Heimskringla - 07.08.1929, Side 2

Heimskringla - 07.08.1929, Side 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. AGÚST, 1929 Minni flutt á Islendingadegi í Winnipeg 3. ágúst 1929. Minni íslands. I dýrð sinni skapandi drottinn leit um dimman og auðan geim; af efniviSunum átti hann nóg, en eftir aS raSa þeim. Hann augunum rendi af staS á staS, því stöSvar hins bezta lands hann ætlaSi’ aS velja sem óSalsblett hins ándlega stærsta manns. —■ — Og Island varS hugsjón hans. En framþróun öll er svo undur sein, og eins er meS drottins verk, þó mund hans sé bæSi mikilvirk og máttug — Já, reginsterk. — Hann hefir ei skift um skoSun enn viS sköpun hins bezta lands, og enn ekki hætt aS auSga sál hins an'dlega stærsta manns. — Nei, Island er hugsjón hans. Því helgara boSorS en önnur öll skal ávalt hins frónska manns — hins andlega stærsta manns — aS velja og skilja sin skyldustörf viS sköpun sins föSurlands — viS sköpun hins ibezta lands — En viS sem í dreifingu dveljum hér? Oss dreymir til átthagans. Hve sælt væri aS eiga þar sonarskerf í samvinnu skaparans aS fullkomna hugsjón hans. Sig. Júl. Jóhannesson. Minni Canada. Hver flótta-maSur — frjálsa land! sem flýSi ok og þrældómsband mun ávalt unna þér. Þær þúsundir, sem þreyttu skeiS en þrotlaust stríS og hungur beiS uns ‘hingaS vestur lögSu leiS fá ljúfust kynni hér. Þú margra þúsund mílna land, sem miljónanna beislar gand er gulliS gefur þér, þú svalar ætíS útþrá hans hins unga, sterka og hrausta manns. Hér framsókn djarfa fullhugans á frjálsum grunni er. Hér gamla heimsins glæfra menn, sem glapráS unnu tvenn og1 þrenn. oft fundu friS og skjól. — ÞaS góSverk hafSi gildi þrenn. Þú geröir úr þeim nýta menn. Þú mörgum fáráS ornar enn viö yl af manndóms sól. * * * I fornöld beiöstu ótöld ár • meö ægisljóma um hvelfdar brár — aS kongson kæmi aS strönd, því Indiána aldrei þú gast alla þína gefiö trú —frá örlaganna alheims brú þín einvöld stýröi hönd. Einn sunnudaginn sigling iglæst meS sigurfána á stöngu hæst sást hylla hafs viS rönd þar Leiíur heppni í lyfting stóS og létti’ hjálm mót sólarglóS, en drekinn bláar öldur óö aS Ameríku strönd. Þeim fagra og unga farmanni, Því loksins eftir öld og ár hinn útvaldi meS gullbjart hár var kominn yfir unnir blár aS unnustunnar strönd. sem festum rendi á höfninni þú réttir hægri hönd. Af heimþrá Leifur heppni brann á hafiö vildi sigla hann og forna frændur sjá. Þá fanstu víst í fyrsta sinn hve furöu sár var harmurinn er Island væni vinurinn þér vildi hverfa frá. Þú kvaddir Leif Qg kappa fans og klökk þú ennþá minnist hans. —A hafiö hurfu þeir — ! En hörS þér reyndist hugraun sú því honum gafstu ást og trú. Um margar aldir unnir ;þú en aldrei sást hann meir! * * * Og löngu seinna lentu hér og landnámsstarfiS tóku aS sér — þeir kristnu og hvítu menn — — Þú unnir Leifi’ af alhuga og aldrei fanst hans jafningja á meöal þeirra miljóna, sem meö þér dvelja enn. En eitt er víst aS íslending þú ætíö gefur sigurhring í hverjum kappleik hér. Þú þekkir islenskt ættarmót meö augu blá og hugtök skjót, og Leifi heppna líkist sjót sem lang er kærust þér. * * * Nú Canada sér kveöur hljóös og kallar hátt i nafni óös á alla íslands þjóö ! “Ö, gullhæröan mér geföu Leif, sem gæfuleysiS frá niér hreif og friö minn upp meö rótum reif og rændi hálfum ntóö ! “Og þó þaS kosti þúsund ár! og þúsund mein og blóöug tár ! Þú má*t ei bregöast mér ! En ef ég fæ hann alt er falt — og útvöld þjóS þú verSa skalt, og láta mun ég alt — já alt sem upphefö veitir þér ! Jónas Stefánsson, frá Kaldbak. Minni Vestur-íslendinga. I sólarlagsins landi í lista og þjóSablandi og hljómi hjáræms máls, er okkar iból og byögir hvar blómgast flestra dygöir í glaumi gulls og stáls. Þér íslendingar ungu! sem eigiö frægsta tungu ogi skýrast skálda mál og hugsjónirnar hærri og hjartans óskir stærri og sólskin mest í sál. Ef málmsins hvelli hljómur er hæstur lífsins dómur en hugsjón hædd og grýtt, til einkis er þá barist til einkis sótt og varist og lífiö lítils nýtt. I elfu tímans unga í undirstraumnum þunga býr meinvætt mörg og ljót sem hvoft og glirnur glennir og gildru marga spennir og æpir öllu mót. En, til hvers var aS vinna ef verkum feSra þinna er þeytt í þennan straum, og erfSir æöri kenda í opinn kjaftinn lenda á iþessum rama raum. I nafni okkar ætta og allra góöra vætta — * til hafs og lofts og lands, vér strengjum heit í huga: i hildi lífs aS duga og halda’ upp’ merki manns. I sólarlagsins landi ef lækkar flug þinn andi, á austrjö ennþá skjól hvar árdagseldar glóöu, úr aldablárri móöu rís Island upp meö sól. Jón Jónatansson. Æfiminning. Stefanía Sigfússdóttir Johnson Hún andaSist aö heimili sínu, Vestfold, Manitoba, 22. janúar síSast- liSinn. Stefanía sál. var fædd aS Gilsár- vallahjáleigu í BorgarfirSi í NorSur- múlasýslu á Islandi áriö 1848. For- eldrar hennar voru Sigfús bóndi Pálsson og kona hans Sigríöur Stefánsdóttir. Stefania ólst upp hjá Skúla bónda í Brúnavík í BorgarfirSi og fluttist meö honum aö ÁsgirímsstöSum í Hjaltastaöaþinghá i sömu sýslu. Þar kvæntist 'hún fyrri manni sínum, Jóni Torfasyni og bjuggu þau þar til dauSadags hans. Sex börn eignuöust þau, og eru þau öll dáin nema eitt, Mrs. Ágústa Olson, kona Fred Olsons bónda og sveitarráSsmanns aö Vest- fold. Á Ásgrimsstööum giftist Stefanía einúig síöari manni sínum, Birni Jónssyni frá VíöistöSum í sömu sveit. Héldu þau áfram bú- skap á Ásgrímsstööum unz þau flutt- ust vestur um haf áriö 1892. Settust þau fyrst aö í Whitesand River vestur í landi og dvöldu þar hálft annaö ár. Þá fluttust þau í GrunnavatnsbygS- ina og þar dvaldi Stefanía sál. upp frá því á sama staö til dauSadaigis, rúm 35 ár. Börn þeirra Björns og Stefaniu voru fjögur. Eitt þeirra dó kornungt og dóttur uppkomna mistu þau fyrir 9 árum, GuSrúnu Björgu aS nafni, mestu myndar stúlku. Þau tvö, sem á lífi eru, eru Einar, bóndi á Oák Point og Jónína Kristín, sem dvelur heima meö jööur sínum. Einn hálf- bróöir Stefaniu er hér, Sigfús Borg- f jörö á Oak Point og auk hans margir fjarskyldari ættingjar i Winnipeg og viöar hér i landi. Um Stefaníu sál. mætti rita langt mál, því hún var ein hin ágætasta kona um allar þessar bygöir. Heimili hennar var fyrirmynd aS allri regilu- semi, enda voru þau hjón bæöi, Björn og hún samtaka í prýöilegri umgengni bæöi utan 'húss og innan. Efnahag- ur þeirra var lengst af dágóSur og var þaö eingöngu aö þakka dugnaSi þeirra og sívakandi áhuga i öllu sínu starfi. Af því Ieiddi þaö aö þau gátu oft veitt nágrönnum sinum aöstoS framan af meöan erfiöleikar frumibýl- ingisáranna voru hvaS mestir. Ekkert var húsmóöurinni kærara, en þaö að veita gestum beina. Bar þar og margan aö garSi, hæSi bygSarmanna og lengra aö. Var öllum tekiS meS sömu alúS, hvort sem þeir voru ná- komnir ættingjar eða alókunnugir menn. Heyrt hefi ég haft eftir manni, sem nú er nafnkendur meSal Vestur- Islendinga og víöar, aö þaö heföi veriö gott fyrir svanga skólapilta aS koma á heimili Björns og Stefaníu. Sömu sögu hafa og víst allir aSrir aö segja, sem þar komu. En þaö var ekki gestrisnin ein sem geröi mönn- um komur sínar þar svo eftirminni- legar, því ekki er þaS óvanalegt meSal íslendinga aö gestum og gangandi sé beini veittur, heldur velvildin og alúö- in, sem þar voru ávalt fyrir. Sá, sem þessar línur ritar, minnist sér- staklega einnar komu sinnar þar um miðjan vetur í mjög köldu veöri. ÞaS var líkast og aS koma heim í forekfra hús eftir langa burtveru. Umhygg- jan um aS manni liöi vel var svo móöurleg aS hún getur ekki gleymst. Stefanía sál. var ein þeirra kvenna, sem helga heimilinu alla starfskrafta sína. Hún lét ekki mikiS á sér bera út á viS, en heima fyrir var umhyggju semi hennar sú kærleiksuppspretta, sem allir nutu góös af, er hún náSi til. Alveg fram á síSustu daga lét hún sér umhugaö um húsdýrin, ekki af því aS þaS væri nauSsyn, heldur af því að samhygS hennar náöi til þeirra eins og til mannanna, og hún kunni ekki viö annaö en aö vera sí- vakandi yfir öllum hag heimilisins. I daglegri umigengni var hún engin orSrófs manneskja en ávalt glöS í bagSi og Ijúfmannleg. Daginn, sem hún var grafin var bitrasti kuldi. Samt komu ekki aö- eins allir nágrannar heldur og fólk úr allmikilli fjarlægö til þess aS fylgja henni til grafar. Þau síSustu vináttumerki átti hún margfaldlega skiliö. Ogl mun minning hennar seint fyrnast þeim, sem henni kyntust og nutu góSvildar hennar. G. A. Frá Islandi. Vinnudeilurnar í Siglufirði. Siglufirði, 3. júlí. Þrjú herpinótasíkip lögðu út frá Akureyri í gær í síldarveiSar. Verka- lýössambandið telur þau hafa lagt út í ibanni sínu, meðan ekki hafi samist um kaupkjör skipverja, og hefir látiö Verkamannafélag Siglufjarðar í dag auglýsa verkbann á þær sildarbræðslu- eða söltunarstöðvar, sem kynnu að vilja taka á móti sild af þeim. Þrjú herpinótaskip komu inn á laugardag með 50 — 400 tunnur. Norsk línuskip segja hafís 20 sjó- mílur undan Straumnesi viö Isafjörö. TiS hér afarköld. Snjóað í fjöll nærfelt hverja nótt. Reknetasíld enginn og beitutregöa. Þorskaveiöi í dag 3—7000 pund á bát. Afli samtals hér í júnímánuði 5832 skippund, miöað við verkaSan fisk. Sogsvirkjunin. Rvík. 5. júlí. Á bæjarstjórnarfundi i gær voru svohljóðandi tillögur rafmagnssstjórn- ar um virkjun á Soginu samþyktar: 1...Að hún ákvarði nú þegar að byggja 10 þús. hestafla stöð við Efra-fatlið í Soginu, samkvæmt fyrirliggjandi endurskoðaðri á- œtlun Rafmagnsveitu Reykjavik- ur, enda fáist viðunandi lánskjör. 2. Að hún feli rafmagnsstjórn að leita tilboða um lántöku til virkj- unarinnar, gera útboð um bygg- ingu stöðvarinnar og framkvœma annan nauðsynlcgan undirbúning, svo að unt verði að hefja bygg- ingu stöðvarinnar vorið 1930 og byrja starfrækslu hennar fyrir haustið 1932. Fyrri liður tillögunnar var sam- þyktur meS 9 atkv. (tveir greiddu ekki atkv.J og síöari liöurinn meö 8 samhljóSa atkvæSum. Á fundinn vantaði 5 bæjarfulltrúa. Rvík. 5. júli. Sambandsþing ungmennafélaga Isl. var haldið í Þrastaskógi — Iandeign félaganna — dagana 18., 19. og 20.. júní s.I. Sóttu þingiö 22 fulltrúar víðsvegar að. — Viðfangsefni þing- sins voru mestmegnis þau mál, er aö einhverju leyti snertá AlþingishátíS- ina. á Þingvöllum næsta ár. Þar á meSal, aS ungmennafélögin gangist fyrir og undirbúi aS haldin verði þar bændaglíma aS fornum siS, aS þjóS- dansar (vikivakar) verSi þar sýndir, stuölaS að því, að sem flest fólk beri þar íslenska þjóðbúninga o. s. frv. Rætt var og um íþróttir almént (undír umsjón Iþróttasamb. Isl.J, heimaiSju, skógrækt o.m. fl. Stjórnarkosning fór ekki fram meS þvi aS þingiö var auka- þing. Sitja hinir sömu menn í stjórn- inni áfram (Kristján Karlsson sam- bandsst., GuSm. Jónsson frá Mosdal og SigurSur Greipsson). — GistihúsiS “Þrastalundur,” sem Elín Egilsdóttir veitingakona hefir bygt í Þrastaskógi, eftir samningi viö sambandsstjórn, er vænt hús og hiS ásjálegasta. Var samibandsþingiiS haldiS þar í húsinu og þótti vel hlýða. — Sem gestir heimsóttu þingiS Simun av SkarSÍ, lýöskólastjóri úr Færeyjum, Jóhannes Velden prófessor í hljómlist frá Tekkóslóvakíu, Freysteinn Gunnars- son, kennari, Jón Helgason, og nokk- urir ungmennafélagar, aöallega úr Reykjavík. Kaupagjald kaupafólks. ASal fundur BúnaSarsambands Suðurlands samþykti svohljóðandi tillögu við- víkjandi kaupgjaldi viS iheyvinnu: “Fundurinn lýsir yfir þvi, aS hann telji káupgjald kaupafólks í sumar, meS tilliti til afurðasölu á Sambands- svæöinu, hæfilegt fyrir karlmenn 40 kr. á viku og fyrir kvenmann 23 kr. á viku, hvorttveggja miðaS viS meS- alkaup.” HYGGINDI Vitrir menn bera fyrirhyggju fyrir framtíðinni. Þér skuliS byrja aö leggja inn í sparisjóS hjá oss, meöan þér eigiS enn- þá óskerta krafta, til að afla fjár vextir árlega, sem bætt er við höfuðstólinn á hálfsárs fresti, munu láta sparifé yðar vaxa óðfluga. Engir sparisjóðir eru settir í veS heldur í glæsilegustu skuldabréf og hlutabréf. Innborgaður höfuðstóll: $6,000,000 Eignir og varasjóöir yfir $7,500,000 A. R. McNICHOL LTD. WINNIPEG Aðal skrifstofa: 288 PORTAGE AVE. Phone 80 388 North End Branch: 925 MAIN STREET Phone: 56 956 Hin nýjasta allra rafhljóm véla — Victor Radio með Electrola, nýfundin upp er eitt hið merkilegasta á- hald nútímans og ári á undan öllu öðru á markad- inum. Þú þarft að heyra hana til að geta öðlast hugmynd um hina óvið- jafnanlegu hljómfegurð. $375.00 $25.00 niðurborgun og 20 mánaða afborganir Vægustu skilmálar i Canada Rvík. 5. júlí. Margir bílar hafa fariS alla leiS norSur aS Akureyri í sumar. Er vegurinn víðast hvar slarkfær, nema yfir Grjótá á Ö'xnadalsheiSi hefir veriS afleitt aS fara. Hafa bilar legiö þar drjúgum í og tafist mikiö. Rvík., 5. júlí. Að Reykjanesi eru nú eins margir gestir aS staSaldri og húsrúm leyfir, og vilja þó miklu fleiri komast þar aö, sem von er. SíSan Ölafur vitavörS- ur ibjó þar til sundlaugina góðu, er þar komiS besta hressingarhæli þessa lands, þótt í smáum stíl sé. — Seinna verður Reykjanes frægasta og eftir- sóttasta “Kurbad” í Evrópu. Nú þegar er komiS svo, aS þaS er ekki aS- eins straumur innlendra manna, sem beinist þangaS, heldur koma þang’aS einnig útlendingar, sem einhvernveg- in hafa heyrt getiS um þennan dýr- mæta staS . — Ölafur hefir brotið hrauniS milli Reykjaness og Grinda- víkur og í fyrra komust bílar alla leiS úr Reykjavík til Reykjaness. Nú hefir vegurinn veriS bættur og milli Grindavíkur og Reykjaness fara bílar nú fyrir 15 krónur. Rvík., 9. júlí Sundlaug, yfirbygöa steinsteypu- laug ,hafa ungmennafélögin báSu- megin HrútafjarSar reist aS Reykj- um, austanmegin fjaröarins. Er laugin stór og vönduS, meö íbúð fyrir sundkennara og kostaði um 8 — 9 þús. kr. Sundkennari viS laugina er Helgi Tryggvason hraöritari frá Kothvammi. LUMBER THE McARTHUR LUMBER & FUEL CO.. LTD. Winnipeg — Manitoba ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Blrgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. StofnaS 1882. Löggilt 1914. D. D.Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD HOWARD WOOD LIONEL E. WOOD President Treasurer Secretary (Piltarnir sem tilluin reyna að þAknnat) Verzla með: BYGGINGAREFNI — KOL og KOK Búa til og selja:- SAND-LIME BRICK — CONCRETE TILE SAND — MOL OG MULID GRJOT Gefið oss tækifæri SfMAR 87 308 — 87 309 — 87 300 Skrifstofa og verksmiðja: 1028 Ariington Str. (milli Ross og Elgin) Winnipeg. a worni S,1EA wwnHto Boi>'noíl"f,ns In a Quality Race IsWlNNER Shea’s Winnipeg Brewery Ltd.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.