Heimskringla - 18.09.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 18.09.1929, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 18. SEPT., 1929 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA. Luchaire, umsjónarmaður fræöslu- mála í Frakklandi. Loks hafa í flestum löndum verið settar á stofn þjóðnefndir fyrir sam- vinnu í menntamálum, er stofnunin í París snýr sér til, hvenær sem hún þarf aö afla sér skýrslna um eitt- hvað, er að þessum málum lýtur, og sendir allt, sem hún gefur út. Var ein slík nefnd sett á stofn hér á landi í vor af vísindafélaginu fyrir forgöngu dr. Björns lögmanns Þórðar sonar, eins og skýrt var frá hér i blaðinu fyrir skömmu. Gangur þessarar alþjóðasamvinnu í menntamálum er þá þessi: Al- þjóðanefndin i Genf ákveður verkefn in og fær þau sérnefndum sínum fyrst til meðferðar. Síðan tekur Parísarstofnunin við, og gerir þær rannsóknir sem þarf og sendir álit sitt aftur til sérnefndar þeirrar, er málið heyrir, en hún flytur það fyrir alþjóðanefndinni á allsherjarfundi. Þyki henni þá ástæða til, ieggur hún tillögu um málið fyrir ráð eða þing Þjóðbandalagsins, þvi nefndin er að- eins ráðgjafi þess. Samþykki ráð og þing tillöguna, fer hún aftur til stofnunarinnar í París, er síðan starf- ar að því að fá rikin eða stofnanir þær og fél., sem hlut eiga að máli, til að hrinda tillögunni i framkvæmd. Starf það, sem þessar samvinnu- stofnanir Þjóðbandalagsins hafa með höndum, er orðið geysi-margþætt. Allt miðar að þvi að tengja þjóð- irnar andlegum böndum, greiða götu nýrra hugmynda til allra þjóða, koma skipulagi á samvinnu að vísindum, listum og fræðslumálum og gera öllum auðveldara starfið i þjónustu þeirra. Skal hér aðeins bent á nokk ur mál, er tekin hafa verið til með- ferðar. Eftir stríðið mikla, var hagur þeirra, er fást við andleg störf, svo bágborinn í ýmsum löndum, að til vandræða horfði. Hefir verið safnað skýrslum um þessi efni hvaðanæfa og gefnir út ritlingar um ástandið í ýmsum löndum og þá jafnfrarht bent á ráð til bóta og gerðar ráðstafanir til að hjálpa þeim löndum, sem verst voru stödd svo sem Austurríki, Ung- verjalandi, sumum Balkanlöndunum o. s. frv. með bókagjöfum, námstyrkj- um, kennaraskiftum og svo framv. Þá hefir verið unnið að því að færa út höfundaréttinn, sérstaklega að koma því á, að vísindamenn fái iðgjöld uppgötvana sinna, en fyrir þvi er ekki séð í löggjöf neinnar þjóðar. Sá, sem finnur upp nýtt áhald eða vél, getur fengið einkaleyfi og grætt á því, en vísindamaður, er finnur áður óþekkt náttúrulögmál eða eiginleika einhvers efnis, fær ekkert fyrir, þó að uppgötvun hans geti haft ómetanlegar afleiðingar fyrir mann- kynið, er hún verður grundvöllur margvíslegra framkvæmda í iðnaði, jarðrækt, heilbrigðismálum, o. s. frv. Þykir því meiri nauðsyn til að tryggja vísindamönnum arð uppgötvana sinna, sem reynslan sýnir, að hin bágu kjör, sem þeir eiga við að búa, eru farin að fæla suma unga og efnilega menn frá þeirri braut og beina huga þeirra að arðvænlegri störfum. Jafnframt hefir verið unn ið að því, að skýra og færa út höf- undaréttinn á öðrum sviðum, svo sem að koma því á, að listamenn fái nokk urn hundraðshluta af verðaukningu þeirri, sem verk þeirra fá í hvert skifti sem þau eru seld, og að tryggja það að verkum þeirra sé ekki spilt með breytingum á þeim. Þá er og stefnt að því, að ríkið fái um skeið útgáfurétt að ritum, þegar rétti höf- unda lýkur, og renni arðurinn af hon- um til stofnana, er styrkja vísindi og bókmenntir. Mikið hefir verið unnið að því að koma á sem beztri samvinnu milli háskóla, kennara og stúdenta viðs- vegar um heim og gefin út rit til að greiða fyrir þeim, er sækja vilja nám í önnur lönd, svo sem skýrslur um ýmiskonar alþjóðleg námskeið, stofnanir er greiða fyrir stúdentum, um ferða og námstyrki, stúdenta- og' kennaraskifti, jafngildi prófa og náms- stiga í ýmsum löndum o. s. frv. Eitt hið versta fyrir vísindamenn nú á dögum er að fá yfirlit yfir það sem út kemur árlega á ýmsum málum í þeim greinum, er þeir stunda. Til þess að létta undir í þessum efnum, hefir alþjóðanefndin gefið út meðal annars skrá yfir helztu rit, er flytja bókaskrár og ritfregnir um það, sem út kemur árlega í hverju landi, i hverri grein visinda og bókmennta, og um þær stofnanir, er slíkar skrár semja og gefa út. Einnig hefir verið unnið að því, að koma á sam- bandi milli þjóðbókasafna í ýmsum löndum, svo að hægt væri að lána bæk ur og handrit frá einu safni til annars og láta : té fræðslu um það, hvað hvert safnið hefir að geyma og hvar beztur er bókaforðinn til hverrar rannsóknarinnar. Á líkan hátt hefir verið unnið að því að koma á samvinnu milli lista- safna í ýmsurn löndum og gefin út rit í því skyni. Stofnunin í París gefur árlega út skrá yfir helztu rit, er komið hafa út í hverju landi árið á undan, og fær hvert land þar rúm fyrir 40, 20 10 eða 5 rit, eftir því hvað mikið kemur þar út af bókum. Loks undirbýr þessi alþjóða sam- vinna alþjóðafundi vísindamanna i ýmsum greinum, alþjóðalegar lista- sýningar o. s. frv. Á fund þann, er haldinn var i Genf 18.—20. f. m. hafði alþjóða- nefndin fyrir samvinnu í menntamál- um boðað fulltrúa frá öllum þjóð- nefndum til þess að ræða um sam- vinnu milli alþjóðanefndarinnar, stofnuninnar i París og þjóðnefnd- anna. Var það fyrsti fundur, sem haldinn hefir verið af þessu tæi, og greiddi Þjóðbandalagið nokkurn hluta af ferðakostnaði fundarmanna. Þótti ekki sæma, að vér Islendingar byrj- uðum samvinnuna með því, að senda engann á fundinn og veitti stjórnin mér góðfúslega nokkurn styrk til fararinnar. Á fundinn komu full- trúar frá 28 löndum: Austurriki, Bandaríkjunum, Belgíu, Brazilíu, Bretlandi, Búlgariu, Danmörku, Eist- landi, Finnlandi, Frakklandi, Grikk- landi, Hollandi, Islandi, Italíu, Jap- an, Jugoslavíu, Lettlandi, Lithauga- landi, Luxemhurg, Noregi, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Svisslandi, Svíþjóð, Tjekkóslóvakíu, Ungverjalandi, Þýzkalandi. Auk þess komu þar fulltrúar fyrir tvær nefndir, sem að vísu eru ekki þjóðnefndir, én ei'u þó í þessari samvinnu, sem sé nefnd ukr- ainskra háskólaborgara í Prag og katólsk nefnd fyrir alþjóðasamvijjnu í menntamálum. Prófessor Gilbert Murray stýrði fundinum, og fóru umræður fram á frönsku eða ensku eftir því sem hver vildi, en jafnskjótt og fundarmaður hafði flutt ræðu, stóð upp þýðandi og flutti ræðu hans á hinu málinu jafnliðugt og þótt hann taiaði fra eigin brjósti. Var leikni þýðand- anna í þessu aðdáanleg. Umræðurnar snérust mest um skipulag samvinn- unnar og helztu agnúa, sem á því þótti vera. Þá gáfu og fulltrúar skýrslu hver um störf sinnar nefnd- ar og komu jafnframt með þær bend- ingar, er þeim þótti hlýða. Var einn af þeim fyrstu (fulltrúi Belgíu) svo langorður, að samþykkt var að hver skyldi aðeins tala í tíu mínút- ur. Eg hafði auðvitað ekkert að segja af störfum íslenzku nefndarinnar, sem er nýstofnuð, og hafði því þær minútur sem mér voru ætlaðar, til að koma fram með uppástungu, er miðar að því að greiða fyrir and- legri samvinnu á sérstöku sviði. Hún var sú, að i hverju landi skyldi vera nefnd manna — helzt þjóðnefndin fyrir samvinnu í menntamálum eða deild af henni — er hefði rétt til að samþykkja þýðingar úr hvaða máli sem er, enda mætti engin rit þýða nema með leyfi nefndarinnar. Þegar þýðingin væri komin út, tilkynnti nefndin það samsvarandi nefnd í landi höfundarins, er þá léti hann vita um þýðinguna. Höfundur fengi engar tekjur af þýðingunni fyr en útgefandi hefði fengið útgáfukostnað sinn end- urgreiddan, en þaðan af skiftist það sem inn kæmi fyrir sölu bókarinnar, í þrjá staði, þannig að tiltekinn hundraðshluti gengi til útgefanda, annar til höfundar og þriðji rynni i sjóð, er gengi til að launa starf nefnd arinnar við þetta. Ríkið skipaði endurskoðara, er færi yfir útgáfu- reikninga, þýðinga og gætti þess, að hver fengi sitt. Ef til kæmi til mála að höfundur gæti prentað á rit sitt bann gegn þýðingunni, ef hann kysi heldur sjálfur að semja við þýðanda og útgefanda. Á likan hátt mætti hafa skipulagið um leikrit og hljómlist. Ástæður fyrir tillögunni eru þess- ar:Þegar þjóð er í Bernarsamband- inu, verður að jafnaði að sækja um leyfi til að þýða hve litla skáld- sögu eða ritgerð sem er, en það get- ur oft verið bæði erfitt og tafsamt, stundum er ekki unt að vita heimilis- fang höfundar. Nafn hans finst ef til vill ekki i neihu höfundatali ef hann er ungur og óþekktur. Þá getur og verið erfitt að gera honum ljóst, að hann geti ekki fengið nema lítið eða ekkert fyrir þýðingarrétt- inn. Hverjum höfundi er auðvit- að hugarhaldið um það tvennt, að rit hans verði vel þýtt og hann fái sem mestar tekjur af því, en hann getur langsjaldnast haft neina vissu um það, að þýðandinn sé starfi sínu vaxinn og að þau laun, sem honum eru boðin fyrir þýðingarréttinn, séu sanngjörn. Ur öllu þessu ætti skipu lag það, er ég sting upp á, að bæta. Nefndin myndi geta séð um það, að þýðingarnar yrðu svo góðar sem kostur er á; hver höfundur fengi að sama skapi mikið fyrir verk sitt sem það yrði vinsælt; áhætta út- gefanda yrði minni, er þeir þyrftu ekki að greiða fyrir þýðingarréttinn nema útgáfan svaraði kostnaði, og allt ómakið og töfin að hafa upp á höfundinum i fjarlægu landi og semja kostur á að sjá hinn nýja rafgeymi reyndan í rannsóknastofu ríkisins í Dyflinni, en þar hefir geymirinn verið varðveittur síðan uppskátt var gert um þessa uppfundning. Þeir, sem kunnastir eru þessu máli, hafa lýst yfir þvi, að heimulegar tilraun- ir, sem gerðar hafa verið til þess að reyna geyminn, hafi heppnast á- gætlega. ,Nú er aðeins eftir að reyna, hvort geymirinn muni reynast jafnvel á sjálfum járnbrautunum, hvort hann til dæmis þoli titringinn af járnbrautarlestinni, án þess að afl hans fari til ónýtis. Búist er við, að geymirinn verði reyndur á járnbrautunum einhvern- tíma í næsta mánuði, og verður þá fyrst sagt af eða á um kosti hans. Allir þeir, sem bestan kost hafa átt á að kynnast þessu máli, eru sann- færðir um, að geymirinn muni koma að þeim notum, sem spáð hefir verið og valda byltingu í samgöngubótum. Irar bíða úrslita-reynzlunnar með óþreyju, og ef tilraunin hepnast, þá mun þessi nýi geymir eiga mikið erindi til Islands á sínum tíma. —Visir. Frá Islandi. við hann með löngum bréfaskrift- yrkjur. (Frh. frá 1. bls.) Ásgeir JónSson verkfræðingur vinn ur að því í sumar að mæla upp vatns- svæði Markarfljóts til undirbúnings fyrir vegagerðir og væntanlegar ný- um hyrfi úr sögunni. —Lesb. Mbl. Merkileg uppfundning. Frá þvi er skýrt i nýkomnum ensk- um blöðum, að írskur maður, Mr. James T. Drumm, háskólamaður í Dyflinni, hafa fundið upp merkilegan rafgeymi, og vænta Irar sér mikils af þeirri uppgötvun. Þó er öllu hald- ið stranglega leyndu um gerð þessa verkfæris. Fyrir eitthvað tveim mánuðum skýrði einn af prófessorum Dyflinn- j á> að mikið fáist af fræi (grasfræi Pálmi EinarSson hefir verið á Aust urlandi í sumar og unnið þar að mæl- ingum, aðallega í kringum kauptún- in, til undirbúnings nýyrkjufram- kvæmdum. Sandgrœðslustöðvarnar o. fl. Nýjar sandgræðslustöðvar hafa verið stofn- aðar í ár í Axarfirði og Sauðlauks- dal. — Byggingarnar í sandgræðslu- stöðinni í Gunnarsholti er nú verið að ljúka við. Byggingarnar eru úr steinsteypu, íbúðarhús, fjós, sem tek- ur um tuttugu nautgripi, og hlaða.— Spretta í sandgræðslustöðvunum hef- ir verið góð í sumar og er allt útlit arháskóla frá því,-að hinn ungi hug- vitsmaður, Mr. Drumm, væri að smíða þetta áhald. Og þegar svo var kom- ið, að líklegt þótti að hinn nýi raf- geymir gæti valdið byltingu í öllum flutningum, þá gekkst stjórn írska fríríkisins fyrir því, að félag væri stofnað til að hagnýta uppfundning- una. Fékk hún og leyfi þingsins til að veita fyrirtækinu styrk, en allt hlutaféð er röskar 100 þúsundir króna. Fullyrt er að rafgeymi þenna megi hlaða með rafmagni á örstuttum tíma, og ef þær vonir rætast, sem menn gera sér um hann, þá á að vera unt að hlaða eimlestar-dráttar- vél með nægu rafmagni á sjö til níu mínútum, til þess að hún geti farið alllanga leið. Irar eru nú að koma upp stór- eflis rafmagnsstöð, sem kennd er við Shannon, og líkja mætti við Sogs- virkjunina hér á landi, og liggur í augum uppi, að þessi uppgötvun yrði Irlandi stórmikilsvirði, ef hún reynd- ist svo sem ætlað er. Ríkið myndi þá fá nýja þörf fyrir rafmagn í stórum stíl til ílutninga, og hagur virkjunarinnar hlyti að verða tryggð- ur. Auk þess myndi uppgötvun þessi verða bjargvættur irskra járnbraut- arfélaga, en þau virðast nú hafa þörf á einhverskonar töfrasprota, er gæti leyst þau úr fjárhagsvændræð- unum. — Mönnum hefir talist svo til, að langferðalestir myndi geta farið helmingi hraðara en nú, ef þær væru reknar með rafmagni, og á skemmri leiðum myndi og sparast allmikill tími. Svo sem alkunnugt er, þá er stofn- kostnaður rafmagnsjárnbrauta all- mikill, vegna þess, hve dýrt er að koma upp rafmagnsþráðum yfir braut- unum. Mönnum hefir reiknast svo til, að kosta myndi eina miljón ster- lingspunda að breyta járnbrautinni milli Dyflinnar og Cork í rafmagns braut, en ef þessi nýi geymir yrði notaður, þá segja verkfræðingar að hann gæti rúmað nóg rafmagn til þess að knýja þessa lest, og þyrfti breytingin ekki að kosta nema 80 þúsund sterlingspund. Talið er vist, að járnbrautafræð- ingum fríríkisins verði bráðum gefinn * og melfræi), en það hefir mikla þýð- ingu fyrir framhaldsræktunina. I Gunnarsholti hafa verið gerðar tilraun ir með kartöflurækt og eru vonir um góðan árangur.. A Sámsstöðum mun bygg og bafrar um það bil að verða fullþroska. — Þá hafa verið gerðar tilraunir með trjáfræssáningu við Strandarkirkju, en enn er óvíst um árangurinn af þeim tilraunum. Frá Korpúlfsstöðnm. Þar fengust í fyrra um 5000 hestar af töðu og höfrum, en menn gera sér vonir um að fá allt að því 7000 hesta í ár. Nýræktarslétturnar þar hafa aldrei verið betur sprottnar. Nýjung er það, að dráttarvél hefir verið notuð við túnslátt þar í sumar, það er að ■ segja, sláttuvél höfð aftan í lítilli dráttarvél. Hefir slátturinn gengið ágætlega með þessu móti og mun borga sig, þar sem jafnmikið er af vélslægu landi og á Korpúlfsstöðum. Dráttarvél þessi, sem að framan get- ur, hefir einnig verið notuð til þess að draga snúningsvél. Arangurinn góður. 1 Þá var fenginn að Korp- úlfsstöðum í vor svo kallaður mold- vörpuplógur, sem notaður er við lok- ræsagerð, og hafa tilraunir með not- kun þessa plógs gengið vel. Til- raunirnar voru í stórum stil. Eru þetta fyrstu tilraunirnar, sem gerðar hafa verið með þessa plógategund hér á landi. Þá hefir eigandi Korpúlfsstaða, Thor Jensen, látið setja mjaltavélar í öll sín fjós Dvor. Reynast mjalta- vélarnar vel. Byggiqgarnar á Kqrpúlfsstöðum eru nú vel á veg komnar. Þær eru samfeldar og gólfflötur 80 metrar á lengd og þrjátíu á breidd. I bygg- ingunum eru 160 nautgripa fjós, með samsvarandi votheysgryfjum, hey- hlöðu, mjólkurhúsi, verkfærageymslu og íbúð. Byggingarnar eru alveg sérstakar í sinni röð, bæði hvað út- búnað og stærð snertir, ekki eingöngu á Island, heldur á Norðurlöndum. —Visir. son úr Arnarfirði, tveir á litlum vél- bát, opnum, hlöðnum af kúfiski, á ferð frá Önundarfirði. Fengu þeir á leiðinni ofsarok og sjógang, sv» að báturinn lá undir áföllum. — Guð- mundur stýrði, en Kristján gætti vélar innar og stóð í austri. I einu ólag- inu tók Guðmund út frá stýrinu, og stýrið með, en maðurinn eða stýriö hefir þó víst ekki losnað alveg viö bátinn, því að Kristjáni tókst meö mesta snarræði að ná í hvorutveggja, en Guðmundur var þá örendur. Þaö er nærri óskiljanlegt, bæði hvernig Kristjáni tókst þetta, og eins hitt, hvernig hann gat náð landi, einn á báti í því ofviðri, sem á var, enda vildi það honum til lífs í lending- unni, að ein skipshöfn var vakandi, og tók hún á móti honum. Það er álit manna hér, að þrekraun sú, er Kristján sýndi í þessari svaðilför, sé með afbrigðum mikil. Hann hefir síðan verið mjög lasinn fyrir brjósti, hefir sennilega ofreynt sig. Guð- mundur hafði verið hinn mesti dugn- aðarmaður, bæði til sjós og lands, og er að honum hinn mesti mannskaði. —Morgunblaðið. Frá Arnarfirði er Morgunbl. skrif- að: Á laugardagsnótt fyrir hvíta- sunnu síðastl., voru þeir Kristján Reinaldsson, pósts á Melstað við Arnarfjörð, og Guðmundur Lárus- Okkar verð er lœgst Astœ'Öan er sú, a?S allir eldri bíl- ar eru keyptir þanntg ab vér getum stabist samkeppni hinna undursamlegu nýju Ford Bíla, sem seldir eru svo ódýrt. Berib saman þetta verb viíl. þab sem abrir bjóóa: FORDS 1925 Touring .....$165 1928 Roadster ....$495 1925 Coupe .......$215 1926 Coupe .......$325 1928 Sport Coupe .$650 1925 Tudor........$225 VÆGIR SKILMÁLAR DOMÍNION Motor Co. Ltd. FORT & GRAHAM 87 316 EVENINGS 87411 Hj a Hollins worth’s Yndislegar Haust og Vetrar Yfirhafnir NÚ TIL B0ÐS L> f öllum nýjustu haustlitum og sniðum Úr efnum svo sem Klæði, Velebloom, Kosage og Berganzea 'V Lagðar úlfa og íkornaskinnum, refa ■ fótum, Karakul og frakkneskum Bifur Stærðir 14 til 46 / r/’/' /m Verðlagðar á $39.50 $49.50 $55.00 $59,00 $65.00 $75.00 $79.00 $85.00 Með niðurborgun geymum vér kápuna þangað til þér þurfið hennar. Ferðakápur verðlagðar á $23.75 $39.50 $49.50 $59706'565Í00 $79L00 HOLLINS WORTH E CQ LIMITED Specialists inWomeríi ond Mlmrf Beod WINNIPEG S86»nd390 Portag# Avmu* BOYD BUlLOiNð

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.