Heimskringla - 09.10.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 09.10.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. OKTÖBER, 1929 Hctmskringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist íyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS írá Höínum Ritstjóri. Vtanáskrift til blaBsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 9. OKTÖBER, 1929 “Elg”- Fróða-þrasið Það er sannast að segja óskemtilegt, að neyðast til þess enn einu sinni, að grípa til pennans, til þess að svara nokkru orði af þessari þrotlausu lönguvitleysu í Lögbergi. Það er eins að og fást við myglu sveppi í gamalli kjallaraholu; hafi manni láðst að fara yfir örlítinn blett aðeins, þá eru þessi óþrif komin út um alla veggi; flóa um alla ritstjórnardálkana í Lög- bergi strax í næstu viku. Og maður neyðist til þess að leggja í stórþvottinn á nýjan leik, til þess að afmá ‘‘Elg’’-Fróða kámið. Vér erum ekki að svara þessum Lög- bergsvaðli síðustu viku fyrir þá sök, að oss detti í hug að hann hafi nokkur minnstu áhrif á vestur-íslenzka lesend- ur, önnur en þau, að þá klígjaði við hon- um. Herforingjaráð ‘‘sjálfboðanna’’ er nú búið að láta þessa sömu afturgöngu- herskara dylgjuslúðursagna, óhróðurá- sakana og heimskulegra utanveltufyrir. spurna traðka svo lengi dálkakrærnar í Lögbergi, að þeir eru löngu búnir að ganga sig upp að hnjám; orðnir svo út- taugaðir og hortærðir af vanmegni, and leysi og sífelldum niðurkveðningum, að lífsins ómögulegt er orðið fyrir ritstjórnar- Vígvöðu Lögbergs, að koma á þá nokkr- um lífrænum skapnaði fyrir augum Vest- ur-íslendinga, þótt hún geysist vikulega um valinn, og veifi yfir þeim særingadul- unni. Nú er líka svo komið bardagaaðferð sjálfboðanna, að sýnilega eru þeir búnir að afsala sér allri von um það, að koma “stórasannleik” sínum um fjárveitingu fylkisstjórnanna inn hjá Vestur-íslending- um. Þess vegna hefir öll áherzlan verið lögð á það, síðasta kastið, að reyna að gera Heimfararnefndina og fylkisstjórn- irnar sem tortryggilegastar heima á ís- landi, eins og vér tókum fram hér í blað- inu fyrir hálfum mánuði síðan, er vér rif- um í sundur hinn andstyggilega aðdrótt- unarvef, er ritstjóri Lögbergs hafði ásett sér að vinna úr líkklæði Heimfararnefnd- arinnar og þátttöku fylkisstjórnanna. Með tilliti til þess markmiðs Lögbergs er þetta svar ritað. Ritstjóri Lögbergs hefir vitanlega ekki treyst sér til þess, að mótmæla að minnsta leyti röksemdafærslu og álykt- unum Heimskringlu. Og það skal segj- ast honum til maklegs lofs, að hann hef. ir loks áttað sig á því, hvað það er frá- munalega vitlaust, að halda því fram, að ef tveir aðiljar (Heimfararnefndin og Mr. Bracken) geri samning sín á milli um það, að svíkjast aftan að Islandi með reiddan kutann til þess að taka því líf æðarblóð, þá sé aðeins annar aðiljinn (Heimfaramefndin) sekur; hinn alger- lega saklaus. Auk þess þora sjálfboð- amir auðvitað ekki að ganga í berhögg við Mr. Bracken. Og ef til vill er ekkert fyrirlitlegra í allri þessari málafærslu þeirra, en flaðurstilraunirnar við hann, um leið og þeir bregða Heimfaramefnd- inni um versíu svívirðingar út af samn- ingi, sem hann, að þeirra eigin sögusögn, er aðilji að, ásamt henni. Sennilega hefðu neðanmálsvísurnar í ‘‘Eden’’ orðið einni færri, ef Þorsteini Erlingssyni hefði enzt aldur til þess að kynna sér þessa hlið málafærslu sjálfboðanna. En þrátt fyrir það, að þessi skíma hefir nú runnið upp fyrir Lögbergsrit- stjóranum, þá er fólskan í garð Heimfar arnefndarinnar svo mögnuð, að hann má auðsjáanlega ekki til þess hugsa, að Heim fararnefndin sleppi óbrennimerkt fram hjá athygli manna á íslandi. En af því að augu hans hafa nú loksins opnast fyr- ir því, að heldur langt muni vera farið með því, að gera Mr. Bracken þær get- sakir, að hann hafi ætlað heim til ís- lands sem launráðamaður eða, svo að hispurslaust sé að orði komist, sem lítil- fjörlegur óþokki, þá verður ritstjóri Lög- bergs að leita sér að nýjum skilningi á Mr. Bracken. Og sjá, í síðasta Lögbergi hefir ritstjórinn öðlast þenna skilning. Og röksemdaleiðslan er á þann veg, að hver meðalgreindur maður, þó ekki væri nú meira, sem vildi aðhyllast þann skiln- ing, hlyti þá jafnframt að sannfærast um- það, að Mr. Bracken væri blátt áfram þekkingarsnauður heimskingi. Þvílíkar röksemdir! Ritstjóri Lög- bergs kveður fylkin ‘‘leggja fram árlega stórfé til innflutninga öflunar.” Sam- vinna sé meðai stjórnanna hér og stjórn- anna á Englandi um innflutninga. Sama máli gegni um Noreg, Svíþjóð og ýms önnur lönd Norðurálfunnar. Þeim sé það vinarbragð, að útflutningar haldist frá þeim hingað. Gott og vel. En nú hefir Mr. Bracken gegnt fjármálaráðherra embættinu undanfarið, ásamt embætti for sætisráðherra. Hér í Manitobafylki, sem ekki er fjölmennt, eru þúsundir íslend- inga. Enginn þjóðflokkur er talinn eftir- sóknarverðari sökum almennra, borgara- legra dyggða. Einn af þingmönnum Mr. Brackens er íslendingur. Samt á Mr. Bracken, forsætisráðherra fylkisins og fjármálaráðherra þess, er leggur “fram árlega stórfé, til mnflutninga öflunar,” að vera svo bláskínandi ófróður um innflutn ingariiál, að hann hafi enga lífsins hug- mynd um það, hvort það landið, er einna eftirsóknarverðasta borgara hefir sent þessu fylki, æski innflutninga eða eigi! Vesalings maðurinn hefir verið svo ger- samlega grandalaus í þessum efnum, að rækals óþokkarnir í Heimfararnefndinni hafa blátt áfram haft hann að leiksoppi! Hann hefir, meira að segja, getað ‘‘auð- veldlega haldið, að högum væri háttað á íslandi’’ eins og á Englandi: að íslending- ar biðu svo óþreyjufullir eftir frelsisengl- unum, er birtast í mynd og líkingu vestur- flutninga-agentanna, að hann gæti kom- ið á Alþingishátíðina og rétt fram ‘‘hægri hendina með vinarkveðju og heillaósk, og haldið í hinni hendinni auglýsingaskjali, í því skyni, að efla innflutning hingað til lands.....!” Vér skulum að vísu játa það, að ekki væri ólíklegt, að Mr. Bracken væri svona barnalega fáfróður, ef hann læsi íslenzku, og læsi ekki annað en Lögberg, og þá náttúrlega fyrst og fremst greinabálkinn ‘‘Canada framtíðarlandið,” sem Lögberg fær árlega borgaðan með þúsundum dala, og er til þess eins ritaður, fyrir sambands- stjórnina í Ottawa, að eggja íslendinga til vesturfara. En svo lætur ritstjóri Lög- bergs í veðri vaka, að sjálfboðarnir hafi komið Mr. Bracken í skilning um það, að Heimfararnefndin hafi blekkt hann og hafi verið að leiða hann í ógöngur; að vesturflutningaagentar séu engir aufúsu- gestir á íslandi. Hvernig kemyr þá vest- urflutningaskrif Lögbergs, “Canada fram- tíðariandið,” heim og saman við það? Jú, dr. B. J. Brandson hefir nákvæmlega skýrt þá afstöðu, með því, að það sé ‘‘business.” Nei, vér viljum í eitt skifti fyrir öll, (því vér viljum ekki þurfa að svara lengur þessum ‘‘Elg-Fróða vaðli Lögbergs) mega fullvissa menn á íslandi um það, að Brack- en forsætisráðherra er enginn einfeldning- ur, sízt annar eins skynskiftingur og ætla mætti; ef nokkur tæki mark á síðustu (og verstu) röksemdafærslu ritstjóra Lög bergö. Mr. Bracken veit vel, og hefir ekki fengið þá fræðslu rétt síðustu dagana, að ísland æskir ekki útflutninga. Og þótt hann hefði ekki vitað það áður, þá veit hann það af samtali við Heimfararnefnd- ina, en ekki af því að hafa lesið “Canada framtíðarlandið’’ í Lögbergi. Mr. Bracken veit vel að hann getur ekki komið á A1 þingishátíðina, og rétt íslendingum “hægri hendina með vinarkveðju og heillaósk, og haldið í hinni á auglýsingaskjali, í því skyni, að efla útflutning hingað til lands.” Hann er ekki líkt því svo velsæmi sneydd- ur. Það hefir alls ekki komið til að ‘‘hann áður ekki sæi neitt athugunarvert við það,” að koma til íslands, sem vestur- flutninga-agent,” eins og Lögberg kemst svo skynsamlega og drengilega að orði. Honum hefir aldrei dottið sú vansæmandi fjarstæða í hug. Hann er hvorki það flón né fól, sem röksemdaleiðsla ritstjóra Lögbergs myndi gera hann að, í augum þeirra er tryðu, ef nokkrir væru. Og allar <Iylgjur og beinar ásakanir um það, að Heimfararnefndin sé að öllu eða einhverju leyti skipuð vesturflutningaagentum, er ekkert annað en ósæmilegustu getsakir og hrein lýgi, hvaðan sem kemur; getsakir og lýgi, sem ómælandi tjón myndi vinna íslenzku þjóðerni, vestan hafs og austan, ef nokkur trúnaður yrði á þann áburð lagður, af nokkrum þeim, er meir bera fyrir brjósti erfðaminningar sínar hinar beztu og íslenzka þjóðmenningu austan hafs og vestan, en ofstækisblindan trúar- ríg og persónulegt hatur. Og með þessu er þá svarað að fullu spurningunum ellefu í síðasta Lögbergi. Að því leyti sem nokkurt vit var í þeim, og þær koma þessu máli nokkuð við, er eitt svar við öllum þeim “er það ekki rétt?” bg “Er það ekki satt?’’, sem þar er framsett: Nei; það er ekki rétt; það er ekki satt; það eru bláber ósannindi. Hin árlega þrenging Fyrir hérumbil réttu ári síðan flutti Winniþeg dagblaðið "Tribune”, þá merkis- frétt að Miss Thorstína Jackson væri sem ákafast að starfa að undirbúningi heim- ferðarinnar á vegum Þjóðræknisfélagsins. Gat blaðið um þetta í tilefni af erindi er Miss Jackson flutti á samkomu í Good- templarahúsinu og Dr. B. J. Brandson stýrði. Heimskringlu þótti þetta dálítið skrítinn fróðleikur og hélt fyrst að Miss Jackson hefði ef til viil tekist, að sameina menn um heimferðina, undir merkjum Þjóðræknisfélagsins Svo reyndist þó ekki. En aldrei kom nokkur skýring frá sjálf- boðum á því, hvemig þessi einkennilega frétt hefði komist í biaðið. Nú er frú Thorstína Jackson-Walters enn stödd hér í Winnipeg. Og nú skyldi mað- ur þó halda, að komin væri á þessi sam- eining, er fyrir ári síðan reyndist aðeins hverful eyðimerkurhilling. Enda hafa ýmsir kaffihúsaspámenn ekki farið leynt með það í sumar að dómsdag hinnar miklu sameiningar myndi nú brátt bera að hönd- um. En að þessu hafa þeir eigi reynst framskygnari en spámenn aðventista, (eða kannske þeir tilheyri öðrum trúar- flokki). Það virtist aldrei ætla neitt að verða úr þessum sameiningardómsdegi sjálfboðanna, fremur en allsherjardóms- degi hinna. Þangað til í síðustu viku. Þá fengu, ýmsir vildarmenn sjálfboða hér í bæ (að því er þeir vissu helzt) skrautprentað boðsspjald, er skýrði frá því, að þeim væri hjartanlega boðið af “íslenzku Þúsund Ára Hátíðarnefndinni,” (Icelandic Mill- ennial Celebration Committee) til þess að hlýða á erindi um ísland, er frú Thorstína Jackson-Walters fiytti, ásamt ljósmynd- um, að Fort Garry gistihöllinni, mánudag- inn 7. október, kl. 8.30 síðdegis. Undir þetta ‘‘hjartanlega” boð hafði Dr. Brand- son “hjartanlegast” ritað, sem formaður “The lcelandic Millennial Celebration Committee.” Menn lá oss vonandi ekki, þótt oss þættu þetta mikil tíðindi, né heldur, að “margar kynlegar hugsanir gerðu vart við sig,” eins og sum sagnaskáldin komast að orði. Vér vissum ekki að hér hefði verið kosin nema ein ‘‘íslenzk Þúsund Ára Há- tíðarnefnd,” og að Mr. J. J. Bíldfell væri formaður hennar, en Dr. Rögnvaldur Pét- ursson gjaldkeri. Aftur á móti höfðum vér heyrt þess getið, að Dr. Brandson væri forseti þeirrar nefndar, er hátt og í hljóði, á íslenzku og ensku, hefir kennt sig við einskonar sjálfboðastarfsemi (Sjálfboða- nefnd; Volunteer Committee). En svo datt oss í hug, að Mr. Bíldfell kynni að hafa sagt lausu forsetaembætt- inu, rétt um leið og hann fór vestur á Kyrrahafsströnd, og beðið Dr. Brandson að taka við því, annaðhvort í fjarveru sinni, eða þá kannske fyrir fullt og allt. Eða þá að samnefndarmenn vorir hér hefðu skotið á fundi, oss óafvitandi ;sett Mr Bíldfell af og komið á hinni þrautfyrir- spáðu sameiningu, með því að taka Dr. Brandson í hans stað. Og vér fórum að hugsa um það, að eig- inlega væri þetta töluverður sigur fyrir Dr. Brandson (ekki að vér værum svo sem að telja það eftir) að geta skipað Dr. Rögnvaldi Péturssyni, að skrifa ávísun fyrir húsaleigunni og öll- um kostnaði — nema þá að svo ólíklega kynni að hafa viljað til að Dr. Brandson hefði heldur viljað hafa annan gjaldkera, t.d. Mr. J. H. Gíslason, eða hver sem það nú er, sem gegnt hefir gjaldkerastarfinu fyrir sjálfboða og sett Dr Rögnvald af samtímis Mr. Bíldfell. En svo þegar vér fórum að grennslast nánar eftir þessu, þá urðum vér fyrir samskonar von- brigðum og fyrir ári síðan. Eng- inn meðnefndarmanna vorra var fróðari um þetta en vér. Enginn þeirra vissi til þess að Mr. Bíldfell hefði sagt af sér, og enginn skildi í því hvernig Dr. Brandson hefði tekist að setja hann af, þó aldrei nema Mr. Bíldfell hefði brugðið sér bæjar- leið, sem maður segir, í blóra við sjálfboðana. Hingaðkoma frú Jackson- Walters virðist næstum því hafa einhver truflunaráhrif á sjálf- boðana. Það er eins og þeir gleymi þá í hvert skifti hinni háleitu sjálfboðaköllun sinni, þessu ágæta ‘‘Volunteer’’ starfi, sem þeir eru svo stoltir af þess á milli, allan ársins hringinn, og að þá vakni í brjósti þeirra einhver óljós, dulin þrá til þess að prýða sig með “fjaðraskúf’ (sbr. ritstj. Lögbergs) Heim- fararnefndarinnar og Þjóðræk- nisfélagsins, sem þeir annars ekki þykjast uppnæmir fyrir. Má og vera, að þessi ham- skiftaþrá sjálfboða stafi af völd- um sjálfrar náttúrunnar og fylgi árstíðum; að hér sé að ræða um einhvern snert af áhrifum þeirra dularfullu og frumrænu eðlis- krafta, er breyta hinni óásjálegu maðkaveitu hundadaganna í skrautfiðrildi síðustu sumar daga. En til allrar hamingju verður hátíðin að vori. Því annars er allt útlit á því, að sjálfboðar mættu árlega, með jöfnu milli- bili, búast við þessum innvortis umleitunum og þrengingum, er eigi virðist mögulegt að koma í veg fyrir, frekar en veðrabrigði með sólhvörfum og tungl- komum. Sun-Yat-Sen Frelsishetja Kínverja Kína var eitt af mestu menningar- rikjum fornaldarinnar. En Kínverj ar þóttust vera sjálfum sér nógir, og þess vegna fylgdust þeir ekki með tímanum. Afleiðingin varð svo sú, að kyrstaða varð í þjóðlífinu. Manshúríunienn brutust til valda í Kína seint á miðöldum. Mantshú- keisaraættin komst þá til valda og hélt völdum fram til ársins 1912. Kínverjar voru ekkert hrifnir af “útlendingum þessum,” en þó fór allt með frið og ró fram yfir síðustu aldamót. Sá maðurinn, sem mest og bezt vann að falli keisaraveldisins var Sun-Yat-Sen. Æfi hans var alimerki- leg; og skal henni lýst hér með fáum orðum. Sun-Yat-Sen fæddist í nágrenni Kantonborgar árið 1886. Faðir hans var fátækur, en átti þó dálítinn land- skika. Sun-Yat-Sen komst á skóla kristinna manna, og þegar hann var 17 ára lét hann skírast. Seinna tók hann að lesa læknisfræði Norðurálfu- manna. Hann var styrktur af auðugum mönn unl í Singapore, til byltingastarfsem- innar. 1896 kom hann til Lundúna. En þar hvarf hann allt í einu. Brátt kom í ljós að sendisveitin kínverska. hafði handtekið hann. Átti að senda hann til Kína og skjóta hann þar. Enskur vinur hans fékk fregnir um hvað á seyði var og neyddi sendisveit- ina til þess að láta hann lausan. Næstu ár dvaldi Sun-Yat-Sen í Ja- pan. Þaðan fór hann til Kanton til þess að reyna að stofna þar til byltingar. . Byltingatilraunin mis- tókst og foringjar byltingamanna voru teknir höndum og líflátnir. Sun- Yat-Sen tókst að sleppa á síðustu stundu. Hann var látinn síga í körfu niður af borgarmúrnum. Næstu mánuðina var Sun-Yat-Sen ýmist á Havaí, í Japan, í Bandaríkj- unum eða í Kína. Hann gerði aft- ur og aftur tilraun til þess að koma af stað uppreisn í Kína, en ávalt mis- tókst það. Hann bjargaði ávalt lífi sínu. En hann fyrirgerði ávalt á- liti sínu og virðingu. Byltingin braust þó fram að lok- um. Sumir telja, að tilviljun hafi hleypt henni af stað, en allir eru sam- mála um, að hún hafi verið illa und- irbúin. Byltingin hófst þannig, að Li-Yuan-Hung hershöfðingi gerðist foringi byltingasinnaðra hersveita, í okt. 1911. 12. febr. 1912 afsalaði keisarinn sér keisaratigninni. Sun-Yat-Sen var í litlu áliti í Kína á þessum tímum. Hann var í hinni megnustu fyrirlitningu hjá miklum þorra landsmanna. — Þegar uppreisnin braust út, var hann í Bandaríkjunum. Hann hélt þegar i stað heim á leið og varð fyrsti forseti kinverska lýðveldisins. Nú virtist sú stund upprunnin, er hann upp- skæri umbun verka sinna. — En það fór á annan veg. Yuan-Shih-Kai er maður nefndur. Hann var hermaður mikill og stjórn samur vel. Hann vildi ná völdum vaklanna vegna og honum tókst það. —. Hann hafði fylgi stjórveld- anna til þess að setjast i valdastól, og með brögðum og svikum náði hann völdum. Sun-Yat-Sen varð að fara í útlegð af nýju. — Hann hélt til Japan og dvaldi þar um nokkurt skeið. Þegar hann hafði liðið þetta skip- brot, giftist hann 23 ára gamalli kín- verskri stúlku. Hún reyndist honum góður förunautur. — Hún trúði á hann og málstað hans. Og hún var reiðubúin til þess að leggja allt i sölurnar. Hann varð þess brátt var, að hún var gædd óvenjumiklum stjórnmála- hæfileikum, — enda safnaði hún brátt mönnum i kring um sig. Árið 1917 varð bylting í Kanton. Hún heppnaðist, og varð Sun-Yat-Sen þá forseti Suður-Kina. Enginn vafi er á þvi, að Kanton var betur stjórn að en nokkru öðru héraði Kinaveld- is, en álit Sun-Yat-Sen óx þó engan veginn. Ymsir óttuðust að hann hallaðist að kenningum jafnaðar- manna. Hann leitaði einu sinni styrks hjá Englendingum, þegar hon- um reið mikið á, en hann fékk þar hina háðulegustu útreið. Síðan leitaði hann til Rússa og fékk hjá þeim bæði fé og ráð. Arið 1924 var honum boðið á fund hershöfðingja þeirra, sem réðu landinu. Fundur- inn áttj að haldast í Peking. Hann kom þangað i janúar 1925. En sú för varð hans síðasta. Hann andað- í ist þar 12 marz 1925. ítalskur stjórnmálamaöur, sem l kunnugur var í Kína, hefir sagt: “Meðan Sun-Yat-Sen var á lífi, l héldum vér, að hann væri samskon- j ar maður og Kerenski, skrafskjóða, j en ekkert annað. En þegar hann var dáinn vissum vér, að hann var nokk- urskonar Lenin.” Sun-Yat-Sen fór snemma að gefa sig við stjórnmálum, og gerðist hann þegar byltingamaður. Hvar sem hann kom safnaði hann í kringum sig dáiitlum hópi manna, sem settu sér það ntark og mið, að reka keisara- ættina frá völdum og koma þjóðlegri stjórn til valda. Og alla æfi barðist hann látlaust fyrir þessu takmarki. Hann var á stöðugu ferðalagi. Hánn ferðaðist um allt Kína, klæddur sem kaupmaður eða búddatrúarprestur. En hvers vegna misskildu menn Sun-Yat-Sen svona mjög? Þeirri spurningu er illt að svara. En svo mikið er víst: Sun-Yat-Sen var miklu meiri maður, en menn höfðu gert sér í hugarlund. — Hann var allmik- ill rithöfundur. Hann barðist fyrir þjóð sína. Hann lagði sjálfan sig aftur og aftur í lífshættu — hann lagði æru og eignir í sölurnar — til þess að ná takmarkinu: frelsi þjóð- ar sinnar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.