Heimskringla - 18.09.1929, Blaðsíða 8

Heimskringla - 18.09.1929, Blaðsíða 8
S. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. SEPT., 1929 Fjær og nær Séra Ragnar E. Kvaran flytur guðsþjónustu að Árncsi kl. 2 e. h. nœstkomandi sunnudag, 22. þ. m. og kl. 7 síðdcgis sama dag að Gimli. Safnaffarfundur að aflokinni guffs- þjóniistunni að Gimli. Næstkomandi sunnudag mcssar séra Friðrik A. Friðniksson í Mozart kl. 11 f. h. og fyrir Mimissöfnuð (Kan- dahar—Dafoe) kl. 2 e. h. Söfnuður enskumælanrli tlnítara hér 5 borginni, hefir gert þá samninga við Sambandssöfnuöinn hér, aS fá lánaöa Sambandskirkjuna á horiji Sargent og Banning stræta fyrir rnorgunguösþjónustur, er fara fram á ensku,J^ 11 f. h. á hverjum sunnu- tíegi í vetur. Allir eru velkomnir að sækja þessar messur. Séra Philip M. Pétursson er ráðinn til að þjóna þessum söfnuöi enskumælandi Úní- tara í vetur. Hingað kom á miðvikudaginn var <lr. Richard Beck, frá Grand Forks, N. D., til þess aö heimsækja móöuv sína, frú Hansínu Beck, er legiö hef- ir allþungt haldin undanfarandi, en sem nú er á góöum batavegi, sem betur fer. Dr. Beck gat eigi haft svo langa viðstöðu hér sem hann ósk- aði sökum embættisanna, og fór suð- ur aftur á föstudaginn var. Hingað komu á miðvikudaginn Sveinbjörn Ólafsson guðfræðinemi frá Chicago ásamt frú sinni, í heim- sókn til ættingja og vina. Dvelja þau hér til 24. þ. m., að þau fara suður til Crormvell, Minn., þar sem herra ■Ólafsson hefir verið kallaður til prestsþjónustu í vetur a£ meþódista- söfnuöi. Mun hann einnig þjóna •öðriim söfnuði í bæ skammt frá Cromwell. Bjart og stórt herbergi fœst á lei'gu að 653 Home Street. íbúð til leigu, 3 verelsi með gasstó. $20 á mánuði upphituð að — 637 Aiverstone Str. Hingað kom í gærdag Sveinn kaup- maður Thorvaldsson frá Riverton snögga ferð í verzlunarerindum. Hingað kom á mánudaginn hr. Finn bogi Finnbogason frá Árborg,, Man. (fyrrum að Hnausa). Sagði hann ekkert sérlegt að frétta þaðan að norð- an. Heintleiðis fer hann aftur í dag. Mitt innilcgasta þakklœti vildí ég biðja Heimskringlu að flytja gjaldend um og öðru fólki innan Laufás skóla- héraðs fyrir hfimsóknina 3. ágúst síðastliðinn, að heimili mínu, og þau ldýju orð í minn garð, ásamt peninga sjóði, sem mér var afhentur af for- manni þessa fólks (um 100 mannsý Mr. T. Böðvarson, póst^fgreiðslu- manni að Geysir. Af því að ég hef ekkert séð enn í blaðinu um neitt samsæti, (sem ég átti þó von á), þá vil ég tilfæra orð téðs manns, “að hann í nafni þessa fólks vottaði mér virðingu og þakk- læti fyrir starf mitt í þarfir þessa skóla, frá stofnun hans, sem skóla- nefndarmanns,” — skrifara og féhirð- is nú orðið í rúm 25 ár. Eg skal geta þess að ég sagði lausum þeim starfa nokkru áður. Þetta samsæti var bæði rausnarlegt, sem þessu fólki er eiginlegt og fór vel fram í alla staði. Geysir, Man.,, 14. sept., 1929. Bjarni Jóhannson. Til Steins H. Dofra Aður meðtekið ............. $137.55 Frá R. J. Davidson, Glenboro $1.00 Alls..................r.....$138.55 Frá Islandi. Útiluttar ísl. afurðir Fram að árinu 1920 námu land- búnaðarafurðir að rrteðaltali rúmlega 1-5 af útflutningsmagninu, en 1921— 1925 nániu þær ekki nema 13% að meðaltali, en fiskiafurðirnar 85%.— j Árið 1927 námu landb.-æfurðirnar ekki | nema 12%. “Fiskiafurðirnar eru þannig yfirgnæfandi í útflutningum. Hafa þær að verðmagni verið 55 milj. kr. árið 1927.” Fiskiútflutn- ingurinn hefir hér um bil fimmfald- ast síðan um aldamol. “Þó hefir útflutningur á fullverkuðum salt- fiski ekki vaxið nærri eins mikið, en aukningin verður þeim mun meiri á Labrador-fiski, óverkuðum salt- fiski og ísfiski.” — Útflutningur á þorskalýsi hefir aukist afar mikið á síðustu árum og* sömuleiðis síldar- lýsis, ert útflutningar hákarlalýsis hefir minkað. Hvalaafurðir voru allmikið útfluttar héðan af landi á fyrsta áratug þessarSr aldar, en síð- an 1915 hefir verið bannað að reka hvalaveiðar héðan af landi og hefir því sá útflutningur fallið niður síð- an. — Afurðir af veiðiskap og hlunn- indum hafa aðeins numið 3-4% af verðmagni útflutnings síðustu ára. Helztu vörutegundir, sem til þessa flokks teljast, eru æðardúnn, selskinn og rjúpur. — Landbúnaðarafurðir eru annar aðalþáttur útflutningsins. Árið 1927 nam útflutningur þeirra 7 1-3 milj. kr. Helztu útflutnings- vörur eru saltket, ull, saltaðar sauðar- gærur og lifandi hross. — Síðustu ár- in er einnig farið að flytja út nokkuð af frystu eða kældu kjöti. Árið 1924 nam sá útflutningur 30 þús. kg., árið 1925 var hann 112 þús. kg., 184 þús. kg. árið 1926, og 389 þús. kg. árið 1927. — ÍJtfluttar iðnaðar- vörur eru einkurn prjónles (svo sem sokkar og vetlingar) og kveður sára- lítið að þeim útflutningi. Cr Vatnabyggðum í Saskatchewan er oss skrifað 16. þ. m., að kornfeng- nr þar unf slóðir sé til muna betri «n búist hafi verið við. Séra Jóhann Bjarnason flytur guðs- þjónustu næsta sunnudag 22. þ. m., kl. 2 síðdegis, i skólahúsinu að Oak Point. Mánudaginn, 16. þ. m., andaðist að heimili sonar síns Þorkells Jóhannes- sonar við Gimli, öldungurinn Magnús Jóhannesson, frá Kleif á Arskógs- strönd, 88 ára að aldri. Til Nýja Islands fluttist hann árið 1876. Jarð- arförin fer fram frá Gimli í dag, og jarðsyngur séra Rögnv. Pétursson. Hingað til bæjarins kom fyrra tránu(lag hr.. AgiJt Eyjólfsson frá Langruth, Man., með syni sínum, er stundar nám við háskólann hér í vet- ur. Heimleiðis fór hr. Eyjólfsson í gærdag og með honum hr. Ingimund- ur Erlendsson, er hér hefir dvaiið urn tí ua til að fá bætur á sjón sinni Hingað til bæjarins komu þeir Jór. Húnfjörð og Gísli Bergvinsson frá Brown, Man., á sunnudagskveldið var. Sögðu þeir uppskeru rýra þar syðra, frá 4—20 nræla af ekrunni og rnyndi jafna sig með 12 mæla. Heim- •leiðis fara þeir aftur í kveld. Hr. Jón J. Bildfell, formaður Heim fararnefndarinnar, lagði á stað í gær- dag vestur á Kyrrahafsströnd, þar sem hann býst við að dvelja hér um bil snánuð. . Tombóla M’unið eftir tombólunni í Sam- komusal Sambandssafnaðar fimmtu- dagskveldið 19. þ. m. Stórt upplag af ágætum dráttum frá 15c upp í $12 verð, fyrir aðeins 25c svo sem mjöl og sykur sekkjar-ávísun á af kjöti, tonn af kolurn, einnig álna- vara og leikhús passar o. fl. o. fl. Komið öll og hafið “góðan tíma.” Sýningar við Rose Fimmtud., föstud. og laugard., 19., 20. og 21. sept verður sýnd við leik- húsið myndin “Speak Easy,” málfars ntynd frá byrjun til enda. -> tJrvals New York leikendur. Tapið ekki af þessari skemtun. Mánud., þriðjud. Og miðvikudaginn, 22., 23. og 24. sept. verður sýnd myndin “The Pag- an” (Heiðinginn). Leikur þar aðal- hlutverkið Ramon Novarro. ' Komið og hlustið á hann syngja. Þá til- kynnist sérstaklega, sökum þess að hætt er við eftirmiðdagssýningar á mánudögum, er inngangur fyrir börn á miðvikudögum færður niður í 15c. WONDERLAND Við leikhúsið verða sýndar nú í viku hinar frægu myndir “His Lucky Day” gamanmynd framúrskarandi vin sæl og "The Shady Lady.” ^Síðari rnyndin byrjar á mánudaginn kemur. Leikendur eru nafnkenndir;—í fyrri myndinni Reginald Denny og Lo Rayne Du Val í hinni síðari, Phyllis Haver og Robert Armstrong. Tapið ekki af þessari skemtan. Innfluttar v'órur Langmestur hluti innfluttu vörunn- ar kemur frá Danmörku og Bret- landi eða nálega 2-3 alls innflutnings- ins. Venjulega hefir Danmörk verið heldur hærri en Bretland, en árin 1924 og 1925 er Bretland þó heldur hærra. Næst þessum löndum ganga Þýzkaland og Noregur með 10 —11% af öllum innflutningum 1927. Því næst kemur Spánn og Svíþjóð með 3—4%, og Holland^og Banda- ríkin með 2%.” Af vcrðmagni útflutningsins hefir árið 1927 rúmlega 1-3 komið I á Spán og er hann langhæstur af útflutningslöndunum, enda útflutning- ur þaðan aukist afar mikið. Fyrir stríðið var útflutningurinn aftur á móti langmestur til Danmerkur (um 2- af öllum útflutningum), en á stríðs árunum síðustu tók að mestu fyrir allan útflutning þangað og síðan hef- ir hann ekki náð sér aftur í hið fyrra horf. Síðustu árin hefir hann jafn- vel farið síminkandi og árið 1927 fór aðeins 8% af útflutningnum til Dan- merkur, 'en aftur á móti tók Bretland við 15% af útflutningnum. Italía, Noregur og Svíþjóð erw einnig komin fram úr Danmörku og tóku þau hvert um sig við 9—10% af útflutningnum árið 1927, en skammt á eftir Dan- mörku kemur Þýzkaland, sem tók við 7% af útflutningnum 1927. Hefir útflutningur þangað vaxið mjög mik- ið. Er sá útflutningur mestmegnis síldarmjöl, fiskimjöl og síldarlýsi. Rússland kemur nú í fyrsta sinn fram i íslenzku verzlunarskýrslunum. — Hefir verið seld þangað síld fyrir rúmlega hálfa milj. kr.” / (Verzlunarskýrslur)—Vísir. Hin Árlega T0MBÓLA Sambandssafnaðar i í FUNDARSAL SAMBANDSKIRKJU Fimtudaginn 19. September Mélpokar, eldiviSur, sykurpokar, svínslæri, kolatonn og ýmislegt annað ágæti. Komið! Sjáið! Dragið! Aðgangur og einn dráttur 25c. Poul Reumert Segir frá fcrff sinni til Islands Poul Reumert kom heim til Hafnar nýlega úr Islandsferð sinni. 1 við- tali við hann, sem “Politiken” birt- ir, segir hann meða' lannars: —ísland er undraland leiklistarinn- ar — land hinna ótrúlegustu mót- setninga. Þar skiftast á sjóðandi hverir og ískaldir jöklar. 1 rótum hins eyðilagða hrauns, er blómskrúð og grasgnægð. Það er ómögulegt að skilja fornsögurngx, fyr en manni hefir hlotnast að sjá ísland. Sög- urnar eru leikrit í söguformi — full- kominn leikskáldskapur. —Hvernig líka yður íslenzkir leik- húsgestir'? spyr blaðið. —Leikl\úsgestirnir eru óviðjafnan- legir. Þeir skilja betur en nokkrir aðrir áhorfendur, er ég hefi kynst, fínustu blæbrigði leiksins. Eg lék “Tartuffe,” sem aldrei hefir áður verið leikinn á íslandi, og áhorfend- ur fylgdust svo vel með, að unun var að leika. Það var ekkert. sem fór framhjá þeim. Eg ítreka það, að ég hafi aldrei kynst áhorfendum, sem hafa gefið mér meiri áhuga við leik- inn. — Hversdagslega eru íslendingar' alveg eins. Þeir láta gleði sína í j ljós á fegurri hátt, en ég hefi áður kynsí. Því kyntist ég nteðal annars, er ég var boðinn heim af-'fjölskyldu Önnu Borg. Ffr Anna Borg ekki ágæt leikkona? spyr blaðið. —Nei, það er hún ekki — hún er m e i s t a r i. Auðvitað tóku landar hennar henni með verðskuldaðri hrifn- ingu, því að hún er fyrsta kona ís- lenzk, sem unnið hefir listrænan sigur utanlands. Eg á engin orð um hana; hún er miklum hæfileikum búin og list hennar ber aðalsmerki landsins, sem hefir fóstrað hana. Hún hafði leyst mikið starf af hendi, áður en ég kom. Allt var vel undir sýningarn ar búið. Það var hún, sem átti hinar fögru rósir, er áhorfendur færðu mér, — rósir, er sprottnar voru upp úr hinum ilmandi jarðvegi sögu- eynnar. Og Reumert heldur áfram. Hann segir frá ferð þeirra £)nnu Borg til ísafjarðar og Akureyrar, og leiksýn- ingunni á norðlægasta leiksviði heims- ins, — leiksýningarnar í björtu, og hann lýsir nóttinni, sem minnir á hábjartan dag.—Morgunbl. Aths.—Poul Reumert er frægastur leikari Dana núlifandi. Ágætlega menntaður er hann og svo fær á franskri tungu að hann lék fyrir nokkrum árum á þjóðleikhúsi Frakka í París, sem gestur og gat sér hinn bezta orðstír. Munu það vera ná- lega einsdæmi um útlending.—Ritstj. Hkr. Franz Jósefs-fjörðiir. Um fátt hefir mönnutn orðið tíð- ræddara að undanförnu heldur en för vélbátsins “Gotta,” sem sendur var til Grænlands; og rnenn hafa ekki lint fyrirspurnum Um það. hvar þessi Franz Jósefs-fjörður sé, og hvernig þar muni vera umhorfs. Franz Jósefs-fjörður skerst inn í Grænland að austan, á 73/° norð- urbreiddar og er hann 100 sjómílna langur, og inn úr honurn ganga ýms- ir stórir firðir. Fjörðurinn fannst fyrir 1870, en 1899 rannsakaði “Ant- arctic” leiðangurinn allan fjörðinn og þá firði, sem út úr honum skerast. Til norðurs ganga þessir firðir: Norðfjörður, hann takinarkast af hinttm mikla Waltershausen-skrið- jökli, Moskusuxafjörður, Geolog- fjörður og ísafjörður. Að sunnan verðu í firðinum liggur gríðarstór ey, sem nefnist Ymisey, en þar innar af er\f Dusénfjörður, og Kjerúlfs- fjörður. Milli Ymiseyjar og lands er fyrst Soffíusund og svo Antarctic sund og nær það út í stórari fjörð, sem heitir Kong Oscars-fjörður. Innst á Franz Jósefs-firði hefir verið mælt 634 metra dýpi. 1 firð- inum er stórfengleg náttúruf/egnrð, hrikaleg en fögur fjöll, voldugir og sundursprungnir skriðjöklar, straum- harðar ár og stórir fossar. Sumstað ar ganga fjöllin þverhnýpt í sjó.fram, en á öðrum stöðum eru fagrir dalir og grösugar hlíðar. Þar vex bæði birki og pílviður, þar er fullt af blá- berjum og þar eru ýms fjallablóm hieð skrautlegum litum. Þarna eru sauðnaut (moskusdýr), hreindýr, hér- ar og hreysikettir. Nú er enginn byggð í Franz Jó- sefs-firði, en áður hafa skrælingjar hafst þar við, hvaðan sem þeir hafa verið komnir, því að menn hafa rek- ist á kofarústir og fundið staði, þar sem Skrælingjar hafa haft sumar- tjöld sín.—Lesb. Morgunbl. MRS. M. W. DALMAN Teacher of Piaooforte 778 VICTOR ST. Phone 22 168 Winnipeg W0NDERLAND Cor. Sargent & Sherbrooke ÍHUR,—FRI,—SAT. (This Week) DOUBLE BILL REGINALD DENNY —IN—- “HIS LUCKY DAY” —AND— Rod La Rocque —in— “Captain Swagger” MON.—TUES.—WED., Next Week Phvllis Haver in “Shady Lady” —Added Feature— “SHOW FOLLIES” (All Star Cast) Gunnar Erlendson Pianokennari Kennslustofa: 684 Simcoe St. Talsími 26293 Ragnar H. Ragnar Pianokennari Phonc 34 785 —Kennslustofa— 693 Banning Street ROSEI I T H E A T R E j Sargent at Arlington The West End's Finest Theatre I ! I THUR.—FRI.—SAT. (This Week) | NEW YORK TALKS “SPEAKEASY” j 100% Talking Feature ■ —'WITH— j Paul Pace — Lola Lane | j —Added— j ' COMEDY — FABLES I Last Chapter of Serial KIDDIES! FREE! 20 PASSES TO THE LUCKY : TICKET HOLDERS | —ALSO— SPECIAL SAT. MATINEE ONLY Fred Humes ■—in— “Border Cavalier” Saturday’s Prices—lOc for children from 1 to 5 p.m. MON.—TUE.—WED. (Next Week) Ramon Novarro “THE PAGAN” A Vitaphone Picture —ADDED— Two thousand feet of iaughs— “LOOKOUT ÉELOW” —A 100% Talking Comedy | SPECIAL ANNOUNCEMENT: On account of special matinees j being discontinued, special prices! jor children on Wednesdays will j be only 15c. TOMBOLA og DANS f Goodtemplara húsinu, MANUDAGINN 23. SEPTEMBER Stúkunni “Skuld” hefir orðið aðdáanlega vel til, með verðmæta ‘‘drætti” á þessu hausti, til dæmis eldivið, kol, mjölsekki, lifandi alifugla, brúðarköku, sykursekki eplakassa, bridge lamp, o. fl. o. fl. Óskandi er að ‘‘landar” fjölmenni. — Málefnið er þess verðugt. Aðgangur og« einn dráttur 25c. Byrjar kl. 7.30 Mrs. Foster’s Orchestra spilar fyrir dansinum. FULLK0M1N MATREIÐSLA Lítið á matreiðslusýningu á Flavor Zone hjá Mrs. A. L. Anderson á Westinghouse rafmagns FLAVOR ZONE . ELDAVÉL Dagleg sýning í nýja Sýningarskálanum Power Building, Portage og Vaughan WINNIPEG ELECTRIC COMPANY “Your Guarantee of Good Service” THREE STORES: Appliance Department, Power Building; 1841 Portage Ave., St. James; Cor. Marion and Tache, St. Boniface. ...A Demand for Secretaries and Stenographers... There is a keen demand for young woiíten qualified to assume steno- graphic and secreterial duties. Our instruction develops the extra skill required for the higher positions, and assures you rapid advancement. It gives you the prestige of real college training, and the advantage of facilities no other institution can duplicate. Shorlhand for Young Men For young men who can write shorthand and do typewriting accurately and rapidly, there is a greater demand than we can supply. Male steno- graphers come directly in touch with managers and, through this personai contact, they soon acquire a knowledge of business details, which lay the foundation of their rapid advancement to higher positlons. We strongly urge boys of High School education to study Shorthand and Typewriting. Male stenographers are scarce. There is also a splendid demand for , Bookkeepers and Accountants. ENROLL AT ANY TIME Day and Night Classes CORNER PORTAGE AVE. AND EDMONTON St. WINNIPEG MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.