Heimskringla - 09.10.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 09.10.1929, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 9. OKTOBER, 1929 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA. Sun-Yat-Sen var alltaf fátækur. Qg hann var eignalaus þegar hann lézt. Eins og áöur er sagt, var Sun-Yat- Sen fyrirlitinn af miklutn þorra landa sinna. Ösigrar hans hinir mörgu uröu til þess að rýra traust manna á honunt. Hinir vitrari menn, sem þóttu vera, hrisstu höfuöin, hvenær sem minnst var á harin. — En þegar hann var dauður var honum hamp- aÖ, og þaö á maklegleikum. Hann undirbjó jarðveginn fyrir byltingu. Hann vakti þjóðernisöldu í landinu, vakti Kinverja af svefninum og fékk þá til þess að hrista af sér hlekki erlendrar ánauðar. Hann er læri- meistari foringja þjóðernissin^a, sem nú hafa tekið völdum í Kina og sameinað þetta hrjáða og sundraða NOTUÐ PIANO Frá $195 NOTUÐ Phonographs Þar á Meðal Tegundir sem VICTOR, BRUNSWICK COLUMBIA $20 NOTUÐ ORGEL $35 og yfir öll hljóðfæri ábyrgst Söluskilmálar $5.00 á mánuði Mim V\bM lll VHiCÍMQL m. riki. — Þeir hafa barist undir merkj- um hana. Þeir hafa barist í anda hans. Þeir flytja hugsjónir hans út á meðal þjóðarinnar. Þeir hafa flutt rit hans út unt allt landið. Og þeir hafa frætt almenning um inni- hald þeirra. Þjóðernissinna stjórnin í Kina hefir bygt grafhvelfingu mikla og skraut- lega í brekku Purpurafjallsins í Nan- king. Hún kostaði feikilegt fé, enda á hún að standa sem minnisvarði “föður kínverska lýðveldisins.” — Kista hans var grafin upp og jörðuð í grafhvelfingunni 1. júní þ. á. — Ö- tölulegur mannfjöldi fylgdi kistunni. Var gizkað á að 20 þúsund manna hafi fylgt henni. Og það er enginn vafi að hugir flestra Kínverja hafa verið nærstaddir við þá jarðarför. Athöfn- þessi var mjög hátíðSeg. Og erlend ríki, sem eiga sendisveitir í Kína, létu fulítrúa sína mæta, til þess að vota hinum látna virðingu er- lendra ríkja. Sun-Yat-Sen komst til valda, þegar hann var dauður. — Hann var mis- skilinn, hræddur og fyrirlitinn í lifandi lífi. En þegar hann er dauður, horfa menn upp til hans í lotningu. —Island. Alþingishátíðin hér vestra (Frh. frá 1. bls.) ist handa til þess að hrinda ntálinu á stað; var þar fyrsta sporið vel og viturlega stigið. Bráðabyrgðarnefnd j var kosinn á almennum fundi; skipa J þá nefnd fimm mætir menn og var þeim falið að komast í samband við allar íslenzkar byggðir til þess að almenn samvinna niætti takast milli allra Vestur-íslendinga hvar sem þeir væru búsettir. Á íslendingadagsnefndin heiður skil- ið fyrir þetta spor og ætti full sam- vinna að vera trygð þegar jafn skyn- samlega er riðið úr hlaði, enda eru ritstjórar beggja blaðanna í nefnd- inni og er óhugsandi annað en að bæöi blöðin ljái málinu fullkomið fy'gí- Um heimfararmálið hafa orðið skiftar skoðanir í einu atriði, eins og öllum er kunnugt. Um hátíðahaldið hér vestra er ekki líklegt að nokkur á- greiningur geti átt sér stað; það á ekkert skylt við heimfararmálið: til tslands fara einungis fáir tiltölulega, að öllum líkindum ekki fleiri en í hæsta lagi 800 manns eða 2—3 per cent. allra Vestur-íslendinga; hinir sitja heitna — geta ekki farið ýmsra orsaka vegna þótt fegnir vildu. Telja má það víst. að báðar heim- fararnefndirnar, bæði sent heildir og einstaklingar þeirra finni sér það skylt að veita samvinnu og aðstoð þeirri nefnd, sem kosin verður til þess að annast uin undirbúning og og forstöðu hátíðahaldsins hér vestra; en í þeirri nefnd ættu þó engir þeirra að vera sem sæti eiga í heimfarar- nefndunum. Er það einkar áríðandi að valið í þessa nefnd takist vel; undir því er mikið komið. Sú nefnd má engum sérstökum flokki verða háð, heldur þannig kosin að hún geti með réttu talist fulltrúanefnd allra íslendinga í Vesturheimi. Verður þar að taka tillit til þess að nefnd- ina skipi nógu margt hinna yngri manna og kvenna til þess að íslenzk æska leggi fram alla sína krafta af fúsum og frjálsum vilja og dragi sig hvergi í hlé né liggi á liði sínu. En Efnisgóður Nærfatnaður Búð þessi er nafntoguð fyrir það undursam- lega upplag sem hún jafnan hefir af karl- manna nærfatnaði. Þér hafið úr að velja eftir því sem þér viljið, Wolsey, Ceetee, Stan- field's, Watson’s, Hatchway. Verð $2.00 og þar yfir fyrir alfatnaðinn. Stiles & Humphries Winnipeg’s Smart Men’s Wear Shop 261 Portage Avenue — Next to Dingwall’s jafníramt þarf nefndin að vera skipuð fólki,-sen) að. heiman liefir komið og sjálft er lifandi myndir af sögu þjóð- arinnar. Verði þessa gætt þá er hér miklum og góðum kröftum á að skipa og hátíðin getur orðið oss ti! varanlegs heiðurs hér vestra, en ætt- jörð vorri og móðurþjóð til virðingar og vegsauka. Eftir því sem mér skilst, er það hlutverk þeirra fimm manna, sem bráðabyrgðarnefndina skipa að fá fulltrúa útnefnda af fólkinu almennt í hverju einasta íslenzka byggðarlagi, þar sem því verður við komið, bæði sunnan og norðan landamæranna. Að því búnu er ætlast til að allir þessir fulltrúar mæti á almennum fundi hér í Winnipeg og verði málið' rætt þar rækilega frá sem flestum hliðum. Þar verður að líkindum kosin framkvæmd- arnefnd og störfum skift eftir því sem hagkvæmast þykir. Hátiðanefndin á Islandi lýsti þvi yfir í blöðunum að hún óskaði eftir tillögurrf frá almenningi um tilhögun hátíðarinnar þar, og kvaðst hún fús- lega taka til ihugunar allar uppástung ur, hvers efnis sem væri. Hefi ég það fyrir satt að þessi stefna nefndar innar hafi borið sérlega góðan árang- ur — hafi vakið almennan áhuga og hafi opnað leiðir mörgum og merkum nýmælum, sem ef til vill hefött aldrei annars komist á framfæri. Eg tel það sjálfsagt að hin væntan lega hátíðanefnd hér vestra feti í fót- spor systurnefndar sinnar heima í þessu se!n mörgu öðru. Geri hún það og heppnist henni að leysa verk sitt vel af hendi, þá auðnast henni að rita í sögu Vestur-Islendinga og þjóðar vorrar yfirleitt, sem lesin verður um langan aldur. En eigi hátíðahaklið hér að heppn ast, sem öllum mun áhugamál, þá þarf að hraða störfum, því tíminn líður óðum; væri þess þvi óskandi að allár íslenzkar byggðir Ixiggja megin landamæranna hröðuðu þvi sem mest að ræða málið heima í héraði og kjósa fulltrúa til þess að mæta á hinum fyrirhugaða allsherjarfundi i Winnipeg. Verði því ekki viðkom- ið, einhverra orsaka vegna í einhverj- um byggðum að senda fulltrúa, þá væri það samt æskilegt og nauðsyn- legt að fólki kæmi þar saman, bæri saman ráð sín og sendi ritara fimm manna nefndarinnar, Mr. W. J. Lin- dal, álit sitt og tillögur. Auk þess eru sérstakir einstakling- ar og einstakar fjölskyldur hér og þar, sem ekki eiga heima í neinni íslenzkri byggð; álit þeirra væri einnig æski- legt að fá, því þátttakan þarf að verða almenn og undantekningarlaus. Þetta þarf að gerast nógu snemma til þess að öll bréf og skevti verði komin í hendur bráðabyrgðarnefnd- arinnar fyrir 15. okt, þvi þá mun hún hafa í hyggju að taka til staría. Sig. Júl. Jóhannésson. Tvær bækur “Festens Gave” heitir bók ein, sem “Gyldendal” hefir nýlega gefið út. Höfundur hennar er dr. Knud Ras- tnussen. Efni bókarinnar er úrval af hinum fjölmörgu munnmælum, sem höfund- urinn safnaði i 5. Thule-leiðangrinum. Eins og ’gefur að skilja ,er efni hennar rnjög saman þjappað, til mikillar gleði fyrir þá, sem andstæðir eru málaleng- ingum í ritsmíðum. Lesmálið er þó hvergi slitrótt né ógreinilegt, þrátt fyrir allan samdrátt, Enda er höf- undurinn kunnur að snotrum stíl og fögru fornti, auk frábærs skilnings á flestu því, sem hann hefir tekið sér fyrir hendur að rita um. Af þeim mörgu bóktim, sem ég hef lesið eftir Knud Rasmussen, set ég “Festens Gave” fremsta á bekk. — Hér er auðvitað ekki átt við vísindarit höfundarins. — Lesmál þessarar bók- ar minnir víða á fyrstu bók hans um Grænland og Grænlendinga: “Nve Mennesker.” Utgáfum þessara bóka svipar einnig hvor til annara, nema hvað stíllinn í “Festens Gave” er æfðari og teikningar allar dregnar af meiri snilld, en i “Nye Mennesker.” í “Nye Mennesker” getur höf. ald- urhniginnar Eskimóakonu, sem á barnsaldri hans hermdi honum fjölda þjóðsagna. En sú, sem einkutn vakti eftirtekt hans, var saga um fólk nokk urt, sem bústað átti nyrst á norður- hveli jarðar, og þeir sem þangað fýsti að leita, urðu að taka sér fari með sunnartvindinum. Knud Rasmussen óskaði sér þegar á unga aldri, að komast í kynni við þessa merkilegu og þrautseigu menn og hefir nú auðnast það öllum öðrum framandi mönnunt fremur, því að hér er átt við Heim- skauts-Eskimóána. Einnig í “Festens Gave” er minnst á gamla Eskimóakonu, sem þó virðist öllu tregari til að kynna öðrum fróð- leik sinn en sú, sem um er getið í “Nye Mennesker.” Það, sem höfund urinn æskir að fá upplýsingar um.hjá þessari Alaska konu, er siðir og hætt- ir manna þar um slóðir, áður en hvít- ir menn eyddu þjóðareinkennum þeirra, og kenndu þeim að lifa eftir háttum hvitra manna. En áður en þessi aldraða kona hóf upp röddina varð önnur Eskimóakona að fullvissa hana um, að Knud væri hvorki trú- boði né kaupmaður, en vinur hinna innfæddu, eða einn af þeim, sem ein- göngu léki löngun á að heyra urn líferni manna þar í landi. í þann tirna, þegar hún var ung að aldri. Að loknu lét “sú gamla” til leiðast, um leið og hún hvetur tilheyrandann til að hafa þolinmæði, því að hún viti mikið, en tunga hennar sé máttlitil, og að hún tali þar af leiðandi hægt. Hún byrjar á að skýra þvðingu orðs- ins: “Qarrtsiluni,” en það er eitt- hvað sem mun bregðast, eða við væntun einhvers, sem mun bregðast. Er dásamlegt að heyra hina fögru hugsun, sem gemur fram við frásögn þessarar heiðnu konu. Að ég hefi sérstaklega, en þó laus- lega, minnst á þesasr tvær konur, er sökum þess, að mér virðist þær öðrum Eskimóum fremur hafa haft rik áhrif á dr. Knud Rasmusen, framkvæmd hans og skoðun. Annars bera allar þjóðsagnirnar, setn birtast í “Festens Gave” þess glöggan vott, að þekking höfutidarins á sálarlífi Eskimóa og lifnaðarháttum er mikil, eða meiri en nokkurra annara hvítra manna, sem ferðast hafa þar unt slóðir. Ef til vill er það einkum að þakka tveim hæfileikum höfundarins, auk þess sem hann talar tungu Eskitnóa engu síður en dönsku: móðir hans var græn- lensk. Hann hafði tækifæri til að ferðast og lifa likt sem hinir inn- fæddu, og hann hefir einkennilega mikla lagni á að brjótast inn í sálar- líf annara. Þetta hefir mótað Knud Rasmussen að nokkru leyti og gert hann stærri, en flesta aðra vísinda- menn, sem ferðast hafa og rannsakað þar nyrðra. Eg minnist orða Knud Rasmussens á aðfangadagskveld jóla síðastliðið, um leið og hann rétti mér að 'gjöf “Myter og Sagn fra Grönland:” Það er eigi sökum þess, að ég hafi sjálf- ur skrifað þessar bækur, að ég gef þér þær til minningar um jólin 1928; ég veit, að flestir Islendingar unna þvt, sem talist getur til fagurra þjóð- sagna, og vonast til að þú verðir jafn an sannur Islendingur, hvort heldur að þú kentur til með að ílengjast er- lendis, eða hverfa aftur heim til Is- lands.” Öldungis rétt.Knud Rasmussen hitti naglann á höfuðið; þjóðsögur Jóns Arnasonar bera þess greinilegastan vott. Og án þess að lasta þurfi vorar eigin þjóðsögur, því að þær verða okkur íslendingum jafnan til vegs og sótna, þá virðist mér hug- myndaflugið hærra og víðtækara víð- ast hvar í “Festens Gave,” en í ís- lenzku þjóðsögunum. “Um leið og “Festens Gave” er skemtileg aflestrar og fróðleg, er hún einsdæmi að fegurð og vandvirkni, hvað útgáfu hennar snertir. Hún er prýdd tíu litmyndum og fjölda af teikningum, sem allar eru að þakka viti og list Ernst Hansen Hann hef- ir ferðast á meðal Eskimóa og kynnt sér hugarfar þeirra nijög nákvæmlega, enda bera mvndirnar allar vott urn góðan skilning á ritmáli bókarinnar, en það er auðvitað réttast fyrir 1es- endur bókarinnar að skoða þær eigi um of, fyr en lesmáli hennar er lokið, eða jafnhliða lestrinum. Orsökin til þess, að útgáfa bók- arinnar er svo sérstaklega vönduð, er sú, að dr. Knud Rasmussen varð fimmtugur 7. júní t ár. “Festens Gave” er fæðingardagsbók. Eg leyfi mér að skora á alla nokk- urnveginn fróðleiksfúsa menn, að kaupa og lesa þessa bók, sem gefur okkur öllurn bókum frentur ágætt yf- irlit yfir hið feikna hugmyndaflug Eskimóa. Mér virðist engin ástæða til að rekja efni bókarinnar, að öðru leyti en þegar er gert, ekki sízt þar sem uni margar og efnis ólíkar sntásagnir er að ræða. En höfundurinn og myndasmiðurinn hafa áunnið sér þakk ; læti allra, ?tm unna bókmenntum og listum. jiaintíinis “Festens Gave” hefir dr. j Rasmussen gefið út fyrsta bindið af hinum visindalega árangri sínum frá. | 5. Thule-leiðangrinum : "InteUectuOt Culture of the Iglulik Eskimos, Gyld- ! endal.” Það er stórt •og yfirgt ips- mikið verk, en fimnt áitka stórar bæk^ ur munu fylgja á eftir. Allt verk~ ið verður gefið út á dönsku.—Vísir Sigurður Halldórsson. Sérstakt í Kolakaupum DRUMHELLER KOPPERS COKE Sut 1 Elgin LÍSJ |Mi™ $ 8.50 $10.50 $12.00 > $ 7.00 $15.50 Pea Size $12.00 Sama verð þó sent sé í pokum þegar þörf krefur. Kolin sendum vér ný, beint úr járnbrautarvögnunum. Capital Coal Co., Ltd. 24 512 210 CURRY BUILDING ---— PHONES ------ 24 151 HVE óbrotin, holl og ódýr fæða mjólkin er — bezta fæðan sem tilveran hefir lagt til, mönnum, konum og börn- um. HREIN MdÓLK Bezta mjólkin sem keypt verður fyrir peninga fæst fyr- ir mjög lítið gjald ef þér kaup- ið Crescent er gerilsneydd Mjólk, Rjómi, Smjör, fsrjómi Áfir og Hleyptur Ostur. Símið 37101 CRESCENT CREAMERY CO., LTD. og Rubber Skór geta verið, sé þeir merktir með Bláa Bekknum IjESSI blái bekkur er vörumerki * vort, og merkir hina beztu teg und Rubber skófatnaðar. Það er samningur vor um að hann þoli ótakmarkað slit og sé þægilegur. Það er sönnun til yðar að skórnir séu búnir til úr því bezta efni sem fáanlegt er nokkursstaðar, — og að þeir séu lagðir með auka rubber og striga á þeim stöðum þar sem þeir verða fyrir meira sliti. Margar þessar lagningar eru á þeim stöðum sem ekki sjást. En ‘‘Blái Bekkurinn’’ sýnir að þær eru þar. Gætið að því að “Blái Bekkurinn’’ sé á öllum þyngri skófatnaði sem þér kaupið. Þér sparið með því peninga. Vörur dominion ‘ Eins Fullkomnir Búnar til í Kanada Notaðar um viða vcröld Dominion Rubber Co.Ltd.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.