Heimskringla - 28.08.1929, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.08.1929, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐÁ HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. ÁGÚST, 1929 Togaraútgerð í Ameríku. Viðtal við aflakónginn frá Boston— Magtiús Magnúss.om skipstj&ra MaíSur er nefndur Magnús Magnús son, Örnólfssonar frá ísafiröi. Magti- ús Örnólfsson var ura langt skeitS skipstjóri á Isafirði, alþekktur atorku- og dugnaöarmaöur. Hann er nú látinn fyrir nokkrum árum. Magnús yngri réðist á enskan tog- ara tæpra 16 ára að aldri. Var þaö haustið 1912. Fór hann síðan í siglingar og gat sér brátt bezta orð- stýr. Stundaði hann nám og lestur af kappi þegar tóm vanst til og tók brátt stýrimannspróf. Var hann í siglingum öll ófriðarárin, hin síðari sem stýrimaður á skipi, er hélt uppi ferðum milli New York og Frakk- lands. Voru þær ferðir þá taldar afar-hættulegar. Arið 1920 kom hann heim til ísafjarðar í kynnisför, festi sér Iconu og fór eftir stutta við- dvöl til Kanada. Gerðist hann skip- stjóri á botnvörpuskipi, sem gert var út frá Kansas. Varð hann brátt al- þekktur fyrir dugnað og þótti hin mesta aflakló; kepptust fiskimenn um að fá rúm á skipi hans. Árið eftir brá hann sér til Islands, kvæntist og fór aftur um hæl til Kansas. Eftir fimm ára dvöl þar fluttist hann til Boston í Bandarikjunum og réðist til útgerðarfélags þar. Fór þar brátt á sömu leið, að Magnús varð afla- sæll mjög. I fvrra lét útgerðarfél- agið byggja handa honum nýtízku tog ara með dieselvél, g tók Magtiús við honum í fyrrahaust í nóvembermán- uði. Félag þetta á all marga togara og hefir enn tvo í smíðum. Tekur Magnús annan þeirra, en Þórður bróð ir hans, sem um nokkur ár hefir verið háseti hjá Magnúsi, tekur við skipi því, sem Magyús hefir haft. Jafnan hefir mikið verið sótt eftir að fá rúm á skipi með Magnúsi, en hann kýs helzt að hafa Islendinga; af 9 hásetum hans eru 7 íslenzkir. Fer mikið orð af skipshöfn hans fyrir dugnað þar í Boston. Ritstjóri Alþýðublaðsins hitti Magn ús að máli og bað hann að segja sér eitthvað um togaraútgerð vestra, fyr- irkomulag hennar, afkomu og annað þar að lútandi. Brást Magnús vel við því, því að Ameríkumenn telja slíkt ekkert leyndarmál, heldur opin- bert mál, sem allir eigi rétt til að fá fulla vitneskju um. Togararnir frá Boston, segir Magn- ús, sækja á mið þar skammt suður af, aðallega “Georges-Bank.” Afl- inn er mestmegnis ísa. Venjulega er hver veiðiför 5—7 dagar, eftir afla og söluhorfum. Beinn kostnaður við hverja veiðiför: fæði, olíur, ís, upp- skipun og þess háttar, er venjulega frá 420—500 dollarar. Á togaranum, sem ég er skipstjóri á, eru helminga- skifti, “50 and 50,” eins og við orðum það. Af óskiftum afla er greitt: kaup loftskeytamanns og leiga eftir stöðina (þar vestra lána útvarpsfél- ögin skipunum bæði loftskeytaáhöld og menn til að fara með þauj, einka- leyfisgjald af nýjum tegundum veið- arfæra, áhalda og þess háttar, bryggju gjald og markaðsgjald. Venjulega nemur þetta frá 3—5% af andvirði aflans. Síðan er því, sem eftir er, skift til helminga milli skipseiganda og skipshafnarinnar. Af þeim helm- ingnum, sem skipverjar, þar með tal- inn skipstjóri, fá, greiðist siðan: oliur, ís, fæði og uppskipunarkostn- aður. Það, sem þá er eftir, skift- ist jafnt milli skipverja, allra nema loftskeytamanns. Eru þeir 13, 9 há- setar, 2 vélamenn, matsveinn og skip- stjóri. Af þeim helmingnum, sem skipseig- andi fær, greiðir hann allan veiðar- færakostnað og allan kostnað við skipið, svo og alla skatta og skyldur, auk þess greiðir hann skipstjóra 10% af skipsins helmingi og uppbætur til vélastjóranna, um 10 dollara á viku til 1. vélstjóra og 5 dollara til 2. vél- stjóra og að auki 5 dollara á viku til hvors þeirra fyrir vinnu við vélina í höfn. Meðalafli í hverri veiðiför hefir hjá mér orðið frá því í fyrra haust lið- lega 1400 kassar, en við höfum líka verið hæstir. Meðalafli togara í Boston mun vera talinn um 1000 kassar á viku. Verð ið held ég að sé heldur lægra að meðaltali en í Grimsby, líklega hér um bil 4 aurum lægra pundið, enda er aflinn hjá okkur nær eingöngu ísa. Hinsvegar er aflinn langt um meiri hjá okkur, því að tiltölulega skammt er á miðin. Eg var sá fyrsti, sem tók upp þessi skifti, en síðan ihafa flestir togar- arnir, sem hafa hráoliuvélar, tekið þau upp. Á hinum, sem kynda kol- um, er það naumast hægt, að því er þeir eyða miklu meira í eldsneyti en olíutogararnir, svo að sjómenn yrðu þar vanhaldnir af helmingaskiftum. Á þeim er ennþá skipverjum greitt fast mánaðar- eða vikukaup og “prem- ia” af söluverði aflans. Annars eru olíutogarar óðum að útrýma kolatogurunum. Verðið á hráolíunni var í vetur í útsölu á fiski- bryggju okkar 7 cent gallonan (hér um bil 7/2 eyri líter). I stórkaupum má fá hana langtum ódýrari, niður í 4 cent. Mest af aflanum er selt sem bein- laus fiskur (Fiske-filé). Er eftir- spurnin mikil, og virðist fara vax- andi eftir þannig verkuðum fiski. Hlutir mannanna á skipinu, sem ég var með, urðu fyrir tímann frá 15. nóvember i fyrra haust til 31. maí í vor, eða réttan sex og hálfan mánuð hér um bil 3350 dollarar, að öllum kostnaði frádregnum, eða sem svarar 14200 krónur. Var þó hvorki ó- venjulega mikið fiski né óvenjulega hátt verð. Á sama tíma varð hagn- aður skipseiganda liðlega 30 þúsund dollarar auk ríflegra afskrifta. Skip- ið mun hafa kostað um 135 þúsund dollara. Eg geri ráð fyrir að hlutir manna hjá mér verði ekki undir 5000 doll- urum yfir árið, eða réttara sagt, þá ellefu mánuði, sem skipið gengur, því að hér um bil einn mánuður á ári fer til ræstingar á skipi og skoðunar. Svarar það til hér um bil 21000 króna íslenzkra. Magnús mun hafa séð, að ritstjóra þóttu þetta ærið háar tölur, þvi að hann dró upp úr vasa sínum blað, reikning yfir útgerð skipsins frá 15. nóvember 1928 til 31. mai 1929. Vestra, segir Magnús, eru reikning ar togaranna opnir almenningi, svo að þér er heimilt að birta tölurnar, ef þú villt. (Það er eitthvað annað en hjá okkur, þar sem togaraeigend- ur fara með reikningana eins og mannsmorð og ætla af göflunum að ganga, ef talað er um að leyfa al- menningi aðgang að þeim, með því að lögleiða opinber reikningsskil). Eg hefi sagt þér frá útgerð skips- ins, sem ég stýri, heldur Magnús á- fram, af því að hver er sínum hnút- um kunnugastur. Þú verður að gæta að því, að það var i vetur aflahæsta skipið í Boston, hafði að meðaltali 1400 kassa úr veiðiför, í stað 1000 kassa, sem mun vera meðalveiði. Verða þvi hlutir manna á því og gróði og eigenda þess að sama skapi yfir meðallag, og þó öllu meira. Annars eru togarasj ómenn í Boston tekjuhæstir verkamanna þar. Algengt verkamannakaup mun vera 35—40 dollarar á vikp og iðnlærðra manna 45—55 dollarar. Vinnan er líka erfiðari og vinnu- tíminn lengri á togurunum en í landi; eftast standa menn 8 stundir og hvíl- ast svo fjórar, en fyrir kemur, að lagð ar eru saman tvær vökur og svo hvílst í 8 tíma. Eg læt menn aldrei standa lengur en 15—16 tima í einu. Hvernig lízt þér á þig hér heima? spyr ritstjórinn. Agætlega ! Hér fleygir öllu fram, en mikið þarf að gera og margt þarf að laga hér; það þykist ég sjá, þótt skammt sé síðan ég kom. Magnús heldur aftur áleiðis vestur með “Drottningunni” á miðvikudag- inn, kona ’hans og dætur tvær, sem hér hafa verið uni hríð, fara þá með honum. Bróðir Magnúsar Kristján, sem einnig er búsettur vestra, hefir og verið hér heima i sumar. Hann er listmálari og hefir hlotið hina lofsam legustu dóma þar vestra, jafnan er hann hefir sýnt myndir sínar. Hefir sýninga þessara öðru hverju verið getið í íslenzkum blöðum. Víst er íslandi eftirsjón í slíkum mönnum sem þeim bræðrum, en sú er bót í máli, að þeir gera ættlandi sinu sæmd, hvar sem þeir koma og kynnast.—Alþýðublaðið. FRÁ ÍSLANDl Veitt prestaköll Séra Björn Magnússon, áður að- stoðarprestur á Prestbakka, hefir ver- ið skipaður sóknarprestur í Borgar- prestakalli í Mýraprófastdæmi. Séra Jón N. Jóhannesson, prestur að Breiðabólsstað á Skógarströnd, hefir verið skipaður sóknarprestur í Staðarpregtakalli í Strandaprðfasts- dæmi.—Island. The Dominion Business College announces the opening of its FALL TERM TUESDAY, SEPTEMBER 3rd. | Dominion Business College I 1 CThe Mall. WlNNlPEa 1 ww □□ A Complete Educational Service With the erection of two new buildings to house our Branches in Elmwood and St. James, The Dominion Business College places at the service of the people of Winnipeg and Manitoba facilities for com- mercial education unequalled in the whole of Canada. Each building of the “Dominion’’ is fully equipped to render a compiete service to its students. .□□ □□ □□ □□ ENROLL TUESDAY DAY AND EVENING CLASSES Evening Classes: Monday and Thursday. DOMjNION businesPœuke □ □ ELMWOOD BRANCH: ---Comer Of-- Kelvin St. and Mclntosh Ave. ST JAMES BRANCH: ---Corner Of-- Portage Ave. and College St. Kínverskir læknar. Gamla og nýja kynslóSin þingsins i Shanghai, og telja hana hættulega kínverskri menningu. Einn hinn elzti grasalæknir í Shang Vestræn læknisfræði hefir átt örð- ugt uppdráttar í Kína, þó að sífeldar tilraunir hafi verið gerðar til þess, heila öld eða lengur, að greiða þar götu hennar, ein'kanlega að undirlagi kristniboða. Almennar ráðstafanir í heilbrigðismálum hafa lítt tíðkast fyrr en á síðustu árum. Hér og þar j í ihinum auðugri hafnarbæjum hafa háskólagengnir Kínverjar tekið að stunda lækningar, þegar þeir hafa lokið prófi i Ameríku, Evrópu eða heima fyrir, og hefir þeim farnast vel. En svo má að orði kveða að allur fjöldi manna leiti enn til “heimalæknanna” gömlu, sem styðj- ast jöfnum höndum við forn þjóðarlyf og særingar, í lækningum sínum. Nú er verið að reyna að koma á umbótum í þessu efni, en þær sæta öflugri andúð “grasalækna” um land allt. Nýlega var haldið heilbrigðis- málaiþing í Shanghai, og sóttu þang- að einkanlega læknar, sem notið höfðu vestrænnar kennslu. Þar var samþykkt tillaga, sem hefir verið skilin á þá leið, að hún væri tilráun til þess að draga allar lækningar í hendur þeim, er notið hefðu þeirrar fræðslu í læknisfræði, sem jafngild væri erlendri læknamenntun. Hefir þessi tillaga sætt áköfum andmælum “grasalæknanna,” og fylgja þeim mörg félög fast að málum. hai heitir Tu Ching-sien, og hafa for- feður hans stundað lækningar, mann fram af manni í marga ættliði. Hann hefir snúið máli sínu til stéttarbræðra sinna í blaði einu, og kemst þar meðal annars svo að orði: “Kinversk lyf Hin nýjasta allra rafhljóm véla — Victor Radio með Electrola, nýfundin upp er eitt hið merkilegasta á- hald nútímans og ári á undan öllu öðru á markad- inum. Þú þarft að heyra hana til að geta öðlast hugmynd um hina óvið- jafnanlegu hljómfegurð. $375.00 Læknar gömlu stefnunnar stað- hæfa, að þeirra aðferðir sé allt eins góðar eins og tízku lækningar ungu , læknanna, sem þeir hafi flutt með sér frá öðrum heimsálfum. Segja þeir, að sínar lækningar hafi öldum saman reynst óbrigðular, og sé á- stæðulaust að hverfa nú frá þeim. Alþjóðarfélag verzlunarmanna styð- ur þessa skoðun þeirra, 0|g er sagt, að félagið hafi sent Nankingstjórn- inni andmæli gegn tillögu lækna- $25.00 niðurborgun og 20 mánaða afborganir Vægustu skilmálar í Canada STUCC0 semábyrgst er The TYEE STUCCO WORKS gefur þér fimm ára ábyrgð á Tyee Stucco þegar notað er samkvæmt þeirra ráðleggingum. Þó ábyrgðin nái aðeins til fimm ára, er auðvitað varan góð alla æfi þína. Skrifið eftir nöfnum þeirra plastrara sem nota það samkvæmt þessari á- byrgð. nr ~ i Tyee Stucco ST. BONIFACE Works MANITOBA Stofnað 1882. Löggilt 1914. i I D. D.Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD Presldent HOWARD WOOD Treasurer LIONEL E. WOOD Secretary (Plltarnlr aem iillnin reyna atl ])Aknnst) Verzla með:- BYGGINGAREFNI — KOL og KOK Búa til og selja:- SAND-LIME BRICK — CONCRETE TILE SAND — MOL OG MULID GRJOT Gefið oss tækifæri SÍMAR 87 308 — 87 309 — 87 300 Skrifstofa og verksmiðja: 1028 Ariington Str. (milli Ross og Elgin) Winnipeg. J I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.