Heimskringla - 08.05.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.05.1929, Blaðsíða 1
Ágætustu nýtízku litunar og ratahrein** unarstofa í Kanada. Verk uunið 4 1 dcgi Wlnnipeir —Man, Dept. H FATALITUBÍ OG HREIN9UN EUlcc Atc. and Slmcoe Str. I ^ f Uev 45 li. 8t. s'iual 3T244 — tvcer linar Hatlar hreinxaölr og endurnýJntHr. Betri hrelnaun Jafnödýr. XLIII. ÁRGANGTJR WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 8. MAÍ, 1929 NÚMER 32 K A N A D A Winnipegdei'd Þjóðbandalagsfél- agsins hélt ársfund sinn þriöjudags- Ifveldiö 2Ö. apríl. Aöaierindið flutti Mrs. Edith Rogers, M. L. A., er skýröi félaginu frá för sinni til höfuðstöðva ]>jóðbandalagsins í Genf. Áleit hún aö Þjóöbandalag- inu skilaöi vel áfrani aö því tnarki,, að eyöa misskilningi og ríg þjóða á milli, og væri því ástæöulaust fyrir menn að ámæla því fyrir aö koma «ngu í verk til -þess að tryggja heimsfriðinn. En aö visu ætti Þjóðbandalagið miklu erfiöara að- stöðu sökum þess aö Bandarikin vildu ekki ganga i það. — í fram- Lvæmdarnefnd félagsins voru tuttugu og átta kosnir og munu Islendingar hér bezt kannast viö þessa: Hon. T. A. Crerar, J. W. Dafoe, Hon. R. A. Hoey, Marcus Hyman, lögmann, Prófessorana F. W. Kerr og Watson Kirkconnel, Mrs. Edith Rogers, Miss Esther Thompson, og svo auðvitað Islendinga þrjá: Mrs. W. J. Lindal, J- T. Thorson, M. P., og J. Ragnar Johnson, lögmann. * * H- Gripasýningar á vetrum fara Iram á tveim stöðum í Sask. og Alta. «n aðeins á einum stað í Mani- toba: Brandon. Hefir landbúnað- arráðherra Kanada, Hon. W. L. Motherwell, 1 ýst yfir þvi, í tilefni af fyrirspurn frá Mr. J. S. McDiarmid, sambandsþingmanni Winnipeg syðri. að hann álíti að Manitobafylki geti vel risið undir tveim gripasýningum á vetri og sé þá Winnipeg sjálf- sagður staður fvrir sýninguna, er Lalda verði í bæ, sem er miðstöð járnbrauta og hefir þar að auki næg- ar vistarverur, bæði fyrir menn, er sýninguna sækja og fyrir skepnur, er Þangað eru sendar. Eru því mikil líkindi til þess að slíkar sýnin'gar komist hér á, er stjórnin vill eitt- hvað til þeirra leggja. -----------x-----------— Frá St. Paul hefir oss verið send svohljóðandi fregn frá Reykjavík, er LirtiSt í “St. Paul Pioneer Press Reykjavík, Islandi, 28. apr.—(A.P.J- Útflutningur afurða frá Islandi jókst stórkostlega 1928, og er metinn til 74,000.000 króna (hér um bil $19,- 250,000) samanborið við 1927, er hann nam 57,000,000 krónum. Þessar tölur eru því eftirtektarverð ari, er menn gera sér grein fyrir því, að á Islandi eru ekki nema 100,000 manns. $192 á höfuð hvert, «r mestur útflutningur i heiminum. Þetta norðlæga land l»er stolt i brjósti yfir útflutningi sínum, — bæði frá sjónarmiði viðskifta og menningar. I sama mund og Is- lendingar eru ánægjulega sannfærðir uin það að þeir flvtja út meira af verzlunarvörum hlutfallslega, en nokkur önnur þjóð, eru þeir einn- Jg stoltir af hinum óvenjulega fjölda agætra skálda og listamanna er land- ið framleiðir. Yiusir hinna ágætustu rithöfunda uu á tímum eru Islendingar. Engin °nnur þjóð hefir fínni né almennari smekk fyrir bókmenntum og listum. Ln útflutningstölurnar sýna að Is- lendingar kunna einnig að vefa úr draumum sínum hið undursamlegasta efni framleiðslu og viðskifta. Við- skiftahöldar þeirra segja brosandi, að “skritnir fiskar, eins og skáld og listamenn sé ekki aðal útflutnings- vara landsins, heldur saltaður þur- fiskur og söltuð sild.” Alltaf fríkk- ar það Á mánudaginn síðdegis barst svo- hljóðandi bréf frá dr. M. M,cKay, M. L. A., er hann æskti að birt væri i Heimskringlu. Transcona, ■ May 4th, 1929. Editor Heimskringla, Winnipeg. Dear Sir:— I have been advised of an article and also an editorial in your paper of May lst., in reference to my con- nection with the publication of cer- tain correspoiídence lretween the Manitoba Government and a com- mittee representing the Icelandic Patriotic League. As it seems to me, according to my information. that in those articles there is a gross misrepresentation of the facts of the case, I would, therefore, like to make a statement of the part I played in the matter. ■In beginning I might remind you that correspondence between any in- dividual or individuals and the Gov- ernment is public property. Dr. Brandson asked me to secure the letters referred to and I had an or- der prepared asking for the tabling of the same in the House. Before placing tliis on the order paper I ad- vised Premier Bracken of my inten- tion. He intimated that as this was a matter that primarily interested the Icelandic people he thought it inad- visable that it should be brought into the House where it might become material íor factious discussion, and that Dr. Brandson could secure a copy at his office. I spoke to Dr. Brandson and he stated that so' far as he was concerned tliis was satis- factory. According to these arrange- ments the correspondence was se- cured and copied by a stenographer sent bv Dr. Brandson for that pur- pose. If the correspondence had not been secured in this way it would have been called for and tabled in the House vvhere it rnight have become a subject of contentious discussion. I regret tliat this matter should cause so much disturbance for I feel certain that all parties concerned were acting in good faith. Yours truly, M. McKay, M. L. A. ÞÝÐING Transcona, 4. mai, 1929. Ritstjóri Heimskringlu, Winnipeg. Kæri herra:— M!ér hefir verið bent á grein og einnig ritstjórnargrein i blaði yðar, 1. maí með tilliti til afskifta minna af birtingu vissra bréfaskifta milli Manitobastjórnar og fulltrúanefndar Þjóðræknisfólags Islendíinga. Ijar eð mér virðist, að þvi er mér hefir verið skýrt frá, að í þessum greinum séu staðreyndir þessa máls stórkost- lega rangfærðar, vildi ég, þessvegna, skýra frá hlutdeild minni í málinu. Fyrst mætti ég minna yður á það, að bréfaviðskifti milli hvers ein- staklings eða einstaklinga og stjórn- arinnar, eru almenningseign. Dr. Brandson bað mig að ná i áminnst bréf og ég hafði tilbúna kröfu um að fá þau lögð fvrir þingið. Aður en ég setíi þessa kröfu á dagskrá þingsins tilkynnti ég Bracken for- sætisráðherra fyrirætlun mína. Hann lét í Ijós að með því að þetta væri mál er fyrst og fremst skifti Islend- inga, þá áliti hann ekki ráðlcgt að leggja þau fyrir þingið, þar sem það gæti orðið efni i flokksdeilur, og að dr. Brandson gæti fengið af- rit á skrifstofu sinni. Eg talfærði þetta við dr. Brandson, og hann sagði að hann væri ánægður með það fyrir sitt leyti. 1 samræmi viö þetta samkomulag voru bréfin feng- in og afrituð af hraðritara er dr. Brandson sendi í þeim erindum. Hefðu bréfin ekki verið fengin á þennan hátt, þá hefði þeirra verið krafist og þau lögð fyrir þingið, þar sem þau hefðu getað orðið þrætu- epli. Mér þykir leitt að þetta mál skuli hafa vakið slíkan styr, því ég er sann færður um það, að allir hlutaðeig- endur hafa gert allt í eintægni. Yðar einlægur, M. McKay, M.L.A. * * * Vér gerðum strax aðvart for- manni og gjaldkera Heimfararnefnd- arinnar, hr. J. J. Bildfell og dr. Rögnvaldi Péturssyni. Fórum vér þrir suður á þinghús. og náðum strax tali af dr. McKay. Eftir að hafa skvrt fyrir honum hvað um hann var sagt i greinunum í Heims- kringlu, fann hann enga ásíæðu til þess að leiðrétta nokkuð er þar var sagt, annað en það, að hann hefði ekki sjálfur farið með bréfin af fundi forsætisráðherra; fann að þaö var ósatt, sem honum hafði verið sagt, að liann hefði laumað þeim ú: úr þinghúsinu, til birtingar í L'óg- bcrffi án vitnndar og vilja forsœtis- ráðlicrrans, og staðfesti það, aö for- sætisráðherra hefði cnga hugmynd haft um það, að til slíks ætti að r.ota þau, þótt dr. Brandson vildi sjá þau, og kvaðst meira að scgja ckki hafa vitað mn það sjálfur. Bað hann oss að senda sér bréf í tilefni af þessu samtali, og lofaði að svara því um hæl. — Þessvegna skrifuð- um vér dr. McKay bréf það sem hér fylgir og afhentum honum, ásamt þvðingu á þeim greinarköflum, er víkja að afskiftum hans af málinu: ÞYÐING Winnipeg, 7. maí, 1929. Dr. M. McKay, M. L. A. Kæri herra:— Samkvæmt samtali okkar í gær- kveldi og með tilliti til bréfs yðar. dags. 4. þ. m. um bréfaskifti milli forsætisráðherra Manitobafylkis, Mr. Bracken og Hjeimfararnefndarinnar, þar sem þér 'getið þess að þér haf- ið verið stórkostlega ranghermdur og biðjið oss að leiðrétta staðhæfingar vorar í því sambandi, þá get ég svarað því einu til að ég myndi með mestu ánægju leiðrétta hverskyns mishermi er oss kynni að hafa orðið á að flytja. En þar sem ég get ekki fundið að um nokkra rang- færslu sé að ræða í nefndum grein- um, að maður nú ekki tali um “stórkostlega rangfærslu,” þá yrði i mér frekar erfitt, að verða við slíkri | bón. Eins og yður var bent á í j samtali okkar í gærkveldi. er ég sannfærður um að þér hafið fengið sorglega skakkar upplýsingar um innihald þessara greina, og til þess að sýna yíður, að nafn yðar er á engan hátt flekkað af þeim, leyfi ég mér hérmeð ,að senda yður þýðingu af þeim köflum, er fjalla um afskifti yðar í sambandi við birtingu nefndra bréfa. Eg hygg, að ef yður hefði verið rétt skýrtj frá þeim staðihæfingum, er snertu yður í þessum greinum, þá myndi yður tæplega hafa fundist r.auðsyn bera til þess að mótmæla persónulega nokkru sem þar er sagt. En ef þér fáið því ekki við komið, að taka aftur bréf yðar frá birtingu í íslenzku blöðunum eins og við komum okkur saman um i gærkveldi, og álítið enn, að einhver athuga- semd frá yður sé viðeigandi, þá skal ég með ánægju birta bréf yð- ar í blaði voru. Yðar einlægur, S. HaUdórs frá Höfnum. Þessu bréfi svaraði dr. McKay daginn eftir með öðru bréfi, er hann leyfði oss að birta. Meginhluta bréfsins er ekki nauðsynlegt að birta hér, (enda leyfir rúm það ekki sem stendurj með þvi að þar er aðeins endurtekin frásögnin um milligöngu hans í sambandi við birting bréfanna, en hann endar þetta bréf sitt á þessa leið: “I quite ag'ree with you that the Premier did not authorize the publi- cation of these letters. In view of cur conversation and your transla- tion of the articles referred to, I realize you had no intention of wil- fully misrepresenting me and that thev do not reflect on me personally.” ÞÝÐING “Eg er yður algcrlcga sammála um það, að forsictisráðhcrra 'licimilaði ckki birting þcSsara brcfa.* Með tilliti til samtals okkar og þýðingar vðar á greinunum, sem vitnað er i, er mér það ljóst, að vður datt ekki i hug að rangherma neitt viljandi í sambandi við mig, og að þcer hasta cngum skugga á mig pcrsónu- lcga * v * Það má svo sem nærri geta, að orjfabclgur “Lögbergs” verður skek- inn og fleytifullur þessa vikuna í tilefni af fyrsta bréfi dr. McKay, er birt skal einnig í Lögbergi. Má með- al annars ráða það af því, að dr. McKay vildi, að þvi er hann tjáði oss, er á' fund hans gengum, hætta við að láta birta bréfin, er honum var orðið ljóst innihald greinanna, cn dr. Brandson þóttist cigi gcta orð- ið z’ið þcim tilmœlum. Það er svo sem ekki að spyrja að aðferð- inni. En endirinn á síðara bréfi dr. M,cKay dregur vindinn úr orða- belg Lögbergs sem dugir. Hann sann ar staðhæfingu vora um það, að dr. Brandson birti bréfin á bak við for- scctisráðhcrra og í algcrðu heimildar lcysi hans. Dr. Brandson þarf ekki að ætla að hann vaxi neitt í augum réttdæmra manna þessa vikuna. Þeir skilja sennilega flestir, af því sem hér er að framan skráð, að honum hefir aðeins'tekist að bæta gráu ofan á svart. En sé einhverjum það ekki fyllilega ljóst, þá gefst ef til vill tækifæri að skýra það nánar síðar. —Ritstjóri Hcimskringlu. *Auðkennt hér Dr. J. P. Pálsson frá Elfros var staddur hér um fyrri helgi. Kom hann til bæjarins með pilt, son Mr. og Mrs. Kr. Jósefsson í Mozart- bygg'8. er hafði handleggsbrotnað svo illa, að fara varð með hann á sjúkrahús hingað. Tíðindalítið kvað dr. Pálsson vera þar vestra. Síðastliðna viku komu þau syst- kin Kristín og Jón Skúlason frá Geysir, með móður sína húsfrú Guð- rúnu Skúlason, svo veika að hún varð tafarlaust að ganga undir hol- skurð á almenna sjúkrahúsinu hér í bæ. Gerði dr. Brandson skurðinn. Tókst hann vel svo að sjúklingnum líður nú vonum framar. Hingað kom á mánudaginn hr. Is- leifur Jónsson frá Ottó. Sagði hann tíðarfar mjög óhagstætt þar nyrðra, grassprettu engu ennþá, og hálfgerð vandræði með skepnur. Fjær s:. og nær Sjóunda Arsþing hins Sameinaða Kirkjufélags verður sett að Riverton föstudaginn 28. júní næstkomandi kl. 2 e. h. Samkvæmt lögum félagsins hefir sérhver söfnuðnr í kirkjufélaginu heimild til þess að senda einn full- trúa fyrir hverja 50 meðlimi eða brot af því. Þó skal öllum heimilt að senda að minnsta kosti tvo full- trúa. en eigi fleiri en 5. Æskilegt ræri að söfnuðirnir gerðu skrifara eða forseta sem fyrst aðvart hverjir líklegt er að sendir verði. Vijgsluathöfn hinnar nýju kirkju Sambandssafnaðar í Riverton fer íram ' sambandi víð þingstörfin. Ragnar E. Kvaran, forseti hins Sameinaða Kirkju- félags. Lcikfélag Sambandssafnaðar ltikur "Á Útleið" í Arborg mánudag- inn 13. maí 1929, kl. 8.30 siðdegis. iMrs. Ingunn Matthíasdóttir and- aðist að heimili dóttur sinnar, Mrs. Jónínu Olson, 629 Young str., 10. april síðastl. Hennar verður nán- ar getið siðar. Menn eru beðnir að taka eftir aug- lýsingu á öðrum stað hér i blaðinu, um söngsamkomu í Goodtemplara húsinu, nú á föstudaginn, þar sem stór söngflokkur barna, 72 að tölu, syngur undir forystu Björgvins Guð- mundssonar A. R. C. M. Ættu bæj- arbúar ekki að sitja sig úr færi að njóta þessarar ágætu skemtunar, ekki sízt, er nú gefst tækifæri til þess að hlusta á hið agæta söngfólk er aðstoðar við samkomuna. — Á öðrum stað hér i blaðinu er auglýsing um samsöng “Icelandic Choral Society.” Þótt félagið sé að vísu ekki gamalt að áratölu, þá hefir það þó verið svo lengi við líði, og er orðið svo vel kunnugt Winnipeg Islendingum, að búast má1 við tækifæri til þess að hlusta á val- in viðfangsefni. Og menn eru1 sjálfráðir um aðgangseyri, þótt auð- vitað megi búast við þvi, að áheyr- endur geri sér ekki sérstaklega far um að skera hann við neglur sér.— Kvennfélagið að Mjountain, N. Dak., gengst fyrir söngsamkomu, sem haldin verður að Mountain, föstudag- inn 17. maí, að Garðar, ‘inánudaginn 20. maí, og Akra miðvikudaginn 22. maí. Byrjar á öllum stöðunum kl. 8.30 e. h. Hr. Brynjólfur Þorláks- son hefir verið að æfa söng undan- farið með ungmennakór og blönduð- um kór. Láta þessar söngsveitir nú til sín heyra á þessum samkomum. Um 75 manns skipa hina yngri og 35 hina eldri. Auk þess syngja átta karlmenn nokkra söngva og hefir hr. Þorláksson æft þá einnig. Einnig verða einsöngvar, tvisöngvar og hljóðfærasláttur, þar á nieðal fíolín, piano og orgel saman. Miss Cor- nelia Ölafsson, sem í vetur hefir enn að nýju stundað piano-nám, spilar á piano við þetta tækifæri. Mjög mikið vandað til programs. Fólki bér um slóðir er kunnugt um starf hr. Þorláksson, og veit hvers má vænta. Fáir munu vilja missa af þessari samkomu. Aðgangur 50c fyrir fullorðna og 25c fyrir ung- menni. Munið staðina og tímann. STÚKAN HEKLA heldur skemtisamkomu þann 17. þ. m. í samkomusal Goodtemplara. Er sú samkoma haldin ti! styrktar út- breiðslumálum. N’erða þar góðar skemtanir fyrir unga og eldri. Meðal annars kappræða nieðal fjögra manna um alþýðlegt og fjörgandi málefni. Svo verður FISH POND —mjög góð skemtun fyrir börn og unglinga. Börnin hafa gaman af að reyna heppni sína við að fiska með spíru og öngli. Síðan verður þar æfður söngflokkur með nokkur þjóðlög, einnig söngvar og hljóð- færasláttur. Og síðast en ekki sízt veröur "C,\KE WALK”. Geta allir, yngri og eldri, tekið þátt i því. Aðgarngur að samkomunni verður enginn, en fiskileyfi verður selt á staðnum og einnig gönguleyfi á Cake-\\ alk-ið. A Fish-pond-inu er tækifæri að græða marga góða hluti. Og Cake-Walk-i ð mun eng- inn vilja missa fvrir nokkra peninga. Gönguleyfið er lágt og þeir lánsömu hljóta verðlaun. Komið og skemt- ið yður og styðjið gott málefni. —Samkom unefndin. Einn góðvinur Heimskringlu í St. Paul, Minn., hefir sent oss úrklippu úr St. Paul Daily News þar sem get- ið er um að nýlega hafi verið gefin í hjónaband þar í Iwrginni, af Rev. E. E. Ryden, presti við Gloria Dei ensk-lútersku kirkjuna, íslenzk stúlka ungfrú Halldóra S. Helgason og Filipseyjamaður, B. A. Pangindian, verkfræðingur, af malayiskum ætt- um, eftir nafninu að dæma. Fór athöfnin fram að heimili Mr. og Mrs. Fred Johnson. 226 N. Grotto St. Svaramenn voru dr. Sancho O. Santes, Filipsevingur, og Mrs. John- son. — Ungu hjónin veröa til heim- iiis i Minneapolis, 4121 Cedar Ave. Höfðu þau fyrst kynst að heimili systur brúðarinnar Mrs. William Erickson, 809 8th Ave., í Minneapol- is, þar sem Mr. Pangindian var til heimilis meðan hann stundaði nám við Minnesota háskólann. tslenzkusamkeppnin er Winnipeg- deild Þjóðræknisfélagsins “Fr ón” stofnaði til, tókst hið bezta, eins og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu. Var keppt í tveim flokk- um, og tóku 17 börn þátt í sam- keppninni í yngri flokknum, innan 12 ára, en 10 unglingar i eldri flokkn um. Úrslitin urðu þau að í eldri flokkn urn fékk Emily Johnson fyrsta verð- laun, 94.3 stig; Hulda Kristjánsson önnur verðlaun, 93.7 stig og Harald- ur Davíðsson þriðju verðlaun, 92 stig. I yngri flokknum hlaut María J ónasson fyrstu verðlaun, 94.3 stig; Guðrún Béring, önnur verðlaun, 92.7 stig og Sesselja Bardal þriðju verðlaun 92 stig. Mjög líkt var um mörg börnin. Séra Rúnólfur Marteinsson afhenti börnunum verðlaunapeningana í fjær veru forseta Frónsdeildarinnar, hr. B. E. Johnson. Samkoman var fjölmenn og allir hlustuðu með athygli. Hin góðkunna söngkona ungfrú Rósa M. Hermannsson hefir verið beðin um að syngja á allsherjarsam- kvæmi. er hinn mikli félagsskapur “Native Sons of Canada” heldur að Hudson’s Bay í kveld. Syngur ung- frú Hermannsson tvisvar meðan stendur á samkvæminu með aðstoð ungfrú Þorbjargar Bjarnason. Innilegt þakklæti viljum við hjón- in tjá öllum þeim, er á einn eða ann- an hátt vottuðu okkur samúð sína í tilefni af hinu snögga fráfalli dótt- ur okkar elskulegrar, Solveigu Pearl. Mr. og Mrs. Th. Stone, 719 Wiliiam Ave., Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.