Heimskringla - 09.10.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 09.10.1929, Blaðsíða 1
Agætustu nýtliku lltunar og: f&uhrnlu- unarstofa i Kanada. Vork unnlV & 1 d«|t ELLICE AVE., and SIMCOE 8TB.. WlnnlpeK —*— Man. Dept. XLIV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 9. QKTÓBER, 1929 NUMER2 Hev. H. PéUmsson *; 45 Homie St. — Uiix* . HELZTU FRETTIR '<*'----------------------->: KANADA *--------------------------* Eins og getift var um í síöasta blaði, hefir alt kapp veriö lagt á þaö, Og er, aö finna flugvélarnar tvær og mennina átta, er lögðu frá Chester- field Inlet 8. sept. undir forystu Mac- Alpine ofursta, og ekkert hefir spurst til síðan. Flogiö hefir veriö fram og aftur um víðernin þar nyrð.ra, en engin merki fundust hinna týndu. Langt er frá því aö menn séu úrkula vonar um að þeim verði bjargað, oða að þeir bjargist sjálfir. Voru þeir vel búnir að fötum og munu hafa haft skotfæri með sér. Gizka menn á að þeir hafi neyðst til þess að lenda í óbyggðum sökum vélabilunar, og telja ekkert þvi til fyrirstöðu, að þeir geti jafnvel lifað af veturinn, séu þeir sæmilega birgir að skotfærum, þvi veiðiskapur er nægur á þessu svæði á landi og í vatni, og komist þá til mannabygða eftir að ísa og snjóa leysir næsta vor, ef ekki tekst að finna þá áður, eða þeim að komast til mannabyggða. Frá Regina er símað í gærdag, að allir ráðherrar í Anderson ráðuneyt- inu hafi verið kosnir gagnsóknarlaust. Frá Moose Javv er símað samdæg- urs, að forsætisráðherran, Dr. J. T. M. Anderson, hafi sogt þar, í erindi er liann flutti á mánudaginn fyrir 200 á- heyrendum, að 23. þ.m. myndi Saskatchewan-stjórnin gera heyrum- ktmnar fyrirætlanir sinar um opinbera rafvirkjun í fylkinu. Væru þrjár leiðir færar stjórninni. í fyrsta lagi su, að rafvirkjunarráð fylkisins léti allt haldast líkt og verið hefði; með umráðum yfir fáeinum orkustöðvum, á víð og dreif, en meginið af orku- stöðvum fylkissins í höndum prívat- félaga. Frá því í febrúar 1929 hefði engum privat félögum verið leyfð há- spennuvirkjun, bæ frá bæ. Eina meiri háttar orkuverið, er rafvirkjun- arráð fylkissins hefði með höndum, væri í Saskatoon og hefði verið keypt fyrir $1,500,000 og skyldi varið $500.000 til þess að endurbæta hana. I öðru lagi sa'gði Dr. Anderson, að hugsanlegt væri, að beita sér fyrir allsherjar virkjun opinberri. Orkuver prívatfélaganna væru metin til $6.000 000. Ef stjórnin færðist þetta í fang yrði hún að biðja fylkisþingið Um tíu miljón dala fjárveitingu til þess að standa straum af fyrirtækinu. í þriðja lagi mætti reyna að koma á samvinnuvirkjun, með líku fyrir- komulagi og samvinnu-rjómabú Saskatch^wanfylkis, (Saskatchewan Co-operative Creameries, Ltd.) sem væri félagsskapur, er sanianstendur af félögum í opinberri eign og prívat- félögum. En nú myndi stjórnin vinda bráðan bug á því að taka end- anlega afstöðu til þessara mála, og gera hana heyrumkunna 23. október. Sorglegar slysfarir hafa enn höggv-. ib skarð í hóp íslendinga hér, frá því að síðasta tölublað Heimskringlu kom út. Á laugardaginn var fór Metúsalem J. Thorarinson, byggingameistari á- samt syni sínum, Metúsalem Ernest Vilmundi, 14 ára gömhum út í ná- grennið við Portage la Prairie, til þess að skjóta endur. Skutu þeir af eikju. En er þeir lentu, fór pilt- urinn út úr eikjunni, til þess að hjálpa til að draga hana í land. Tók hann til byssu sinnar, er var hlaðin, og ætlaði að lyfta henni úr bátnum. Gikkurinn hefir numið við eitthvað í bátnum, því skotið reið úr byssunni, °g í brjóst piltsins. Faðir hans bar hann í bíl þeirra, er þar stóð nálægt, og ók hvað af tók til sjúkrahússins í Portage la Prairie. En þar var ekkert hægt að gera og andaðist hami þar eftir þrjá klukkutíma. A mánudaginn barst skeyti hingað til bæjarins um þaö, að drukknað hefðu á föstudaginn var á Cormorant vatni, Þórarinn Jónsson útgerðamaður héðan úr Winnipeg og Oswald Holm frá Lundar. Voru þeir á leið til Moose vatns, þar sem þeir mun hafa ætlað að stunda fiski í vetur. Oswald heitin var sonur Mr. og Mrs. Sigurðar Hólm við Lundar: mun hafa verið ungur maður. Þórarinn heitinn var Reyðfirðingur að ætt; sonur Jóns Bjarnasonar, bróður Eiríks heitins á Karlsskála, er margir Islendingar kannast við. Þórarinn heitinn var viðurkendur dugnaðarmaður og val- menni. Hann var einhleypur og hafði síðustu árin verið til liúsa hjá frú Gróu Brynjólfsson, 623 Agnes St. Var henni tilkynnt slysið með sím- skeyti frá hr. Jóni Stefánssyni í The Pas. Ekki vita menn enn greinilega um það hvernig slysið bar að hönd- um, og ekki höfðu líkin fundist í gærmorgun. Þrjár systur Þórarins heitins munu vera á lífi á Islandi og hér lifir hann náfrændi hans, er með honum var í þessari ferð, Aðalsteinn Björnsson. *----------------------------* BANDARIKIN *.---------------------------* Frá Washington, D. C. kemur sú fregn, að þar hafi á mánudaginn enn verið stefnt fyrir rétt Albert B. Fall, fyrrum innanríkisráðherra (í ráðu- neyti Hardings) fyrir mútur í sam- bandi við “Teapot Dome” olíuhneyksl- ið alræmda. Frá Washington D. C., er símað 8. þ.m.,að Hoover forseti og Ramsey Mc- Donald forsætisráðherra Breta hafi nú, eftir að hafa setið á ráðstefnum nokkra daga, komið sér saman um að stefna til móts fulltrúum frá fimm helztu flotaveldum heimsins, Bret- landi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Japan og Italíu, til þess, að ráða fram úr því hvernig helzt megi draga úr ágreiningsefnum og ófriðarorsökum milli þessara stórvelda og annara þjóða framvegis, og þá uni leið til þess að draga sem mest úr vígbúnaði, sérstaklega flotabúnaði stórveldanna og annara þjóða framvegis. Konui þeir Iíoover og McDonald sér saman um það, að til þessa móts skyldi stofn- að í London, í janúar í vetur, og skyldu Bretar bjóða fulltrúum hinna stórveldanna þangað. Hefir boðið þegar verið sent til Washington, Tokio Parísar og Rómaborgar. ÞÝZKALAND Frá Berlín barst sú fregn á fimtu- daginn, að þar hefði látist snögglega, af hjartaslagi, dr. Gustav Stresemann utanrikisráðherra Þjóðverja, og ein- hver allra merkasti og mikilhæfasti stjórnmálamaður veraldarinnar á sið- ustu tímum. Mun hans verða nánar getið síðar ihér í blaðinu. Jarðarför- in fór fram á sunnudaginn var, i Berlín, með mikilli viðhöfn, og voru tugir þúsunda í likfylgdinni, er sam- anstóð af öllum stéttum og stjórn- málaflokkum, er sýna vildu dr. Stresemann siðustu virðingu, að undanteknum “þjóðernissinnum” (æst- ustu hægrimönnum) og kommúnistum. Næstur kistunni gekk, í líkfylgdinni Hindenburg forseti, ásamt sonum Hins látna. Frá Islandi. Landsíminn. Skýrslur hans fyrir 1928 eru nýkomnar. Símatekjur fóru 165 þúsund kr. fram úr áætlun fjárlagann og varð tekjuafgangur nærri 486 þús. kr. Mestar urðu tekjurnar af símtölum, rúmlega 590 þúsund kr., en næsthæstar af bæjar- símanum í Reykjavík, 504 þús. kr., Innlend skeyti voru send fyrir 256 þús. kr„ skeyti til útlanda fyrir 172 þús. kr. og skeyti frá útlöndum fyrir 76 þús. kr. og loftskeyti fyrir 53 þús. kr. Gjöld talsímanotenda vorp 100 þús. kr. Alls voru afgreidd á árinu rúmlegia 266 þús. gjaldskyld skeyti nærri 519 þús. viðtalsbil 8—11 pro cent. meira en síðasta ár. Af skeytunum fóru til útlanda nærr'i 70 þús. skeyti og frá útlöndum koniu c. 58 þús. skeyti, flest frá Danmörku og Englandi og Noregi.—Lögrétta. Síldarafli var 24. þ. m. orðinn á öllu landinu 107 þúsund saltaðar tunn ur, 16 þúsund kryddaðar og 504 þús. hektólítrar höfðu farið í bræðslu. Vidalin oa posiillan Dr. Arne Möller, sem nú er orðinn kennaraskólastjóri í Jonstrup, hefir á síðustu árum lagt mikla alúð við rannsókn íslenzkra kirkjulegra bók- mennta. Viðfangsefniö er merkilegt, en hefir verið vanrækt um skör fram af fræðimönnum, þótt) almennimg'ur leikra manna og lærðra hafi orðið fyrir margvíslegum áhrifum einmitt af þessum bókmenntum, enda hafa sumir aðsópsmestu leiðtogar íslenzks þjóðlífs, frá fornu fari, verið kirkj- unnar menn, þótt áhrif þeirra hafi verið misjöfn. Áður hafa einkum verið kunnar hér Passíusálmarann- sóknir dr. A. M. og nú hefir hann nýlega bætt við stórri bók um meist- ara Jón (Jón Vidalin og hans postil. En biografisk og litterærkritisk un- dersögelse). Meistari Jón er nú orðið reyndar ekki sambærilegur við séra Hallgrím og ýmsa nýrri höfunda um áhrif á íslenzkt kristindómslíf og postilla hans má nú heita áhrifalaus og er sjaldan höfð um hönd nema sem foragripur, en hann er samt svo fyrirferðarmikil persóna í íslenzkri kristnisögu,, að það er mjög lofsvert fyrirtæki að kanna sögu hans nákvæm lega. Dr. A. M. hefir einnig gert það af hinni mestu samvizkusemi og er orð- inn stórlega fróður um þessi efni. Bók hans er aö vísu nokkuð strembin á köílum og jafnvel leiðinleg fyrir þá, sem ekki hafa fræðimannleg|an áhuga á þessum efnum. Má þar tilnefna ýmislegt í samanburðinum á postullinni og öðrum ritum, þó að þar séu hinsvegar leiddar í ljós merkar bókmenntasögulegar nýjungar. Æfi- saga nreistarans er læsilegri og munu margir þeir, sem áður hafa kynst sumum viðfangsefnum hennar af sögu Odds lögmanns eftir dr. Jón AðiJs, lesa lýsingu A. M. sér til á- nægju, en nokkurrar undrunar. Hann fer nokkuð hörðum höndum um bók- ina um Odd og þykir svo sem lýsingin á þeim lögmanni og biskupi og við- skiftum þeirra sé bæði ófullkomin og hlutdræg. Hann leggur einnig sjálf ur fram gögnin í málunum svo að þau blasa allt öðru vísi við og er lýsing hans og skilningur á mönn- unum vafalaust réttari og betri en í fyrra ritinu. Ritinu er annars þannig fyrir kom- ið, að fyrst er lýst manninum og svo bókinni, sagt frá ætt og uppvexti, Hafnarárum, frama og biskupsstörf- um meistara Jóns. Síðan er sagt frá bókiðnum hans, Sjöorðabókin og Píningarprédikanir bornar saman við Harmoniu og postillan borin saman við bókina um Skyldu mannsins við gnð, sjálfan sig og náungann, en Frú Kristún Olafsdóttir Björnsson F. 28. marz, 1855—D. 6. fcbr., 1929 “Eg var einn á gangi um Svarta- sand, —Þar skola öldurnar líkunum á land.”— I>eim fækkar óðum, sem reynst hafa kærir samferðamenn. Nú er hún dá- in, horfin. Bráðlega verður fátt hún var prentuð á Hólum 1744. Nið- urstaðan er sú, að prédikanirnar í Vidalínspostillu sýni mjög greinilega erlend áhrif bæði í efni og formi, á- hrif, sem eiga rót sína að rekja til ensks Calvinisma. Það er ekki ein- ungis andinn og stefnan í heild, sem rekja má, en mörg einstök atriði, sem meistarinn hefir léð máli sínu til skrauts og eflingar. Þær fróðlegu nýjungar, sem dr. A. M. dregur fram í þessum efnum verðUr sumstaðar til þess að gera meistara Jón óþarf- lega ósjálfstæðan. Þrátt fyrir erlendu áhrifin, eða einmitt vegna þeirra, varð hann sú stórbrotna persóna og sá mælskugarpur, sem hann hefir ver- ið talinn, enda hafði hann mikil á- hrif á aðra. Hann liafði augljósa annmarka og lika góða kosti og hvoru tveggja er lýst af samúð og lærdómi í riti dr. Arne Möller og dreginn fram mikill nýr fróðleikur um við- fangsefnin.—Lögrétta. Alþingishátíðin hér vestra Þegar þjóðhátíðin var haldin heima árið 1874 voru tiltölulega fáir Is- lendingar hér í álfu; samt sem áður héldu þeir þann dag hátiðlegan. Aðallega var það víst í Milwaukee; þar voru Islendingar þá fjölmennast- ir eins og þeir nú eru fjölmennastir í Winnipeg. Að líkindum telja það allir Islend- ingar sjálfsagt að hátíð verði haldin hér vestra næsta ár á sama tíma og heima þó enn hafi ekki kveðið mik- ið að starfsemi i þá átt. Hefir það sannarlega stafað af því að miklum tíma og umhugsun hefir verið varið til undirbúnings heimfararinnar. Samt hefir þessu máli verið hreift opinlierlega oftar en einu sinni; hafa þeir allir, sem eitthvað hafa látið til sín heyra, verið sammála um þa8, að hátíðahaldið hér sé sjálfsagt sam- tímis heimahátíðinni. Joseph T. Thorson þingmaður, Jón Stefánsson læknir og W. Lindal lögmaður rituðu í blöðin grein, eða öllu heldur ávarp til almennings viðvíkjandi þessu máli. Var sú grein vel hugsuð, og þar að sjálfsögðu talað fyrir munn allra Vestur-Islendinga; enda var grein- inni almennt vel tekið. Auk þess hef- ir ritstjóri Lögbergs tvívegis rætt mál- ið í blaði sinu og léð þvi eindregið fylgi; nokkrar fleiri raddir hafa kom- ið fram og allar samhljóða. Islendingadagsmefndin hefir haf- (Frh. á 5. bls.) umhverfis mig, þar sem ég bíð í flæð- armálinu.;— Faðir minn, sem var sunnlenzkur, kenndi mér í íyrstu æsku, fagurt trú- arljóð eftir austfirzkan prest, Ölaf Indriðason, þá nýlátinn. Hann dó 1861. Mér varð eitt erindi sálmsins nálega jafn minnisstætt sem sum beztu bænarvers Hallgríms Péturs- sonar. Eg fór því að hugsa um höfundinn. Varð það til þess, að ég síðar veitti athygli sonum séra Ölafs, þeim Páli skáldi á Hallfreðarstöðum og Jóni ritstjóra. A unglingsárum mínum voru þeir í huga mér harla miklir kappar, þó með ólíkum hætti. Þá óraði mig alls ekki fyrir því, að ég ætti að eignast einn minn bezta, tryggasta og skilningsauðugasta vin í systur þeirra, frú Kristrúnu. Kristrún heitin fæddist dag og ár sem fyr er getið, að Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði. Þar var séra Ölafur þá prestur. Var hún sex vetra er faðir hennar (ló. Jón kvað eftir föð- ur sinn, sem kitnnugt er. I kvæði því getur hann þess, að æfi sín hefði orðið á annan veg, “ef að þú hefðir lifað og leitt litla drenginn þinn.” Má vel vera að Jón hafi þá einnig munað til systur sinnar, sem var fimm árum yngri en Jón. Þau Jón voru alsystkin. Síðari kona séra Ölafs, Þorbjörg Jónsdóttir, silfursmiðs í Dölum í Fáskrúðsfirði, Guðmunds- sonar, var móðir þeirra. Skömmu eftir andlát séra Ölafs fluttist Kristrún með móður sinni til Reykjavíkur. Að minnsta kosti kom Jón þar í skóla haustið 1863. Með- an þær niæðgur dvöldu í Reykjavík var Kristrún þar við nám, og var séra Matthías Jochumsson einn af kennur- um hennar. Siðar dvaldi hún þó á Austurlandi, ýmist með Páli bróður sínum á Hallfreðarstöðum eða heima hjá móður sinni. Til Ameríku fluttist Kristrún 1878. Dvaldi hún fyrstu árin hér vestra í Minnesota og N. Dakota, en fluttist til Winnipeg 1879 eða 1880. I okt- óber 1881 giftist hún Sveini Björns- syni, syni Björns stúdents og alþing- ismanns Péturssonar, er fyrstur • var kennimaður íslenzkra tJnítara hér vestra. Dvöldu þau hjón fyrst í Winnipeg og áttu þar góðan þátt í félagslifi Islendinga. Var Sveinn þá einn í hópi þeirra, er gengust fyr- ir köllun séra Jóns Bjarnasonar vest- ur um haf, til prestsskapar í Winni- peg, en Kristrún var meðal hinna fyrstu íslenzkra kvenna er hér vestra kenndu íslenzkum æskulýð. Frá Winnipeg fluttust þau til N. Dakota og dvöldu þar á ýnisum stöð- um: á Pembina-f jöllum, í Hallson og í Pembína, til vordaga 1889. Færðu þá byggð sína vestur á Kyrrahafs- strönd, til Seattle, og bjuggu þar síð- an. Reyndust þau þar félagslynd og studdu allt samlíf Islendinga. Þeini fæddust níu börn, en þrjú þeirra eru á lifi: Páll, í Markham, Wash.; Þórunn, gift Kennedy, í Bremerton, Wash., og Theodore, í Seattle. Er liann yngstur barnanna og var, að ummælum föðursins, auga- steinn móður sinnar. Hjá honum andaðist hún og þar mun nú ekkju- maðurinn dvelja. Öll eru börnin gervileg og fríð sýn- um. Við Kristrún heitin kvnntumst fyrst 1888 í Pembína, N. D. Síðar voru við samtíða 17 ár í Seattle. Og nú, þegar ég á að lýsa henni stutt- lega, vefst mér tunga um tönn. Eg get ekki sagt öðrum frá gáfnafari, kostum og lífsreynzlu Kristrúnar eins vel og rétt og ég vildi. Hún á betri eftirmæli skilið en ég get nú int af hendi. * * * íslenzk fornsaga lýsir einnig ágæt- ustu konu í íslenzkri fornöld á þessa leið: “Hon var skapstór ok skörungr mik- ill, skafinn drengr ok líkleg til góðs forgangs.” Fornsögur vorar fjölyrða sjaldan, jafnvel um kosti hinna beztu einstakl- inga. En orð þeirra eru gullvæg, einlæg og sönn. Og fornaldar konan ágæta var einnig austfirsk sem Krist- rún, og gæti vel verið ættmóðir henn ar. Hitt er ég viss um, að hin ein- stæða sögulýsing á við nútíðar kon- una. Vinfengi Kristrúnar var ekki auð- fengið. Hún var vinföst en vina- vönd. Samfara því að vera fremur dul og fámælt, var hún hreinlvnd og gat verið orðhvöss. Hugsanalif henn ar var auðugt og skilningurinn næm- ur. öllu íslenzku var hún tryggða- tröll og um hana er sízt oftnælt: “Við blóm þin, dali, fell og fjöll, Hún festi sína drauma; Við hraun og.gil og hveravöll og hörpu þinna strauma.”— Island var henni móðirin; hún var barnið. Hún hafði oftast annað starf en að yrkja. Þó hygg ég, að í raun réttri hafi hún haft meiri skáldgáfu en sumir, er fá eitthvað prentað eft- ir sig. Er fundum okkar bar sam- an, las ég henni, öðrum fremur, ýms erindi, og fann hjá henni óvenjuleg- an næmleik fyrir því sem vel var sagt. Og hvorki skorti hana einurð né eiftlægni. Augnaráð hennar var einkennilegt, og gáfnablær og höfð- ingssvipur var henni meðfætt. Mun ég lengi muna ýms svipbrigði henn- ar og svör. Hún var komin á efri ár og auðug af lífsreynslu er við kynntumst til muna. En atgervi sinni hélt hún til elli. Kristrún var andlega víðsýn. Ekki batt hún heldur byrðar sihar ávalt að háttum annara. Til æfikvelds hélt hún tryggð við kristindóminn. Aldrei galt ég þess hjá henni, að við Jón bróðir hennar áttum ekki sam- leið. Ríklunduð og viðkvæm var hún og hafin yfir smásmygli. Æfikjörin voru ekki ávalt samboðin eðli hennar. Helzt hefði hún kosið að hafa mannaforræði og stórfé til umráða. Hún unni börnum sínum og manni, vildi heill þeirra og heiður í öllu. Fyrir ástvinina og með þeim vildi hún sigra í lífinu. En hún gat orðið óþolinmóð og innilega hrygg, er henni fanst æfisigurinn hægfara og smár. Næst henni gekk þó dauði barn- , anna. Við menn segjum stundum, að eftir þunga sjúkdómslegu verði þessi eða hinn aldrei jafngóður. Eg held að það sé tæplega ofmælt um harm þessarar móður. Sú sorg gekk ákaflega nærri henni. En harmur- inn er ekki eingöngu útgjöld. I þeim viðskiftum tapar sálin — og græðir. Hygg ég það réttast mælt um þá veglegu kvensál sem hér er minst. Síðari árin kendi hún brjóstveiki. Þó var banalegan stutt og andlát hennar hægt. Hún dó umkringd ást vinum sinum : manni, börnum og barna börnum. Þrem dögum síðar var hún jarðsungin. Fjölmenntu Islending- ar til þeirrar athafnar. Islenzku prestarnir í Seattle, séra Kolbeinn og séra Albert töluðu yfir moldum henn- ar. Að tilmælum góðvinar míns, ekkju- mannsins, minnist ég hér þessarar á- gætu konu, sem fædd var til tignar og forystu, en hlaut einatt að mæta þvt mótdræga, en gerði það ávalt með fórnfýsi og möglunarlaust. Hún var ótrauð í þvi að taka málstað minn. Nú get ég ekki endurgoldið það nema með viðurkenningunni einni. — * * * “Mamma’ ætlar að sofna, Og mamma er svo þreytt; —Sumir eiga sorgir Sem svefninn getur eytt.” Jóttas A. SigurSsson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.