Heimskringla - 16.10.1929, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.10.1929, Blaðsíða 2
S. BLAÐSÍÐa HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. OKT., 1929 Magnús Jóhannesson. F. 21. nov., 1841—D. 16. sept., 1929 Þess var getið hér í blaðinu á dögunum að andast hefði á hetmili sonar síns og tengdadóttur sunnan við Gimli í Nýja Islandi öldungurinn Magnús Jóhannesson, einn af land- nemum Arnesbyggðar. Hann var fæddur á Kleif á Árshógsströnd í Eyjafjarðarsýslu .21. nóv. 1841. For- eldrar hans voru þau Jóhannes Brand- son og Sigurlaug- Þorkelsdóttir hjón á Kleif. Systkini Magnúsar voru möng. Er nú aðeins ein systir á lífi, Snjólaug Jóhannesdóttir, ekkja Sigurðar heitins Sigbjörnssonar, fyr- verandi ‘póstmeistara og verzlunar- manns í Arnesi. Um það leyti sem Magnús fæddist var prestur í Stærra Árskógi Hákon sonur Jóns sýslu- manns Espólíns. Var Magrrús skírð- ur af honum. Magnús ólzt upp þar innan héraðs en fluttist ungur austur í N. Múlasýslu og dvaldist þar nokk- ur ár. Þar kvæntist hann og var kona hans Kristiana Jónsdóttir bónda á Hrærekslæk. Sumarið 1877 flutt- ust þau til Ameríku ásamt mörgum fleirum af Norður og Austurlandi er fluttu það sumar. Héldu þau beina leið til Nýja íslands og nam Magnús land í grend við Árnes. Þar bjó hann um nokkurn tíma. Arið 1881 andaðist Kristiana kona hans. Höfðu þau þá eignast fimm sonu og misst tvo, var sá elzti er þá var á lífi, að- eins 3 ára, en hinir tveir, þeir yngri, aðeins tveggja nátta. Eru þeir allir á lífi og heita: Þarkell, bóndi á Grund við Gimli, kvæntur Friðriku Marju dóttur Jóhannes heitins Arna- son er bjó á Espihóli í Víðinesbyggð; McLAUGHLIN MOTOR CAR CO. LIMITED í NOTUÐU BÍLA DEILDINNI BEZTU BILAKAUP FÁANLEG Þeim manni sem vill fá sér góðan notaðan bíl til heimilisþarfa vildum vér ráðleggja að kaupa McLaughlin Buick Sedan Model 26-27. Það er góður og traustur bíll, í bezta ástandi, og svo vandalaus til með- ferðar, að kona yðar getur farið með hann vandræðalaust. Verðið er svo lágt að þér getið lagt hann ofan á kostnaðaráætlan til heimilis- ins. Kjörverð ....$825 1926 Paige Brougham. Ríkmann- legur bíll og málaður með gráum Duco lit, með hillu fyrir ferðakisttí ag fimm góðum hjólgjörðum. Er alveg eins og nýr. Bállinn fyrir þá sem vilja fá sér beztu bíltegund fyrir sem lægst verð. Niðurfærslu- verð þessa helgi .........$875 Hér eru tvenn kjörkaup. 1927 Essex Super Six Coupe og 1927 Essex Coach. Báðir bílarnir í bezta lagl, með ágætum vélum og á- byggilegum ............$500 hver Hér er sýnishorn af bílum, á niðursettu verði, handa þeim sem hraða sér 1923 Ford Touring $ 75 1922 Maxwell Tour. 225 1923 Ford Coach..... 125 1920 Oveland Tour. 125 1922 McLaugh. Tour. 225 TAKIÐ EFTIR STÖÐUNUM Utistöðvar fyrir notaða bíla : 203 Main St. Sýningarskáli fyrir notaða bíla: 216 Fort St. Utistöðvar fyrir notaða bíla: Maryland og Portage McLaughlin Motor Car Company Limited BEINT FRA VERKSMIÐJUNNI I BUÐINA Kristinn Gunnar, steinsmiður í Win- nipeg, kvæntur Þuríði dóttur Sigurð- ar J. Magnússonar er nú býr í Piney, en fóstur dóttir þeirra hjóna Brynj- ólfs Teitssonar Anderson og Sæunnar konu hans er nú búa í Arborg; Kristján, blikksmiður í Winnipeg, kvæntur Sigurlögu dóttur Sigurbjörns Jónssonar í Selkirk. Eftir lát konu sinnar brá Maignús' heitinn búi og stundaði að mestu leyti daglaunavinnu og að öðrum þræði upp í Winnipeg, og flutti svo loks alfarinn úr Árnesbyggð 1890. Bjó hann í suðurhluta bæjarins sem nefnd ur er Fort Rouge. Dvaldi þar í 17 ár, eða þangað til að Þorkell, elzti sonur hans, flutti norður að Gimli og fluttist hann þá með þeim hjónum þangað og dvaldi svo hjá þeim það sem eftir var æfinnar. Magnús heitinn var vaskleika og dugnaðarmaður fram til síðustu ára, en þá tók heilsu hans að hniigna, svo að fyrir tveimur árum síðan mátti hann ekki lengur á fótum vera. Lá hann svo rúmfastur það sem eftir var. Ráð og rænu hafði hann fram í andlátið. og fylgdist með þeim mál- um er á dagsskrá voru bæði hér og heima. Hann andaðist 16 sept. Jarðarförin fór fram miðvikudaginn næstan á eftir, þann 18, frá heimili sonar hans og Unitarakirkjunni í Árnesi. Séra Rögnv. Pétursson jarð söng og flutti ræðu heima og í kirkj- unni. Magnús heitinn var hinn mesti elju- og dugnaðarmaður meðan að kraftar leyfðu. Hann var ljúfur i viðkynningu og vinsæll meðal allra er til hans þekktu. Sá, er línur þessar ritar, var honum ekki kunnugur nema af afspurn, sá hann ekki fyr en að aldur og heilsubilun höfðu beygt hann og rýrt krafta hans. En þeir sem þekktu hann bezt hafa lýst honum svo að hann hafi verið hóglyndur og glaðvær, athugull og viðkvæmur, vin- fastur og sanrrleikskær. Greindur var hann vel,*og í viðmóti hans öllu lýsti séi' góðlyndi og drengsskapur, því varð hann svo kær öllum er honum kyntust. Hann er jarðsettur í grafreit Árnes- byggðar, þar sem margir samherjar hans frá frumbýlingsárum hvíla, við hlið konu sinnar, er hann missti svo snemma á tíð. —R. P. FRÁ ISLANDI Fleygar stundir Jakob skáld Thorarensen hefir gef- ið út í bókarformi nokkurar smá- sögur eftir sig, er hann nefnir “Fleygar stundir.” — Sögurnar eru þessar: Skuldadagar, Hlátur, Hel- fró, Hneykslið og ilmur vatnanna. Sumar sögurnar hafa áður verið prentaðar undir höfundarmerkinu “Jón jöklari.” Mun mörgum leika hugur á að kynnast þesasri nýju bók skáldsins.—Vísir. Ljóðabók ("Ný kvœði”) eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi er nú komin út. Er þetta fjórða ljóðasafn skáldyns. Hin eru: “Svartar fjaðrir” (1919), “Kvæði” (1922) og “Kveðjur” 1924).—Visir Alþjóðasamband samvinnufélaga Svo sem kunnugt er, gekk samband ísl. samvinnufélaga i Alþjóðasamband samvinnufélaga (International Co-op- erative AllianceJ á síðastliðnu ári. I Alþjóðasambandinu eru flest merk- ustu samvinnufélög heimsins. Það heldur aðalfund sinn annaðhvort ár, til skiftist í hinum stærri borgum Evrópu, en skrifstofur þess og fram- kvæmdarstjórar eru i London. Fram- kvæmdaráð Alþjóðasambandsins er skipað forgöngumönnum samvinnu- mála í hinum ýmsu löndum og heldur >að fundi sína á sama hátt og aðal- fundir eru haldnir, en með skemmra millibili. Alþjóðasambandið gefur út tíma- rit (Review of International Co-opæra- tion), sem kemur út mánaðarlega og er rnjög fjölbreytt að efni. Flytur sað greinar um ýms mál hagfræðilegs eðlis, ritaðar frá sjónarmiði sam- vinnumanna, þar sem rækilega er sýnt fram á, á hvern hátt samvinnu- félögunum er ætlað að leysa hin ýmsu vandamál fjárhagslegs eðlis, og*vinna jafnframt að vaxandi menntun og velmegun þjóðanna. Auk þess flyt- ur timaritið nákvæmar fregnir af starfi hinna ýmsu samvinnufélaga. Það er gefið út á ensku, þýzku og frönsku. Framkvæmdastjórn Alþjóðasam- bandsins safnar saman efnahagsskýrsl um félaganna og gefur út í einni bók árlega. Skýrslur fyrir árið 1927 eru nýkomnar út og verða hér tekn- ar nokkrar tölur úr þeim, til að gefa mönnúm nokkra hugmynd um starf samvinnufélaganna, að svo miklu leyti sem ráða má af tölum einum. I skýrslunni er félögunum skift í átta flokka eftir eðli þeirra. Allar upphæðir eru umreiknaðar í enska mynt, og þar sem gengi hefir verið breytilegt á árinu, hefir verið reikn- að út meðalgengi og fengnir til þess hæfustu menn. 1 samvinnufélögum þeim, sem skýrslur hafa gefið, eru samtals 51,- 707,787 félagsmenn, en þess ber að gæta, að æði mörg félöig þeirra sem í sambandinu eru, liafa ekki gefið skýrslu og vitanlega eru félög utan sambandsins ekki talin með. Félags nienn allra samvinnufélaga í heimin- um eru því talsvert fleiri en þetta. Af þessari tölu eru 60.07 per cent. í neytendafélögum, 0.34 per cent. í framleiðslufélögum verkamanna, 22,- 49 per cent. í búnaðarfélögum, 0.15 per cent. í ýmsum félögum (aðallega byggingarfélöigum), og 16.95 per cent. í lánsfélögum. I. Ncytendafél'óg 1 þessum flokki eru skýrslur frá 39 samvinnufélagasamböndum í 33 lönd- um, sem ná yfir 43,498 samvinnu- félög með samtals 31,101,954 fél- agsmönnum. 85 per cent. af þessari tölu ná yfir félög í Rússlandi, Stóra Bretlandi, Þýzkalandi og Frakklandi. Viðskiftin voru samtals £1,312,234,- 089, þar með taldar afurðir félags- manna £74,367,056. Félögin fram- leiddu sjálf vörur sem námu £119,- 225,586. Efnahag þessara félaga er þannig lýst: Innborgað hlutafé og stofnfé £109,099,695. Varasjóðir £50,105,- 496. Tekin lán £180,517.986. Inn- lán £21,796,956. Sem ágóði hefir verið endurgreitt £22,353,682. Vöru- birgðir voru samtals £121,636,642 en fasteignir, lóðir, vélar o. fl. £70,200,- 704. II. Heilds'ólufélög Skýrslan nær yfir 35 félög i 27 löndum, Viðskifti þessara félaga hafa vaxið mjög á árinu 1927 miðað við 1926. Samanlögð var viðskifta velta þessara félaga árið 1927, £362,- 714,413 og þar af eigin framleiðsla £65,177,696. III. (a) Framleiðslufélög verka- manm Skýrslur eru frá 14 félagssambönd- um í 11 löndum og ná yfir 2,102 fél- ög með 174,962 félagsmönnum. Sala þessara félaga hefir verið samtals £13,849,652. III. (b) Sambönd framleiðslufélaga, sem neytendafélög eiga Skýrslur eru frá 20 samböndum í 9 löndum og er samanlögð sala þeirn £6,324,067. Af félögum í þessum flokki eru þau sænsku og svissnesku merkust. IV. Búnaðarfélög í þessum flokki eru talin samvinnu- félög þeirra, sem landbúnað stunda, og selja afurðir sínar sameiginlega. Skýrslur eru frá 21 félagssambönd- um í 18 löndum, og ná yfir 93,926 félög með 11,644,318 félag’smönnum. Framleiðsluvörur félagsmanna voru seldar fyrir £308,342,921, en saman- lögð er sala sambandanna í þessum flokki £421,276,642. V. Ýms Samvinnufélög í þessum flokki eru aðallega bygg- ingafélög og eru félagsmenn þeirra samtals 70,834 en umsetning £1,233,- 341. VI. og VII. Samvinnubankar og Lánsstofnanir Samanlögð velta £2,419,933,275. Veitt lán og keyptir víxlar £286,919,- 498. Hlutafé ag stofnfé £26,687,- 119. Varasjóðir £8,055,795. Tekin lán £118,275,163. Innlán (sparifé) £117.494.142. VII. Vátryggingarfélög Líftrygðir eru 1 félögum í þessum flokki 6,175,876 menn fyrir £600,262,- 711. Iðgjöldin 1927 samíals 6,616,- 553. I heildartryggingum eru tryggðir 5,272,007 menn fyrir £66,- 432,030, en iðgjöldin eru £753,922. Svo sem áður er tekið fram, hafa æði mörg félög í Alþjóðasambandinu ekki gefið skýrslur, svo þær tölur sem hér eru tilgreindar sýna ekki alla starfsemi félagssambandanna, sem eru í Alþjóðasambandinu. Það er auð- vitað mikið verk að ná þessum skýrsl- um saman og ekki nema eðlilegt að eitthvað vanti. En óhætt er að telja að míkill hluti verzlunarstarfsemi samvinnufélaga sé samandreginn í þessum tölum og gefa þær því hug- mynd um í hvað stórum stil neyt- endur og framleiðendur hafa tekið verzlunina í sínar hendur og tryggt sér þannig hagkvæmari viðskifti. Til skýringar má geta þess, að ísl. kaupfélö,g -eru talin með félögum • í I. lið, Samband ísl. samvinnufélaga í I. lið og sláturfélögin i IV. lið skýrslunnar.—Tíminn. Or “Á Austurvegum” Eftir Magnús Magnússon Kötluhlaupið 1918 Hér er ekki. staður né tími til að skrifa ítarlega um þetta ægilega hlaup, sem talið er eitthvert hið stórfeld- asta, sem sögur fara af, en örfá atriði skulu þó rifjuð upp, og er þar stuðst við sögusagnir sjónarvotta og skýrslu Gísla sýslumanns Sveinssonar. Er sú frásögn, sem eftir honum er tek- in orðrétt, sett innan tilvísunarmerkja. Þann 12. okt., 1918, rúmlega einni stundu eftir hádegi fundu Víkurbúar snarpa jarðskjálftakippi, ag ekki leið á löngu áður en gufumekkir miklir sáust yfir Mýrdalsjökli, en dynkir af- skaplegir heyrðust til fjalla, en fram Mýrdalssand vestanverðan valt fram jökulsflóðalda dökkmórauð á lit, sem bar við himin og féll til sævar beggja megin Hjörleifshöfða. — “Var sem striðan sjávarnið að heyra.” Sendi sýslumaður þá menn á fjöll upp til þess að forvitnast um undur þessi. Fluttu þeir þau tíðindi, “að mökk furðulegan legði upp úr jökl- inum.” Lagði mökk þann undan veðri austan yfir Álftaversafrétt og yfir Skaftártungur, en “mestallur Mýrdalssandur væri sem einn haf- sjór að sjá með fljótandi jökulhrönn- um, sem hæstu hús væru.” Eins og sakir stóðu, var Álftaver í mestri hættu fyrir hlaupinu, en Skaft ártungur vegna öskufallsins, en allt kvikt á sandinum var dauðadæmt; “samgöngur allar stöðvaðar yfir Mýr- dalssand og þar með um óákveðinn tíma öll kaupstaðar viðskifti og fjár- rekstrar”. Kauptúninu í Vík var einnig bráður háski búinn, en þess hefir verið getið hér að framan, og verður því ekki gert að umtalsefni hér, en þess eins skal getið, að “vegna skruggugangs og eldinga” var eigi kveikt á rafljósunum, svo að bærinn var að mestu leyti í myrkri, og öllu símasambandi var slitið. — Svona var það í Vík, þennan fyrsta dag hlaups- ins, en hvernig var það í Álftaveri, sem átti öll þessi ósköp yfir höfði sér beinlínis? Þennan dag var bjart veður að morgni og gott, en gráleit þoka huldi þó Mýrdalsjökul og náði allt fram á Hafursey. Var réttadagur ag “safnsmenn, 16 að tölu, voru dreifð- ir um allan austurhluta Mýrdalssands hið efra.” “Um miðmunda” heyrðu réttamenn nið mikinn og “undarlega þungan” í vestri, og vissu þeir eigi gerla í fyrstu, af hverju stafa myndi, en ekki leið á löngu áður en skýringin kom. Móðan yfir Mýrdalsjökli varð svart- ari, “kolsvart þykni steyptist til land suðurs yfir loftið” ag fyrsta jökul- flóðsaldan geystist niður eftir sandin um. Er smalarnir sáu ógn þessi,, yfirgáfu þeir fjárhópana, “setti hver á harðasprett og kallaði hver til ann- ars að Katla væri að koma.” “Hlupu réttarmenn” þá á bak hestum sínum og “hleyptu fram yfir Skálm, en framan hennar er nær öll bygðin, en nálægt 100 föðmum ofar, en þeir þeystu yfir ána, vallt fram óðfluga geysihár veggur grásvarts jökulflóðs með braki og gusum, sem í hafróti. Sluppu bændur fram yfir en smalar hleyptu í Skálmarbæjarhraun, sem er bær ofan ár og austur við Kúðafljót, efstur i Alftaveri.’” Réttarmenn riðu nú allt hvað af tók til bæja, en jökulflóðið var á hæl um þeirra. —- “Stefndi það á bæinn Holt, braut á augabragði túngarð- inn og flæddi yfir túnið,” en fólkið flúði. GIGT orsakast þegar nýrun hreinsa ekki þvagsýrueitrið úr blóðinu. GIN PILLS lækna með mótverkun á sýr- una og að láta nýrun vinna aftur.— 50c askjan hjá öllum lyfsölum. 133 “Gerðist þetta allt á fjórðungi stundar og jafnhliða þessum undrum skall yfir isköld krapasletta með blautri sanddrífu, enlátlaus reiðarslög” fylgdu með “ægilegum gauragangi.” Og kl. 8 að kveldi þessa dags var jörð öll orðin svört af sandi í Álfta- veri, en nóttina alla gengu svo mikl- ar þrumur og eldingar, að enginn þar um slóðir hafði lifað önnur eins býsn. — Geta allir menn gert sér í hugar- lund við hvaða skelfingar Álftvering- ar hafa átt við að búa þessa nótt, þegar eins vel mátti við því búast að hlaupið flæddi yfir sveitina alla á hvaða stundu sem var.—Mbl. þér sem notiff T I M B U R KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. Stofnað 1882 Löggilt 1914 Hitað hafa heimiii í Winnipeg síðan “82” D. D.Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD HOWARD WOOD LIONEL E. WOOD President Treasurer Secretary (Plltnrnlr nem ttllum reyna a9 þAknant) KOLogKÓK Talsími: 87 308 Þrjár símalínur ANADIAN NATIONAL RAILWAYS JARNBRAUTA OG SKIPA FAR- BREF TIL ALLRA STAÐA í HEIMI Sérstakar Ferðir Til Ættjarðarinnar Ef þú ert að ráðgjöra að fara heim í vetur þá findu farseðlasala Canadian National Rail- ways. Það borgar sig fyrir þig. Canadian National umboðsmenn eru reiðubúnir að að- stoða þig í öllu þar að lútandi. Það verða margar aukaferðir heim til ættlandsins á þessu hausti og vetri og Canadian National Raiiways selur farbréf á öll Atlanzhafs línuskipin og gengur frá öllum samningum þar að lútandi. ödýr Fairlbréf yfir Ðesember tíiH Allra Hafnstaða Attu Ættingja Heima á Gamla Landinu sem Vilja Komast til Ganada? FERÐIST ÁVALT MEÐ CANADIAN N ATIONAL RAILWAYS SJE SVO, og þú œtlar að hjálpa þeim til að komast 'fiingað til lands þá líttu inn hjá oss Vér önnumst allar slíkar ráð- stafanir. ALLOWAY & CHAMPION JÁRNBRAUTA UMBOÐSMENN UMBOÐSMENN ALLRA LINUSKIPA FJELAGA. 667 Main Street, Winnipeg Sími26 361 Farþegum nuctt við lending á útleið og heimleið

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.