Heimskringla - 09.10.1929, Blaðsíða 2

Heimskringla - 09.10.1929, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐa HEIMSKRINGL A WINNIPEG, 9. OKTÖBER, 1929 Náttúrufræðin og If eftir dauðann I. Ein af beztu spiritistabókum sem ég hefi lesið er eftir enskan flota- foringja (Vice-Admiral) W. Usborn Moore, og heitir Glimpses of the Next State, XXIV — 642 s., 1911. Usborne Moore hefir veriö vitur maður og ágætlega æfður athugandi, hafði starfað í mælingadeild brezka flotans frá æsku, og sjálfur stýrt mælinga- leiðangri 6 sinnum. Fyrirfólk enskt er margt kristið og trúað mjög, en Usborne Moore var ekki kristinn og trúði ekki á framhald lífsins. Sorg og mótlæti átti engan þátt í því að hann fór að fást við spiritisma, heimspekilegur eða vísindalegur áhugi var það sem kom honum til þess. Moore stundaði rannsóknir þessar af miklu kappi i 7 ár, og var áður lyki orðinn alsannfærður um framhald lífs- ins 0g samband við framliðna. Mun ég, ef til vill, skrifa nánar um þessa merkilegu bók síðar; virðist mér sem varla hafi verið metið að verðleik- um, hversu frábæran rannsóknara þarna er um að ræða. En þó að bók þessi sé afbragð, þá er gildi henn- ar samt ekki í því innifalið að Moore hafi aukið til nokkurra muna skiln- ing á eðli lífsins eftir dauðann, enda síður við sliku að búast, þar sem hann hafði ekki stundað líffræði. “Andarnir,” sem Moore hafði tal af með tilstyrk miðla, sögðu þó sitthvað fróðlegt um þetta efni. S. 218 til dæmis frá því er Moore átti tal við verkfræðing, McBlin að nafni, sem drukknað hafði fyrir nokkurum árum. Segir McBlin að starf hans þarna í öðru lifi sé mjög líkt því sem verið hafði meðan hann var hér á jörðu. Moore spyr þá: “Hvað á ég að starfa þegar tími'minn kemur til að fara yfir um ? Bg er sjómaður og hjá ykkur er enginn sjór,” McBlin segir: “Hefirðu nokkurntima komið hingað ?” Kveður Moore nei við því. M(cBlin segir: “Hvernig ferðu þá að vita það ? Eg skal segja þér að allt sem til er á jörð- inni er einnig til hér: I tell you there is a replica (sic) of everything on earth.” II. Með orðinu sic (þannig) lætur Moore í ljós undrun sína yfir því að hinn framliðni skuli nota orð sem gefur í skyn, að lífið eftir dauðann sé nákvæmlega líkt lífinu hér á jörðu. En þetta sama orð, replica, er einn- ig notað af framliðnum i bók eftir enskan prest, C. Dravton Thomas. Life Beyond Death, with evidence. Er mörgum hér kunnugt um þá bók af fyrirlestri sem Eg'gert P. Briem hefir haldið um hana. Merkilegust þykir mér bók þessi vegna þess hve greinilega kemur þar fram viðleitni þeirra sem dánir eru, á því að fá séra Thomas til að skilja hvers eðlis lifið eftir dauðann er í raun og veru. En þó að presturinn sé auðsjáanlega gáfumaður, þá hefir þó sú viðleitni ekki borið meiri árangur en svo, að hann heldur að kringum jörðina séu sjö hvolf og þar sé heimkynni fram- liðinna héðan af jörðu. Hvolfin eru algerlega ósýnileg, að því er séra Thomas heldur, og hindra ekkert út- sýn vora til stjarnanna. Svo mjög geta rangar fyrirframsannfæringar (prejudices) komið i veg fyrir, að menn noti vit sitt. Virðist þó ná- lega engin leið til þess að komast hjá því að skilja það sem hinum framliðnu hefir tekist að fá sagt. S. 126 segir framliðin systir prestsins: “Já, okkar heimur er staður, eins og jörðin er, og líkur henni. Hann er staður, líkur hnöttur” (jörðunni). S. 127 segir framliðinn faðir prestsins: “Utrýmdu ekki orðinu “physical” (líkamlegur) úr hugmynd þinni um vorn heim. Það væri ónákvæmt að lýsa jörðinni eins og líkamleguni heimi, en vorum heimi eins og hinu andlega lífi. Því að þið getið haft(!J hið andlega á ykkar jörð, og við höfum vissulega mikið af hinu lkamlega á okkar (jörð)l). Til dœm is að taka, þá lifum við í andrúmslofti sem er samsett af efnum (chemical) og þess vegna líkamlegt (physicalj.” í fullu samræmi við þetta segir fram- liðinn, s. 155, að í öðru lífi sé al- mennur áhugi á garðrækt (gardening is a popular profession with us). S. 112 segir systir prestsins: “Eg kalla líkama minn “ether”-líkama (á vafa- laust að vera: þú kallar likama minn “ether”-líkama) en það er líkami sem ég get þreifað á. Hann er gerður af nokkurskonar efnum (it is com- posed of chemical matter of some kind)” Því verður ekki neitað að þetta eru mjög greinilegar og ótvíræðar upplýsingar, og i fullu samræmi við það sem stendur í mörgum öðrum bókum — innan um mikið af því þvaðri sem á rót sína í hinum röngu hugmyndum þeirra sem spyrja. Enn má segja frá svari sem virðist tiltak- anlega skemtilegt (s. 136J. Prestur spyr: “Sjáið þið sólina eins og við sjáum hana frá jörðinni?” Systir hans svarar : “Eg hefi ekki séð hana eins og kringlu (as a round object), þó virðist svo við sjáum ljósið frá henni. Ekki svo að skilja að ljós 1J Leturbreytingin eftir mig.—H.P. sólarinnar sé okkur neitt nauðsynlegt. Eg efast um að við myndum alvar- lega sakna þess....” Framhaldið er þvaðurkennt vegna þess að prestur botnar ekkert í því sem verið er að segja honum. En sá sem vill hug- leiða lítið eitt þenna hluta svarsins, sem ég þýddi, mun fljótt skilja hversu skemtilegt svar þetta er, því að ein- mitt á þessa leið myndi svara íbúi jarðstjörnu í öðru sólhverfi. (En það er það sem systir prestsins er eftir dauða sinn). M'aður sem ætti heima á jörð sem færi kring um til dæmis Blástjörnuna (Vega) myndi ekki sjá vora sól sem kringlu, en þó myndi hann sjá ljós hennar, af því að hann myndi sjá hana sem stjörnu. Ljós þessarar fjarlægu litlu stjörnu, sem sól vor myndi sýnast, frá honum að sjá, væri honum ekki nauðsynlegt eða þeim á þeirri jörð, og það myndi ekki vera neitt alvarlegur missir fyrir þá þó að sú eina litla stjarna hyrfi burt af næturhimni þeirra. III. Það verður varla of mikið úr því gerý hversu stórmerkilegar þær eru þessar tilraunir famliðinna til að koma fram réttum skilningi á eðli lífsins eftir dauðann. Og sjálfar þessar tilraunir, út af fyrir sig, eru alveg fullnægjandi sönnun fyrir sam- bandi við framliðna. Islendingar eru í fullu samræmi við það sem bezt hefir verið í íslenzkri fortíð, ef þeir verða fyrstir til að skilja þennan einfalda en svo afar- þýðingarmikla sannleika, að lífið eft- ir dauðann heyrir undir náttúrufræð- ina. Ef þeir gera það, þá taka þeir fram Grikkjum og Gyðingum, og skilja það sem þessum ágætu þjóð- um skildist ekki. En svo áríðandi er sá skilningur, að hann mun leiða til þess að mannkynið fær umflúið yfirvofandi glötun, og lífið fer að vera það sem það á að vera, framsókn í áttina til ávallt vaxandi farsældar og fullkomnunar. Eftirmáli Sumum sem þetta lesa, mun áður mjög langt líður, finnast eitthvert sinn, sem þeir vakni af svefni, með undarlegra hætti en áður hefir orðið á æfi þeirra. Munu þeir finna, þeg- ar þeir fara að átta sig, að allt er orðið breytt í kring um þá. Skugg- sýnt er, og þeir gera með tímanum þá leiðinlegu uppgötvun, að það birt- ir aldrei. Mun slá nokkurum óhug á þá og því meira, sem lengra líður. Verði þeir varir við menn, þá eru þeir ekki skemtilegri en svo, að ein- veran mun þykja betri, þó að ærið sé daufleg. Þegar svona er komið, vil ég biðja þessa menn að minnast þess, hvernig þeir hafa tekið tilraunum mín um til þess að vekja áhuga og skiln- ing á afar áríðandi máli, og óska þess að þeir hefðu orðið betur við. Fari þeir eftir þessu ráði, þá mun bregða eins og glampa fyrir augu þeirra, og úr því fer allt að verða auðveldara. En mér munu þeir geta launað með því að reyna að koma fram þeim boðum að ég hafi ekki ósatt sagt.— Vísir. 4.-7. júlí. Helgi Péturss. Einræðið á Spáni Brezkur fréttaritari, sem nýlega fór til Spánar, lýsti stjórnarfari þar á þessa leið: Þvi er stundum haldið fram, að einræðið á Spáni sé með líku sniði eins og allt annað í því landi, sila- legt og hægfara. Menn gera sér i hugarlund að það sé líkast stofnun, sem dregur fram lifið hálfhungruð en meinleysisleg og gjörsneydd öllum þjösnaskap og ofbeldi. Það er satt, að spænska einræðis- stjórnin hefir ekki sýnt andstæðing- um sínum þá grimd sem ítalska ein- valdsstjórnin, stallsystir hennar, hef- ir framið. A Spáni hefir til dæmis ekkert ofbeldisverk verið framið, sem kemst i samjöfnuð við hið hryllilega Matteotti-mál. En það er vegna þess, að andstæðan gegn stjórninni á Spáni er magnlaus, tvístruð og ger- samlega áhrifalaus, svo að einræðis- stjórnin hefir enga ástæðu haft til þess að grípa til harðvítugra ráðstaf- ana. En þó að Primo de Rivera hafi ekkí gerst sekur um stórfeld ofbeld- ALE SHEAS WINNIPEG BREWERY LIMITEP isverk igagnvart andstæðingum sín- um, þá hefir einvaldsstjórnina á Spáni skort fá önnur einkenni harðstjórn- ar. Þingræðið var afnumið i einni svipan. Báðar þingdeildir hafa verið lokaðar síðan árið 1923, en fram- kvæmdavaldið er í höndum hermanna- hóps, sem nýlega hefir leitað stuðn- ings nokkurra borgara utan herfor- ingjastéttar. I stað löggjafarþings hefir komið hópur manna sem kall- ast “þjóðsamkoma”, og talið er að hafi ráðgjafarvald, en í raun og veru er aðalstarf þessara manna að fallast á það, sem einvaldsstjórnin leggur fyrir þá, og er þessi samkunda að því leyti svipuð þingi fascista á It- alíu. “Þjóðsamkomuna” sitja í raun og veru þeir einir, sem einvaldsstjórn- in hefir til þess kjörið. Bann hefir verið lagt við málfrelsi og gagnrýni. Ritskoðun er i strang- asta lagi. Hver fréttagrein, sem birt er i spænsku blaði, skal fyrst lögð undir úrskurð ritskoðara. Og stjórnin áskilur sér rétt ákveðins rúms i hverju blaði til þess að birta fregnir eftir sínu höfði. Bækur eru að nafninu til undanþegn ar ritskoðun, en þær eru engu að síður háðar henni, því að enginn höf- undur eða útgefandi myndi dirfast að prenta í bókarformi nokkurar að- finnslur við stjórnina, vegna afleið- inganna. Þag er vitanlega ógerlegt með öllu, áð ræða þjóðmál opinber- lega, og það er mjög hættulegt að gera það í heimulegum samræðum. Njósnarar eru á hverri þúfu, og eng- inn treystir nábúa sínum. Hvarvetna eru launaðir menn, sem reyna að veiða upp úr öðrum skoðanir þeirra. I kaffistofum og veitingastöðum er ekki rætt um stjórnmál, en ef þau berast í tal, þá er það ekki nema i ! hálfum hljóðum og helzt á einhverju I erlendu máli, öðru en frakknesku, sem , of margir kunna til þess að óhætt sé að nota hana. Lögreglunjósnarar stjórnarinnar ferðast á öllum helztu járnbrautum í hversdagsfötum. Þegar eimlest fer j frá Sevilla til Madrid, þá má eiga 1 það vist, að farþegaklefinn sé opnað ur og inn komi óbreyttur maður og I heimti að sjá vegabréf ferðamanna. Ef einhver hreyfir andmælum, þá flettir aðkomumaður upp treyjukrag- anum og sýnir steindan skjöld á stærð við tveggja krónu pening, og er hann merki þess, að maðurinn sé i þjónustu stjórnmálalögreglunnar. Þeir, sem þykja grunsamlegir, eru kyrsettir. Hermannalögreglan á Italíu á sér hliðstæðan flokk á Spáni, sem þar heitir “borgara-vörður.” Það voru upprunalega lögreglumenn. En ein- ræðisstjórnin hefir eflt þessa stétt og fengið henni ýmisleg forréttindi og sérstaklega falið henni að gæta stjórn arinnar og vernda hana. Hermenn hafa jafnan notið mik- illa forréttinda á Spáni, og hafa átt mikinn þátt í stjórn landsins. Spænsk ir herforingjar eru mikils ráðandi og í hávegum hafðir, svo sem stéttar- bræður þeirra voru áður á Þýzka- CANADIAN landi, og eru enn í Frakklandi. En þó að þeir berist mikið á, þá er gengi þeirra lítið í samanburði við metorð hinna, sem eru í borgara-verðinum. Óbreyttum borgara getur haldist uppi að deila við herforingja á göt- um úti og jafnvel að slá hann, án þess að hann verði fyrir stórrefsing- um. En ef almúgamaður dræpi hendi við borgaraverði af ásettu ráði, þá mætti hann búast við fimm ára fangelsi. I sjálfri höfuðborginni, Madrid, verður ekki þverfótað fyrir hermönnum, borgaravörðum eða ein- hverskonar hermannalögreglu, sem er með margvíslegu móti. Helztu einkenni spænska einræðis- ins er ef til vill hatrið gegn hinum æðri menntamönnum. Primo de Ri- vera yfirhershöfðingi er sjálfur ein- stakt miðlungsmenni. Eins og títt er um marga hermenn, þá lítur hann mjög niður á alla annara stétta menn, og allar þeirra athafnir. Hann hef- ir, eins og aðrir hermenn, tröllatrú á ágæti agans, og trúir þvi, að eng- in afrek verði unnin, nema með her- aga. Hann hefir einstaka óbeit á lærðum mönnum og rithöfundum, og í ræðum sínum og tilkynningum lætur hann fá færi ónotuð til þess, að ausa yfir þá svívirðingum. Blað hans sjálfs, “La Nacion” í Madrid, Bakverkir eru einkenni nýrnasjúkdóms. GIN PILLS lækna þá fljótt, vegna þess að þær verka beint, en þó mildilega, á. nýrun — og græðandi og styrkjandi 50c askjan hjá öllum lyfsölum. 132 er fullt af samskonar hugleiðingum um hinar göfugri og lærðari stétt- ir. En lítilsvirðingin með einvalds- stjóra og lærðum mönnum er alls ekki einhliða. Lærðir menn leggja hina mestu óvirðing á Primo og fylgifiska hans, og vilja engin mök eíga við þá. Þegar, til dæmis, Primo- de Rivera stofnaði blað sitt, “La Na- cion,” til þess að það yrði stjórnar- málgagn, þá veitti honum örðugt að- fá næga starfsmenn til þess. Þó að ágæt kjör væri í boði, tókst honum hlinniM ca nyirMM Vér borgum 50c á klukkutímann í yfir- ÞURFUIVI 50 MtlNN. Vinnu, 50 mönnum sem næstir veröa til aö innritast viö Tractor, Electrical Ignition, Vulcanizing, Járnsuöu, Rakara, Múrara, Batterí og Plastur stofnanir vorar. I>etta tilboö gjor- um viö mönnum sem framsæknir eru og vinna vilja fyrir háu kaupi. Skýrslur gefins. Skrifiö eöa símiö strax eftir upplýsingum. DOMINION TRADE SCHOOLS “^o”anir®umlm.° 7- TIMBUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. Stofnað 1882 Löggilt 1914 Hitað hafa heimili í Winnipeg síðan “82” D. D.Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD HOWARD WOOD LIONEL E. WOOD President Treasurer Secretary (Piltarnir nem ölium reyna aö þHknaat) KOL og KÓK Talsími: 87 308 Þrjár símalínur NATIONAL RAILWAYS JARNBRAUTA OG SKIPA FAR- BREF TIL ALLRA STAÐA í HEIMI Sérstakar Ferðir Til Ættjarðarinnar Ef þú ert að ráðgjöra að fara heim í vetur þá findu farseð’asala Canadian National Rail- ways. Það borgar sig fyrir þig. Canadian National umboðsmenn eru reiðubúnir að að- stoða þig í öllu þar að lútandi. Það verða margar aukaferðir heim til ættlandsins á þessu hausti og vetri og Canadian National Railways selur farbréf á öll Atlanzhafs línuskipin og gengur frá öllum samningum þar að lútandi. Odýr Farlsréf yfir Desember til Allra Hafnsta^a Attu Ættingja Heima á Gamla Landinu sem Vilja Komast til Canada? SJE SVO, og þú œtlar að hjálpa þeim til að komast 'hingað til lands þá líttu inn hjá oss Vér önnumst allar slíkar ráð- stafanir. ALLOWAY & CHAMPION JÁRNBRAUTA UMBOÐSMENN UMBOÐSMENN ALLRA LlNUSKIPA FJELAGA. 667 Main Street, Winnipeg Sími 26 361 Farþegum matt við lending á útleið og heimleið FERÐIST ÁVALT MEÐ CANADIAN N ATIONAL RAILWAYS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.