Heimskringla - 17.07.1929, Side 6

Heimskringla - 17.07.1929, Side 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. JÚLf, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. Daginn eftir bjó Gunzo um hinn beiska pistil í blikkdós og vafði síðan líni utan um. Einn af leiguliðum klaustursins bafði vegið bróður sinn og gert síðan það heit, að hann skyldi fara í pílagrímsför með hægri handlegginn bundinn við hægri mjöðmina, til grafar tólf helgra manna, og þar skyldi hann biðjast fyrir þar til hann fengi eitthvert merki um það frá himni að hann hefði miskunn hlotið. Hann átti leið upp með Rín. Gunzo hengdi dósina um háls- inn á þessum manni. Fáeinum vikum síðar var henni skilað samvizkusamlega við dyrnar á Klaustrinu í Reichenau. Gunzo þekkti vini sína þar vel, þess vegna hafði hann helgað þeim bókina. Svo vildi til, að Moengal, sóknarpresturinn gamli, átti erindi til klaustursins um þetta leyti. Belgiski pílagrímurinn sat í gestaherberginu og átti í miklu basli við að éta fiskisúpu, sem hon-, um hafði verið borin. Hlekkirnir hristust í hvert skifti sem hann rétti upp handlegginn. ‘‘Þú ættir heldur að snúa heim aftur, iðr- andi maður,” sagði Moengal við hann, “og ganga að eiga ekkju mannsins, sem drepinn var. Það væri langt um betri yfirbót en að skaka þessa hlekki á heimskulegri ferð um víða veröld.’’ Pílagrímurinn hristi höfuðið þegjandi. Honum fanst slíkt verk myndi íþyngja sér, með enn örðugri hlekkjum heldur en þeim, er smið urinn hafði brætt saman. Moengal lét segja ábótanum til sín, en fékk þau skilaboð, að Wazmann væri niður- sokkinn í bókarlestur. Samt var honum vísaC á fund hans. ■‘Settu þig niður, sóknarprestur,” mælti ábótinn vingjamlega. ‘‘Mér er kunnugt um að þér fellur það vel, sem er vel saltað og krydd að. Hérna er dálítið fyrir þig.” Og hann tók til að lesa handrit Gunzos, sem hann hafði rétt áður fengið í hendur. Gamli maðurinn hlustaði rólegur, en það tók að þyngja yfir brá hans og nasavængirnir titr- uðu. Þegar kom að lýsingunni á hrokknu hári Ekkehards og fallega fótabúnaði, ætlaði ábót- inn að springa af hlátri, en Moengal sat stein- þegjandi, og því var líkast sem þrumuský hefði sezt á enni hans. ‘‘Jæja,’’ mælti ábótinn, ‘‘þetta ætti að hýða úr honum drambið. Ágætt! bókstaflega af- bragð. Og hvílík þekking. Þetta ætti að duga! Þessu verður ekki svarað!” “Er það ekki hægt?" sagði sóknarprestur- inn skuggalega. “En hvernig þá?” spurði ábótinn áfjáður. Moengal bar sig svo til að ekki var á því vilst við hvað hann átti. “Góður stafur úr illivið eða stinn álm- Igrein,” mælti hann, “og síðan ofan eftir Rín þangað til ekki er eftir nema handleggslengdin milli skógarviðarins úr Svabíu og hryggsins á ítalska skrifaranum! Og svo 1—” Hann lauk ræ<Sunni með annari hreyfingu. ”Þú ert dálítið óheflaður, sóknarprestur,” sagði ábótinn kuldalega, ‘‘og hefir ekki fullan skUning á lærdómnum. Enginn getur ritað annað eins og þetta, nema hann sé stórmennt- aður og fágaður. Eg bið þig að sýna meiri virðingarvott.” ‘‘Jívað!” hrópaði Moengal upp fyrir sig og var nú fjúkandi reiður. “Eldheitir kossar og illt hjarta. Það er sem sorasilfur utan á leir- broti,” segir Salómon. Lærdómur og þekk- ing! Þá er álmviðurinn í sókninni minni eins lærður, þvi að hann vælir það, sem í hann hef- ir verið vælt. Við þekkjum vel þessa belgisku páfugla. Og þeir eru víðar en þar. Fjaðrir þeirra eru stolnar og þótt þeir breiði úr stél- inu og beri á sér alla regnbogans liti, þá eru hróp þeirra hás, og verða sífellt meira og meira hás, hversu mikið sem þeir teygja sig og glenna. Áður en ég fékk mína miklu lækn- ingn hélt ég líka að það væri söngur en ekki gal, þegar menn belgdu sig upp með mál- fræði — en nú! Vertu sæll, Marcianus Cap- ella! segjum við nú við Radolfszell.” ' ‘‘Eg er hræddur um að það sé kominn tími til þess fyrir þig að hugsa um heimferð,” sagði ábótinn. “Skýin eru dökk yfir vatninu og stefna hingað.” Sókarpresturinn skildi að hann myndi ekki hafa hitt rétta manninn til þess að útlista fyrir skoðanir sínar um heilbrigði og lærdóm. Hann stóð þess vegna upp og kvaddi. ‘‘Þú hefðir eins getað setið kyr í klaustr- inu við Benchor á emerald-eyjunni, írski þöng- ulhausinn þinn!” hugsaði Wazmann ábóti með sjálfum sér um leið og hann kvaddi hann kulda lega. ‘‘Rudimann!” kallaði hann út í dimman ganginn, þegar Moengal var farinn. Rudimann kom í Ijós. “Þú manst vafalaust eftir því frá vínuppskerunni,” sagði ábótinn við hann,’ “að þér var gefið högg af snáða nokkrum, sem dutlungafull hertogafrú nokkur er í þann veg- inn að gefa lönd—” ‘‘Eg man eftir högginu," svaraði Rudi mann og roðnaði við eins og mær, sem spurð er urn elskhuga sinn. “Sterk og þung hönd hefir nú gefið hon um höggið aftur. Nú getur þú verið rólegur Lestu þetta!” og ábótinn rétti honum handrit Gunzos. ‘‘Með þínu leyfi,” sagði Rudimann og gekk út að glugganum. Þessi höfuðbyrlari hafði bragðað margar göfugar víntegundir, þann tíma, sem hann hafði haft það starf með hönd- um, en ásjóna hans hafði jafnvel ekki ljómað eins fagurlega þegar biskupinn frá Cremona hafði sent honum nokkurar flöskur af þungu, dökku Asti-víni, eins og hún gerði nú. “Víð- tæk þekking og málsnilld eru sannarlega guðs- gjafir,” sagði hann. ‘‘Nú er úti um bróðir Ekkehard. Hann mun aldrei dirfast að láta sjá sig aftur." "Ekki algerlega úti um hann,” sagði ábótinn, “en það, sem á vantar, kann enn að koma fyrir! Og hinn lærði bróðir Gunzo, hef- ir hjálpað okkur stórlega. Og það má ekki láta ritgerð hans grotna niður ólesna. Sjá þess vegna um að nokkur eintök af henni verði skrifuð — sex væri betra en þrjú. Það verður að koma þeim unga hermanni burt frá Hohent- wiel. Ekki geðjast mér að þessum ungu fugl um, sem halda að þeir geti sungið betur en hin- ir, sem eldri eru. Hann heíir gott af því, að fá svolítið kalt vatn á kollinn! Við skulum senda bróður vorum í St. Gall bréf, og láta hann skipa honum að hverfa heim aftur. Hvernig er syndalistinn hans núna?” Rudimann rétti upp hægri hendina og tók að telja á fingrum sér. “Á ég að telja þær upp?” spurði hann. ‘‘í fyrsta lagi truflaði hann friðinn í klaustrinu um vínuppskeruna—" “Hættu!” hrópaði ábótinn. ‘‘Því er lok- ið fyrir fullt og allt. Allt, sem skeði fyrir or- ustuna við Húnana er úr sögunni með öllu. Burgundarnir settu þessi lög og þau skulum við halda.” “Leyf mér þá að segja, án þess að telja það saman á fingrum mér, að frá þeim degi, er dyravörðurinn frá St. Gall kvaddi klaustur sitt hefir hann sífellt verið fullur af hroka og ó- svífni. Hann hefir gengið fram hjá bræðrum sínurn án þess svo mikið sem að hreyfa ti! varirnar í kveðjuskyni, og það þótt í hlut ættu menn, sem honum voru langt um framar að aldri og vísdómi; hann setti sig upp á þann háa hest að taka til að flytja ræðu daginn, sem við börðum á Húnunum, þótt annað eins verk hefði að sjálfsögðu átt að vera falið öðrum hvor um hinna göfugu ábóta. Þá var hann svo djarfur að skíra heiðinn fanga, þótt þá skírn hefði sóknarpresturinn átt að framkvæma, en ekki maður, sem með rétti átti heima í dyra- varðarkofanum í St. Gall.” "Og hvað af kunni að hljótast hinu stöð- uga samneyti hins freka unglings við hina tignu húsmóður, er meira en nokkur fái sér getið til um, nema Hann, sem rannsakar allra hjörtu. í giftingarveizlu þessa skírða heið- ingja var eftir því tekið, að hann fór ekki í fel- ur með að hann sat lengi á eintali við þessa hefðarfrú, og að hann stundi þungan eins og særður hjörtur. Sömuleiðis var tekið eftir því, og tók mönnum það sárt, að grísk stúlka, málóð og óstöðug eins og spörfugl, elti hann á röndum. Fyrir því er líklegt, að það sem hús- móðirin láti ógert, muni þjónustumærin full- komna; og um hana sjálfa er það að segja, að enginn veit með sanni hvort hún er rétttrúuð. Og beiskari en dauðinn er sú kona, hverrar hjarta er snara og net og hverrar hendur eins og fjötrar; sá, sem guði þóknast, mun undan henni komast, en syndarinn mun lenda í snöru." ‘‘Það var sannarlega vel viðeigandi að Rudimann, sem lét sér svo annt um yfirþern- una, Kerhildi, skyldi vera svona vel að sér í orðum kennimannsins. “Nú er nóg komið,” sagði ábótinn. Grein 22: Um endurköllun þeirra, sem lengi dvelja í fjarlægð. Það á vel við í þessu sambandi. Mér segir svo hugur, að hin óstöðuga mær þarna uppfrá muni bráðum flögra um meðal klettanna, eins og svölumóðirin, sem hefir misst unga sinn út úr hreiðrinu. Vertu sæll, góðurinn — og við eigum Saspach!” 18. KAPÍTULI Erindsrekstur Spazzos stallara Ekkehard gekk út um kastalahliðið í hressandi svala snemma að morgni sumardags- ins, og hélt upp fjallveginn. Honum hafði ekki orðið svefnsamt um nóttina og gengið lengi um gólf í herbergi sínu. Hann gat ekki lengur dulið fyrir sjálfum sér þær hamslausu hugsanir, sem hertogafrúin hafði vakið hjá honum og það var sem allt hringsnérist í höfði hans um morguninn. Hann gætti þess, að verða ekki á vegi hertogafrúarinnar, og þó þráði hann hvert augnablik sem hann var í burtu, að fá að vera nálægt henni aftur. Hans fyrra sæla skilningsleysi var horfið, og hann var farinn að vera utan við sig og dutlunga fullur í framkomu. Sannleikurinn var sá, að sá tími, sem engum dauðlegum manni hefir enn verið hlíft við og Gottfred frá Strassburg síðar lýsti á þá leið, að það væri stöðug þján- ing samfara stöðugri sælu, hafði komið yfir hann. Þrumuveður hafði geisað umhverfis kastal ann síðari hluta næturinnar. Ekkehard hafði lokið upp litla glugganum sínum og skemt sér við að horfa á skær leiftrin, sem við og við vörpuðu birtu yfir vatnsströndina, og hann hafði hlegið þegar myrkrið drottnaði aftur og þrumurnar ultu skjálfandi eftir hæðunum. Nú var morguninn sólríkur og fagur. Döggin glitraði á grasinu; hér og þar í skuggan um voru óbráðin haglkorn. Kyrð ríkti yfir hæð og dal.en á ökrunum voru hin þungu korn- öx brotin niður.þvíað haglstormui’inn hafði sleg ið þau til jarðar. Áragrúi af litlum brúnum lækjum rann niður klettóttar hlíðarnar. Þetta var árla dags og ennþá var allt kyrt. Einungis einn maður sást á gangi út á öldóttum hæðum, sem.hallast ofan frá Ho- hentwiel. Það var Cappan, Húninn. Hann hélt á víðisgreinum og allskonar efni í gildrur og snörur og var að ganga til iðju sinnar að leggja þær fyrir akurmýsnar. Hann var ímynd hins ánægða brúðguma er hann gekk þarna og blés í ýlustrá. Hann hafði fundið nýtt líf í faðmi hinnar stórvöxnu Friðrúnar. . “Hvernig líður þér?” spurði Ekkehard vin- gjarnlega um leið og Húninn gekk fram hjá honum og heilsaði honum auðmjúklega. Cappan benti upp á bláan himininn. “Það er eins og ég væri í himnaríki!” hrópaði hann og sveiflaði sér í hring á annari löppinni. Ekke- hard lagði leið sína í aðra átt, en hann heyrði lengi hið glaðlega blístur músaveiðarans í morgunkyrðinni. Veðurbarinn tíðarkubbur lá undir stórum kletti og hafði lilaktré greitt greinar sínar með útsprungnum blómum yfir liann. Þarna sett ist Ekkehard. Hann sat um hríð og horfði dreymandi út í fjarskann, en tók því næst úr kufli sínum snoturlega innbundna bók og hóf að lesa. Það var hvorki bænakver né sálma bók. Á titilblaðinu voru þessi orð: “Ljóð Salómons,” og það var alls ekki hentugur lest- ur fyrir hann þessa stundina. Þeir höfðu að vísu eitt sinn sagt honum að þessi ilmandi Ijóð væri sprottin af innilegri þrá eftir kirkjunni, hinni sönnu brúður sálarinnar, og hann hafði lesið þetta með miklum áhuga á yngri árum sínum, og þá hafði það engin áhrif á hann haft er talað var um dúfu-augu, mjúkar kinnar og yndislegan grannleik hinnar súlamitisku konu. En nú las hann þetta á annan hátt og hann féll í sæla leiðslu. — “Hver er sú, sem horfir niður eins og morgunroðinn, fögur sem máninn, hrein sem sólin, ægileg sem herflokkar?” Hann leit upp á víggirðingunum á Hohentwiel, sem ljóm- uðu í fyrstu geislum morgunsólarinnar, og fann þar svarið. Hann hélt áfram að lesa: “Eg sef, en hjarta mitt vakir; heyr, unnusti minn drepur á dyr; ljúk upp fyrir mér, systir mín, vina mín, dúfan mín, Ijúfan mín! því að lijarta mitt er alvott af dögg, hárlokkar mínir af dropum næt- urinnar. Andvarinn dreifði hvítum blómum yfir Iitlu bókina hans, en Ekkeliard hristi þau ekki af. Hann laut höfði og sat hreyfingar- laus....... Á meðan á þessu stóð hafði Cappan hafið dagsverk sitt léttur í lund. Akurmýsnar höfðu sýnilega sezt að á sléttunni, rétt við landa- merki Hohentwiel og voru nú önnum kafnar við að bera í burtu byrðar af vel fyltum korn- öxum, og moldvörpumar hömuðust eigi síður í jarðveginum. Cappan hafði fengið fyrir- skipan um að fara hingað. Hann átti að koma á reglu og hreinsa landið fyrir öllum skríl eins og höfðingi í uppreistar-héraði. Þrumu- veðrið nóttina áður hafði leitt í ljós leynistað- ina. Hann tók nú að grafa með mestu var- kárni og mörg akurmúsin lét óvænt lífið þenna sólríka morgun. Því næst lagði hann snörur sínar með mestu varkárni, stráði hér og þar í þær eitraðri beitu, sem hann hafði soðið úr ýmsum jurtum og rótum, blístraði glaðlega yf- ir þessu drápsverki og veitti litla athygli þung um skýjunum, sem tekin voru að safnast yfir höfði hans. Staðurinn, þar sem hann var að reyna list- ir sínar, lá upp að löndum, sem klaustrið í Reichenau átti. Stráþök gægðust út á milli lima forna eikartrjáa, sem hófu hér upp sín tignarlegu höfuð. Þetta voru þökin í Schlan- genhof, sem klaustrið átti ásamt skógi og mörg um ekrum af ræktanlegu landi. Guðhrædd ekkja nokkur hafði gefið St. Permin þetta, til þess að tryggja velferð sálar sinnar. Klaustrið hafði sett ráðsmann á búgarðinn, ruddalegan náunga með þykka hauskúpu og þráamiklar hugmyndir. Hann hafði hesta og nautgripi, fjölda húskarla og griðkvenna og þreifst vel, því hann lét sér annt um koparlita snákana, sem höfðust við í fjósi og hlöðum. Þess var gætt, að láta mjólkur skálina í fjóshorninu aldr- ei tæmast og snákarnir voru tamir og skemtu sér í heyinu án þess að gera nokkrum manni mein. ‘‘Snákarnir færa búgarðinum blessun,” sagði bóndinn oft. ‘‘Það er allt öðruvísi hér en við hirð keisarans.” En honum hafði verið mjög órótt tvo síð- ustu dagana, því að hann var hræddur um að liin tíðu þrumuveður myndu eyðileggja upp- skeruna. En þegar stormurinn hafði þrisvar sinnum riðið yfir án þess að spilla ökrunum, skipaði hann húskarla að setja hest fyrir vagn og setja í hann poka af rúgi síðasta árs. Hann lagði því næst á stað með þetta til djáknans við litlu kirkjuna í Singen. Djáknin varð allur að einu brosi er hann sá vagninn koma út úr skóginum, því að hann þekkti skjólstæðing sinn vel. Hann hafði litlar tekjur en honum hafði venjulega lánast að notfæra sér heimsku mannanna til þess að afla sér viðbits með brauði sínu. Klausturbóndinn tók pokan úr kerrunni, gaf honum rúginn og mælti: “Ortfried meistari, þú hefir látið þér annt um mig og bænir þínar hafa rekið stormana frá ökrum mínum. Gleymdu mér ekki næst þeg- ar þrumuveður kemur!” Djákninn svaraði: “Eg hygg þú hafir séð mig þegar ég stóð í kapellu dyrunum, horfði í áttina til Schlangenhof og gerði þrisvar sinnum krossmark gegn óveðrinu, og mælti fram sær- inguna um helgu naglana þrjá og rak storm- inn og liaglið á þann hátt í aðra átt. Brauðið úr rúginum þínum, bóndi minn, yrði fyrirtak ef ofurlítið af byggi væri bætt í það.” Bóndinn snéri nú heim og var að hugsa um að fylla dálítinn sekk með byggi sem við- bótarlaun handa talsmanni hans við himin- völdin, þegar stór dökk ský söfnuðust aftur saman ógnandi á himninum, en er þau héngu yfir eikarskóginum kom grár þokuhnoðri skríð andi á eftir þeim — skýið kvíslaðist eins og það væri fingur á mannshendi — og það þrútn- aði og bólgnaði og skaut út eldingum, og nú kom haglhríð miklu ægilegri en allt, sem á undan hafði gengið. Klausturráðsmaðurinn stóð ótrauður undir dyraskýli sínu. “Kunn- ingi minn í Singen rekur þetta í burtu,” hugs- aði hann með sjálfum sér. En þegar hann sá haglhríðina skella á ökrum sínum og unga korn öxina falla fyrir árásinni eins og hermenn í orustu, þá lamdi hann hnefanum í eikarborð- ið og hrópaði: “Bölvaður sé lygarinn í Sin- gen!” Og í örvæntingu sinni greip hann tii ráðs, sem notað hafði verið frá fornu fari í Hegau-héraðinu. Hann reif greinar af næstá eikartrénu og snéri þær saman. Stakk þeim svo í fötin, sem hann hafði notað á giftingar- degi sínum, og hengdi þau á eikina, sem gnæfði yfir húsi hans. En haglhríðin hélt áfram að liamast á akrinum, þrátt fyrir brúðkaups- skykkju og eignargreinar. Bóndinn stóð eins og steini lostinn, hann starði á böggulinn, sem sveiflaðist til í rokinu og beið þess að vindur kæmi út úr honum og ræki þrumuveðriö á braut, — en vindurinn gerði ekki vart við sig. Han beit nú á jaxlinn, helti úr sér skamm • yrðum og hélt heim í húsið. Húsakarlarnir gættu þess að verða ékki fyrir honum. Þeir vissu vel við hverju mætti búast, þegar húsbónd inn beit á jaxlinn. Hann fleygði sér niður við eikarborðið, nærri því örvinglaður af sorg og mælti ekki orð um langa hríð. Loksins lauk hann upp munni sínum og bölvaði nú hræði- lega, og þegar hann bölvaði, þá var það vottur þess að útlitið væri að batna. Sá húskarlinn, sem næstur honum gekk að völdum, kom nú gætilega nær. Hann var risi að vexti, en eins og feiminn krakki þegar húsbóndi hans var ná- lægt. “Bara að ég þekkti nornina,” sagði bónd- inn. ‘‘Óveðursnornina! skrukkuna, sem kem ur með skýin. Hún skyldi ekki til einskis liafa hrist úr pilsunum yfir Schlangenhof! Megi tungan visna í munni hennar!” ‘‘Þarf það að hafa verið norn?” spurði húskarlinn. "Síðan Skógarkonan var rekin frá Hohenkrahen hefir engin önnur verið hér í nágrenninu.” “Þegiðu þangað til ég spyr þig,” þeytti bóndinn gi’immilega út úr sér. Maðurinn stóð kyr, því að liann vissi að bráðlega myndi til sín leitað. Eftir nokkra þögn spurði gamli maðurinn. “Hvað er það sem þú veizt?” “Eg veit það sem ég veit,” svaraði hinn og setti á sig lymskusvip. Aftur var þögn. Klausturbóndinn leit út um glugga sinn á eyði- lagða akrana. Hann snéri sér við. “Segðu það!" öskraði hann. “Tókstu eftir hvernig stormskýið sigldi yf- ir dökku þungu skýunum? Hvað heldirðu að það hafi verið? Það var skýja-skipið! Ein- hver hefir selt kornið okkar farmönnunum, sem sigla á því skipi.”

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.