Heimskringla - 21.08.1929, Síða 2
2. BLAÐSlÐÁ
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 21. ÁGÚST, 1929
Minni Vestur-Islendinga
—flutt af—
dr. Sveini E. Björnsson
& Islendingadegi í jWinnipeg 1029
Heiöraöi herra forseti! Kæru Vestur-
Islendingar ! Konur og Menn!
Þegar ég var beíSinn aö tala hér
fyrir minni Vestur-Islendinga, var
ég í æði miklum vafa öm hvort ég
myndi vera þvi verki vaxinn. En
svo barst mér á einhvern hátt sú
vitran, annaöhvort ofan aö, eöa þá
í gegnum sögu þeirra manna og
kvenna sem ég á nú að tala um, að
ÖLL réttmæt áreynsla er gróði og aö
þetta yröi þá aö skoöast sem tæki-
færi fyrir mig, sem mér bæri síst aö
láta ónotað. Eg leyfi mér því að
heilsa hér í fyrsta — ef til vill síö-
asta — sinn Vestur-Islendingum
opinberlega nú, eftir fjóröungs aldar
veru mína hér í Vesturheimi. Og
ég vil byrja meö því að þakka nefnd
þeirri, sem nú stendur fyrir þessu há-
tíöarhaldi fyrir þá tiltrú sefn hún
sýndi mér meö því að biöja mig að
mæla fyrir þessu minni.
Ekki skal ég þreyta yöur á því
að rekja, liö fyrir lið, landnámssögu
Islendinga hér, enda naumast mitt
meöfæri. Þó mun ég á hana minn-
ast og ýmsa erfiðleika, sem iandnám-
inu voru samfara. En i þetta sinn
held ég að ekki ætti illa við aö minn-
ast þess fyrst aö í dag eru 40 ár liðin
síðan fyrsti Islendinigadagur var hald-
inn í Vesturheimi. Sá atburður
skeöi og hér í Winnipeg, laugardag-
inn 2. ágúst 1890.
Þaö er ekki ófróðlegt fyrir þá sem
hér búa nú, og eru hér samankomn-
ir, að rifja upp nokkrar endurminn-
ingar frá þeim tíma, sem hér um
ræðir, og þá að sjálfsögðu sögu
hátíðahaldsins sjálfs. Vil ég því
leitast við aö draga fram ofurlitla
mynd af því sem fram fór þann dag.
Heimskringla, dagsett 7. ágúst 1890,
getur Islendingadagsins meðal annars
á þessa leið:
“íslendingadagurinn laugardaginn
2. ágúst rann upp heiðskír og fagur
þrátt fyrir öll ósköpin sem gengu á
nóttina fyrir, meö húðarigningu,
þrumum og eldingum.
Eftir kl. 9.30 f. m. fóru menn að
safnast saman á vellinum fyrir sunn-
an kirkju Islendinga, bæöi karlar og
konur.
Forstöðunefndin haföi fengiö loforð
fyrir öllum leiguvögnum bæjarins
handa kvenfólkinu.— Þar á vellinum
fylktu marskálkarnir karlmannalið-
inu í fjórar fylkingar. Tæpri 1.
og hálfri klst. fyrir hádegi var lagt
á stað. Fyrst fór lúðrafokkur her-
mannaskólans, sem spilaði lög á allri
göngunni. Síðan komu karlmenn í
fjórum fylkingum, hverri á eftir ann-
ari, og var merki borið fyrir hverri
um sig; fyrst enski fáninn og síðan
þrír fánar íslenzkir. (Hvít stjarna í
bláum feldi ag danska merkið í efra
horninu viö stöngina). Þar á eftir
kom kvenfólkið í pm 40 vögnum.
Leiðin var nú lögð um Ross stræti,
Maint st., Rupert st. og inn í Vic-
toria Garden.—
Um kl. 2 streymdu allir Islending
ar hér í bænum sem vetlingi gátu
valdið, og margir sem engum vetlingi
gátu valdið heldur sátu á handlegg
móöur sinnar út til garðsins.
Fyrstur af öllum heiðursigestunum
kom fykisstjóri (Lieut. Governor)
Schuíts, siöan komu þeir sambands-
þingmenn Scarth, konsúll Banda-
rikjanna, Taylor konsúll Þjóðverja,
Hespeler, konsúll Dana, Green toll-
heimtustjóri i Winnipeg, ofursti
Thonias Scott, fylkisþingmaður fyr-
ir Kingston, Ont., /. H. Metcalfe,
bókavörður /. P. Robertson, yfir-
innflutningastjóri i Manitobafylki
Bennett, fylkisþingmaður í Mani-
toba Isaac Campbcll, o. fl.—
Þegar klukkan var nærri 3 setti
foseti hátiðahaldsins, W. H. Paulson,
—til þess kosinn af forstöðunefnd-
inni — samkomuna með ræðu. Bað
hann alla velkomna og gat þess að
þetta væri hin fyrsta þjóðhátíðarsam-
koma sem haldin væri af Islending-
um í Vesturheimi, þegar þjóðhátíðin
í Milwaukee 1874 væri undantekin.
Svo spilaði' lúðraflokkurinn “0
Guð vors lands.” Eftir það var
sungið minni Islands eftir Jón Ölafs-
son: “Já, vér elskum Isafoldu.” Þá
talaði Jón Ölafsson minni Islands,
fyrir hönd Gests Pálssonar, sem var
lasinn þann dag og treysti sér ekki
til að tala svo að til sín heyrðist.”—
Eg ætla aö leyfa mér aö fara hér
með fjögur erindi sem Gestur Páls-
son orti fýrir minni Vestur-Islend-
iniga viö þettja tækifæri. Kvæðiö
skýrir sig sjálft, og ég hygg að þó
þaö sé nú 40 ára gamalt aö það
geti enn hljómað í eyrum vorum sem
boðskapur sígildur og lifandi. Og
ég hygg að því fleiri sem koma auga
á slík leiftur frá fortíðinni, því
bjartara verði á gönigunni framund-
an, ekki einungis fyrir stundina sem
er að líða, heldur um alla ókomna
tíð.
Minni V.-lsendinga, eftir G. P.
Vér nú í nýju landi, oss numið höf-
um byggð
Meö hlýju bróöurbandi sú' byggðin
skyldi tryggö
Meö rækt þess rétta og sanna og
rækt við fósturmold
Með ást til allra manna og ást við
þessa fold.
Því allt hið göfga og góða sem gróð-
ursett ég veit
Við yndi æskuljóða í okkar hjarta-
reit
Skyldi aldrei líða úr lundu, en laga
allan hug
Og hefja á hverri stundu enn hærra
vængjaflug.
En sundrung öll hin illa, á oss ei
vinni svig
Né hjáræn heimsku villa sem heldur
vissu sig
1 sundrung fræ er falið sem fljótum
þroska nær
Og heimskan aöeins alið sér um-
skiftinga fær.
Ogt þá er lán í landi og lifsins byr
á skeið
Er frjáls og framgjarn andi hver
fylgist sömu 'leiö.
Og þá mun þjóölíf dafna hjá þessum
unga lýð
Og andans aröi safna mun okkar
nýja tíð.
Eg vil benda á í sambandi við
þetta kvæöi, að til er gott lag við það
eftir H. T. H. Thingholt, og væri
vel viðeigandi að þetta væri sem oft-
ast sungið hér á vorum Islendinga-
döigum.
Líklega hin fegursta ræða, sem
haldin hefir veriö hér fyrir minni
Vestur-íslendinga, var haldin á þess-
um fyrsta Islendingadegi af Einari
Hjörleifssyni. Höfðu þá Islendingar
aðeins dvalið hér um slóðir ein 14
ár, og höfðu því ekki langa sögu.
En þó áttu þeir merkilega sögu eft-
ir þessi 18 ár eða meir, sem þeir
höfðu dvaliö í landinu. Kjarninn
úr ræðu Einars Hjörleifssonar er á
þessa leið. “Það er að ýmsu leyti
varhugavert að tala um sjálfan sig.
Við erum fáir, fátækir, smáir og
höfum ekki afkastað neinum stór-
virkjum öðrum, öðru en að bisa og
strita. Trúlofað eöa nýgift fólk er
ekki búiö aö gera mjög mikið í sam-
veru sinni, en þó hefir það ávalt nóg
til að tala um. — Vonif sínar.— Eg
þekki ung hjón sem komust í standandi
vandræði með að ráðstafá öllum auön-
um sem þeim myndi hlotnast í Am-
eríku. En þegar þau slitu talinu
urðu þau þess vör að þau höfðu
enn ekki fengið neina atvinnu, og
áttu eigi til næsta máls.
íslendingar áttu ímyndunarafl svo
mikið að vonirnar spruttu upp í hug-
anum eins og skógurinn upp úr jörð-
unni. Mismunurinn var þó sá að
skógurinn var áratugi að spretta en
vonirnar aðeins augnablik.
En oss hættir svo viö að villast
í þessum vonskógi.
Hverjar eru þá vonir vorar?
Hvaö er það sem fyrir oss vakir?
Sumir vilja safna auði, aðrir verða
ráðherrar eða eitthvað annað vold-
ugt — einhverntíma. Háminigj-
unni sé lof fyrir þær vonir. En
hvorki efnin né völdin koma spáss-
erandi upp í fangið á manni sjálf-
krafa. Gæsirnar fLjúga ekki steikt-
ar upp í mann.
En vér vonum margt fleira. Að
leggja eitthvað til hins andlega lifs
þeirrar þjóðar sem vér búum með.
Að eitthvað af þessum íslenzku nöfn
um sem svo óþjál eru á tungu hér-
lendra manna, verði einhverntíma
sett í samband við háleitar hugsjón-
ir hér. Að vér verðum fremur veit-
andi en þiggjandi bæði í líkamlegum
og andlegum efnum.: Aö landar nemi
og yrki “preriuna” og fái rikulega
uppskeru. Aö þeir eignist andleg
heimilisréttarlönd, yrki þau af kappi
og uppskeran verði dýrðleg. En vér
vonum fleira. —Að verða ávalt góðir
Islendimgar. Að sannist 2. vísa
Gests Pálssonar á oss. Og aö Is-
landi megi stafa eitthvað gott af oss.
Enn ein von: Nýgift hjón eiga
eina von sem skýtur greinum sínutn
um allan þeirra vonaskóg, og vex
utan um hann hvað stór sem hann
verður. Það er vonin um að þeim
komi alltaf vel saman. Það er svo
mikið gott í oss, svo mikil þrá eftir
sannleik og vizku og réttlæti að oss
er vel borgið ef við getum alltaf
fundið þaö bezta hvor í öörum.
Eg ætla ekki að biðja yður aö
hrópa húrra fyrir Vestur-íslendinga.
En éig ætla að biöja ykkur að hrópa
húrra fyrir því að blessuð Ameríku-
sólin sem í dag skin svo fagurlega,
megi sem oftast hella geislum sínum
yfir oklkur sem góöa Islendinga,
góða Ameríkumenn, góða menn, and-
ans menn, samhuga menn.”
Þessi ræða er svo fögur og hug-
myndarík, að mér fannst skylt á þess-
ari hátíð, sem er 40 ára “jubil” há-
tíð Islendinga hér í sambandi við
þennan dag, að minna yður á hana.
Slíkar ræður hljóta að finna sam-
| hljóm i hverri einustu íslenzkri sál
enn í dag. Vonirnar voru margar
og eru margar enn (í dag) hjá oss
Islendingum. Og vissulega hafa
margar þeirra ræzt og enn fleiri eiga
eftir aö rætast. Fyrir 40 árum var
þess óskað að vér yrðum “samhuga
menn,” og það voru síðustu orð
ræðumannsins. Hvort ósk þessi
hefir orðið að áhrínsorðum skal ég
ekki leggja neinn dóm á að þessu
sinni. En þrátt fyrir allt má þó
segja með sanni að frá því fyrsta
hafi Islendinigar ávalt haft fleiri fé-
lög innan sinna vébanda en ef til vill
nokkur önnur svo fámenn þjóð. Is-
lendingar voru ekki fyr stignir á
þetta land en þeir höfðu samtök með
einskonar “matarfélag;” réðu til sin
“cook” og “borðuðu sig sjálfir.”
Síðan það var hefir hvert félagið
rekið annað. Eg gæti til dæmis
minnt yður á stjórnarfyrirkomullag
Nýja íslands 1877 með útgáfu Fram-
fara, Dagsbrúnar 1893, Svöfu 1896
og Bergmálsins síðar. Þá gróða-
félagið 1888, Framfararfélagið, Is-
lendinigafélagið, Goodtemplarafélög,
Þjóðmenningarfélög í Winnipeg og
Menningarfélag í N. 0. 1888. Þá
söfnuði og kirkjufélög, eins og allir
vita, og siðast má nefna, en ekki
sízt Þjóðræknisfélag Islendinga í
Vesturheimi, sem á síðari árum hef-
ir starfað og gefið út ársrit eins og
kunnugt er. 0|g efalaust mætti
telja upp mörg fleiri félög hér meðal
vor ef að tími leyfði. Og innan
margra þessara aðalfélaga hafa síðan
myndast önnur smærri félög, eins og
smágreinar á hinum stærri.
Öll þeási félög hafa að sjálfsögðu
haft sín sérstöku markmið að stefna
að. Þau hafa öll haft eitt sameigin-
legt markmið; það, að sameina kraft-
ana. Þau hafíT átt að vera einskon-
ar vopn eða vörn gegn öllu því er
tefur fyrir eðlilegum framförum hjá
mönnum andlega og líkamléga; að
líkna sérstaklega bágstöddum íslend-
ingum, að leiðbeina viltum, vorkenna
breyskum og vanda um við andvara-
lausa.— 1 stuttu máli, tilgangur fél-
aganna hefir verið sá, að mennta Is-
lendinga — gera þá að betri mönn-
um, þjóðræknari mönnum, trúrækn-
ari mönnum og betri borgurum í iþessu
mannfélagi.
Vér heyrum Matthías kveða um
þetta atriði:
“Græðum saman mein og mein
Metumst ei við grannann
Fellum saman stein við stein
styðjum hvorir annan.
Plöntum, vökvum, rein við rein,
ræktin skapar f-raman.
Hvað má höndin ein og ein ?
Allir laggi saman.”
En hér er auðvitað átt við óeigin-
gjarna samvinnu sem tæpast á við
oss hér að öllu leyti. Félögin sum
hafa, þ-ý miður, oft beðið skipbrot
á skerjum flokkadráttar, og tak-
maricið, hversu háleitt sem það var,
hefir þá orðið bylgjum sundurlyndis
að bráð og sokkið til botns í haf
óvildar; og enn meiri óvildar. En
slíks eru víst manna dæmin.
Eg vil þá snúa mér að því að lýsa
í fáum orðum, dráttum úr frumbyggja
lífi Vestur-Islendinga. Við að lesa
það, sem skrifað hefir verið um
frumbyggjana íslenzku í Vesturheimi
dylst víst engum að hér hafi verið
menn og konur með dæmafáan kjark
ag þolinmæði, dugnað og vitsmuni.
Þetta fólk er að leita ár frá ári
að hentugum samastað, ekki fyrir
sig sjálfa eingöngu, heldur eru þeir
að leita að samastað fyrir alla ó-
komna tíð, þar sem eftirkomendur
þeirra geti haldið áfram að halda
uppi því merki sem feður þeirra og
mæður gáfu þeim að arfi.
Og í leit þessari munu leiðirnar þó
oftast hafa verið æði torsóttar. Vér
getum rakið leiðirnar frá Kinmount
til Nýja íslands og Nýja Skotlands.
Þaðan aftur til North Dakota, Ar-
gyle, Minnesota og Winnipeg. Þá
Manitobavatnsnýlendan, Sask. og Al-
berta nýlendur; og eftir það hafa
byiggst upp stór umhverfi Islendinga
vestur á Kyrrahafsströnd. A þessu
getum við séð hversu mikla hrakn-
iniga þessir útlendingar urðu að þola
áður en þeim tókst að ná bólfestu í
landinu. Og ofan á alla þessa hrakn
inga bættust svo drepsóttir og margs-
konar raunir sem sagan getur aldrei
skýrt frá eins og var. Flóð, engi-
sprettur og flugur ráku menn burtu
af þeim löndum sem þeir höfðu ætlað
að myndi verða framtiðar bústaður
þeirra. Erfiðleikarnir voru svo
margþættir að tungan á ekki orð til
að lýsa þeim öllum svo að myndin
verði annað en dauf eftirliking. Nú
heyrum vér söigur, sem þá var auð-
vitað algengur viðburður eins og það
þegar Sigurður Kristófer*son kom
fótgangandi alla leið frá Argyle til
Winnipeg til að sækja þangað konu
og börn sín; og aðrar slíkar sögur,
sem vér vitum að voru aðeins dag-
legur viðburður á þeim árum.
Eg er að minnast V.-Islendirnga nú:
en tímans vegna verð ég að fara
fljótt yfir sögu og stikla því á nokk-
urum atriðum, sem mér finnst eiga
við í dag. Eg hefi dregið fram
nokkur atriði um baráttu þá sem
feður yðar og mæður, afar og ömmur
háðu hér í Vesturheimi á frumbýl-
ingsárunum. Eg verð að minnast
þeirra manna að einhverju sem gerð-
ust leiðtogar lýðsins. Af sögunni
þekkjum vér séra Pál Thorláksson,
föður Dakota nýlendunnar sem ágæt-
ann leiðtoga, og var fráfall hans á
33. aldursári eitt hið raunalegasta at-
Hin nýjasta allra rafhljóm
véla — Victor Radio með
Electrola, nýfundin upp
er eitt hið merkilegasta á-
hald nútímans og ári á
undan öllu öðru á markað-
inum. Þú þarft að heyra
hana til að geta öðlast
hugmynd um hina óvið-
jafnanlegu hljómfegurð.
$375.00
$25.00 niðurborgun og 20
mánaða afborganir
Vægustu skilmálar '
í Canada
vik í landnámssögu Islendinga í
Vesturheimi. Það hefir verið sagt
um hann að hann hafi verið einn hinn
merkasti Islendingur sem uppi hafi
verið á síðari tímum. Hversu mikið
hann hefir lagt á sig til þess að
hjálpa bágstöddum í nýlefndunni,
sjálfur sjúkur og sorgmæddur yfir
fátæktinni og óánægju fólksins, getur
líklega eniginn gert sér fyllilega grein
fyrir. En laun þau sem honum voru
goldin (sem voru $202.00 á ári í pen
ingUm, 29 bushel af hveiti, 9 bushel
af höfrum og 23 dagsverk frá ný-
lendubúumj munu hafa gengið til
alls annars en að lækna þann sjúkdóm
sem dró hann til dauða á unga aldri.
Hans ber því að minnast með hlýjum
hug og þakklæti fyrir vel unnið starf
meðal hinna fyrstu landnema.
Eg minnist einnig Jóns Ölafsson-
ar sem óneitanlega bar hag landa sinna
fyrir brjósti eins og meðal annars
Alaska-förin sýndi. Hann vildi að
Islendingar héldu hópinn allir og út-
veguðu sér nægilegt land {jar sem all-
ir Islendingar sem vestur flyttu og
fæddust hér gætu haldið áfram að
búa. Og í Alaska þóttist hann hafa
(Frh. á 5. bls.)
STUCC0 sem ábyrgst er
The TYEE STUCCO WORKS gefur þér fimm ára
ábyrgð á Tyee Stucco þegar notað er samkvæmt þeirra
ráðleggingum.
Þó ábyrgðin nái aðeins til fimm ára, er auðvitað
varan góð alla æfi þína.
Skrifið eftir nöfnum þeirra plastrara
sem nota það samkvæmt þessari á-
byrgð.
I=~ I
Tyee Stucco Works
ST. BONIFACE MANITOBA
LUMBER
THE McARTHUR LUMBER & FUEL CO.. LTD.
Winnipeg — Manitoba
ASK FOR
LUB
DrvGincer Ale
ORSODA
Brewers Of
COUNTKV CLUB
BEER
GOLDEN GLOW
ALE
BANQUET ALE
XXX STOUT
BH EWEBV
OSBORN E & M U LVEY-Wl N NIPEG
PHONES 41-111 4730456
PROMPT DELIVERY
TO PERMIT HOLDERS
»