Heimskringla - 24.07.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.07.1929, Blaðsíða 1
VATALITUir OO HRBIIV9V1V B&llet Ave- mnú llm«o« #tf. Stml 8TM4 — tvær Ilnur Hnttar hreÍDMt)lr o*r endurnýJaWr. Betrl hreinaun Jafnödýr. Ágætustu nýtizku litunar og fat&hreftna- unarstofa í Kanada. Verk unnlV 4 1 degi. BLLICE AVE., and SIMCOE STR. Winnipeg —i— Man. Dept. K. XUII. ÁRGANGUR MDEmKUDAGINN WINNIPEG, 24, JULÍ, 1929 NtJMER 43 FRETTIR | iooooosooeocoooeosoooccoooooooccoccccccoooooooooooeos KANADA Sökum langvarandi þurka í vestur fylkjum Kanada eru uppskeruhorfur fremur daufar. Samkvæmt yfirlits skýrslum síðastliöinn laugardag hefir hveiti naumast náð meira en 50% þroska til móts við meðahag um þetta leyti i fyrra sumar. Víða hafa miklir akrar verið plægðir nið- ur, vegna þess að sýnt þótti, að kornið yrði of strjált og lágvaxið til þess að uppskera gæti borgað sig. Einna skárstar munu uppskeru- horfurnar vera i suður Manitoba, norður af Saskatoon og kringum Prince Albert i Sask. og í suðvestur Alberta. Hinsvegár eru betra út- lit með rúg og bygg, þar sem það er ræktað. Bithaga hefir hra<að síðustu viku sökum þurkanna, og út- lit með hör mjög lélegt víðast hvar. Aftur hefir mjög óvíða orðið vart við ryð og engar tejandi haglskemdir orðið neinstaðar. James Richardson & Sons Ltd., Winnipeg hafa ákveðið, að 'bygg'ja hér í borg á næstunni skýjarjúf mik- inn á norðaustur gatnamótum Por- tage Avenue og Main Street. Hafa þeir keypt alla torfuna milli Lom- bard og Rorie stræta að Merchants Bank byggingunni undanskilinni, og ætla að láta rífa allar þær byggingar sem þar standa nú til að rýma fyrir þessu stórhýsi, nema skrifstofubygg- ing Richardsons félagsins 367 Main Street sem rennur saman við þessa tilvonandi höll. Ráðgert er að byrjað verði að vinna að byggingunni með haustinu og á verkinu aðvera lokið að fullu á miðju næsta sumri. Verður þetta tígulegasta bygging í vestur Kanada, 16 hæðir með reisulegum klukkuturni sem kemur til að gnæfa hátt yfir allan bæinn. Allur frá- gangur byggingarinnar verður með hinu fullkomnasta nýtískusniði, enda hefir Arthur A. Stoughton, bygginga- fræðingur, sem uppdráttinn liefir- 'gert að byggingunni, unnið að því næstum þvi í ár. Talið er að bygg- ingin muni kosta yfir 2,000,000 dollara. Uegna útlits fyrir uppskerubrest á hveiti víða um heim, hefir hveiti- verð flogið upp á markaðinum hér i Winnipeg síðustu vikurnar. Fráþví hrunið varð 30. maií sl. þegar verðið fór niður í $1.05 þúshelið, hefir hveit- ið stígið hröðum skrefum- og komst upp i $1.77 miðvikudaginn þann 17. júlí og er það snöggari verðsveifla en menn vita dæmi umtil margra ara. Siðan hefir hveiti-verðið verið mjög óstögugt ýmist hrapað eða hækkað jafnharðan. Á miðvikudaginn var heimsóttu 60 meðlimir Manitoba Electrical Associ- otion, Great Fah orkustöðvar hluta- félagsins Manitoba Po'wer Company. E. V. Caton framkvæmdarstjóri Electric Utility og K. C. Fergusson umsjónarmaður orkustöðvanna tóku á móti gestunum og sýndu þeim öll nýju húsin og stórt samkomuhús, sem fé- lagið er að láta byggja handa verka- mönnunum. Hefir það lagt í þess- ar hyggingar 40—50 þúsund dollara í ár. — Fossinn er fimtíu og sex feta hár, þar sem hann rennur inn i túrbín- urnar, er knýja aflvaka þá er vega 125 tons og framleiða 28,000 hestöfl. Alls framleiða orkustöðvarnar 168 000 hestöfl. miljón dollara á ári, eða næstum því eins mikið og allar stríðsskuldir rík- isins nema. Telur hann að 12,000 manns sé myrtir þar árlega, en það samsvarar sjö af hverjum hundrað þúsundum. Er það fimmtíu sinnum hærri tala, hlutfallslega en á Bret- landi. iNew York einni eru 30 þúsund glæpamenn og 10 þúsund í Chicago. Hafa morð aukist um 350 per cent síðan um aldamót. Þykja W. H. Ellis þessar tölur all ískyggi- legar eins og vonlegt er og telur hann þær svartan smánarblett á þessu landi, þar sem mestur sé auðurinn og lögreglan. — Margir mundu ætla að hér ættu svertingjar og aðrir lítt sið- aðri þjóðflokkar drjúgan hlut að máli, en W. H. Ellis fullyrðir að þeg- ar frá séu dregin afbrot þeirra, sé tveir þriðju hlutar glæpanna framdir af mönnum fæddum í Evrópu eða af afkomendum þeirra. Orsök þessar- ar miklu glæpafjölgunar telur hann vaxandi auð landsins og þaraf leiðandi óhóf á öllum sviðum, og vaxandi á- girnd og öfund, sem leiðir af mis- skifting auðsins. Auk þess óþarflega mikil lagaþvæla, sem allsstaðar veld- ur árekstrum og loks ýms aukin lík- amleg þægindi og tæki, hins fjöl- breytilega nútímalífs, sem á svo marg- an hátt leggi til tækifærin og freist- arnar til yfirtroðslu. Frá Sault Ste Marie er símað 20. júlí, að ægilegur fellibylur hafi geys- að yfir strönd Superior vatnsins milli fljótanna Chippewa og Harmony og gert mikinn usla. Braut hann tveggja feta gild tré, þar sem hann fór um, en sleit önnur upp með rótum og hlóð þessu hráviði yfir vegi alla, svo þá gerði ófæra. Þétt hagl fylgdi, sem eyðilagði þök á húsum og lesti bíla, sem fyrir urðu. Að öðru leyti vita menn ekki til að bylurinn gerði ó- skunda. BRETAVELDI Svo miklir þurkar og hitar hafa gengið yfir Bretland nú undanfarið, að til vandræða horfir. Hafa sumar borgir þurft að sækja neyzluvatn langar leiðir og ýmsar mylnur sem reknar eru af vatnsafli orðið að stöð- vast. Víða hafa verið gefnar út reglur sem banna alla vatns-notkun, framyfir það sem bráðnauðsynlegt er. BANDARIKIN Samkvæmt ræðu er Wade H. Ellis, fyrverandi rikislögmaður Bandarikj- anna flutti í útvarp nýlega, kosta ýms glæpamál Bandarikin 13,000 14 konur eiga nú sæti í neðri mál- stofu breska þingsins, en voru 10 sein- ast. 9 af þessum konum eru jafnaðar- menn, 1 frjálslynd og 1 óháð. Fer hér á eftir listi yfir konur þessar og lítilsháttar lýsing á ferli þeirra: 1. Lafði Astor, fyrsta konan, sem kosin var á þing í Bretlandi. Hún er fædd og upp alin í Bandaríkjunum. Mælsk ?r hún og hefir látið mikið til sín taka. Seinast var ,hún kosin með 5,079 atkv. meirahluta, en nú með 211 atkvæða meiri hluta. 2. Hertogafrúin af Athol. Hún er íhaldsmaður eins og lafði Astor. Hún átti sæti í íhaldsráðuneytinu, sem nú er fallið. 3. LafSi Iveagh. Hún var fyrst kosin á þing 1927 og er talin mælsk- ust kona á þingi Breta. íhaldsmaður. 4. Miss Margaret Bondfield. Hún átti sæti í jafnaðarmannastjórninni 1924. 5. Miss Susan Lawrence. Jafn- aðarmaður. Fyrst kosin á þing 1923. Hún var talin fremst kvenna jafnað armanna á síðasta þingi, hvað mæl sku, rökfærslu, minni á tölur og skýr- slur o. s. frv. viðkom, svo að jafnvel reyndir þingmenn af hinu kyninu öfunduðu hana af. Hún hlaut ment- un sina í Newham College, Cam- bridge. Sigurvegarar í framsögn. Þessir tveir unglingar, sem myndir þessar eru af, eru Earl Valgarðsson og Jóhanna Markússon, sem verðlaun j hlutu í framsagnar-samkepni þeirri, sem Ungtemplarastúkan Gimli nr. 7,! I.O..G.T. efndi til að Gimli 15. mai síðastliðinn. Samkepnin fór fram bæði á ensku og íslenzku og var kept um verðlaunapening þann, sem þjóð-i 6. Miss Ellen WilkinSson. Jafn. aðarmaður. Fyrst kosin á þing 1924 Fyrveerandi skólastjóri og bæjar- stjórnarfulltrúi í Manchester. Auk- nefnd “Miss Perky” af þingmönnum. 7. Miss Jenny Lee. Jafnaðar- maður. Hún er 24 ára gömul og komst á þing í aukakosningu rétt fyrír lok seinasta þings. Hún er dóttir námumanns. — Daily Mail segir, að hún sé góður ræðumaður, en velgeng- nin hafa stigið henni lítilsháttar til höfuðsins. Nýju þingmennirnir: 8. Miss E. Picton Turbcrvill — Jafnaðarmaður. Af íhaldsfólki komin, en tók sér fyrir hendur góð- gerðastarfsemi á meðal hafnarverka- manna í Barry. — Hefir ferðast í Indlandi og víðar. Gekk í óháða verkamannaflokkinn 1918. Góður ræðumaður. 9. Dr. Ethcl Bcntham. Jafnað- armaður. Mikils metinn læknir. Hef- ir lengi unnið fyrir jafnaðarstefnuna. 10. Dr. Marion Philipps. Jafnað- armaður. Utskrifuð af háskólanum í London, einn af þeim sem kom skipulagi á verkalýðsflokkinn og hefir unnið fyrir hann siðan 1908. 11. Lafði Cynthia Mosley. Jafn- aðarmaður.. Hún er dóttir mark- greifafrúar Curzon og mun vera aristokratiskust allra þingmanna verk- alýðsins (að ætterni), er 31 árs og gift Sir Oswald Mosley, sem líka er jafnaðarmaður og þingmaður. . 12. Mrs. Mary Hamilton. Jafnað- armaður. Hún hefir stundað blaða- mesku og skáldsagnagereð og m. a. skrifað bók unt Ramsay McDonald. Mentun sína hlaut hún í Newham College, Cambridge. Hún er dóttir prófessors vig háskólann í Glasgow. Hámentuð kona og igóður ræðumaður Agætur teiknari og Ieggur stund á teiknun í frístundum sínum. 13. Miss Megan Lloyd George. Frjálslynd. Dóttir David' Lloyd George. Hún er 27 ára og kvað hafa erft mælsku föður síns í ríkutn mæli. Hefir kynst ölluni helstu stjórnmála- mönnum heimsins og flestir þeirra verið vinir hennar frá því hún var barn að aldri. Þegar friðarsantning- arnir voru gerðir í Paris, voru full- trúar Breta til húsa á Hotel Majestic, og var Megan þar nteð föður sínum, en svo mikið bar á henni þar, að igistihúsið var alment í gantni kallað Hotel Megantic. 14. Miss .Eleanor .Rathbone. — Stundaði háskólanám í Oxford. Fyr- sta konan, sem átti sæti i borgar- stjórninni i Liverpool. ræknisfélagið hefir g«fið undanfar- in ár, og silfurpening, er Stórstúkan í Manitoba hefir lagt til. Um 30 börn tóku þátt í skemtiskrá- nni. Dómarar voru: Mrs.S. Olafs- son, Miss S. Stefánsson og sr. Þorgeir Jónsson fyrir íslenskuna. Mr. A. C. Gillispie, Mr. F. Sólmundsson og Mrs. McGiIlis fyrir enskuna. Samtalsfundur við C. P. R. Snemma í siðastl. ntánuði gaus sá kvittur upp, að búið væri að segja upp samningi þeim er Heimfarar- nefnd þjóðræknisfélagsins hafði gjört við Canadian Pacific járnbraut- félagið um flutning væntanlegra gesta til Alþingishátiðarinnar á Is- landi á næstkomandi vori. Þessum kvitti fylgdi sú saiga að formanni sjálfboðanefndarinnar, Dr. B. J. Brandson hefði horist bréf frá C.P.R. og hann verið spurður að því hvort hann væri því ekki santþykkur að ferðin yrði farin heim undir stjórn ltans og félaga hans og eitt og sama skipið f'lytti allan hópinn, og Cunard Iínan tæki við öllunt flutning- num. Þess var ennfremur getið að með þessu væri Heimfararnefndin úr sögunni og hr. Jóni J. Bíldfell for- manni nefndarinnar visað frá. Svar læknisins átti að hafa verið með þeini hætti að hann væri þessu sam- þykkur, að sameina ferðina undir for- ustu Cunardlínunnar þó með þeim skilyrðum að Heimfararnefndin skil- aði aftur þeim peningum er Sask. stjórnin hefði veitt henni til að und- irbúa ferðina, Því að það gæti hann ekki látið afskiftalaust. Orðasveim þenna breiddu svo ‘sjálf- boðar” út ekki eingöngu um bæinn heldur og víðsvegar út um sveitir ís- lendiniga norðan og sunnan landa- mæranna. Hvaða tilefni gæti verið fyrir honum gat Heimfararnefndin ekki látið sér til hugar koma því engan ávæning þess, hafði hún fengið frá Can. Pac. félaginu, að það væri hætt við ferðina, eða hefði i huga að segja upp samningunum við nefndina. j Fólk var hvatt til þess að fara var- llega í þaið að skrifa sig hjá nefndinni, því nefndin væri umboðslaus pg það 1 myndi sízt bæta fyrir því með að kom- ast að æskilegum skilmálum er til þeirra huta kæmi og búist yrði til heimfarar. Ekki sá nefndin ástæðu til að taka þenna orðasveim till greina i sökum þess, að hún þóttist vita að fyryir honum myndi vera fremur lit- il rök. Um mánaðarmótin síðustu barst nefndinni orðsending frá umboðs- manni C.P. skipafélagssins hér í bæ- j num og fylgdi þar með, að yfirmenn j félagsins í Montreal, óskuðu eftir að j hafa tal af nefndinni,—eða þeim full- trúum hennar er hún vildi tilnefna,— um hina væntanlegu heimför og þær ráðstafanir er fyrir ferðinni þyrfti að gjöra nú á þessu sumri. Fannst for- manni nefndarinnar sjálfsagt að nefndin yrði viö þessum tilmælum, og í því skyni kallaði hann hana til fund- ar svo að kjörnir yrðu erindsrekar til þessarar farar. Létu nefndarmenn það í Ijósi á fundinum að með ferð- inni myndi þá líka fást upplýsing fyrir því hver rök væru fyrir þessum orðasveimi er svo freklega hafði verið fluttur um samningsslitin við nefnd- ina. Var fulltrúunum fyrirskipað að komast eftir þessu og þá helzt með þvi að fá skriflega staðfestingu er tæki af öll tvímæli í þessu efni. Til farar voru kjörnir undirritaðir, for- tnaður og féhirðir nefndarinnar ;lögðu þeir af stað austur fyrra sunnudag 14 þ.m. og komu til Montreal þann 16. Strax og austur kom fundu þeir yfirmenn félagsins að máli og var fundi ráðstafað það sama-kveld. Af fundinum er það að segja að umræðueínið var það,að athuga ýmis- konar ráðstafanir viðkomandi ferð- inni, og að gjöra áætlun um hvað margir myndu væntanlegir til farar. Bentu yfirmenn félagsins nefndarfull- trúum á, að eftirspurn væri að verða mikil eftir farrými á næsta sumri til Evrópu því fundahöld, sýningar og fl. væri þar í undirbúningi er fólk héðan langaði til að taka þátt í. Kváðust þeir ekki vilja festa meira rúm í skipi er heim færi, en þörf gerðist, og vildu því fá að vita hvað margir væru væntanlegir. Því gátu erindsrekarnir ekki fyllilega svarað, sögðu sem er, að búnir væri ag skrifa sig á fjóíða hundrað manns; um ný- ár rnundi auðveldara að álcveða töl- una.. Var því sá frestur gefinn, en að þeim tíma loknum yrði því far- rými, er fólk yrði þá ekki búið að festa sér, slegið opnu fyrir hverjum er hafa vildi. Gátu fulltrúar.þá um þann orðasveim er gengi hér vestra og spurðu yfirmennina að því hvort hann væri með nokkurum sannindum eða með öllu tilhæfulaus. Svöruðu þeirþví þannig að hann væri með öllu tilhæfulaus, félaginu hefði aldrei til hugar komið að hætta við ferðina, það hefði engum skrifað í þá átt hvorki innan eða utan Wpeg. bæjar. En hinsvegar gátu þeir þess að um- boðsmaður Cunardlínu félagsins í New York hefði komið til fundar við sig, fyrir rúmum mánuði síðan, með kærur og kvartanir yfir Heimfarar- nefndinni, er eiginlega reyndust allar vera sprottnar út af samningi þeim er fulltrúar nefndarinnar gerðu um veru- stað gesta í Reykjavik. Kjörin væru svo langtum rýmilegri en félag hans hefði komist að og lægi því beinast við að álita að Can. Pac. félagið ætti þar einhverja hönd í bagga, með að greijSa mismuninn er á væri. Ut frá þessu höfðu spunnist almennaý um- ræður um heimförina eftir því sem þeir sögðu og þvi þá verið hreyft hvort ekki myndi unt að sam- eina ferðina í eitt og félögin skiftu með sér flutningnum þannig, að ann- að félagið flytti ferðamanna hópinn heim en hitt til baka aftur. Niður- staða þess máls hefði orðið sú, að þetta gæti því aðeins orðið að það kæmi ekki í bága við ráðstafanir Heimfararnefndarinnar og að hún væri þessu samþýkk. Lengra hefði málið ekki komist. Vildu þeir nú fá að vita hvað Heimfararnefndinni sýnd- ist um þetta. Svöruðu nefndar full- trúar því, að sú hefði verið ósk Heimfararnefndarinnar frá upphafi að allir Islendingar, er héðan færu úr landi, heim, gætu orðið samskipa og haldið hópinn, og ef þess væri kostur enn, myndi nefndin sízt verða þvi mótfallinn, en þó svo framar- lega að það skapaði heimfarendum engan f járhagslegan óhag og það kæmi ekki í bága við þær ráðstafan- ir er þegar væri gjörðar, eins og til- dæmis með verustað á Islandi og fl. Eftir nákvæma athugun þessa tnáls varð niðurstaðan sú að þetta mundi ekki framkvæmanlegt og réttast vera að láta sitja við það sem komið væri því samningum væri oflangt komið, og ekki hugsanlegt að Heimfarar- nefndin gæti samþykt fyrir hönd, væntanlega heimfarenda það sem hljóta yrði þeirn til fjárhagslegs ó- hagræðis. Meðan á þessu samtali stóð var einum yfirmanninum er á fundinum sat, borið skeyti það sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu.—Las hann það og afhenti það svo nefndarfull- trúunum. Tafði það ekki fundar- málin. Fanst honum sjáanlega jafn mikið til um það og líkur eru til að Vestur-íslendingar þyki yfirleitt um skrif hr. Jóhannesar Stefánssonar. Áður en nefndarfulltrúarnir sneru heimleiðis fengu yfirmenn félagsins þeim bréf það sem hér fylgir. iSkýr- ir það si,g sjálft og einnig afstöðu fé- lagsins gagnvart nefndinni og Islend- in'gum yfir það heila tekið. • Montreal, July 17, 1929 Dear Mr. Bildfell; It was pleasing to see you and Dr. Petursson the other day and to learn of the progress which your efforts are deservedly making to ensure that the organization of a visit to the Home- land of a large party of Icelanders during 1930 will be crowned with success. To us of the Canadian Pacific it is a privilage and pleasure to be associ- ated with you and your committee in the celebration of the Millehnial Celebration of the Icelandic Pariia- ment. Since the inception of our organiz- ation the Canadian Pacific has been actively and closely associated with the peopel of Iceland; associated with them in the creation, building and maturing of those fine Icelandic settlements which so pleasantly and effectively dot the great and growing provinces of Western Canda; associ- ated with them in their transportation by land and by sea, to and from Ice- land; associated with them in their everydav business life in the daily contact which arises from the many functions performed by the Canadian Pacific for the people of Canada. It seems but right, therefor, that we and you should join hands to enahle our facilities for transportation to be at your disposal, and that of your fellow Icelanders, to participate in such a world event as the Millennial celebration of the Icelandic Parlia- ment. In Canada our Parliamentary Ins- titutions a re based on the age Jong Parliamentary structure of the home- lands, and it is a tribute to our fore- fathers that their igreat work of the past is perpetuated to the present day. We of the Canadian Pacific are behind you and with you to help in every way to promote the success of the trip you are organizing- with such splendid spirit, free from per- sonal gain, and with sentiment and loyality to your race as its fitting background. With every good wish for continued success, I am, Yours faithfully, WM. BAIRD Á íslenzku hljóðar það svo: Kæri Mr. Bíldféll: Mér þótti vænt um að hitta yður og Dr. Pétursson í fyrradag og frétta um hversu mjög yður hefir orðið á- gengt í starfi yðar — eins og þér verðskulduðuð — við að koma hag- feldasta skipulagi á för margra Is- lendinga árið 1930 til ættlands síns. Vér, starfsmenn Canadian Pacific, teljum sæmd og ánægju að þvi að hafa samvinnu við yður og nefnd yðar um að taka þátt i hátíðahöldum (Frh. á 8. bls.J

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.