 188«) K#mnr ■« A hrrerjnra mlflttkolfll EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 8M „K «Kt SARGENT AVE , WIPÍNIPEG TALSIMl: 80 S37 VarlS blaSslna er $3.00 trgangurlnn borg- l«t fyrlrfram. Allar borganlr sendist THE VIKING PRERS LTD. 8HGEÚ8 HALLDÓRS frá Höfnum Rltstjöd. UtnnAehrlf< tll hlannlnm THE VIKING PRES9, Utd., Rox SIOS ItnnAnkrlft tll rltntJAranni KDITOR HOINSKRIN(ILA, B«* 3IOS WINNIPEG, MAN. •'Hetmskrtngla is publlsbed by The Vlklme Preas Utd. and prlnted by CIT* PHINTING A PIIBLISHHH CO. BS3-8SS Saraent A ir., Wlnnlpen. Man. Telephonel .80 53 7 WINNIPEG, 27. MARZ, 1929 “Rógburðurinn” Fyrir nokkru leyfði ég mér að end. urprenta hér í blaðinu minningargrein eftir skáldið og rithöfundinn Halldór Kilj- an Laxness, er nú býr í Los Angeles, rit- aða í tilefni af fimtugsafmæli langfræg- asta og umsvifamesta skálds pg rithöf undar Bandaríkjanna, Upton Sinclair. Út af þessu hafa risið nokkur blaða- skrif. í»rír menn hafa farið á stað til andmæla: Mr. O. T. Johnson, fyrv. rit- stjóri Heimskringlu; hr. G. T. Athelstan, og dr. Richard Beck, prófessor. Langar mig til þess að gera nokkrar athugasemd ir við skríf þeirra allra, en mun þó að þessu sinni einungis halda mér við skrif tveggja hinna fyrst nefndu, því aðeins þar er að finna eitt sameiginlegt atriði, er ég álít ekki rétt að ganga þegjandi framhjá, eins og stendur Það atriði finnst mér helzt verðskulda nafnið, er stendur sem fyrirsögn hér að ofan, og er þá einmitt um leið ásökun á hendur mér, að ég hafi, “sérstaklega í seinni tíð” eða “seinustu tvö árin” verið að rógbera Bandaríkjaþjóðina, og að þessi endur- prentun mín á grein Laxness, sé einn þátturinn í þeirri rógburðarstarfsemi. Ennfremur er þá vert að athuga fieiri atriði í greinum þeirra. En fyrst skal víkja að rógburðarásökuninni. Hr. O. T. Johnson endar svo grein sína: “Tilgangur Heimskringluritstjórans er öll- um augljós, Bandaríkjamegin. Allt í grein H. K. L., sver sig rækilega í ætt við þaö, sem birzt hefir í fréttadálkum Heimskringlu í seinni tíð í garð Bandaríkjanna. Hingað til hafa Banda- ríkja-íslendingar látið þann skort á nágranna- legri kurteisi lítið á sig fá. En svo má brýna deigt járn, að bíti um síðir.” Og hr. G. T. Athelstan kemst meðal annars svo að orði: “I seinustu tvö árin virðist það hafa verið ein aðal stefna Heimskringlu að henda gamni, háði og skaeti í Bandarikin. I>etta hefir verið augljóst öllum lesendum Heimskringlu. Svo ramt hefir kveðið að þessu, að varla kemur svo sex þumlunga fréttagrein um Bandarikin að ekki sé þar eitthvert hnjóður til Bandarfkjannh. ...Vér höfum sýnt þolinmæði. En nú er nóg komið af svo góðu. Við erum crðnir þreyttir á þessu eilífa illgirnisstagli um þá þjóð er þetta land byggir.’.’ Þetta eru býsna þungar ásakanir í garð blaðsins. Svo þungar, að maður skyldi halda að einhver ábyggileg rök væru fyrir þeim færð. Svo er þó ekki, eins og (séra?) Björn Jóhannsson, í Portland, Ore., annar af tveim ágætum menntamönnum, (hinn er dr. J. P. Páls- son í Elfros, Sask.) er hafa mjög sann- gjarnlega og viturlega andæft ásökunum tvímenninganna opinberlega, bendir á, einmitt í þessu biaði. En annars er ég ekkert hissa á því, þótt rökstuðninguna vanti, því ég fæ ekki séð að á henni séu nokkrir möguleikar, ef sanngjarnlega er til tekið. Eg hefi nefnilega þessa dag- ana verið að fara yfir það sem ég hefi á Bandaríkin minnst, síðan ég kom að blaðinu. Og sú yfirferð haggaði engu um það, er ég hefi ávalt verið sannfærð- ur um, að þær umgetningar þurfi ég ekki að bera nokkurn kinnroða fyrir, hvorki sökum haturs né illgirni í garð Banda- ríkjanna. Mér hefir ekki unnist tími til að fara yfir allar umgetningar, er að þessu lúta, en ég kynni að geta gert þeim félögum enn greinilegri skil en ég geri nú, ef þeir ætla sér að halda áfram sömu leið. En ég hefði jafnvel ekki þurft að fara yfir eins mikið og ég hefi þó gert til þess að geta gert saemilega skýra grein fyrir afstöðu blaðsins'' í þessu máli undir ritstjórn minni. Sú afstaða hefir ætíð verið mér jafn Ijós, enda ekki tekin í blindni. En það veldur hver á horfir og frá hverju sjónarmiði. Afstaða blaðsins, eða mín, hefir með tvennu móti komið í ljós. í fréttum, og í ritstjórnargreinum. Þess má þá geta um leið, að mikill hluti fréttanna er sagður alveg hlutlaust, svo að jafnvel þeir félagar gætu ekkert bragð að fundið, um stjórnmái, uppfyndingar, o. s. frv. En það er eins og þær hafi aldrei verið til, er þeir félagar rita, þótt óneitanleg tilvera þeirra frétta, hljóti að vera fremur ó- þægilegur steinn í götu tvímenninganna. Það er þá í hinum fréttunum, þar sem bragðnæmum mönnum finnst einhver af- staða tekin og svo í ritstjórnargreinun- um, þar sem afstaða er greinilega tekin, að óvild mín, hatur og “illgirni’’ kemur svo berlega í- ljós. Og á hvern hátt? Jú, ég hefi í fréttum getið um ýms helztu hneykslismál, er upp hafa komið í Bandaríkjunum, eins og allir aðrir rit- stjórar í heiminum, og þó því minna og um því faarri, sem ég hefi takmarkaðra rúm í vikublaði, en dagblöðin miklu liafa. Og ég hefi í ritstjórnargreinum einstöku sinnum vikið að því, sem mér hefir þótt verst fara í stjórnartíð Harding og Cool- idge, eða því sem mér hefir þótt ískyggi- legastar stórhreyfingar með svo voldugri þjóð, eins og allir aðrir ritstjórar í heim- inum er nokkra sjálfstæða skoðun mynda sér um utanríkismál. En það mun vera algerð undantekning, ef nokkur er, að ég hafi ekki um leið getið andstæðs áiits þeirra Bandaríkjamanna, er ég tel á- gætasta og virt þeim það til sæmdar og þjóðinni að eiga slíka menn. Er það að hata Bandaríkin? Eg játa fúslega, að mér hefir þótt lítil, eða máske næst að segja engin, afrek liggja eftir Hard- ing og Coolidge. En er það lítilsvirð- ing á Bandaríkjamenn, að ég skuli um það vera sammála mörgum, og sjálfsagt flestum, nafntoguðustu stjórnmálamönn um Bandaríkjanna. — Það er satt, að ég áleit Alfred Smith ákjósanlegra forseta efni en Hoover, þótt mjög vægilega væri það í ljós látið. En voru það þá ein- tómir skálkar, er fylgdu Smith? Það er satt, að ég hefi áiasað Daugherty, Denby, Fall, Doheny og Sinclair fyrir olíuhneykslið. En er það þá af hatri við Bandaríkin, að ég hefi lofað hástöf- um framkomu Norris, Wheeler, La Fol- lette, Walsh, o. fl. ágætismanna í þeim málum? Er það Bandaríkjunum til sví virðingar, að ég hefi lofað Newton, D. Baker, Pershing, Gompers, og William Allan White, en álasað W. L. Rodgers aðmírál, fyrir þær skoðanir, er þeir hafa látið í ljós um styrjaldir? Er Bandaríkj unum óvirðing í því, að ég hefi lofað fram komu J. Blaine, ríkisstjóra í Wisconsin, fyrir óttaleysi hans við. Ku Klux Kian? Var það af óvild til Bandaríkjanna að ég lofaði Darrow fremur en Bryan í Scopes málinu? Er það af “illgirni” við Banda u'kin að ég stórlofa baráttu Norris frá' JNebraska gegn hinum ægileg*a vatns- yirkjunarhring? Kennir rangsleitni gegn Bandaríkjaþjóðinni í því að ég hefi undanfarið lofað afstöðu John D. Rocke- feller yngra gegn meinsærismanninum “Olíu’’ Sinclair? Og var það til þess að ala á því, að Bandaríkja-íslendingar skyldu finna sér “ástæðu til þess að skammast sín fyrir þjóðrækni sína gagn- vart landinu, sem þeir búa í; landinu, þar sem börn þeirra hafa fæðst og þan sem ástvinir þeirra eru grafnir,” svo ég tilfæri orð hr. G. T. Athelstan, (það vant ar ekki fjálgleikann, þegar á að hræra í tilfinningum lesandans) að ég lét svo ummælt, í sambandi við öldungaráðið hér í Kanada, að öldungaráð Bandaríkj- anna myndi betur vera skipað; fleiri á- gætismönnum, en nálega nokkur önnur efri málstofa í veröldinni? Eg gæti talið miklu fleira eftir minni, án þess að fletta upp í gömlum árgöng- um mér til glöggvunar. Eg ég hygg, að hér sé nóg komið. Eg fæ nefnilega með engu móti áttað mig á því, að það sé ó- fræging um einhverja þjóð, að geta um baráttu mestu ágætismanna hennar gegn því, er mér, sem þeim, lízt skaðvænlegast ar stefnur í stjórnarfari eða þjóðlífi. Eg hygg líka að hverjum óhlutdræg- um, heilvita manni skiljist, að það sé öðru nær, en að ég eigi skilið ‘‘illgirnis” aðdróttun hr. Athelstan. Höfuðsök mín er sú, að ég lít öðrum augum á stjórn mál og mannfélagsmál en hann og skoð- anabræður hans. Þess vegna á að reyna að mýla mig með því, að ég geri mig að þjópníðingi sunnan landamæranna. Og þá erum við aftur komnir að fyrirsögn- inni: Rógburðinum. Það vopn hefir verið reynt á mig hérna megin líka. Eg hafði ekki verið lengi við blaðið, er reynt .var að koma því inn hjá vestur-íslenzk- um lesendum hérna megin landamær- anna, að ég væri kanadiskur þjóðníðing- ur, ég, sem lifði á náðarbrauði, eða í gest- risni þjóðarinnar, eins og nú er núið Hail dóri Kiljan Laxness um nasir. En þessa aðferð veit ég einna lítilmótlegasta: að sé ritstjóri blaðs ekki sömu skoðana og ein- hver “boosterinn,” að lofi hann ekki allt skilyrðislaust ‘‘boostersins’’ megin, að þá ^sé sjálfsagt að hafa í hótunum við hann, að ýta undir lesendur að segja upp blað- inu. Þeir vita það þessir menn, að vestur-íslenzku blöðin hafa svo fáa kaup- endur, sem því miður eru þá heldur ekki svo skilvísir allir, sem æskilegt væri, að þau standa höllum fæti, ef nokkuð blæs til muna á móti. Því er reynt að kúga blaðið yfir í “boosterliðið.” En ef það tekst, þá er illa að verið. Eg segi þetta ekki af því, að ég sé hræddur við fram- tíðina, þótt ég yrði að hætta starfinu, heldur af því, að þessi aðferð ofbeldis og ófrægingar er ein hin háskalegasta, er hugsast getur, fyrir alla frjálsa og sjálf- stæða hugsun; augljóst merki menningar leysis, að geta ekki þolað andstæðar skoðanir frá öðrum mönnum, séu þær settar fram án persónulegrar illkvittni. Ávirðing mín liggur þá í þessu tvennu: Eg álít að Bandaríkjaþjóðin hafi verið framúrskarandi illa sett, með þá Harding og Coolidgé sem forseta, og að þar séu að verki í þjóðlífinu afar háska leg og síngjörn öfl, sem hljóti að vinna því og vestrænni menningu yfirleitt ó- fyrirsjáanlegt tjón, sökum þess hve þjóðin ræður yfir takmarkalausu afli auðs og tækni, ef hin betri öfl og beztu vitmenn og hugsjónamenn þjóðarinnar fá eigi notið sín. Og þetta sameinast þá í eitt: að ég er sami framsóknarmaður- inn, er ég rita fyrir lesendur í Banda- ríkj. sem fyrir lesendur í Kanada. Og mér finnst það jafn grunnfær, sem sví- virðileg aðdróttun að ég sé illgjarn í garð Bandaríkjanna, sökum þess að ég er sami maður þar og hér: hallast 4 sveifina með framsóknarmönnum þar, sem hér. þeim mönnum, er ekki einungis ég, held ur allur þorri manna utanlands sem inn- an viðurkennir, að vinni þó helzt að sönn um framförum og upplýsingu þjóðar sinn ar. Og ég er og mun ætíð verða, jafn fús til þess að lofa það, er mér finnst betur fara, í stjórnarfari og stefnum, þar sem annarsstaðar. Til dæmis er þetta: Eg hefi áður sagt álit mitt um Har- ding og Coolidge. > Harding var veikt peð í höndum sér miklu öflugri, geðríkari og verri manna. Coolidge hygg ég hafa ver ið einn hinn smásálarlegasta og þröng- sýnasta forseta er Bandaríkin hafa átt. að minnsta kosti um langt skeið. Eg hefi ekki með góðri samvizku getað iofað nein verk þeirra. En ég get með beztu sam- vizku lofað tvennt, er Hoover hefir þeg- ar komið til leiðar, þótt skammt hafi hann setið. Hið fyrra, að hann hefir þegar skipað svo fyrir, að engin olíulönd ríkis- ins megi leigja, nema þar sem slík leiga sé í umboði ríkisþingsins. Þetta kem- .iir bæði í veg fyrir slík svívirðileg olíu þneyksli og undanfarið hafa komið í Ijós, auk þess, að það setur hömlur á óþarfa framleiðslu (over-production). .Jlitt ei> að Mr. Hoover hefir látið skipun ganga út um það, að birta skuli opinber- lega allar endurskattgreiðslur, er nema meira en $20,0Q0. Hér er farið alveg þvert ofan í pólitík Coolidge og Mellon, er börðust fyrir því með klóm og tönnum, að endurgreiðslu auðfélagsskatta skyldi haldið leyndri, þótt um gífurlegar upp- hæðir væri að ræða; enda ekki óskiljan- legt, samkvæmt fullyrðingu McKellar öldungaráðsmanns, að Mellon hafi látið endurgreiða tveim stórfélögum, er hann á hluti í, stórkostlegar skattaupphæðir. Að ég get ekki nógsamlega lofað Mr. Hoover fyrir þessar fyrirskipanir þarf ekki að skilja á þann veg, að ég finni mig héðan af skuldbundinn til þess að syngja honum hósíanna fyrir allt, er hann gerir. Það má vel vera að ég finni ástæðu til að áfellast ýms ! ar gjörðir hans. En í hvert | skifti, sem hann kemur fram á þessa leið, þá skal hann ekki skorta lofið í Heimskringlu meðan ég er við ritstjórn. * * * Nema þá svo færi, að ég yrði fyrir þeirri geðbilun, að komast, á þá skoðun, er bréflegur góð- kunningi minn, hr. Athelstan heldur fram bæði nú í blaðinu og áður, og sem ég hef séð ,einna vitlausasta framshtta, að ritstjóri — og þá náttúrlega ekki síður aðrir menn — megi ekki mynda sér skoðun um pólitík annara ríkja, en þess, er hann sjálfur er búsettur; að minnsta kosti hreint ekki láta hana í ljós opinberlega. Það væri varla trúlegt, ef maður neyddist ekki til þess að lesa sjálfur ,að nokkur, jafnvel að-' eins sæmilega greindur maður, er les blöð sinnar eigin þjóðar, hver sem hún er, geta látið aðra eins endileysu drjúpa úr penna sínum. Allir ritstjórar í Bandaríkjunum, og um allan heim, sem nokkurs virði eru, og hinir vafalaust líka, leggja auðvitað þann dóm, er þeim sýnist í hvert skifti, á pólitík eilendra þjóða, ekki einungis utanríkispólitík þeirra heldur og innanríkispólitík líka. Enda væri það meir en lítil fávizka í biaðlesandi mönnum nú á tím um, ef þeir ekki gætu nokkurn hlut áttað sig á því órjúfandi sambandi, sem er á miili innan ríkis- og utanríkismála hvers lands í heiminum, né á þeim á- hrifum, beinum sem óbeinum,er jafnvel innanríkispólitík eins lands hefir á önnur ríki, er það á einhver skifti við, og þá ekki sízt, er um stórveldi er að ræða. Því vitlausari finnst mér þessi skoðun er svo stendur á sem hér, að blaðið, sem um er að ræða, er auðvitað einnig ritað fyrir þann mjög álitlega hluta kaupendafjölda, sem bú- settur er í Bandaríkjunum. Og þá líka þeim mun vitlausari, sem gleggra tillit er tekið til þess, að í Kanada og Banda- ríkjunum er talað og ritað sama mál, og blaða- og tímaritáskifti yfir lapdamærin að segja má jafn óhindruð og allt væri eitt ríki, svo að ritstjóra í Winnipeg borg, er engu erfiðara að fylgj ast með stefnum í innanríkis- málum Bandaríkjanna en manni suður í Minneapolis eða Galveston, og ber enda því nær sama skylda til þess, sem að fylgjast með stefnum í sínu eigin landi, er á allan hátt hlýt- ur að eiga órjúfandi mök við nágra.nnann hinumegin landa- mæranna. Þetta er í raun og veru sams konar firra og hleypidómaþröng sýni, eins og að halda því fram, að hver meðaigreindur maður, að ekki sé rætt um jafn fluggáfaðan og víðmenntaðan mann sem Halldór Kiljan Lax- nesi, er öll skilningsár sín, sem eru býsna mörg, þótt æfin sé ekki löng, hefir ekkert annað gert, en með þollausri iðju að kynna sér bókmenntir og menn ingarástand helztu þjóða heims ins, geti ekki myndað sér skoð un um landsmál og menningu, þar sem hann hefir dvalið í eitt eða tvö ár. Það er eins og menn þyrftu að dvelja einhvem vissan árafjölda í einhverju landi, eins og einhver “doing time;’’ eftir föstum reglum iíkt og eftirlaunavinna, eða tugt- húss^ist, þyrfti að eiga sér stað, til þess að menn séu færir að leggja dóm á þær stefnur, er maður með opin augun allsstað ar rekur sig á. Þetta er baraa ' leg hugmynd. Einum manni tekst að dvelja svo sjötíu ár í í fulian aldarfjórðung hafa Ðodds nýrna pillur verið hin viðurklenndu meðujl, við bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna rnörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. —■ Þær eru til sölu í öllum lyfabúð um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tcronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. einhverju iandi, að hann hafi aldrei nokkru sinni komið sér að því að átta sig á því, sem í raun og veru fór fram í kring um hann, þar sem annar maður þarf aðeins örstutta stund í land inu að dvelja, og enda ekki nauðsynlega að stíga þar fæti á land, til þess að geta glöggv að sig prýðilega á því hvað þar er að gerast og hvert stefnir. Eg segi þetta ekki af því, að ég hafi nokkra hugmynd um ; það, að við Halldór Kiljan Lax- ness séum eða verðum jafnan sammála. En úr því að á hann hlaut að verða minnst í þessu sambandi, þá má ég gjarna þetta um hann segja: Eg þekki hann svo lítið per- sónulega.að um nokkra vináttu ^milii okkar getur ekki verið að ræða, aðeins málkunningsskap. En ég hefi fáa menn hitt fýrir prúðari í viðtali og hátterni, né víðmenntaðri. Þó hafði mér fátt líkað af því er ég hafði séð af fyrstu ritstörfum hans, (ég hafði, er ég kynntist hon- um, engin skáldverk hans les- ið) og er ekki í ýmsum atrið- um endilega sammála honum um alla hluti nú. En ég er þess fullviss, — og skeiki mér þar, er það ekki að kenna þekkingar leysi mínu á vestrænum bók- menntum, heldur þá því, að mig skortir dómgreind á þær — að þar er lang auðugasta og, að ! mörgu leyti, ein hin fegursta og hjartnæmasta skáldgáfa, er oss íslendingum hefir fæðst síðastliðin 30—40 ár. Og því sárnar mér, ekki fyrir hans hönd fyrst og fremst, heldur fyrir hönd þjóðar minnar og íslenzkra bókmennta, að sjá og heyra hann hundeltan og bak- bitinn, af hverjum mattadóra- um á fætur öðrum, er kveðið getur að sínu eigin móðurmáli eða einhverju öðru aðeins.og það ekki allfáum er ekkert skáld- verk hans hafa lesið. Hund- eltan og bakbitinn persónulega, eins og ísiendingar hafa þvi ! miður oft gert við sín gáfuð- j ustu skáld, allt frá Jónasi Hall- grímssyni til Gests Pálssonar, Þorsteins Eriingssonar, Einars Hjörleifssonar Kvaran, og Guð- mundar Friðjónssonar, (að maður nú ekki minnist á Steph an) einmitt á æsku árum þeirra og beztu manndómsárum, er þeim og gáfum þeirra og þá þjóð þeirra um leið hefði helzt mátt verða styrkur í því, að frekar væri að þeim hlúð en hitt. Eg veit fátt ógeðslegra, skrílslegra, né meira niðurdrep andi, en þenna sífellda þussa- gang og þenna sífellda ofstækis fjandskap út af því, þótt jafn- vel alldjúp skörð kunni að sjást á milli hnjúkanna hjá slíkum mönnum, eða snilligáfuðum mönnum yfirleitt. — Eg tel það ekki eftir, þótt deilt sé á skoð- anir þeirra, sem annara manna, og eðiilega jafnvel meira, en

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.