Heimskringla - 09.10.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 09.10.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 9. CjKTÓBER, 1929 Bökuniu tekur skemri tíma, minni fyrirhöfn og minna mjöl ef þér notið--- obínHood PI/OUR “Peningana til baka” ábyrgðin í hverjum poka EKKEHARD Saga frá 10. öld, eftir I. von Scheffel. Rínar stöndum við á helgri grund. Það er mál til koniið að við athugum hvað hafi spír- að þar fyr á tímum, áður en hið óheillaríka dægurþras drepur < okkur löngunina til þess.” Einn skemtilegan frítíma höfðu þeir Con- rad og Ekkehard lagt leið sína gegnum Oden- wald, og hitt þar í litlum birkidal á hálfhulda lind. Með vatni hennar svöluðu þeir þorsta sínum, og Conrad sagði: ‘‘Beygðu höfuð þitt því þetta er lundur þess liðna; hér er bækitré Haka og brunnur Siegfrieds. Það var á þess- um’stað sem hetja hetjanna fékk ólífissár- af spjóti hins grimma Haka og vökvaði blómin með blóði sínu. Þarna á Siedelhof syrgði Grimliildur sinn góða maka, unz Hunnic kom og bað um hönd hennar og hjarta. Og hann hélt áfram að segja honum hinar gömlu helgi- sögur af kastalanum í Worms, auðæfum Nifl- unganna, og hefnd Grimhildar. Þegar hann sagði frá ljómuðu augu hans af hrifningu.” ‘‘Hlustaðu,’’ sagði hann við hinn unga vin sinn: ‘‘Þegar við erum orðnir fulltíða menn og æfðir í skáldskaparlistinni, skulum við reisa helgisögum Rínar minnismerki. Nú þegar brýtzt um í sál minni stórkostleg frásögn um hetjuskap, hættu, hefnd og dauða. Eg þekki íþrótt hins hrausta Siegfrieds, hvernig hann gerði sjálfan sig ósæranlegann, enda þótt eng- inn geti framar drepið dreka og baðað sig í blóði þeirra. En sá, sem með hreinu hjarta, sýgur að sér skógarloftið, og baðar brár sínar í morgundögginni kann þá sömu list. Hann getur skilið söng fuglanna í trjánum, vindur- inn segir honum fornar sögur, og hann verður einnig þróttugur og ósæranlegur; og ef hann hefir hjartað á réttum stað, mun hann skrifa niður allt það, sem borist hefir honum til eyrna, öðrum til gagns og skemtunar.’’ Ekkehard hafði hlustað með óttabland- inni undrun jfcákafa vinar síns og sagði: ‘‘Mig sundlar við því að heyra þig verða næst um því annan Homer.” Conrad brosti og svaraði: ‘‘Enginn mun þora að syngja aðra Ilionskviðu, en Niflunga- Ijóð hafa enn ekki verið kveðin. Eg er enn- þá ungur með ofurhug en hver getur sagt, hvað með aldrinum skeður.” í annað sinn gengu þeir saman á bökkum Rínar. Sólin skein upp yfir Wasauwald hæð- um og speglaðist í öldum fljótsins. Conrad tók til máls: ‘‘Eg þekki einnig yrkisefni fyrir þig, sem er einfalt og ekki um of grófgert né ofsafengið, og sem hæfir vell þinni gerð, því þú villt heldur hlusta á hljómana frá horni veiðimannsins en drunur og bresti þrumunn ar. Líttu upp! Á degi eins og þessum blik- aði kastalinn í Worms í sólskininu þegar hetj- an Walter frá Aquitania flúði úr þrældómi Húnanna til Frakklands. Á þessum stað réri ferjumaðurinn með hann, unnustu hans og dýrgripi, yfir fljótið. Síðan hélt hann til myrkviðarskógarins þarna. En sá bardagi, sem átti sér stað við Wasichenstein, hvílíkt gneistaflug og hjálmum og skjöldum, þegar mennirnir frá Worms ruddust fram til árás- ar. En hin mikla elska og samvizka gaf Wal- ter kraft, svo hann stóð á móti þeim öllum, jafnvel Gunnari konungi og hinum grimmúðga Haka.” Þannig hélt Conrad áfram sögunni til enda, og sleppti ekki einu sinni smáatriðum. ‘‘í kringum stóru trén sprettur upp mergð af ungviðum,” sagði hann. “Á sama hátt hefir myndast sægur af sögum út frá helgi- sögu Niflunga, sem hver er vill getur valið úr. ífú skalt þú yrkja eitt veglegt kvæði um Walter.” En Ekkehard lét smásteina flytja kerling- ar á yfirborði Rínar, og skildi næsta lítið af þvT, sem vinur hans sagði. Hann var orðinn námsmaður og hugur hans sífellt upptekinn af hans daglegu störfum. Atvikin skildu þessa tvo vini. Conrad varð að flýgja úr klaustur- skólanum fyrir það, að hann hafði sagt einu sinni, að (Logica) rökfræði Aristoteles væri hismi o ghey, en hvert hann fór vissi eiiginn. Aftur á móti fór Ekkehard til St. Gall og hélt áfram námi sínu, og varð lærður ungur maður, álitinn þess verður að verða prófessor; þá hugs aði hann til Conrads með yfirburða meðaumk- un. En frjóögnin getur legið lengi í manns- hjartanu og samt spírað að lokum og sprottið, líkt og hveitikornið í hinum egypsku múmíu- kistum. Það, að Ekkehard dvaldi nú glaður við þess ar minningar, bar þess vott, að hann hafði gengið í gegnum mikla breytingu síðan á klausturdögunum, og að þessi breyting var til batnaðar. Dutlungar hertogafrúarinnar, og hið með- fædda göfuglyndi Praxedis hafði haft fágandi áhrif á hans feimna og stirðfengna eðlisfar. Ófriðartíminn, sem yfir hann hafði runnið með árásum Húnanna kenndu honum að fyrirlíta þann starfsanda, sem miðaði allt við metorð og völd. Ennfremur hafði það sínar afleið- ingar fyrir hann, að liggja í sárum langan tíma, og líða þær kvalir sem því voru sam- fara. Þannig hafði lærisveinninn frá hinu kyrláta klaustri, þrátt fyrir krúnu og munka- kápu, breytzt gegnum þjáningar þann veg, að verða ekki aðeins lærður maður, heldur líka hugmyndaríkt skáld, sem heldur sína leið líkt og höggormurinn er losnað hefir við ham sinn, og bíður eftir tækifæri til að yfirgefa sitt hálf- dauða og hangandi ástand, á grindum og girð- ingum, eins og gamalt útslitið fat. Dags-daglega, þegar hann starði á hina tignarlegu fjallatoppa, og sogaði í sig hið hreina og heilnæma loft, var það honum ráð- gáta hvernig hann gat fundið ánægju í því, að lesa og blaða í dökkgulum handritum, og hvernig hann fór að verða nærri vitlaus út af drambfullri og drottnunargjarnri konu. ‘‘Ó hjarta, láttu það farast, sem hefir ekki kraft til að lifa,” sagði hann við sjálfan sig, ‘‘og byggðu þér nýjan heinr, en láttu hann standa djúpt hið innra, láttu hann stækka, hækka, styrkjast — og láttu hina dauðu jarða hina dauðu!” Hann byrjaðj að ganga um aftur, en í þett sinn var hugur hans fullur af friðsælli gleði. Eitt kveld, þegar hann hafði hringt kveldklukkunni, kom hjarðmaðurinn frá Eben alp inn til hans í hellinn. ‘‘Guð blessi þig fjallabróðir,” sagði hann. “Þú hefir haft nrikla hitasótt og ég kem með nokkuð, sem lokalækningu, en augu þín eru svo lífleg og kinnar þínar svo rjóðar að ég sé að þess er ekki þörf.” Hann opnaði síðan klútinn, sem hann hélt á, og sýndi honum þar lifandi maura hrúgu og nokkrar þurrar greninálar. Síðan henti hann þessum fénaði fram af klettinum. “Ef þú hefðir ekki verið eins hraustur og þú ert, áttir þú að sofa á þessu næstu nótt," sagði hann hlægjandi. ‘‘Þeir bíta burtu eftir stöðvar hitans.” “Veikindin eru um garð gengin,” sagði Ekkehard; “ég þakka þér fyrir meðalið.” “Þú verður samt að gæta þín fyrir köld- unni,” sagði hjarðmaðurinn. ‘‘Dökkt ský hefir dregið upp yfir Brulltobel, og pöddurnar eru að skríða út úr holum sínum, sem er ó brigðullt merki um næturbreyting.” Næsta morgun glömpuðu fjallatindarnir skjallahvítir. XJm nóttina hafði snjóað tals- vert, að það var of snemt að ætla, að veturinn væri kominn. Um daginn skein sólin skært og bræddi næst um því allan snjóinn með hin- um brennheitu geislum sínum. Um kveldið er Ekkehard sat hinn blaktandi furukyndil sinn, heyrði hann allt í einu þrumudynki svo gífurlega, að líkast var sem fjöllin væru að bresta í sundur og hrynja. Hann hrökk við og greip hendinni um ennið, eins og hann byggist við hitaveikinni aftur. En í þetta sinn var ekki um að ræða neinn óvirkileika frá sjúkum hug. Dynjandi bergmál kom frá fjöllunum hinu megin, gegnum skörð og gil Sigesalp og Maar- wiese, og því fylgdu ógurlegir skruðningar eins og ótölugrúi stórra tréstofna væri að hrynja. Því næst varð hljótt, nema upp frá dalnum stigu alla nóttina lágar kvalafullar stunur. Ekkehard gat ekki sofið. Síðan um nótt- ina í Seealpvatni vantreysti hann skilningar- vitum sínum. Snemma um morguninn klifr aði hann upp Epenalp. Benedikta stóð við kofadyrnar og henti snjóbolta í munkakápuna hans í kveðjuskyni. Hjarðmaðurinn hló þegar Ekkehard spurði hann ’ um friðspillir næturinnar. ‘‘Siíkan söng munt þú oft heyra,” sagði hann. ‘‘Snjóflóð hefir fallið ofan í dalinn, og stunurnar hafa hlotið að vera þínar eigin hrotur.” ‘‘Eg svaf ekki,” svaraði Ekkehard. Þau fóru niður með honum, og heyrðu koma und- an snjónum fjarlægar stunur. “Þetta er undarlegt,” sagði hjarðmaðurinn. “Einhver lifandi vera hefir orðið undir snjóflóðinu.” “En faðir Lucius af Quardaves væri enn lifandi,” sagði Benedikta,” myndi ég álíta þetta vera hann, því rödd hans var mjúk og hás lík þess- ari sem vér heyrum.” ‘‘Þegiðu villingurinn þinn,” sagði faðir hennar. Þau sóttu skóflur og alpastafi, og gamli hjarðmaðurinn tók einnig öxina sína og síðan fylgdu þau öll þrjú farvegi snjóflóðsins. Það hafði fallið niður frá Æscher, og runnið yfir grassvörð og grjót, og hrifsað með sér furutrén , hliðinni líkt og þau væru hálmstrá, Þrír stórir klettar, einskonar varðmenn dals- ins, höfðu veitt flóðinu viðnám, og við þá hafði hrúgast upp heilt fjall af snjó og ís. Að- eins örlítið hafði komist yfir þetta varnarvirki, og mikill hluti fannkyngjunnar hafði tvístrast í kring í misstóra kesti fyrir ofurmagn þrýstingsins. Hjarð maðurinn lagði eyrun við snjódyngjuna, gekk síðan nokkur skref áfram og stakk stafnum niður og sagði: “Hér verðum við að grafa.” Síðan byrjuðu þau að moka snjóinn með miklu kappi, og eftir nokkra stund voru þau búin að grafa sig svo langt niður í fanndyngjuna að gryfju- brúninn bar við himinn hátt yfir höfðum þeirra. Við og við urðu þau að stanza við þetta kuldaverk til þess að hendurnar frysu ekki. Allt í einu kom hljóð frá hjarð- manninum og Ekkehard rak upp undrunaróp. Svartur blettur kom í ljós. Hjarðmað urinn greip öxina sína og eft- ir fáeinar fleiri skóflur reis upp loðin skepna mjög þung lega, teigði framlappirnar upp í loftiö og rumdi líkt og þeg- ar einhver er að vakna af djúpum svefni. Því næst fór hún hægt upp á klettinn og settist þar. Það var stór bera, sem í fiskileiðangri um nóttina niður að vatninu, með maka sínum, hafði lent í snjóflóðinu. Karldýrið hreyfði sig ekki, hann hafði kafnað við hlið hennar, og lá nú í hinum fasta svefni dauð- ans, með ögrandi þjóskufulla drætti um trýnið eins og hann hefði yfirgefið þetta líf í bölbæn- arskapi til hins of fljóta og örlagaþrungna snjóflóðs. Hjarðmaðurinn ætlaði að ráðast á kven- dýrið en Ekkehard aftraði honum þess, og sagði: ‘‘Lofaðu henni að lifa; okkur nægir að hann er hér dauður.” Þeir drógu björninn út, þó sameinaðir kraftar þeirra ætluðu varla að nægja til þess. Beran sat á klettinum á meðan og horfði á, Hún rumdi annað slagið, og leit við og við tár- fullum augum til Ekkehards eins qg hún hefði skilið málamiðlun hans. Síðan þrammaði hún niður, en auðsjáanlega ekki í neinum ill- um tilgangi. Á meðan höfðu báðir mennirn- ir reynt að draga áfram herfang sitt, með hjálp af samanfléttuðum furugreinum, en þeg- ar beran kom hrukku þeir aftur á bak með reiðubúin vopn í höndunum. En bjarndýrið beygði sig yfir hinn dauða maka sinn, beit af honum hægra eyrað og gleypti það, til æ varandi minningar um glaða og góða smbúð. Þegr hún hafði gert þetta reisti hún sig á afturlappirnar og gekk í áttina til Ekkehards. Hann hopaði aftur á bak óttasleginn; hræddur við faðmlögin tók hann til að krossa sig og hafa yfir særingar St. Gallus gegn bjarndýr- um; ‘‘Vík burtu héðan úr þessum dal okkar, þú ófreskja skógarins. Fjöll og fjallaskorur eru þitt heimkynni, en láttu oss í friði og hjarðir okkar.” Beran nam staðar og í aug um hennar lýsti sér sár sorg, eins og hún væri meidd af því að tilfinningar hennar væru fyr- irlitnar. Hún lét hrammana niður og snéri frá manninum, sem vísaði henni burt. En tvisvar sinnum leit hún við áður en hún hvarf sjónum þeirra. “Svona dýr hefir tólf manna vit og getur lesið hugsanirnar í augum manns,” sagði hjarðmaðurinn; “annars hefi ég ástæðu til að álít þig heilagan mann, sem íbúar hinna af - skektu og auðu staða hlýða.” Hugsandi vó hann í hendi sér hrammana af dauða birninum. ‘‘Það verður veizla,” sagði hann. “Við skul- um éta þá næsta sunnudag, fjallabróðir, með góðu sí^ladi úr alpajurtum. Kjötið mun nægja okkur báðum í vetur og við skulum varpa hlutkesti um skinnið.” Síðan drógu þeir bjarnarskrokkinn upp til Öræfakirkjunn- ar. Snjórinn hafði ekki verið mikill og bráðn- aði fljótt. Sumarið hafði ekki enn yfirgefið fjöllin. Það átti eftir að kveðja þau með blíðukossum og ástar atlotum. Sabatsdagur- inn kom með sína friðsælu hvíld. Ekkehard neytti miðdagsverðar hjá hjarð manninum og dóttur hans, þar sem hrammarn- ir voru á borð bornir. Það var kjarngóð og gómsæt máltíð, vel tilreidd að þeirra daga sið. Þegar hún var búin klifraði Ekkehard upp á toppinn á Ebenalp, fleygði sér þar niður í ilmandi grasið og horfði til himins glaður í huga yfir endurbata sínum og aftur komandi þreki. í kringum hann voru geitur Bene- diktu á beit. Hann heyrði næstum . því marrhljóðið í hinu safamikla grasi milli tanna þeirra. Þokuský svifu meðfram fjallshlíðun- um. Benedikta sat þar nærri á stórum kalk- steini og horfði yfir til Sentis, en jafnframt lék hún einfalt en hljómmikið lag á hljóðpípuna sína og virtust tónarnir helzt líkjast rödd frá fjarlægum dögum bernskunnar . í vinstri hendinni hélt hún á tveimur tréspónum, er hún sló taktinn með þeim. Hún var vel að sér í þessari list sinni, og faðir hennar sagði stund- um raunamæddur: ‘‘Það var slæmt að hún var ekki kölluð Benediktus, hún myndi hafa myndað stóran flokk.” Við enda lagsins kallaði hún með sérstök um gleðitón úr hljóðpípunni yfir til nágranna- fjallsins, þaðan sem henni var svarað á sömu stund, með mjúkum en þó hvellum tón frá alpahorni unnusta hennar. Hjarðmaðurinn í Klusalp stóð þar undir dvergfurutrjám og lék “Kall hjarðmannanna”, mjög frumlegt lag, sem líktist ekki nokkru öðru sönglagi. Það 'virðist í fyrstu dauf suða, eins og í bíflugu, sem lokuð er inni, en leitast við að komast út; síðan hækkar það og breytist í undursamlega ástarhljóma, löngunarfulla með seiðandi heimþrá, sem þrýsta sér inn í hvert fylsni hjartans, svo sérhyer taug titrar af gleði og angurblíðu. Mér sýnist að þú munir vera orðinn hraust ur aftur, fjallabróðir, þar eð þú liggur svo á- nægulegur á bakinu,” kallaði Benedikta til Ekkehards. “Hefirðu gaman af hljóðfæra- slættinum?” ‘‘Já,” sagði Ekkehard, ‘‘haltu áfram.” Honum fanst hann ekki geta not- ið nógsamlega fegurðarinnar, sem var í kring um hann. Á vinstri hönd honum stóðu þeir Sentis og bræður hans í sinni þögulu tign.— Ekkehard þekkti hvern tind með nafni, og sendi hverjum þeirra vinarkveðju. Fram- undan honum gaf að líta hæðir og kletta, græn og grösug engi og dimm og drungaleg skógarþykni. Sá partur Rínarlandsins, sem takmarkast af Arlbergshæðum og hinum fjar- lægu Rhætianölpum mændu upp til hans. Dá- lítið belti af rakamóðu gaf til kynna hvar Konstanzvatnið var, þó það sæist ekki; og allt útsýnið var fagurt og stórfenglegt. Sá, sem hefir uppgötvað hinn dulda mátt, er rík- ir í fjallatoppunum, sem auðga og göfga mannshjartað, og lyftir huganum til hæða. hann fyllist meðaumkun þegar hann hugsar til þeirra, sem langt niðri í láglendinu draga sam- an sand og grjót til að byggja nýjan Babelturn; Hann finnur sig viljugan að taka þátt í fagn- aðarópum hjarðmannanna, sem þeir segja að jafngildi “faðir vor.” Sólin hafði náð Kronberg, á vesturheið sinni, og skreytti himininn með gullroðageisl- um sínum, sem einnig smugu gegnum mistrið, sem hvíldi yfir Konstanzvatni. Og innan stundar leystist hin hvíta slæða sundur, og hið bláa, hlýlega Untersee kom í ljós. Ekke- hard lét augun hvíla á þessari kvölddýrð. Á hinu bláa vatni kom hann auga á dökkan dep- il, eyjuna Reichenau; og fyrir handan hana sá hann hæð, sem bar lítið ofar en sjóndeildar- hringurinn; en hann vissi að það var Hohent- wiel. Sönglag hjarðmannanna rann saman við glamurhljóðið í bjöllum geitanna og yfir öllu umhverfinu varð kveldblærinn stöðugt meiri og þyngri. Roðageislum sló á hin grænu engi, og tindar Kamors voru hjúpaðir rósrauð- um bjarma, og sál Ekkehards laugaðist einnig í ljósadýrðinni. Hugsanir hans flugu burt um stund til Hegan. Hann sá sjálfan sig sitja aftur á Hohenstoffeln við hlið Heiðveigar, eins og daginn, er giftingar Cappans var minnst svo hátíðlega. Hadumoth og Adifax komu ríðandi heim úr fangavist sinni hjá Húnunum, full af fögnuði yfir frelsinu. Og upp úr ryki fortíðarinnar þutu fram í huga

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.