Heimskringla - 07.08.1929, Side 1

Heimskringla - 07.08.1929, Side 1
FATAIiITUN OO HREIPÍSUlf Blllee Ave. and Simcoe Str. Slml 87244 — tvœr llnar Hattar hreinsatllr o fg endurnýJaOlr. Betrl hrelnsun JafnOdýr. Agœtustu nýtízku lltunar og fatahrelns- unarstofa í Kanada. Verk unnitt 4 1 degL Wlnnipes —. _ D.pt. I. XLIII. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 7. ÁGUST, 1929 NUMER 45 HKT 7TTT FRÉTTIR Pétursson x •m» St. — CITY. Samkvæmt hagskýrslum Sambands- stjórnarinnar hafa alls verib sáöar hér í Kanada í ár 24,305,300 ekrur hveitis, iþar af 897,700 ekrur af haust- hveiti. Er þetta 186,160 ekrum meira en í fyrra. Höfrum hefir veriö sáö í 13,100,000 ekrur* lands, sem er tæp- lega eins mikiö og 1928, og rúg í 770,900 ekrur, sem einnig er heldur minna en undanfariö. Kjöt hefir veriö flutt út fyrir $1,588, 224 síöasta ár. Þar af til Englands fyrir $883,940, til Bandaríkjanna fyrir $572,708, og fyrir $131,576 til annara landa. Unniö er nú kappsamlega að því, aö Ijúka við Wellandsskurðinn nýja, milli Erie vatnsins og Ontario vatn- sins. Verður hann opnaður til um- feröa næsta ár. Er búist viö miklum framförum í Toronto í sarobandi við þessa nýju skipaleið er Iþarna opnast. Verða settar á stofn miklar kornmyllur og stálverksmiðjur og ýms iðnaður annar, og er búist við að verslunar velta borgarinnar aukist um allan helming. Áætlað er að skurðurinn kosti 120 miljón dollara. Talið er að námurnar í British Col- umbia hafi gefið af sér 11,556,688 dollara árið 1928, og er það 500 per cent meira en árið 1923. Þar vestur á ströndinni er nú tekið að framleiða mikið af þursaltaðri síld, sem seld er til Kína og Japan. Eftir því sem út- flutningaskýrslur í Vancouver skýra frá var flutt út þaðan 197,218,800 pund af þessari vöru árið sem leið. Innflutningur fólks til Kanada var x maímánuði 26,616 manna og er það 30 per cent meira en í sama mánuði í fyrra' Frá Bretlandi komu 13,058 en 3,731 frá Bandaríkjunum. Kornuþpskeran er nú byrjuð víðast hvar i vesturfylkjunum. Utlit er fyrir sæmilega igóða rúguppskeru í Alberta. Þar höfðu 145,900 ekrur verið sáðar rúgi. Er talið að víða muni fást um 25 bushel af ekrunni. Símað er frá Kamsack, Sask. 30. júlí að vingltrúarflokkur nokkur, svonefndir Doukhobors hafi farið skrúðgöngu um bæinn og brent ýmsa skóla. Sáu bæjarbúar þann kost vænstan að setja vatnsslöngurnar á hópinn og tvístra þann veg liðinu. Þessir Doukhobors (striðsmenn and- ans) eða frelsissynir, eins og þeir kalla sig, þykjast vera allra manna friðsam- astir og kristnastir, en þykir það að- eins mikil ósvinna, að menta börn sín. Hefir orðið að setja sterkan lögreglu vörð um þá skóla sem eftir eru. Sök- inni hefir einkum verið velt á Peter Veregin forseta þessa trúarflokks, en hann heldur því hinsvegar fram, að þessar óeirðir hafi verið unnar í ó- þökk sinni o,g í blóra við sig, til að fá sig gerðan útlægan. Vms stórgróðafélög eru nú tekin að veita ánum, sem renna út í Hudson flóann mikla eftirtekt, vegna þess ó- grynnis af vatnsafli, sem þær hafa yfir að ráða til rafmagnsvinnslu. Talið er að þær muni geta framleitt um 5 milj. hestöfl á ári. Við Nelson fljótið hyggja menn að framleiða megi meiri orku, en Niagara fossana. Nýlega hefir verið stofnað félag í London, The British Dominion Power Corpor- ation, er keypt hefir af Manitoba- stjórn réttindi til að setja orkustöð- var við Wthite Mud fossana í Nelson fljótinu. Er áætlað, að þar verði framleidd um 300,000 hestöfl, er mest- megnis verði notað við ýmsa námu starfsemi í bæjunum The Pas og Gold Lake í Norður Manitoba. Áætlað er að þessar orkustöðvar muni kosta um 50 miljón dollara. White Mud fossarnir eru beint norður frá Winnipeg-vatni hér um bil 350 milur frá Winnipeg og kringum 170 mílur austur af Flin Flon námun- um og álíka langt frá The Pas. — Þeir eru um 30 mílur frá Hudson Bay járnbráutinni. BANDARfKIN Símað er frá Baton Rouge 3. ágúst s.l. að bændur fyrir sunnan hafi stofn- að þar á föstudaginn var Samvinnuráð amerískra samvinnufélaga og sé það eitt hið mesta búnaðarfélag, sem þar hefir verið sett á fót. Eiga átta stærstu samvinnufélög landsins, sem telja að meðlimum yfir 1 miljón bænda, þátt í stofnun ráðsins og fjöldi annara landbúnaðar og akuryrkju fé- laga. Til bráðabirgða var C. O. Moser frá Dallas i Texas, forseti The American Institute of Co-operation og forstjóri The American Cotton Growers Exchange, kosinn forseti ráðsins. Tilætun þess er að gefa bændum meiri áhrif og atkvæði um landbúnaðar-málefni. Þýzka loftfarið Graf Zeppelin lenti á flugvellinum í Lakehurst New York á sunnudagskveldið kl. 8.48, eftir 95 klukkutíma og 19 mín. flug frá Friedrichshafen á Þýzkalandi. — Er þetta önnur ferðin, sem Graf Zeppelin fer vestur um haf, en hina fór hann í október í haust. Hafði ferðin igengið ágætlega, aðeins seinkað lítið eitt vest- ur af Afríkuströndum, vegna mót- byrjar. Farþegjar voru alls 60, þar af skipshöfn 40 manna 19 farþegjar og einn umrenningur, 17 ára gamall bakarasveinn frá Dusseldorf, sem stalst út í skipið um leið og það lagði af stað. Graf Zeppelin heldur hér kyrru fyrir til 7. ágúst og leggur þá af stað í hringferð um hnöttinn yfir Tokio og Los Angeles. BRETAVELDI Um 1800 bómullarverksmiðjum hef- ir verið lokað og 500,000 verkamenn hafa gert verkfall í Lancashire á Eng- landi vegna þess að verksmiðjurnar tilkyntu launalækkun, sem nam 12)4% Orsök til þess var talin ofmikil framleiðsla og takmarkaður markað- ur á baðmul'larvöru, sem aftur olli svo miklu verðfalli að verksmiðjurnar báru sig illa. Þetta er eitt hið mesta verkfall sem gert hefir verið á Eng- landi síðan kolaverkfallið 1926. iKonungur hefir nýlega sæmt Robert Baden-Powell stofnanda skáta-regl- unnar barónstign. Roibert Baden- Povvell stofnaði skátafélagið fyrir 21 ári síðan og hefur félagsskapurinn breiðst út til margra landa og unnið þarft verk við að kenna unglingutn kurteisi og mannasiði og ýmsar í- þróttir sent að gagni mega verða. T.d. bjargaði .uttgur skáti nýlega Dr. Ed|ward Benes utanríkisráðherra í Czecho-Slovakia frá drukknun. KfNA Ógurleg hungursneyð hefir staðið yfir í Kína undanfarið. Um 40 mil- jónir manna horfast í augu við hung- ursdauðann, og er talið óvíst, að unt verði að koma nógu fljótt til hjálpar. Má ekkert útaf bera með uppskeru í þessu landi þar sem fólksmergðin er svo afskapleg að fólk hrynji ekki nið- ur úr hungri. Vafalaust er þetta mikið að kenna illri stjórn og ógreið: um samgöngum. Hin nýja kirkja Sambandssafnaðar í Riverton, sem vígð var á kirkjuþinginu sunnudaginn 30. júní s.l. Af kirkjuþinginii. (—hius Samciuaðci kirkjufclags Is- leudiuga í Norður Ameríku). Störf þingsins gengu í þetta sinn óvenjulega greiðlega. Menn voru yfirleitt einhuga, o,g úrlausnarefnin að ýmsu leyti svipuð því, sem verið hefir á undanfarandi þingum. Þá tóku og ýmsar helstu starfsnefndir þing- sins það ráð, að hafa sameiginlegan fund, og gera tillögur sínar með hlið- sjón af því, sem þar upplýstist. Voru þvi nefndarálitin óvenjulega samræm er þau komu til umræðu, og minni þörf en ella hefði verið, að ræða þau lengi. Fyrir því hafði þingheimur nægan tíma til ýmiskonar félagsmála at- hafna og hátíðahalda. Veður var hið yndislegasta og ákjósanlegasta, alla fjóra dagana; því að, ekki kvarta Islendingar hér vestra framar, þótt fullheitt sé, eftir frónskum mæli- kvarða. Skömmu eftir þingsetninguna, (föstud., 28. júlíj, er forseti hafði flutt árskýrslu, og kjörbréfa- og dag- skrárnefndir skipaðar, var kallað jkaffihlé. Höfðu kvennfélagskonur Sambandssafnaðarins verið að verki, og veittu nú öllum viðstöddum af rausn í matstofu kirkjunnar. Voru góðgerðir þessar mjög kvenfélags- legar, og er þá mikið sagt (sbr. 8 ára reynslu undirritaðs !) Samdægurs að kvöldi flutti séra Benjamín Kristjánsson fyrirlestur Iþann um “GrundvöU frjálslyndrar trúarskoðunar,” er nú birtist í Heims- kringlu. Urðu allfjörugar umræður um erindið á eftir. Barst talið m. a. að vorum “lútersku” bræðrum vestan hafsins, ekki síst kennimönnunum. Þótti sumum þeir ófyrirgefanlega þröngsýnir og ósamvinnuiþýðir, en öðrum, dásamlega frjálslyndir og bróðurlegir í umgengni. Síðari hliðin vann. Einhverir voru að rengja það að Sambandskirkjan væri um það færari, en aðrar kirkjur að vátryggja mönnum sáluhjálp. Vitanlega eru þó allar rengingar i því efni ó- þarfar og ástæðulausar.------ Næsta dag, laugardag, að morgni, hófst ársfundur Sambands Kvennfé- laganna, og stóð framyfir hádesgi. Hefir sá fundur nú í nokkur ár verið fastur liður í hverju kirkjuþingi, þing haldinu til mikils sóma. Forseti Sambandsins, Mrs. Dr. R. Pétursson ' setti ársfundinn og stýrði störfum. I fundarlok flutti Mrs. G. Arnason hið ítarlega og ánægjulegasta erindi um “Barnalciki og leikvelli í sambandi við kirkjulcga starfsemi.” Stjórn Santbandsins mun hafa i huga að fá fyrirlesturinn ibirtan. Síðdegis sama da;g var öllum. þing- heimi, fulltrúum og gestum, boðið til Arborgar af Sambandssöfnuðinum og kvennfélaginu þar. Fór samsætið fram í kirkju safnaðarins, undir stjórn Dr. S. E. Björnsson. Voru Ibekkir þétt setnir en fjölréttað á borðunt. Er menn höfðu gætt sér um stund á hinni ljúffengu fæðu höfust ræðuhöld og urðu margir til að votta Arborgar mönnum þökk sína, fyrst og fremst fyrir matinn og þó engu síður fyrir marg viðurkendan áhuga þeirra og samheldni um frjálslyndu félagsmálin. Að kveldinu var haldin samkoma sú, er Samband Kvennfélaganna stóð fyrir. Fór hún prýðilega fam. Ung- frú Guðbjörg Pétursson flutti þar erindi um “Samvinnu sunnudagaskóla og heimila.” Yngismær Ölína Thor- valdsson, dóttir Sveins Thorvaldssonar kaupmanns, , söng einsöng, og spilaði sjálf undir á guitar. Jóhannes Páls- son, unglingur um fermingaraldur, sonur Jóns Pálssonar (bróður Jóhann- esar læknis í Elfros og þeirra syst- kina) lék á fiðlu, með aðstoð ungfrú Ölafsson, pianokennara. Jóhannes tók sér vandasöm lög til meðferðar, og tókst vel. Er þar vafalaust efnilegur fiðluleikari á leiðinni. Að lokum spilaði Guðmundur Björnsson örgan- isti tvö “trombone”-lög, með aðstoð ungfrú Ólafsson. Mr. Björnsson er góður trombonisti, og íslenzkur, virtist raér, að hljómsmekk. Kirkjuvígslan. Á þessu liðna starfsári hefir Sam- bandssöfnuðurinn að Riverton bygt nýja, mjög vandaða kirkju. Er allri gerð hennar einkar hagkvæmle,ga og smekklega fyrirkomið. Hefir verið í hana lagt mikið fé og vinna, og alúðar- vandvirkni. Sá er kirkju smíðinni (Frh. á 5. bls.) Sápan og þvotta- konurnar. Tvístirni Voraldar heitinnar þeir Sig. Júl. Jóhannesson og Jón Hjalta- lín Gíslason, fer á stúfana í síðasta Lögbergi með langa óþverragrein til ritstj. Hkr. og leggja út af Jóhannesi —Stefánssyni flakkara, höf. “Love and Pride” og “Ameríka í ljósi sann- leikans” o.fl. Er hann nú tekinn upp í postulatölu “sjálfboða” og verður eigi annað sagt en að allt af fríkkar liðið. Mun nú ekki draga úr drýg- indum Hjálmars “að benda á nöfnin”, þegar svo fjölgar sannleiksvottunum Þessa makalausu grein Jóhannesar flakkara, se,gjast þeir félagar hafa þýtt yfir á enskt mál, til þess að þvo með henni svívirðingarblettinn af mannorði Vestur-Islendinga. Ekki er nú sápan neitt óhræsi. En spar- lega verða þeir að fara með hana, því líkur eru til að á henni verði all- mikil ekla þegar fram i sækir. Frést hefir að stjórn Islands hafi látið gjöra upptæka “Framtíðina” þenna blað- snepil Jóhannesar, fyir níð og svívirð- ingar, svo að framvegis verður þeim lítillar liðsvonar að vænta úr þeirri átt. Nú verður þvotturinn tæplega eins bragglegur ef þeir þurfa að nota einvörðungu munnvatn sitt, þó nóg sé til af því, sem búið er að sýna sig, á þessu liðna ári. Leiðast er að þeim félöguin skyldi ekki berast þessi óvænta hjálp fyrr en þetta svo hennar hefði mátt geta i hinni nýju “Menningarsögu” Hjálm- ars, Eru nú margir á því, að áður en hann lætur sérprenta hana verði hann að skjóta þessu inní, með mörgu fleira, “er rúmsins vegna” hann varð að draga undan. Getur hann það hæg- lega, án þess að raska samhengi. Frá- (Frh. á 8 bls.) Þrjú kvæði eftir Magnús. Á Árnason. Lynn Canyon. Sunnudagur, og sólin skín í heiði og á, sem streymir áfram út í hafið; háir hamrar og beinvaxinn pílviður og fjöll, sem mynda hring. Hleilög kyrð. Menn koma og setjast í sandinn á árbakkanum — börn augabliksins á barmi eilífðarinnar. Tíminn þokast áfram án afláts, eins og áin, og enginn veit um upphaf hans né endir. Og fólkið leikur sér um litla stund, en áin streymir framhjá. Lynn Canyon, B.£., 21. júlí 192Pi Hlæjandi lækur hví ertu að hæðast að mér? þac sem þú hoppar og skoppar af steini á stein lengst út úr iðrum jarðarinnar. Þjn hamstola kæti er hrópandi háð um iðjuleysi mitt. Eg fyrirverð mig; samt hlýt ég að hlýða á glósur þínar. Ertu að minna mig á bræður þína heim á Íslandi? á alla fallegu fossana undir Eyjafjöllum'? og á öll æfintýri, sem ég átti þar ? Sólstafirnir brotna í bunum þínum og ég heillast af niðnum af skvettunum og skvaldrinu í þér. Svona er þá gleði þín og fegurð þín og leikur og líf. Og allir ósungnu söngvarnir taka að syngja si,g sjálfir í sál minni við undirspilið af þínu eirðarlausa seitli. Og formlausar myndir móta sig í huga mínum og ímyndunin leikur alveg lausum hala. Hlæjandi lækur, leikur þinn er frjáls, því þú hlýðir aðeins brotlausum boðum þyngdarlögmálsins. Þú ert til fyrimyndar í frjálsræði þínu, og væri ég skáld skyldi ég enduryrkja ærsli þín í skrykkjóttri hrynjandi skringilegra braga, og marka nýja stefnu i lifandi list með látlausri einfeldni þinni. Netw Westminster, B.C., 22. júlí 1929 Grouse Mountain. Hreyfillinn knýst af fljótandi eldi jarðarinnar uppyfir láglendið, uppyfir hóla og hæðir, gegnum skrúðgræn skógarbelti, upp á efsta tind. Utsýnið fríkkar með hverju feti sem hækkar. Takmarkinu er náð. Glaðværð í hópi góðvinanna. Láglendið breiðist auðmjúkt fyrir framan okkur, eins og flatmaga ambátt að fótum harðstjórans. Og loppur nesjanna teigja sig út í sjóinn eins og ljónshrammar eftir bráð. Og sundin glitra i sólskininu, eins og djásn á armi Ymis jötuns. Eyjarnar brosa í bláma sinna fögru fjalla sem risa, eins og grisjóttar fylkingar sundurleitra hermanna, við sjóndeild suðvestursins. En Klettafjöllin gnæfa hnarreist i austurátt, — hrikalegur minnisvarði yfir íslenzkt skáld, sém orti þeim ódauðleg kvæði. “Ljónin” hrista harðsviraðan makkann og “Ulfaldinn” kreppir kryppuna móti heiðum himninum. I suðri rísa snæviþaktir tindar “Bakarans,” eins og kaldbláir kirkjuturnar í einhverjunt æfintýraheimi. — —“Du muss nicht vergessen!” — hlæjandi erlend kona hoppar ofan af steini í faðminn á piltinum sínum; uppvakning endurminninga og illrar samvizku; hjarófna tónn í fullkomnum samhljómum. Tíminn líður Sólin sezt. Og nóttin legst höfug að brjóstum jarðarinnar. Beint undan þverhnýptum hömrunum breiðist borgin og- skrýöist smátt og smátt skrúða næturinnar, beinum röðum rafljósa sinna, og etur kappi við stjörnudýrð himinsins. Þökk fyrir ljós þitt, sól. Þökk fyrir fegurð þína, jörð. Þér gátuð oss, börn yðar og afkvæmi, til að sjá og skilja fegurð yðra, til að elska og dýrka. En nú er aldimm nótt og nú lialdið niður á dúnmjúkum driffjöðrum hreyfilsins, niður í hringiðu hversdagslífsins og annir hins auma manns. Og dapur rómur hvíslar i dimmunni: — Du muss nicht vergessen! New Westminster, B. C., 2. júlí 1929.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.