Heimskringla - 17.04.1929, Qupperneq 6
6. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 17. APRÍL, 1929
svívirðilegir að skaða guð og hans heilaga
menn.”
Simon Bardo brosti með meðaumkun.
"Það væri betra fyrir þig að gerast fjár-
hirðir og drekka kamómilblöndu, þú, sem
ætlar að skrifa Húnunum sannfærandi bréf.
Ó, hví tók ég ekki Kredenos, gamla eldskeyta
smiðinn minn, með mér yfir Álpafjöllin! Þá
skyldum við varpa birtu yfir fjandmennina,
miklu bjartari en milda tunglsljósið í litla
garðinum, sem vakti í brjósti Walafrid ábóta
svo ljúfar minningar um fögru vinkonuna
hans. Við hefðum getað sökt fáeinum bát-
um þarna við höfðann, og fáeinum í viðbót á
höfninni, og spúið úr eldpípum okkar yfir alla
ströndina! Nafta-eldurinn hefði rignt ýfir
allt, eins og stæði hann fram úr drekanösum,
og gjöreytt öllum óvinunum. En hvað vitið
þið urn gríska eldinn! Ó, Kredenos, ágætast-
ur allra eldsskeyta-smiða, Kredenos!’’
Ekkehard hélt beint til klaustursins og
spurði eftir ábótanum. Leikbróðir leiddi
hann inn í einkastofu ábótans, en hann var
þar þá ekki, og þeir gátu hvergi fundið hann.
“Hann er ef til vill í vopnabúrinu,” sagði
munkur er fram hjá gekk.
Leikbróðirinn fór þá með Ekkehard inn í
vopnabúrið, sem var uppi yfir kornhlöðunni,
og var vel útbúið af vopnum og herklæðum
handa mönnum þeim, sem klaustrið átti að
sjá um í landvarnarliðið. Waxmann ábóti
reyndist vera þarna, hálfhulinn í rykskýi. Her
klæðin höfðu verið tekin niður af veggjunum
og hann vár að skoða þau. Rykið og riðið,
sem var á flestum hlutum var þess merki, að
langt var síðan það hafði verið notað. Á-
bótinn hafði ekki gleymt sjálfum sér við
þessa skoðun. Yfirhafnarföt hans lágu á
gólfinu, en ljóshærður drengur úr klaustur-
skólanum hafði hjálpað honum til þess að
klæðast í hringabrynju. Hann var einmitt
nú að teygja úr handleggjum sínum til þess
að aðgæta hvort brynjan væri hæfilega snið-
in fyrir sig.
“Komdu nær!” hrópaði hann til Ekke-
hard. ‘‘Kæmirðu á öðrum tíma, yrðu við-
tökurnar aðrar.”
Ekkehard bar fram boð hertogafrúarinn-
ar.
"Eg hefði sjálfur beðið um hæli í Hohent-
wiel,” mælti ábótinn, “ef þú hefðir ekki kom
ið.”
Hann greip sverð í hönd sér, og hjó út í
loftið með því, svo að Ekkehard hrökk nokk-
ur skref til baka. Það hvein í sverðinu á
f’uginu. Sýnilega var það enginn viðvan-
ingur, sem hélt á því.
‘‘Já,” mælti hann, ‘‘þetta verður alvar-
legt. Húnarnir eru þegar komnir til Alt-
dorf í Schussental, og við sjáum bráðlega end-
urskinið frá bjarmanum af Lindau í logum á
vatninu. Kærir þú þig um að velja þér her-
klæði. Þetta þarna með sverðsbeltinu er
eins góð vörn gegn höggum og lögum eins
og nokkur skyrta, sem spunnin hefir verið af
meyju á jólum.
Ekkehard afþakkaði boðið, og þeir gengu
báðir samt út úr vopnbúrinu. Ábótinn virtist
ánægður með herklæði sín. Hann varpaði
brúna kuflinum sínum yfir þau og gekk síðan
út í garðinn til órólegra bræðranna, eins og
hann væri sannarlegur riddari drottins.
“St. Markús birtist við rúm mitt í nótt
og benti til HJohentwiel,” hrópaði hann.
‘‘Flytjið þangað bein mín, svo heiðnar hend-
ur fái eigi saurgað þau,” mælti dýrlingurinn.
‘ ‘Til starfa og búið ykkur af stað! Með föst-
um og bænum hafa sálir yðar barist góðri
baráttu gegn hinum illa, en nú verða hnefar
yðar að sýna, að þeir geti eigi síður barist.
Því að þeir, sem gegn yður koma, eru synir
djöfulsins. Galdranornir og árar hafa fætt
þau úti á auðnum jarðarinnar. Verk þeirra
eru djöfulleg og er dagar þeirra eru á enda,
munu þeir hverfa til helvítis, þaðan sem þeir
komu.”
Þessi orð ábótans vöktu þá meðvitund,
að hættan væri mjög yfirgnæfandi, jafnvel í
þeim, sem minstar höfðu haft áhyggjurnar.
Ánægjuhróp heyrðust um allan hópinn, því
þótt þeir létu sér ant um lærdóminn, þá voru
þetta engir væsklar, og þeir gátu enn hugsað
til bardaga sem ánægjulegrar tilbreytingar.
Rudimann byrlari hállaði sér upp að
eplatré og ygldi. brýrnar í djúpum hugsunum.
Ekkehard varð litið á hann, gekk tafarlaust ti!
hans og ætlaði að faðma hnn að sér sem
vitnisburð þess, að sameiginleg hætta hefði
þurkað út allar gamlar deilur. Rudimann
benti honum að fara frá sér.
“Meðan hestar Húna traðka þýzka jörð
skal óvinátta slitin úr hjarta mínu, eins og ég
ríf þennan þráð úr fötum mínum,” mælti
hann. “En verðum við báðir á lífi eftir
þessa baráttu, þá skal einnig allt vera, eins
og það áður var. Þetta er rétt og viðeig-
andi.”
Að svo mæltu hraðaði Rudimann sér til
kjallara síns til þess að sinna þar mikilvægum
störfum. Stórar tunnurnar stóðu í löngum
röðum í hvelfdum kjallaranum, eins og fylk-
ing, búin til orustu, og ekki var tómahljóð í
neinni þeirra, er á var barið. Rudimann '
hafði sent eftir nokkurum steinsmiðum og nú
lét hann ryðja til í litlu framherbergi, sem
notað hafði verið til að geyma í matjurtir og
ávexti, og útbúa eins og það væri vínkjallari
klaustursins. Þangað voru settir tveir kút-
ar og ein gríðarmikil áma. “Finni fjand-
mennirnir ekkert vekur það grunsemd þeirra,”
sagði byrlarinn við sjálfan sig, ‘‘en geri þetta
Sipplingen vín, sem ég er að fóma, skyldu
sína, þá ætti það að verða erfitt fyrir marg
an Húnann, að komast héðan ríðandi.”
Steinsmiðimir voru nú tilbúnir með
hnullunga sína ^til þess að búa til vegg fyrir
innri kjallarann, er Rudimann brá sér enn
einu sinni in^i fyrir. Hann helti úr gömlum
kút í bikar sinn, lyfti honum með þunglyndis
svip upp að vörum sínum og drakk í botn.
Því næst krosslagði hann hendurnar á brjósti
sér, eins og hann væri að biðjast fyrir.
‘‘Megi guð varðveita þig, göfuga vín frá
Meersburg!" sagði hann og voru tár í aug-
um hans.
Alit var á ferð og flugi í klaustrinu.
Vopnum var skift milli manna í vopnabúrinu
og reyndust þau ekki nægilega mikil. Haus-
arnir voru margir en hjálmarnir fáir, og um
leðurvarnir reyndist svo, að margt var orðið
slitið og þurfti bóta við.
Ábótinn hafði umsjón með því í skrúð-
húsinu að gengið væri vandlega frá dýrgrip-
um öllum og helgum munum fyrir ferðina.
Margar kistur voru fylltar, gullni krossinn
með blóðinu helga, hvíta marmarakerið, sem
eitt sinn geymdi vínið í brúðkaupinu í Kana,
skrín, sem, voru dómar helgra píslarvotta,
stafur ábótans og oblátuskrín, um allt var
vandlega búið og það síðan borið ofan í bát-
ana. Nokkurir munkamir báru nú fram
hinn mikla, græna, gagnsæja emerald. Hann
var tuttugu og átta pund á þþyngd, en ábót-
inn mælti: “Þetta megið þið skilja eftir.”
‘‘Skilnaðargjöf hins mikla Karls keisara,
sem ekki á sinn líka í innstu iðrum jarðarinn-
ar!” hrópuðu munkarnir.
“Eg þekki glerblástursmann í Feneýjum,
sem getur búið annan til fyrir mig, ef Hún-
arnir skyldu taka þennan,” svaraði ábótinn
kæruleysislega. Svo að þeir settu hinn mikia
gimstein aftur í skápinn.*
Um náttmál var allt reiðubúið til farar-
innar. Ábótinn skipaði svo fyrir, að allir
skyldu safnast saman í klausturgarðinum.
Allir komu nema einn.
"Hvar er Heribald?” spurði ábótinn.
Heribald var guðhræddur munkur, sem
oft hafði komið brosi fram á varir jafnvel
hinna alvarlegustu bræðra sinna. Þjónustu
stúlka hafði eitt sinn mist hann ofan á gólf,
er hann var enn smábarn, og hann var ávalt
dálítið ringlaður síðan; en hann var glaðlynd
ur að eðlisfari, oug naut tilverunnar fullt eins
mikið og þeir, sem meiri höfðu vitsmunina.
Einhverjir munkanna fóru að leita að
honum og fundu hann í klefa sínum. Gul-
bröndóttur klausturkötturinn hafði ert hann
til reiði á einhvern hátt, og hafði hann því
bundið mittisbandi sínu utan um köttinn og
hengt hann upp á nagla í loftinu. Vesalings
kisa dinglaði þarna í lausu lofti, mjálmaði og
emjaði ámátlega, en Heribald sveiflaði henni
hægt til og frá og þuldi yfir henni latínu.
‘‘Áfram Heribald!” kölluðu þeir til hans.
‘‘Við verðum að yfirgefa eyjuna.”
“Sá flýi, sem vill,” svaraði hálfvita munk-
urinn, ‘‘Heribald fer ekki með honum.”
“Vertu nú skynsamlegur, Heribald, og
komdu með okkur. Ábótinn skipar það.”
Heribald dró af sér skóinn og rétti að
þeim.
“Þessi skór var rifinn í fyrra,” sagði
hann,” og Heribald fór til brytans og sagði:
‘‘Gefðu mér minn skerf af leðri fyrir árið, svo
ég geti búið mér til nýja skó;’’ en brytinn
svaraði: ‘‘Þú myndir ekki slíta skónum svona
ef þú gengir þá ekki alla skakka.” Og hann
neitaði að gefa mér leður, og þegar Heribald
EKKEHARD
Saga frá 10. öld.
eftir I. von Scþefíel.
12. KAPÍTULI
Húnarnir færast nær
‘‘Öldungurinn hefir rétt fyrir sér,” mælti
hertogafrúin, er Ekkehard hafði skýrt henni
frá því, er við hafði borið í ferð hans. “Er
fjandmaðurinn nálægist, bú þig undir; þegar
hann ræðst á þig, kljúf hann í herðar niður.
Þetta er í raun og veru svo einfalt, að ástæðu
laust er að spyrja um ráð. Eg er hræddur
um að hinn fúli fjandi vor hafi sáð vananum
að hugsa sig lengi um og vega í huganum,
eins og illgresi í þýzka jörð. Sá, sem hikar,
er naér falli, og sá sem lætur tækifæri úr
greipum ganga, grefur sína eigin gröf. Vér
skulum vera viðbúin!”
Ástæður ailar voru næsta örfandi, og
gátu brátt orðið hættulegar, og þær urðu
hin mesta hvatning fyrir hertogafrúna. Sil-
ungurinn er heilbrigður og fjörmikill í renn-
andi lælcnum, er hann stiklar yfir kletta og
steina, en missir mátt og líf í hreyfingarlausu
vatni. Og dáðríkt fordæmi og hugrekki
þeirra, sem með völdin fara, er ávalt hin á-
gætasta uppörfun. Ekki leið á löngu, þar
til hver maður var önnum kafinn við undir-
búninginn að taka á móti fjandmönnunum.
Ófriðarfáninn blakti frá hæsta turninum á
Hohentwiel og sást það nær og fjær. Her-
lúðurinn gall við í skógum og á engi og heyrð-
ist inn til fjarlægustu dalabýla. Og þessu
kalli varð sérhver maður að hlýða ;ekkert nema
fullkýomið allsleysi eitt gat veitt mönnum
lausn undan herþjónustu. Hver sá, er átti
meir en tvær álmur lands, varð að koma tafar-
laust við fyrsta kall, vopnaður og reiðubúinn.
Hohentwiel átti að verða aðalstöðin: náttúr-
an hafði sjálf gert það að vígi. Hraðfara
sendimenn fóru um alit Hegau-héraðið og
öll landsbyggðin komst í uppnám. Langt
inn í myrkum furuskóginum söfnuðust kola-
gerðarmenn saman; einn sveiflaði stórum
skörung.
I
‘‘Þessi ætti að duga,” sagði hann.
Sendimennirnir börðu að dyrum sóknar-
prestanna, öldunga og máttvana. “Þeir,
sem ekki geta barist með oss, geta beðið fyrir
oss.” Um landið allt barst orðið, og yfir
vatnið að hliðum St. Gall klaustursins.
Ekkehard fór, samkvæmt fyrirmælum
hertogafrúarinnar, út í hina friðsömu Reich-
enaueyju. Hefði erindið verið annað, hefði
honum ekki verið slík ferð ljúf. Hann var
sendur með boð til bræðrafélagsins að koma
til Hohentwiel kastalans og dvelja þar, þar til
hættan væri urn garð gengin.
Það var allt í uppnámi þar, er hann kom
þangað. Meirihluti bræðranna gekk fram og
aftur hjá brunninum í garðinum, og var mjög
órótt. Þetta var mildur vordagur, en eng-
um datt í hug að reyna að njóta góðviðrisins
Þeir voru að ræða um hörmungardagana, sem
fyrir dyrum stæðu og reyna að ráða ráðum
sínum. Þeir áttu erfitt með að hugsa til
þess að yfirgefa friðsæla klefa sína.
‘‘Heilagur St. Markús,” mælti einn þeirra,
‘‘mun vernda lærisveina sína, ljósta óvinina
með blindu, svo þeir ríði framhjá og sjá oss
ekki, eða láta öldur Bodensvatnsins rísa upp
og gieypa þá, eins og Rauðahafið fór með
Egyptana.”
En Simon ganiii Bardo svaraði—
“Eg held naumast að vert sé að reiða
sig á þennan útreikning, og ef ekki er um
frekari vörn veggja eða vígturna að ræða, þá
tel ég ráðlegra að hörfa undan. Því hvar
sem nokkuð er til, sem er virði eins silfur-
penings, þar mun enginn Húni ríða framhjá.
Þótt hann væri dáinn og grafinn, en gull-
peningur væri lagður á gröfina, þá myndi hann
rétta hendina upp úr jörðinní til þess að
hremma hann.”
“Heilagur Pirmin!” hrópaði bróðirinn.sem
átti að sjá um jurtargarðinn. “Hver lítifr
þá eftir rófunum og kálmetinu, ef við verðum
að flýja?”
"Og hvað verður um alifuglana,” mælti
annar, sem ekki átti sér meiri ánægju en að
sinna fugiunum. “Fluttum við þá þessar
þrjár tylftir af hönum frá ítalíu til þess að
skilja þá eftir í höndum óvinanna?”
“Ef þeim væri nú ritaður sannfærandi
pistill, þá trúi ég því ekki, að þeir yrðu svo
*Öldungurinn í hellinum var Karl feiti
Þýzkalandskeisari, sem settur hafði erið af
og ailir töldu fyrir löngu dauðann.
‘Eg veit hvað þér er í hug,” sagði hann
og dró þráð út úr saumnum á kufli sínum.
kastaði honum á jörðina og steig á hann með
fætinum.
*Það m ásjá þennan svokallaða “erner-
ald” enn í sóknarkirkjunni í Mittelzell í
Reichenau.
kvartaði undan þessu við ábótann, þá sagði
ábótinn: ‘‘Svona fífl eins og þú, getur geng-
ig berfættur;” og nú hefir Heribald engan
sæmilegan skófatnað og hann fer ekki út á
meðal ókunnugs fólks í rifnurn skóm.”
Það var ekki auöhlaupið að því að svara
svona góðri röksemdaleiðslu. Bræðurnir
gripu hann því höndum og ætluðu að leiða
hann burt með valdi, en hann sleit sig af
þ‘eim í göngunum og þaut eins og byssubrend -
ur inn í kirkju og upp stigann, alla leið upp
í klukkuturninn. Þegar þangað var komið.
kippti hann léttum tréstiganum upp á eftir
sér, og var nú öruggur.
Munkarnir færðu ábótanum þessi tíð-
indi.
“Skiljið hann eftir,” sagði ábótinn. “Yf-
ir börnum og hálfvitum vaka sérstakir vernd-
arengiar.”
Tveir knerrir lágu við ströndina og biðu
flóttamannanna, vel smíðaðir bátar með ár-
um og seglum. Leikbræður og aðrir íbúar
eyjarinnar höfðu farið út í smærri báta og
tekið allt með sér, er þeir gátu. Var þetta
hin furðulegasta þvaga. Einn báturinn, sem
í voru þjónustumeyjar undir forystu Kerhild •
ar, hafði þegar sett upp segl, en ekkert vissu
stúlkurnar hvert ferðinni væri heitið. Hræðsl-
an var sterkari þennan dag en forvitnin.
Munkarnir héldu í hóp ofan til strandar,
og var það hin myndarlegasti skari. Flestir
voru með vopn, sumir sungu helgiljóð, aðrir
báru skrín Markúsar. Ábótinn og Ekkeliard
genugu saman, en sveinarnir úr klausturskól-
anum á eftir þeim.
Þeir litu enn með söknuði heim til hæl-
isins, sem þeir höfðu hafst við í um svo mörg
ár, en stigu síðan á skipsfjöl.
Ekki hafði fyr verið lagt frá landi, en all-
ar klukkurnar tóku til að hringja. Hálfvitinn
Heribald var að senda þeim kveðju sina. Svo
kom hann sjálfur í ljós efst uppi á klrkjuturn-
inum og hrópaði til þeirra hárri röddu: "Dom-
inus vobiscum!” og einn og einn munkurinn
tók undir á venjulegan hátt: “Et cum spiritu
tiuu !”
Stinningsgola ýfði öldurnar á vatninu.
‘Vetrarísinn var aðeins fyrir skömmu bráð-
naður og enn voru stórir jakar á floti. Var
oft erfitt að koma bátunum á milli þeirra.
Munkarnir, sem gættu kistu St Markúsar,
hnipruðu sig saman, því öldurnar skvettu
látlaust á þá. En Wazmann ábóti stóð upp-
réttur, hár og föngulegur, en skikkja hans
blakti í vindinum.
‘‘Drottinn fer fyrir oss,” mælti hann,
‘‘eins og hann fór á undan ísraelsþjóðinni
sem eldstólpi. Hann er með oss í baráttu vor-
ri, og hann mun verða með oas, er vér snúum
fagnandi heim.”
Munkafylkingin kleif hæðirnar upp á
Hohentwiel í tunglskininu, og var alt viðbúið
þar, til þess að taka á móti þeim. Skrín St.
Markúsar var sett inn í klrkjuna, og sex munk
abræðrum var skipað að standa á verði um-
hverfis það.
Kastalagarðurinn breyttist á fáeinum
næstu dögum í glaðværar herbúðir. Nokkur
hundruð vopnaðra kastalaþegna höfðu þegar
búið um sig þar, og með munkunum frá
Reichenau bættust níutíu vopnfærír liðsmenn
í hópinn. Allir voru önnum kafnir við undir-
búning fyrir orustuna. Hamarshögg smið-
anna vakti menn af svefni fyrir sólaruppkom
u. Örvaroddar og spjótsoddar voru dengdir.
og ryðguð sverð voru skerpt á stóra hverfi-
steininum, sem stóð við garðbrunninn. Gamli
körfuriðarinn frá Weiterdingen hafði verið
sóttur til kastalans, og hann sat nú með svein-
um sínum undir linditrénu mikla. Þeir bundu
þétt riðnar viðartágar á langa flekana, sem
áttu að verða skildir, svo sútað skinn yfir og
var þá skjöldurinn kominn. Aðrir menn
sátu umhverfis eld, sem logaði glatt undir
bræðslupottum, og bjuggu til beitt skeyti fyr-
ir slöngnr. Kylfur og barefli úr eskivið voru
liert í loganum.
“Ef eitt af þessum berði að dyrum á
hauskúpu heiðingjans,” sagði Rudimann, og
sveiflaði vopninu yfir höfuð sér, “þá ætti það
að geta látið ljúka upp fyrir sér!”
Allir, sem áður höfðu eitthvert sinn ver-
ið hluti af landvarnarliðinu, voru nú settir
undir stjórn Símonar Bardó, hins gríska hers-
höföingja. “Sá, sem langar til að eyða efri
árum sínum í friði og spekt, ætti að koma
hingað til ykkar í Þýzkalandi,” sagði hann í
gamni við hertogafrúna. En sannleikurinn
var sá, að vopnabrakið hresti hann og styrkti,
eins og það væri drykkur af gömlu Rínarvíni.
Hann æfði með óþreytandi elju óvana menn-
ina í vopnaburði, og steinhellurnar í garðin-
um kváðu við undan munkafylkingunum, er
tömdu sér listina að gera árás með spjótum.