Heimskringla - 18.09.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 18.09.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. SEPT., 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld, eftir I. von Scheffel. kramið, til þess var hann of ungur. Og hann byrjaði að yfirvega ástæður sínar. Fram- tíðarútlitið var langt frá því að vera greini- legt. Hann þekkti fyrirmæli reglunnar sem hann tilheyrði, og vissi einnig að niunkarnir í Reichenau voru óvinir hans. Með löngum skrefum stikaði hann fram og aftur hinn þrönga klefa sinn. ‘-‘Almáttugi guð, sem oss er leyfilegt að leita til á örlaga þrungnum stundum lífsins, hvem enda fær þetta?” Hann lokaði augunum og henti sér niður á hálmbinginn. Sundurlausar myndir liðu fyrir hugskotssjónir hans. í huganum sá hann sig dreginn út snemma morguns. Á- bótann sá hann sitja í upphækkuðum stól með krókstaf í hendinni — einskonar tákn um dóms starf. Hann heyrði lesinn upp langan lista af ásökunum gegn sér. Og allt þetta fannst honum myndi fara fram í garðinum, þar sem hann einu sinni hafði stokkið svo hugléttur út úr burðarstólnum. — í sama garðinum, þar sem hann, hinn drungafulla páskamorgun, hafði prédikað gegn Hans — og mennirnir sem voru að dæma hann hötuðu hann. “Hvað á ég að gera?” hugsaði hann. Með höndina á hjartanu og horfandi til him- ins, lýsi ég því yfir, að Ekkehard er saklaus.” En dómarinn mun segja: ‘‘Sannaðu það.’’ Stór koparketill mun sóttur, og eldur kveiktur undir h'onum Vatnið bullar og sýður. Ábótinn dregtíí1 gullhring af heftdi sér Þeir bretta upp ermum hins ákærða, og syngja iðrunarsöngva á meðan “Eg særi þig anda vatnsins, bæg Satan burt frá þér, þjónaðu drottni' og opin- beraðu sannleikann eins og eldofninn,sem kon- ungurinn í Babylon skipaði að kasta hinum þremur ungu mönnum inn í!” Þannig mun ábótinn ávarpa hið sjóðandi vatn, og segja síð- an við hinn ákærða mann: “Dýf handlegg þínum niður í vatnið og kom upp með hring- inn!” “Réttláti guð, ’hvernig mun dómur þinn hljóða?” Sál Ekkehards var haldin af þving aníi efa. Hann trúði á sjálfan sig og sinn góða málstað, en trú hans var veikari en hín hræðilegu tæki, sem prestaslægð og kirkjulög notuðu til að finna úrskurð guðs. Meðal handritanna í klaustrinu hans var lítil bók með fyrirsögninni: “Gegn t'rúarvillu getur dómur guðs opinberast með eldi, vatni og einvígi.’’ Þessa bók hafði hann lesið og mundi. Og þar sannaðist að þrátt fyrir þessa guðsdóma, sem voru æfaggmlir og upprunnir úr heiðni, brunnu hinir heilögustu og kristn- ustu álíka auðveldlega og hver önnur dula,’’ eins og hinn ágæti Gottfried af Strassburg orðaði það tveimur öldum síðar. Ef ekkert kraftaverk skeður? >v. Njótið hins Yndislega bragðs þessa stærra og betra brauðs! Aldrei gleymist hve gott yður þótti brauðið sem móðir yðar bjó til á drengja árum yðar! Sama bragðið og lystgjafann fá- ið þér sem þér þá nutuð, ef þér kaupið Speirs Parnell OLD HOME POTATO LOAF. Það er búið til alveg á sama hátt og móðir yðar bjó til brauðið sitt þegar hún hnoðaði saman við hveitideigið soðnum, stöpp- uðum, mjölmiklum kartöflum, til þess að gera brauðið bragð- betra og láta það geyruast bet ■ ur. v Eða kaupið ‘‘OLD HOME” af út- keyrzlumanninum sem fer um göt- urnar, — eða af matvörusalanum. Pantanir sendar til utanbæjar stöðva. Símið: 86 617 86 618 HE Pofafo Búið til og selt eingöngu hjá SPEIRS P/ÍRNELL Ð/1KING CO. LIMITED Teedind a City since 1882" Hann fylltist hugsýki og örvænting. Að standa þar með brendan handlegginn— auglýstur sekur —vera refsað meðan hún stóð alein á svöl- unum og horfði á alveg eins og um einhvern ókunnan mann væri að ræða. Drott- inn himins og jarðar, láttu eldingu falla niður!” En jafnvel á hinum hörmu- legustu stundum yfirgefur vonin mann ekki alveg. Aftur sá hann hinar kvalafuilu aðfarir, en í þetta sinn kvað við skerandi 6p: “Hættið!” og með flaksandi hár og með flakandi skikkju þaut hún inn í garðinn, og rak kvalara hans burtu, eins og frelsar- inn gerði forðum við víxlar- ana í musterinu. Síðan bauð hún honum hendur ’ og varir til að þrýsta á þær brennandi kossum til friðar . og sátta. Hugur hans dvaldi lengi við ■ þessa heiliandi mynd. Ein- hver huggandi kraft.ur streymdi um sál hans, og hann talaði í prestlegum tón. “Bræðsluofninn- prófaði leir- ker leirkerasmiðsins; þannig er með reynslu mannsins í röksemdaleiðslu hans. Ótta- laus skulum við bíða þess, sem að höndum ber.’’ Hann heyrði einhvern hávaða í næsta klefa. Steinkrukku hafði verið velt um koll. ’*Þú hlýtur a ðdrekka duglega,” sagði einhver við varðmunkinn. “Því á Jónsmessunótt byggja loftið allar tegundir ónáttúrlegra gesta og svifa yfir kastalann. Þess vegna verður þú að vera hugrakkur. Annar brúsinn bíður þín þegar sá fyrsti er tæmdur. Praxedis, það var hún, sem hafði komið með ,yínið. Ekkehard skildi ekkert í því hvað hún ælaði sér með það. “Hún er einnig ótrú,” hugsaði hann. “Guð hjálpi mér.” Hann lokaði augunum og sofnaði. Nokk- urri stundu síðar vaknaði hann við söng. Það var greinilegt að munkurinn hafði neytt víns- ins. Hann gekk um gólf og söng um fjóra gullsmiði, sem einu sinni í Róm liöfðu neitað að smíða skurðgoð, og fyrir þá sök orðið að líðá píslarvættisdauða. Ekkehard heyrði.að honum var færð önnur vínkolla. Söng- urinn varð hærri og viltari, og hætti svo allt í einu. Tók þá^arðmaðurinn að tala við sjálf- an sig um ítalíft, góðan markað og St. Agnes; að síðustu varð alger þögn, en innan stundar bárust háar hrotur til eyrna fangans. Annars ríkti þögn í.kastalanum því miö- nðtt var kömin. Ekkehard lá hálfsofandi en hrökk upp við dauft surghljóð, eins og hurðar- loka hefði verið dregin frá. Hann lá hreyf- ingarlaus. Einhver vera leið inn, og mjúk hönd snart enni hans. Hann stökk upp. “Uss,” hvíslaði- veran. Praxedis hafði beðið þar til allir voru sofn- aðir. ‘‘Hinn illi kjallarameistari skal ekki hafa ánægju af því, að húðstrýkja hinn þung- lynda kennara okkar,’’ sagði hún við sjálfa1 sig. ‘‘Konuslægðin finnur vegi og finnur ráð til að koma sínu fram..” Vafin í gráa yfir- höfn læddist hún niður Hún þurfti ekki að neyta neinna sérstakra bragöa, því munkurinn svaf svefni hinna réttlátu. Ef hann hefði verið vakandi ætlaði hin gríska mær að hræða hann með einskonar draugagangi. ‘‘Þú verður að flýja,’’ sagði hún við Ekke- hard. "Þeir ætla sér að gera þér það eins óþolandi og þeir geta.” ‘‘Eg veit það,” svaraði hinn undrandi mað ur dapurlega. Hann hristi höfuðið. “‘Eg ætti heldur að líða,” sagði hann. “Vertu ekki svona heimskur,’’ hvíslaði Praxedis. ‘‘FYrst byggðir þú þér kastala á geislaskrauti regnbogans, og ætlarðu svo, af því hann er hruninn, að hýma hér og láta mis- þyrma þér? Eins og þeir hefðu rétt til að húðfleta þig og draga'þig burtu! Þú vilt veita þeim þá ánægju að sjá þig auðmýktan niður í duftið. ‘‘Maður sér ekki heiðarlegan mann hengdan á hverju kveldi,” eins og maðurinn sagði við mig í Konstantínópel, þégar ég spurði hvers vegna hann hlypi svona hart.” ‘‘Hvert get ég farið?” spurði Ekkehard. “Hvorki í klaustrið þitt né til Reichenau,” sagði Praxedis. ‘‘Það eru margir felustaður í þessum heimi,” sagði hún, og tók óþolinmóðlega í hönd Ekkehards og togaði hann áfram. “Komdu,’ hvíslaði húm Ekkehard lét tilleið - ast og fylgdist með henni. Þau gengu fram hjá hinum sofandi varðmanni, og voru þegar komin út í garðinn þar sem gosbrunnurinn gjálfraði glaðlega. Ekkehard beygði sig niður og fékk sér langan teig af hinu svalandi og hressandi vatni. Hver kona kannast við að soðinn Haframélsgrautur er hin bezta næring fyrir unga og gamla. Robin Hood Rapid Oats BEZT því það er ofn þurkað “Þetta er endirinn,” sagði hann — ‘‘að fara.” Nóttin var dimm og talsverður stormur. “í gegnum hliðið kemstu ekki því vindubrúin er uppi,’’ sagði Praxedis. ‘‘En maður getur klifrað niður klettana að austanverðu,—smala drengurinn okkar hefir oft gert það.” Þu fóru gegnum garðinn. Snarpur vind gustur sveigði greinar hlynsins. Ekkehard gat varla áttað sig á því, hvað var að gerast. Hann kastaði sér fram á brjóstvirkið á hinum tindóttu klettum, sem láu þverhnýptir niður í dalinn, er gein þar við manni drungafullur og geigvænlegur. Stórir skýjabólstrar með alls- konar lögun og stöðugum myndbreytingum þutu yfir himininn og annað slagið sameinaði vindurinn þá í eitt mikið og skuggalegt þykkni yfir hinu glampandi Konstanzvatni. Allt útsýnið var óskýrt, dularfullt og óhuggulegt. “Vertu sæll,” sagði Praxedis. Ekkehard sat hreyfingarlaus á virkis- veggnum, og hélt enn í hönd Praxedis, fullur af óumræðilegu þakklæti. Þá fann hann skyndilega vanga hennar snerta sig, og hún kyssti hann með titrandi vörum með tárin í augunum, og dró mjúklega að $ér höndina. “Gleymdu því ekki,” mælti hún, “að þú átt enn eftir að segja okkur sögu. Megi guð leiða þig hingað aftur áður en langt um líður, inn í þennan litla garð, svo að við getum heyrt hana frá þínum eigin vörum.’’ Ekkehard rendi sér niöur af virkisveggn- um, veifaði hendinni til hennar í kveðjuskyni og hvarf síðan. Kyrð næturinnar varð skyndi lega rofin af hrynjandi hljóði, sem bergmálaði milli klettanna. Gríska stúlkan leit niður fyrir sig; steinn hafði losnað og valt með dun- um og dynkjum niður í dalinn, og eftir honum rann í skriðunni heljar mikið bjarg öllu hæg- ar og upp á því sat Ekkehard og stýrði ferð- inni eins og riddari á hestbaki. Á þennan hátt, sem ekki var með öllu hættulaus, fór hann niður snarbratta fjallshlíðina, og hvarf niður í næturmyrkrið. Praxedis krossaði sig og gekk út úr garð- inum brosandi gegnum tárin. Munkurinn lá enn í fasta svefni. Þegar hún fór í gegnum liallargarðinn sá hún öskutrog standa þar. Þreif hún það skyndilega og bar það inn í fang elsiskle^a Ekkehards, og dreiföi öskunni á mitt gólfið, eins og hún væri hinar einu jarðnesku leifar fangans. ‘‘Hví hrýtur þú svo hástöf- um? heilagi bróðir,” sagði liún og flúði burt. 22. KAPÍTULI öræfakirkja Og nú verðum vér að biðja þig, lesari góður, að týgjast til farar, og taka göngustaf og halda af stað með oss til fjalla því nú hverf. ur sagan á brott frá láglendinu umhverfis Constance-vatnið til svissnesku Alpanna. Þar gnæfir heiðbjartur Sentis-hnjúkur upp í him,- inblámann, og brosir niður á bæina, seii liggja þar umhverfis og líta út eins og maura- þúfur fyrir augum þeirra, sem standa þar hæst uppi. Umhyerfis hann stendur hvirfing af áþekkum náungum, sem ota sköllóttum kollunum hver að öðrutn, og blása þokubólstr- um hver framan í annan. í fjallaskörðunum drynur rödd þeirra — hvísl, sem sagt er að fyrir æfa löngu síðan hafi virt að vettugi allar athafnir mannanna og hugsanir og ætla má að geri slíkt hið sama í dag.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.