Heimskringla - 18.09.1929, Blaðsíða 3

Heimskringla - 18.09.1929, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 18. SEPT., 1929 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSlÐA Um Island og íslenzka málaralist. Álit Poul Uttenreitters rithöfundar Hann cetlar að gefa út bók um Gufftn. Thorsteinsson Þegar heildarsýningin á verkum GuSm. sál. Thórsteinsson var haldin hér um áriö, var um þaS talaS, hve nauSsynlegt þaS væri, aS þaS yfirlit sem fékkst þar, yfir hin margbreyti- légu listaverk hans og listastarfsemi, iglataðist ekki aS fullu, er sýningar- munirnir dreifSust aftur til eigend- anna. Þá gekkst Þorst. Sch. Thor- steinsson lyfsali fyrir því, aS Jón Kaldal tæki ljósmyndir af allmörgum myndanna, meS þaS fyrir augum, aS hægara væri síÖar meir aS gefa út hók um GuSmund Thorsteinsson og verk hans. Nú hefir Þorsteinn Sch. Thorsteins- son fengiS hinn danska rithöfund, Poul Uttenreitter, til þess aS skrifa um G. Th., og annast um danska út- gáfu af bókinni. En samtímis mun koma út íslenzk útgáfa meö sömu myndunum. Poul Uttenreitter var persónulega mjög kunnugur Guömundi Þorsteins- syni í mörg ár. Hann hefir um langt árabil laigt stund á rannsóknir og athuganir á myndlist, skrifaS um sýningar og ritaö æfisögu nafntog- aSra listamanna. ÁSur en hann tæk ist á hendur aS sjá um útgáfu bók- arinnar um Guömund Thorsteinsson, vildi hann komá hingaS til lands- ins, og meö því fá ýmsan kunnug- leik um æfi G. Th. og list hans,' er hann átti erfiöara meS aS afla, sér erlendis. Hann var hér á mánaöarferS í sumar og tók sér far meö Gullfossi síöast heimleiöis. ÁSur en hann lagSi af staSy hafSi MorgunhlaiSiS tal af honum. —ÞaS hefir veriö mér óblandin á- nægja, segir Uttenreitter, aS koma hingaö til íslands. Eg hefi fengiö tækifæri til aö sjá talsvert af land- inu, fariS austur fyrir Fjall, um Borg- arfjörS, vestur í Dali og síöast til NorSurlands meö Gullfossi. Sérkennilegast viö ísland í augum útlendinga, er þaö hve tilbreytingar eru hér miklar og snöggar; í litum landsins,, allt frá sorta hraunanna, í hvita jökulskalla, og í veSráttunni, eins og til dæmis er viS sigldum í hrá- slaiga veöri gegnum ís á Húnaflóa, og inn til Akureyrar, þar sem rikti sól og sumarveSur. Eg hefi feröast talsvert um NorSurálfu, en hvergi séö neitt svipaSa náttúrufegurS. FegurS landsins er aS vísu nokkuö þungbúin, en hún er ekki síSur hríf- andi fyrir þaS. ÁSur en ég kom hingaS, hafSi ég allmikil kynni af íslenzkri málaralist, en skil hana enn betur, eftir aö ég # hefi kynst landinu. I hinu stórfenglega umhverfi is- lenzkrar náttúru, er einkennilegt aS sjá bæ eins og Reykjavík. Hér ber sem kunnugt er, mest á bárujárni, járnbentri steinsteypu og þakpappa, og er mest af þessum nýtízku bygging arefnum notaö, án þess aö gerS sé nokkur alvarleg tilraun til aS fá sam ræmi og listrænan svip á húsin. Þó vil ég taka þaS fram, aS inn- an um allt bárujárniö og bygginiga- kumbaldana, koma menn auga á hús, sem teiknuö eru af smekkvísi og list- rænu samræmi. Á ég þar fyrst og fremst viö hús eftir Sigurö GuS- mundsson húsameistara. Um ísienzka málaralist farast Utt- enreitter orS á þessa leiS: Á tiltölulega stuttum tíma hefir ís- |enzka þjóSin eignast mjög fjölbreytta Ínálaralist, sem sambærileg er nútíma- ist annara þjóSa. Þegar þess er gætt hve þjóSin er fámenn, er þaS blátt áfram stór furöa, hve mikiS hef ir hér unnist á skömmum tíma, eins og sýndi sig á íslenzku sýningunni, sem haldin var í Höfn í hittifyrra og síSar í Þýzkalandi, þar sem þaS kom greinilega í ljós aS íslenzk málara- list stendur jafnfætis list nágranna- þjóöanna. Af henni varS og séö, aS islenzkir málarar fylgjast meS í því sem gerist á sviöi listarinnar .erlendis, enda þótt list þeirra ætíö beri sérkenni hins íslenzka landslags. Er á þaS var minnst hvort Utten- reitter teldi aö á íslenzkri málaralist væri einhhver sérkennilegur þjóSlegur blær, komst hann þannig aS orSi. Danski málarinn Giersing, sagSi eitt sinn, aö öll þjóSleg list væri lítilsvirSi, en öll mikil list væfi þjóöleg. Detta mér þau ummæli i hug i þessu sam- bandi. íslenzkir málarar hafa auS- sjáanlega ekki innilokaS sig frá er- lendum áhrifum, meö þaS eina fyrir augum aö framleiöa eitthvaS í “þjóSlegum stíl.” Og þaS er vel. En í allri góSri list kemur hiö þjóS- lega í ljós; þegar málarinn hefir eitthvaS verulegt til brunns aS bera, þá kemur þaS ósjálfrátt fram af bvaSa bergi hann er brotinn. 1 íslenzkri náttúru ríkir aö staS- aldri fjölbreytni mikil og allskonar andstæSur. Eins er um íslenzka málaralist. Svo ég taki dæmi af málurunum tveim Ásgrími Jónssyni og Jóni Stefánssyni: Ásgrímur málar ljósmiklar, litskærar “impressionistisk ar” myndir, en myndir Jóns eru alvörugefnar, stórfenglegar, þar sem hann dregur höfuSeinkenni lands- lagsins fram, svo sérkenni þess og tign njóti sin sém bezt. Mjög er þaS bagalegt fyrir ís- lenzka Iistamenn, hve erfitt þeir eiga meS aö vera í sambandi viS listamenn annara landa. Þeir verSa aS vinna verk sín árum saman, án þess aS geta fengiS verulega haldgóöa “krítík” á því, sem þeir igera. Þaö er þeim því hin mesta nauösyn, aS fá verk sín sýnd viö og viS í útlöndum. Þá fá þeir tækifæri til aö fá samanburS á list sinni og ann- ara, og fá sönnur á, hvar þeir eru korrjnir. Þó íslenzka sýningin í Höfn um áriö væri haldin meS liSsinni hins opinbera, þá get ég fullvissaS um, aS dómar þeir, er sýningin fékk voru rit- aSir meS þaS eitt fyrir augum, aS gagnrýna og dæma sýninguna sem rétt ast. Um hlífö eSa óviSeigandi kurt- eisi var ekki aS ræSa. Menn þeir, er um sýninguna rit- uSu í Höfn, eru viöurkenndir list- dómarar. Hinir góöu dómar, er sýnin'gin fél^k, og þaS frá mönnum, sem aShyllast mismunandi stefnur á list, ættu aö geta orSiÖ til mikillar uppörfunar fyr ir íslenzka mÉdara yfirleitt. AS lokum minntiSt Uttenreitter á þaS erindi sitt hingaS,, aS undirbúa bókina um GuSmund Thorsteinsson. Ýinislegt hefi ég séö hér, segir hann, af verkum G. Th., sem ég haföi eigi séö áöur. Og ég fæ aS ýmsu leyti fvllri skilning á listastarfsemi hans en ég haföi áSur, nú er ég hefi séS landiS. Mest þótti mér vitanlega variö i aö sjá hér í fyrsta sinni aSal- verk hans, hiS stærsta og tilkomu- mesta, altaristöfluna, “Kristur læknar sjúka.” Er hún óefaö eitt af mestu verkum íslenzkrar nútímalistar, er veröur aS varSveitast í tilvonandi listásafni ríkisins, þar sem almenn- ingur getur fengiS tækifæri til aö kynnast henni. Altaristöflu þessa málaöi G. Th. suöur í ítalíu skömmu áSur en hann dó. —MorgunblaSiS. Frá Islandi. Góffur gestur Ak. 8. ág. Á e.s. “Islandi” kemur i dag hing- aS til bæjarins brezkur fræSi- og menntamaSur, mikill og merkur, faá- skólaprófessor í enskri tungu í Leeds (Professor of English Language in the University of Leeds), Mr. E. V. Gordon. Þar sækir oss heim út- lendingur, er oss öllum, sem unnum bókmenntum vorum og tungu, ætti aS vera fagnaöarefni aö bjóSa vel- kominn á vora strönd og er fróSleikur í aS kynnast og blanda geSi viö. Fiyrir nokkrum árum skýröi herra Bogi Th. Melsteö, sagnfræSingur í Kaupmannahöfn, frá því í íslenzkum blööum, aS bókasafn sitt væri falt meS góöum kjörum. Enginn Is- lendingur gerSist til aS sinna sölu- boSi á þessu ágæta bókasafni, einu hina bezta safni íslenzkra bóka og rita um íslenzk fræöi og íslenzk sögu vísindi. HefSi þó ekki veriö van- þörf á safni þessu JiingaS til lands. Hér er hvergi til gott vísindalegt bókasafn nema á einum staö, í höf- uSstaö (vorum. En verulegan áhuga skortir á aS gera nokkurt kauptún vort aS fræSa- eSa menntasetri.. En í Leeds sat menntamaSur enskur, sem tók bókaboöi þessu; Háskólinn þar hefir fyrir forgöngu og tillögur próf. Gordons, fest kaup á safni þessu. Er þaS hugsjón hans aö gera Leeds aö höfuöbóli norrænna fræSa í Bretlandi. Er hann þegar langt kominn áleiSis aS þeim áfanga. Eru til dæmis gerS ar þær kröfur til háskólakennara • i norrænum fræSum i Leeds, aS þeir tali og riti íslenzku. Og honum mun aS nokkru aS þakka, aS íslenzkir stúdentar, sem enska tungu og ensk fræSi stunda, eru nú teknir aö iSka þau í Leeds. Er mér kunnugt um, aS hann hefir reynst þeim vel. Var þaö og jafn óeölilegt, aS Islendingar færi til Hafnar aö nema þar ensk fræSi og þeir færi til Frakklands til aö leggja þar stund á þýzka tungu og þýzkar bókmenntir. Er íslenzkri menning gert meS því hiö mesta þarfa verk, er ungir námsmenn £á nú numiö enska málfræöi í Leeds. “Eg hefi lært m^ira á tveimur mánuöum, en ég hefi £ert í Kaupmannahöfn á tvéimur árum,” ritar mér stúd. mag. Siguröur Pálsson, er nú dvelst viS enskunám í Leeds og lauk þar fyrir skönunu einu prófinu meS hinni mestu sæmd. 1 hitteSfyrra kom út eftir Gordon kennslubók i norrænni tungu handa byrjendum. An Introduction to Old Norse, by E. V. Gordon. Hefir honum tekist aö koma feiknum fróS- leiks í bók þessa, enda er hún á 5. hundraS blaSsíSna, bæöi' þétt og smátt prentaöar. Eru þar i fjöl- mörg sýnishorn' úr bókmenntum vor- um fornum. Fylgir aftan viS sýn- ishorn þetta ágætt oröasafn meS þýS- ingum íslenzkra orSa á ensku, er mörgum enskunemendum væri hand- hægt afnota. Þá er þar og íslenzk málfræSi, meö lærdómi og.nákvæmni samin. Fremst er ágrip af norskri og ís- lenzkri bókmenntasögu í fornöld. Allt of margt af því, sem ritaS er um bókmenntir vorar fornar, er sálarlitill fróöleikur, sem lítil menntun er í aö kynnast. Prófessor Gordon ritar sumstaSar af svo djúpum skilningi á sál fornsagna -vorra, aö frjóvg- andi er aS lesa. Þykir mér vel (Frh. á 7. bls). Hin nýjasta allra rafhljóm véla — Victor Radio með Electrola, nýfundin upp er eitt hið merkilegasta á- hald nútímans og ári á undan öllu öðru á markað- inum. Þú þarft að heyra hana til að geta öðlast hugmynd ium hina óvið- jafnanlegu hljómfegurð. $375.00 $25.00 niSurborgun og 20 mánaða afborganir Vægustu skilmálar í Oanada (í gar^ent Ave. at gherbrook. í DYERS & CLEANERS CO.f LTD. « gTjöra þurkhreinsun samdæjgurs Bæta og gjöra vitS Slml 37001 Winnlpeg;, Man. Bjömvin Guðmundson A. R. C. M. Teacher of Muigic, Gomposition, Theory, Counterpoint, Orches- tration, Piano, etc. 555 Arlington St. StMI 71821 HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja i DR. S. G. SIMPSOSÍ, Pí.D., D.O., D.C. Chronic Diseases j Phone: 87 208 j Suite 642-44 Somerset Blk. jWINNIPEG MAN. j A. S. BARDAL = selur líkkistur og annast um útfar- I ir. Allur útbúnatSur sá bezti. j j Ennfremur selur hann allskonar j minnisvarSa og: legsteina. | 843 SHERBROOKE ST. | PKone: 88 607 WINNIPEG \ Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— BaKKRKe and Fnrnitnre IIovlnK j 668 AL.VERSTONE ST. SIMI 71808 j Eg útvega koi, eldiviB meS ! sanngjörnu vertii, annast j v fram og aftur um L l DR. K. J. AUSTMANN j Wynyard —:— Sask. DR. A. BLBNDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsími: 22 296 | Stundar sérstaklega kvensjúkdóma i I og barnasjúkdóma. — Aö hitta: kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. | Heimili: 806 Victor St. Sími 28 130 i DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldff. Cor. Grahafm and Kennedy St. Phone: 21834 Vi'ðtalstími: 11—12 o g 1_5.30 Heimlli: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd DldK. Skrifstofusími: 23674 í Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. | Er at5 finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og; 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsfmi: 33158 WALTER J. LINDALn BJÖRN STEFÁNSSON j Islenskir lögfrœðingar j ! 709 MINING EXCHANGE Bldg j Sími: 24 963 256 Main St. Hafa einnig skrifstofur aS Lundar, Piney, Gimli, og Riverton, Man. Dr. J. Stefansson 218 MEDICAL AHTS BLDG. Horni Kennedy og Graham | Stnndar eliigöiig,, auglna- eyrna- nef- ok kverka-Njúkdöma Er aö hitta frá kl. 11—12 f h og kl. 3—5 e. h. Talsíint: 21834 Heimili: 638 McMillan Ave. 42691 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg'. Talsími 24 587 Tnlafml: 28 880 r í DR. J. G. SNIDAL TANNWEIÍNIR 614 Somerset Block ; Portag;e Avenue WINNIPEG r HÁTÍÐAFERÐIN TIL ÍSLANDS 1930 Nú er búið að ákveða HÁTfÐISDAGANA Á ÞINGVÖLLUM fyrir 26. TIL 29. JÚNÍ að báðum meðtöldum. Alþingishátíðina, ÞAÐ ER ÞVÍ MINNA EN ÁR TIL STEFNU OG SÁ TÍMI LÍÐUR FLJÓTT, ÞANGAÐ TIL LAGT VERÐUR AF STAÐ FRÁ WINNIPEG TIL REYKJAVfKUR. Það veitir því ekki af að fara að búa sig undir ferðina. Hin hagkvæmustu kjör viðvíkjandi fargjöldum, fyrir væntanlega heimfarendur, með hinum ágætu járnbrautarlestum og skrautlegu skipum CANADIAN PACIFIC félagsins, fást nú með örlítilli niðurborgun er menn ættu nú að tryggja sér sem fyrst. $245.80 FRÁ WINNIPEG TIL REYKJAVÍKUR 'OG TIL BAKA AFTUR. Fyrsta farrými á járnbrautum en þriðja á skipunum. Farbréfagildi til árs. ÞETTA VERÐUR EINA TÆKIFÆRI ÆFINNAR fyrir fjölda marga íslendinga að heimsækja æskustöðvar, frændur og vini, og samfagna með þjóðinni á þessum einstak- asta og söguríkasta hátíðisdegi hennar. Húsnæði, fæði og þjónustu, hefir Heim fáramefnd Þjóðræknisfélagsins samið umfyrir ferðahópinn þegar heim kemur. NEMUR SÁ KOSTNAÐUR AÐEINS $52.80f HÁLFAN MÁNUÐ meðan á hátíðahaldinu stendur á Þingvöllum og í Reykjavík. Skrifið yður fyrir farbréfi sem fyrst og sendið niðurborgun. Peningamir verða geymdir og afhentir yður ef eitthvað kemur fyrir svo þér getið ekki farið. Eftir kaupum á farbréfum, upplýsingum og öllu aðlútandi ferðinni snúi menn sér til W. C. Casey, General Agent, Canadian Pacific Steamships. R. G. McNeillie, General Passenger Agent, Canadian Pacific Railway. Eða J. J. Bildfell, formanns Heimferðarnefndarinnar, 708 Standard Bank Bldg., Winnipeg. I j i TIL SÖLU i A ÓDÝKU VERDI “FIIRNACE” —bæbi vibar oir ! kola “furnace” lltití brúkaB, er fi tll sölu hjá undirrttubum. = Gott tækifæri fyrir fólk út á 1 landi er bæta vilja hltun&r- ~ áhöld á heimilinu. i GOODMAN 4& CO. j | 7S0 Toronto St. Síml 28847 ^ Canadian Pacific Umkringir jörðina Björg' Frederickson j píanókennari . j byrjar aftur kénnslu 4. sept. j Nemendur búnir undir próf. ^ PHONE: 35 695 j !Mrs. B. H. Olson' t TEACHER OF SINGING j j . j5 St. James Place Tel. 35076 j " MESSUR OG FUNDIR | í kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi\ kl. 7. e.h. ^Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. | fimtudagskveld i hverjum! mánuði. j Hjálparnefndin’. Fundir fyrsta j mánudagskveld í hverjum j mánuði. \ Kver.félagið: Fundir annan þritSju j dag hvers mánaöar, kl. 8 að j kveldinu. Söngflokkurinn: Æfingar á hverju fimtudagskveldi. \Sunnudagaskólinn:— A hverjum j sunnudegi kl. 11—12 f. h. jTelephone: 21613 J. Christopherson, Islenzkur Lögfrœðingur 845 SOMERSET BLK. i Win'nipeg, :: Manitoba. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 834 B VNNING ST. PHONE: 26 420 | DR. C. J. HOUSTON DR. SIGGA CHRISTIAN- SON-HOUSTON GIBSON BLOCK Yorkton —Sask. Þorbjörg Bjarnason L.A. B Teacher of Piano and Theory 726 VICTOR ST. S1MI: 23130 jE. G. Baldwinson, L.L.B. LöRfrieTSInRur Renldence Phone 24206 Offiee Phone 24963 708 Minlne Exchange 336 Maln St. WINNIPEG. 100 herbergi met5 elSa án b&'Qa SEYMOUR HOTEL verö sanngjarnt Stml 28 411 C. G. Hl'TCHISON, ei*andl Market and Klng St., Wlnnlpeg —:— Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.