Heimskringla - 18.09.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.09.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. SEPT., 1929 Heintskdngla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist íyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS írá Höínum Ritstjóri. Utanáskrijt til blaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone : 86 537 WINNIPEG, 18. SEPT., 1929 Til kaupenda. Vér vildum sem allra vinsamlegast mega minna kaupendur blaðsins á það, að nú eru ekki ýkja margir mánuðir til stefnu, það er að segja til þess er blaðið verður að gera upp ársreikninga sína. Og í tilefni af því er það, að þessa dagana er verið að senda innheimtuskrá til umboðs- manna blaðsins í öllum byggðarlögum. Og um leið sendir skrifstofan hverjum ein- asta kaupanda, er nokkuð skuldar, bréf- spjald, er skýrir honum frá skuld hans og biður hann kurteislega um sem skjót- asta greiðslu. Er eitt látið yfir alla ganga, og eru þá um leið þeir menn, er svo lítið skuida, að þeim finnst máske sumum óþarfi að “ganga eftir” skuldinni við sig, beðnir að misskilja það ekki, að hér er aðeins fylgt venjulegum viðskifta- reglum: að láta alla skiftavini vita sem nákvæmast hvernig viðskiftin standa. Og um leið og vér þökkum viðskifta- vinum vorum yfirleitt og auðvitað sérstak lega þeim mörgu, er standa nákvæmlega í skilum við blaðið, þá vildum vér og einn- ig mega ítreka það við alla, að gera sér far um að vera skuldlausir við hver ára- mót. Vér þekkjum það af mannlegri reynslu, að hverjum fyrir sig finnst — oss liggur við að segja eðlilega — að ekki séu hundrað í hættunni þótt skuldað sé fyrir tvö, þrjú og jafnvel fjögur ár, þegar þeir vita með sjálfum sér, að þeim hefir aldrei til hugar komið að bregðast trausti blaðs- ins. Það er næstum því eðlilegt, að minnsta kosti mjög mannlegt, að hverjum kaupanda finnist, að blaðið muni ekki draga mikið um þá sex, níu eða tólf dali sem hann kann að skulda. En þegar menn fá að vita að þessar smáskuldir skifta ekki einungis tugum heldur jafn- vel hundruðum, og áskriftaskuldin þvi! samtals mörgum þúsundum dala, svo að h'tið grynnist á henni ár eftir ár, þá þarf ekki langa umhugsun til að átta sig á því, að blaðið munaði meira en lítið um það, ef allir kaupendur stæðu skuldlausir við hvert áramót. íslenzku blöðin hér eru ekki svo gróin í fjármagni, að þau muni ekki meira en lítið um vextina eina af $10,000 — $12,000. En auk vaxtatapsins skaðast blöðin beinlínis meira en h'tið, á þann hátt, sem einkennilegur myndi sennilega virð- ast, meðal-flestra annara þjóða en ein- mitt íslendinga, á hugsunarleysi margra kaupanda um það að standa árlega í skil- um'. Stafar það atriði þó sjálfsagt ekki af því, að Islendingar séu öðruvísi gerðir, eða að eðlisfari óskilvísari en aðrir menn, heldur í þessu falli af því, að með öðrum þjóð. tíðkast ekki svo langar gjaldfrestur á áskriftargjöldum sem íslenzku blöðin leyfa kaupendum sínum. En skaðinn liggur í þessu: Þegar menn hafa látið dragast árum saman að borga blöðin, svo að skuldin er komin upp í allt að tuttugu dölum til dæmis, og þar yfir, þá fer (þvf miður fyrir hag blaðsins) mörgum að vaxa skuldin í augum. Og þá skeður þetta einkennilega of oft, að sumum finnst þá ekki nema sanngjarnt, að þeir fái af. slátt á skuldinni, sem skynsamlega og sanngjamlega athugað, þýðir í rauninni ekki annað en það, að blaðið veiti þeim | sérstök vildarkjör fyrir gleymskuna, eða óskilvísina, vildarkjör, sem það í raun og sannleika hefir alls ekki efni á að bjóða, jafnvel ekki hinum skilvísustu kaupend um sínum. Og þegar svona er komið, þá skeður venjulega eitt af tvennu: annað- hvort verður blaðið, nauðugt, viljugt, við ósk eða kröfu kaupandans, og tapar þá álitlegum hluta höfuðstólsins (andvirðis- ins) auk vaxtanna, er það hefir tapað öll árin, er skuldin stóð, eða þá að skuldu- nautur greiðir skuldina, og svalar svo óá- nægju sinni með því að segja upp blaðinu. Og stundum hendir það líka, þótt sjaídgæf ara sé, að blaðið neyðist til að slá af við kaupandann og hljóta svo uppsögn hans í staðinn. Menn munu enn betur skilja hve til- finnanlegt þetta getur verið ekki stærri fyrirtækjum en íslenzku blöðin eru, er menn heyra, að tiltölulega margir skulda yfir tuttugu dali og ýmsir jafnvel frá fjöru tíu og allt upp í sextíu dali! Og þetta er kaupendum svo auðvelt að lagfæra. Enginn þeirra verður var við þriggja dala gjöld á ári. Og án blað- anna vilja þeir þó ekki vera. Og sérstak- lega ekki nú, er augu manna, og það þeirra, er ríkjum ráða.eru óðum að opnast fyrir því, að hvert mannsbarn er betur af, sem tvö tungumál hefir á valdi sínu en eitt, jafnvel þótt það tungumálið, sem ekki er lögboðið hafi ekki slíkan feikna sjóð fróðleiks og menningargildis á bak sér og íslenzkan hefir. Vilja nú ekki kaupendur vorir verða vinsamlega við þessum tilmælum: að lúka skuldum sínum hið allra fyrsta og gera síðan upp viðskiftin árlega? Asnasparkið. í síðasta tölublaði “Lögbergs,” dags. 12. sept., er birt auglýsing, tekin úr Win- nipeg blaðinu ‘‘Pree Press,” dags. 31. ág- úst, er svo hljóðar: ICELANDIC FEDERATED CHURCH English Unitarian Services Rev. Richard J. Hall, of Swansea, England, will preach on Sunday, Septem- ber lst, at 11 a.m. Dr. George Patterson, of Boston, Mass., U.S.A., will preach on Sunday, September 8th, at both morning and eve- ning services. — 11 a.m. and 7 p.m • Resident Pastor: Rev. Philip Pétursson.” Og svo gerir ritstjóri “Lögbergs’’ þessa athugasemd: ‘‘Auglýsing þessi birtist í Manitoba Free Press, laugardaginn þann 31. ágúst síðastliðinn. Hvenær var það, að séra Benjamín Kristjánsson lét af embætti við Sambands- kirkjuna?” * * * Hefði nú aðeins almenn forvitni vaknað hjá ritstjóra Lögbergs við að lesa þessa auglýsingu í Free Press, þá hefði svo sem verið hægurinn hjá fyrir hann að seðja þá forvitni öllum mönnum frem ur. Hann átti sem sé beinan aðgang að Mr. Ransome, einum helzta starfsmanni Lögbergsprensmiðjunnar “The Columbia PCess, og einum helzta safnaðarmanni hinna enskumælandi Únítara hér í Winni- peg. Mr. Ransome myndi fúslega hafa veitt ritstjóra Lögbergs þá upplýsingu, að söfnuður enskumælandi Únítara í Winni- peg hefði farið þess á leit við safnaðar- nefnd Sambandssafnaðar, að fá að nota Sambandskirkjuna, fyrir morgunguðs- þjónustur í vetur, og að þessi Únítara söfn uður hefði kvatt séra Philip M. Pétursson til prestskapar. Þeim, sem ekki þekkja greinilega til safnaðarmála hér, eða utanbæjar eru, kynni nú að detta í hug, að það væri “gleymsku” að k(?nna, að ritstjórinn ekki snéri sér strax til Mr. Ransome, sem gegnir starfi á sömu skrifstofu, þótt öll- um þeim, er nokkuð þekkja til, hljóti að verða það næsta torskilið, að séra Benja- mín Kristjánsson skuli þurfa að láta af þjónustu sinni við Sambandssöfnuð, þótt söfnuður manna, er mæla á aðra tungu en þá er notuð er við messugjörðir Sam- bandssafnaðar, fái lánaða Sambandskirkj- una fyrir guðsþjónustu, á allt öðrum tíma en þeim, er Sambandssöfnuður hefir ætíð gengið og gengur enn til guðsþjónustu. En hér var hvorki um “almenna for- vitni” né ‘‘gleymsku” að ræða hjá rit- stjóra Lögbergs. Athugasemd hans var blátt áfram asnaspark, sennilega miðað á einhvern ímyndaðan fleyg, er hann í ein- feldni sinni hefir hugsað sér, að takast mætti að reka í Sambandssöfnuðinn, með því að gefa í skyn, að hér væri einhver únítarisk hætta á ferðinni. Því augljós- ara er þetta, er menn vita, að “Lögberg’’ þorði ekki eða vildi ekki taka þessa aug- lýsingu meSan hún var tímabær, þótt fram á þaS væri fariS. Slík lítilmennska, að þora ekki eða vilja ekki kunngjöra almenningi guðsþjón [ ustur safnaðar.er aðra trúarjátningu hefir en þá er Lögberg játar, er sannast að segja nauða heimskuleg pólitík, eins og allur smásálarskapur er heimskulegur. Heims- kringla hefir birt, birtir enn og mun gjarna birta framvegis, þegar óskað er, tilkynningar um ýmsar messugjörðir hins lúterska kirkjufélags Vestur-lslendinga. Þessi vesaldómur Lögbergsritstjórans hefði heldur ekki verið gerður að umtals- efni hér, hefði ekki asnasparkið í áttina til Sambandssafnaðar fylgt á eftir. Það er ekki fyrsta asnasparkið úr Lögbergs- áttinni, sem svo er stefnt. Vér höfum gengið fram hjá þeim að þessu, en sjáum enga ástæðu til þess að gera það lengur og það því síður, sem vér erum sannfærðir um það, að beztu menn hins lúterska kirkjufélags Vestur íslendinga, munu sjá og skilja greinilega tilgangsleysi slíkrar bardagaaðferðar, auk þess sem þeir hafa óbeit á henni, eins og hver góður drengur hlýtur að hafa, og sjá þá um leið nauð synina á því að koma snarvöl á Lögbergs- ritstjórann og hafa viðbúnað til þess að geta haldið á honum fæti, ef hann ætlar sér á marga slíka spretti í framtíðinni. Hraðvaxandi viðskiftalíf. í Kanada búa tæpar tíu miljónir manna. En landið er sem heil heims- álfa. í skauti sínu felur það nær öll auðæfi jarðarinnar, er fært um að gegna allra nauðsynjum, ef skynsamlega er á- haldið. í forðabúr sitt getur það safn- að, og síðan miðlað öðrum, korni og timbri af hundruðum þúsunda ferhyrn- ingsmílna; málmum úr óþrjótandi nám- um; fiski frá ótæmandi miðum; takmarka lausu vatnsafli auk þess sem það á yfir að ráða mörgum hundruðum þúsunda fer- hyrningsmílna af haglendi fyrir allskonar alidýr. Enda hefir trúin á landið aukist svo og framfarirnar verið svo stórstígar nú síðustu árin, að tæplega munu slíks dæmi annarsstaðar á jörðinni fyrir utan ísland og ef til vill Bandaríkin. Hvergi koma þessar framfarir skýrar í ljós, en í hagskýrslum ríkisins og ef til vill sérstaklega í þeim hluta þeirra, er tjáir lesendanum allt um verzlunarvið- skifti ríkisins út á við. Stórfurðulegt er í sjálfu sér hið hraðvaxandi verðmæti út- flutts varnings, en ekki er síður furðulegt hversu víðlendir landvinningar hafa átt sér stað, þegar ræðir um utanríkisverzlun kanadisku þjóðarinnar. Um langt skeið hafa Bandaríkin og Stórbretaland verið aðal viðskiftavinir vorir, því til örskamms tíma hefir verzlun- arviðskifta við önnur lönd gætt mjög lít- ið. En síðustu fimmtán árin hafa miklar breytingar orðið á þessu. Á því tímabili hefir útflutningur kanadiskra afurða til Bretlands tvöfaldast að verðmæti, þrefald ast til Bandaríkjanna, og sjöfaldast til annara landa. Til þeirra fór áður mjög lítið af afurðum Kanada, eins og áður er sagt, en nú flýtur þangað geysilegt afurða magn, er að verðmæti nemur meira en allur vöruútflutningar héðan fyrir fimmt- án árum síðan. Gg hér er um allskonar afurðir að ræða, sem dreifast um alla jörðina, hráefni og iðnaðarvörur. Silfur og silkilíki til Indlands; pappír og sardínur til Ástralíu; kartöflur til Kúbu; silfurrefir og niðursoð- inn humar til Svíþjóðar, hafrar og nickel til Niðurlanda; niðursoðinn lax og grá- vara til Frakklands; ostur og húsgögn til Suður Afríku; rúgur til Noregs; sink og ullgrjót til Þýzkalands; þurkaður saltfisk- ur og koparþráður til Brasilíu; almín og trjámauk til ítalíu, og svo vitanlega hveiti korn og hveitimjöl um alla víða veröld. Árið 1914 nam útflutningur kana- diskra afurða til Bretlands $215,000,000; til Bandaríkjanna $163,000,000; til ann- ara landa $52,000,000. En 1929 (í marz lok) nam útflutningur kanadiskra afurða til Bretlands $429,000,000; til Bandaríkj- anna $500,000,000, og til annara ianda $433,000,000. Ef til vill hafa framfarirnar ekki verið jafn stórstígar í vísindum, bókmenntum og fögrum listum. Þó hefir Kanada framleitt Nobelsverðlaunamanninn Ban- ting, og hér er líka fæddur einhver merk- asti landkönnuður nútímans, Vilhjálmur Stefánsson. Snauðara er um afburðamenn á sviði bókmennta og fagurra lista. Eina stórskáldið, er Kana da getur að nokkru eignað sér, Stephan G. Stephansson, er fæddur og uppalinn á íslandi. Þó verður ekki annað sagt, en að vel sé á veg komið, einn- ig í þessum efnum, þegar tillit er tekið til hinnar ungu menn- ingar, er fyrst hefir orðið að sjá fyrir ‘‘munni og maga.” Fáum vér að njóta framsýnna, stórhuga og tilþrifamikilla stjórnvalda er auðnast að sam- ræna öfl þeirrar margþættu menningar, er hér eru að verki í þjóðlífinu, á einn og annan hátt, svo að því bezta með hverjum þjóðflokki sé gefinn byr undir báða vængi, þá á Kanada eftir að verða að öllu fyrirmyndarland. En tilkoma slíkra stjórnvalda og slíks þjóð- skipulags hvílir í höndum vor allra. Heimtum í sífellu, af sjálfum oss og öðrum, fullt frjálsræði fyrir það, sem hver veit dýrast og sérkennilega á- gætast í eðli og fari hvers fyrir sig. Hljómleikar Tryggva Björnson. Þriðjudaginn 10. sept. hélt hr. Tryggvi Björnson, píanókennari frá New York “fyrirlestra hljómleika” í lútersku kirkjunni á Victor stræti þá, er hann hafði auglýst áður. Um píanóleik hans er margt verulega gott að segja. Skilningur hans á viðfangsefninu er skýr og næmur, og innilegur blær yfir allri meðferðinni, sem þó er enn töluvert ójöfn, en gef- ur beztu vonir um ágætan árangur í framtíðinni, með vaxandi tækni, sem nauðsynleg er til þess að hin djúpa og fíngerða hljómkennd listamannsins fái að njóta sín x eyrum áheyrenda eins og hún á skilið. tónsmíð B. G. skuli ekki ihafa komist til prentunar; að á henni skuli ekki vera völ fyrir vestræna píanó- nemendur, því þetta er áreiðanlega ein af þeim tónsmíðum, sem grípur menn æ fastari tökum, því nánar sem menn kynnast henni, þar sem nýja fegurð er að uppgötva við hverja yfirferð. Að síðustu lék hr. Björnson tón- smíði eftir sjálfan sig, ‘Tslenzk Sigurljóð,” sem hann tileinkar hinni nýju íslenzku stefnu tónlistarinnar. Ber þetta verk vott um ótvíræða tón- smíðagáfu, sem efalaust á eftir að þroskast og bera ávöxt í framtíðinni, og gefur góða von um þann úrslita- sigur hins unga tónskálds, er hann ekki hefir fyllilega náð með þessu verki. Aðstoð við hljómleikana veitti hr. Björnson fiðluleikarinn Pálmi Pálma- son. Var sönn ánægju að verða heyrnarvottur að þeim miklu fram- förum, er komu í ljós í leik þessa unga, efnilega listamanns, í aukinni leikni og tækni til tjáningar, bæði að því er stigbreytingar og litbrigði snertir, og í auknum skilningi og þrótti túlkunarinnar. Annars á Tryggvi Björnson miklar þakkir skilið fyrir vöndun í efnisvali og meðferð á því sem hann hefir verið að tjá löndum sínum víðsvegar í sum ar. Það er ekki áhlaupaverk, því eðlilega eru Islendingar jafn van- menntaðir á sviði hljómlistarinnar og þeir eru vel að sér bókmenntalega. Það er því ekki mikils skilnings að vænta í byrjun, að ekki sé talað um fé og frama, fyrir þá er leggja út í það, að túlka dýpstu verk mestu tónsnillinga veraldarinnar. En ein- hver verður að hefjast handa, og þeg ar sá tími kemur, sem ekki ætti að vera langt framundan, að Islendingar kunna jafnvel að hafna leirburði í hljómlist sem skáldskap, þá ætti að minnast brautryðjendanna með þakk- læti. —BX. Beztu eiginleikar listamannsins komu ótvíræðast og fegurst í ljós í “Variations in F. Minor,” eftir Haydn og “Interlude,” eftir Björgvin Guð- mundsson. Meðferðina á báðum þessum stykkjum má ýkjulaust telja ágæta frá listrænu sjónarmiði. Haydn- lagið til dæmis nýtur sín ekki, sé það ekki túlkað af mjög næmum skiln- ingi, og það var hér gert. Stig- breytingar og litaskifti tóna og tján- ingar voru yfirleitt óaðfinnanlegar. Annars virtist helzt skorta nægi- legt vald yfir áslagstilbreytingum og stigbreytingum. Kom hið fyrra sér- staklega í ljós í “Papillons” Sohum- ans, þar sem svo mikið veltur á næmri tilbreytingu i áslaginu, en hið síðara í “Rhapsódíu” Brahms, þar sem listamaðurinn oftók sig í byrjun stígandans að hástiginu svo að manni fannst honum aldrei takast að fram- leiða hástig hljómstormsins.— Á undan síðasta þætti hljómleiksins flutti hr. Björnson stutt erindi um framtíðarhlutverk íslenzkrar hljóm- listar. Kvað hann það mest há vestur-íslenzkri hljómlist, að Vestur- Islendingar væru yfirleitt búnir að venja sig svo við þá hugsun, að þeirra gætti ekki í heimi hljómlistarinnar, að þeir ættu mjög erfitt með, eða treysta sér ekki til, eða hreint og beint neituðu að viðurkenna sínar eigin gáfur í þá átt, eins og bezt sæist í hinni óheppilegu afstöðu, er þeir til dæmis tækju gegn listamönn- um sínum, sérstaklega tónskáldunum. Kvað hann þeim oft hafa orðið þroska töf af þeim andúðarhug, er þeir hefðu mæt meðal sinnar eigin þjóð- ar, og hvatti menn til gagngerðra sinnaskifta í þessu efni. Hann rakti síðan stuttlega þroska- sögu hljómlistarinnar, frá Italíu og alla leið til íslands, sem hann áleit að ætti eftir að leggja grundvöll undir nýja hljómlistarstefnu, sem fyrst og fremst myndi frekar tala til vitsmuna og skilnings, en til tilfinninganna ein- göngu. Tilnefndi hann Björgvin Guðmundsson sem höfund þessarar stefnu. 0,g það verður að segjast að bezta röksemdafærslan fyrir því máli var tjáning hans á “Interlude,” eftir B. G., sém fyr var nefnd, sem að byggingu, djúpsæi og eðlisþrótti minnir mest á “Clavier”-tónsmíðar Bachs. Er illt til þess að vita fyrir vestur-islenzka hljómlist, að þessi Alþjóðasamvinna í mentamálum. Eftir Guðmund Finnbogason Islendingar hafa ekki enn gengið í Þjóðbandalagið, en að likindum gera þeir það áður en langt líður. Ein grein þess hefir þegar náð til Islands, en það er sú sem að veit að alþjóða- samvinnu í menntamálum, og skal hér skýrt stuttlega frá henni. Þjóðbandalagið hefir frá öndverðu beint athygli sinni að slíkri sam- vinnu, og 1922 skipaði ráð Þjóð- bandalagsins alþjóðanefnd fyrir sam- vinnu i menntamálum (commission internationale de Cooperation intel- lectuelleý. Sitja í henni 15 manns, valdir meðal forustumanna í vísind- um og bókmenntuin til þess að at- huga allt það er snertir samvinnu í menntamálum og glæða andleg við- skifti þjóðanna. Fyrsti forseti nefnd arinnar var franski heimspekingurinn Henri Bergson. En hann lét af for- setastörfum sökum heilsubrests, tók við frægur hollenskur eðlisfræðing- ur, prófessor Lorentz. Hann er nú dáinn og forseti nefndarinnar er nú Gilbert Murray, prófessor í griskri málfræði við háskólann í Oxford. Af öðrum nefndarmönnum skal aðeins nefna prófessor Einstein og frú Curie, er radium fann. •Þessi fimmtán manna nefnd grein- ist svo aftur í 4 smærri nefndir með 2—6 í hverri. Hefir ein til meðferð ar háskólamál, önnur bókfræði,, 3. bókmenntir og listir, 4. höfundarétt, en hver nefnd hefir 5—7 sérfræðinga til aðstoðar í þeim efnum, sem hún fjallar um. Arið 1925 setti svo Frakkland i samvinnu við Þjóðbandalagið á fót í París alþjóðastofnun fyrir sam- vinnu í menntamálum (Institut in- ternational de Cooperation intellec- tuelle), fékk því til umráða höll eina og 2 milj. franka árlega til að starfa fyrir. En auk þess tekur stofuun- in við gjöfum og hefir fengið styrk frá stjórnum ýmsra landa. Stofn- unin lýtur alþjóðanefndinni í Genf og gerir þær rannsóknir og framkvæmir það, er nefndin felur henni. Starfs- menn stofnuninnar eru frá ýmsum þjóðum. Formaður hennar er Julien

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.