Heimskringla - 24.07.1929, Side 3

Heimskringla - 24.07.1929, Side 3
WINNIPEG, 24, JÍJEÍ, 1929 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSÍÐA Fréttir frá Islandi. BIFREIÐARSLYS. Tveir menn bíða bana, og margir meiðast. Rvík. 24. júní 'Snemma í gærmorgun vildi þaö sorglega slys til, að fólksflutningabif- reiö meS tólf mönnum valt um koll skamt fyrir ofan bæinn Lögberg (Lækjarbotna) og biðu tveir menn bana, en flestir meiddust allmikiö. Þeir, sem dóu, voru Guömundur Ölafsson, Rauðarstig, 13, kvænt- ur maður,sem lætur eftir sig konu og tvö börn, og Guðmundur Jóhanness- on, Rauðarástíg 13K. Hann átti fyrir aldurhniginni móður að sjá, sem nú fcr á Elliheimilinu. Meðal þeirra, sem meiddust, var Þorsteinn Kárason, Laugaveg 103. Hann var fluttur í sjúkrahús í gær og leið eftir vonum í morgun. Sigurður Böðvarsson, Hverfisgötu 43 hand- leggsbrotnað, og Eyjólfur Guðmund- sson, Múla við Laugaveg, siðubrot- naði, Agúst Friðriksson, Hvg. 32B, brákaðist á öxl, marinn á brjósti og baki, Ásgeir Torfason, Njarðargötu 41, brákaður á handlegg og marinn um brjóst og heröar, Sigmundur Þorstein- sson, Rauðaráárstíg 13D, marðist á vinstri hlið, Hafsteinn Hjartarson, Lindargötu 40, meiddist á höfði, en lítið meiddir eru Jóhann Andrésson, Barónsstíg 20, og Jón Benediktsson, Skólavörðustig 36, og bifreiðatjór- inn. Þetta bifreiðarslys er eitt hið mesta, sem orðið hefir hér á landi. siíðasta fundi, og var algerlega mót- fallin því, að sá staður yrði látinn af hendi til þessara nota. En sam- þykt var tiilaga, þess efnis, að bygg- inganefnd og veganefnd skyldi litast um eftir haganlegum stað handa Þjóðleikhúsinu. Skrifstofuhús. Á fjárlögum fyrir 1930 er stjórn- inni heimilað “að láta reisa byggingu á Árnarhólstúni fyrir ýmsar skrif- stofur landsins, ef sýnt þykir að með því megi lækka til muna kostnað við skrifstofuhald í Reykjavík, og taka i því skyni lán alt að 225 þús. kr. Stjórnin mun nú hafa ákveðið, að hefja byggingu þessá stórhýsis i hag bæjarins, að nein hætta geti tal- ist, að eiga fé sitt i vörslum hans. Og enn er það að lita, að vextir af hinu innlenda láni hefði orðið kyrrir í landinu, og er það ekki lítilfjörlegt atriði, en vaxtagreiðslur af enska láninu nema mörg hundruð þúsund krónum á öllum lánstímanum, og hverfur það fé út úr landinu. —Vísir. Islandsglímuna í gærkveldi vann Sigurður Thorar- cnsen. Hafði 7 vinninga; féll að- eins fyrir Björgvin Jónssyni. Næstur honum varð Þorgeir Jónsson, með 6 vinninga.—Stefnuhornið vann Jörgen Þorbergsson. Það er veitt fyrir fegurðanglímu í sambandi við Islands glímuna. Nánara verður skýrt frá glímunni á morgun. Rvík. 20. júní. Pétur JónSson söngvari er nú að flytja búferlum til Berlínar og þykir Bremenbúum sárt að missa hann, því Pétur er þar mjög vinsæll. Hafa þeir heiðrað hann á ýmsan hátt og á kveðjuhljómleikum, er Pétur hélt þar um mánaðamótin, síðustu, sást best í hvað miklu áliti hann er þar sem listamaður og hve óvenjulegunr vinsældum hann á að fa'gna. Hefir það þó ekki síður komið í ljós við óperusýningar þær, er . hann hefir sungið :í, í síðasta sinn, og þá sér- staklega er hann síðast söng Lohen- grin, Tannhauser, Tritan, Meister- singer, Radamer og Othello. Skal j hér aðeins tekið litið sýnishorn af Idaöadónium um Pétur sem Othello: “Sýningin á sunnudaginn tók hin- um miklu “Othello”-sýningum fram um margt. I aðalhlutverkinu—einu biiiu allra erfiðasta allra tenorhlut- verka — á hetjusöngvarinn okkar, Pétur Jónsson, alveg sérstakan styrk.1 1 því hefir hann sett — og setur enn ' heimsfrœga sö-ngvara í skugga. Þessi l Othello var — eins og ávalt hjá P. J. — sannfærandi veruleiki — og þann- ig hátt upp hafinn yfir það, sem menn eiga að venjast á leiksviðinu. I röddinni sameinast dramatiskt afl, svo að tceplega verður hœrra komist, og hrein og skær hljómfegurð. Rödd hans, sem er svo liðug og fullkomlega fáguð á öllum sviðum, hljómaði ávalt því bjartar, fyllra og fegurra, því tneir sem á reyndi.” Pétur kemur hingað með son sinn snöigga ferð á sunnudaginn. —Vísir. Rvik. 26. júní Önnur flugvélin, sem ráðgert er að haldi uppi flug- ferðum hér innan lands í sumar, er nú komin hingað. Var unnið að þvi í gær, að setja hana saman og lyfti hún sér til flugs um hádegi í dag og reyndist vel. Á laugardaginn fer flugvélin sennilega fyrstu för sína. Verður þá flogið norður um land. Flugvélin hefir hlotið nafnið “Súlan”, eins og flugvél sú, sem hér var i fyrra * * * Samþykt var á síðasta bæjarstjórn- arfundi að sæta lánstilboði vátrygg- ingafélagsins “Prudential” í London, um 45 þúsund sterlingspunda lán handa Reykjavíkurbæ. Lánið er af- fallalaust, lánstími 15 ár og vextir 6}4% á ári. Heimilt er að endur- greiða lánið að fullu á 10 árum. Tillaga Þ. Sv. fór þvi fram, að hinu enska lánstilboði skyldi hafnað, en innlent lán tekið að upphæð ein miljón kr., og áttu ársvextir að nema 7%. Lítill vafi virðist geta á því leikið, að þetta lán hefði fengist. Landsmenn munu nú eiga að minsta kosti um eða yfir 50 miljónir króna í sparisjóðum, með miklu lægri árs- vöxtum, en ráðgert er í tillögunni að greitt skyldi af hinu fyrirhugaða láni. — Má nærri geta að sparifjár- eigendur mundi hafa verið fúsir til að ávaxta fé sitt með þeim kjörum, sem tillagan ráðgerir, því að ekki er þó enn búið að fara þannig með fjár- Önnur heimsókn Vilhjáims kardinála. Kirkju- og biskupsvígsla í Landakoti. Svo sem kunnugt er ætlar Vil- hjalmur kardináli van Rossum að heimsækja ísland í annað sinn í næsta mánuð og ætlar hann þá að vígja hina nýju kirkju í Landkoti og auk þess að veita ármanni (præfekt) páfa hér, sira Marteini Meulenberg, biskupsvígslu. Af þessu tilefni sendum vér tíðindamann vorn til biskupsefnis til þess að fá nánari fréttir af þessum atburðum, sem að ýmsu leyti má telja eins dæmi. Kardináli kemur, spurðum vér síra Martein. Já, svarar biskupsefni, hann kemur hingað 21. júlí. Það er mikið gleði- efni, þvi satt að segja vorum vér orð- nir vondaufir hér um að það gæti orðið á þessu ári. Þegar kardináli var hér síðast, hafði hann að vísu dregist á að homa hingað til þess að vígja kirkjuna nýju, en bæði er það, að hann er orðinn roskinn maður, á 75. ári, oig heilsan ekki sem best, og svo er ferðin hingað bæði löng og erfið fyrir menn, þótt bæði séu full- hraustir og ungir, svo að manni fanst mundi geta brugðist til beggja vona um komuna, hvað góðan vilja sem kardinálinn hefði. En er það ekki einstakt í sinni röð, að slíkur kirkjuhöfðingi gjöri sér langa og erfiða ferð til þess að vigja kirkju jafn lítils safnaðar? Skáldin okkar hafa fyr og síðar talað um, að vér séum á yzta hjara heims og á útkjálka veraldar, svo að eg þykist ekki niðra hinu nýja föður- landi minu, þó að ég kalli kirkjuna okkar hérna útkjálkakirkju. Landið sjálft, þó útkjálki sé að landfræð- islegu, er menningarmiðstöð í dýpsta skilningi þess orðs. En það er eins og þér segið fátítt, að slíkri kirkju sé veittur slíkur heiður. Ekki svo að skilja, að kirkjan sé ekki fullboðleg. Hún stendur að stærð og gerð ýmsum smærri erlendum dómkirkjum ekkert að baki. En ekki nóg með, að kar- dinálinn komi sjálfur, heldur eru i fylgd hans margir kirkjuhöfðingjar, auk hins einginlega fylgdarliðs hans. Með horium koma biskuparnir Brems og dr. Muller, er hafa páfasýslu (vikariat) í Danmörku og Svíþjóð, ennfremur Richard kórsbróðir, sem er aðalyfirmaður (general) Maríureg- lunnar (Societas Mariae), sem eg er af og héraðsstjóri (porvincial) í hen- ni dr. Hupperts. Þetta fylgdarlið kardinála gefur mjög góða hugmynd um eðli kaþósku kirkjunnar. Herra Brems er Belgur, dr. Muller er Þjóðverji, síra Richard er Frakki og dr. Hupperts er Hollendingur, —kirk- jan er alþjóðleg. Kirkjuvigslan fer fram 23. júlí og er sú athöfn bæði löng og með fornu sniði, en gullfalleg þeim, sem þekkir og skilur. En svo á einnig að vígja yður bis- | kupsvígslu ? (Frh. á 7. síðu) NAFNSPJOLD | DYERS & CLEANBRS CO., LTD. grjöra þurkhreinsun samðægurs Bæta og gjöra vit5 ni 37061 Winnlpeg1, Man. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —:— MAN. Björgvin Guðmundsson A.R.CM. Teacher of Musác, Composkion, Theory, Counterpoint, Orches- tration, Piano, etc. 555 Arlington St. SIMI 71621 A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnatiur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvartia og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: S6 «07 WINNIPEG T.H. JOHNSON & SON CRSMIÐIR OG GiILLSALAR f RSMiÐAR OG GULLSALAR Seljum giftinga leyfisbréf og giftinga hringja og allskonar gullstáss. Sérstök athygli veitt pöntunum og viBgjörtSum utan af landi. 333 Portagre Ave. Phone 24637 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— llaggage and Farnlture Hovlng 66S AUVERSTONE ST. SIMI 71 898 Eg útvega kol, eldiviti meS sanngjörnu vertSi, annast flutn- ing fram og aftur um bæinn. Dr. M. B. Halldorson 401 Bojd Bldg. Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er aí5 finna á skrifstofu kl 10_12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsfml: 33158 STUCC0 SEM ÁBYRGST ER The TYEE STUCCO WORKS gefur þér fimm ára ábyrgð á Tyee Stucco þegar notað er samkvæmt þeirra ráðleggingum. Þó ábyrgðin nái aðeins til fimm ára, er auðvitað varan góð alla æfi þína. Skrifið eftir nöfnum þeirra plastrara sem nota það samkvæmt þessari á- byrgð. Tyee Stucco Works ST. BONIFACE MANITOBA DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islemkir lögfræðingar 709 Great West Perm. Bldg. Sími: 24 963 356 Main St Hafa einnig skrifstofur að Lund- ar, Piney, Gimli, Riverton, Man. DR. A. BLÖNDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsími: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — AtS hitta: kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Heimlli: 806 Victor St. Sími 28 130 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar cingOugu anglna- eyrna- nef- og kvcrka-sjfikilOitiii Er ati hitta frá kl. 11—12 f h og kl. 3—5 e. h. Talsfmf: 21834 Heimili: 638 McMillan Ave. 42691 I.n-knaftvfsanlr — Elnkaleyfls nietföl ARLINGTON PHARMACY LIMITED 800 Snrgenr Ave. Slmi 30120 TakiÖ þessa auglýsing metS yt5ur og f áit5 20% afslátt á me'ðölum, ennfremur helmings afslátt á Rubber vörum. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfræðingur 702 Confederation Life Bldg, Talsími 24 587 1 DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bld«. Cor. Graham and Kennedy St. Phone: 21834 VÍÖtalstími: 11—12 o g 1_5.30 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Telephone: 21 613 J. Christopherson, Islenzkur lögfræðingur 845 Somerset Blk. Winnipeg, Man. Sœtiska íshúsið. Síðasti vetur var svo mildur um land allt, að hvergi náðist ís til muna 'í frystihús, og ekki geta botnvörpu- j skip stundað ísfiski héðan, nema með því móti að fá ís frá Englandi. — j Ln úr þessu mun þó rætast, þegar j líður á sumarið, með því að nú er J verið að koma upp frystitækjum í \ sænska íshúsinu. Stjórnin hefir nú keypt handa rík- 1 inu jarðirnar kross, Velli og Reyki1 nieð Reykjahjáleigu og Reykjakoti,' allar í Ölfusi. A fjárlögum næsta ars er stjórninni heimilað að kaupa jarðir þessar, og verja til þess alt | að 100 þúsund krónum. Rvík. 23. júní. Þjóðlcikhúsið. Stjórn Þjóðleikhússjóðsins hafði spurst fyrir um það hjá bæjarstjórn, bvort fáanlegur mundi undir Þjóðleik- húsið skemtigarðurinn við Lækjar- g°tu, norðan barnaskólans. Bæjar- 1 stjórn hafði málið til meðferðar á HÁTÍÐAFERÐIN TIL ÍSLANDS 1930 Nú er búið að ákveða HÁTÍÐISDAGANA Á ÞINGVÖLLUM fyrir Alþingishátíðina, — 26. TIL 29. JÚNÍ að báðum meðtöldum. ÞAÐ ER ÞVf RJETT ÁR TIL STEFNU, OG SÁ TfMI LfÐUR FLJÓTT, ÞANGAÐ TIL LAGT VERÐUR AF STAÐ FRÁ WINNIPEG TIL REYKJAVÍKUR. Það veitir því ekki af að fara að búa sig undir ferðina. Hin liagkvæmustu kjör viðvíkjandi fargjöldum, fyrir væntanlega heimfarendur, með hinum ágætu járnbrautarlestum og skrautlegu skipum CANADIAN PACIFIC félagsins, fást nú með örlítilli niðurborgun er menn ættu nú að tryggja sér sem fyrst. $245.80 FRÁ WINNIPEG TIL REYKJAVÍKUR OG TIL BAKA AFTUR. Farbréfagildi til árs. ÞETTA VERÐUR EINA TÆKIFÆRI ÆFINNAR fyrir fjölda marga Islendinga að heimsækja æiskustöðvar, frændur og vini, og samfagna með þjóðinni á þessum einstak- asta og söguríkasta hátíðisdegi hennar. Húsnæði, fæði og þjónustu, hefir Heim fararnefnd Þjóðræknisfélagsins samið umfyrir ferðahópinn þegar heim kemur. NEMUR SÁ KOSTNAÐUR AÐEINS $52.80í HÁLFAN MÁNUÐ meðan á hátíðahaldinu stendur á Þingvöllum og í Reykjavík. Skrifið yður fyrir farbréfi sem fyrst og sendið niðurborgun. Peningarnir verða geymdir og afhentir yður ef eitthvað kemur fyrir svo þér getið ekki farið. Eftir kaupum á farbréfum, upplýsingum og öllu aðlútandi ferðinni snúi menn sér til W. C. Casey, General Agent, Canadian Pacific Steamships. R. G. McNeillie, General Passenger Agent, Canadian Pacific Railway. Eða J. J. Bildfell, formanns Heimferðarnefndarinnar, 708 Standard Bank Bldg., Winnipeg. Canadian Pacific Umkringir jörðina TalMfmi: 28S80 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆJKNIR 614 SomerMet Bloek Portnjje Avenue WIXNIPEG TIL SÖLU A ÓDfRU VERÐI “PURIVACE’» —bæíl vlíar os kola “furnace” lftitS brúkaH, er tll sölu hjá undirrfitufcum. Gott tækifæri fyrir fólk út á | landi er bæta vilja hitunar- f áhöld á heimilinu. GOODMAN &. CO. 786 Toronto St. Slml 2SS47 CARL THORLAKSON Ursmiffur Allar pantanir með pósti afgreidd- ar tafarlaust og nákvæmlegu. — SendiJS úr yíar til aSgerfia. Thomas Jewellery Co. 627 SARGENT AVE. Phone 86 197 dr. c. j. houston \ DR. SIGGA CHRISTIAN- SON-HOUSTON GIBSOIV BLOCK Yorkton —Sask. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. PHONE: 26 420 Þorbjörg Bjarnason L.A. B. Teacher of Piano and Theory 726 VICTOR ST. StMI: 23130 MESSUR OG FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Safnaffarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvcnfélagið: Fundir annan þriðju dag hvers njánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn: Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn:— A hverjum sunnudegi kl. 11—12 f. h. E. G. Baldwinson, L.L.B. LÖRfræíinKur Resldenee Phone 24206 _ Offlre Plione 24963 708 Minine Kxchangre 33« Mnln St. WINMPEG. 100 herbergi meJ eöa án batis SEYMOUR HOTEL verö sanngjarnt Slml 28 411 C. G. HUTCHISON, elgandl Market and King St., Winnlpeg —Man.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.