Heimskringla - 24.07.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 24.07.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24, JOU, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. Bóndinn krossaði sig eins og til að fyrir- byggja frekari ræðu, en húskarlinn hélt áfram: “Amma mín sagði mér frá því. Hún Ireyrði fólk oft tala um þetta í Elsass, þegar þrumuveðrin komu yfir Odilinnberg. Skipið kemur siglandi frá Magoníulandi. Það er hvítt að lit og siglir á dökku skýjunum, og Fa- solt og Mermut sitja í því og þeir fleygja niður haglsteinum og lemja kornið úr öxunum, ef að veðrakarlinn hefir gefið þeim vald sitt í hendur. I>eir safna svo korninu upp í loft- skipið og sigla svo heim til Magoníulands og fá góða borgun fyrir. Það er betra að eign- ast vináttu þeirrá í loftskipinu, en að láta syngja messur. Við fáum ekkert nema hrat í ár.“ Bóndinn varð hugsi. Hann greip í háls- málið á húskarlinum og skók hann tU. ‘‘Hver gerði það’’ æpti hann. Maðurinn lagði fingurinn á vörina. Það var orðið áliðið kvelds. Bóndinn og húskarl hans voru á gangi um akrana til þess að(athuga skemdirnar þennan sama morgun, sem Cappan og Ekkehard höfðu hitst. Hvorugur mælti orð frá vörum. Skaðinn var mikill. En báðir tóku eftir því að landið hinumegin við eikarbeltið hafði orðið fyrir minni skemdum. Það var eins og skóg- arinn væri landamerkin, sem haglhríðin hefði numið staðar við. Cappan var niðursokkin í verk sitt hinumegin á akrinum. Hann iauk við að festa snörur sínar og tók sér síðan dá- litla hvíld. Hann dróg undan belti sínu stóra sneið af svörtu brauði og bita af reyktu svína-, kjöti, sem var feitt og gómsætt, að honum kom strax til hugar brúðurin nýja, sem hann hafði ástæðu til að vera stór þakklátur fyrir að búa hann út með annan eins mat. Honum kom til hugar önnur atvik úr þeirri stuttu hjúskap- arlífi, og hann horfði löngunarfullum augum eftir lævirkjunum í loftinu, eins og hann lang- aði til að senda þá á skjótum vængjum til Hohenstoffeln með viðkvæmar kveðjur til konu og heimilis. Hann var svo kátur og glaður að hann stökk í annað sinn hátt upp í loftið. Og með því að hann var einn og langt í burtu frá sinni hávöxnu eiginkonu, hugsaði hann sér að hann skyldi vera sérstak- lega eftirlátur við sjálfan sig og leggjast endi- langur á jörðina meðan hann væri að snæða, því heima varð hann ávalt að sitja við máltíö- ir, hversu ílla sem honum féll það. Hann mundi alt í einu eftir því, að Friderún hafði kent honum sérstök orð til þess að særa í hurtu kvikindi og til þess að blessa vinnu hans. og hún hafði lagt ríkt á við hann að hann mætti aldrei gleyma að fara með þau. Honurn hefði ekki bragðast morgunverðurinn eins vel ef þeirri athöfn hefði verið slept. Eignarmerki Heiðveigar hertogafrúar, hálf-tungl,*var höggvið á stein á landamerk- jah'nuna. Cappan gekk þangað, tók skóinn af hægri fæti, steig berum fætinum á steininn og rétti hendin í áttina til skógarins. Bónd- Inn og húskarlinn, sem á gangi voru innan um tréin,námu skyndilega staðar við þessa sjón; Cappan sá þá ekki, en tók til að þylja orðin, sem Friderún hafði kent honum — ‘‘Aius, sanctus cardia cardiani! Mús og múskona, moldvarpa og verpill, eg skipa yður öllum að yfirgefa akurinn og halda út í heim- inn og fylgi yður plága og veiki, hvar sem þið farið! Afrias, æstrias, palamiasit!’’ Bóndinn og húskarlinn höfðu falið sig bak ^við eikarstofn og hlýtt á særinguna. Þeir gengu nú hægt og hægt nær, en Cappan æpti i annað sinn: ‘‘Afrias, æstrias, palamiasit!” en hann fekk þá um leið svo mikið högg á hálsinn, að hann féll til jarðar. Tvennir hnefarværu teknir til að lumbra á bakinu á honum, eins og þreskitré á þreskigólfi, áður en hann hafði getað áttað sig á hvaðan á sig stóð veðrið. “Játaðu! kornspillir!” öskraði bóndinn framan í Húnann, sem ekki skildi upp né nið- 'ur. “Hvað hefir Schlangenhof nokkuru sinni gert þér til miska, óveðra-karl þinn, kvikinda- veiðarinn þinn, hjú djöfulsins.” Cappan gat engu orði upp komið, hann var ringlaðuf undan höggunum, sem buldu á honum. En þögn hans reitti bóndann gamla ænn meira til reiði. “Líttu í augun á honum!” hrópaði hann til huskarlsins, ‘‘og sjáðu hvort ský er á þeim og hvort myndin af þér sést öfug, á höfði.’’ Maðurinn gerði eins og fyrir hann var lagt en hann var sannsögull. ‘‘Lyftu þá upp handleggnum!” Hann reif fötin af efrihlutanum á ligg- jandi manninum og athugaði handleggina á honum; því þeir sem samneyti hafa við illa anda, bera einhver merki þess á líkamanum. Þeir fundu ekkert á garminum nema ör eftir nokkur gömul sár. Þessi staðreynd hafði nærri því samfært þá um, að hann væri sak- laus, því að fólk á þeim tímum var eins og skepnur í ástríðum sínum, ört og skjótt til breytinga, eins og sagnfræðingarhafa skýrt oss frá. En rétt í þessu vildi svo til að hús- karlinum var litið á stóra bjöllu, sem skreið á jörðinni. Kolsorti vængjanna glitraði í sól- skininu, og rauðleit hornin risu tígulega upp í loftið eins og væru það ihorn á hirti. Það var eins og hann heðfi verið að horfa á með- ferðina, sem Cappan hafði orðið fyrir, hefði getist illa að því, og væri nú að' halda áfram leiö sinni inn í akurinn. Húskarlin hrökk undan afar hræddur. “Donnergugi!” hrópaði hann. ‘‘Þrumubjallan!” æpti bóndinn og nú var úti um Cappan. Ekki var með nokkru móti lengur unt að efast um það, að hann og bjall- an bæru sameiginlega ábyrð á óveðrinu. Al- kunnugt var að hjartar-bjöllur drógu að sér þrumur og eldingar. ‘‘Játaðu og iðrastu, heiðni hundur!” hróp- aði bóndinn og þreifaði eftir rýting sínum. Honum kom nýtt til hugar. ‘‘Hann skal gjalda fyrir það á gröf bræðra sinna!” mælti hann. “Hann hefur leitt yfir okkur þrumu- veðrið til að hefna þeirra!” Húskarlinn hafði nú marið bjöllina á milli tveggja flatra steina, og grafið síðan steinana í jörðu. Þeir drógu nú Cappan þvert yfir ak- urinn að haugnum, þar sem Húnarnir föllnu lágu, og bundu hann þar á höndum og fótum. Húskarlinn hljóp nú yfir til Schlangenhof og kallaði saman samverkamenn sína. Það voru æstir og grimmir menn, sem nú komu á vettvanginn. Sumir þeirra höfðu dansað í brúðkaupi Cappans, en það var ekki til fyrir- stöðu því aðþeir væru albúnir að grýta hann nú. Cappan var nú að reyna að jafna sig og leita einhverra bjargráða. Hann hafði ekki hugmynd um fyrir hvað hann var ákærður. en hann skyldi vel að hann var í lífshættu. Hann rak þessvegna upp óp sem heyrðist lang- ar leiðir, og var það líkast því hljóði, er kemur úr dauðsærðum hesti. Ekkehard heyrði það og hrökk upp úr draumi sínum undir lilak- trénu. Hann þekti lödd skírnarbarns síns og horfði alt umhverfis sig. Cappan hljóðaði í annað sinni og Ekkehard gleymdi Ljóðum Sal-omons, og rann sem fætur togaði ofan brekkuna. Hann mátti ekki seinni vera'. Þeir létu Cappan snúa baki að stórum kletti á gröfinni og stóðu í hálfhring umhverfis hann. Klaust- urbóndinn skýrði frá því hvernig hann hefði staðið Húnann að verkinu er hann var að seiða til gjörninga-veðuL>3, og spuri^i 'hver dómur þeirra væri. Þeir voru sammála um að hann væri sekur, og dæmdu hann til að grýtast til bana. Ekkehard sentist eins og örskot í þessa skuggalegu samkundu. Klerkastétt þessa tíma var ekki eins blekDað hugsun eins og eftirkomenduf þeirra nokkrum öldum síðar, er þúsundir manna voru brendir á báli; þegar ríkið kvað upp dauða- dóminn og klerkarnir blessuðu yfir. Og þótt Ekkehard tryði fastlega á aðrar tegundir gald ra, þá hafði hann eitt sinn afritað ritgjörð eftir hinn guðhfædda Agobard biskup, sem rituð var til þess að sanna, hve heimskuleg væri hjátrú almennings um gerningaveður. Hann varð mælskur af innilegri reiði. ‘‘Hvað dirfist þér að gera, þér heimsking- jar, er felliö dóm þar, sem sæmra væri að þér bæðuð um að þér yrðuð ekki sjálfir dæmdir? Hafði maður þessi drýgt glæp, bíðið þá þangað til næst að nýtt tungl og sóknarpresturinn í Radolfszell kveður til dómþings. Látið þá sjö eiösvarija menn ákæra hann um yfirsjón- ina samkvæmt lögum keisarans og kirkj- unnar.” Mennirnir frá Sohlangenhof gáfu engan gaum að orðum hans. Ekkehard reyndi þá að nota aðra aðferð til þess að hafa áhrif á rudda- lega hugi þeirra. ‘‘Trúið þér í raun og veru, synir þessa lands, sem alið hefur marga helga menn, þessa svabiska lands, sem guð hefur litið með svo mikilli velþóknun á, að veslings Húna-garmur hafi vald yfir skýjum vorum? Haldið þér að skýin mundu hlýðnast honum? Að bjart leift- ur frá Hegau-hæðum mundi eigi fremur kljúfa hausinn á honum, útlendingnum, fyrir að dirf- ast að skifta sér af því?” Þessi síðasta skírskotun til landsins, sem þeir voru hreyknir af, hafði nærri því sann- fært mennina, en bóndinn hrópaði: “Þrumubjallan! Þrumubjallan! Við sáum með okkar eigin augum, að hún skreið við fætur hans.” Mennirnir tóku þá aftur að hrópa, “grýtið hann! grýtið hann!" Einhver kastaði fyrsta steininum; hann hitti veslings Húnan og blæddi undan, en Ekkehard hljóp þá djarflega fram og skýldi skímarbarni sínu með sínum eigin líkama. Þetta hafði þegar tilætluð áhrif. Mennirnir frá Schlangenberg litu hver framan í annan. Þeir þögnuðu smámsaman. Einn sneri sér í burtu og lagði í burtu, aðrir fóru að dæmi hans, og þar kom, að bóndinn var einn eftir. ^ ^ "Þú ert í sambandi við eigendur land- sins,” hrópaði hann reiður. Ekkehard svar- aði engu, og maðurinn lét þá steininn falla til jarðar, tautaði eitthvað fyrir munni sér og hélt síðan leiðar sinnar. Veslings Cappan leið hörmulega. Hann sárkendi til í bakinu undan þungum hnefa- höggunum og steinninn hafði sært hann, svo á höfðinu, að honum blæddi allmikið. Ekke- hard þvoði sárið upp úr regnvatni, gerði kross- mark yfir því til þess aðblóðrásin skyldi hætta, og batt síðan eins vel um og honum var unt. Hinn særði maður leit þrútnum auigum, fullum af þakklátssemi, á hann. Þegar Ekke hard hafði hjálpað honum eins og unt var, leiddi hann hann af stað áleiðis til kastalans. Þeim gekk ferðin seint og það kostaði heil- mikla fyrirhöfn að fá Cappan til þess áð styja sig við handlegg múnksins. Sárið á fætinum, sem hann hafði fengið í orustunni, hafði ýfst upp af nýju í áganginum um morguninn, og Cappan garmurinn hélt niðri í sér stununum, er hann hélt haltrandi upp brekkuna. Koma þeirra til Hohentwiel vakti alment uppþot, því öllum féll vel við Húnann. Her- togafrúin kom ofan í hallargarðinn og kinkaði vingjarnlega kollinum framan í Ekkehard, er hún heyrði um góðverk hans. Þetta ósvífna ofbeldi, sem undirmenn klaustursins höfðu sýnt einum af vinnumönnum hennar, vakti á- kafa reiði hennar. ‘‘Vér munum ekki gleyma þessu!” mælti hún. ‘‘Láttu hugast, músaveiðari minn góð- ur. Þeir skulu fá að greiða þér þær skaða- bætur fyrir sár þitt, að líkist góðum heiman- mundi. Og vér skulum dæma til hæstu sekt- ar fyrir að rjúfa friðinn í hertogadæmi voru. Tíu pund silfurs skulu ekki nægja. Þessir klausturþegnar eru teknir að gerast jafndjarfir og húsbændur þeirra!” En reiðastur allra var þó Spazzó stallari. ‘‘Hlífði ég honum við höggi sverðs míns” hrópaði hann afarreiður, ‘ ‘til þess að þessir skítakögglar í Schlangenberg skyldu grýta hann til bana? Hefir hann ekki verið skírður síðan og er ég ekki guðfaðir hans og ber á- byrgð á heill sálar hans og líkama? Vertu rólegur, skírnarbarn mitt!” hrópaði hann til Cappans og sló sverði sínu í steinhellurnar, “ég skal fylgja þér fyrstu ferðina þína eftir að skeinan þín er læknuð. Vio skulum þá hitta þennan bónda að máli og jafna við hann reikn- ingana. Já að mér heilum og lifandi skulum við jafna við hann reikningana. Það nær ekki nokkurri átt, að bændafólkinu haldist annað eins uppi til lengdar. Þessir náungar bera skjöld og sverð eins og þeir væru tiginbornir. í stað þess að hegða sér eins og búkörlum sæmir, fara þeir á villigaltar og bjarnar veiðar með hundum og blása í horn sín eins og þeir væru kongar. I hvert skifti sem maður mætir náunga, sem reigir hausinn hærra en nágrann- ar hans, þá má veðja um að hann sé bóndi!” “Hvar var þetta ofbeldi framið?” spurði hertogafrúin. ‘‘Þeir drógu hann frá landamerkjastein- inum, sem hálfmáninner höggvin á, og að Húna-haug,” svaraði Ekkehard. ‘‘Á vorri eigin jörð og landi!” hrópaði her- togafrúin reið. Þetta gengur fram úr hófi! Spazzó, þú stígur á hestbak.” ‘‘Við stígum á hestbak,” sagði stallarinn þungbúinn. "Og þú heimtar þegar í dag bæði skaða- bætur og sektin af ábótanum í Reichenau fyrir friðarspjöll. Vér látum ekki munka-ósvífni troða á löglegum réttindum vorum í voru eigin landi!” ‘‘Látum ekki munka-ósvífni troða á oss!" tók Spazzó upp eftir henni enn þungbúnari en áður. Hann hafði sjaldan farið ferð, er honum var betur a.ð skapi. “Vér stígum á hestbak tigni ábóti!” mælti hann og strauk skegg sitt um leið og hann gekk inn í herbergi sitt til að búa sig til ferðar. Hann lét græna flauels kyrtilinn og gull bryddu stallaraskykkjunu hanga kyrra á nagl- anum, en fór í stað í gömul grá veiðiföt. Því næst fór hann í brynhosurnar miklu, sem hann hafði borið í bardaganum við Húnana, og setti á sig stærstu sporana sína. Búningur hans fékk sinn síðasta svip af þremur stórum fjöð- rum, er hann festi í hjálminn; hann spenti því næst á sig beltinu og gekk þannig búinn aftur út í hallargarðinn. Hann hallaði stálhúfunni dálítið yfir vin- stra eyrað, sneri höfðinu til vinstri og leit um öxl drembilega. “Mjög ósvífin svipur herra stallari,” svar- aði grfska stúlkan. ‘‘Þá er það réttur svipur,” mælti Spazzo, varpaði sér á bak hesti sínum og þeysti út um garðshliðið svo að neistar flugu undan hófum gæðingsins, en reiðmaðurinn þrunginn af þeirri þægilegu sannfæringu, að þessa stund- ina væri það skylda sín að vera ósvífinn. Hann æfði sig á hlutverki sínu á leiðinni. Stormurinn hafði rifið upp grenitré. Stórir moldhausar lágu umhverfis ræturnar, en stór- ar greinarnar lágu þvert yfir götuna. “Úr leið minni, klerka drumbarnir ykkar!” hrópaði hann til trésins fallna. Það hreyfði sig ekki, en hann dró sverðið úr sliðrum. ‘‘Áfram Falada!” og hann keyrði sporana í hryssuna og lét hana sendast yfir tréð í einu stökki. En hann hjó svo hraustlega í greinar- nar á leiöinni að spænirnir flugu víðsvegar. Hann var kominn að klausturdyrunum áður en hálf önnur klukkustund var liðin. Mjóa eiðið, sem tengdi eyna við meginlandið, þegar lágt var í vatninu, var ofar vatni og hann komst þurt yfir. Leikbróðir einn lauk iupp fyrir honum dyrunum. Stund miðdegisverðar var komin. Heribald, hálfvitinn, kom hlaupandi út úr garðinum til þess að aðgæta hver kominn væri og forvitni hans var svo mikil, að hann kom alveg upp að hesti riddarans, um leið og hann var að fara af baki. En varðhundurinn gelti rétt í þessu svo harkalega, að hesturinn prjón- aði og nærri lá að Spazzo yrði fyrir slysi. En er hann var kominn óskaddur af baki, sneri liann sér að Heribald og sló hann með flötu sverðinu þvert yfr bakið. “Þér var ekki ætlað þetta, heldur varð- hundinum. Komdu því sína leið,” mælti hann og strauk skeggið. Heribald stóð agndofa og neri á sér öxlina. “St. Pirmin!” veinaði hann. “í dag er enginn St. Pirmin!” sagði Spazzó einbeittur. Heribald hló að þessu eins og hann skyldi nú íyrst við hvern hann ætti. “Ha-ha, rétt er það, herra minn!” Hún- arnir komu hingað líka, og enginn var til þess að taka á móti þeim nema Heribald, en jafnvel þeir fóru ekki svona skammarlega með hann.’’ ‘‘Húnarnir voru ekki stallarar á hertoga- setri,” svaraði Spazzó drembinn. Ný hugsun vaknaði hægt og hægt í veik- um lieila Heribalds. Eftil vill voru Húnarnir ekki verstu gestir, sem hægt var að fá á þýzka grund. Ilann þagnaði og hélt aftur inn í garðinn sinn og reif þar upp njólablað til þess að nugga með þeim bakið á sér. Spazzó stallari hélt sem leið lá yfir hallar- garðium og að dyrunum, sem opnuðust inn í gönginn að innri hluta klaustursins. Hann steig þungt til jarðar eins og hann vissi að hann ætti mikið undir sér. Miðdegisverðar- klukkunni var hringt og einn af munkunum gekk hratt yfir garðinn. “Kallaðu á ábótann út til mín!” skipaði hann. Munkurinn leit undrandi á hann og svaraði, er hann hafði veitt athygli slitnum veiðimannsbúninginum. “Þetta er miðdagsverðartími. Hafi þér verið boðið, sem ég að vísu — ” hann leit aftur háðslega á klæðnað Spazzós. En hann komst aldrei lengra með setninguna því að Spazzó gaf hinum hungraða bróður svo lijartanlegt olnbogaskot að hann skall aftur á bak í garð - inn eins og fjaðrahnöttur og lá þar, en glitraði á gljáandi skallann í sólskininu. Ábótanum hafði þegar borist til eyrna á- rás sú, sem klaustur bóndinn hafði dyrfst að gera á hendur einn af þjónustumönnum her- togafrúarinnar. Hann heyrði nú hávaða í klausturgarðinum, leit út um gluggann og hitt- ist þá svo á, að hann sá fall hins guðhrædda bróður Ivis. “Sæll er sá, sem að veit hina íeyndu orsök atvikanna,” segir Virgil, og þannig var nú einmitt ástatt um ábótann. Hann liafði séð hjálm Spazzós bregða fyrir, og veifuðust fjaðrirnar ögrandi til og frá. “Segðu ábótanum að koma ofan!" var hrópað í annað sinn og svo hvelt og skipandi að það hrikti í gluggunum í klefanum. En. nú var súpan tekin að kólna í matarsalnum og bræðurnir tóku loks að snæða án þess að bíða lengu reftir ábótanum. Wazmann ábóti hafði sent eftir Rudimann byrlara. “Alt eigum við þetta að gjalda skrambans hvítvoðungnum frá St. Gall,” mælti hann. ‘‘Ó, Gunzo, Gunzo! maður á ekki að óska náunga sínum ílls, en ég get ekki að því gert að spyrja í huga mínum, hvort ekki hefði veriö betra að bændur vorir hefðu hent þessum steinum í hræsnarann Ekkehard, sem þeir ætluðu galdramanninum frá Húnalandi.” Auðmjúkur munkur kom inn í herbergi ábótans. “Það er einhver út í garðinum, sem hróp- ar og æðir fram og aftur, eins og hann væri einhver mektarmaður.” En ábótinn sneri sér nú að Rudimann byrlara. “Það hlýtur að vera óveður við Hohentwiel,” mælti hann. ‘‘Eg þekki stall- arann vel og það má vel marka veðrið á honum Þegar bros er á drembilegu andliti húsmóðir hans, þá hlær hann með öllu andlitinu, og sé ský yfir brá hennar, þá er þrumugangur hjá honum. "Og eldingaleiftur með,” bætti Rudimann við. Þungt fótatak heyrðist í göngunum.....

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.