Heimskringla


Heimskringla - 22.05.1929, Qupperneq 4

Heimskringla - 22.05.1929, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. MAÍ, 1929. sú, að þvi fé skuli varið til þess að koma á stúdentaskiftum milli Kanada og ým- issa helztu menningarlanda heimsins. Það þarf auðvitað ekki að taka fram, að hvorki hefir nefndin fengið hugmynd sína að láni hjá Miss McPhail, né ungfrú in hjá nefndinni. Auðvitað er ómögulegt að vita hvem ig þessari málaleitan Heimfararnefndar- innar reiðir af þar eystra. En nefndin vonar hins bezta, og ekki síður fyrir þá sök, að forsætisráðherra ríkisins er nafn- kenndur lærdómsmaður sjálfur og fræði- rithöfundur. Og óhætt mun vera að treysta því, að allir góðir íslendingar hér vestra stefni einhuga óskum sínum í Bömu átt og Heimfaramefndin, að ríkis- stjórnin verði vel við þessari málaleitan. því engin viðurkenning, er hugsanleg væri, gæti orðið báðum löndum meiri blessun né varanlegri, en einmitt þessi. Og vér ættum öll að geta orðið samhuga í þessari von.— WINNIPEG, 22. MAÍ, 1929. Hdtnskrmgla < Stof n«*t> IHHÖ) Krmur «t I htrrjnm mlTJtlknieft EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. K53 oa 855 SAKGEJiT AA'E , WIJÍAIPEG TAI.8IMI: 80 537 V«r* blaBstns er »3.00 ftrgangurinn borg- Ut fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PBESS LTD. HIGFOS HALLDÓRS frá Höfnum Rltstjóri. (3tan«akrlU tll blaSslna: HE VIKlJiG PHIiSS, L.td.. IIox 31« Utnnáakrlft tll rltatjörnnn: RDITOR IIBIAISKHUVGUA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. ‘Helmskringla is jrubllsbed by The Vlklng Preaa I.td. and prlnted by CITV PR IJiTING * PUBI.ISHHVG CO. •58-855 Snrgent Ave., Wlnolpeg, Mnn. Telephone: .88 53 7 SAMHUGA VON “Sá hlær drýgst er síffast hlær” Síðan Heimskringla um daginn gat um vonir þær, er Heimfararnefndin gerði sér um viðurkenningu Bandaríkja- stjórnarinnar með myndastyttu af Leifi Eiríkssyni, í tilefni af þúsund ára afmæl- ishátíð Alþingis á íslandi, hafa oss úr ýmsum áttum borist getgátur og fyrir- spurnir um það, hvort Heimfararnefnd- in gerði sér enga von um veglega viður- kenningu frá Kanada í því tilefni; hvort nefndin hefði nokkuð lagt til þeirra mála, og ef svo væri, hverrar tegundar sú við- urkenning myndi helzt verða, ef stjórnin sæi sér fæirt, að taka til greina að ein- hverju leyti tillögur nefndarinnar. Því er skemmst til að svara. að nefndin vonast eftir viðurkenning frá Kanadastjórn í tilefni af þessari einstæðu hátíð, og hefir reynt að gera það sem í hennar valdi stendur til þess að sú við- urkenning verði sem veglegust og hæfi- legust lslandi, og eftirminnilegust báðum löndum, íslandi og Kanada. Hefir Heims kringla nú, með hliðsjón af því sem að framan er sagt, fengið leyfi Heimfarar- nefndarinnar til þess að gera heyrum- kunnar tilraunir og vonir sínar í þessa átt. Fyrir hérumbil tveim mánuðum síð- an afréði Heimfararnefndin að fara þess á leit við stjórnarvöld Kanada. að Sam- bandsþingið samþykkti að gefa íslandi á þessum heiðursdegi þess, er í hönd fer, þá fjárupphæð, að vextir af henni nægðu til þess að kosta einn íslenzkan háskóla- nemanda á ári hverju til náms eða fram- haldsnáms við einhvern kanadiskan há- skóla. — Varð það svo úr að nefndin ritaði forsætisráðherra ríkisins, Rt. Hon. MacKenzie Ki.ig, bréf þessa efnis. LTm leið var og fleiri ráðherrum ritað og auk þess ýmsum þingmönnum allra flokka, er nefndin þekkti bezt til og þótti líklegast að einhver kynni hefðu af íslendingum og íslenzkri menningu, og væru því líklegastir til þess að leggja lið þessari málaleitan. Nefndin hefir ekki getað komið auga á nokkra veglegri né hæfilegri viður kenningu en þessa. Ber ýmislegt til þess. Fyrst og fremst eru íslendingar heima fyrir frægastir að fornu og nýju fyrir bókmenntir sínar. í öðru lagi hafa íslendingar hér vestra getið sér mestan orðstír sem lærdómsmenn. í þriðja lagi eru slíkar sjóðstofnanir orðnar al gengar víða um lönd og þykja bezt allra hluta stuðla að aukinni samúð ríkja á milli, og samþjóðlegum skilningi. Má t. d. nefna það, sem mörgum íslendingum hér í Manitoba er kunnugt, að franska stjórnin hefir gefið hingað sjóð, og er vöxtum af honum varið til lífeyris við Parísarháskólann þeim nemanda við Mani tobaháskólann, er árlega skarar fram úr öðrum í þekkingu á franskri tungu og bókmenntum. Geta mætti þess, í þessu sambandi, að hinn nafnkenndi kven-þingskörungur Kanada, Miss Agnes McPhail, hefir lagt fyrir sambandsþingið þá tillögu, að sam- þykkja skuli að ríkið leggi til eflingar al- þjóðafriði einn dal á móti hverjum hundrað dölum, er það ver árlega til víg- búnaðar. Er hugmynd hennar einmitt í síðasta Lögbergi skundar ritstjór- inn á völlinn ,og kveður oss orðinn ‘ að athlægi,” fyrir staðhæfinguna nm bréfa- birtinguna frægu. Ef svo er, þá er það sannarlega ekki fyrir hans tilverknað. Aðferð hans er þessi gamalkunna þeim megin: að hlaupa í hauginn og vindbelgja þaðan nokkrum fyndni sneiddum og fá- tæklegum fúkyrðum. Vér vitum, að enginn lesandi erfir það við oss, þótt vér höfum ekki skapsmuni til þess, að beita fyrir oss þeirri bardagamennt. Og vér eigum að hafa fyllst “fítons- anda” yfir því, að Lögberg birti innihald bréfanna góðu. Vér getum gjarna fyrir- gefið ritstjóranum þessa endileysu. Vér höfum aldrei haft á móti því, að bréfin væru birt. Hve vitlaus sú staðhæfing er.sézt bezt á því, að vér, ásamt öllum hérstöddum Heimfararnefndarmönnum æsktum þess af forsætisráðherra, að hann legði bréfin fram í fylkisþinginu. eins og tekið var fram í síðasta blaði. Slíkur var ótti vor við það, að bréfin yrðu lýðum Ijós! Hin staðhæfing ritstjóra Lög- bergs er ekki alveg eins langt frá sann- leikanum, nefnilega þessi, að birting bréfanna hafi oss þótt ganga ‘‘glæpi næst,’’ þ. e. a. s., er átt er við aðferðina er notuð var til þess að birta þau, þótt auðvitað höfum vér ekki þau orð sagt. En einmitt til þess að verja birtingarað- ferðina, svo óverjandi sem hún er, hefir ritstjóri Lögbergs ritað þessa grein sína; sem er jafn full af dylgjum sem fúk yrðum. Fúkyrðunum ætlum vér að ganga fram hjá, eins og áður er sagt, en vísa dylgjunum heim í föðurgarð, með því að birta að fullu síðara bréfið, er dr. McKay ritaði oss í tilefni af bréfabirting- unni. Það hljóðar svo: LEGISLATIVE ASSEMBLY WINNIPEG Editor Heimskringla, Winnipeg. . Dear Sir:— In reply to your letter today and our con- versation yesterday in regard to my letter to your paper yesterday, I beg to say that my only purpose was to correct a statement that ap- peared in your paper as to the part I played in the matter. As stated in my letter yesterday, Dr. Brandson asked me to secure the letters re- ferred to and I had an order prepared asking for the tabling of the sarne in the House. Before placing this on the order paper I ad- vised Premier Bracken of my int'ention. He intimated that as this was a matter that primarily interested the Icelandic people, he thought it unadvisabie that it should be brought into th§ House where it might become a subject for factious discussion and that Dr. Brandson could secure a copy at his office. I spoke to Dr. Brandson and he stated that this was satisfactory to him. According to these arrangements the correspondence was se- cured -índ copied by a stenographer sent by Dr. Brandson for this purpose. If the correspondence had not been secured in this way, it would have been called for and tabled in the House where it might have become a subject for contentious discussion. I quite agree with you that the Premier did not authorize the publication of these letters. In view of our conversation and your translation of the articles referred to I realize you had no intention of wilfully misrepresenting me and that they do not reflect on me personally. M. McKay. ÞYÐING Ritstjóri Heimskringlu, Winnipeg. Kæri Herra:— Sem svar viö bréfi yðar í dag og samtali okkar í gær viðvíkjandi bréfi minu til blaðs yð- ar, vil ég leyfa mér að táka fram að ég ætlaði mér ekkert annað en að leiðrétta staðhæfingu sem stóð í blaði yðar um það hvern þátt ég hefði átt í þessu máli. Eins og ég tók fram i bréfi mínu í gær- dag, bað dr. Brandson mig um að ná í áminnst bréf og ég hafði tilbúna kröfu um að fá þau lögð fyrir þingið. Aður en ég setti þessa kröfu á dagskrá þingsins tiikynnti ég Bracken forsætisráðherra fyrirætlan mína. Hann lét i ljós að með því að þetta væri má', er fyrst og fremst Skifti Islendinga, þá áliti hann ekki ráðlegt að leggja það fyrir þingið, þar sem það gæti orðið efni í flokksdeilur og að dr. Brandson gæti fengið afrit á skrifstofu sinni. Eg talfærði þetta við dr. Brandson, og hann sagði að hann væri ánægður með það. I sam- ræmi við þetta samkomulag voru bréfin fengin og afrituð af hraðritara, er dr. Brandson sendi í þeim erindum. Hefðu bréfin ekki verið fengin á þennan hátt, þá hefði þeirra verið krafist og þau lögð fyrir þingið, þar sem þau hefðu getað orðið að þrætuepli. Eg er yður algerlega sammála* um það, að forsætisráðherra HEIMIEAÐI EKKI birt- iug. þessara bréfa* Með tilliti til samtals okk- ar og þýðingar yðar á greinunum, sem vitnað er í. er mér það ljóst, að yður datt ekki í hug að rangherma neitt viljandi i sambandi við mig, og að þær kasta engum skugga á mig persónulega. M. McKay. * * * í Heimskringlu 8. maí var birt fyrra bréf dr. McKay allt, en aðeins síðasta málsgreinin úr síðara bréfinu, þessu sem prentuð er hér að framan. Þar var skýrt frá því á þessa leið: “.......Megin- hluta bréfsins er ekki nauðsynlegt að birta hér, (enda leyfir rúm það ekki sem stendur) með því að þar er aðeins end- urtekin frásögnin um miliigöngu hans í sambandi við birting bréfanna,....... Skynsemi og góðgirni ritstjóra Lög- bergs þykist nú í þessari skýringu sjá heldur en ekki feitan fisk undir borði. Ætlar sér nú að verða heldur en ekki handfljótur, að gogga hann, og hefur því þessa ífæru á loft í Lögbergi vikuna á eftir: “....Ef ritstjórinn (ritstj. Hkr.) hefði verið vandur að virðingu sinni, og látið sér vitund ant um sannleikann, myndi hann vafalaust hafa prentað bréfið í heild. En þetta hefir honum orðið um megn, eins og títt er um þá, er illan mál- stað hafa. Birti hann ekki í næsta blaði bréfið í heild, er hann meira ó- menni, en vér höfum nokkru sinni hugs- að oss að hann væri. O. s. frv., o. s- frv”. Og nú dregur ritstjóri Lögbergs tóma ífaaruna úr sjónum. Því eins og lesendur sjá, eru dylgjur hans um það, að eitthvað annað hafi verið í bréfinu, en ‘‘endurtekin frásögn um milligöngu dr. MdKay,” algerlega rakalausar, og ögranir hans í því sambandi þá þeim mun kátbroslegri. Þeir, sem Heimskring'lu lesa, verða ekki lengi að ganga úr skugga um það, að síðara bréf dr. Mc- Kay, er, að undantekinni síðustu máls- greininni, og því að hann hefir sleppt úr upphafinu ásökuninni í garð Heims- kringlu um “gross misrepresentation’’ stórkostlega rangfærslu, — svo að segja algerlega orðrétt endurtekning á fyrra bréfinn. Engu aukið þar við. — Svo þarna verða þá dylgjur Lögbergs ritstjórans úti. En það gerir sennilega ekki míkið til. “Þar er að taka á nógu." á þeim bæ. Og það kæmi víst engum á óvart, þótt ritstjóri Lögbergs notaði næsta tölublað sitt til þess að halda áfram dyigjunum um það, að vér þrír. er til fundar fórum við dr. McKay, dr. Rögnvaldur Pétursson, Mjr. J. J. Bild- feil og ritstjóri þessa blaðs, höfum falsað fyrir dr. McKay þýðinguna á Heims- kringlugreinunum, þar sem hans er fyrst getið. Ritstjóra Lögbergs er það svo gnðvelkomið. Vér skulum ekki telja *Auðkennt hér. eftir oss að reka einnig þær j dylgjur ofan í hann aftur. Það j þarf ekki mikið átak til þess, ‘ fremur en við þessar dylgjur hans, sem'hér er hnekkt um síð ara bréf dr. McKay.— Og þótt ritstjóri Lögbergs reyni að kreista úr sér hláturinn við og við, þá verður þó alltaf hlegið síðast og drýgst hérmegin — á hans kostnað. * * * En úr því að sjálfboðarnir eru svona forvitnir um síðara bréf doktorsins þá er ekki úr vegi að leiða þá í allan sann- leika um það hvernig á því stendur að það er aðeins end- 'urtekning hins fyrra, að und- antekinni síðustu málsgreininni og ummælunum um hina ‘‘stórkostlegu rangfærslu.’’ Um kveldið, er vér þrír náð- um samtali af dr. McKay í þinghúsinu, eins og áður er sagt, fann hann skjótt, er vér bentum honum á það, að hann hafði misstígið sig illa í bréf- inu bæði með “rangfærsluna” og þá ekki síður með það, að almenningur myndi skilja bréf- ið svo, færi það athugasemda- laust, að forsætisráðherra hefði heimilað birtingu bréfanna í Lögbergi. Dr. McKay viður- kendi þegar, að þag hefði for sætisráðherra aldrei gert, og aS dr. Brandson hefði sér vitan- lega ekki haft ástæðu til þess að halda að forsætisráðherra hefði hugmynd um að bréfin ættu að birtast í Lögbergi, hvað þá heldur að hann heim- ilaði það. Þess vegna reyndi hann strax um kveldið að ná dr. Brandson í síma til þess að fá hann til þess að hætta við að birta bréf sitt í Lögbergi. Hann náði ekki dr. Brandson um kveldið. Um hádegi dag- inn eftir símar dr. McKay á skrifstofu Heimskringlu, að dL Brandson þykist ekki geta orð- ið við þeim tilmælum, eins og áður er sagt. Vér æskjmn þess þá, að vér megum þá strax um eftirmiðdaginn sækja til hans á þinghúsið svar við bréfi því er vér höfðum ritað hohum sam kvæmt samtali kveldið áður. Dr. McKay lofar því góðfús- lega. Vér þrír, er farið höfð- um kveldið áður förum því á- samt hr. Árna Eggertssyni til fundar við dr. McKay, kl. 4 síðdegis. Samræðhr verða líkt og kveldið áður, og að því búnu skrifar hann bréfið, eins og það or prentað hér að framan, að undantekinni síðustu máls- greininni. Hann kemur svo með bréfið þannig úr garði gert til ritstjóra þessa blaðs, og spyr hvert vér séum ekki ánægðir með það svona: að hér sé felld úr athugasemdin um hina “stórkostlegu rangfatírslu.” Vér svörum nei við því. Þetta bréf sé, að athugasemdinni slepptri, aðeins orðrétt endur- tekning á hinu fyrra, og að því er oss virðist, aðeins tilraun til þess að hlífa dr. Brandson frá því að upp um hann kom- ist; vér hljótum að krefjast þess, að hann hreinsi forsætis- ráðherra opinberlega og skHf- lega, eins og hann hafi tvíveg- is gert við oss hér munnlega, af öllum þeim grun, er af fyrra bréfinu hljóti að leiða um það, að forsætisráðherra hafi nokki"a hugmynd haft um það, að bréf in ætti að birta í Lögbergi; krefjumst þess að hann skýri afdráttarlaust frá öllum sann- leikanum, eins og hann sjálfur hafi flutt oss hann í þessum samræðum. Að þessu gekk dr. McKay tafarlaust og bætti þá við síðustu málsgreininni, þeirri er prentuð var í Heims- kringlu um daginn; málsgrein- j inni, þar sem dr. McKay er sá j drengur að kannast við það hispurslaust, að dr. Brandson j hafi enga heimild fengið frá! I fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hiu viðurkienndiu meðuJL við bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfabúS um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tcronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. fo^sætisráðherra til þess að birta bréfin. Það er alveg sama hvernig ritstjóri Lögbergs engist á öngl inum; hann sltur þar fastur og getur ekki undið sig né dr. Brandson frá því, hvernig sem þeir vinda sig og teygja, að bréfin eru í algerðu heimildar- leysi birt; birt á laun við for- sætisráðherra, svo fagur leik- ur sem það er. Heimfararnefnd inni var fullkunnugt um þetta löngu áður en vér áttum tal við dr. McKay, en þótti auðvitað sjálfsagt, að láta hann játa það opinberlega, úr því sem komið var, sem hann var líka nógu mikill drengur til að gera, þótt þeim félögum, hr. Einari P. Jónssyni og dr. B. J. Brand- son, virðist því miður ekki hafa auðnast að læ'ra mikið af því ágæta og drengilega fordæmi. Hitt er allt annað mál og al- veg laukrétt hjá ritstjóra Lög- bergs að það “breytir engu til um efni bréfanna, hvernig þeirra var aflað til birtingar, jafnvel þó þeim hefði verið beinlínis stolið,”* svo vér not- um hans eigin orð. Það er svo víst og satt, svo algildur sann- leikur, að um það geta engar deilur risið, að innihald bréfa breytist ekkert við það, að þeim sé stolið. Jafnvíst og það, að bréfastuldur hefir aldrei tal- ist sérlega drengilegt afreksverk meðal siðaðra manna. *Auðkennt hér Eina visk segir hann enn, blessaður (Frh.) II. Nú er þar til máls ;að taka, sem fyr var frá horfið, o,g: minnast frek- ar á opna bréfið Arnljóts. Ekki ætla ég aö munnhöggvast við Arn- Ijót um það hvað okkur fór á milli, þegar hann kom til mín með sína “þýkkjulausu*’ aðfinnslu,; sem hann talar um í Lögbergi, en orð hans og erindi var þá a-llt annað en það, sem hann nú skýrir frá. Af því að ég býst við að sumir lesendur Heimskringlu hafi ekki Lögberg, vil ég tilfæra þessa klausu úr opna bréfinu: “Annað dæmi um orðvendni þína skal hér tilfært, og er um gæzlu þína á Ingólfssjóðnum. Þú segir: “.....■...sannleikurinn er sá, að ég kvittaði opinberlega í blöðunum fyr- ir samskotafénu og lagði reikning fram á nefndarfundi fyrir bæði tekj- ur og útgjöld. Sá reikningur er enn * IjækuuAvfMunlr — ElnknleyflN mefMll ARLINGTON PHARMACY LIMITBSD SIKI SflrKenl Arr, Síml 30120 TakitS þessa auglýsing meS ySur og fáiti 20% afslátt á meSölum, ennfremur helmings afslátt á Rubber vörum.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.