Heimskringla - 04.09.1929, Síða 6

Heimskringla - 04.09.1929, Síða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. SEPT., 1929 ■BBgasœBSgaMi Betra Haframjöl—Betra Leirtau í hinum NÝJU 'Tvíinnsigluðu'” Pökkum Robin Hood Rdpid OdtS EKKEHARD Saga frá 10. öld, eftir I. von Scheffel. seinn. Fyrstur kom Lupolt foringinn. Bar hann rifna svuntu um lendar sér. Skegg hans var langt og úfið og allur líkami hans þakinn sárum. Dietrich snéri sér undan til að fela sína miklu hryggð við þessa sjón og einnig til þess, að láta þá ekki þekkja sig. Augu hans voru full af meðaumkunartárum, og hann gaf þá skipun að þeir skyldu allir vera fluttir þangað sem hann bjó og hjúkrað þar. En fangarnir sögðu hver við annan. “KDver var þessi sem stóð til hliðar, vissulega er hann vinur okkar.’’ Og þeir brostu glaðlega, þó þeir væru ekki búnir að gleyma sínum gömlu sorgum. En þeir þekktu hann ekki. Næsta dag bauð keisaradóttirin þessum þjökuðu mönnum til hirðarinnar, útbjó fyrir þá heit böð og færði þá í ný föt og lét þá setj- ast kringum borð eitt hlaðið af allskonar góð- gæti. En er lávarðarnir höfðu sezt í kring um borðið, og harmkvælaminningarnar dofnað dá- lítið, tók Dietrich hörpuna sína og smeygði sér á bak við gluggatjaldið, og hóf að spila söng- lögin sem hann lék forðum á ströndinni. Lupolt hafði lyft bikar sínum að vörum sér, en þegar tónar hörpunnar bárust til eyrna hans, datt bikarinn úr höndum hans og vínið flóði út um borðiö. Hnífurinn datt úr hendi annars, er hann vildi skera sér brauð, og allir hlustuðu þeir eins og þrumu lostnir. Tón- arnir urðu skírari og skírari í lagi konungs- ins, og Lupolt stökk yfir borðið, og honum fylgdu hinir lávarðarnir og riddararnir, alveg eins og hljómarnir hefðu endurvakið þeirra fyrri þrótt. Þeir rifu niður gluggatjaldið, um- föðmuðu spilarann, krupu fyrir honum og gleði þeirra var takmarkalaus. Þá sá prin- sessan að hann var í raun og sannleika Rother konungur frá landi Víkinganna, og fram af vörum hennar slapp þvílíkt gleðióp að Konstan tín faðir hennar kom þangað upp með fasi miklu. En hvort sem honum líkaði betur eða ver, gat hann ekki aðhafst neitt annað en sam- einað hendur elskendanna, og sendimennirn- ir hurfu aldrei aftur til fangelsins. Rother var ekki nokkuru sinni upp frá þessu kallaður Dietrich. Hann kysti ástmey sína innilega og sigldi með hana yfir hafið. Fylgdi honum gifta og gleði alla tíð, og konunni sinni sýndi hann alltaf hina mestu ást og virðingu. Og þegar þau sátu saman, ástheit og fögur, voru þau vön að segja: “Lof sé guði, hinni riddara- legu hreysti og ráðsnjöllu þjónustustúlku.’’ Þetta er sagan af Rother konungi.’’ Praxedis hafði talað lengi. "Við erum öll ánætgð,” sagði hertogafrúin. Og að Wel- and smiður fái verðlaunin virðist vafasamt þegar vér höfum heyrt söguna af Rother kon ungi.” En ekki hafði þetta nein leiðinleg áhrif á herra Spazzo. “Að því er virðist hafa þern- urnar í Konstantínópel sopið vísdóminn í gúl- sopum,’’ sagði hann. “En þó að ég verði sigraður verðum við samt að fá að heyra síðust u söguna.” Hann skaut augunum yfir til Ekke hards, sem var sokkinn niður í hugsanir sín- ar. Hann hafði áreiðanlega ekki heyrt mik- ið af sögunni um Rother konung. Á meðan Praxedis talaði starði hann fast á rósina í hár- bandi hertogafrúarinnar. ‘‘Annars,’’ hélt hr. Spzzo áfram, “get ég varla trúað þessari sögu. Fyrir nokkrum árum síðan, er ég sat við víndrykkju í hallargarði biskupsins af Con- stance, kom þar grískur farandsali með helgi- leifar eða forngripi. Nafn hans var Daníel og hafði hann meðferðis dýrðlingabein, kirkju skraut og þess konar hluti. Meðal annars var þar gamalt sverð með skeiðum skreyttum gimsteinum og hann reyndi að tala mig upp í það að kaupa sverðið og allt því tilheyrandi; og sagði það hafa verið eign Rothers kon- amgs. Og sannarlega hefði ég keypt það hefðu ekki gullpeningarnir í vasa mínum v.er- ið eins fáir og hárin voru á kolli þessa Grikkja. Þessi náungi sagði mér að með þessu sverði hefði Rother konungur barist við Ymelot kon- ung úr Babylon um keisaradótturina, en hann mintist ekki einu orði á gullskó, þjónustu- stúlkur eða hörpuleikara.’’ Sumarrökkrið var dottið á. Hin bleika geislabirta tungisins hvíldi yfir garðinum, og Ioftið var þrungið af angandi ilman. Eld- Dugurnar þutu til og frá milli runnanna og klettanna sem svífandi smáeldhnettir í rökkr- inu. Þjónninn kom út með ljóslogandi kerti, í luktarlöguðu hylki úr olíudúk til hlífðar fyrir vindinum. Loftið í garðinum var milt og unaðslegt. Burkhard sat í stól sínum í þannig stellingum, sem báru vott um að hann var ánægður, með spentar greipar eins og hann ætlaði að fara að biðja. ‘‘Hvað er ungi gesturinn okkar að hugsa?’’ spurði hertogafrúin. ‘‘Eg vildi gefa beztu latnesku bókina mína til þess að hafa verið viöstaddur þegar risinn Asprian sló ljóninu við vegginn,” sagði hann. “Þú þarft að vera riddari og ráðast móti drekum og risum,” spaugaði hertogafrúin. En hann vildi ekki samþykkja það. ‘‘Við þurfum að berjast við djöfulinn sjálfan,” sagði hann, “og það er enn verra.” Heiðveig hertogafrú var ekki neitt í þann veginn að slíta samkvæminu. Hún sleit sundur dálitla hlynviðargrein og gekk til Ekkehards, sem eins og hrökk við og reis á fætur með hálfgerðu ósjálfræði. ‘‘Nú,” sagði hertogafrúin, ‘‘dragðu. í þetta sinn er það þú eða ég.’’ “Þú eða ég,” endurtók Ekkehard mjög svo tómlega. Hann dró styttri partinn, lét hann renna úr hendi sér og settist þögull niður aft- ur. “Ekkehard!” kallaði hertogafrúin með dá- lítilli ákefð. Hann leit upp. ‘‘Þú verður að segja okkur sögu.” ‘‘Verð ég að segja sögu?’’ muldraði hann, og strauk hægri hendinni yfir ennið. Höfuð hans var brennandi heitt. Þar braust eitt hvað um með miklum krafti. ‘‘Jæja þá, sögu. Hver vill spila á fiðluna fyrir mig?’’ Hann stóð upp og starði út í tunglsljósið. Þeir, sem kringum hann voru, liorfðu á hann í þög- ullri undrun. Svo byrjaði hann. ‘‘Þetta er stutt saga: Einu sinni fyrir löngu síðan var ljós nokkurt, mjög fagurt og bjart ljós. Það lýsti með öllum regnbogans litum frá fjalls- toppi einum, og í skarbandinu, sem batt þess brá, bar það rós.” — ‘‘Rós í skarbandinu, sem batt þess brá!" muldraði herra Spazzo og hristi höfuðið. ‘‘Og það var einu sinni svart- ur náttmölur,’’ hélt Ekkehard áfram með hinni sömu hljómlausu rödd, sem flaug alla leið upp fjallshlíðina, alla leið upp til Ijóssins og í kring um það. Hann vissi að hann hlyti að farast, ef hann flýgi inn í ljósið. En samt flaug hann inn í það og ljósið brendi hinn svarta möl upp til agna, til ösku, svo hann flaug aldrei framar. Amen!’’ ‘‘Frú Heiðveig stóð upp gremjufull og segir: “Er þetta öll sagan þín?” ‘‘Það er öll mín saga,” svaraði Ekkehard með óbreyttri rödd. “Það er komin tími til að fara inn,” sagði Heiðveig hertogafrú drembilega,. “Nætur- loftið getur orsakað hitasótt.” Hún gekk fram hjá Ekkehard með tilliti fullu af fyrir- litning, og Burkhard bar slóðan hennar eins og áður. Ekkehard stóð eftir alveg hreyfingar- laus. Stallarinn klappaði með meðaumkvun á öxl honum og sagði: ‘‘Náttmölurinn var skolli heimskur, herra prestur.M Um leið kom dálítill gustur sem slökkti ljósin. ‘‘Það var munkur,” sagði Ekkehard kæruleysislega. “Sofðu rótt.’’ XXI. KAPÍTULI Burtrekstur og flótti Ekkehard sat lengi inni í laufskálanum eftir að allir voru farnir burtu. Síðan þaut hann út í náttmyrkrið. Fætur hans báru hann áfram en hann vissi ekkert hvert. Um morguninn varð hann þess var að hann var á ósléttri gnípu á Hohenkrahen. Síðan Skóg- arkonan hvarf hafði hæðin verið'þögul og yfirgefin. Leifar hins brenda hreysis lágu í ógurlegri hrúgu, er var hálf hulin af grasi og burknum, og hinn rómverski steinn með út- höggna mynd af Mithra stóð þar sem einu sinni hafði verið dagstofa. Höggormurinn brosti um leið og hann skreið yfir hinn veður- barða stein. Ekkehard leit í kring um sig, og augnaráð hans lýsti gremju og fyrirlitning. ‘‘Kapellan St. Hadvigs,’’ hrópaði hann og barði sér á brjóst. “Gott og vel!” Hann velti um rómverska steininum og klifraði upp á topp hæðarinnar. Þar kastaði hann sér niður og þrýsti enninu að hinum svala jarð- vegi, sem fætur frú Heiðveigar höfðu einu sinni snert. Þannig lá hann lengi, og þegar hinir brennandi geislar hádegissólarinnar brut ust þangað niður lá hann þar enn og svaf. Undir kveldið hvarf hann aftur til Hohentwiel, rauður í andliti, tryllingslegur á svipinn og hálf reikandi. Grasblöð og strá héngu hér og þar við fötin hans. Það af þjónustufólki kastalans, sem mætti honum vék úr vegi eins og það væri að forðast þann, sem hefði á sér kennimerki óhamingjunnar. Áður fyrri sóttist það eftir að vera á vegi hans og verða aðnjótandi blessunar frá honum. Hertoga- frúin hafði tekið eftir að hann vantaði en ekki leitað sér neinnar upplýsingar hvers vegna svo væri. Hann gekk upp í tumherbergið sitt og greip handrit sem þar lá, eins og hann ætl- aði að fara að lesa. Þetta handrit var bréf Gunzos. <‘Gjarna vildi ég biðja þig að gera allt hvað þú getur til að hjálpa honum í veikind um sínum með viðeigandi góðum Iæknislyfj- um, en ég óttast að þessi sjúkleiki hans sé of rótgróinn.’’ Þetta varð fyrir augum hans þeg- ar hann opnaði handritið. Hann hló og hið bogadregna herbergisloft bergmálaði hlát ur hans, en um leið stökk hann á fæitur líkt eins og hann vildi gá að, hvaðan þetta hljóð kæmi. Síðan gekk hann út að glugganum og leit út um hann og niður fyrir. Það var því líkast, sem hann sæi niður í eitthvað ægilegt djúp. Allt var þver- hnýpt og hæðin svo gífurleg að hún olli hinum megnasta svima, og gagntekinn allt í einu af einhverskonar óstyrk- leik dró hann sig til baka frá glugganum. Taska Thietos gamla lá hjá bókunum, og þegar hann kom auga á hana orsakaði það auðsjáanl. tals- verðan sársauka hjá honum. ‘‘Þjónusta kvenna er þeim manni þraut, sem vill vera hreinskilinn,’’ hafði hinn gamli blindi maður sagt, þeg ar Ekkehard yfirgaf hann. Hann reif innsiglið- af flösk- unni, og helti Jordanvatninu yfir höfuð sér og vætti augu sín í því. En það var of seint. Hið helga vatn fljót- anna getur ekki slökkt hinn innri eld nema því aðeins að maður kafi djúpt, — djúpt, og komi aldrei upp aft- ur. Augnabliks friðartil- finning kom yfir hann. “Eg vil biðja,” sagði hann, “biðja um það, að verða frelsaður frá freistingu.’’ Hann féll á kné, en allt í einu fanst honum sem dúfurnar væru að flögra í kringum höfuð sér, eins og þær höfðu gert morguninn sem hann kom inn í turninn í fyrsta skifti. En í þetta sinn hvíldi yfir þeim einskonar glottandi og spottandi blær. Hann stóð upp og gekk hægt niður stigann og lagði leið sína inn í kapelluna. Altari hennar hafði oft sinnis verið vitni að hinu guðrækilega bænhaldi hans. Kapellan var dimm og þögul eins og endranær. Sex voldugir stólpar með útskornum myndum báru uppi og studdu hið hvelfda þak. Inn um hinn mjóa glugga féll veikur Ijósgeisli; veggskotið þar sem altarið stóð var lítið upplýst, en daufan glampa lagði frá hinu gullna baksviði litsteinamyndarinn- ar af Endurlausnaranum. Grískir listamenn höfðu auðsjáanlega flutt inn í Þýzkaland sitt kirkjuskrautsform. Á hinni þrautafullu mynd frelsarans var hann klæddur í hvítan flaksandi kyrtil, með geislabaug um höfuðið, og útrétta hægri höndina til að blessa. Ekkehard kraup fyrir framan altarisþrepin og lét ennið hvíla á steinflögunum. í þannig stellingum var hann nokkura stund eins og fallinn í einskonar leiðslu. “Ó, þú, sem hefir tekið á þig þján- ingar alls heimsins,, láttu einn geisla misk- unnar þinnar falla niður til mín, þó ég sé þesS ekki verður.’’ Hann lyfti upp höfðinu og festi augun á myndinni, líkt og hann vænti þess að hin alvarlega persóna, sem þar var uppmáluð, myndi stíga niður af veggnum og rétta sér hjálpandi hönd. “Eg ligg við fætur þínar iíkt og Pétur, stormurinn æðir í kring um mig, og öldurnar eru tilbúnar að svelgja mig. Drottinn, frelsaðu mig! Bjargaðu mér eins og þú bjargaðir honum, þegar hann gekk á hinum þjótandi, trylltu bylgjum, þú réttir út hönd þína til hans og sagðir: ‘‘Ó, þú lítiltrúað ur, hvers vegna efaðist þú?’’ En ekkert tákn var gefið. Að brjóta heilann, að hugsa, var orðin ofraun fyrir Ekkehard. Það heyrðist skrjáfur í kvennmansklæðum, en hann heyrði ekki neitt. Heiðveig hertogafrú hafði gengið til kapellunnar, knúð af einhverri óvanalegri þörf. Síðan dálæti hennar á Ekkehard minkaði hafði mynd mánnsins hennar sálaða verið oftar í huga hennar en eðlilegt virtist, því undir eins og ein var horfin var önnur komin í staðin. Og Virgill, sem þau höfðu lesið um kveldið, átti sinn þátt í þessu hugar- ástandi. Það hafði verið svo mikið talað um Sichæus. Næsti dagur var minningardagur um dauða Burkhards lávarðar. Með lensu og skjöld sér við hlið lá hinn gamli hertogi grafinn í kapellunni. Gröf hans, hægra meg- in við altarið, var þakin grófgerðum steinhell- um, og yfir henni var stöðugt látið lifa ljós. Og rétt hjá stóð steinkista, úr gráum sand- steini, borin upp af mjóum ósléttum ioniskum styttum, sem svo allar hvíldu á stórum stein- fæti með einkennilega úthöggnar dýramyndum. Þessa steinlíkkistu hafði Heiðveig hertogafrú látið einu sinni búa til handa sér. Og á hverj um minningardegi hertogans var hún borin inn í hallargarðinn, og samkvæmt skipun her- togafrúarinnar fyllt með ávexti og korn, sem síðan var útdeilt meðal hinna fátæku, og skoð- að nokkurskonar lífsins brauð frá legstað hins dána. Það var gamall guðræknissiður. Þetta kveld hafði hún komiö til þess að biðja við fætur mannsins síns, og í hinu óskýra ljósi var Ekkehard í sínum dökka búningi næstum ó- sjáanlegur, svo hún varð í fyrstu alls ekki vör návistar hans. En allt í einu hrökk hún upp frá bæn sinni. Lágur óviðfeldinn hlátur rauf þögnina. Hún þekkti röddina. Ekkehard hafði risið á fætur, og hafði yfir þessi sálms- orð: ‘‘Skýl mér, ó drottinn, í skugga vængja þinna; varðveit mig frá því illa, sem að mér sækir, frá hinum deyðandi óvinum, sem um- kringja mig. Þeir róa í spiki sínu og munnar þeirra eru fullir af drambi.” ‘‘Hann talaði í gremjutón, allur bænarhreimur var horfinn úr röddinni. Heiðveig hertogafrú beygði sig niður bak við steinlíkkistuna, og ef hún hefði getað, hefði hún glöð sett aðra ofan í hana og hulið sig þannig fyrir augum Ekkehards. Hún hafði ekki minnstu löngun framar til þess að vera með honum alein. Hjarta hennar sló hægt og eðlilega. Hann gekk til dyranna, en allt í einu leit hann til baka. Lampinn sveifl- aði hægt til og frá yfir höfðinu á hertoga- frúnni. 1 hálfrökkrinu dró þetta ljóskvik athygli Ekkehards að sér. Hann leit við aftur og með einu stökki, voldugra en það sem síðar var gert af St Bernard, þegar Madnnu myndin hneigði sig fyrir honum í dómkirkj- unni í Spier, stóð hann fyrir framan hertoga- frúna og starði á hana með rannsakandi augna ráði. Hún reisti sig upp fyrir framan hann og greip um leið í kistubarminn. Yfir höfði hennar og silkiborða þess hélt lampinn áfram að svífa fram og til baka. “Guð blessi hinn dauða sem beðið er fyrir,’’ sagði Ekkehard og rauf með því þögnina. Heiðveig hertogafrú svaraði engu. ‘‘Viltu einnig biðja fyrir mér þegar ég er dauður?” Og svo hélt hann á- fram: ‘‘Ó, nei, þú skalt ekki biðja fyrir mér, en þú skalt láta búa til drykkjarker úr haus mínum, og þegar þú tekur næst annan munk frá St. Gall skaltu búa honum fagnaðaröl í því og bera til hans kveðju mína. Þú getur borið það örugg að vörum þínum, það mun eigi brotna En er þú gerir það verður þú að hafa skarband um höfuð þér og rós í því.—’’ ‘‘Ekkehard!” kallaði hertogafrúin; ‘‘orð þín sprengja öll bönd!’’ “Ah, já,” sagði hann sorgbitinn; ‘‘Ah, já, — Rín brýtur líka öll sín bönd. Þeir stífluðu veg hennar með hnull- ungsgrjóti, en hún ruddi sér veg gegnum það, og leiddi eyðilegging yfir állt það, sem veitti henni viðnám. Til lukku með þitt unga mikla hugrekki, Ó Rín! Og guð slítur líka öll bönd, því hann hefir látið Rín verða til og Ho- hentwiel, hertogafrúna af Svabíu og ki-únuna á höfði mínu.’’ Hertogafrúin tók að finna til hræðslu. Hún, hafði ekki búist við að tilfinningarnar

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.