Heimskringla - 18.09.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.09.1929, Blaðsíða 1
FATAXrPUJT OQ HRRIBfSUIV Hlíie* Av*. and Simooe Stf. Hattar hrein«aðlr og endnruýjaOir. Betrl hreinaun Jafnðdýr. .rlc unntS 4 1 desl. ELLICE AVE., and SIMCOE STE. Wlnnipegr —«— Man. Dept. X'UII. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 18. SEPT., 1929 NÚMER 51 HELZTU FRÉTTIR KANADA _;_______________________Hí Frá Ottawa var símag 10. þ. m., að samkvæmt skýrslum frá hagstofu rtkisins væri búist viö að hveitiupp- skeran í öllu rikinu myndi nema tæpum 294,000,000 mælum í ár, og tæpum 270,000,000 í gresjufylkjunum þremur. Árið sem leið nam hveiti uppskera alls ríkisins 566,726,000 mæl- unt, (og er það mesta uppskera er nokkurntíma hefir fengist í Kanada), en 544,598,000 mælum í gresjufylkj- unum. Segir þessi stjórnarskýrsla að þetta muni verða að vöxtunum minnsta uppskera, er í Kanada hefir fengist síðan 1914, er hún nam rúm- um 262,000,000 mælum. — Til fróð- leiks skal hér sett tabla yfir það er fék^t af ekrunni í fyrra, að meðal- tali og það sem áætlað er að íást muni í ár af ýmsum korntegundum, reiknað í mælum: 1929 1928 Aætlað Uppskera Hausthveiti 26.5 24.5 Vorhveiti 11.1 23.5 Allt hveiti 11.6 23.5 Hafrar 22.8 34.4 Bygg 18.0 27.9 Haustrúgur 5.3 17.3 Vorrúgur 12.5 17.6 Allur rúgur 14.4 17.4 Hörkorn 5.7 9.6 Sömuleiðis flytur hagstofuskýrslan aðra töblu, er sýnir hina áætluðu upp skeru allra korntegunda i ár, reikn- aða í mælum, samanborið við upp- skeruna er fékkst í fyrva, og er hún þannig: , 1929 1928 Áætlað Uppskera Haust- hveiti 22,066,000 20,054,000 Vorhveiti .... 271,726,000 546,672,000 Allt hveiti.... 293,792,000 566,726,000 Hafrar .... 284,588,000 452,153,000 Bygg ....... 106,201,000 136,391,400 Haustrúgur 10,189,000 . 10,378,000 Vorrúgur .... 4,102,500 4,239,700 Allur rúgur 14,291,500 14,617,700 Hörkorn .... 2,159,000 3,164,400 1 gresjufylkjunum þremur er árs- áætlunin nú, samanborin við uppsker- una í fyrra (í svigumj á þessa lei?5,: Hveiti, 269,471,000 (544,598,000); hafrar, 142,912,000 (297,660,000); bygg, 83,858,000 (112,684,000); rúg- ur, 13,017,000 (13,158,000); hörkorn 2,079,000 (3,519,000). En í hverju gresjufylkinu fyrir sig er samanburðurinn á þessa leið: Manitoba: Hveiti, 31,248,000 (52,- 383,000); hafrar, 30,781,000 (53,376,- 000); bygg, 38,014,000 (52,569,000; rúgur, 1,368,000 (2,066,000); hör- korn, 485,000 (804,000). Saskatchewan: Hveiti, i51,676,- 000 (321,215,000); hafrar, 68,944,- 000 (156,043,000); bygg, 32,983,000 (44,266,000); rúgur 9,053,000 (8,412,- 000); hörkorn 1,521,000 (2,054,000). Albcrta: Hveiti 86,547,000 (171,- 000,000) ; hafrar, 43,186,000 (88,257,- 000); bygg, 12,861,000 (15,849,- 000); rúgur 2,596,000 (2,680,000); hörkorn, 73,000 (61,000). Samkvæmt símskeyti frá Regina i vikunni sem leið skipa þessir hið ný- myndaða r'áðuneyti dr. Anderson: Dr. J. T. M. Anderson, forsætis- ráðherra; Hon. M. A. McPherson, dómsmálaráðherra; Hon. W. C. Buckle, landbúnaðarráðherra; Hon. J. H. Merkley, fylkisstjóri og vinnu- og iðnaðarráðherra; Hon. Howard McConnell, fjármálaráðherra og fer hann einnig með sveitamál og prent- Verk fylkisstjórnarinnar; Hon. J. F. Bryant, ráðherra opinberra verka, og er í hans umsjá símakerfi fylkisins, eftirlit með eldsvoðalöggjöf og vá- tryggingarlöggjöf fylkisins; Hón. F. D. Munroe, M. D., heilbrigðismála- ráðherra; Hon. A. C. Stewart, járn- brauta- og samgöngumálaráðherra; Hon. R. D. Stipe, ráðherra án em- bættiskvaður (portfólio), og Hon. M. W. Smith, ráðherra án embættis- kvaður. Samkvæmt venju verða þessir nýju ráöherrar að leita endurkosningar i kjördæmum sínum. Fara sumar kosningarnar frani 7. október, en aðrar 14. október. Er álitið að lít>- eralar muni engan frambjóðenda hafa í kjöri gegn dr. Anderson og majór McPherson, í Saskatoon og Regina, og jafnvel heldur ekki í Moose Jaw og Moosomin, gegn Mr. Merkeley og dr. Munroe. I hinum kjördæmunum munu þeir áreiðanlega hafa fram- bjóðanda í kjöri. Nýlega víðvarpaði dr. Andersop og sumir ráðherrar hans frá Regina, erindi til kjósenda. Kvað dr. An- derson sér umhugað um, að halda öll sín kosningaloforð, og eins hinir ráð- herrarnir. Mr. Stewart kvað gang- skör myndi verða gerð að því, að létta undir með suðurhluta fylkisins, er verst hafði orðið úti af þurkun- um. Mikið starf lægi einnig fyrir hendi, að koma vegamálunum í gott horf. Hafði hann komist að því, er hann tók við embættinu, að $4,000,- 000 er veittir hefðu verið til vega á síðasta þingi hefðu allir verið nof- aðir, og $800,000 betur. Landðúnaðarráðherrann lagði á- herzlu á það, að hann myndi herða á eftirlitinu* með upprætingu illgresis um allt fyíkið og flestir hinna ráð- herranna lofuðu aðgerðum til þeirra endurbóta, er þeir höfðu á stefnuskrá sinni fyrir kjósendum. Sérstaklega lofaði dómsmálaráðherrann röggsam- legit eftirliti með lögunum og að þau skuli ganga jafnt yfir alla. Hafa einnig borist fregnir um það, í því sambandi, að hafin muni sakamáls- rannsókn ntjög bráðlega á hendur Gyðingnum Bronfman, þeim er kennd- ur var mest við vínsmyglun, en hin fráfarandi stjórn ekki treystist til ^tess að lögsækja né heldur sam- bandsstjórnin, heldur vísaði hver frá sér til hinnar. • Bæjarstjórnarkosningar hér i Win- nipeg eiga fram að fara 22. nóvem- ber, og er tilnefningardagur ákveð- inn 8. nóvember. Kjörtímabil þess ara bæjarstjórnarmanna er á enda: Leonard, Kennedy og Farmer í 1. kjör deild; Davidson, Flye og Hare í 2. kjördeild og Durward, Blumberg og Barry í 3. kjördeild. —Fkki vita menn enn, hvort McLean bæjarstjóri muni sækja^um embættið i þriðja sinni. Flogið hefir fyrir að McKerchar bæjarráðsmaður muni sækja, en þó því aðeins, að McLean ekki gefi kost á sér ‘ aftur. Fkki mun heldur neitt ráðið um það, hvort verkamanna- flokkurinn muni láta nokkurn af sín um mönnum sækja um borgarstjóra- embættið. Tilkynnt hefir verið opinberlega, að Brackenstjórnin ætli $725,000 tilopin- berra verka í vetur, vegagerða og bygginga, til þess að ráða bót á at- vinnuleysinu, að því leyti% sem hún treystir sér til. Af þesasri upphæð vgrður $225,000 varið til byggingar geðveikraspítala (viðbætir við spítal"- ann í Selkirk); $200,000 til þess að byrja á “Trans-Canada”-þjóðvegin- um austur frá Whitemouth, áleiðis til landamæra Manitoba og Ontariofylkja og $300,000 til þess að byggja nýtt fylkis-fangelsi. Afréði stjórnin að bíða með þessar framkvæmdir til vetrarins, er atvinnuskortur færi að kreppa að, þegar er hún hafði full- vissað sig um að vetrarríkið myndi ekki verða þeim til hindrunar. Byrjað var á fangelsisbyggingunni fyrir nokkrum vikum síðan, og verður fangelsið við Portage avenue, einni mílu vestur af Headingly. Verður þar rúm fyrir hér um bil 300 fanga. Hin fyrirhugaða spítalabygging í Selkirk á að hafa rúm fyrir 175 sjúklinga. 1 gær mun hafa verið lagt i haf- með fyrsta kornfarm frá Kanada, frá endastöð Hudsonflóabrautarinnar, Churchill höfninni. Fkki er þó nema um eitt tonn að ræða, flutt í sekkjum. Er það gufuskipið “Ung- ava,” er farminn ber. Tekur það kol í Lake Harbor í Hudsonsundinu og heldur slðan til St. John á Ný- fundnalandi, þar sem kornfarminum verður skipað yfir í gufuskip Hud- son’s Bay félagsins, “Nescopi,” er síðan heldur með farminn til London, og afhendir hann þar Hudson’s Bay félaginu. Að þetta sé ekki leikur einn, má bezt sjá á því, að samkvæmt yfir- lýsingu frá Mr. Dunning, samgöngu- málaráðherra í Ottawa, verður bráð- lega byrjað að byggja kornlyftu ÍJ eríku, þvert um Atlanzhaf. Churchill, er tekur 2,000,000 mæla korns, en áður hafði aðeins verið gert ráð fyrir kornlyftu, er tæki 1,- 000,000 mæla. Ekki hefir enn tekist að komast íyrir um upptök eldsins, er eyðilagði Medway Court um daginn og mest manntjónið hlauzt uf. En kviðdóm- endum hefir komið saman um það, að eigi hafi nægilegar eldvarnir ver- ið, þrátt fvrir yfirskoðun bæjarem- bættismanna. BANDARlKIN Samkvæmt síðustu hagstofuskýrsl- um frá Washington er hveitiupp- skeran í Bandaríkjunum í ár áætluð alls 786,000,000 mælar. Eru þar af 53,000,000 mælar dúrum hveiti og 164,000,000 mælar vorhveiti. Hitt allt vetrarhveiti. Hafrauppskeran er áætluð 1,205,000 mælar; bygg, 304,000,000 mælar, og hörkorn 16,- 000,000. Verður uppskeran sam- kvæmt þessari áætlun 700,000,000 mælum minni af fóðurkorntegundum en í fyrra og um 100,000,000 mælum minni af hveiti. Frá Friedrichshafen á Þýzkalandi er símað nýlega, að nokkurnveginn áreiðanlegt muni vera að ameriskir fjármálamenn hafi gert samninga við dr. Hugo Eckener um að stofna til félagsskapar, er gangist fyrir föstum Zeppelinferðum milli Evrópu og Am- Búist er við að ekki verði ferðir háfnar fyr en 1931, þar eð Zeppelinskip verður ekki smíðað á skemmri tima en 14 mánuðum. Eitt slíkt skip er nú i smíðum á Þýzkalandi og er þess vænst að í apríl 1931 leggi fyrsta loftskipið í reglubundnar ferðir milli Þýzkalands og Nefw York. Frá Regina er simað á mánudaginn, að Hon. A. C. Stewart, samgöngu- málaráðherra hafi þótzt komast að raun um það, að Gardinerstjórnin hafi eytt til vegag'erða $2,030,000 fram yfir það sem þingið hafði heirn ilað henni eb sú upphæð nam $,3,800,- 000. — Af þessum $2,030,000 höfðu $730,000 fengist með tilskipun frá fyllcisstjóra (fylkisráði) en engin heimild verið fyrir $1,300,000, að því er Mr. Stewart hermir. Stað- hæfir hann að mikill hluti vega- gerðafjársins hafi gengið til kjör- dæma, er kusu fylgismenn M,r. Gard- iners. — Mr. Gardiner hefir eigi fengið tíma til þe^s að svara þessari ásökun, er blaðið fer til prentunar. Frá Washington, D. C., er sirnað 14. þ. m., að búist' sé við afarhörðu •stríði í þinginu út af hinni fyrir- huguðu tollhækkun. Er sagt að margir þar séu þegar orðnir þeirrar skoðunar, að lögin muni ekki ná sam- þykki þingsins. Orustan stendur á milli bænda- sinna og iðnhölda. Fr þó hér ekki að ræða um baráttu milli lágtolla- n;anna og' hátollamanna, heldur á milli hátollamanna og “hærri-tolls”- manna. Því bændasinnar eru ein- beittir með háum tolli á landbúnaðar- afurðum, en vilja aftur á móti vernda þændur fyrir hinum afskaplega há- tollum, er iðnhöldar heimta, og sem myndi gera bændum áhalda- og á- burðakaup svo dýr, að það æti upp allan hagnað, er þeir reikna sér af hækkuðum tolli landbúnaðai;afurða. Mjög er farið að verða “björnótt” í Kanada um þessar mundir. Höfðu sjö járnbrautarverkamenn rekist ný- lega á tvo hvítabirni við strendur smá- vatns eins nálægt Churchill. Er sagt, að þeir hafi skotið annan björninn og I hafi hann vegið 900 pund. ----- i Á ársfundi lögmannáfélags Mani- toba (Manitoba Bar Association) er haldinn var að Marlborough gistihús- inu hér í bæ á föstudaginn var, var hr. Hjálmar A. Bergman, K. C., i einu hljóði kosinn fofmaður félagsins til þessa árs. Síðasti fyrirrennari hans var R. D. Guy, K. C. Með þeirri breyting er gerð hefir á járnbrautarsporunum á aðalstrætinu eru burtu máðar minjar úr fyrri ára sögu borgarinnar. Hér voru fyrrum tvö sporbrautafélög, sem fólksflutn- ' inga önnuðust ^ftir aðalstrætinu. Not- J aði annað félagið hestavagna en hitt rafmagnsvagna og notuðu sitt hvort spor, og lágu þau því all fjarri hvort öðru. Eru nú sporin færð saman. Á þessu sumri hefir Winnipeg Elec- tric félagið gert umbætur á á þessu svæði, svo akvegur hefir breikkað að mun beggja megin sporanna er gefur meira rúm á strætinu. Aðrar um- bætur hefir félagið gert, lengt braut- ina eftir Corydon avenue yfir á Stafford, lagt hliðspor eftir Watt stræti og lengt Notre Dame brautina frá Midland til Worth strætis. I allt hafa umbæturnar numið $340,960. Frétt frá Washington, D. C., herm ir að Hoover forseti og ráðuneyti hans muní skora'á ríkisþingið, að sam- þykkja það, að Bándaríkin gangi í alþjóða dómstóla sambandið. Hefir Stinson ríkisráðherra tilkynnt aðal- ritara þjóðbandalagsins, að ef önnur ríki gangi að samningsuppkastinu • eins og það nú er, endurskoðað, að þá rnuni hann leggja til að Hoover ■ forseti skrifi undir uppkastið og leggi það síðan fyrir öldungaráðið til samþykktar. Álítur hann, að öldungaráðið muni nú álíta, að upp- kastið & komið í það horf, að Banda- ríkin geti gengið að því. Sú breyting er Mr. Stimson álítur, að öldungaráðið geti gengið að, á rót sina að rekja til Elihu Root, hins nafnkunna ameríska lögfræðings, og er á þá leið, að alþjóðadómstóllinn skuli eigi leggja neitt til þeirra deilu mála þar sem Bandaríkin eigi annan hlut að máli. Áður hafði öldunga- ráðið krafist þess að Bandaríkin skyldu hafa algerðan neikvæðisrétt fyrir alþjóðadómstólnum í 4hverJu máli, er þeim sýndist. Ekki eru menn þó í Washington sannfærðir um að öldungaráðið muni fallast á þessa breytingu. Borah og Johnson frá Californíu hafa að þessu barist mest á móti þátttöku Bandaríkjanna í alþjóðadómstólnum. Hafa þeir óttast, að þau næðu eigi fullum rétti þar, nema hann væri sérstaklega tryggður sökum óvildar annara ríkja. ■ ■ ' ■" " i — ■ - -■— - ' ■ ■ — ■ '-y BRETLAIND *------------------------------* Brezka stjórnin hefir boðið Sovjet stjórninni á Rússlandi til spmtals- funda i því skyni, að taka upp aftur opinber viðskifti milli landanna, bæði í verzjunarlegum og stjórnarfarsleg- um skilningi. Hermir fregn frá Moskva, 13. sept., að Sovjet-stjórnin hafi ákveðið að taka þessu boði. Eigi fulltrúar beggja rikja að mæt- ast í London. Einhverjar samninga umleitanir áttu sér stað milli Breta og Rússa í ágústmánuði, en kom þá ekki saman um skilmála (að því er Bretar herma, þá skilmála, er þeir vildu setja Rússum um að sverja fyrir fylgisöflunartilraunir á* Bret- landi). Norska utanrikisráðuneytið kom heimboði Breta á franífæri við Sov- jetstjórnina. Frá London er símað 13. þ. m., að almenn ánægja sé þar i landi yfir því, að tilkynnt hafi verið að Ram- say MacDonald forsætisráðherra láti í haf 28. september, vestur um haf til Washington, til þess að setjast á rökstóla með Hoover forseta, i því skyni að þeir geti lagt einhvern á- byggilegan grundvöll til samninga um að bæði ríkin minnki vfð sig víg- búnað á sjó. Hermir frétt frá Washington, að Stimson rikisráðherra hafi látið í ljós beztu vonir um það, að svo verði samið. Nokkur undanfarin ár hafa ýmsar þjóðir keppt um Schneider bikarinn, er gefinn er til verðlauna þeirri sæ- flugvél, er mestum hraða nær á 350 kílómetra (217.49 milna) lotuflugi. Er flughringurinn 50 kílómetrar og því farnir sjö flughringir í lotunni. I fyrra unnu Bretar bikarinn, og setti 'sigurvegarinn, Webster þá nýtt flugmet, 281.49 mílu enska á klukku- tíma. Nokkru síðar hækkaði ítalsk ur flugmaður, majór di Bernardi, metið í 318.5 mílur., I haust kepptu ekki aðrir en Italir og Bretar. Unnu Bretar bikarinn aftur og setti H. R. D. Waghorn flugforingi þá nýtt met, er hann flaug kappleiðina alla á 39 mínútum, 42 4-5 sek.-, eða 328.63 mílur á klukkustund inni. En einn flughringinn flaug hann með svo miklum hraða, að svaraði til 343.73 m'dna á klukkustund inni". En þetta met stóð ekki nema þrjá daga. Þá flaug annar brezk- ur flugforingi A. H. Orlebar þessa sömu flugleið með hraða er að með- altali nam 355.8 mílur á klukkustund, en einn flughringinn fór hann með 368.8 mílna hraða og er það því hið nýjasta hraðmet, er sett hefir verið. Þessi ofsahraði er því markverðari, sem ekki má nota aðrar vélar í Schneider kappflugið en þær, er hæf- ar eru til allra almennra, praktiskra nota. Eru nú hraðmetin í lofti og á landi í höndum Breta. Er sagt að þeir hafi í hyggju að ná i hraðametið á sjó líka, og er eldibrandurinn Sir Henry Seagrave, sá er bílhraðametið setti á Daytona ströndinni í Florida, nú farinn suður til Italíu með hrað- snekkju er hann ætlar að reyna á móti Itölum og Bandaríkjamönnum,og máske fleirum, í fyrirhugaðri kapp- siglingu. *-------------------------- Þjóðbandalagið. *—----------------------------* Frá Genf er simirð 13. þ. m., að Frakkar og Bretar hafi á samtals- fundum sínum um tillö.gu Briands, forsætisráðherra Frakka, um Banda- riki Evrópu, komið sér saman um að leggja fyrir Þjóðbandalagið áskorun um þjóðum, hvort sem þær eru í þvi skyni að lækka tollgarða um allan Dr. Richard Beck Landi vor, dr. Richard Beck, er gegnt hefir forseta embætti við ensku- námsdeild Thiel. College, að Green- ville, P. A., U. S. A., hefir fengið prófessorsembætti í norrænum bók- ‘ menntum við háskóla Norður Dakota- ríkis, í Grand Forks. Verður hann um leiö forseti norrænudeildar há- skólans. Tók hann við hinu nýja embætti sínu í bvrjun þessa mánað- ar. Dr. Beck tók stúdentspróf í Reykja- vik o.g kom hingað vestur um haf 1921. Fór hann til Cornell há- skólans í Bandarikjunum og lauk þar meistaraprófi 1924 og doktors- prófi 1926. Kenndi hann enska bókmenntasögu við St. Olaf College, i Minnesota í tvö ár, fluttist til Thiel College 1928 og hefir verið þar síð- an. Dr. Beck hefir verið mjög ötull námsmaður, sem sjá má af þessum menntaferli hans. Virðist hann ætla að verða jafn ötull starfsmaður, að því er dæma rná af allmörgum rit- gerðum er hann hefir ritað í amer- ísk tímarit, til dæmis “The Journal of English and Germania Philology,” “Scandinavian Studies and Notes,” og “The American Scandinavian Re- view,” auk þess sem hann hefir á síðustu árum ritað í ýms íslenzk tímarit. Öskar Heimskringla hon- um allra heilla á framtíðarbrautinni. Frá Islandi. Landbúnaðurinir Eftirfarandi upplýsingar hefir FB. fengið frá Sigurði búnaðarmálastjóra Sigurðss^ni: Á Flóaáveitusvœðinu er spretta sæmileg, betri en í fyrra, og stafar það af því, að stiflur og flóðgarð- ar eru nú fullgerðir víðast hvar, og náðist því nóg vatn í vor. Skeiðaáveitan. I vor og sumar hef- ir verið unnið að þvi, að endurbæta upptöku vatnsins. Er þvi verki nær lokið. Á nú að vera fulltryggt, að menn”geti fengið nægilegt vatnsmagn hvenær sem er, en á því hafa orðið misbrestir hingað til, og þvi mis'fella- samt með sprettuna. Mjólkurbú Flóamanna. Bygging- in er nú langt komin og er nú unnið að því að setja niður vélarnar. For- stjóri mjólkurbúsins verður Jörgensen nokkur, danskur maður. Boranir hafa verið gerðar þar eystra að und anförnu, til þess að leita að vatni. Hraunlagið að ofan reyndist vera um fimm metrar á þykkt, en þá var kom- ið niður á fasta, samfelda. klöpp, sem er um tuttugu metrar á' þykkt, en þar undir eru sand- og leirlög, Qg hafa menn komið þar á vatnsæðar, sem að líkindum eru nothæfar fyrir mjólkurbúið. Búið tekur til starfa í haust. Mjólkurbúið á Reykjum er nú kom ið undir þak og er nú unnið að utan- hússléttun. Vélarnar eru væntanleg- ar í lok septembermánaðar. Búið tekur til starfa í haust eða vetur. (Frh. á 5. bls.) heim, þar sem þeir eru nú. Á að bjóða til þess móts fulltrúum frá öll- um þjóðum, hvort sem þær eru í Þjóðbandalaginu eða ekki. Eiga þeir fulltrúar að veljast bæði úr flokki stjórnmálamanna og viðskifta- sérfræðinga. Er skorað á allar þjóðir að biðajmeð að hækka . toll- garða sina unz þetta mót sé haldið, og er þessari áskorun auðvitað sér- staklega beint til Bandaríkjanna, þótt óbeinlinis sé. Hinn nafnkunni franski f jármálamaður, L. Loucheur er höf- undur þessarar tillögu, sem er öflugt studd af Hugh Dalton, úr ráðuneyti verkamannastj órnarinnar brezku.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.