Heimskringla - 28.08.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 28.08.1929, Blaðsíða 5
’WINNIPEG, 28. ÁGÚST, 1929 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA. hans. Maðurinn sem gerir það að atvinnu sinni, að segja fyrir um óorð- in atvik, svo sem vinninga í veð- hlaupum, eða markaðsverð á korni, þjónar þrá þeirra, sem til hans sækja eftir auðfenginni veraldarlegri velgengni, en páfinn og þeir, er að syndakvittun starfa, selja markaðs- vöru sama eðlis, þó með nokkuð öðr- um hætti sé. Nema fyrir þessa þrá almúgans, sem vörurnar kaupir, og trúgirni hans, sem skolleyrum skell- >r við afsönnun reynslunnar, gæti hvorugur þrifist. * * * Hver algáður maður ætti að vera nógu hláturmildur, til þess að geta hrosað er hann hugsar til þess, að vitneskja fæst keypt um það, hvernig veðhlaupið muni fara, eða hvaða markaðsverð á korni muni verða að vikum eða mánuðum liðnum —vitn- eskja sem, væri hún ábyggileg, myndi auðveldlega gera þá, er að henni búa, auðuga á skömmum tíma. I’að þarf mikla trúgirni þeirra, sem leggja fram fé sitt til slíkra kaupa. Húgsum oss, til dæmis, að einhverjum auðnaðist að sjá svo fram i tímann, að hann vissi hvaða verði korn mvndi seljast í kauphöllinni í Winnipeg í maí næsta vor. Væri hann líklegur til að bjóða fyrir þókn- un hverjum sem hafa vildi þá vitn- eskju, sem honum hefði hlotnast? Það lítilræði, að hann býður slíka vitneskju til sölu, er bending.um, að hann eigi alls ekki aðgang að henni. Svu beint virðist þessi skilningur liggja við, að ég fyndi mig knúðan til að biðja lesarann forláts fyrir að minnast á það, væru þessir forspáu herrar ekki eins ágangssamir með framboð á vöru sinni eins og þeir nú eru. Ekki aðeins einstaklingar, heldur og heil félög gera það nú að atvinnu sinni (þetta á sérstaklega við New York, þótt víðar sé pottur brot- inn), að pránga með vitneskju (“tips”ý um framtíðarverð á afurðum. Verzlunin er sögð arðsöm fyrir þá, sem hana reka, því nógur fjöldi nart- ar í beituna. En þó að þessi verzlun sé bæði brosleg og brosverð, þá hlýtur þó hver hugsandi maður um síðir að komast við af meðaumkun og gráta með Jesú frá Nazaret; ekki yfir trú- leysi, heldur yfir trúgirni mannanna. En að endingu hlýtur hann þó að fyrirlíta, ekki aðeins verzlunina, heldur og þá, sem að henni standa, báðum megin við borðið, þá sem selja og þá sem kaupa; og nær sú fyrir- litning jafnt til þeirra, sem kaupa vitneskju (“tips”) um framtíðarmark- aðsverð á korni í von um veraldlegan auð til þess að öðlast höfðingjaset- ur i Tuxedo, og til þeirra, sem kaupa sér sáluhjálparmeðöl í von um enn eru ill, vega alls ekki upp á móti þeim ódæðisverkum, sem sprottið hafa af fáráðri einlægni. Þörfin hefir ætíð verið, og er enn í dag, meiri á því, að kalla réttláta til iðrunar en þá “óréttlátu.” Einn sjálfbyrgings- alvitringur, svo sem Kalvin eða sánkti Ágústinus, getur komið meiru illu til leiðar, beinlínis og óbeinlínis, heldur en þúsund viðurkenndir ill- virkjar. * * * StBrf hins sanna trúrofa verður ekki við eina fjölina felt, — það, aö leitast við að beina hugsun oftrúar- manna frá læðing himnanna. Það er ekki nóg, að svifta hann trú á hið yfirnáttúrlega, og ganga svo frá honum jafn móttækilegum fyrir hverj um þeim hindurvitnasala, sem fyrst ber að garði — kornkaupa- eða veð- hlaupamiðlinum, til dæmis. Er trú- in á syndakvittun páfans eða kunnáttu veðhlaupaprangarans í eðli sínu rétt- hærri en trú á galdra og huldufólk? Við nána athugun verður ekki séð að trú -manna hafi breytzt að eðli, þó formið sé annað en þegar Öðinn skipaði öndvegissessinn. Starfið heimtar að ekki sé aðeins veitzt að hinum eða öðrum trúar- kerfum, þessa heims eða annars, heldur sé öxin reidd að rótum sjálfr- ar trúgirninnar. Maðurinn virðist standa berskjalda fyrir auðtrú og of- trú á Tivað eina, sem hann ekki skilur, ef aðeins staöhæfingar um það eru réttar að honum á yfirvaldslegan hátt. Að finna meðalið við þeim veikleika er verkefni fyrir hvern og einn, sem í einlægni leitar sannleikans á sviði þess verulega, en það meðal verður að finna í útbreiðslu á þekk- ing — 'jjisind;tllegri, beimspe|kilegri og sálarfræðislegri. Að leysa manninn úr læðing oftrú- ar á öllum sviðum hugsunar, er starfið mikla, sem framundan er hverjum þeim, sem vill veita ljósi upp- fræðslunnar inn í alla þá afkima þar sem enn hjara draugar hjátrúarinnar, þessa heims og annars. —L. F. Gullbrúðkaup. 28. júlí síðastl. var samsæti all- veglegt og mannmargt haldiö i Lan- gruth Hall, Langruth, Man., til að minnast þess að ein öldruð heiðurs- hjón þeirrar byggðar höfðu þá veriö 50 ár í hjónabandi. Nöfn þeirra eru: Ólafur Þorleifsson og Guðbjörg Guðnadóttir. Fyrir samsætinu stóðu börn þeirra hjóna og vinir þeirra. Engum yngri en sextugum var boðið þang- að; þótti vel við eiga að þeir gledd- ust með heiðursgestunum það kveld sem lengst böfðu borið byrði lífsins og höfðu kynst þeim lengst. Ein undantekning átti sér þó stað. Sá sem ritar línur þessar var boðinn er þangað, því höfuð lians er grátt, þó hann sé ekki sextugur enn. Getur hann þvi talið sig bæði ungan og gamlan eftir atvikum. Var hann og að hálfu leyti vinnumaður við þetta tækifæri, því honum var ætlað að halda ræðu og sjá um að aðrir gerðu það líka. Var fyrst sunginn sálmurinn “Hve gott og fagurt,” sem flestir Islending ar kannast við frá giftingardegi sín- um. Var svo borðbæn flutt. Að henni lokinni var veitingum gerð góð skil. Þá flutti sá er ritar línur þess- ar heiðursgestunum ávarp. Var þar í kvæði “Til pabba og niömmu,” orkt fyrir hönd barna þeirra.¥ Var gullbrúðgumanuni gefinn stafur einn fagur, en konu hans silfurskál ein, en báðum sameigin Iega nokkrir gullpeningar og banka seðlar, er voru færðir þeim í silfur- skálinni. Ekki man ég hvað upp- hæðin var stór, en allir fundu til þess hvað gjafirnar voru verðskuldaðar, því vinir þeirra hjóna eru margir og allir minnast þess hve drjúgan skerf þau hafa lagt til menningar byggð- arinnar. Eftir að gjafirnar höfðu verið flutt ar fram flutti ólafur Guðmundsson frá Marshland frumort kvæði heið- ursgestunum. Tók svo við hver ræðan af annari. Man ég ekki nöfn allra þeirra er glæsilegra höfðingjabýli í dýrð hinn- ar nýju Jerúsalem. * * * En þegar saga verzlunarinnar skoðuð og gagnrýnd, verður það aug- ljóst, að þeir, sem verzlunina reka gera það fyrir orðastað og kröfur hinna, sem kaupa. Hvað sem sagt verður um þá verzlun, þá verður því ekki neitað að sálusorgarinn liefir til orðið, dafnað og þrifist allt frá fyrstu dögum hugsunarinnar til vorra tíma, fyrir þá einu ástæðu, að menn þráðu hann, og sköpuðu honum kjör og embætti. Hann varð við vilja þeirra, Oig sagði þeim það, sem þeir vildu heyra. Óttinn við hið ólþekkta og ókomna, ásamt girndinni á fram- tíðar velmegun, krafðist þess, að ein- hver embættisstæður maður lofaði þeim launum og fyrirliggjandi hag. Veðurspámaðurinn og sáluhjálpar- kaupmaðurinn settu upp baazara síni fyrir sömu orð og óskir almennings og nú hafa seitt fram andamiðilinn og kauphallarspámanninn. Og svo mikil er trú og trúgirni mannsins, að fjöldinn af sálusorgurum og sjálf- sagt einstaka veðurspámaður og mið- ill, trúa þvi sjálfir, sem þeir prédika öðrum. Biskuparnir grimmu á mið- öldunum, sem brenndu fólk unnvörp- um fyrir vantrú, voru efalaust ein- lægir í þeirri hugsun sinni og trú, að slíkt væri drottni þóknanleg fórn. Enda eru ljótustu og blóði drifnustu blög veraldarsögunnar einmitt u™ þá hróka, sem vissastir voru um rétt- mæti og nauðsyn verka sinna. 111 virkin er frömd voru, og eru, af ¥Birt á öðrum stað hér í blaðinu illhug og sérplægni, vitandi að þau —Ritstj. ræður héldu og vil því ekki nefna neitt þeirra, en allar báru þær skýran vott um vinarþel og þakklæti. Tvenns verð ég að minnast sérstak- lega vegna þess hve fagurt mér virt- ist það. Kona ein þar i byggð (Mrs. J. Hannesson) gaf heiðursgestunum fáeina dali sérstaklega, til minningar um foreldra sína Erlend og Margrétu Erlendsson sem dóu siðastliðið ár í Langruth og höfðu verið vinir gull- brúðhjónanna. Elska til látinna for- eldra og vinátta til vina þeirra kom hér mjög fagurlega í ljós. Hitt atriðið er kafli úr ræðu eins sem talaði. Kvaðst hann á frumbýl- ingsárunum hafa verið eitt sinn úr- ræðalaus að leita hjálpar til að geta veitt konu sinni læknishjálp, en um lífið var að tefla. Var hjálp veitt þar með glöðu geði, og var þó á þeim dögum af litlu að miðla. Síðan þetta skeði eru liðin mörg ár, en auð- heyrt var á þakkarorðunum, sem sögð voru, að kærleikurinn til velgerða- manna á sér djúpar og varanlegar rætur. Efnahagur gullbrúðhjóna þessara mun allgóður, þó ekki geti þau talist rík. Hitt er víst að þau hafa unnið fyrir sér og sínurn með iðjusemi og hagsýni, enda verið mjög samhent í starfi sínu. Hafa þau þó mörgum fremur látið hjálp í té bæði mönn- um og málefnum þeim er þau unnu. Eitt þeirra er kristindómsmál þar i byggð. Þeim málefnum hafa þau unnað og unnið með trúmennsku; ber hugsunarháttur barna þeirra þess ljós astan vott. Berist þessar linur til íslands þyk- ir mér við eiga að bæta við örfáum línum um æfi þeirra, svo kunningjar og vinir á ættlandinu viti við hverja er átt. Ólafur Þorleifsson er fæddur 5. jan. 1850 á Svartagili i Þingvalla- sveit í Árnessýslu. Foreldrar hans voru Þorleifur Ölafsson og Guðný Oddsdóttir er bjuggu þar. Var hún ættuð frá Reykjum í Lundareykjadal. Guðbjörg Guðnadóttir er fædd i Bræðratungu í Biskupstungum 13. jan. 1851. Foreldrar hennar voru Guðni Tómasson og Hólmfríður Magnúsdóttir. Til Ameríku komu )au Ólafur og Guðbjörg árið 1887. Dvöldu þau í Winnipeg fyrstu árin og vann Ölafur þar við smíðar, því hann er smiður góður. Arið 1894 komu þau til Langruth-bvggðar og námu þar land (Sec. 30; T. 16; R. 8J. Þar bjuggu þau þangað til 1918. Brugðu þau þá búi og byggðu sér snoturt iíbúðarhús i Langruthbæ, og eyða þar æfikvöldinu í kyrlátri gleði; endurminningar þeirra eru fagrar er þau líta yfir æfistarfið. Börn þeirra eru: l)Guðni, verk- færasali í Langruth, kvæntur Eyjólf- ínu Gottfred, kennara; 2) Hólmfrið- ur, kona S. B. Olsons, viðarsala í Langruth; 3) Maria Sesselja, kona Hallgr. Árnasonar Hannesson, bónda Langruth-byggð; og 4J Anna, ógift, fæst við verzlunarstörf í Winnipeg. Eru þau foreldrum sínum lík að ásýnd og innræti og unna þeim mjög. Persónulega telur sá er ritar þessar línur sig auðugri mann fyrir að hafa kynst hjónum þessum. Flestir frum byggjarnir islenzku sem hann hefir kynst hafa skilið eftir í huga hans minningar sem honum er gleði að hafa eignast. Brjóta þær svo mjög bág við hugarstefnu nútíðarinnar. Þó margt sé vitanlega gott i nútíðar menningu vorri, lærdómur meiri, og fleiri tækifærin, telur hann lyndis- einkunnir og hugsunarhátt landnem- anna flestra eitt hið fegursta og nyt samasta er hann hefir kynst. — Guð blessi hjón þessi og veiti þeim fagurt og friðsælt æfikveld. —H. J. L. * * * Það er í dag, að kröfur tímans kalla að koma og heiðra góðan bænda- höld; Gullbrúðhjónin gengið hafa alla götuna þá og sigrað nú í kvöld. Þau mættust ung, á morgni lifdaganna er muni og ást við hjarta þeirra svaf en nú var komin tími tilþrifanna, er tók sér vald og tauminn lausan gaf. Heitorð sín þá hátíðlega bundu og handsöl þeirra voru föst og traust; á vegferðinni sannan fésjóð fundu | og fagna nú er lífsins nálgast haust. Minningar frá mörgum liðnum árum mætast hér sem eiga bros og tár, en gleði og rósemd gráum undir hárum getur búið, aldur þó sé hár. Fjöldi og múgur framsólknina þreyta fimmtíu ára hæðinni að ná, en Engill dauðans hann er líka að leita og leyfir fáum gullhæðina að sjá. Nú er lokið lífstarfinu að þjóna en líta yfir bæði tíma og gröf; blessun var í búi þeirra hjóna, því bæði áttu stóra vöggugjöf. Þau hafa lengi heimsferðinni haldið með heiðri og sóma, er gaf þeim ást og traust, og þegar loksins þoku lyftist tjaldið þá er líf, er verður endalaust. Hvar sem gatan var í veröldinni vita-ljósið hjá þeirn aldrei hvarf; nú hlotnast þeim í hárri elli sinni að horfa yfir fagurt æfistarf. Eg bið nú guð að blessa stundir allar brúðhjónanna, er með oss sitja í dag, í ferðalok, þá fjörbrjóturinn kallar, að fagurt verði þeirra sólarlag. —o. s. Frá Islandi. Grasvöxtur á túnum ágætur. Flest- ir búnir að slá fyrri slátt og margir að hirða. Uthagi er snöggur og miklir þurkar nú nm tíma. Fiskur hefir verið hér mikill. Hæsti bátur (4 menn) búinn að fá 70 skip pund. Síld hefir verið hér afar mikil, kom í maímánuði, og hefir haldist hér siðan og er hér enn, bæði inni í firði og úti í flóa.—Vísir. Merkilegt rithandasafn Helgi Árnason í Safnahúsinu er | farinn að gefa út póstspjöld með sýnishornum af frægum íslenzkum handritum. Fyrsta sýnisihornið er þegar komið á markaðinn, og er það upphaf Passíusálmanna, með eigin- hendi höfundarins, séra Hallgríms Péturssonar. Mun mörgum leika | hugur á að sjá.og eignast rithandar- sýnishorn þessá mikla skálds, og I þegar fram líða stundir, munu menn geta eignast mjög verðmætt ■ safn rithandarsýnishorna fyrir litið verð, | með því að kaupa póstspjöld þessi. —Vísir. Okkar verð er lœgst Ástæt5an er sú, at5 allir eldri bíl- ar eru keyptir þannig at5 vér getum sta?5ist samkeppni hinna undursamlegu nýju Ford Bíla, sem seldir eru svo ódýrt. Berit5 saman þetta verb vit5 þat5 sem abrir bjóba: MODEL T 1923 Stake Body .....$125 1921 Express Body ...$350 1926 Stake Body .....$375 1925 Stake Body .....$290 1927 Stake Body .....$485 1925 Light Delivery .$185 1927 Light Delivery ..$325 VÆGIR SKILMÁLAR Ögnmndur Sigurðsson, skólastjóri Flensborgarskólans 11 Hafnarfirði varð sjötugur 10. júlí. Ögnuindur skólastjóri þekkir land I vort, flestum öðrum betur. Hann var fylgdarmaður Þorvaldar Thoroddsen á öllum ferðum hans um Island, og að | stoðaði hann við þær miklu rann- sóknir, sem hann gerði í þeim ferðum. I Rannsóknarferðir Þorvaldar og Ög- mundar sbóðu yfir í 14 ár, svo að víða hafa þeir komið og margt hafa þeir séð. Síðan ferðum þessum lauk hefir I Ögmundur verið leiðsögumaður út-1 lendinga í mörg sumur um landið. Ögmundur hefir verið skólastjóri I Flensborgarskólans um 20 ára skeið. Og mun það sannmæli, að honum hafi farið skólastjórnin óvenjulega vel úr hendi. Hann hefir aldrei þurft að | læitk hörku við nemendúr. Þeir hafa virt hann og elskað og talið I sjálfsagt að fara að vilja hans í hví- | vetna. Hann er frábær kennari. — Hann I gerir námsgreinarnar skemtilegar og lifandi, svo að allir hljóta að fylgjast| með því, sem verið er að kenna. Hann er talinn einn af beztu ensku- | kennurum þessa lands.—Island. Höfn, Bakkafirði, 20. júlí I Vorið var ágæt hér um slóðir. Sauðbitrður gekk vel hér við sjóinn og fjöldi af ám tvílembdur. KING’S LTD. Menn er klæða sig vel kjósa helzt Blá Vaðmálsfot Einhneppt eða tvíhneppt Tvíhneppt vesti, hæzt móðins ennfremur feldar huxur $29-50 $3500 $39 .50 Viðfeldnir lánsskilmálar Vægar afborganir King's Ltd. “The House of Credit’’ 394 Portage Ave. Opið á laugardögum til 10 e. h. Tomorrow’s C/earance of EXCHANGED FURN/TURE will find many saving values worthy of your considera- tion. Many of these pieces and suites have been recon- ditioned and are like new. Early shoppers will select best values and tíon’t forget you may arrange to DIVIDE YOUR PURCHASE INTO CONVENIENT PAYMENTS. Furnish From Our Exchange Dept. and Save. 10 Porcelain Top Kitchen Tables, || Selection of 8 Davenports and $33.50 Oak Dining- $47.50 Range, with $39.50 $19.75 almost new. Each............ Kitchen Cabinet, Special ....... Old English Oak Buffet ........ 8-Piece Fumed room Suite .......... Moffat Electric high oven ........... Canada Pride Range .......... Selection of Baby Carriages and Strollers to go at HALF PRICE. Velour Couch, like new .... 5 Only Wicker Tables, each 2-Piece Black and Gold Damask Chesterfield ©fiö rn Suite ................... ^OU.UU 2 Pairs Rose 0E Portieres. Per pair. yViðv 15 White Enamel Beds; values up to §4.00 each .................. Verandah Chair and Rocker, each . . Dining-room Suite, Old Ene- lish, almost new Davenettes; Special priced up to $32.50. $5.95 | Special C 1 Sl 7C C! 1 í 6aCh ....... $ I 9a I O ^ I *<Vv j| 2-Piece Chesterfield Suite, $97.50 Suite, new- $59.50 $12.50 $1.95 95s $2.95 Old Ene- $95.00 corded jacquard 3-Piece Davanette ly uphol- stered 3-Piece Damask Suite to go at ........... Selection of Hotel and Restaur- ant Dinnerware specially priced to clear. Fumed Oak China Cabinet with bent glass front. Special ........ Mahogany Wardrobeg A gjk Cft with large mirror^^“vðivVI Large Walnut gnft Pfj Finished Dresser. . 3pE.53.UU Selection of Living-room Chairs. Values to $12.00 . . . Large Cut Oak Wall | Rack Special j Roll Top Desk, Single | pedestal I style Chesterfield $98.75 1 and Restaur- icially priced to i Cabinet with $35.00 149.50 >29.50 oom Chairs. $5.95 rall $13.95 igle $15.75 fh« kaliabli Homo Furmshor* 49aMAIN 6VaEET-PHONE 86667 ASK FOR DryGincer Ale ORSODA Brewers Of country'club* BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT DOMINION Motor Go. Ltd. FORT & GRAHAM 87 316 EVENINGS 87411 BR E\V E RV OSBORN E &, MULVEY- Wl N NIPEG PHONES 4I III 49304 56 PROMPT DELIVERY TO PERMIT HOLDERS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.