Heimskringla - 07.08.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 07.08.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. AGÚST, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld, eftir I. von Scheffel. En í níðriti Gunzós var jafnvel gert lítið úr lærdómi Ekkehards, sem hertogafrúin hafði hingað til metið svo mikils. Og hvað var þá eftir? Hertogafrúin skildi ekki hina feimnu, dreymandi sál Ekkehards. Of oft er litið á við- kvæmna feimni sem heimsku. Hann hefði farið of seint út á víðavang í morgunkjælunni til þess að lesa Ljóð Salómons. Hann hefði átt að gera það síðastliðið haust. Kvöld var komið. ‘‘Er Ekkehard kominn heim?’’ spurði her- togafrúin. ‘‘Nei,” svaraði Praxedis, “og ekki Spazzó helduy.” Taktu þá þennan ljósstjaka og farðu með handritið upp í herbergi Ekkehards. Honum má ekki vera ókunnugt um verk bræðra sinna, munkanna.” Gríska mærin hlýddi, en ófús þó. Loftið í turnherberginu var mollulegt og heitt. Bæk- ur og ritföng lágu hér og þar í hirðuleysi. Á horðinu var gúðspjall Matteusar, opið á þeim stað, er þetta var ritað: “En er afmælisdagur Heródesar kom dansaði dóttir Heródiasar frammi fyrir þeim og geðjaðist hún vel Heró- desi. Þess vegna hét hann með eiði að gefa henni hvað sem hún bæði um. Og eftir á- eggjan móðir sinnar segir hún: Gef mér hing- að höfuð Jóhannesar skírara á fati.’’ Hökullinn, sem greifafrúin hafði gefið Ekkehard, lá á stól hjá bókinni.Gull-kögrið á honum hékk yfir litlu flöskunni með vatninu úr Jórdán, sem Thietó blindi hafði gefið honum eitt sinn. Praxedis ýtti öllu frá og lagði bók Gunzós á borðið, og var henni mjög órótt í skapi. Hún sneri sér snöggglega við, rétt þegar hún ætlaði út úr herberginu, lauk upp glugganum og sleit dálítið af vafningarlaufinu, sem vatt sig svo ríkulega uj»p um kastalann, og stráði því yfir bókfefflð. Ekkehard kom mjög seint heim. Hann hafði búið um sár Húnans, en veitti miklu örðugra að hugga hina hávöxnu eiginkonu hans. Eftir að fyrsta grátkviðann var um garð gengin og tárin þomuð, var mál hennar til sól- seturs ekkert annað en langar bölbænir yfir klausturbóndanum; og þegar hún rétti upp sinn sterka armiegg og sór að rífa úr honum augun, hella soði inn í eyrun á honum, mölva í honum tennurnar og lemja þær ofan um kokið á hon um, en pilsin sveifluðust ógnandi í allar áttir, þá þurfti sannarlega á öllu að halda til þess að friða hana. Þó tókst 'honum það að lokum. Ritið, sem gríska mærin hafði lagt á borðið í klefa hans, las Ekkehard í næturkyrðinni. Hann lék sér að villirós, sem hann hafði tínt í skóginum á heimleiðinni, í lófa sínum, meðan hann rendi augunum yfir árásir hins ítalska fræðimanns. Hvernig stendur á því?” spurði hann sjálf- an sig og dró að sér ilm rósarinnar,’’ að svo margt, sem með bleki er ritað, skuli ekki geta leynt uppruna sínum? Blekið er búið til úr gall- hnetum og gallhneturnar koma undan eitraðri stungu broddflugumiar.” Hann las alvarlegur á svipinn handritið alt til enda og lagði það frá sér. “Laglega gert —gert með mikilli iðni og ástundun — jæja, herfuglinn er líka mikilsverð persóna í hinni fiðruðu stétt! En næturgalinn hirðir ekki um söng hans. — Hann lagðist til svefns og svaf óvenjulega vel. Praxedis mætti honum um morgunin er hann var að koma frá kastala-kapellunni. ‘‘Hvernig líður þér, skírari Húna?” spurði hún í gamni. Eg hefi haft mestu áhyggju af þér. Mig dreymdi að stór, brúnn sævarkrabbi- kæmi á sundi upp Rín, og úr Rín inn í vatnið, og úr vatninu klifraði hann upp í kastalann okkar , og krabbinn hét Gunzó. Áttu marga vini honum líka?” Ekkehard brosti. “Eg hugnast vafalaust mörgum illa, sem mér hugnast ílla,” mælti hann. ‘‘Sá, sem nuggast upp við sótugan ketil, á það á hættu að verða sótugur sjálfur.” ‘‘Það er eins og þér sé alveg sama um þetta,” sagði Praxedis. “Þú ættir heldur að hugsa um, hvernig þú gætir svarað fyrir þig. Sjóð krabban þangað til hann verður rauður, og hann bítúr aldrei aftur.” X “Annar hefir,” svaraði Ekkehard, ‘‘þegar svarað öðru eins og þessu. Hver sem segir við bróður sinn: Bjáni! verður sekur fyrir ráðinu; en hver sem segir: Þú heimskingi! á skilið að fara í eldsvítið.” Þú et sannarlega guðhræddur og mildur,” mælti Praxedis, ”en taktu eftir hversu langt þú kemst í veröldinni með gæðum og guð- hræðslu. Sá, sem ekki gætir síns eigin hör- unds, er oft fleginn, og jafnvel auman óvin er ekki holt að virða að vettugi. Sjö broddflugur saman geta sungið hest til bana.” Gríska stúlkan hafði rétt að mæla. Menn leggja þögula fyrirlitningu þannig út, sem væri hún veikleiki. En Ekkehard gerði það, sem upplagi hans var samkvæmast. Praxedis vatt sér alt í einu nær honum, svo að hann hrökk undan, en hún mælti: “Á ég að gefa þér enn annað ráð í viðbót, virðulegi séra minn?” Hann kinkaði þegjandi kolli............. ‘‘Þú ert alt af alvarlegur á svipinn upp á síðkastið. Það er engu líkara en að þú ætlir að fara að leika keiluvarp við sólina og tunglið, þegar maður horfir á þig á göngu þinni. Sum- arveðrið er hlýtt, kuflinn þinn hlýtur að vera heitur og þungur. Útvegaðu þér fatnað úr líni, og það mundi ekkert saka þig þótt þú dýfðir höfðinu ofan í kastala-lækinn. En vertu kátur og glaðlegur um fram alt. Annars er ekkert líklegra en að húsmóðir okkar fari að láta sér standa á sama um þig.” Ekkehard hefði langað til þess að taka í hendina á henni. Honum fanst stundum að Praxedis væri sinn góði engill. En Spazzó reið rétt í þessulnn í garðinn. Hann fór hægt, höfuðið hékk ofan á bringu, þreytulegt bros lék um úttaugað andlit hans, og hann var hálf-sbfandi. ‘‘Andlitið á þér hefir breyst stórum frá því í gær,” hrópaði Praxedis til hans. Hversvegna glitra ekki neistar undan hófum Falada núna?” Hann horfði á hana eins og hann sæi hana ekki. Alt var á ringulreið fyrir sjónum hans. “Komstu heim með miklar skaðabætur, herra stallari?” spurði hún. ‘‘Skaðabætur? Handa hverjum? spurði Spazzó eins og hann skildi ekki upp né niður. ‘‘Handa veslings Cappan! Þú hlýtur að hafa etið einhver ósköp af valmúasæði fyrst þú veist ekki til hvers þú lagðir af stað!” “Valmúasæði?” át Spazzó eftir henni í sama róm, “valmúasæði? Nei. En ég drakk vín frá Meersburg, rautt vín frá Meersburg, óteljandi bikara af rauðu víni frá Meersburg, já!” Hann drógst þunglamalega af baki, gerði enga grein fyrir erindislokum sínum en hélt beint til svefnstofu sinnar. Praxedis horfði for- viða á eftir honum og skildi ekki nema að litlu leyti hvernig á þessu háttalagi stóð. ‘‘Hefir þú aldrei heyrt getið um það” mælti Ekkehard til skýringar, ‘‘hvernig fullorðnum mönnum þykir meiri hressing í gömlu víni held- ur en grasi, blómum og smárablöðum, meira en þekking á jurtum og rótum, nieira en visku- steini, skógum og syngjandi fuglum. Eins og spámaðurinn gyðinglegi sagði endur fyrir löngu við Darius konung, þegar hermenn og stjórn- málamenn Austurlanda voru að deila um þgð fyrir framan hásætið, hver þeirra værí máttar- mestur: “Vínið er sterkast alls, því að það yfir- bugar mennina, sem drekka það og leiðir hug þeirra á glapstigu.” Praxedis hafði snúið sér að veggnum og var að horfa á vígisturnana. ‘‘Horfðu á þú sonur þekkingarinnar” sagði hún við Ekkehard. Hvaða piltur klerka- stéttarinnar skyldi þetta vera, sem þarna kemur?” Ekkehard hallaði sér yfir brjóstvirkið og leit ofan yfir bergið, sem kastalinn stóð á. Piltur með brúna lokka kom gangandi innan um runnana við veginn. Hann var í munka- kufl, sem náði honum niður á ökla, ilskó á fótunum, leðurmalur hékk á öxlum hans og hann hafði járnbryddan staf í hendi. Ekkehard f þekti hann ekki. Hann stóð við kastalahliðið eftir fáeinar mínútur, sneri sér við, skygði hönd fyrír augu og horfði lengi á landslagið fagra fyrir fótum sé|r. Þvínæst gekk hann undir hliðarbogann og rólega þangað, sem Ekkehard stóð. Þetta var Burkad, klaustursveinninn, systursonur Ekkehards, og hann hafði komið frá Constance til þess að heimsækja móður- bróður sinn í leyfi sínu. Hann gekk fram al- varlegur á svipinn og mælti fram kveðju sína, eins og það væri lexía, sem hann hefði lært utanbókar. Ekkehard faðmaði þennan fyrirmyndar- svein að sér,sem aldrei hafði gert neitt heimsku legt af sér öll þessi fimtán árin, sem hann hafði lifað. Burkard kom með margskonar boð frá St. Gall og auk þess bréf frá bróður Ratbert, sem var að fást við vandasöm ritstörf og skrif- aði Ekkehard til þess að spyrja hann hvernig hann væri vanur að þýða og orða nokkurar vandasamar setningar hjá Virgili. ‘‘Salutem et profectum in doctrinal'” voru niðurlags og kveðjuorð bréfsins. Ekkehard tók að spyrja piltinn um félaga sína, munkana, en Praxedis tók fram í fyrir honum. ‘‘Þú verður í öllum bænum að leyfa þess um guðhrædda unga manni að hvíla sig fyrst,” sagði hún. ‘‘Menn segja ekki sögur á fastandi maga. Komdu með mér, ungi sveinn. Þú ert miklu hugþekkari gestur heldur en hinn illi Rudiman frá Reichenau.” ‘‘Faðir Rudimann?” spurði drengurinn. ‘‘Eg þekki hann líka.” “Hvernig stendur á því að þú skulir þekkja hann,” spurði Ekkehard. ‘‘Hann kom í heimsókn til okkar fyrir nokkurum dögum síðan og kom þá með stórt bréf til ábótans og smárit nokkurt. Þeir segja að það sé margt í því um þig, kæri móður- bróðir, og ekki alt sem fallegast heldur.” ‘‘Heyr, heyr!” sagði Praxedis. ‘‘Og eftir að hann hafði kvatt þá fór hann aldrei lengra en út í kirkju og lá þar á bæn þar til komið var myrkur. Hann hlýtur að þekkja hvern krók og kima í klaustrinu, því að hann skreið inn í svefnskálann, þegar klukkunni var hringt til náða, svo að líann gæti heyrt hvað bræðurnir segðu um þig og ritlinginn áður en þeir færu að sofa. Náttljósið logaði daufi? og hann hnipraði sig saman í einu horninu svo að hann sæist ekki. En um miðnætti kom faðir Notker og gekk um alt að vanda, til þess að sjá hvort allir hefðu girt belti sitt um kuflinn sæmilega og að gæta hvort nokkur hnífur eða hættulegt vopn væri í svefnskálanum. Hann fann þá gestinn og dró hann fram úr felustað- num, og bræðurnir vöknuðu og kveikt var á stóra ljósinu og þeir réðust á hann vopnaðir með spítum og stöfum og sjöþættu hirtingar- svipuna úr refsirúminu, og það varð hræðileg- ur hávaði og læti, þótt ábótinn og forstjórinn reyndu að sefa þá. Notker pipar var sjálfur mjög æstur. “Djöfullinn reikar um og leitar þeirra, sem hann geti gleipt,” hrópaði hann; “en fyrst við höfum nú náð í djöfulinn, þá skulum við aga hann eftirminnilega!” ‘‘En faðir Rudimann var óskammfeilnin sjálf. “Eg játa það, ágætu lærisveinar, að hefði smiðurinn haft einhverstaðar smugu, þá hefði ég skriðið út um hana á höndum og knjám. En fyrst tilviljunin hefir nú skilað mér í hendur ykkar, þá gætið þess að gera ekki gesti ykkar vanvirðu!” ‘‘En við þetta urðu þéir allir afarreiðir, og þar varð hann að leggjast á kné og biðja um að lofa sér að fara. Og þegar ábótinn sagði að lokum: ‘‘Vér skulum láta refinn renna heim aftur í greni sitt,” þá þakkaði hann fyrir á hinn kurteisislega hátt. ‘‘Og í gær mætti ég vagni með tveimur stórum vínkjöggum, og sagði ökumaðurínn að það væri gjöf frá byrlaranum í Reichenau til St Gall fyrir vinsamlega viðtökur, sem hann hefði fengið þar.” “Rudimann gat ekki um þetta með einu orði, er hann var hér á ferð í gær,” sagði Prax- edis. ‘‘Og kökustykki skaltu fá í launa skyni fyrir fregnir þínar, yndið mitt. Þú segir vissu- lega sögu eins og værir þú gamall í þeirri hettunni.” “Ó, nei,” svaraði drengurinn eins og hálf- móðgaður, ‘‘þetta er ekkert. En ég ætla að yrkja kvæði um þetta efni. Það á að heita: ‘Tnnrás úlfsins á hjörðina, og refsing hans.” Eg er hálfbúinn með það í höfðinu, og það skal verða gott.” “Yrkir þú líka, ungi frændi minn?” sagði Ekkehard glaðlega. ‘‘Það væri laglegur klausturnemandi, sem ekki gæti ort kvæíði, fjórtán ára gamall. Mér var leyft að lesa ábótanum kvæði mitt: “Lof- gjörð til Erkiengilsins Mikaels,” sem er ort í tvírímuðum hexametra, og hann kallaði kvæðið ‘‘röð af glitrandi perlum.” Og óda minn í stíl Sappó í heiðurskyni við hina guðhræddu Wil- borad er líka mjög falleg. Á ég að fara með hana fyrir ykkur?” “í öllum bænum, barn!” hrópaði Praxedis upp fyrir sig. “Heldur þú að sjálfsagt sé að fara að kveða ódur um leið og komið er inn í garðinn hjá ókunnugu fólki? Bíddu þangað til þú ert búinn að fá kökuna þína.” Hún hljóp inn í eldhús og skildi hinn lærða frænda eftir á tali við móðurbróðurinn undir linditrénu. Hann hóf samtalið með því að minnast allmörgum sinnum á ‘‘trivium’ og “qvadrivium.” og með því að hamratindurinn á Hohentwiel kasTaði einmitt um þetta leyti morgunbirtunnar greinilegum skugga á flat- neskjuna fyrir neðan, þá eyddi klaustursveinn- inn all-angri ræðu í útskýringar á orsöfcum skugga. Hann fullyrti að þeir kæmu þegar fastir hlutir yrðu í vegi fyrir geislunum; og að þeirri fullyrðing lokinni^ tók liann til að sýna fram á að allar skýringar væru gagnlausar. Flóð þekkingar hans rann eins og vatn fram af ungum vörum hans. Hann var einnig vel að sér í stjörnufræði og móðurbróðir hans varð að hlusta með þolinmæði á lof hans um Zoróaster frá Bactria og Ptolemus frá Egyfta- landi. Auk þess varð hann sjálfur að gangast undir hið stilangasta próf um jeöli og útlit stjörnuhraps; og að lokum tók hinn brúnhærði systursonur að sýna fram á hve fáránlegar væri kenningar þeirra, sem héldu að hinar virðulegu þjóðir Andfætlinganna ættu heima hinu megin á hnettinum. Hann hafði lært öll þessi vísindi fyrir fimm dögum síðan. En að lokum gerði móðurbróðirinn það, sem Ottó keisari hafði gert, þegar hinn heim- spekilærði biskup Gerbert frá Rheims og Otrik, dómkirkju-skólameistarinn frá Magdeburg á- samt hundruðum af lærðum klerkum og fræði- mönnum háðu fyrir framan hann kappræðuna um undirstöðu og flokkun sígildrar heimsspeki — hann geispaði. En rétt í þessu kom Praxedis aftur og bar þá með sér kirsiberjaköku undurfagra og fulla körfu af allskonar ávöxtum, og þetta Ijúfineti breytti hugsunum hinns unga heimspekings inn á eðlilegar brautir. Hann flutti borðbæn, áður en hann snæddi kökuna, eins og vel uppalinn piltur, en lét svo vandamálið um Andfætlingana eiga sig til betri tíma. Praxedis sneri sér að Ekkehad. ‘‘Hertogafrúin biður mig að skila til þín,” mælti hún með uppgerðar alvörusvip, “ að hún hafi ákveðið að hefja að nýju nám sitt í Virgil. Henni leikur forvitni á að fræðast um forlög Didó drotningar. Hún ætlar að byrja þegar í kvöld. Mundu eftir því, að þú átt að líta glað- legar út,” bætti hún við í lágum róm, ‘‘því að þetta er fallegur vottur frá hendi hertoga- frúarinnar um að hún beri enn fult traust til þekkingar þinnar, þrátt fyrir öll skrif sérstaks manns.” Þessu var í raun og veru svona farið og Ekkehard hlustaði á fréttirnar með aðkenning af hræðslu. Honum var alls ekki rótt við til- hugsinina um að sitja að nýju einn með þess- um tveimur kvenmönnum. Hann hafði ekki enn gleymt Föstudeginum langa. Hann sneri sér því að fænda sínum, sló hann með lófanum svo hjartanlega og þétt á öxlina, að hann hrökk við, og mælti — ‘‘Þú hefir ekki komið hingað til þess að eyða lefisdögum þínum í fiskiveiðar og fugla, Burkard! Við lesum í dag hinn ágæta Virgil fyrir hertogafrúnni og þú verður líka við- staddur.’ Hann hugsaði sér að nota piltinn sem skjöld á milli hertogafrúarinnar og hugsana sinna. “Ágætt!” sagði Burkard og var allur rauð- ur um varirnar af kirsiberjum. ‘‘Eg kýs miklu heldur að lesa Virgil en að fara á veiðar eða í útreið, og ég ætla að biðja hertogafrúna að kenna mér dálítið í grísku um leið. Hinir strákarnir sögðu eftir að hún kom og tók þig úr klaustrinu að hún kynni meira í grísku en allir klerkamir til samans. Þeir sögðu að hún hefði lært hana með töfrum. Og þó að ég sé beztur í grísku í bekknum — ” ‘‘Þú verður þá áreiðanlega ábóti innan fimm ára og Heilagur Faðir í Róm eftir tutt- ugu,” sagði Praxedis til þss að stríða honum. “En hvað um það, nú er vor, og varir þínar berjabláar.” Ekkehard var kominn í súlna-salinn um fjórðu stundu dags, til þess að taka upp lestur Æneid að nýju. Virgil hafði legið óhreyfður í sex mánuði. Ekkehard var þungt undir niðri. Hann lauk upp glugganum og lét kalt loftið streyma inn. Klaustursveinninn var að blaða í latneska handritinu. “Vertu mjög kurteis þegar hertogafrúin heilsar þér,” sagði Ekkehard, en pilturinn svar- aði með stærilæti — ‘‘Við slíka hefðarfrú mælist ég eingöngu í ljóðum. Hún skal verða þess vör, að læri- sveinn úr efribekkjunum stendur fyrir framan hana. Hertogafrúin kom inn, og var Praxedis í fylgd með henni, og heilsaði Ekkehard með því að kinka lítillega til hans kolli. Hún settist í hinn fagurlega útskorna tréstól og lézt ekki sjá hinn efnilega systurson. Burkard hneigði sig prúðmannlega og stóð síðan kyr við hinn enda borðsins. Ekkehard lauk Virgili upp og hertogafrúin spurði kæruleysislega: “Hversvegna er þessi drengur hér?” “Hann er einungis auðmjúkur áheyrandi,” mælti Ekkehard, “og hefir áköf löngun hans til þess að nema grísku, gefið honum hugrekki til þess að nálægjast svo göfugan kennara. Hann mundi meta það mjög mikils, ef af vörum hans —’’ ‘‘En áður en Ekkehard fengi lokið við mál sitt, hafði Burkard gengið fram fyrir hertoga- frúna. Hann horfði til jarðar, feiminn og full- ur sjálfstrausts í senn, og gætti vel áherzlunnar í ríminu — Esse velim Graecus, cum vic sim, dom’na Latinus. (1. Þetta var óaðfinnanlegur hexametri. Heiðveig hertogafrú horfði undrandi á hann, því að hrokkinhærður drengur, sem sett gat saman hexametra var óóvenjulegt fyrir- brigði í þýzkum löndum þátímans. Og það sem meira var, hann hafði mælt þetta af munni fram henni til sæmdar. Henni féll því ágæt- lega við hinn unga hagyrðing. 1. ‘‘Þótt ég sé naumast leikinn í Latínu, fýsir mig að nema grísku.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.