Heimskringla - 28.08.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 28.08.1929, Blaðsíða 6
«. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. ÁGÚST, 1929 Gerir bökunina auðvelda Bökunardagurinn er nú skemtidagur. MeS Rofoinhood hveitimjöli er hægSar. leikur aS gera góS brauS, kökur og aldina brauS (pies). RobinHood FI/OUR POSITIVE “MONEY BACK’’ GUARANTEE IN EVERY BAG MV• EKKEHARD Saga frá 10. öld, eftir I. von Scheffel. “í>að er sannleikur að fóstra mín söng mér enga vöggusöngva um fyrri tíðar hetjur; og guði sé lof fyrir það, að ég hefi aldrei verið í neinni smiðju við skóg, en hrífandi æifintýra- sögur eru sagðar jafnvel í Konstantínópel. Og á þeim tíma þegar ég var við hirðina, og fékk tilsögn í hverri þeirri mennt sem tilhæfir þjón- ustustúlku, þá var þar gömul kona að nafni Crlyserium, sem geymdi lyklana. Hún var vön að segja við okkur: ‘‘Takið eftir stúlkur! Ef það skyldi einhverntíma drífa á daga ykkar, að þjóna konungsdóttur, með hjartað brenn- andi af huldri þrá, sem ekki fær séð þann er hún elskar, þá verðið þið að vera forsjálar og vitrar eins og þjónustukonan Herlindis, þegar Rother konungur gekk að eiga dóttur Konstan- tíns keisara.” Og eitt kveld, er við stúlkurnar sátum saman í stúlknaherberginu, komst ekki gamla Glycerium undan því að segja okkur söguna af Rother konungi. ‘‘í fornöld lifði Konstantín keisari í vold- ugum kastala við Bosphorus. Hann átti eina dóttur, sem var orölögð fyrir fegurð. Menn sögðu að hún væri eins fögur eins og kveld- stjarnan, og bæri af öllum stúlkum sem gull af eiri. Einn dag sigldi skip eitt mikið og skraut legt að landi. Stigu þaðan á ströndina tólf lávarðar og tólf riddarar og lögðu leið ríðandi til keisarahallarinnar. Sá, sem fyrir þeim réði, nefndist Lupolt. Allir borgarbúar urðu gagnteknir af undrun við það að sjá þá, svo vel voru þeir búnir. Öll klæði þeirra voru al- sett hinum dýrustu steinum, og við heislin héngu litlar bjöllur úr gulli. Þetta voru sendi menn Rothers konungs frá Víkingalandi. Lupolt steig af hesti sínum við höllina og á- varpaði keisarann á þessa leið: “Við erum sendir af konungi okkar sem heitir Rother. Hann er fegurstur sýnum allra þeirra, sem af konu eru fæddir, og aðeins hin- ar mestu hetjur þjóna honum. Við hirð hans fer fram dans og burtreiðar og sérhver önnur skemtun, sem mannlegt hjarta þráir. En hann er ógiftur og einmana og þráir að eignast dótt- ur yðar fyrir konu.” Konstantín var maður fljótlyndur, og við það að heyra þessi orð brá honum þannig, að hann kastaði sínu keisaralega jarðlíkani á gólfið og öskraði upp: “Enginn hefir enn biðl- að til dóttur minnar án þess að missa höfuð- ið. Hvernig dirfist þið að flytja mér aðra eins svívirðingu og þetta yfir hafið. Þið skuluð allir fara í fangesi;” og hann skipaði að setja þá alla í myrkvastofu, þar sem þeir sáu hvorki sólskin né tunglskin og höfðu ekkert annað að næra sig á en eintómt vatn, og þeir urðu yfir- bugaðir af hryggð. Þegar þessi tíðindi komu til Rothers konungs fylltist hjarta hans af sorg. Hann settist á stein einn stórann og mælti ekki orð við nokkurn manh. í nokk urn tíma hugsaði hann þannig sitt mál, og tók loks þá ákvörðun að fara yfir hafið og freista að hjálpa sínum trúu erindrekum. En hann hafði verið varaður við Grikkjum, og honum hafði verið sagt að í landi þeirra þyrði enginn að segja sannleikann, sem vildi fá sitt mál fram og sína ósk uppfyllta, heldur yrði að draga yfir hann, ef slíkt ætti að verða mögu- legt. Þess vegna tók konungur eið af mönn- um sínum að segja að nafn hans væri ekki Rother heldur Dietrich, og að hann hefði verið gerður útlægur af Rother og væri kominn til að leita liðs hjá keisaranum. Síðan sigldu þeir yfir hafið. Rother tók með sér hörpu sína, því áður en hinir tólf sendiboðar hans léttu akkerum, kom hann ofan á ströndina og spilaði fyrir þá þrjú yndisleg lög, og hann bað þá að muna þau og sagði: “Ef svo skyldi til takast að þið lentuð í einhverri neyð og heyr- ið þessi sönglög, þá vitið að Rother er nálæg- ur að hjálpa ykkur. Það var á páskadaginn, að Konstantín hafði farið ríðandi til Hippodrome þegar Rother konungur kom. Og allir sem eitthvað gátu hlupu út til að sjá þá sjón. Aldrei höfðu þeir séð neitt þvílíkt, því Rother hafði risa sína með sér. Sá fyrsti þeirra hét Asprian og bar járnstöng tuttugu og fjögra álna langa. Ann- ar var nefndur Widolt og var svo skapillur að 'hann var í hlekkjum hafður. Hinn þriðji var ’kallaður Abendrot. Margir hraustir riddarar höfðu einnig komið með Rother, og síðast, aftan við föruneyti hans, fóru tólf vagnar hlaðnir allskonar auðæfum og öll ferð hans og fylgdarlið var svo stórfenglegt að keisara innan sagði: “En sú heimska að neita Rother konungi um dóttir okkar, slíkur maður sem hann hlýtur að vera, að koma með aðra eins kappa yfir hafið og raun ber vitni um.” Ro- ther konungur var klæddur purpurakyrtli og hafði yfir sér spangabrynju úr gulli, og á hvor- um handlegg bar hann dýrindis armbönd. Hann hneigði sig fyrir hinum gríska keisara og sagði: “Eg er prins Dietrich og hefi verið gerður útlægur af Rother konungi. Allt það sem ég hef gert er notað gegn mér til tjóns mínum málstað og lífi. Þess vegna er ég hing- að kominn að bjóða þér þjónustu mína.” Þegar Konstantín heyrði þetta bauð hann öllum þessum hraustlega hóp til hallar sinn- ar, og sýndi þeim hinn mesta heiður, lét þá sitja við sitt eigið borð. En í anddyri hallar- innar var tömdu ljóni lofað að hlaupa um ó- hindruðu. Það var vant að hlaupa til þjón- ustumannanna og éta mat þeirra, og svo vildi til þennan dag að dýrið kom til-Asprian og vildi sleikja mat hans, en hann brást heldur illa við og grípur í fax ljónsins, hefur það á loft og slengir því við vegginn svo bein þess moluð- ust. En er stallararnir sjá þetta sögðu þeir hver við annan í hálfum hljóðum: “Sá sem ekki vill lenda á veggnum, honum er best að láta ósnortin diskinn þessa manns.” Rother konungur útbýtti mörgum góðum gjöfum, með al Grikkjanna, hverjum sem bauð honum til bú- staðar síns gaf hann skikkju eða einhvers- konar vopn. Og meðal annara sem til Ro- thers komu var útlægur lávarður; honum gaf hann þúsund silfurpeninga og tók hann í þjón- ustu sína. Og með tímanum bættust á þann hátt mörg hundruð riddarar við fylgdarlið hans. Allir lofuðu hinn svokallaða Dietrich. Konurnar gerðu sér mjög tíðrætt um hann, og mátti segja að innan hverra fjögurra veggja væri nafn hans í hávegum haft. Þá var það að hin fagurhærða keisara- dóttir kallaði til Herlindis þjónustumeyjar sinn ar og sagði: "Ó, hvað verð ég að gera til að fá að sjá þenna riddara, sem allir lofa?” Og Herlindis svaraði: “Bið þú föður þinn að stofna til veizlu við hirðina, og bjóða þessum hetjum í hófið. Á þann veg getur þú auðveldlega náð því að sjá hann.” Keisaradóttirin fylgdi ráði Herlindis, og Konstantín tók beiðni hennar vel og bauð hertogum sínum og lávörðum til hallarinnar og einnig hinum ókunnu riddurum. Allir þeir, sem voru boðnir til veizlunnar komu, og í kring um hinn svonefnda Dietrich var mikill fjöldi manns. En í sama mund og prinsessan kom inn, fögur og tíguleg, með gullkórónu á höfðinu og gullsaumaða skikkju yfir sér er féll út af öxlunum, og hundrað þjón- ustumeyjar gaus upp hávaði mikill í mann þyrpingunni. Risanum Asprian hafði verið skipað af einum stallaranum að rýma sæti fyrir öðrum, en iþesari skipan hafði hann svar- að með löðrung, sem molaði höfuð stallarans. Olli þetta þeim hávaða og því uppþoti, að Dietrich sjálfur varð að stilla til friðar. En þetta varð þess valdandi að kelsaradótiÖrin gat ekki komið auga á hetjuna sem hún þráði svo mjög að sjá. Þegar hún var komin heim aftur sagði hún við Herlindis: “Æ, hvorki dag né nótt mun ég hvílast unz augu mín hafa litið þenna göfuga mann. Hver sá, sem getur komið honum til mín inn í herbergi mitt skal fá það ríkulega launað.” Herlindis hló, er hún heyrði þetta og svaraöi: “Þetta verk skal ég vinna fyrir þig og það trúlega; ég skal fara til bústaðar hans.” Því næst klæðir þessi þagmælska þerna sig í sinn bezta búning og heimsótti Dietrich prins. Hann tók henni með mikilli kurteisi: setti hún sig nærri honum og hvíslaði í eyra hans: “Húsmóðir mín, dóttir keisarans, send- ir yður sína beztu kveðju. Hún hefir fengið sérstakan velvildarhug til yðar, hana langar að sjá yður. Viljið þér ekki ganga með mér til hennar?” En Dietrich svaraði: “Kona, þú ert að drýgja synd. Eg hefi heimsótt lauf- skála margra kvenna á umliðnum tímum, þegar mig fýsti að gjöra það. Hvers vegna spottar þú nú um heimilislausan mann. Við hirð keisarans er margir göfugir hertogar og og prinsar, og ég er þess viss, að frú yðar hef- ir aldrei dreymt um það, sem þér nú leggið henni í munn.” En þar eð Herlindis hélt því fast fram, að hún segði satt, sagði Dietrich prins:: “Svo margir spæjarar liggja hér í leyni að sá sem vill halda heiðri sínum óskertum, verður að hafa mikla varúð í athöfnum sínum. Kon- stantín myndi banna mér iandsvist í ríki sínu, ef hann kæmist að því að ég heimsækti dóttur hans. Segðu henni þetta, enda þótt ég kysi að þóknast henni framar öllum öðrum. En er Herlindis var í þann veginn að fara, bauð konungur gullsmið sínum að búa til tvö pör af skóm, annað úr gulli, hitt úr silfri, og hann gaf henni einn skó af hvoru pari. Sömu leiðis gaf hann henni skikkju og tólf gull- armbönd. Hann var maður kurteis og vissi að við átti að sýna píinsessuþernu mikinn heið ur, sem hafði það starf að vera meðalgangari í ástmálum. Praxedis þagnaði eitt augnablik, því herra Spazzo, sem um stundarbil hafði verið önnum kafinn við það að draga upp myndir í sandinn með sverðsoddi sínum, fjölda af stórnefjuðum andlitum, tók nú til að ræskja sig nokkuð harkalega. En þar sem engin frekari van- þóknun átti sér stað, hélt hún áfram: “Herlindis hljóp heim full af gleði, og sagði við húsmóður sína: “Þessi hrausta hetja álítur heiður sinn mjög dýr- mætann og metur góðvilja keisarans meir en svo að hann geti orðið við ósk þinni. En sjáðu bara hvað góður hann var við mig. Líttu á skóna, skikkjuna og hin tólf armbönd. En hvað ég er glöð yfir því, að ég skyldi fara til hans, því fallegri ridd ara geri ég mér ekki von um að sjá á þessari jörð. Guð fyrirgefi mér, ég gat ekki að því gert, ég starði á hann al- veg eins og hann væri engill." “Ó, vei mér,” kallaði keisaradóttirin upp, “verð ég aldrei hamingjusöm aftur? Þú verður þó að minsta kosti að gefa mér skóna, sem hinn göfugi riddari heiðraði þig með af höfðingslund sinni. Eg skal gefa þér eins mikið gull og í þá fær komist. Þær keyptu þessu, og prinsessan setti á sig gullskóinn, en er hún tók upp silfurskóinn, sá hún sér til hugarangurs að báðir skórnir áttu á sama fótinn. ‘‘Æ, vei mér!” hrópaði hin fagra mær. Hér hafa misgrip átt sér stað. Eg kem honum aldrei upp Þú verður að fara til baka til Dietrich og biðja hann að gefa þér hinn, og umfram allt biddu hann einnig að koma til mín. “Það verður eigi all lítið gleðiefni hinum skrafgjörnu og skaðvænu tungum, hló Her- lindis. “En hvað gerir það til, ég skal fara.” Að því búnu lyfti hún upp pilsum sínum, allt að hnjám, því hallargarðurinn var votlend- ur, og lagði á stað til Dietrich. Hin virðulega hetja vissi vel hver ástæðan var fyrir komu hennar, en hann lét sem liann skildi ekki neitt í því. Herlindis sagði við hann: ‘‘Eg er kom- in aftur sem sendiboði. Það hafa verið mis- grip, og frú mín sendi mig að biðja yður að gefa sér hinn skóinn og koma með mér til hennar.” “Gjarna vildi ég gera það,” svaraði hann, “en stallarar keisarans myndu segja frá komu minni.” “Nei, aldrei,” sagði Herlindis. Þeir eru að æfa sig í burtreið og spjótkasti í hallargarð inum. Taktu tvo þjónustumenn með þér og fylgdu mér hægt eftir. Enginn mun sakna þín, sökum hins mikla æsings burtreiðanna.” Hin trúlynda þerna vildi nú hverfa heim aftur, en þá sagði hetjan: “Eg vil fyrst athuga skóna.” í þeim svifum kallaði Asprian, sem stóð úti fyrir dyrunum og sagði: “Hvað gerir til um gamlan skó? Við höfum búið til mörg þúsund af þeim, og þjónarnir brúka þá. Eg skal svipast um eftir hinum rétta.” Og það gerði hann og kom með skóinn að vörmu spori, og Dietrich gaf aftur Herlindis möttul og tólf armbönd. Er hún kom heim aftur sagði hún hús- móður sinni hin gleðilegu tíðindi; og Dietrich gaf þá skipan til risa sinna, að þeir skyldu fara út í hallargarðinn og koma þar á stað miklu uppþoti og æsing. Widolt fór út með hina stóru járnstöng sína, hljóp um kring með hana og bjó til með henni stórkostlega skurði og skörð á ýmsum stöðum. Asprian steypti sér kollhnís í loftinu, og Abendrot henti stór- um steinum, nokkur hundruð pund á þyngd, upp í loftið og stökk síðan sjálfur eftir þeim og greip þá. Allt fólkið stóð nærri á önd- inni af undrun að sjá þetta, og gleymdi í bili Dietrich prins. Enginn tók eftir honum, er hann læddist gegnum garðinn. Keisaradótt- irin stóð við gluggann sinn og er hún sá hann nálgast tók hjarta hennar að slá mjög ótt. Dyrnar á herbergi hennar voru opnar fyrir honum og hún ávarpaði hann á þessa leið: “Velkominn göfugi herra, mikla gleði veitir það mér að sjá þig. Nú getur þú dregið hina fallegu skó á fætur mína með þínum eigin höndum.” “Með gleði vil ég gera það,” kallaði hetjan upp, og settist við fætur hennar, og allt hans látbragð var kurteist og lotningarfullt. Þess vegna setti hún fótinn upp á hné hans. En hvað hann var fagurlega skapaður, svo nett ur og grannvaxinn og skórnir hæfðu þeim svo vel. Herra Dietrich dró þá á fætur hennar.” “Segðu mér nú göfuga frú,” byrjaði hinn ráðsnjalli riddari, ‘‘margir hafa óefað biðlað til þín. Hver af þeim öllum hefir þér geðj- ast bezt?” Þessari spurningu svaraði keisaradóttir- in með mikilli alvöru og sagði: ‘‘Herra, það er eins satt og ég lifi, að væru allir þeir ridd- arar samankomnir væri enginn þeirra þess verður í augum mínum að kallast þinn jafn- ingi. Þú ert hinn göfugasti maður, samt ef ég ætti að velja, myndi ég kjósa þá hetju sem hver nýr dagur minnir mig stöðugt á. Hann sendi hingað erindreka sína til þess að biðja um hug minn og hjarta sér til handa, en nú sitja þeir í hinu ömurlegasta svartholi. Nafn þessa riddara er Rother og dvelur hann hinu- megin hafsins, og ef ég fæ ekki að njóta hans, mun ég ekki binda mig neinum manni um mína daga.’ ‘‘Ó!” sagði Dietrich. “Ef þú elskar þenna Rother skal ég koma með hann hing- að.” Við lifðum saman eins og beztu vinir, og var hann sérstaklega hlýr og góður í minn garð, enda þótt hann síðar ræki mig úr landi.” “Þá svaraði prinsessan: ‘‘Hvemig getur þú borið hag þessa manns fyrir brjósti, þar sem hann gerði þig útlægan. Eg sé að þú munir vera sendimaður Rothers konungs, og sé svo þá dyl mig einskis, og talaðu bert, því að það sem þú kant að segja mér á þessari stundu mun ég halda leyndu til dómsdags.” Þegar hún hafði þetta mælt, leit riddar- inn fast á hana og sagði: ‘‘Nú fel ég mig for- sjón guðs og miskunn og gef mig í þínar hend ur. Og nú skal þér verða það kunnugt að fætur þínar hvíla á hnjám Rothers konungs.” Skelfilegur ótti greip prinsessuna og á augnabragði dró hún fæturna að sér og hróp- aði: “Vei mér fyrir það hve ókurteis og hugs- unarlaus ég hefi verið að setja fætur mínar á kné þér! Ef guð hefir í sann- leika sent þig hingað, skyldi ég í sannleika fagna. En hvernig get ég treyst þér? Ef þú gætir sannað mér að þetta er satt, skyldi ég óðara yfirgefa ríki föður míns og fara með þér. Ef þú ert Rother konungur, er enginn maður lifandi sem ég vildi frekar, en hvernig má þetta ske?” “Hvernig gæti ég sannað þetta betur?” svaraði konungur, “en í gegnum vini mína í fangelsinu? Ef þeir gætu aðeins séð þig, myndu þeir sannfæra þig undireins, að ég segði sannleikann.” “Þá skal ég biðja föður minn að láta þá sleppa út,” sagði keisaradóttirin. “En hver vill ábyrgjast að þeir reyni ekki að komast und- an?” “Það skal ég gera,” svaraði hann. Prins- essan kysti nú þessa háttprúðu hetju, sem hvarf þegar úr híbýlum hennar til bústaðar síns, með hjartað fullt af gleði og sælutil- finningu. í dögun næsta dag klæddist prinsessan sorgarbúningi, fleygði yfir herðar sér píla- grímsmerki, tók staf í hönd sér og gekk með fölri, sorgbitinni ásjónu til bústaðar Konstantín keisara, og barði að dyrum á herbergjum, hans. “Minn konunglegi faðir,” hrópaði hún kæn- lega. “Eg er í kvölum. Eg er hrygg og veit ekki hvar ég á að leita hugsvölunar og hugg- unar. í svefninum eru sendimenn Rothers konungs, sem þú settir í dýflissu, alltaf fyrir augum mér, svo þjakaðir og hörmungarlegir. Þetta gerir mig friðvana. Til þess að losna við þessar þjáningar verð ég að flýja héðan, nema þú viljir leyfa mér að hughreysta og hjálpa þessum bágstöddu mönnum með fæðu, víni og baði. Eg sárbið þig að leyfa þeim að yfirgefa fangelsið, þó ekki væri nema í þrjá daga.” Keisarinn svaraði: “ Þessa ósk skal ég veita þér ef þú getur komið með örugga tryggingu fyrir því að þeir hverfi aftur til myrkvastofunnar á hinum þriðja degi.” Um kveldverðarleitið kom hinn ímyndaði Dietrich eins og venjulega ásamt riddurum sínum og sat við borðið í forsal hallarinnar, og þegar máltíðinni var lokið og gestirnir dýfðu fingrum sínum niður í hinar ilmandi vatnsskálar, kom keisaradóttirin fram og gekk í kringum borðin, eins og hún væri að leita meðal hertoganna og lávarðanna að einhverj- um sem vildi vera ábyrgðarmaður. Þegar hún kom til Dietrich sagði hún: “Nú verður þú að hjálpa mér og ábyrgjast sendimenn þína fneð þínu eigin lífi.” “Hann svaraði: “Eg skal vera ábyrgðar- maður fyrir þig, þú elskulegust allra kvenna. Og hann gaf höfuð sitt sem pant til keisarans, og Konstantín sendi menn með honum og bað þá opna dyr fangahússins. Á þessum tíma voru hinir aumlega stöddu sendimenn sokknir niður í hina mestu eymd og vesældóm. Þegar dyrnar opnuðust gerði hin skarpa dagsbirta hina ógæfusömu menn blinda, því þá höfðu þeir lifað margar vikur í myrkri. Síðan leiddu hermenn keisarans þessa tólf lávarða út úr dýfissunni. Hverjum lávarði var fylgt af ridd- ara, því gangur þeirra var Svo óstyrkur og

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.