Heimskringla - 28.08.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.08.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. ÁGÚST, 1929 ^ÉTctmsturingla (Stofnuð 1886) Kemur út'á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. Utanáskrift til l)laðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 28. ÁGÚST, 1929 Gresjutröllið. Fyrir skömmu síðan birtist greina- flokkur með þessari fyrirsögn í ‘‘Mac-- Lean's” tímaritinu, eftir W. A. Irwin. Þar er lýst Hveitisamlaginu, tilkomu þess, starfrækslu og viðgangi, og helztu mönn- unum, er að því hafa staðið og standa. Enda þótt vér vonum,, að flestir lesendur vorir meðal bænda séu meðlimir Hveiti- samlagsins, þá hefir oss þó dottið í hug að jafnvel meðal þeirra kunni ýmsir að finn- ast, er eigi hafa haft hentugleika til þess að fræðast nákvæmar um þetta allt, og sumir ef til vill látið tækifærið til þess sér úr greipum ganga; ekki rekist á auð- velda leið að þeirri vitneskju, þótt þeim á hinn bóginn væri aufúsa í henni. Virtist. oss því ekki illa til fallið, að birta lesend- um þann útdrátt úr þessum greinaflokk. er hér fer á eftir. Væri meira að segja ekki óhugsandi, að ljósari vitneskja um þessa hluti mætti glæða áhuga þeirra og ýfa þá til frekari metnaðar yfir því, að vera þáttur í svo snörum streng, auk þess sem það kynni að ýta við þeim, sem enn standa álengdar, sem áhorfendur aðeins, svo að þeir skildu heldur betur, eftir en áður, hvílíkur gróðrarfriður er í skjóli þessa tröllaukna forvígi kornframleið- enda. * * * —Málið á ekki orð til þess að lýsa þessu feiknalega gresjutrölli, er heimurinn þekk ir undir nafninu: Hveitisamlag Kanada. Tröll, jötunn eða risi eru ekki nægilega stórfengleg orð til þess að lýsa þessu fer- líki, er spennir örmum hálfa heimsálfu og þvert yfir tvö höf. Samkvæmt skýringum hagfræðinga, er þetta samlag framleiðenda og víst er um það, að það er stórkostlegasta fram- leiðendasamlag, er sagan getur um. En þetta er gatslitin og litlaus skýring; ámóta litlaus og saga samlagsins er æfintýraleg. Ekki varpar hún heldur Ijósi á þá stað- reynd, að á fimm árum hefir samlagið gert manninn bak við plóginn að voldugasta viðskiftamanni landsins. Líti menn á víðtækni samlagsins og einvaldsmátt þess þá liggur sú freisting nærri að kalla það keisaradæmi landbún. aðarins. En þó er þetta keisaralaust keisaradæmi. Það er þvert á móti sam- vinnandi lýðræði, þar sem enginn getur hrifsað stjórntaumana að nábúa sínum fornspurðum. Ef um akurvíðlendi er að ræða, þá er það stærsti búgarður í heimi, svo vold ugur búgarður, að hann yfirgnæfir alger- lega þjóðlönd, sem að landrými og mikil- vægi standa láta þó nokkuð til sín taka. Og viðgangur þess veltur ekki á búskapar- dugnaði meðlimanna, heldur á viðskifta snilli þeirra á hveitimarkaði heimsins. Sé lagður á það kvarði stærstu fyr- irtækja í Kanada, þá kemur það í ljós að hvorugt hinna voldugu járnbrautarfélaga, mestu járnbrautarfélaga í heimi, né nokk- urt annað miljarðafélag í landinu fær jafnast við það, er um árstekjur ræðir. En að líkja því við stóriðjuhringaha og láta þar við sitja, væri að draga af því spémynd, því það er þeim algerlega ólíkt, enda er öll tilvera þess mótmæli gegn “ágóða’’-kerfinu. Samlagið er fyrirbrigði. sem dæma- laust er í sögunni. Fyrir sex árum síðan átti það tilveru sína eingöngu í vitund ör- fárra hugsjónamanna. Nú hefir það um- ráð yfir fimmtungi alls hveitiforða heims- markaðanna. Fyrir fimm árum síðan byggði það hús sitt og byrjaði búskap að segja má við hliðina á hinni skipulögðu kornverzlun, er frá upphafi lagði á móti því með hnúum og hnefum. Nú á það fleiri kornhlöðúr en nokkurt hinna sjö kornverzlunarfélaga. Fyrir fjórum ár- um síðan leit helzt út fyrir að það færi í rústir í fjárhagslegum jarðskjálfta. Nú ræður það yfir meira en helmingnum af öllu hveiti, sem framleitt er í sléttufylkj- unum þremur, er flytja út meira korn en nokkurt annað land í veröldinni. Upptök Samlagsins Hveitisamlag Kanada leit fyrst ljós þessa heims á hinum dimmskýjuðu dög- um uppskeru og lágverðs-ársins mikla — eða árið 1923, svo nákvæmar sé til tekið. Það ár, þegar lægst var verð á hveiti síð- an 1914, beittu nokkrir ‘‘harðsvíraðir’’ Al- bertabændur kornvagni sínum fyrir sér- staka hugsjón og óku áleiðis. Hver þeirra lagði fúslega af mörkum þrjá dali í peningum, lögðu þar við lífstíðar trú og von og loforð í tannfé. Svo búnir hófn bændurnir nýja plógristu og byrjuðu hveitiviðskiftin á heimsmarkaðinum. Og á þann hátt kom hið trollvaxna Hveiti- samlag Kanada í þenna heim. Trúarjátning samlagsfélaga er óbrot- in og auðskilin. Hún er á þessa leið: Vér bændur viljum með innbyrðis samvinnu koma á markað því hveiti, sem vér framleiðum. Samlagsskipulagið er jafn auðskilið: Bóndinn skuldbindur sig skriflega, til fimm ára, að selja af hendi allt sitt hveiti, við kjörna nefnd, fulltrúa allra samlagsmeðlima í fylkinu. Þessari nefnd er falið að selja allt hveiti, sem henni berst samkvæmt samlagssamningn- um og skila meðlimum andvirðinu að frá- dregnum sölukostnaði. Einn dalurinn af þeim þremur, er hver meðlimur greiðir sem félagsgjald, gefur honum eins at- kvæðis rétt. Hinir tveir greiða skipulags kostnaðinn. Að auki eru tvö cent dregin af hverju mælisverði til kornlyftukaupa. Samlagshugmyndin fór sem eldur í sinu um allt Albertafylki. Á svipstundu svall aldan um allt fylkið, að kalla mátti. Tvö borgarblöð “Calgary Herald” og “Edmonton Journal” buðu Aaron Sapiro, forvígismanni samlagssöluhreyfingarinn- ar, að koma og taka þátt í fylgisöfluninni. Kostnaðinn við það greiddu þau úr eigin vasa. Bankarnir lofuðu lánaveitingum. Fylkisstjórnin bauð aðstoð sína. All- staðar voru fjölmennir fundir haldnir. Allir sem vetlingi gátu valdið fóru á stúf- ana til þess að safna meðlimum. Bændur rifu upp með rótum arfgenga sérhyggju og lofuðu við drengskap sinn að selja hveitið hinu nýja samlagi. í einni svip- an gengu 45% af kornekrum fylkisins í samlaginu á hönd. Nú var það eitt eft- ir að koma viðskiftaheilanum í hvítvoð- unginn, og 19. október 1923 var ‘‘Alberta Co-operative Wheat Producers, Limited’’ hrundið út í iðustraum alheims hveitivið- skiftanna. Árið eftir er Saskatchewan samlagið skipulagt. Það tók skjótum þroska og meðtóku ekki færri en 46,509 Sask-bænd ur hið nýja samlags-evangelíum. í Mani- toba var einnig samlag sett á laggirnai og árið 1924 voru öll samlögin þrjú reiðu- búin að taka til höndlunar uppskeru árs- ins. Voldugasta bújörð er sagan getur um Fyrir sex árum síðan, fyrsta árið, er Albertasamlagið starfaði, kom það á markað 34,000,000 hveitimælum af 2,250,- 000 ekrum. Nú nemur akurlendi sam. lagsins 16,190,000 ekrum. Engin smá- ræðisjörð; nei, svo stór, að sagan getur ekki um hennar líka. Sextán miljón ekrur, og þar að auki telur samlagið 12,- 000 meðlimi í Ontario-fylki. Færi maður frá Winnipeg til dæmis, þúsund mílur vestur á bóginn þá jafngilti allt land hálfa þrettándu mílu beggja vegna við brautina akurlendi samlagsins. Tuttugu og fimm þúsund ferhyrningsmíl- ur.— Væri ræman míla á breidd, næði hún kring um alla jörðina. Samkvæmt hagskýrslum sambands- stjórnarinnar eru alls 248,000 bændur í sléttufylkjunum þremur. Af þeim eru 133,000 samstjórnendur þessa feikilega keisaradæmis er hér hefir verið lýst; 17,- 500 í Manitoba, 78,300 í Saskatchewan og 37,000 í Alberta. Álitleg fylking, og í henni fulltrúar allra þjóðflokka í Vestur- landinu. Og þótt þeir séu “aðeins bænd ur” þá eru þeir þó allir jafnir innan vé- banda samlags-lýðræðisins. Mesta kornlyftukerfi heimsins Árið 1925 áttu hveitisamlögin þrjú eitt hundrað kornlyftur til sveita. Meðal kornlyfta tekur 37,000 kornmæla. Sam- kvæmt síðustu skýrslum eru nú alls 692 kornlyftur í gresjufylkjunum þremur, og samlagið á nú 417, er taka alls 52,560,- 000 mæla. Með öðrum orðum: Samlagið hefir á fjórum árum komist yfir þriðjung af öllu kornlyftu rúmtæki í Vesturland- inu. Og allt er þetta fengið fyrir centin tvö, sem dregin eru frá andvirðisgreiðslu . samlagsmeðlima. ‘‘Ef samlagið væri ekki staðreynd myndi það líta út eins og skröksaga,’’ varð brezkum þingmanni að orði, er var á ferð í gresjufylkjunum í fyrra. Hvern- ig getur slíkur risi starfað, er rétt aðeins hefir tekið mjólkurtennurnar, án þess að velta um sjálfan sig? Og hvernig getur venjulegur bóndi haft vit á því, að annast svo giftusamlega jafn stórkostlega stofn- un? Maður hlýtur að játa að þetta virð- ist ráðgáta, í fljótu bragði; þótt það sé ekki svo dularfullt ef betur er að gáð. Fyrst og fremst var samlagið ekki skipu- lagt af “venjulegum bændium,” heldur af bændum er í þrjátíu ár höfðu gengið í reynzlunnar harða skóla. Svo ört sem samlagið þaut úr grasi, þá stóðu þá að því djúpar rætur. Kanadiska bóndanum var ekki ó- kunn breiðfylkingarframsókn að marki efnalegs sjálfstæðis, og samlagið er að- eins rökrétt afleiðing þrálátra tilrauna til stórfelldrar skipuiagningar. Athugum lítilfjörlegan viðburð frá þessum hörðu skóladögum, áður en sam. lagið komst á laggirnar: Einn góðan veðurdag, haustið 1920 ók ungur bóndi frá Russell í Manitoba, Tom Crerar að nafni, til bæjarins með fyrsta hveitivagnfarm sinn, fimmtíu mæla af úrvalsgóðu og hreinu hveiti “Nr 1 Nor- thern.’’ “Fimmtíu og níu cent mælir- inn,” sagði kornlyftustjórinn, er hann hafði vegið hveitið. Nú var Tom Crerar gáfaður bóndi og hann vissi að ‘‘Nr. 1 Northern” seldist á 78 cent mælirinn í Fort William. Hann vissi líka, að flutn- ingsgjaldið til Fort William var níu cent. Með öðrum orðum: Kornlyftustjórinn bauð honum tíu cent minna, en markaðs verðið var. Hann var fús til þess að greiða þrjú cent fyrir kornlyftuþjónustu og höndlun á hveitinu, en fannst ástæöu- lust að láta rýja sig um sjö cent á hvern mæli fyrir þetta. Og þegar kornlyftu- stjórinn sagði honum, að það yrði að draga nokkuð frá fyrir illgresisfræ, ó- hreinindi og ryk, rann hinum unga bónda í skap, mótmælti sem örðugast. Kom- lyftustjórinn hlustaði á hann með stök- ustu ró, og bað hann svo að fara til hel- vítis. Crerar vissi að ekkert þýddi að leita til annara kornlyftustjóra. Þeir voru allir eins. “Farðu heim aftur með fjand- ans hveitið þitt,” sagði kornlyftustjórinn og brosti gikkslega. Crerar seldi hveiti sitt, ók heim og velti þessu fyrir sér. — Þessi saga er til- færð úr “Deep Furrows,’’ eftir Moore- house, ekki af því, að Crerar varð síðar forstjóri einhvers stærsta kornverzlunar- félags í heimi, landbúnaðarráðherra í sambandsráðuneytinu og leiðtogi stjórn- málaflokks í gresjufylkjunum, heldur sök um þess, að hún er ljóst dæmi um það ástand, er knúði á stað þá hreyfingu, sem Hveitisamlagið á rót sína til að rekja. Það er ekki lengra að minnast en til aldamótanna, að bóndinn var eins og bjargþrota hvítvoðungur í höndunum á kornlyftufélögunum, er til kornhöndlun- arinnar kom. Bóndinn varð að ganga að því verði, sem kornlyftustjórinn bauð, eða snúa heim aftur með korn sitt. Sum- staðar reyndu bændur að vinna bug á þessu með því að byggja kornlyftur með héraðssamtökum, en þýddi lítið, því von- laust var að keppa þannig við hin voldugu félög, er lækkuðu verðið eða hækkuðu þar sem þeim sýndist. Svo komu ófriðarárin. Árin 1917 og 1918 var allt hveiti, er selt yar til út- flutnings selt af “The Wheat Exporting Company” og verðfest af nefnd er skip. uð var af Kanadastjórn. Síðar var skip- uð hveitinefnd Kanada, sem réði alger- leg höndlun á öllu hveiti er ræktað var í Vesturlandinu uppskeruárið 1919—20. Hveitinefndin var nauðungarsamlag, er náði til allra hveitiframleiðenda í gresjufylkjunum þremur. Töluverð óá- nægja spratt í fyrstu af þessari nauðung, en þegar í gjalddaga koin breyttist óá- nægjan í sigurgleði. Andvirðið var mið- að við $2.63 fyrir “Nr. 1 Northern.” En þá fór kornkauphöllin á stúfana og réðist á Ottawa árið 1920. Stjórnin lét undan og Hveitinefndin leið út af. Bóndinn stóð enn bjarg- ráðalaus og horfði á hveitiverð- ið falla úr $2.78 í september 1920, í $1.76 í apríl 1921. Og í nóvember 1921 var það komið ofan í $1.11 hver mælir. Enginn, sem ekki var þá hér vestra, fær skilið þá beiskju, er vitanlega hlaut að rísa af þessu verðfalli. Nokkur hluti bænda var á því, að stofna samlag sín á meðal, en flestir hlýddu aðeins einu herópi: “Hveitinefndin eða ekkert!" Þegar púðursvælunni létti var Meighenstjórnin á kné komin og 65 framsóknarþing- menn á leið til Ottawa með samhuga atkvæði gresjufylkj- anna upp á vasann. Enn var bardaginn háður á hin um pólitízka vígvelli. Stjórnar lögmenn úrskurðuðu að sam- bandsstjórnin gæti ekkert af sjálfsdáðum gert, þar sem hún færi ekki lengur með það sér- staka vald, er ófriðarlöggjöfin fékk henni í hendur. Betur gæti stjórnin ekki gert, en að fá samþykkt lög, er heim- iluðu gresjufylkjunum þrem- ur stjórnvaldaréttindi til þess að koma á fót þjóðlegri umboðs sölu á hveiti á samlagsgrund- velli. Þessi réttindi voru veitt sléttu fylkjunum þremur snemma á árinu 1922 og þegar í júlí, sama ár, höfðu Alberta og Saskat- chewanfylki samþykkt lög, er að þessu lutu. Hveiti seldist nú neðan við einn dal mælirinn— borgaði ekki framleiðslukostnað —en bændur létu þó ekki hug- fallast. í Manitoba varð engu tauti viðkomið af pólitízkum á- stæðum, enda gengu kornverzl. unarfélögin berserksgang til þess að koma í veg fyrir það, að nokkuð yrði aðhafst í þessa átt í Manitoba. Svo fór, að Manitobaþingið bar út hugmynd ina með 24 atkvæðum gegn 21. Það duldist svo sem engum að kornmiðlunarhöllin hafði hér verið á ferðinni. Greenfield forsætisráðherra í Alberta og Dunning í Saskat- chewan reyndu nú sitt ítrasta til þess að reyna að bjarga ein- hverju af strandflakinu með því að koma á laggirnar eins- konar eftirlitsnefnd í þessum tveim fylkjum, en sáu að til þess var engin von, og var nú opin berlega tilkynnt, að hugmyndin um Hveitinefndina, sem Vestur- landið setti til allt sitt traust, hefði kafnað í fæðingunni. , (Frh.). Starfið mikla. ÞaS er haft eftir hugsandi manni frá öndverSri nítjándu öldinni, aö nema fyrir þá, sem á spádómsgáfu hans trúa, myndi hann setja veður- spámanninn efst á skrá heimskingj- anna. En því skyldum vig skrásetja veSur spámanninn sem heimskingja? ÞaS lítilræSi, aS hann tileinkar sér þá gáfu, aS vera forspár um veSur, er ekki óræk sönnun þess, aS hann sé bundinn hindurvitnum. ÞaS þyrfti fyrst aS sannast, aS hann trySi sin- um efgin spádómum. Og væri hann nógu skyni skroppinn og auStrúa ti! þess, þá er þaS móti líkum, aS hann væri nógu snjall til þess aS geta gert sér mat úr auStrú lysthaf- enda sinna.— Því skyldum viS út- hrópa van-skynsemi Fosters, og ann- ara veSurspámanna ? ÞaS má vel vera, aS þeir séu aSfinnsluverSir, en ekki heimsku sinnar vegna. * * * Bækurnar, sem eiga tilveru sína aS þakka auStrú almennings, eru legío. ! Bækurnar um útlegging drauma, til dæmis, eru víSar til en i búSarglugg- um; þær finnast undir ótal koddum. Stjörnuspár og bollalestur tilheyra ekki aSeins fortíSinni. VeSurspá- dómsalmanakiS slagar hátt upp í heilaga ritning aS útbreiSslu. Rit- höfundurinn Swift reyndi meS kald- hæSni aS snúa hug almennings gegn stjörnuspámanninum Partridge; en honum tókst sá starfi litiS betur en Kíhóti tókst atiS viS vindmylnurn- ar. Partridge, og postular hans, allt til þessa dags, eiga þau ítök í hug auStrúa almennings, aS háSsyrSi og þyrnikórónur Swifts og annara granda þeim ekki svo á beri. Hann (og aSrir sumir hverjir sem hafa á sér meiri hátignar-blæ) selur vör- ur sinar þvi aSeins, aS um þær er beSiS. Eftirspurnin knýr fram vör- una; og auStrúa almenningur er óseSjandi, en vörubirgSin ótæmandi —fyrir þá einu ástæSu, aS verzlunin borgar sig. # ¥ # MaSurinn hefir ætiS veriS, og er ef til vill í eSli sínu, trúgjarn. Hon- um er gjarnt til aS gleypa heilt (eins og hvalurinn Jónas), staShæfingar og gifurmælgi um hvaS eina, sem er skilningi hans ofar, hvort um er aS ræSa annaS líf eSa veSur á komandi missiri. Hann óttast aS kannast hreinskilnislega viS skort á þekking eSa skilningi, og er því ljúfara aS aShyllast sem vissu þaö sem aS hon- um er rétt í þeim efnum. Eins og Milton bendir á, er þaS ekki nóg aS taka frá ágjarna manninum þaS sem hann hefir nurlaS saman; hann býr eftir sem áSur aS ágirnd sinni. Á sama hátt er þaS tilgangslaust aS svifta trúgjarna manninn öllum hans hégiljum ef ekki er um leiS unnt aS innleiSa hjá honum varúS viS oftrú. AS svifta hann trausti á stjörnuspám, veöurspám, huldufólki, eöa hverri annari trú, sem hann kann aö hafa þegiö, án þess um Ieiö aS koma honum til aö hugsa, Oig grunda hugsun sína á staSreyndum, veröur til þess eins, aö opna hjá honum dyrnar fyrir nýrri legíó hindurvitna. DýrseSliS stendur ennþá mjög föst- um rótum í manninum. Hugsun hans er ennþá mjög skoröuö viS þaS, sem honum er eiginlegt aö at- hafast sem skepna, —aö metta mag- an, framfleyta lífinu og sjá afkom- endum borgiS. Þetta eru aöal lög- mál lífsins. En sem yfirbygging á þennan grundvöll hefir hann reist sér höll óska sinna, og hana skreyta allar þær vonir sem hann hefir igert sér um framtíö sína. Hugsun hans nær nógu langt til aö viSurkenna, og undrast yfir, sínum eigin yfirburöum yfir aSrar skepnur, og meS því til- býr haún sér tilkall til áframhaldandi lífs eftir dauSa líkamans. Sú von verSur aS vissu, og meS þeirri vissu skapar hann sér trúarkerfi um tilhög- un og eSIi annars lífs. Óskin veröur aS von og vonin aö vissu, sem skap- ar sjálfsþótta, en á þann streng hans leika svo öll þau hindurvitni sem sjá hag sinn eflast viö aukna trú hans og trúgirni. Sjálfsþótti hans lýsir sér hvergi betur en í því aS hann finnur ósk sinni staS og réttlætinig í tilveru henn ar; aö vonin sé sin eigin sönnun og réttlæting; aS hvaS eina sem óskaö sé eftir, sé fáanlegt; aö eöli hlutanna og lífsins sé breytanlegt samkvæmt ósk um breyting, og sjálf tilveran sé undirgefin kunnáttu á trú, bæn og eftirhermum. En allt byggist á þeirri trú hans, aö heimurinn sé til oröinn fyrir hann og í hans þágu. MaSurinn hefir skapaö sér þá trú, aS vegna þess, aö vitneskja um hið ókomna sé honum arövænleg, þá sé slík vitneskja fáanleg. Honum finnst aS þaS hljóti aS vera einhver sem viti, geti sagt honum hvaSa hest- ur muni vinna veÖhlaupiS, eSa hvaS muni taka viö eftir dauöann; þaS hljóti aö vera vissir vegir til aS auög- ast á veöhjólinu, og aö sjá sér borg- iS í eilífri sælu. Hvers vegna? Af því hann óskar þess, finnst hon- um áö hann eigi heimting á því, og lokar augunum fyrir þeim sann- ! leika, aö heimurinn er ekki tilorö- ! inn aSeins til aS hossa honum á hnjám sér. Og vegna þess aS hann heimtar slíka vitneskju, hefir skapaS markaö fyrir slíka vitneskju, þá hef- ir veriö dyg.gilega og kappsamlega unniö aö því, aS veita honum allar þær upplýsingar, sem hann hefir þráS. Slík vitneskja er markaSsvara, fram- leidd eftir kröfum á sama grundvelli og matvæli, fatnaöur og hvaö ann- aS, sem maöurinn krefst til viöur- væris. Páfinn og veöurspámaöurinn veröa réttlættir á sama grundvelli. Embætti og atvinnú sina eiga báSir aö þakka söniu ósk almúgans aö sagt sé fyrir um framtíöar velgengni

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.