Heimskringla - 17.07.1929, Page 1

Heimskringla - 17.07.1929, Page 1
FATALrruir oe hrbifcsvm RlUe« At*. an4 Btneo« Str. ♦ Itml 37244 — tvær Iinnr Hattar hrelnsatfir og endornýjaVlr. Betrfl hreioflon jainðdýr. ^ep. ■ XUII. ÁRGANGUR Agwtuatu nýtizku lltunur 03 fatnhralnz- unarstofn i Kan&da. Vsrk unn!9 á 1 dasL BL.L.ICB AVK., and SIMCOK STB. Winnipea — 1— Mnn. Dept. M. MIÐfVIKUDAGINN WINNIPEG, 17. JÚLÍ, 1929 NÚMER 42 |i«QeO9ðSO900ððSOSeðSOð99ðgCOSðSðeSOSðð0OSO9ð999SððSO FRETTIR 1 isoðsooecocoGosoosccoeðoecceoooscceoooosogoeðsosoosoS K A N A D A KINA Frá Ottawa er símaS 12. júlí, aS sú skoöun sé að styrkjast að sambands stjórnin muni ekki ólíkleg til að breyta þeirri stefnu, er hún hefir tekið um afgreiðslu áfengisfarma til Banda ríkjanna, svo að vel megi svo fara að hún banni hana algerlega. Meðan þing sat í Ottawa í vetur streymdu þangað daglega bænarskrár frá bind- indisfélögum og kirkjum um að banna afgreiðslu áfengisfarma. Er þó fullyrt, að þessar bænarskrár hafi ekki verið líkt því eins ákveðnar né harðorðar í garð sambandsstjórnarinn ar, eins og símskeyti og bréf, er velti í stríðum flaum inn á ráðaneytisskrif stofurnar um þessar mundir. Þótt ekkert þessara skeyta hafi verið birt, er fullyrt að flest setji þau alvarlega ofan í við saimbandsstjórnina fyrir af- stöðu hennar og ásaki hana um að létta undir með vopnuðum bófum og ræningjuni, er eiga í höggi við lög- gæzlumenn vina- og nágrannaþjóðar. Er sambandsstjórnin af ýrnsuni merk um borgurum, að því er frétzt hefir, ásökuð um hræðslu við stórlaxa á- fengisframleiðslunnar hér í Kanada. Og er það fullyrt, að svo harðar séu ofanxgjafirnar, svo víða aðkomnar og frá svo merkum og áhrifamiklum mönnum, að sambandsstjórnin óttist alvarlega um sinn hag að því leyti að þeir er skeytin hafa sent, rnuni ekki láta sitja við orðin tóm, sé þeim ekki anzað með öðru en kui'teislegum vífilengjum, heldur sýna stjórnarlið- inu það í verki við næstu sambands- kosningar. Eðlilega hugsa menn þó margt um það, hverjar afleiðingarnar muni verða, ef stjórnin afræður, að verða við þessum kröfum utn að banna af- greiðslu áfengisfarma suður yfir landamærin. Nú stendur svo á, að áfengið er afgreitt frá brugghúsun- um, annaðhvort til neyzlu innanlands eða til útflutnings. Á það áfengi, er ætlað er til neyzlu innanlands, er lagður skattur er nemur $9 á hvert gallon. Enginn skattur er lagður á áfengi, er ætlað er til útflutnings, en til þess að tryggja sér, að það sé í raun réttri flutt úr landi, verða út- flytjendur að láta í hendur rikisgjald- kera veð, helmingi hærra, en innan- landsskatturinn er. Þetta veð, er utflytjanda greitt, er hann fær ríkis- gjaldkera í hendur skírteini um það, að áfengið hafi verið affermt í öðru landi. Nú getur útflytjandi auð- vitað ekki fengið slíkt skírteini frá tollgæzlustj órnvöldum Bandaríkj anna, þar sem innflutningur áfengis varðar við lög, og igreiðir því útflytjandi $9 skattinn á hvert gallon er hann ætlar að flytja til Bandaríkjanna, eins og það ætti að vera til innanlandsneyzlu, til þess að sleppa við veðið. Væri nú afgreiðsla áfengisfarma til Bandaríkjanna bönnuð með lögum hér t Kanada, og aðeins veitt skipum, er ætluðu til annara landa og vissa væri fyrir að sjófær væru þangað, er á- Etið að vínsmyglum myndi veitast orfitt, að fá áfengið beint frá brugg- húsunum, nema þau hefðu tryiggingu fyrir því, að það færi um sæhafnir. A öðrum stað yrðu smyglar að kaupa afengið í áfengisbúðum fylkisstjórn anna. Myndi það auðvitað auka drjúguxn á tekjur fylkisstjórnanna, er sambandsstjórnin nú verður fyrir, beint í garð fylkisstjórnanna. Telja þeir, er mótfallnir eru því, að sam- bandsstjórnin hanni afgreiðsluna, að ef stjórnin gerði það myndi áfenginu verða smyglað yfir landamærin án afgreiðsluskírteinis og myndi þá Kan ada að verða að leggja í ærinn kostn að, til þess að koma á fót öflugu eftirlitsliði, er :gæta skyldi þess að afgreiðslubannið yrði ekki brotið. Þá hafa og margar ákveðnar raddir látið til sín heyra um það, að Kanada ætti, að bíða átekta, unz Bandaríkin hefðu gert raunverulega öflugar ráðstafanir til þess að hindra vínsmyglun yfir landamærin frá Kana da. Þykir nú víst að búast megi við töluverðri deilu um það, hvort þær eftirlitsráðstafanir er gerðar hafa verið að sunnan í Detroit og þar í umhverfinu megi teljast nægilega öflugar til þess að ástæða sé fyrir Kanada að telja þær fulligildar og hefjast þá handa heimafyrir í sam- ræmi við það, sem vinveittum ná- granna beri. Frá Quebec er símað 10. þ. m., að Camillien Houde, borgarstjóri í Mon- treal, hafi verið kosinn leiðtogi con- servatíva i Quebecfylki, á allsherjar- fundi, er setinn var af 1000 fulltrúum. Var Mr. Houde kosinn í stað Arthur Sauve, er hefir verið leiðtogi con- servatíva í Quebec síðan 1916. Kosn- ingin var einróma ,enda enginn ann- ar i kjöri. Hinn góðkunni og mikilsmetni verkamannaleiðtogi frá ófriðarárunum í Winnipeg, F. J. Dixon, er lengi hefir þjáðst af hættulegum sjúkdómi, krabbameini í höfði, og hvað eftir annað orðið að ganga undir hold- skurð við honum, er nýlega kominn heim frá þriggja mánaða sjúkrahúss- vist í New York, þar sem lítil von var gefin um endurbata hans um tíma, og nú niikið hressari, að sagt er. Virðist hinum mörgu vinum hans því enn nokkur von um það, að hann muni komast heill af hólmi úr þessari langvinnu og ægilegu baráttu við dauðann, er hann hefir í mörg ár háð með dæmafárri karlmennsku Qg hugrekki. Eftir skýrslu frá hagfræðingi Hveitisamlagsins, Mr. A. Cairns, er hann birti rétt fyrir síðustu helgi, hefir hveiti í sléttufylkjunum þrem- ur náð aðeins 65% af þeim þroska, er í meðallagi telst á þessum tíma sumars. Bezt var ástandið hér í Manitoba, 70% af meðalþroska; lak- ast í Alberta, aðeins 54%. Akrar í Sask. voru nálega jafn langt komnir og hér í Manitoba; hveitiþroski 69% miðað við meðalþroska. Ný stórbúð, Schulte-United, var opnuð hér í Winnipeg nýlega í nýrri byggingu, er byggð hefir verið að mestu á 58 dögum, að 346 Portage avenue. Félagið, er á þessa búð, er kanadiskt og nemur höfuð- stóll þess $5,000,000. Er aðal að- setur þess í Montreal, en stórbúðir á það í borgunum, Hamilton, St. Cath- erines, Niagara Falls, Guelph, Fort William, London, Ottawa og St. John í Kanada. Ennfremur ætlar það á næstunni að setja upp búðir í Mon- treal, Sherbrooke, Three Rivers, Que- bec, Toronto, Sarnia, og Calgary. Fregn, er barst frá Ottawa 15. þ. m., mun bændum meira gleðiefni en flestar fregnir, er unx langt skeið hafa borist nokkursstaðar að. Fregn þessi hermir sem sé, að sérfræðingar stjórn arinnar telji sig loks með nokkurn- veginn áreiðanlegri vissu hafa frarn- leitt hveititegund, er ómóttækileg sé fyrir ryð. Tilraunir í þessa átt hafa mjög lengi verið gerðar, en hafa nú fyrst borið árangur er sérfræðingar telja óyggjandi. Dr. Grisdale, aðstoðaöar landbúnað- arráðherra, kveður tvö eða þrjú af- brigði hafa verið framleidd, er telja megi ómóttækileg fyrir ryð. Ekki hafa þessum afbrigðum enn verið gefin nöfn, og búist er við, að tvö til þrjú ár muni líða unz búið sé að framleiða svo mikið að nægi til út- sæðis þeim er hafa vilja. Kunnugt kvað dr. Grisdale það sérfræðingum að ryðtegundir gætu æxlast saman í nýja, er ynni tjón nýjunt hveiti- tegundum, en af tilraunum, er með þessar hefðu verið gerðar virtist, sem þær stæðust allskonar tegundir af ryði.— BANDARIKIN Sanxkvæxnt síðustu fregnum frá Bandaríkjunum hækkar mjög, sam- kværnt hinurn nýju innflytjendalögum, hlutfallstala brezkra borgara, er leyfð ur verður inrtflutningur til Banda- rikjanna, svo að nærri munar helmingi frá því sem áður var. Fá nú inn- flutningsleyfi 66,000 brezkir borgarar árlega, í stað 34,000 áður. Þeim mun færri fá innflutningsleyfi frá ýmsum öðrunx löndum ,tii dærnis lækkar tala innflytjenda frá fríríkinu írska úr 28,500, í 18,000 á ári; frá Þýzkalandi úr 51,000, í 26,000; frá Skandinavisku löndunum úr 19,000 í 7,000. Mikillar óánægju hefir víða orðið vart í Bandaríkjunum yfir þessum nýju á- kvæðum, sérstaklega meðal Þjóð- verja, sem eru mjög fjölmennir i Bandaríkjunum, enda náðu lögin sam þykki þvert ofan í vilja og óskir Hoovers forseta, að því er fullyrt er.— Þrátt fyrir 400 niiljón dollara tekju afgang fjárlxagsárið 1927-1928 hafði aðeins verið áætlað á fjárlögum fyr- ir 1928-1929 37 nxiljón dollara tekju- afgangur. Reyndust þó tekjur síð- asta fjárhagsárs aðeins 9 miljónum dollara lægri en árið áður, svo að þótt útgjöld yrðu 200 miljónum hærri en 1927-1928 varð samt $185,000,000 tekjuafgangur. Ríkisskuldir hafa verið lækkaðar á árinu um 673 milj. og eru nú komnar niður úr seytján biljónum, en voru 25 biljónir árið 1919. Frank Hague borgarstj óra í Jersev City hefir verið stefnt fyrir auð- sýnda fyrirlitningu gagnvart löggjaf arþingi Neiw Jersey rikis, er hann neitaði þingrannsóknarnefnd að svara því hvaðan honum hefði komið þeir $400,000, er hann hefir eytt síðustu tíu árin, þar sem hann hefir aðeins haft $8,000 í árslaun. BRETAVELDI Eins og getið hefir verið um áður í Heimskringlu, versnaði konungi sjúkleiki sinn á ný, svo að samkvæmt iregn frá 15. júlí var gerður upp- skurður á honum þann dag, tekin burt hluti af tveim rifjum og stungið á hægra lunga, til að ná burt ígerð er þar hafði safnast. Sjö læknar gerðu uppskurðinn og hefir konungi heilsast vel á eftir og er talinn úr hættu. Frá London er sírnað 12. þ. m., að verkamannastjórnin hafi ákveðið, að afnema ákvæðið er leyfir að festa upp áfengisauglýsingar í pósthúsunx og opinberum stofnunum og blöðum, þeg ar núgildandi samningsleyfi um þetta er á enda. Nema tekjur stjórnar- innar af þessum auglýsingum fjögur þúsund sterlingspundum ($20,000) á ári.— FRAKKLAND Lucien L. Klotz, fyrverandi fjár- málaráðherra í Frakklandi, hefir ný- lega verið dæmdur í tveggja ára fang elsi fyrir fjárdrátt. Stjórn Þjóðernissinna virðist nú loks orðin fyllilega föst i sessi í Kina undir forystu Chiang Kai-shek. Dró þó ægilegt ófriðarský á himin þar eystra fyrir rúmum mánuði síðan, er Feng Yu-hsiang, (“hinn kristni mar- skálkur), er bezt hafði stutt Þjóð- ernissinna á móti Chang Tso-lin og eftirmönnum hans í norðurhluta Kína veldis, var í þann veginn að gera uppreisn. Mun enginn efi á því að Feng var full alvara með uppreisn- ina, og að steypa Chiang Kai-shek og stjórn hans af stóli, en grípa sjálfur taumana. 'Óttuðust menn mjög um stjórnina því Feng hafði mikinn her, vel vígbúinn og talið að hermenn hans, er kristnir eru taldir flestir sem hann sjálfur, myndu vera honum mjög hollir. En er til skarar átti ■að skríða, reyndust þeir hollari Þjóð- ernissinnunum en kristninni, svo að Feng sá það eitt fangaráð að ganga Chiang á vald og biðjast friðar og griða. Fékk hann það og $3,200,000 að auki; $3,000,000 til að borga mála- liði sínu skuldir, og $200,000 í “ferða- kostnað” fyrir sjálfan sig og sina, því svo er látið heita, að Feng eigi að fara til Evrópu, sexn fjármálaráðu- nautur Nankingstjórnarinnar, en í raun og veru fer hann í útlegð, fyrst um sinn að minnsta kosti. Rétt, er búið var að ráða fram úr vandræðunutn með Feng, dregur upp aðra ófriðaribliku milli Nankingstjórn arinnar og Sovjet-Rússlands. Hafa Rússar haft umsjón með Austur- Mantsjúríu járnbrautinni. En nú hefir Nankingstjórnin, að því er virð ist nxeð litlum fyrirvara tekið hraut- ina í sinar hendur; rekið alla rúss- neska embættismenn og vísað þeim yfir landamærin. Sovjet-stjórnin vill eigi svo auðveldlega sleppa yfir- ráðum járnbrautarinnar, og hefir dregið vígbúið lið að landamærum Mantsjúríu. Nankingstjórnin hefir einnig flutt rnikið herlið norður á bóginn og standa nú báðir vígbún- ir hver framan í öðrum, og hinir ó- friðarvænlegustu. Herma þó síðustu fréttir, að Nankingstjórnin hafi á elleftu stundu gert út sendinefnd til Rússa til að reyna að semja við þá á friðsamlegan hátt um afhendingu j árnbrautarinnar. Islendingadagurinn. að Hnausum 5. ágúst 1929 íslendingar eru frægir um marga hluti, en þó einna frægastir fyrir þjóðrækni og samvinnu. Má benda á mörg dæmi því til sönnunar, að þjóðrækni og ættfylgi einkenná þá mjög, svo sem frændur þeirra Skot- *ina, senx eru nafntogaðir fyrir þann eiginleika. Islendingar hafa ávalt þó þeir hafi leitað gæfunnar í framandi lönd- um, haft hug á að vera til sæmdar þjóð sinni, og landinu sínu litla og “kalda,” eins og eitt skáldið kveður, og þó að útþráin í víkingseðlinu hafi teymt þá fjarri ættjörðiuni, þá hefir heimþráin að jafnaði togað í þá, og þeim hefir hlýnað um hjarta- ræturnar, og margur hefði viljað mæla eins og fjallaskáldið okkar ó- gleymanlega; “Yfir heim eða himin Hvar sem hugar þín önd Skreyta fossar og fjallshlíð Öll þín framtíðar-lönd Fjærst í eilífðar útsæ Vakir eylendan þín. Nóttlaus voraldar veröld, Þar sem víðsýnið skín. eða: “Ættjarðarböndum nxig grípur hver grund, sem grær kringum Islendings bein.” Samvinnan og ræktarsemin hafa svo víða lýst sér á meðal vor. íslendingar hafa reynst trúir liðs- menn samvinnuhreyfingarinnar hér í landi og enda hrundið af stokkun- um sumum þesskonar fyrirtækjum. Þegar ísland vildi setja upp skipastól þá voru Vestur-Islendingar uppi til handa og fóta. Þegar vanséð var að einn af okkar minnstu bræðrum, hefði fengið að njóta réttvísinnar hér í landi þá komu þeir eins og einn maður á vettvang, og þegar garnla “Fjalla-eyjan, móður jörðin kær,” fór að efna til hátíðar- innar miklu, um 100p ára baráttu barna sinna fyrir þjóðskipulagi, og sjálfstæði þá: Já, ég verð að biðja yður fyrirgefningar, — þá kom skratt- inn í spilið, en sem betur fer, hefir hann sezt að í Winnipeg og þar hef- ir hann verið svo vel haldinn, að landsbyggðin hefir enn haft lítið ó- næði af hans völdum. Fr það grun- ur minn, að hann á sama hátt og upp- vakningarnir forðum, sæki nú sem fast ast að særingamanninum sjálfum. íslendingadagar í Norður Nýja Is- landi hafa nú til margra ára verið sérstaklega ánægjulegir og eining og samlyndi hefir einkent þá athöfn. Menn hafa unnið saman í bróðerni og verið fullir af áhuga og auðvit- að stundum af öðru. Að undan- íörnu hefir hátíðin verið haldin á ýmsum stöðum, Hnausum, Árborg- og Riverton, en nú hefir nefndin verið svo heppin að ná kaupurn á landspildu á strönd Winnipegvatns skammt fyr- ir sunnan Hnausa. I öndverðu landnámi festi Oddur Akraness sér þarna bústað og nefndi “Bjarmaland.” Hefir efalaust haft í hyggju austurför gjamla Örvar Odds. Nafnið sjálft er sögurikt og fagurt og hyggjum við að lengi muni þar bjarma upp af þjóðerni voru í Vesturheimi. Ströndin er þarna dásamlega fög- ur; ágætis baðstaður, og greniskógur inn ýndislegur og alvarlegur, runnar og rjóður allt ofan á malarkamb. Á þessum friðsælu stöðvum verð- ur hátíðin haldin, og framvegis um langan aldur. Nefndin hefir eins og að undan- förnu látið sér annt um að hafa skemtiskrána sem bezta. Ágætustu ræðumenn og beztu skáldin, mæla fyr ir minnum við þetta tækifæri. Lúðra sveit Riverton og söngflokkur byggð anna verður þar til þess að seðja hin ar söngelsku sálir Islendinga. Kapphlaup, kappsund, íslenzk glíma og ótal fleiri íþróttir reyna þar þolrifin á hinum unga æskulýð, og vera má að það verði inngangur að því, að Nýja ísland sendi flokk ís- lenzkra íþróttamanna til að keppa við frændurna heima á feQiaströndinni 1930. G. O. Einarsson. Bréf til Hkr. The Pas, Man., 12. júlí, 1929. Sigfús Llalldórs frá Höfnum, Ritstjóri Heimskringlu, Winnipeg, Man. Heill og sæll ritstjóri igóður! Þó það væri “dálítið ýkt ef einhver segði mig dauðan,” þá gæti það kom- ið fyrir að svo færi, ef ég léti eng- ann heyra neitt af tilveru minni hér. En þó er mjótt á milli draums og dauða stundum. Mætti ekki minna vera en ég þakkaði þér með orðum fyrir þinn mikla og góða þátt í þvi að samslcot voru lrafin fyrir mig, beinlínis af þínum góðu hvötum, eftir brunann og þar afleiðandi tap mitt, 25. maí sl. En litlar fréttir hef ég að skrifa og fer því fljótt yfir sögu mína síðan. Eftir brunann flæktist ég allslaus inn í The Pas, í óvissu og vonleysi, og skildi eftir, einnig í lit- illi vissu, og á lítt tryggðum stað, það litla af bókum mínum, sem ekki hafði brunnið. Og er það dót enn í lítt tryggri geymslu, því að enn hefi ég ekki eignast framtíðar sama- stað, né skilyrði til að ná bókunum, né heldur geymslustað fyrir þær, sem hentugur væri, þó ég hafi hann í hyggju við tækifæri. Þegar ég kom til Tlie Pas var ég þó svo heppinn í þetta sinn, að hitta þar forvin minn Hjört Brandsson frá Lesser Slave Lake, og annan forvin minn, Sigurð Sigurðsson. Fékk ég nokkra vinnu um tíma hjá H. B. sem þó hefir ekki meira verkefni og er því vinna sú löngu þrotin. Eftir það að hún þraut flæktist ég með mælingamönnum all- langt norður fyrir Cold Lake, og var þar í tvær vikur, og hrepptum verstu rigningatíð, og hvarf ég af þvi og ýmsu fleira aftur eftir tvær vikur. Mér er langur gangur ótamur orðinn, og mæðist ég skjótt á slíku, enda vildu nú skór mínir og föt bila skjótt og rifna á skógarsnögum, svo að kaup það er ég fékk, gerði ekki betur en að borga slíkt og fer,ðina til baka, sem kostaði nærri 20 dali. Er þó hvorki drykkjarvatn né hvílurúm að fá á eimlestum “Dominion Construc- tion” félagsins á milli Flin Flon og The Pas, þar setji leið mín lá um. En bátferð og ferð á dráttarvél (Tractor) sem máske mætti nefna “Drelli” frá Cold Lake til mílu 87 á Flin Flon brautinni kosta minnst 12 dollars. Mun fargjald þar sjálf sagt lækka þegar lestir fara að renna til Cold Lake, (sem kannske mætti kalla “Hitt Flónið,” til aðgreiningar frá “Flin Flóninu”). En það verð- ur kannske um 1. ágúst næstkom- andi. En fátt þótti mér þangað frítt að sækja. Þó sá ég fjóra landa á leiðinni: Kjartan Ögmundsson og Vilhjálm Backmann, Flóvent Jolitison og Jón Hördal. Flóvent býr við Cold Lake og fiskar þar fyrir námafélag ið, sem skollinn í minn stað má muna hvað nú heitir. Flóvent er ungur maður sem tveir hinir fyrstnefndu og vann hann vélabáta-kepnina við Cold Lake 1. júlí síðastl. Þótti okkur J. Hördal sá vinningur landans betri en ekki. Enda þótti mér það atriði einu fyrirbrigðin, sem vert væri að minn- ast frá þeim degi. I Cold Lake bæ munu búa um 400 manns og flest “Babítar” og lið þeirra, og fara ýmsar sögur af “þurki” bæjarins og stúlkunum þar, sem óþarft er að byiggja á sem heil- öguni sannleika. Er hitt helzt teljandi til gildis samkomunni þar 1. júlí, að þar var þá enginn lögregluþjónn staddur, og börðust menn þar þó hvorki né bitust þann dag, svo að ég vissi. Gæti slíkt bent á að “stjórn- leysi” kynni að eiga skemmra í land að geta þrifist í heimi vorum, en margur ætlar. Enda yrði þá fólki að koma betur saman en Heimfararnefnd unum í Winnipeg, sem sumum sýnist að vel mætti án vera, beggja tveggja. Og víst sýnist, af mörgu hér ótöldu, að af þeim sjálfum sé fremur fátt að læra um afstöðu fjöldans til heim- fararmálsini nú orðið, hversu sem það var í fyrstu. En ég og margir fleiri láta sér það garg óviðkomandi, nema ef sumir brosa að því að ímynd aðir leiðtogar lýðsins láti helzt um of bröstulega. En það var ekki “stjórn leysið,” sem ég átti við hér að ofan, heldur ef fengist gæti friðsamlegt sanikomulag meginþorra mannfélags- ins í komandi tíð, án þess að kúg- ara- og böðlaklær auðvalds og her- valds þyrftu að koma þar nærri. En hvað sem um það er verður óefað “Kommúnisminn” happasælastur sem stjórnarfyrirkomulag næstu kynslóða, hversu sem auðvaldið rægir flytjend- ur þeirrár merkilegu og göfugu stefnu. Hún er þó ekkert annað en bræðra- lagskenning þeirra Laós, Buddah og Krists, sem mestir óvinir kommún- ismans þykjast flestir fylgja( !) Þú fyrirgefur þessar fáu at- (Frh. á 5. bls.)

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.