Heimskringla - 04.09.1929, Blaðsíða 7

Heimskringla - 04.09.1929, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 4. SEPT., 1929 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Mr. og Mrs. Brynjólfur Jósephson heiðruð. Mr. og Mrs. Brynjólfur Jósephson, sem heima eiga í Hólabyggöinni í Cypress sveitinni, noröaustur frá Glenboro, uröu fyrir óvæntri heim- sókn, sunnudaginn 16. júní síöastl. Heimsóttu þau þá allir byggöarbúar og fyrverandi byggöarbúar, sem nú eiga heima í Glenboro, og nokkrir vinir þeirra úr austurhluta Argyle- 'byggöarinnar. Voru á þessu vori liÖin 40 ár frá því að þau tóku sér bólfestu á þessum stöðvum. I til- efni af því, og í tilefni af því að þau hafa í 40 ár, tekiö leiðandi þátt í félagslifi byggðarinnar, var þessi heimsókn gerö af öllum þessuni mörgu vinum þeirra. Veöur var heitt en hiö indælasta; var skógarlundur skammt frá heim- ilinu kosinn fyrir samkomustaö. Settust allir þar að í forsælunni, en heiðursgestunum var skipaö sæti í miöjum hringnum. Var þá einum rómi sungið: “Hvað er svo glatt,” en þegar allir voru búnir aö jafna sig kvaddi G. J. Oleson sér hljóðs og ávarpaði þau Mr. og Mrs. Jóseph- son, bauö þau velkomin þarna i skóg- arlundinn; lýsti tilgang þessa fagn- aðarmóts; sagöi frá því að byggðar- fólk hefði lengi borið þakklæti í Ihuga og hjarta til þeirra fyrir langt og dyggilegt starf í þarfir byggðar- innar og íslenzkra félagsmála og frjálsra hugsana. — Til þess væri hópurinn nú kominn þangaö, og allir vildu votta þakklæti á þessari stundu fyrir það liðna og óska þeint gleöi og rólegheita á árunum sem enn eru framundan. Herra Tryggvi Ölafsson flutti þeim hjónum þá kvæöi þrungið hugsun og kærleiksþeli. Hefir hann veriö ná- búi þeirra í heilan mannsaldur. Af- henti hann þeim fyrir hönd fólksins peningasjóö, sem heiöursgjöf og lít- iö vinarmerki frá öllum viðstöddum. Hr. Jósphson, sem í gegnum nærfelt 80 ára stríö hefir oft þurft að berj- ast við mótlæti og erfiðleika og rang læti mannanna og æfinlega gengiö til víga með hlátur í hug, sem norræn hetja, þoldi ekki meðlætið eins vel. Enda gæti hann kannske kveðið eins og St. G.: “Eg átti í æfinni oftast nær vetur, einn fleiri en sumrin mín hvernig sem fer.” Sökum igeöshræringar treysti hann sér ekki til að ávarpa fólkiö, en fyrir hans hönd var þakkað, samkvæmt ósk hans, af einlægum hreinum hug. Að þessu loknu voru bornar fram hinar beztu veitingar. Hafði að- komufólk með sér nóg af kaffi og kryddbrauði og öðru sælgæti. Sátu menn svo og skemtu sér við samræð- ur, og áður en blásið var til burt- farar voru nokkrir söngvar sungnir. Var þetta samsæti hið ánægjulegasta í alla staði. Allir þeir, sem í því tóku þátt gerðu það af innstu hjart- ans hvöt, að sýna hinum öldruðu heiðurshjónum vinahót og viðurkenn- ingu. Og sú viðurkenning er verð- skulduð. Sá, sem þessar línur skrif ar, hefir verið þeint samferðamað- ur í 35 ár, og getur um það borið. Brynjólfur Jósephson er ættaður af Hólsfjöllum í Norður Þingeyjar- sýslu. Foreldrar hans voru fátæk og ólst hann upp á vegum hins nafn- kunna ágætismanns Björns Gíslason- ar, er síðar fluttist til Minnesota og dó þar. Björn bjó þá á Grímsstöð- um á Fjöllum. Brynjólfur flutti vestur um haf ár- ið 1887. A þeim árum var harðæri mikið um Norðurland og tækifæri lítil fyrir félausa menn að bjargast, enda lítið greitt fyrir þeim frá hærri stöðum. Svo margir voru hreint og beint neyddir út úr landinu. Brynj- ólfur, eins og margir fleiri Islending- ar sem vestur fluttu, höfðu sjálfstæðis löngun og fór að ráði forfeðranna, sem kusu heldur að slíta ættjarðar- Iböndin en að sleppa sjálfstæðinu, og sigldi vestur um haf í leit eftir meira frjálsræði, enda er æfintýralöngunin rótgróin í eðli Islendingsins. öhd- vegissúlur hans bar að strönd hér í Hlólalbyggðmni, og héir hefir hann lifað frjálsu, farsælu lífi í 40 ár þó oft ætti hann í vök að verjast og við örðugleika að stríða framan af árum. Hann stofnaði Hólabyggðina, ásamt þeim J- J- Anderson, J. Gíslason og Sigurjóni Stefánsson, en það má með miklurn sanni kalla Brynjólf föður 'byggðarinnar, því hann hefir vakað yfir velferð hennar og áhugamálum hennar frá fyrstu tíð, og staðið í fylkingarbroddi í félagsstarfsemi, og það æfinlega af hreinum hvötum, en aldrei til þess að afla sér orðstírs eða frama, því maðurinn hefir æfinlega verið heill. Hann er sannur Islending ur og ann öllu því góða, sem er þjóð- areinkenni, en hatar yfirdrepskapinn og það öfuga, sem í fari þeirra finnst. Hann tók snemma ástfóstri við þetta land og er igóður þegn þessa farsæla og mikla ríkis, og hefir, þó útlendingur sé, verið lifandi kvistur á meið þessa þjóðfélags. I stjórn- málum ihefir hann fram að síðustu verið ákveðinn fylgismaður liberala, en nú mun hann fremur hallast að stefnu framsóknarflokksins. Brynj- ólfur er greindur maður og frábæri- lega skemtilegur heim að sækja; ræð- inn og með afbrigðum gestrisinn. Var heimili hans um langt skeið mið- stöð íslendinga í byggðinni og rnanna hjálpsamastur hefir hann verið við fátæka eða nauðstadda. Var hann þá oft mjög höfðinglyndur. Brynjólfur var burðamaður mikill og ramur að afli; reyndi hann sig oft í aflraunum á fyrri árum hér, sér- staklega við hérlenda menn, en eng- inn stóð honum á sporði, og var það um skeið, aö mikið orð fór af honum, ' aflraunum hans og knáleika, og lék mörgurn hugur á þvi að leggja hann Brewers Of COUNTRY CLUB* BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT BR E W E R.'V OSBORNE&MULVEY-WINNIPEG PHONES 41-111 41-30456 PROMPT DELIVERY TO PERMIT HOLDER6T að velli en hann gekk ávalt sigri hrós- andi af hólmi, eins og góðra Islend- inga er siður. Kona Brynjólfs er Guðný Sigurðar- dóttir Sigurðssonar, frá Katastöðum í Núpasveit; framsýn og dugleg á- gætiskona, sem aldrei hefir legið á liði sínu. Hefir heimilið æfinlega prýtt fyrirmyndar samkomulag sem eftirbreytnisvert er. Þeim hjónum hefir ekki orðið barna auðið, en þrjár stúlkur hafa þau alið upp, sem um- komulausar voru og farist við þær eins vel og ef þær hefðu verið þeirra eigin dætur. Brynjólfur fékk slag fyrir nokkr- um árum síðan, en náði sér furðu fljótt aftur, þó ekki yrði hann vinnu- fær. Búa gömlu hjónin nú í róleg- heitum á landareign sinni með lífs- glöðu sinni og bíða kveldsins. Óska allir vinir þeirra þeim gleði- ríkra og farsælla stunda síðasta á- fangann, með þakklátum huga fyrir samferðina. G. J. Oleson, Glenboro, Man., 27. ágúst, 1929. Efnilegur listamaður. Um rniðjan fyrra mánuð kom hing- að til lands frá Bandaríkjunum ungur og efnilegur listamaður, sem heitir Kristján Magnússon, ættaður frá Isa- firði, sonur Magnúsar heitins Örn- ólfssonar skipstjóra. Kristján fór vestur um haf fyrir hálfu níunda ári og hefir síðan verið lengstum í Boston og New York.— Áður en hann fór frá ísafirði hafði hann notið nokkurrar tilsa-gnar í dráttlist og útskurði hjá Guðmundi Jónssyni frá Mosdal, og kom þá þeg- ar í ljós, að hann var mjög list- hneigður. I Boston tókst honum að komast í listaskóla og stundaði þar nám af miklu kappi og dugnaði og lauk ágætu prófi eftir fimm ára nám. Síðan hefir hann unnið með frægum málurum, og hefir það starf einnig verið honunt ágætur skóli. Undanfarið ár hefir hann unnið með Mr. Ezra Winter, sem er ráðunautur Bandarikjastjórnar í fögrum listum (Commissioner of Fine ArtsJ. Hann hefir oft sent myndir sínar á sýning- ar og hlotið góða blaðadóma, eins Og getið hefir verið í Vísi fyrir nokk- urum missirum. Þegar Kristján kom héim í fyrra mánuði, fór hann fyrst í kynnisför til Isafjarðar, en síðan norður til Mývatns og málaði þar um stund. Eftir það fór hann aftur til Isafjarð- ar og hélt þar sýningu á málverkum sínum 24. og 25. þ. m. — Nú er hann hingað kominn og ætlar austur í sveit ir til þess að mála þar, en að því búnu kemur hann hingað aftur og ætlar þá að halda sýningu á málverk um sínum áður en hann fer vestur um haf. Þess þarf varla að geta, að Kristj- án fór héðan félaus með öllu, en hafði (auk unglingafræðslu) notið nokkurrar aukatilsagnar i ensku o. fl. hjá cand. Hans Einarssyni kennara á ísafirði, og voru það fararefni hans út í heiminn. En góðar gáf- ur, dugnaður og staðfesta þessa ung.i manns hafa sigrast á fátækt og örð-. ugleikum í fjarlægu landi, og er það vinum hans mikið gleðiefni, að hann á nú góðra kosta völ á listbraut sinni.—Vísir. Frá Islandi. Vestm.-eyjum, 30. júlí Landskjálftakippir fundust hér þ. 233. þ. m., sá fyrsti kl 5.45 síðd. Var allsnarpur. Ekki heyrist getið um neinar skemdir af völdum hans. Fyrri hluta siðustu viku góðir þurk- ar, en lakari síðustu daga. Síldveiði í langnet óvenju góð sem stendur. Mýrdal 28. júlí Tíðin hefir verið einmuna góð og grasvöxtur viðast góður, sumstaðar með albezta móti. Sláttur byrjaði þvi almennt fyrr en vanalega og eru því allmargir nú nærri því búnir með tún og hafa menn hirt eftir hend- inni. Jarðskjálftar. (Frh. frá 3. bls.) Gefa má það ráð, ef snöggan og .hættulegan jarðskjálfta ber að hönd- um, að flýja til dyra og láta þar byrir berast. Á þennan hátt hefir margur bjargað lifinu, því að þök falla miklu fyr en veggir, og dyra- umbúningar verjast lengi, þótt úr veggjum hrynji. Betra ráð er þó hitt, þeim er hafa kunna, að varð- veita stillingu sína og karlmannlega ró, þó að jarðskjálftahryllingur fari um jörðina. En bezta ráðið gegn jarðskjálftanum er það að rannsaka hann, eðli hans og uppruna, unz við skiljum hann að fullu og getum vit- að hann fyrir. Rannsóknin er ham ingjudrýgsta aðferðin í baráttu mann anna við náttúruöflin.—Alþ.-blaðið. Pálmi Hannesson. Frá Gimli. Að öllum er eitthvað fundið, og jafnvel að sjálfum kónginum. En enginn er líklega svo ruddalegur að finna nokkuð að drottningunni; skárri væri það nú ósvífnin! — Nokkrir vinir mínir, bæði munnlega og skriflega, hafa fundið að því, að ég hafi nú í nokkur skifti, þegar ég hafi sagt frá heintsóknum hér á Betel — ekki getið unt þá með nöfn um hverjir hafi haldið ræður, eða talað eitthvað í sambandi við heim- sóknina. Þeir hafa viljað sjá þá hina sömu í anda, um leið og þeir lásu um heimsóknina. Eg er þess- um vinum mínum þakklátur fyrir að- finnsluna, og skal nú reyna að bæta það ráð mitt framvegis, á meðan ég nokkuð segi í blöðunum héðan frá Betel. — Nú í dag (þann 29. ágúst) var hér á Betel heimsókn. Kvenfél- ag Bræðrasafnaðar í Riverton-póst- héraði kom hingað fjölmennt, og eins og vant er um slí'k félög, með kaffi og tilheyrandi góðgæti. Og fylgdu því, eins og vant er, nokkrir heið- ursgestir, bæði til að aðstoða kven- félagið á leiðinni, og einnig eftir að hingað væri 'komið. Varð Mr. S. Sigurðsson kaupmaður í Riverton fyrstur til að opna samsætið með því að lesa upp ávarp til okkar allra, sent þetta heimili myndum. Og fyrir hönd okkar, fólksins hér, svaraði séra S. Ölafsson, einnig með vel völdum orðum; og stýrði hann eftir það sam- komunni til enda. Mr. S. Sigurðs- son söng einsöng. Einsöng sungu þær einnig Miss Austmann og Miss Thorbergson frá Riverton og tvísöng á eftir. Svo voru af öllum sungin ýms ættjarðarkvæði, sem aldrei fyrn- ast né leiðast, en einlægt eru ný, eins og hinir fögru og yndisleigu morgun- geislar sólarinnar og blíðu og unaðs- legu kveldgeislar hennar. Mrs. S. Sigurðsson spilaði fyrir allri söng- skemtuninni, snilldarlega, eins og vant er. Kl. 2 kom kvenfélagið, eða heimsóknarfól'kið. En kl. 6 að kveldi fór það aftur. Og þökkum við öll hér á Betel þessa heimsókn, eins og hinar ýmsu aðrar heimsókn- ir — kærlega. Þegar dr. B. J. Brandson bauð okkur öllum heirn til sín þann 5. ág- úst, sem áður er frá sagt, gat hann þess að hinn mikilhæfi söngntaður og söngkennari, Mr. Stefán Sölvason, hefði eftir tilmælum sínum ætlað að vera hjá sér þann dag til að skemta okkur með harmonikuhljóm, sem myndi vera okkur kær frá ungdóms- árunum. En Mr. Sö'lvason var hindraður frá að geta komið þann dag. Svo viku síðar kom dr. Brand- son með hann hingað heim til Betel og spilaði Mr. Sölvason á sína (300 dollara) harmoniku svo unaðslega, og undursanilega, mörg þjóðkvæði, lög og söngva, að yndi var á að hlusta. Aldrei var klappað, allir sátu hljóðir, og enginn hávaði nein- staðar frá. Enginn vildi skemnta hinar unaðslegu hljóðöldur, er titrandi og hljómfagrar sveifluðu sér um allt húsið, (stofuna, sem við vorum í). Þessa skemtun þökkum við hér á Betel, þeim báðum, dr. Brandson og Mr. S. Sölvason. Þó lengi hafi þessi þakklætisviðurkertning drtgist, er hún þó vel meint, eins og hinar ýmsu aðrar þakklætisviðurkenningar frá okkur hér á Betel. Einnig hefi ég verið minntur á, eða beðinn, að geta þess, að séra Rúnólfi Mart- einsson er vel þakkað fyrir að hafa komið hingað til Betel tvisvar, til að messa, án ,þess að vera beðinn þess, og ekki viljað taka neitt fyrir það. Gintli, 30. ágúst, 1929. J. Bríem. BEZTU MATREIÐSLUKONUR f WINNIPEC NOTA NÚ Ekkert kaffi er bragðbetra en “BLUE RIBB0N” í rauSri könnu með opnara. l^nlisOnyliW dFofltjjang, INCORPORATED 2r* HAY 1670. H. B. JAMAICA og DEMARA ROMM C. H. B. C. ROMM ÞJÓÐKUNNUGT UM VESTUR-KANADA f MEIR EN HUNDRAÐ ÁR Löggilt 1670 Hefir því rekið viðskifti í 259 ár Hwbsun’s €n. VERULEGT TÆKIFÆRI! HINN NÝJI ROYAL PRINCESS RAFMAGNSSÓPUR ásamt gólfvaxi og gljáólíu fyrir $4950 eða með $1.00 niðurborgun og $1.00 afborgun á viku (Má borgast mánaðarlega ef vill) Lítið álag fyrir vöxtum. HREINSUNARTÆKI $8.50 AUKREITIS Skoðið þessa furðulegu vél í Hycíro Sýningarskálanum, 55 Plincess Str. WumípeóHi|dro; 65-59 © PRINCESSSI Phone 24 669 for Demonstration

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.