Heimskringla - 24.07.1929, Blaðsíða 8

Heimskringla - 24.07.1929, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24, JOLI, 1929 \ Fjær og nær Séra Ragnar E. Kvaran flytur guðsþjónustu að Riverton, sunnudag- inn 28. júli, 1929, kl. 8. siðdegis. (Séra Guðmundur Árnason messar í kirkju Grunnavatnssafnaðar á Otto sunnudaginn, 28. júlí, kl. 2 e.h. Næstkomandi sunnudag, 28. júlí, j messar séra Friðrik A. Friðriksson fyrir Mimirsöfnuð, Dafoe, Sask., kl. 2 e.h. á íslenzku, ogí kirkju Quill Lake safnaðar kl. 7 að kvöldi, á ensku. Cand. Theol. Philip M. Pétursson flytur messu á enska tungu í kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg næst komandi sunnudag, 28. júlí, kl. 11. f.h. Mr. Hawkins spilar við guðsþjón- ustuna og dóttir -hans Miss Nora Hawkins syngur einsöng. Mr. Albert Stephensen hefir nýlega lokið miðprófi í pianoleik (Inter- mediate piano) við Toronto Conser- vatory of Music með hárri einkun. (First Class HonoursJ. Hann er aðeins 15 ára gamall, sonur Kristjönu og Sigurðar Stephensen, 417 Ferry Road St. James, af hinni alkunnu Sfcephensens ætt á Islandi. Það sorglega slys varð fyrra sunnudag, að Þorgeir R. Lárusson, sonur Mr. og Mrs. M. Láruson, 150 Horace St., Norwood, druknaði þar sem hann var að baða sig nálægt Kitsilano við English Bay, Vancouv- er. Hafði hann nýlega lært sund oghætti sér of langt út eftir því sem fregnir herma og dapraðist þar sund- ið, en þeir sem með honum voru fengu ekki bjargað honum. Líkinu varð þó náð skömmu seinna. Þor- geir Lárusson var nýkominn frá Winnipeg og hafði starfað um nokk- urn tíma hjá The Pacific Coast Lumber Company. Hann var aðeins 22 ára gamall, hinn gervilegasti mað- ur og er sár' harmur kveðinn að for- eldrum hans, þrem systrum og tveim bræðrum sem öll búa hér í Winnipeg og eiga nú að sjá honum á bak með svo sviplegum hætti. Hr. Bergsveinn Long biður Hkr. að láta þess getið, að nú sé hann að leggja af stað, til að innkalla áskrift- ar gjald hjá kaupendum og biður hann menn að hafa penirxgana til þegar hann kemur. WONDERLAND Norma Shearer leikur fyrsta bófa hlutverk sitt í “A Lady of Chance” sem sýnd verður á Wonderland fyrri hluta næstkomandi viku. Miss Shearer leikur síúlku á telefón skiftistöð á veitingar húsi í New York, þar sem hún makar krókinn með daðri við menn, sem halda að hún sé ástfangin i sér.. Loks hittir hún laglegan ungan mann, sem hún held- ur að sé miljóneri og giftist honum, en þetta reynist á annan veg. — A fimtudag — laugardags verður sýnd “Out of the rúins,” mjög rómantísk- ur og fallegu r ástarleikur þar sem Richard Barthelmess og Marion Nixon leika aðalhlutverkin af mikilli snild. Föstudaginn, 12. júlí síðastliðinn varð Jón Hallgrimsson, bóndi í Minneota, bráðkvaddur á heimili sínu. Heilablóðfall varð honum að bana og bar dauða hans að höndum rétt að nýafstaðinni skirn systurdótt- ur hans þar á heimilinu, eftir því sem Minneota Mascot skýrir frá. Jón Hallgrimsson var mjög vel lát- inn af öllum, sem þektu hann, maður á besta skeiði, fæddur á Vakurstöð- um i Vopnafirði 13. marz 1889. Hann fluttist með foreldrum sinum, Jóni Hallgrímssyni og Sigríði Guðvalda- dóttur hingað vestur um haf árið 1903 Bjó fjölskyldan fyrst í Rosseau, en siðan í Minnesota í nokkur ár unz hún fluttist til Minneota 1916, þar sem hún hefir búið síðan. Var faðir hans dáinn fyrir tíu árum síðan, en móðir hans lifir hann ásamt einum bróður og fjórum systrum. Hann var jarð- sunginn frá lútersku kirkjunni í Minneota sunnudaginn 14. júlí, af Séra Guttomi Guttormssyni. Til tólksins. Eg hefi nú fengið fyrstu 5 heftin af Nýjnm Kvöldvökum fyrir yfirstand- andi ár, en alls verða 12 hefti i ár- ganginum. Hefi ég afgreitt þessi hefti til allra kaupenda hér vestan- hafs. Margir hafa pantað hjá mér eldri árganga og sumir alt ritið frá byrjun, og vil ég biðja þá að biða enn lítið eitt með þolinmæði. Eg sendi alt slíkt, til hvers og eins sam- stundis og mér beerst það. Til kaupenda Iðunnar vildi ég segja að í næsta mánuði mun ég senda þeim það ágæta tímarit; og þá hálfan ár- gang í einu. Og ennfremur, — mér er umhugað um að fá aðstoð góðra drengja, sem umboðsmenn fyrir Iðunni í Piney-bygðinni, Selkirk og Riverton og vildi ég biðja þá sem kynnu að vilja taka þetta að sér að senda mér línu sem fyrst. Iðunn er gott og þjóðlegt rit og á skilið stuð- ning Vestur-Islendinga. Eg vil borga hæstu sölulaun sem ég get mér sjálfum að skaðalausu. . 22. júli, 1929 Magnús Pcterson, 313 Horace St. Norwood, Man. Hinn alþekti söngvari, Albert McGillivray, sem verið hefir við Capi- tol leikhúsið hér í bænum undanfarið, lagði af stað heim til sín í Los Ange- les á laugardaginn var, ásamt konu sinni, og systur hennar, Miss Dora Halldórson, Þær systurnar eu dætur Th. Halldórssonar sem heima á í St. James. Mun Mr. McGillivray vera ráðinn við tal-hreyfimyndarsmiðar í Hollywood. Af gefnum ástæðum hefir Islend- ingadagsnefndin í Winnipeg orðið að færa til daginn frá Föstudeginum 2. Ágúst til Laugardagsins 3. Ágúst. Þessa breytingu eru allir vinsamlega beðnir að athuga og taka til greina. TIL STEINS H. DOFRA Frá Mrs. H. Jóhannsson, 747 Beverley St.............$1.00 Frá lestrar-félaginu Tilraunin Keewatin, Ont..............$10.00 Samtalsfundur við C P. R. (Frh. frá 1. bls.) við Þúsund-ára-afmælisfagnað A1 þingis Islands. Hið mikla félag, Canadian Pacific, hefir frá upphafi stofnunar sinnar haft ákveðið og mikið samband við Islendinga. Sambandið hefir verið um stofnun, skipulagningu og þrosk- un hinna ágætu nýlenda Islendinga, sem markaðar eru á fagran og eftir- minnilegan hátt víðsvegar um hin miklu og vaxandi fylki Vestur-Can- ada. Sambandið hefir verið fófgið í flutningi á landi og sjó, til og frá Is- landi. Sambandið hefir verið við dagleg störf þeirra og hversdagsvið- skifti, sem stafa af hinum marg- breyttu verkum, er Canadian Pacific hefir á hendi fyrir canadisku þjóðina. Fyrir þá skuld fer vel á þvi, að vér tengjumst höndum svo þér getið átt kost á tækjum vorum til flutnings, og aðrir Islendingar, er taka vilja þátt í svo heimsmerkum viðburði sem Þúsundára-afmæli Alþingis Islands er. 1 Canada eru þingræðisstofnanir grundvallaðar á fornri þingskipun ættarlandanna, og það er sæmd for- feðranna, að hinu ágæta starfi þeirra í fortíðinni skulf" haldið uppi til þessa dags. Vér, starfsmenn Canadian Pacific, stöndum við iilií' yðar og með yð''r til þess að stuðla að því á allan hátt aé vel takist förin, sem þér eruð að vinna að að koma skipulagi á, með dugnaði, ósérplægni og fyrst og fremst með hlýleik og hollustu við þjóð yðar í huga. Með góðum óskum um að yður haldi áfram að ganga vel. Yðar einlægur, IVm. Baird, (Steamship Passenger Traffic Manager). Má vænta þess að með þessu sé þá orðasveimnum um samningsrofin lokið, uppá hverju sem næst verður fundið. Rögnv. Pétursson. lón I. BíldlfeU. íslendingadagurinn á Hnausum 5. ágúst 1929 Ræðuhöld byrja kl. 2 eftir hádegi. Minni fslands: Ræða..Séra Benjamín Kristjánsson Kvæði Minni Canada: Ræða............. 0 Kvæði: í>. Þ. Þorsteinsson Minni Vestur-íslendinga: Ræða....Séra Guðm. Árnason Kvæði: Lúðvík Kristjánsson fþróttir: Hlaup fyrir unga og gamla. Langstökk, há- stökk og ýms önnur stökk. íslenzk Fegurðarglíma, Kappsund o.s.frv. $200.00 gefin í verðlaun. Lúðra- sveit Riverton-bæjar og Söngflokkur byggðanna skemta að deginum. Aðgangur fyrir fullorðna 35 cent - Fyrir börn 35 cent Dr. S. E. Bjömsson, Forseti G. O. Einarsson, Ritari. Hin Bestu og Nýjustu gas og rafáhöd eru til sýnis í Áhalda Sýningar Sölum Vorum f hinni nýju POWER BUILDING Portage og Vaughan Gerið svo vel og lítið inn ---ÖLL ÁHÖLD SELD MEÐ GÓÐUM KJÖRUM- WIWWIPEC BLECTWIC COMPAWY “Your guarantee of Good Service’’ THREE STORES: Appliance Department, Power Building; 1841 Portage Avenue, St. James; Cor. Marion and Tache, St. Boniface. Nýlega hefir Tobba Samson, dóttir S. Samsons staðist próf í Primary Grade Piano spili við Toronto Con- servatory of Music. Fékk hún First Class Honours (81 stig). Einnig stóðst Elinor Einarson dóttir Stefáns Einarson’s próf í Introductory grade með Honours, (76 stig). Báðar eru þær nemendur Josephine Jóhanns- sons. ROSE Hinir ágætu leikendur Agnes Ayres, Jack Holt, Dorothy Revier og Will- iam Collier leika í talmyndinni “The Donovan Affair” er sýnd verður á Rose Theate, síðari hluta tþessarar viku. Myndin er tekin eftir hinum fræga leik Owen Davis’s. Fyrra hluta næstu viku verður sýnd “The Younger Generation” þar sem Jean Hersholt leikur aðalhlutverkið. Hverki Faðir Yðar eða Tengdafaðir Yðar Gamalmenni verður upp á yður kominn þegar fram í sækir, en það verður hvorki faðir yðar eða föðurbróðir eða tengdafað- ir, heldur þér sjálfir. Verður þessu gamalmenni gjört mögulegt að setjast í hæginda- stólinn, ókvíðnum og fagnandi yfir efnahagnum? Vissulega ef þér byrjið nú spari sjóðsinnlegg og bætið við það jafnt og stöðugt. Munið að það er fremur hi'n fasta regla með innborgun, en upphæðin í hvert sinn sem telst að lokum. Byrjið strax á því að safna fyrir liann Province of Manitoba Savings Office Winnipeg j DaHy 6°3Poen Wí)J\íl)I^T? T A /VD Casicat \ \ Saturdays 1.00 ” L/i MMJ £ixhltrhan Tl.cafrc ( THIRS—FRI—SAT THIS WEEK { Big Double Billl Richard Barthelmess in | 4<0ut of the Ruins’, { added feature “SIDE SHOW’’ ■ Full of Pulsating Romance! { A REAL SHOW Neit MO\—TEES—WED Two great Shows in one Norma Shearer in “A Lady of Chance” | added feature • “DIAMOND HANDCUFFS” ' ROSE Theatre Sargent at Arlington The West End’s Finest Theatre Okkar yerð er lœgst ÁstætSan er sú, at5 allir eldri bíl- ar eru keyptir þannig at5 vér getum statiíst samkeppni hinna undursamlegu nýju Ford Bíla, sem seldir eru svo ódýrt'. BeriC saman þetta verS vitl þats sem aórir bjóóa: FORDS 1922 Touring $ 95 1924 Coupe $145 1926 Touring $260 THUR—FRI—SAT„ —This Week— A 100% Talking Picture The Donovan Affair with Jack Holt, Dorothy Revier, William Colliér Jr. The B@st Mystery Drama Vet Made Tigers Shadow No. 2. Fables MON—TUES—WED YEXT WEEK “The Younger Generation,, 60% Talking Picture with Jean Hersholt COMEDY NEWS 1928 Touring $500 1926 Coupe $325 1927 Coupe $375 1925 Coupe $240 1926 Tudor $345 1927 Tudor $395 1928 Model A Tudor $595 VÆGIR SKILMÁLAR Hingað komu fyrra sunnudag þeir: Rósmundur Arnason, Bæring Gabríelsson, Mr.. og Mrs. Gabríel Gabríelsson og Miss Ella Abrahamsson frá Kristnes, Sask. Voru öll í kynnisför til Nýja íslands. Komu þau aftur á föstudaginn frá Árborg og fóru vestur á mánudaginn öll nema Mrs. Gabríelsson, er fer suður til Rochester í lækniserindum og Mr. Bæring Gabríelsson, er fer með stjúpmóður sinni þangað suður DOMINION Motor Co. Ltd. FORT & GRAHAM 87 316 EVENINGS 87411 Sérstök skemtiferðarlest til Hnausa 5. ágúst fer frá C. P. R. járnbraut- arstöðinni kl. 9.40. Kemur til Hnausa 12.55. Frá Hnausa aftur 6.50 og kemur til Winnipeg kl. 10.45, að kveldinu. —■ o-—o-mmm-ot^ot^o^m-o^^m-o-mm-o-mmm-o< íslendlngadagurinn Fertugasta Þjóðhátíð Yestur-Islendinga Haldinn í River Park, Winnipeg Laugardaginn 3. Ágúst 1929 Skemtiskrá: M>-K í A | Minni Islands: j Ræíuhöld byrja kl. 2 síðdegis Forseti dagsins: Jón J. Samson. Fjallkonan: Miss Margrét Backman. “Ó guð vors lands:” Lúðrasveitin. Ávarp: Forseti dagsins v Lúðrasveitin Ávarp Fjallkonunnar: Þorskabítur Ávarp: Leifur bepni Eiríksson Ávarp: Egill Skallagrímsson Lúðrasveitin Ræða: Séra Benjamín Kristjánsson Kvæði: Dr. Sig. Júl. Jóhannesson Lúðrasveitin ! ! Il í I I S i ! MinniCCanada: Ræða: Séra H. J. Leo Kvæði: Jónas Stefánsson frá Kaldbak Lúðrasveitin ! S j Minni Yestur-Islendinga: ( ■ ...................... í i í Ræða: Dr. Sv. E. Björnsson Kvæði: Jón Jónatansson - Lúðrasveitin m-o*

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.