Heimskringla - 31.07.1929, Síða 7

Heimskringla - 31.07.1929, Síða 7
WINNIPEG, 31. JÚLÍ, 1929 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSÍÐA Frá Islandi. Hcilldór Bricm, Bókavörður. Rvík. 30. júrií I gærmorgun andaöist Halldór Briem bókavöröur, eftir langvarandi heilsuleysi. Hann var fæddur aö Espihóli í Eyjafirði 5. sept. 1852. Foreldrar hans voru Eggert sýslumaöur Briem °g kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir Sverrissonar. Halldór útskrifaöist úr latínuskól- anum i Reykjjavík 1871, gekk því næst á prestaskólann og útskrifaðist þaðan 1875. Sumariö eftir fór hann td Ameríku og var túlkur meö stór- nm hóp Islendinga, er iþá fluttú vestur °g settist aö í Nýja íslandi. Dvaldi Halldór vestanhafs til vorsins 1877, °g hvarf þá heim, eh um haustiö fór bann vestur aftur og settist að i Nýja íslandi. I>ar var þá nýstofnað fyrsta blað íslendinga vestanhafs; “Fram- fari”, og gerðist Halldór ritstjóri þess og gengdi því starfi til janúar- loka áriö 1880. Þá stóö yfir fyrsta trúmáladeilan meöal Vestur-Islend- lnga um kenningar “norsku synod- unnar” svonefndu. Var Halldór henni andvígur og fylgdi þar séra Jóni Bjajrnasyni aö máium. Gerðist hann nú prestur þess safnaðar í Nýja Islandi, sem hnei'gðist aö kenningum þeirra séra Jóns. — Gegndi hann prestsverkum meðal Islendinga víða fram til ársins 1882. Þá i ágústmán- uði fór hann alfari til íslands og um haustið tók hann við kennaraem- hætti viö Mööruvallaskólann. Gegndi hann því starfi þangað til skólinn var Buttur til Akureyrar, og gerðist þá hennari viö gagnfræðaskólann þar og hélt því starfi fram til ársins 1909. b’á var honum veitt 2. bókavarðar- staðan við Landsbókasafnið í Reykja- vik. Meðan Halldór var vestjan hafs hvæntist hann eftirlifandi konu sinni Susie F. Taylor, dóttur Taylors þess, er var leiðbeinandi Islendinga á frum- býlingsárum þeirra vestra. Morfftinblaðið. firði. Fundir prestastefnunnar voru haldnir í K. F. U. M. að vanda,, en tveir opinberir fyrirlestrar hafa verið haldnir í dómkirkjunni. Þann fyrri hélt Sigurður P. Sívertsen á fimtu- dagskveldið um “Kröfu kristindóm- sins um iðrun og afturhvarf,” en Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur þann síðari um fræði Lútihers, í tilefni af því að nú eru fjögur hundruð ár liðin síðan þau komu út. Reikningar Islandsbanka fyrir síð- asta ár er nýlega kominn út. Hefir ágóði af rekstrinum numið alls 593 þúsund krónum c%i er það nokkru minna en árið á undan. Viðskifta- velta bankans var hærri síðasta ár en 1927 eða 319,319,758 krónur (í stað 283 miljóna) og innstæðufé hef- ir aukist um nálægt miljón krónur á árinu. Agóðinn gengur vitanlega allur til afskrifta á eldri töpum bank- ans, en þau voru talin 3.7 miljónir árið 1926, en eru komin niður í rúma mil- jón þegar tekjuafgangur síðasta árs kemur til skjalanna. Reykjavíkurhöfn verður enn auk- in nokkuð í sumar. Verður gerð ný bryiggja vestan við gamla hafnar- bakkannn, svo löng að þa geti legið þrjú skip samtimis. Jafnframt verður höfnin dýpkuð að vestanverðu. Dansktfélag 'hefir tekið verkið að sér og verður byrjað á því á næstunni. Þingvallavegurinn nvi er nú langt kominn að undirstöðu til, en ofaní- burði ihefir ekki verið ekið í hann enn á löngu svæði. Vegirnir koma saman nálægt Þrivörðum, eða þar sem Vil- borgarkelda þrýtur að austanverðu. Þessi nýja leið til Þingvalla, um Mos- fellsdal, meðfram Leirvogsvatni og Sauðafelli, verður miklu skemtilegri en gantla leiðin um Seljadalsbrúnir Ojg) Háamel. Rvík., 6. júlí Slys—Síðastliðinn föstudag bar það slys að höndum í línuveiðaranum Ölafur Bjarnason að þétting bilaði á gufukatli skipsins og rann gufan út nteð miklum þrystingi og brendi 1. vélstjóra á skipinu svo að hann beið ana af. Lá skipjð við bryggju á Reykjavíkurhöfn þegar slysið varð. Vélstjórinn hét Ingibergur Jóhanns- son, ungur efnismaður. Hinn vél- Stjórinn var einnig staddur í véla- rúminu þegar ketil'bilunin varð en tókst að forða sér undan. Gistiliúsið Vaíltöll er nú komið á sinn nýja stað, vestan Öxárar skamt fyrir vestan prestsetrið. Konungs- húsið hefir einnig verið futt burt af völlunum, og einnig verður sumarbú- staðurinn í Fögrubrekku rifinn. Hafa vellirnir stórum prýkkað, ekki síst við sléttanirnar, sem unnið 'hefir verið að undanfarin ár. Ný brú úr stein- steypu hefir verið sett á Öxará við prestsetrið og vegur frá henni austur með vatni og upp á gamla veginn austanvert við Flosagjá. Á igjána er verið að setja nýja steinsteypuhrú í stað trébrúarinnar, sem þar var áður. Nýja veginum um Mosfellsdalinn miðar vel áfram; er ibúið að hlaða upp allan Vfeginn en eftir að bera i hann. — Valhöll hefir verið bætt mjög að innra frágangi og verður stórum vistlegri en áður var. Ægir hið nýja strandvarnarskip- rikissjóðs fer reynsluför einhvern næstu daga og verður fullgert innan skamms. Skipið er 170 feta langt, 29y2 fet á breitld en dýptin \7l/2 fet. Skipið er gert fyrir olíu, notar 1300 hestafla Dieselvél og getur igengið 16 sjómílur. Hefir skipið tvær fall- byssur, aðra í stafni en hina í skut, með 7,5 cm. hlaupvídd. Eftiriit með skipinu fól stjórnin firmanu Brorsen & Overgaard, en það eru sömu menn- irnir, sem höfðu eftirlit með smíði Oðins. Frœkilcgt stúdcntspróf leysti Björn Sigfússpn af hendi nú í lok síðasta mánaðar. Hlaut hann 7\25 stig í með- aleinljun, en hefir aðeins varið einu ári til að lesa undir stúdentsprófið, þvi hann tók gagnfræðapróf í fyrra. Má heita að þetta sé eins dæmi. Pétur Jónsson óperusöngvari ihefir haldið þrjá hljómleika vikuna sem leið, fyrir troðfullu húsi og við mik- inn fögnuð á’heyrenda. Mun ekki of- sagt að honum hafi aldrei verið 'betur tekið en nú qg, aldrei sungið af frá- bærari snild. Pétur hefir í hygigiju að ferðast til nokkurra helstu kaup- staða úti á landi og láta heyra til sín þar. Glímuflokkur stúdenta er fór til Kiel í vor og sýndi iþar islenzka glímu í sambandi við Norðurlandahátíðina. kom heim aftur á sunnudaginn var, að undanteknum einum þátttakandanum, sem varð eftir í Kiel vegna veikinda. Höfðu þeir stúdentarnir mesta heiður af ferðinni. Flugferðir innanlands eru nú ný- byrjaðar. Stendur til að halda uppi reglulegum áætlunarferðum einu sinni í hverri viku á þessum leiðum: Til Vestmannaeyja, Isafjarðar og Stykk- ishólms, Akureyrar og þaðan til Austurlands, með viðkomu á nýju stöðvum. Bréf frá menn send loftleið is gegn 10 aura aukagjaldi og blöð ogi bögglapóst tekur vélin ennfremur fyrir hæfilegt gjald. Hin vélin, sem væntanleg er hingað til innanlands- flugs mun koma hingað með þýsku ferðamannaskipi sem kemur hingað í næstu viku. Guðmundur Kamban rithöfundur, sem dvalist hefij hér á landi um hríð, er nýfarinn til útlanda ásamt frú sinni og dóttur. Vinnur Kamban að skáld- sögu einni, sögulegs efnis. I haust á 'hann að sjá um leikstjórn á “Sendi- herranum frá Júpiter” fyrir leikhús frú Betty Nansen í Kaupmannahöfn. Hellig Olav heitir eitt af Ameríku- förum Skandinavian-Amerika félags- ins í Kaupmannahöfn og er í förum milli Hafnar og New York. Hefir verið afráðið að senda skip þetta til Reykjavíkur næsta suraar, með ferða- menn á Alþingishátíðina. Kennaraþing var haldið hér í bæn- um um síðustu helgi og sóttu það um 60 kennarar. Stjórn kennarafélagsins var endurkosin, en hana skipa Bjarni Bjarnason skólastjóri í Hafnarfirði, Bjarni M. Jónsson kennari í Grinda- vík, Arngrímur Kristjánsson, Guðjón Guðjónsson, Hielgi Hjörvar og Sig- riður Magnúsdóttir, kennari í Reykja- vik. Rvík. 29.. júní Islcnzk glíma í Þýskalandi. Glímufélagið Ármann, sem um Hngt skeið ihefir talið innan vébanda s>nna snjöllustu glímumenn þjóðar- 'nnar, efnir til Þýzkalandsfarar í sumar til að sýna Þjóðverjum glímu. Efpptökin að förinni á R. Prinz, Bjóðverji sem dvaldi hér í Reykja- v>k fyrir nokkrum árum, og verður I>ann glímuflokknum til aðstoðar ytra en lararstjóri verður Jón Þorsteins- son ‘þróttakennari. Verða 12 eða 13 menn í förinni. Hafa glímumenn- lrnir stundað æfingar síðan í ibyrjun rriainiánaðar og fara í sýningarför ’unanlands *áður en farið verður til ^ýskalands, en það verður 26. ágúst. Guðfrœð isprófi ’uku á laulgardaginn var þessir kandidatar: Jón Auðuns, Einar ^uðnason, Sigurjón Guðjónsson og ^°rgrímur Sigurðsson með fyrstu eink. 0g Gunnlaugur B. Einarsson me^ II. einkunn betri. VatnSréttindi 1 Soginu hefir Reykjavíkur bær ný- e^a keypt af Magnúsi Jónssyni pró- lessor fyrir 88,000 krónur, í landi ^lfljótsvatns. Sparisjóðsfé landsmanna. Skýrslur um sparisjóði hefir Hag- stofan nýlega gefið út og ná þær yfir arin 1911 til 1925. Á 'þeim ttma hefir sparisjóðsfé vaxið úr tæpum 7 milj. yPp 1 tæpar 49 milj. eða úr 82 krónum 4^8 krónur á mann. 1 árslok 1925 Voru alls 50 sparisjóðir og 10 bankar °g Ibankaútibú starfandi í landinu. Eru sparisjóðirnir flestir litlir, en bank- nir igeyma mestan hluta sparifjár- Slns eSa um limm sjöttu Ihluta. Aðeins ,ntl sParisjóðurinn geymir meira en 300^ mi^nn ' innsíæÖitfé, 6 geyma frá kr,’000 tU miljón, en 27 undir 100,000 >nur. Sparifáreignin hefir að und- órnu um það bil þrefaldast á hver-! Jum 10 árum. Prestastcfnan var haldin hér í ^ykjavík 13. - 15. þessa mánaðar.1 eci nn flutti séra Sveinbjörn "gnason á Breiðabólstað í Fljóts- °g iýsti jafnframt prestvígslu, PV. .biskup vigði Jón Olafsson cand. leo • W Holtsprestakalls í Önundar- j*^^*°'^^m'0'^^*l)'^^m'(,'^^m'(,'m^*,,'^^*'(,'^n*-l,-^^*-(,-mam^m*-<)^m-o-^^m-<)-^^m(>-amm<)mam<)mama-mmm<)-«^m-o-^^m< B :j 4 i Þýðingar Mikið Sparnaðar Tækifæri fyrir Fjölda Winnipeg Heimila. i' i |j EflTONS ! í Misseris utsala á Húsmunum ! f t i °g Húsgögn- um. Í 11 f! ! I f s ! i Hið óviðjafnanlega kaupmagn EATON verziunarinnar — sem ekkert verzlunar- félag í Canada getur jafnast við — var notað sem mest mátti veröa, við innkaup þessara húsgagna og hins ágæta hús- búnaðar er beztur er fáanlegur á markað- inum, og ætlaður er að seljast með sem iægstu verði, á þessari útsölu. Til undirbúnings þessarar miklu útsölu, hafa farið mánuðir í að rannsaka verðlag og ásigkomulag markaðarins, i að velja og safna saman þessum munum. f sumum tegundum hefir keypt verið heilu verk- smiðju upplögin til þess að ná verðlækk- uninni. Hið mesta gildi útsölunnar er vöru- gæðin sjálf, hvað hlutirnir eru vandaðir að gerð og efni. Að stýi, sniði og efmsgæðum eru þessir húsmunir hinir beztu sem fáanlegir eru á markaðinunr. Þusundir þessara húsmuna eru nú komnir i vöruhús félagsins og bíða þar útsölu dagsms. Daglega koma stórar sendingar í viöbot, frá innkaupa deildinni. Eigi síður en á húsmununum verða þar til sölu gólfdúkar a hinu vanalega kiör- kaupa á affallaverði EATON’S, ennfrem- ur gluggablæjur, veggja-pappír og myndir. Tækifæri gefst líka til að endt|r»nýja hús- munina með rýmilegum kjörum og afborg- unum er dreyfðar eru yfir sex mánuði, á þessu sama lágverði. Vertu viss um að hafa alltaf nægar birgðir af HEITU VATN/ Fáðu þér RAFMAGNS VATNS-HITARA Vér vírum og setjum inn einn þeirra Fullbýinn fyrir AÐEINS QQ ÚT í HÖND Afgangurinn gegn auðveldum skilmálum Hotpoint Vatns-Hitari .$20.50 í peningum Red Seal Vatns-Hitari .$19.00 í peningum Brösun að auki ef þarf WtmupeóHtjdro, sr 55-59 PRINCESSST. mi 848 132 848 133 - i ! ! i ! i ! i ! í I í ! í ! í !í IÍ l Afborgunar skilmálar vorir: ( Þér borgið fimtahlutann af kaupverðinu strax og þér takið út húsmunina. Afgangmn borgið þer með jöfnum afborgunum, með sanngjörnum vöxt- um, er settir eru fyrir umlíðan og innheimtulaun, er skift er niður í tín afborganir. (! i ! ^ T. EATON C<2m™ WfNNIPEG CANADA Kaupið Heimskringlu THihöonV l3un (liontpunn. INCORPORATED 2~? MAY 1670. Megnið af maltinu í Whisky-tegundum vorum var undirbúið 1901 ! iftTOHoWP"S &AV Vér ábyrgjumst að tegundirnar séu að meðaltali yfir 15 ára gamlar i . -VvV^ - . sest Pttgþjx^ Bay ComP^ Löggilt 1670 Hefir því rekið viðskifti 259 á ar Httbson’a pan Co. J Lesið Heimskringlu ORKUGJAFINN MIKLI Þegar þú ert þreyttur eða taugaslappu* —þá hitaðu þér bolla af B/ue Ribbon Tea Enginn betri hi"essing er til né hollari. USE IT IN ALL YOUR BAKING

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.