Heimskringla - 28.08.1929, Blaðsíða 7

Heimskringla - 28.08.1929, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 28. ÁGÚST, 1929 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Um landskjálftana. (Frh. frá 3. síöu). kl. 5 og 43 mín., og áætluðum viö aö hann heföi staöiö hálfa mínútu. Þegar kyrt var oröiö, litum viö i allar áttir til þess aö athuga, hvort nokkursstaöar gysi upp gosmökkur, því að okkur kom til hugar, aö gos væri ef til vill að byrja einhversstað- ar. Sáum við þá háa rykmekki þyrlast upp um skagann í vestur og norðvestur átt, en þar á eftir sáum viö rykmekki í noröaustri og austri. Má vera, aö það hafi stafað af því að þeir mekkir hafi átt upptök sín lengra i burtu, og því síður sést frá okkur. Viö héldum siðan áfram til norð- austurs eftir Brennisteinsfjöllunum °g fylgdum aöalgígaröðinni. Er við stöldruöum við hjá einum gígnum, til að taka ljósmyndir urðum við varir viö tvo smákippi, sá fyrri k!. 6 og 13 mín., en hinn kl. 6 og 18 min. Um sjöleytið vorum viö að fara yfir hraunbreiðu af gjallkenndu hrauni, og voru þar tveir gígar all- djúpir, sinn á hvora hönd, en góður spölur á milil þeirra. Kom þá 6. kippurinn, og var hann næststærstur. Var þá kl. 8 min. yfir 7. Fundum við þá hraunið rugga til undir fót- Um ökkar, og brakaði í því, 'en ekki sást þá hrynja úr gigbörmum. Voru þó barmar annars gigsins þverhnýpt- ir, og sást það glöggt að stór hraun- stykki höfðu fallið úr börmum hans í stærstu kviðunum. Engar hræring ar fundum við eftir þetta. Allmikið jarðrask sáum við á leið okkar, eftir aðalkippinn. I öllum gígunum, sem urðu á leið okkar, hafði grjóthrun orðið, niðurföll höfðu sumstaðar myndast í sjálfum hraununum og nýjar sprungur, en engar voru þær breiðar, en gamlar sprungur höfðu hruríið saman á köflum. Úr hömrum, sem víða eru í hlíðunum, milli brennisteinsnám- anna gömlu og Grindaskarðs, hafði víða hrunið stórgrýti, og allmikið stórgrýti hafði hrunið úr móbergs- hömrunum norðan i skarðinu að vest- an. Vegurinn um Grindaskarð hefir alveg nýlega verið ruddur, en nú voru víða komnir allstórir steinar í göt- una, af völdum landskjálftans. Á ýmsum stöðum sá ég að stein- ar á jaf nsléttu, höfðu lyfst upp úr fari sínu oig flutzt til. Höfðu þeir, sem ég athugaði flutzt frá norðvestri til suðausturs. Steinn, sem legið hafði grópaður í mosa uppi í hraununum upp á Brennisteinsfjöllum, hafði til dæmis flutzt til 1)4 fet, til S.A. Var hann um 1 fet á hvern veg. Álíka stór steinn, sem legið hafði grópað- ur í grassvörð sunnan vert við Grinda skarð, hafði borist 3 fet til S.A. Eg tel víst að aðal landskjálfta- kippsins hafi gætt mun meira uppi í Brennisteinsfjöllunum heldur en hér í Reykjavik. Hefði hann orðið jafn snarpur hér og þar efra, skil ég ekki að nökkrum manni hefði verið stætt hér á götu. R’vik., 24. júli, 1929. Guðm. G. Bárðarson. —Vísir. Bréf til Heimskringlu. Herra Sigfús Halldórs frá Höfnum, ritstjóri Heimskringlu. Eig hugsa að ég sé einn af þeim sem eru ekki “fréttabréfa færir,” samt ætla ég að voga mér að senda yður nokkrar línur, og er yður náttúr- lega sjálfrátt hvað þér gerið við þær. Það væri ekki nema rétt af mér að minnast þess hve vestur-íslenzku blöðin hafa verið skemtileg nú i seinni t’ib. Sannarlega hefir Heims- kringla og ekki sízt Lögberg, unnið stórkostlegt þjóðræknisstarf, — þau hafa létt svo mikið á þunglyndis- byrði allra Islendinga nveð skopleikj- um sínum. Skáldskapurinn svo undur fagur og listin svo smekkleg og skemtileg. Samt, i álvöru, kennir mig í brjóst um höfunda “Skopleiksins.” Að hugsa sér hvað átakanlegt það er að verða aðhlægi almúgans eftir að hafa lagt allt það bezta og mesta sem í þeim var í skáldskapinn — aðeins aShlægi.— Já, þeim sem hefir orðið það á að dýfa pennanum of djúpt í byttuna og útatað sig urn fingur ættu nú að fara að þvo sér svo þeir verði ekki fósturjörðinni til skamm- ar 1930. Islendingadagurinn í Suður-Cali- forniu var haldinn í Griffitih Park, Los Angeles, sunnudaginn 4. ágúst. 1 fyrstu var reynt að sameina þjóð- hátíðisdaginn og halda hann miðja vegar hér á milli og Los Angeles. En ýmsra ástæðna vegna igat það ekki gengið til framkvæmda svo að hvor í sínu lagi fór að undirbúa hátíð- ina. En á síðustu stundu kom boð frá Los Angeles að koma þangað og taka þátt með þeim. Og fylgdi fregninni að þeir borguðu helming af fargjaldinu, en við erum svo mikl- ir stórbokkar hér í San Diego að við þáðum ei slíkt. Heldur leigðum við “Bus” og fjölmenntum þeirra fund svo að það var tekið eftir okkur. Við lögðum á stað héðan kl. 6.30 að morgni og komumst á staðinn kl 11.30. Og þess rná geta að alla leiðina var hiklaust spilað á harmoniku og sung- ið með “krafti.” Þegar búið var að kasta mæðinni var sezt til borðs og étið með “list.” Svo fóru borðalagðir embættismenn úr skemtinefnd dagsins að rífa okkur frá borðum og bjóða okkur upp á ræðuhöld og söng. Og byrjaði for- seti dagsins hr. Halldór Halldórsson með ávarpi. Sagðist vel í garð Is- lands, bæði um frelsis baráttuna og nútíðar velmegun. I því kemur upp búin Fjallkonan Miss Jamieson og heilsar oss með því að -svngja ætt- jarðarkvæði eftir Halldór Halldórs- son. Þar næst flutti Halldór Kiljan Laxness ræðu og livatti oss til að sækja helgan stað á naesta ári. Sagð- ist honum mjög vel, — framkoman prúðmannleg og framburður form- legur, — talaði af viti og þekkingu. Jón Laxdal frá National City er var í okkar hóp, ,mælti minni. fyrir ísl. molasopa í gamni og alvöru. J. Thorbergson flutti ræðu spaugi- lega í byrjun en þrungna alvöru og kærleika til mannanna þ§gar fram i sótti. Söngflokkurinn skemti á milli ræðanna undir stjórn hr. S. H. Helgason. Eg hef farið fljótlega yfir skemti- skrána og ef ég hef gleymt einhverju þá bið ég afsökunar. Já, einu gleymdi ég og það var að blessuð sólin, hún sýndi okkur meiri hita þennan dag en við eigum að venjast þegar hún er í San Diego. Samt sem áður var dagurinn hinn skemti- legasti og á hr. Halldór Halldórsson þar miklar þakkir skilið. Eg hitti þenna dag rnarga gamla og góða vini og kyntist mörgum. Svo má ég líka segja að ég hitti ekki suma sem hefðu efalaust verið í fremstu röð ef dauðinn hefði ekki verið búinn að taka þá í burtu. Sér- staklega vil ég minnast í sambandi við þennan dag á þá Gunnar Goodmunds- son og Sumarliða Kristjánsson, því ég er viss um að ef þeirra meðvitund nær í okkar heim og gjörðir, þá voru þeir með oss. Þar misstum við tvo sanna íslendinga úr okkar smáa hóp. Þetta er orðið lengra en ætlað var í fyrstu. Svo bið ég yður að fyrir- gefa fráganginn. Yðar einlægur, A. C. Orr. 3773 Meade Ave., San Diego, Cal. Aug. 10—29. Avarp Egiís Skallagrímssonar, Samið, og flutt 'á 1 sl-endingadaginn í Winnipeg og að Hnausutn, af Nikulási Ottenson Börn mín kær! Þannig haga ég orðum til ykkar, fyrir því, að öll munið þið eiga til mín ættarskyldleik að telja, þótt langt sé fram komið. Má það ekki furða heita, þá gætt er aldurs míns, eins og þið öll vitið, sem komin eru til fullorðinsára, þá hefir nafn mitt sífellt verið í minni haft og á lofti haldið, meðal bræðra ykkar og systra, og mun enn svo verða um langa ó- komna tíð, en það megið þið vita, að eigi myndi svo vera, hefði ég ekki þau framaverk unnið, er fágæt þóttu, og fáir eða enginn gat af höndum innt. Hér skal aðeins eins getið. Það var eftir orustuna á Vinarheiði, árið 925. Þá var ég 24 ára gamall, fæddur 901. Við Þórólfur bróðir minn höfðunr þar 360 manna, en það lið var harðsnúið og vanið orustum; eins og kunnugt er, þá vorum við liðsmenn Aðalsteins Englakonungs, og enginn þarf það að efa, að við Þór- ólfur, áður hann féll og ég eftir hann látinn, unnum að miklu leyti þá orrustu og frelsuðum England; í þeirri orustu hlifði ég mér ekki og það vissi Aðalsteinn konungur, og um kveldið, þá er ég kom í höllina, þar sem hann drakk með mönnum sínum, með glaumi miklum og gleðilátum, þá var ek bæði hryggur ok reiður, svo at ek mælta ekki. Það var þá, að konungi leizt það ráð að mýkja skap mitt og sefa reiði mína. Það v’ar þá, að hann stóð upp, dró sverð sitt úr slíðrum og dró af hönd sér gullhring þann bezta, er hann átti, og rétti mér yfir langeldinn á sverðs- oddi sínum, og ég tók við á sverðs- oddi mínum. Og það ætla ég, að þá hafi hann gert mestan sóma mér og ykkur, því að það eru einsdæmi í sögu veraldar. Nú hefi ég nokkuð minnst á ung- dómsár mín. En þar eð dvöl mín með ykkur er skömm, og elli mæðir mig, mun ég verða fljótt yfir sögu að fara. Samt skal nokkru bætt við.---------Leifur Eiríksson hinn heppni bar gæfu til að finna Vínland, þar er nú búum vér, en hvorki hann né niðjar hans, báru gæfu til að festa þar fót á storð og nema land. Það er ykkur ætlað, ættstuðlar minir, en mikla þökk og heiður á Leifur skilið fyrir landfund þennan, enda hefir Bandaiþjóð Vínlandsfylkja sýnt það, með standmynd þeirri, er þeir sæma hann með á þúsund ára afmæli fyrsta MACDONALD’S Fine Cut Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga. HALDID SAMAN MYNDASEDLUNUM «31 lögþings feðra vorra á Islandi, og J ekki dylst mér það, að í þessari miklu heiðursviðurkenningu hafið þið, Vín- lands íslendingar, arfar mínir, tekið mikinn þátt, með framkomu ykkar gagnvart þjóð vorri, eða þjóðum þeim, er þér hér búið með og um- gangist. Það sem orðið hefir ykk- ur samferða til Vínlands frá feðra- landinu, er það, sem enginn annarar þjóðar samlandi ykkar gat frá ykkur tekið, sem er: kjarkur ósveigjanleg- ur, ásamt elju, starfsemi og takmarka- lausri þrautseigju, og meðfylgjandi frómleik, drengskap, orðheldni og á- reiðanlegheitum í öllum viðskiftum. Þetta er það, sem aflað hefir ykkur þess álits, að vera settir efst á bekk með hinum beztu þjóðflokkum, sem hér hafa land numið: að ógleymdu andans atgjörfi, sem þið hafið einn- ig sýnt, að ,þið standið í framarla, svo sem lærdómsgáfa, hugvits og skáldskapargáfa, sem margir ykkar hafa sýnt, að ykkur hefir í ríkum mæli gefin verið. Þessa miklu kosti myndu þið eigi hafa öðlast, ef þið væruð ei kornin af göfugu foreldri, enda er það svo. Tvö börn mín tengdust þeirri göf- ugustu ætt, er til íslands flutti á landnámstíðinni. Þorsteinn sonur minn igiftist Jófríði dóttur Helgu Ól- afsdóttur feilans, Þorsteinssonar Rauðs, Auðarsonar hinnar djúp- auðgu. Tími leyfir ekki að fara lengra í þeta mál að þessu sinni. Eg minnist hér aftur á Leif. Fjarri fer það, að ég öfundi hann af sæmd þeirri, er hann hefir hlotið. Síður en svo. En hitt kemur mér í hug, að ef að þið, sem hér í Vínlandi búið, vinir mínir og vandamenn, gerðuð kunnugt þeim, er nú sitja við stjórnvöld Englands, hvað ég vann þeim til frelsis 925, þá mætti ske, að ég fengi slíka viðurkenningu sem Leifur. Meðal ykkar veit ég að minning mín mun lengi lifa, þótt ekki væri fyrir annað en kvæði þau, er ég hefi ort, og sem beztu skáld meðal okkar hafa byggt á sin ljóð. Svo að endingu hefi ég þessu við að bæta: Mér er sönn og mikil á- nægja í að sjá ykkur og finna hér, við góða líðan og velsæld. Og ég vil biðja ykkur öll, vinir mínir og vandamenn, að gleyma þvi ekki, að þið eruð öll af einu og sama bergi brotin, og að þar fyrir er það skylda ykkar, að sýna hvert öðru bróðurleg- an félagsskap og kærleika. Haldið óslitandi vinaböndum hvert til annars, þá mun álit ykkar, auður og velsæld margfaldast í kmandi tíð. Ytta ek knör úr Arnar vör of landa dróma leituðumk sóma þás víkinga þjóð valkesti hljóð, dundi þá blóð á darraðar slóð. Vínlandi þá vær girntumst ná, vestur um sjá sá vegur lá. Landa af Bandi lagða’ ek at sandi brimvallar gandi beitti at landi. Breiðum á sléttum byggðir vér settum, Leifur því fréttum lands héldi réttum, vor er ættbróður vegs af því hróður. Fjörgínar gróður igefst, fyllist sjóður. öllum mér örfum snjöllum allvel hér virðist falla, litklæðum lýður skreytist ljóst virðist, Grana byrði skreyta hér skírar snótir, skjóma og hlyni fróma, Gróttu mél áður áttak arfinn þið fengitð þarfan. Beiði ek alda öðling eyða mótlæti’ en greiða vegi til gleði og gæfu gunnfránum hjörvarunnum, hreysti, hugdáð og orku hljótið með dýrum snótum, eins lengi og röðull rjóðum roða að morgni boðar. Flugfélagið Tvær þýzkar flugvélar verða hér við flug í sumar.— Súlan starfar að póst- og farþegaflutningum, eins og síðastliðið sumar, en Veiðibjallan’ verður notuð til þess að leita uppi síldartorfur fyrir síldveiðiskipin. EINSTÖK VÖRUGÆÐI HEILSUSAMLEGT, ÓBLANDAÐ OG ÁREIDANLEGT LYFTIDUFT TAKIÐ EFTIR: Sendlfi un<HrrItn r>um 2.*»o meft pósti ok l>^r ÍAItl Mendn ytíur hlna ír»gu Blue Ribbon MatreibHlubók f fitKrii hvítu handi. BLUE RIBBON LIMITED — WINNIPEG ^>níi«íonyT3ott (Eompang, INCORI»ORATED 2T? MAV 1670. Megnið af maltinu í Whisky-tegundum vorum var undirbúiS 1901 ^GflVDISOR^O,,, 'Á^íTiturm of draÞfvt Wimk Löggilt 1670 Hefir því rekið viðskifti Vér ábyrgjumst að tegundirnar séu að meðaltali yfir 15 ára gamlar 259 ár Hitttson’s Bay Cn. _________________! Vertu viss um að hafa alltaf nægar birgðir af HEITU VATN! Fáðu þér RAFMAGNS VATNS-HITARA Vér vírum og setjum inn einn þeirra -Fullbúinn fyrir AÐEINS J-| QQ ÚT I HÖND Afgangurinn gegn auðveldum skilmálum Hotpoint Vatns-Hitari .......$20.50 í peningum Red Seal Vatns-Hitari........$19.00 í peningum Brösun að auki ef þarf WuuupeOHtjdro, B5-59 tlr PRINCESSSI Sími 848 132 848133

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.