Heimskringla - 27.03.1929, Side 8

Heimskringla - 27.03.1929, Side 8
«. BLAÐSIÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 27. MARZ, 1929 Fjær og nær. FYRIRLESTUR Heldur dr. Rögnv. Pétursson mánudagskveldið 1. apríl kl. 8 í Sambandskirkjunni á horni Sargent ave. og Banning str., um ferðina til fslands í vetur og undirbúning undir Alþlngishá- tíðina 1930. Aðgangur 35c. MESSUR Séra Þorgeir Jónsson messar næsta sunnudag, páskasunnu- daginn, 31. marz, að Gimli, kl. 3 síðdegis. Jóns SigurSssonarfélagiö heldur hátíðlegan 14. afmælisdag sinn, aö heimili Mrs. P. Anderson, 808 Wolse- ley avenue. Tilkynnir félagsstjórn in aö allir. er vilja, séu velkómnir í sfmælisíagrtaðinn. Sérstök guSsþjónusta veröur hald- in með sunnudagaskóla Sambands- safnaðar páskadagsmorguninn á venjiílegum skólaiííma. Er þess aeskt að foreldrar og aðrir er láta sér annt um skólann sýni velvild sína með nærveru sinni. Barna- og unglingasöngæfing verður haldin á föstudaginn, kl. 7 síð- degis. Miðvikudaginn 20. marz andaðist að heimili sínu í Pembína, N. Dak., ekkjan Sigríður Pálsdóttir Burns. Fyrir 6—7 árum fékk hún slag og náði aldrei heilsu aftur eftir það. Hún var búin að vera mjög lengi í Pembína. Manninn misti hún áður en hún flutti þangað. Af níu börn um sem hún átti, lifir aðeins einn sonur, Jóhann, sem annaðist móður sína í hinu langa sjúkdómsstriði hennar, með frábærri snild. Sigríður var ættuð af Norðurlandi á Islandi. Hún var þrekmikil dugnaðarkona með sterka trú. Hún var jarðsung in laugardaginn 23. þ. m. Fór at- höfnin fram i kirkju Pembína safn- aðar. Voru þar viðstaddir flestir Islendingar i Pembína og nokkrir aðrir. Séra Rúnólfur Marteinsson jarðsöng. Mr. Arinbj. Bardal og Mrs. Helga Thorbergson fóru héðan í gær suður til Minneapolis til þess að vera við- stödd jarðarför Mrs. Lárusson, syst- ur Mrs. Thorbergson. — Enginn fundur í stúkunni Heklu næsta föstudag (föstudaginn langa). Félagar eru beðnir að veita því at- hygli. Héðan fór heim til Wapah Man., •á föstudaginn hr. Gísli Jónsson, er •dvalið hefir hér undir læknishendi síðan um Þjóðræknisþing. Mun hann hafa fengið bót við því sem að var. Hingað til bæjarins komu í gær- •dag í bíl Mr. Thor Lífman og Mr. Davið Guðmundsson frá Arborg. Sögðu þeir brautir að norðan eigi vel góðar af hörsli, en þó slarkfær- ar. Mr. Hannes Pétursson er nýlega kominn til borgarinnar frá Los An- geles. Bruce Sanders Nú þrengir að þjóðerni voru með þennan aumingja mann, svo við þurfum lögmenn og lækna að láta þá skoða hann. —Smyrill. Þegar nefndin bœtti í sjálfa sig (Sbr. ritstj.gr. í Lögbergi) Oft má Herrans úrvalslið eymd og raunir kanna. Ctvöldum er illa við unislátt Spenamanna. í>að er verst, að vita þá velta í alfögnuði meðan hinir horast á hjálpinni frá Guði. —Smyrill. Mr. Ásmundur Johnson frá Sin- clair, Mán., fór heim til sín fyrra mánudag, eftir að hafa dvalið hér í bænum s'iðan í haust. Kona hans og sonur þeirra hjóna dvelja enn um stundarsakir hér í bænum. Nokkrir söngelskir íslendingar hér í bæ hafa tekið sig saman um að reyna að koma á fót úrvals sön£- flokk karla. Hafa þeir beðið Björgvin Guðmundsson tónskáld, A. R. C. M., að stjórna söngæfingum, en um samhald flokksins annast sennilega nefnd manna, er til þess verður kosin. Mun^ verða reynt að velja raddir i þenna flokk og hafa hann þá heldur minni, en svo vel skipaðan, sem kostur er á. Eru vafa- Iaust nógu margar góðar karlmanns- raddir meðal Islendinga hér í bæ til þess að ekki þyrfti það að standa flokknum fyrir þrifum. Skáldkonan, frú Laura Goodman Salverson flytur erindi um “Influence and Charm in Scaridinavian Let- ters,” í fyrstu lútersku kirkju á Vic- tor stræti, miðvikudagskveldið 3. apríl, kl. 8.15. Hin ágæta song- kona, Mirs. S: K. Hall, syngur í ís- lenzkum búningi skandinaviska þjóð söngva, enda verður þar meiri músík til skemtunar. Lestrarfélagið á Gimli heldur sam- komu i samkomuhúsinu á Gimli 19. apríl n. k. Eimreiðin, 1. hefti þessa árgangs, kom á tollhúsið hér fyrir fáum dög- um; en fyrir það, að þeirri póstsend- ing fylgdi ekki vöruskrá (Invoice), þá hefir verið skrifað heim eftir henni, og kaupendur ritsins þvi beðnir að hafa biðlund þann tíma, sem áminnst yfirsjón veldur. Miðvikudaginn, 20. marz voru þau Jón Agúst Kjartansson og Kristjana Grimólfsson, bæði frá Hekla, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rún- ólfi Marteinssyni, að 493 Lipton stræti. Laugardaginn 9. febr., 1929, and- aðist úr lungnabólgu að heimili sínu í Langruth, Man., Árni Helgason. Hann var ættaður úr Skagafirði á Islandi. Fluttist af íslandi til Win- nipeg árið 1890 og var þar hálft annað ár. Verustaðir hans eftir það voru: N. Dakota, Marshland, Beaver og Langruth í Manitoba. Hann var kvæntur Sigríði Jónsdótt- ur, sem lifir mann sinn. Þau eign- uðust eina dóttur, Jórunni Signýju, er átti heimili með foreldrum sínum og er nú með móður sinni. Eina hálfsystur átti Árni: Mrs. Sigur- björgu Teitson í Blaine, Wash. Árni var sannkristinn maður, trúr og dygg ur yfir öllu verki, félagslyndur og ágætur heimilisfaðir. Hann var jarð- sunginn í grafreit Westbourne-bæjar, af séra Rúnólfi Marteinssyni, þriðju daginn 12. febrúar. Dr. Rögnvaldur Pétursson fór um helgina vestur til Wynyard, Sask. Gerði hann ráð fyrir að koma hing- að aftur um næstu helgi. Aðfaranótt mánudagsins 25. marz andaðist að heimili sinu í Minneapol- is. Mrs. Hjörtur Lárusson. Barst systur hinnar látnu, Mrs. Helgu Þor- bergsson, Beverley str., Winnipeg, símskeyti um þetta síðastl. mánudag. Hinnar látnu verður nánar minnst siðar. Hkr. vottar aðstandendum • dýpstu hluttekningu sina. WONDERLAND Hvernig að Jack Holt getur leikið sum atriði myndarinnar “Submar- ine,” er víst flestum ráðgáta. En á Wonderland sérðu nú, ekki einung- is hvernig hann leikur þetta erfiða hlutverk, heldur jafnframt hve að- dáanlega hann gerir það. I næstu viku er sögu frá Yukori brugðið upp á léreftið. Skiftast þar á ást og hatur, hrekkvísi og dreng- Iyndi, vinnuákafi og slæpingsháttur, peningaspil og slagsmál. ÞAKKARÁVARP Innilegt þakklæti vil ég af heilum hug tjá öllum þeirn, er auðsýndu mér og systkinum hinnar látnu dóttir minnar, Halldóru S. Goodman, hlut- tekningu og hjálpsemi í sambandi við hina langvinnu sex ára og tveggja mánaða þungu sjúkdómslegu og fráfal) hennar. Já, ég endurtek ástkært þakklæti til allra þeirra mörgu vina, er sýndu mér og dóttur minni elskulegri velvild og aðstoð á öllum þessum langa hörmungar sjúk dómstima á svo margan hátt. Einnig þakka ég þeim, sem komu í hús mitt og glöddu hana og mig með gjöfum og nærveru sinni, því það var hennar lífsgleði og fró þeg- ar einhver kom að sjá hana, þó hún gæti ekki látið það sjást nema með sínu blíða brosi til síðustu stundar, þar sem guði þóknaðist að svifta hana málinu; það var blíða brosið sem auðsýndi þtikklætistilfinningar hennar til þeirra er komu að sjá hana. Sömuleiðis þakka ég öllum skyldum og vandalausum vinum, öll- um sem viðstaddir voru við útför- ina og gáfu hlómkransa á kistu henn ar. Já, ég vissi að ég og dóttir min sálaða áttum marga vini og kunningja á meðan á sjúkdómsstríði hennar stóð. Enda sýndi sá mikli vinahópur, sem fylgdi henni til graf- arinnar, að hún átti marga vini. Sömuleiðis þakka ég af einlægu hjarta þeim góðu og gömlu kunn- ingjum mínum í Keewatin, sem tek- ið hafa þátt í sorg minni, erfiðleik- um, ástvinamissir, nú sem fyr, og nú síðast með því að senda mér fimtán dollara. Að endingu bið ég algóðan guð að launa fyrir mína hönd og hinnar framliðnu ástkæru dóttur minnar, öllum okkar vinum og velgeiðar- mönnum. Drottinn sé þeim alla tima nálægur og þeirra aðstoð þeg- ai þeim mest á liggur. [>ess óskar af alhug, V Móðir og systkini hinnar látnn. ----------x------------ Teflið um Halldórsons Bikarinn Nú er að þvi komið að teflt verði um Halldórsons bikarinn — dýrasta og fallegasta taflbikarinn sem Win- nipegborg á. Einnig verður kepot um fyrstu, önnur og þriðju verð- laun. Allir Islendingar, sem því geta við kcmið, mega taka þátt í samkeppn- inni. Gefið ykkur fram á fundi tafl- félagsins “ísland” á fimtudag i þessari viku eða tilkynnið á einhvern hátt skrifara félagsins A. R. Magnús- son að 637 Home str.—sími 71234. Öll nöfn ættu að vera í höndum skrifarans ekki siðar en laugardags- kveld í þessari viku. —M. Mikla þjóðmenrtingarsýning hélt C. P. R. í Regina nú um helgina. Voru þar samankomnir menn og konur af ýmsum þjóðflokkum er sungu, dönsuðu og léku ýmsar list- ir sinnar þjóðar. Auk þess var þarna sýndur margvíslegur þjóðlegur iðnaður. Af hálfu íslendinga fór á þetta mót tví-kvartett karla og kvenna héð- an frá Winnipeg. Var röddum svo skipað: soprano; Mrs. S. K. Hatl og Mrs. Lincoln Johnson. alto: Miss Ruth Bardal og Miss Mattie Hall- dórsson. tenor: Dr. Á. Blöndal og Mr. Jón Bildfell yngri. Bassa Mr. Halldór Þórólfsson og séra Ragnar E. Kvaran. Héðan fór söngfólkið á föstudag- inn var og söng í Regina á laugar- daginn. Mun söngurinn hafa tekist mjög vel. Ekki hefir það óprýtt framkomu á söngpallinum að kon- urnar voru i íslenzkum þjóðbúriing- um, tvær i skautbúningi en tvær í upphlut. Aftur á móti hafði ísland verið illa sett að vígi á hinni þjóðlegu iðnsýningu; sýnd aðeins fremur lít- ilfjörleg sýnishorn og eins og reitt saman af handahófi. Enda er sennilegt að félagið hafi því miður enga íslendinga fengið til þess að standa fyrir þeim hluta þátttökunn- ar. Island Dánarfregnir Reykjav. 2. marz Jónas Sigurðsson andaðist að Helgafelli í Helgafellssveit 15. f. m. í hárri elli. Hafði lengi búið þar sæmdar búi. Sigurður Þórólfsson fvrrum skóla stjóri á Hvítárbakka andaðist aðfara nótt 1. þ. m. eftir langvinn veik- indi. Árni Jónsson verkstjóri í Kveld- úlfi varð bráðkvaddur í fyrrinótt. Þá hafa þau hjónin ólafur Kvar- an símastjóri og frú hans orðið fyrir þeirri sorg að missa dreng 4 ára. Gunnar Benedikt aö nafni. 85 ára varð P- Nielson fyrrerandi verzlun arstjóri á Eyrarbakka 27. f. m. Mr. Entilc Walters. Vestur-íslenzki málarinn, er ný- lega kominn hingað til bæjarins á- samt frú sinni, Thorstinu (Jackson). I Grœnlandi hefir veðrátta verið svo hlý í vet- ur, að til vandræða horfir — þó und- arlegt megi virðast. Firðirnir eru auðir og snjólaust i byggðunum og af þessum ástæðum hafa Grænlend- ingar ekki getað stundað veiðiskap með þeim aðíerðum, sem þeim eru tamastar. Er því víða mjög bjarg arlítið og sumstaðar svo að horfir til vandræða. —Vörður. -------x------- Sigríður Dagsson 1845—1929 Eins og áður var getið um. and- aðist Sigríður Eggertsdóttir, eigin- kona Bjarna Dagssonar, að heimili sínu í Eyfordbyggð, N. Dakota, 12. janúar þ. á. Hafði hún um langt undangengið skeið verið mjög biluð á heilsu. Hún fæddist á Heggstöð- um við Miðfjörð í Melstaðarsókn í Húnavatnssýslu, á íslandi. 20. sept. 1845, og var því 83 ára að aldri, er hún lézt. Foreldrar hennar voru Eggert Eggertsson og Steinvör Bjarnadóttir. Snemma missti hún föður sinn, en ólst ttpp með ntóður sinni til fullorðinsára. Sigríður giftist eftirlifandi manni sínurn, Bjarna Dagssyni frá Snæ- fellsnesi í Húnavatnssýslu árið 1872. Bjuggu þau hjón fyrst tim sinn þar i sveit, en fluttust vestur unt haf árið 1883, og þá til Eyford-byggðar i N. Dakota, og hafa þau ávalt síðan búið þar í byggð, og búnast hið allra bez‘a. Börn eignuðust þau hjón fimm, en þrjú dóu í æsku. Eru að- eins tvær dætur á lífi. —Steinvör, ekkja Þorsteins Sigfússonar, sem býr með sonum sínum í VVrynyard, Sask.. og Guðný, kona Siglaugs Sigfússon- ar, og búa þau í Nipavvin, Sask. B-jarni og Sigríður tóku einnig til fósturs dætursyni sína tvo, þá Bjarna (Þorsteitisson) Sigfússon og Bjarna (Sigurlaugsson) Sigfússon, sem báð- ir eru nú kvæntir og búa hér. Bjarni Dagsson er enn við dágóða heiisu, þó nú séu ár hans orðin 84. En ásamt með börnutn og barna- börnum og öðrum vinum, saknár hann mjög sárt hinnar ágætu konu, er slóð við hlið hans með dugnaði, prýði og trúmensku, um 56 ára skeið. Sigríður sál. var hraust kona þar til er hún árið 1918 veiktist af in- flúenzu. Lagðist sú veiki þungt á hana og eftir það náði hún aldrei heilsu, þó hún lifði rúm 10 ár, og hefði enda fótavist nokkuð af þeim tíma. En þann kross bar hún með mikilli hugprýði, í djúpu trausti til föður síns og frelsara. Komu oft nágrannar og vinir til hennar á því tímabili, svo sem áður hafði verið. og mætti hún þeim sífellt með sama glaðværa og góða viðmótinu, jafn- vel þegar hún var rúmföst. Var hún þannig fram í andlátið róleg og hugprúð, og beið d^uðans ókvíðin í styrk þeirrar trúar á Drottinn sinn, sem oft hafði verið henni hinn bezti styrkur á langri æfileið. Æfiferill hinnar látnu góðu konu er að mestu leyti allur bundinn við tvö heimili, — heimili móðurinnar, sem snemma missti eiginmanninn, og heimilið hér, sem hún um margra ára skeið veitti svo góða og rögg- samlega forstöðu. Má segja að helztu einkenni hinn- ar látnu hafi verið glaðlyndi og trú- inenska i meðferð þeirra hlutverka, er henni féllu í skaut. Hún var mjög heimiliselsk og störf hennar stóðu því ávalt mest í sambandi við heimilið og fóru kyrlátlega fram. En hún var fjölhæf og velvirk í öllu sinu starfi. Trygglyndi henn- ar leiddi það af sér, að hún átti góða og einlæga vini, því þannig hafði hún reynst sjálf. Nú verða því margir er sakna hennar, og minn ast þess með hlýhug, hve vel hennar æfistarf var af hendi leyst. Einkum verður þó söknuður ástmennanna sár, því bezt þekkja þau feril þeirrar glaðværðar, góðsemi og trúmensku, sem hún þræddi, og verður söknuð- inum samfara innilegt þakklæti. Eiginmaður hinnar látnu og ástmenni öll, eru líka innilega þakklát öllum sem auðsýndu þeim samúð nú við fráfall hennar. Ekki síst þakka þau öllum sem heiðra vildu minning hinnar látnu með nærveru við jarðaf förina og á annan veg. Jarðarförin fór fram frá heimilinu og kirkjunni í Eyfordbyggð 18. jan- úar, og stýrði séra H. Sigmar út- til grafar, þrátt fyrir kalt veður og erfiða færð. Bar það meðal ann- ars vott um hlýhug og vinarþel til hennar og heimilisins. H. S. Nokkrar huglelðingar Til íngólfs JóhannSsonar 1 sambandi við bréf þau sem Lög- berg hefir verið að burðast með frá manni þessum vildi ég þetta segja: Maður þessi er náfrændi hins marg- umrædda Ingólfs Ingólfssonar. Hugs unarháttur þessa skriffinns er fremur ógeðfeldur skætingur, kryddaður fá- vizku. Ber það allt að einum brunni. Hnjóðsyrðin í garð Þjóð- ræknisfélagsins er það eina sem hann finnur sig knúinn til að láta í té til félagsins fyrir að bjarga frænda hans frá gálganum. Einu má gilda hvort Ingólfur þessi skrifar bréfin sjálfur, eða aðrir gera það fyrir hann, og með hans leyfi; svo mikið ætti hann þó að vita, að það var Þjóðræknisfélaginu að þakka, að hann á þennan sinn frænda í lifandi manna tölu þann dag í dag. Óþarft er að telja uþp hnjóðsyrði Ingólfs ^J óhannssonar i garð félagsins. Hitt er okkur ljóst, sem sátum á Þjóð- ræknisþinginu ný-afstaðna, að undir kringumstæðunum muni Ingólfur Ingólfsson vera bezt kominn þar sem hann er. förinni. Margir fylgdu hinni látnu Sigurgeir Sigvaldason. . TILKYNNING! Hér með tilkynnist, að, í dag, þann 28. þ. m. opna ég á ný matvöruverzlun mina, The West End Food Market, á sama stað og áður var, corner Victor and Sargent. Er búðin að fullu endurbætt eftir brunann, og með öllum nýtízku áhöldum. Auk venjulegra vörutegunda, -áel ég fyrir páskana, hangi- kjötið viðfræga frá Selkirk. Vænti ég að hinir gömlu viðskiftavinir mínir heimsæki búð mína tafarlaust, og að margir nýir bætist í hópinn. WEST END FOOD MARKET Sími 30494 Steindór Jakobsson, eigandi. Nýar Vor Yfirhafnir Vér höfum til sýnis undursamlegt úrval af því allra nýjasta og bezta, og verðið erum vér vissir um að yður muni geðjast að. Komið og sjáið, og þér munu, sannfærast Verð $18 " $45 Stiles & Humphries Winnipeg s Smart Mens Wear Shop 261 Portage Ave.( Next to Dingwaila) \/y/ONDERLANQ THEATRE Continuous Daily 2—11 p.m. Sat. Show starts 1 p.m. THIR—FRI—SAT., THIS WEEK “Submarine’ ’ A MICiHTY DRAMA OF THE SEA Starr/ng Jack Holt wlth Dorothy Revier, Ralph Graves COMEDV AND “MYSTEHY RIDER” CHAPTER 8 MON—TUES—WED., 2 HIG FEATURES JACK MULHALL in “THE BUTTER AND EGG MAN” and “THE GRIP OF THE YUKON” with Neil Hamilton — Francis X. Bushman ALSO — OSWALD THE LUCKY RABBIT »oocccccccccooocosoocccccccccccccccccoccccoccoococo §

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.