Heimskringla - 09.10.1929, Blaðsíða 7

Heimskringla - 09.10.1929, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 9. OJCTOBER, 1929 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSÍÐA Grimur Thomsen (Frh. frá 3. bJs.) ríkja skiftir hér engu máli; en hitt er aðalatriöiö aö þetta mál skifti Ðönum í flokka á árabilinu frá 1848—1864 og jafnvel lengur. þessum árum er það einmitt, sem Grímur starfar í utanríkisráöuneyt- inu. Þetta er frásögn um aðalblá- þætti málsins; smáatriöin koma hér ekki viö. Annað mal var þó, sem að minnsta kosti hversdagslega, í augum borgar- anna, skifti fullt eins miklu máli, og sem óhjákvæmilega flæktist inn í hitt; þaö var hátterni konungs. Menn voru í þá daga nýsloppnir handarjaðri einveldisins, og litu a konung og fjölskyldu hans meö nokk- nð sömu augum og fyrr, en voru ekki enn búnir að læra aö líta á hann eins og það, sem hann er, — em- bættismaöur ríkisins. — Það eimdi eftir af fornum undirtyllu- og skrið- dýrs-hætti, og menn létu sig því einka- líf hans sem hann auðvitað átti eins og aðrir menn, skifta töluverðu. Kon- nngur hafði fyrst gengið að eiga dótt ur Friðriks VI., en það hjónaband hafði ekki blessast. Síðar hafði hann gengið að eiga hertogadóttur úr Meckienburg og fór á sömu leið. í’etta átti rót sína að rekja til margs, sumpart til ^kapferli konungs, sem var mjög sundurleitt, og í sjálfu sér gerði hann lítt hæfan til þeirrar stöðu, sem hann var í, sumpart til þess, að hann var alþýðlegri og meira blátt áfram en gerist um menn, sem eru svo óheppnir að lenda í hans stöðu, og hann leit á sig og sitt starf heil- hrigðari augum en þeir, sem í kring um hann voru, svo að tiginbornar konur, með þeim hugsunarhætti, sem þvi fvlgdi, voru lítt við hans hæfi. Starfshæfi konungs mun þó í heild sinni hafa verið mjög takmarkað, svo að nærri stappaði fullri geðveiki, enda hefir því verið haldið óspart á lofti siðan. Vegna látbragðs síns og fass hafði konungur mikla al- þýðuhylli, en þó skifti þar nokkuð um, er hann tók sér fyrir þriðju konu Louise nokkra Rasmussen, sem um nokkurra ára skeið hafði verið i danzhópi konunglega leikhússins. Var hún af lágum stigum. Móðir henn- ar hafði verið þvottakona og átt hana utan hjónabands, en faðir hennar var stórkaupmaður einn, sem farið hafði flatt í viðskiftum. Það, sem lakast þótti, var, að hún hafði reynst all gjálíf, og hafði hún haft helzti mikil kynni af prentara nokkr- um, Berling að nafni, sem hún hóf til vegs og valda með sér, er hún gerðist kona konungs. Louise þessi Rasmussen, sem konungur tók í að- alsmanna tölu og nefndi greifyrvju Danner, reyndist konungi hin bezta kona og sérstaklega við hans ein- kennilega hæfi. En oddborgararnir, undan j ekki nerna eðlilegt " 1 hefði mikil áhrif á mann sinn. Meðal annars var henni borið á brýn, að hún drægi sér af borðfé konurtgs. Vera má, að þetta hafi verið satt, því hún hlaut að vita hvað við tæki, er konungs nyti ekki við lengur. Hitt er og jafnsatt, að er' hún lézt, reynd ist hún stórauðug, og stofnaði fyrir En á eyri, sem hún átti, tvö heimili fyrir fátæk börn og uppgjafa gamal- menni, og lét þau bera nafn konungs, | en ekki sitt, og er sú stofnun við lýði enn í dag. Það var eins og á stóð, ómögulegt annað en að eðlileg viðleitni konungs og greifynjunnar til þess, að henni yrði af öllum tekið eins og konu konungs sómdi, blandaðist nokkuð inn í hin málin, sem Dönum riðu þá á mestu,, og var auðvitað að greifynjan Það urðu þvi ýmsir framgjarnir menn. sem annars áttu erfitt uppdráttar, til þess að nota sér þetta til að koma sér áfram með því að miða sérstöðu sína til hinna erfiðu utanrikismála nokk- uð við þarfir greifynjunnar og vilja konungs. Sérstaklega voru það frjálslyndir, sem þá nefndust bænda- vinir, en síðar urðu að vinnstri flokknum, sem studdu greifynjuna, og þóttust eiga hauk í horni, þar sem hún var. Það var að minnsfa kosti satt, að það var henni að þakka, að konungur í sínum tíma undirritaði stjórnarskrána, sér mikið um geð. I hópi þeirra manna var einnig barún nokkur , Blixen-Finecke, sem var svili Kristjáns konungs IX., sem síðar varð, því að Kristján og kona hans voru ekki af neitt tiltakanlega háum stigum, eftir því sem um er að gera með tiginbornum mönnum. Hvernig sem á stóð, hvort hefir ráðið öf- und eða anpað, var barúninn mjög andstæður Kristjáni svila sinum og konu hans, sem hefir fengið orð á sig fyrir stjórnkænsku, en þó að litlum maklegleikum, því að hún virð ist hafa verið ýtin kona rétt eins og gerist og gengur, skaðvæn, eh áhrifa- mikil, svipað eins og Dagmar keisara drottning á Rússlandi, sem mikið sams konar orð hefir farið af af jafnlitlum ástæðum. Snérist barúninn því á sveif með greifynjunni. Þessi maður og Grimur Thomsen, urðu vildarvin- ir og er mér ókunnugt hvernig á því stóð. Eg hefi ekki nent að gá að því, hvenær Grímur hefir fyrst komist inn í utanríkisráðuneytið, — það var þó víst 1848 —, en það er víst, að það mun snemma hafa vakað fyrir Grími, að komast áfram á þeirri braut, því að hann svo að segja einn allra af íslenzkum samtíðarmönnum sínum, reyndi að gera sig að veraldarmanni í þess orðs dýpsta skilningi, og varð eftir lögmáli mótsetninganna því einnig þjóðlegastur allra. Hvernig Grími hefir tekist að komast í ráðu- neytið í öndverðu, er nú ekki gott að segja. Það lætur þó að líkum, að ekki hafi það verið auðvelt fyrir um- komulausan Islending, eins og það þar með hin konungsfjölskyldan, sýndi henni óvirðingu í hvívetna, og J var eftirsótt, en af ýmsum ástæðum tók konungur því, sem von var, illa. liggur í augum uppi, að Grímur hafi ASK FOR DryGingerAle OR SODA Brewers Of country'club* BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT BR E W E R.'V OSBORN E & M U LVEY - Wl N NIPEG PHONES 41-111 45304 5-6 PROMPT.DELIVERY TO PERMIT HOLDERS verið framgjarn í góðu lagi. Fyrir þá, sem á annað borð voru þeim and- legum efnum búnir, að til greina gátu komið, hefir á þeim tíma verið heppi- legast að reyna að smjúga, ef svo mætti segja undir pilsfaldinn á greif- ynjunni. Það segir nú sagan, að Grímur hafi einhvernveginn kynst konungi, enda var annað erfiðara, eins og konungur var geði farinn. Það var því ekki annað líkara en að Grím- ur hafi, eins og margur maðurinn, sem vildi komast áfram, leitað áheyrn ar frú Danner. Það þótti að vísu ekki vænlegt, að dómi oddborgaranna, en reyndist framgjörnum mönnum, sem vildu ganga erindi hennar og konungs, vænlegt til frama. Ötviræð- ar gáfur Grínis hafa ekki spillt um þar. Kunningsskapur við greifynj- una leiddi og beina leið til konungs, og þaðan kynni kunningsskapur Gríms við hann að stafa. Þó að vald konungs hefði rýrnað mikið við hina nýju stjórnarskrá, olli það hvað menn toldu í fyrri tízku um konungsdekur því, að konungur gat vel komið að manni ef hann vildi. Þeta mun hafa verið ástæðan til, að Grímur komst fyrst í utanríkisráðuneytið. Að Grímur var gáfaður maður, sem sómdi sér vel, hvar sem hann var, mun hins vegar hafa valdið því, að hann hafði sæmi- legan framgang þar, enda hefir hann sjálfsagt kunnað að ota sér. Það hafði lengst af verið mark- mið greifynju Danner að koma upp heilu ráðuneyti, sem væri á hennar bandi. Er talið, að hún hafi gert margar tilraunir til þess, sem hafi mistekist. Rétt áður en upphefð Gríms byrjar aðallega var forsætisráð herra maður sá, er Hal! hét. Atti hann litlum vinsældum að fagna hjá greifynju og konungi,, og tókst þeim að steypa undan honum í nóvember 1859. Þegar það gerðist var Grímur löngu orðinn fulltrúi i utanríkisráðu- neytinu, hvort sem var fyrir tilstyrk konungs og greifynju, eða fyrir dugn- að sinn, sem þó sennilega hefir verið, því ekki voru undan farandi ráðherr- ar henni hliðhollir. Arið 1859, 22. des., tók við ráðuneyti, sem kennt var við Rotwitt nokkurn; var í því utan- ríkisráðherra Blixen-Finecke barún, og var þetta ráðuneyti fullkomið handbendi greifynjunnar. Hvernig sem vináttu þeirra Grims og Blixen- Finecke hefir verið varið, þá er það vist, að þegar ráðuneytið var mynd- að, var Blixen erlendis. Það hlýt- ur að hafa verið gamalt aftal, að ef til stefja kæmi, skyldi Grímur hafa svör af hans hendi, þvi að Gríms er Ieitað um þátttöku Blixen i ráðu- neytismyndun, og fyrir hans hönd svarar Grímur já. Það virðist vera eina skýringin að Grímur virðist hafa verið jafn tryggur þjónn greifynjunn ar eins og Blixen og honum því trúað fyrir þessu. Þegar Rotwitt tók við ráðuneytis forsæti vildi hann tryggja sér að fá barúninn í ráðuneytið og snéri hann sér til Grírns; Rotwitt hefir því hlot- að þekkja aðstöðu Gríms, en þá vitn- eskju gæti hann vel hafa haft frá greifynjunni. Nú flýtti Blixen sér heim og <ók við ráðuneytinu 2. des., og ekki leið á löngu áður en Grmur fékk, ef svo mætti kalla, ærulaun iðju og hygg- inda, því að hann var gerður að deild arritara í ráðuneytinu 27. s. m., en sú staða jafngilti þvi, sem nú myndi vera kallað Departemantchef — deildarstjóri —. Ur þessu er óhætt að láta heimildarmanninn segja frá, en hann er Just Johan Hlolten, sem í langt skeið var í senn starfsmaður utanríkisráðuneytisins og um leið rit- ari forsætisráðherra og að því starfi loknu dómari í hinum sameiginlegu dómstólum á Egyptalandi, en siðast héraðsdómari í Hjartarhólmi á Sjá- landi. Honum segist svo frá: “Sá, sem hafði eyru utanríkisráðu- neytisins, var fulltrúi dr. phil. Grimur Thomsen (27. des. 1859 gerður að deildarritara í 3. deild utanríkisráðu- neytisins fyrir verzlunar- og konsúl- ats-mál), um leið og hinum tveim pólitízku deildarstjórum, kammerherra Quaade og levndarsendisveitarráði Vedel, var stjakað til hliðar í kyr- þey.” Hér eftir fylgja nokkur, ekki með öllu óvingjarnleg orð, um aðstöðu hins nýja utanríkisráðherra, vegna þess að hann var kvæntur tiginborinni konu. Skömmum 7 vikum seinna vildi þessu ráðuneyti það slys til, að for- seti þess, Rotwitt, fékk slag, þegar hann var að ganga niður stigann í svokölluðu “Hotel Royal,” og þar með var saga ráðuneytisins, sem lafði á honum einum og greifynjunni, á enda, og saga Gríms i utanríkisráðuneytinu þar með líka. Heimildarmanninum segist svo frá: “Með myndun hins nýja ráðuneytis (2. ráðuneyti Halls) breyttust hin innri hlutföll í ráðuneytinu einnig. Ahrif Gríms Thomsens á stórpólitík- ina, sem höfðu byggst á fullkomlegu einkasambandi milli hans og barúns Blixen, hættu af sjálfu sér, og Thom- sen var upp frá þessum tíma og þang að til hann var endanlega leystur frá embætti í apríl 1866 einskorðaður við að stjórna verzlunar- og konsúlats- skrifstofunum.” Það er ekki hægt að segja, að þessi höfundur láti á sér skilja, að hann sé hrifinn af Grími. Það verður þó að geta þess, að höfundurinn er áður búinn að kofcia upp um það, að hann sjálfur sé ákveðinn andstæðingur greifynjunnar. Hins vegar er það bersýnrlegt af orðunum, að Grímur hefir tæplega verið það góður félagi, að samstarfsmönnum hafi verið vel við hann, þvert á móti. Það sýnist eins og hann hafi verið þeim stöðugur þyrnir í augum. Hvað valda kann er ekki gott að vita, hinn óvenjulegi framgangur hans ef till eitthvað, en alkunnugt er það, að Grímur var al- mennt mjög tunguskæður maður, sem stríddi og meiddi á báða bóga, og bar ekki minnst á því, þegar hann var kominn heim. Sjálfum hefir Grími verið það fullljóst, að hann væri ekki neitt sérlega vel liðinn af samstarís- mönnum og hirðmönnum, og að þeir hafi ekki verið honum sem hollastir, og þótt það miður, ef marka skal vísuorðin: en kaldara und rifjum er kon- ungsmönnum hjá, kalinn á hjarta þaðan slapp ég. Er Friðrik VII. andaðist, 1864, var áhrifum greifynjunnar lokið, og þeirra manna, er við hana höfðu stuðst, og var þegar byrjað “að hreinsa til” og “moka þeim út.” Þetta varð auð vitað ekki gert í snarkasti, en aðal- mennirnir hurfu af sjónarsviðinu þegar í stað. Hinir, sem minni hátt- ar voru, hurfu óðara, er sæmileg tækifæri buðust, og í þeirra tölu var Grímur. Vegna þess hve utanríkismál sam- kvæmt eðli sínu eru viðkvæm og afar mikið bundin við málefnaþekk- ingu, mannþekkingu og kunningsskap þeirra manna, sem að þeim starfa, er annað hægara en að hafa þar mikil mannaskifti í fljótu bragði, og sizt var það hægt eins og stóð þá fyrir Dönum. Snögg og að þvi, er utan frá séð virðist, ástæðulaus manna- skifti gátu haft ill áhrif á þá, sem við var að etja, meðal annars komið þeim til að halda, að skoðanaskiftum væri að kenna eða að atferlisbreyting væri í aðsigi. Það var þvi fram- in fullkomin breyting á skipulagi utan ríkisráðuneytisins og svo um hnút- ana búið, að þeir menn, sem stuðst höfðu við greifynjuna, lentu utan við hið nýja kerfi, og bitnaði þetta á Grirfii. 1866 var hann, 46 ára gam- all, leystur frá embætti. Aldur hans þá er í sjálfu. sér nóg sönnun fyrir þvi, að verið var að losa sig við hann. Þó var svo látið sýnast, sem allt væri þetta í vinsemd því að jafn- hliða var hann gerður að Iegations- ráði sem ekki er þó nema nafnið tómt. Það hefði nú mátt ætla, að manni, sem i jafn virðulegri stöðu hafði verið, hefði verið auðvelt að fá fyrstu stöðu við hans hæfi, er losn- aði, hefði ekki legið þetta á bak við. Eftir öllu eðli Gríms og háttum þang- að til virtist og annað hafa legið honum nær, en að hverfa frá heims- glaumnum hingað,, ef hann hefði átt þess úrkostar að komast í veglegar stöður aftur, ef losnuðu. Hann bíð- ur þó ekki, heldur hverfur viðstöðu- laust heim og dvelur hér það, sem efíir er æfinnar. Þetta verður ekki skilið öðruvísi en sem afdráttarlaus játning, frá hans hendi á þvi að hann ætti ekki frekar frama von erlendis, og sem fullvissa um að honum hefði vit- andi vits .verið stjakað burtu fyrir fullt og fast. Grími hefir óefað sárnað þetta gíf urlega, og því flytur hann sig heim í fússi. Og þó er það víst, að ein- mitt þetta atvik, sem Grími hefir þótt hið sárasta, sem hann hafði hent, (Frh. á 8. síðu). Ill Ágætureldiviður til Haust - kyndinga Of snemt að fara að brenna kolum — en æki af góðum Arctic eldivið — (birki, ösp, bökum, greni og tamarac) er hentugt og veitir snöggan hita,á svöl- um kvöldum eða morgn- um. ARCTIC.. ICEsFUEL CQLTD. 439 PORTACE AVE. Of>p<r&te bk/dson's Bay PHONE 42321 EINSTÖK VÖRUGÆÐI HEILSUSAMLEGT, ÖBLANDAÐ OG AREIDANLEGT LYFTIDUFT TAKIÐ EFTIR: Sendlfi undirrltuVum 2í»c meU pönti og liér fAití «enda yflur hina fræKU Blue Ulhbon NatreitÍNluhAk f fösrru hvftu baudl. BLUE RIBBON LIMITED — WINNIPEG VERULEGT TÆKIFÆRI! HINN NÝJI ROYAL PRINCESS RAFMAGNSSÓPUR ásamt gólfvaxi og gljáólíu fyrir S4950 eða með $1.00 niðurborgun og $1.00 afborgun á viku (Má borgast mánaðarlega ef vill) Lítið álag fyrir vöxtum. HREINSUNARTÆKI $8.50 AUKREITIS Skoðið þessa furðulegu vél í Hydro Sýningarskálanum, 55 Princess Str. WuinípeóHijdro, 55-59 lif PRINCESSSI Phone 24 669 for Demonstration MACDONALDS Fitte Oú Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem búa til sína eigin vindiinga. HALDID SAMAN MYNDASEDLUNUM mm

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.