Heimskringla - 16.10.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 16.10.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. OKT., 1929 í hverjum pakka er óvænt gjöf snotur rósótt postulíns SKÁL EÐA BOLLI Robin Hood OdtS BEZT því það er ofn-þurkuð EKKEHARD Saga frá 10. öld, eftir I. von Scheffel. hans með skáldlegri gleði og hrifningu, sög- urnar af Walthari og Hildigunni, sem Conrad frá Alzey hafði sagt honum. Hann stökk á fætur svo létt ogj^ fjörlega, að hinum gamla Sentis hefði mátt vel líka. I líkingarfullu hugarflugi skáldskaparins verður mannshjart- að að njóta þess, sem lífið hefir ekki getað veitt því, eins og dáðríkra verka og ástar sælu. “Eg vil yrkja kvæði um Wálthari frá Aquitaniu!” hrópaði hann til hinnar hverfandi sólar, og honum virtist hann sjá vin sinn, Conrad frá Alzey, standa í hvítum klæðum, í skarðinu milli Ligesalp og Maarwiese, og Con- rad brosti til hans og sagði: “Láttu sjá og gerðu það!” Ekkehard gekk hugglaður að þessu verki. Hjarðmaðurinn hafði einu sinni sagt við hann: “Það sem er gert hér uppi verður annaðhvort að vera vel gert, eða ekki látið koma fyrir al- menningssjónir, því annars verður það fjöll- unum að athlægi, og þetta hafði hann sam- þykkt. Þegar hjarðsveinninn var sendur inn í dal- inn til að sækja egg og hunang, bað Ekkehard húsbónda hans að lofa honum að vera einn dag lengur í burtu svo hann gæti tekið af hon- um bréf til bróðursonar hans í St. Gall. Hann skrifaði það með rúnaletri sem var tíðkað í klaustrinu, svo .enlginn ólærður gæti lesið það. Bréfið hljóðaði þannig: “Heill og blessun sé með klaustursveinin- um Burkard. Þú sem hefir verið sjónarvottur að mótlæti föðurbróður þíns munt geta þagað. Spurðu ekki eftir núverandi dvalarstað hans, Guð er allstaðar. Þú hefir lesið í Procopius um Gelimer Vandalakonung: hvernig hann í fangelsinu í Numidiufjöllum og sárri neyð, bað sigurvegarana að gefa sér hörpu, svo hann gæti gleymt sorg sinni í söng og hljóðfæraslætti. Hugsaðu þér í því sambandi föðurbróður þinn, t sem nú biður þig að gefa bréfberanum eina af þínum litlu hörpum, og nokkra ströngla af bókfelli, ásamt litum og penna, því hjarta mitt hefir, í einverunnií vaknað upp til ljóðagerða. Brendu þenna miða. Náð guðs sé ávalt með þér. Vertu sæll!” ‘‘Þú verður að vera aðgætinn og varkár, eins og þú værir að ræna arnarhreiður,’’ sagði Ekkehard við hjarðsveininn. “Spurðu eftir klaustursveininum sem var með Romeias varð- manni þegar Húnar komu, og afhentu honum bréfið, en talaðu ekki um það við nokkurn mann. Hjarðsveinninn lagði vísifingurinn á varirnar og sagði: ‘‘Við segjum engar sögur; fjöllin kenna okkur þagmælsku.” Eftir tvo daga kom hann til baka og tók upp körfu sína fyrir dyrum Ekkehards. Undir hinum grænu eikartágum.sem huldu innihaldið, dró hann fram litla hörpu, í lögun eins og þríhyrning, með tíu strengjum. Síðan fylgdu litir og skrifáhöld, og mörg blöð af mjúku bók- felli, vandlega vöfðu upp svo það legðist ekki í hrukkur eða fellingar. Hjarðsveinninn var ánægður á svipinn og þrjóskufullur. “Þú hefir gert vel,” sagði Ekekhard. ‘‘Eg fer ekki þangað aftur,” sagði drengur inn í hálfum hljóðum, og krepti hnefana. ‘‘Hvers vegna ekki?’’ “Vegna þess að slíkur staður sem þessi er ekki fyrir okkur. í biðstofunni spurði ég eft- ir sveininum og fékk honum bréfið. Eftir það langaði mig til að sjá hverskonar dýrðling- ar það væru, sem gengju þar í skólann í munkabúningi, svo ég fór inn í klausturgarð- inn, þar sem þessir ungu dánumenn drukku vin og köstuðu teningum — það var frídagur. Eg horfði á þá varpa steinum að ákveðnu marki og leika með prikum, og ég gat ekki stillt mig með að hlægja, því allt var þetta bjálfalegt og skoplegt. En þeir vildu vita að hverju ég væri að hlægja, svo ég tók upp stein og henti honum tuttugu skref lengra en sá bezti þeirra, og sagði: “Óskaplegir grænjaxl- ar eru þið; þið reynið að gera aflraunir og feika leiki í þessum mussum. Eg get ekki skorað á neinn ykkar í kapphlaup eða glímu. t»ið getið bara ekkert.!’’ Við það þutu þeir að mér með stafstautum sínum, en ég greip !þann næsta og hringsnéri honum svo hann kastaðist niður líkt og lemstraður hræfugl. Þá gerðu þeir hávaða mikinn og hrópuðu að ég væri ruddalegur fjallafantur, en að styrk- leiki þeirra væri fólgin í mannviti og þekk- Ingu. Mig langaði þá til að vita hvað mann- vit væri, og þeir sögðu við mig: Drektu eina krús af víni, svo skulum við skrifa það á. bakið á þér.’’ Klapsturvínið var gott svo ég drakk einn eða tvo .bikara og því næst skrifuðu þeir eitthvað á bakið á mér. Eg anan ekki hvernig það fór allt fram, og næsta Enorgun vaknaði ég með pínandi höfuðverk og vissi jafnlítið um mannvitið í klaustrinu og ég hafði gert áður.” Hjarðsveinninn snéri sér við um leið og hann endaði mál sitt og dró niður hina gróf. gerðu skyrtu sína, og sýndi Ekkehard bakið á sér, þar sem skrifað stóð með svörtum vagn áburði:— ‘‘Að Appenzell er þessi náungi, heið- inglegur rhddi, kjáni, og ósvífinn bóndastrák- ur.” Þetta var eitt af gamanyrðum klausturs- ins svo Ekkehard gat ekki látið vera að hlægja. ‘‘Vertu ekki reiður yfir þessu,” sagði hann, "og mundu, það er þín sök fyrir það að sitja of lengi yfir vínkollunni.’’• En hjarðsveininum rann ekki reiðin svo auðveldlega, né fljótt. “Svörtu geitumar mínar eru mér miklu kærari en þessir fínu dánumenn,” hreytti hann út úr sér, um leið og hann lagaði aftur skyrt- una sína. ‘‘Og ef’ ég hitti einhverntíma einn slíkan heigul á Epenalp, skal ég skrifa eitthvað á bak honum með glóandi kolamola, svo að hann gleymi því ekki meðan hann tórir, — og ef hann yrði ekki ánægður með það, gæti hann fengið að velta niður í hringiðuna líkt og vorsnjóflóð.” Þetta tautaði hann um leið og hann gekk burtu. Ekkehard tók upp hörpuna og settist við krossinn fyrir utan hellinn, og sló einn léttan og glaðan tón. Það var orðið langt síðan hann hafði snert á hljóðfæri, og í hinni miklu einveru var það skemtun fyrir hann, að gefa tilfinningum hjartans útrás í ljúfum sönglög- um. Sönglistin er máttug meðhjálp skáld- skapargáfunnar, og söguljóðið um Valter, sem í fyrstu var óljóst í huga hans, skýrðist nú og allt efnið varð lifandi fyrir hugskotssjónum hans. Hann sá Húnana nálgast, glaðværa riddara, ekki nærri því eins fráhrindandi í út- liti og þeir, sem hann hafði fengist við fyrir fáum mánuðum síðan. Þeir fluttu burtu með sér sem gisl hin konunglegu börn frá Fran- coniu, og með þeim hina ungu Hildigunni, prýði Burgundar. Hann sló strengina með miklum krafti, og þá sá hann Attila konung, tigulegan í útliti og framgöngu, mann, sem gaf mikið fyrir gleðskap og gott vín. Konungsbömin ólust upp við hirð Húnanna, en er sá tími kom að þau voru ekki lengur börn, urðu þau gagn- tekin af heimþrá, og þau mundu hvemig þau í bernsku hefðu verið heitin hvort öðru. Síð- an heyrði hann trumbu slegna og hljóðfæra- slátt. Húnarnir sátu þá að sumbli, og Atli konungur kneifaði óspart úr hinum stóru drykkjarbrúsum, og allir aðrir fylgdu dæmi hans, og drykkjarskvaldrið hvað við um höll- ina. Þá sá hann hina ungu hetju frá Aqui- taniu söðla reiðskjóta sinn í tunglskininu, og Hildigunni koma með fjársjóð Húnanna, og hvemig Valter lyfti henni upp í söðulinn og reið með hana burt úr ánauðinni. í fjarska svifu myndir af hættu, flótta, ferð yfir Rín og hræðilegu einvígi við hinn á- gjarna Gunnar konung. í stórfeldum dirfsku fullum dráttum stóð hin gamla saga fyrlr sjón- um hans, sagan, sem hann ætlaði að gera dýrðlega í einu einföldu hetjukvæði. Og þá um nóttina við furukyndilinn, byrjaði Ekke- hard þetta verk sitt. Hrífandi gleðitilfinn- ing greip hann þegar honum lukkaðist að gera söguatriðin lifandi í ljóði sínu. Sá mað- ur var í sannleika nhkill og dásamlegur, því með hinni hugnæmu skáldskaparlist gerir mað urinn sjálfan sig að skapara, og lætur nýjan heim verða til af engu. Næsta dag hélt hann áfram starfi sínu jafn glaður. Hann gat ekki gert sér grein fyrir eftir hvaða reglum og lögum hann óf saman söguþræðina, — og vissulega er það’ ekki ætíð nauðsynlegt, að vita hvarfyrir og hversvegna hlutirnir eru svona en ekki hins- vegar. Þú heyrir vindinn blása, en hvaðan hann kemur og hvert hann fer getur þú ekki sagt. Þannig er sérhvað það sem af andanum er fætt, segir Jóhannes guðspjallamaður. Og þegar við og við efi og vantraust kom yfir hann, gagnvart getumöguleikum sínum — því hann var að eðlisfari hugdeigur, og hélt oft, að ekki væri hægt að leysa neitt vel af hendi, án bóka eða fyrirmyndar — þá gekk hann fram og til baka þrönga stíginn framan við hellinn, og með því að festa augun á hin um tignarlegu fjöllum, fékk hann hughreysting og frið og hann sagði við sjálfan sig: “Við- víkjandi öllu, sem ég segi og skrifa, vil ég spyrja sjálfan mig, hvort það sé eða muni þóknanlegt Kamor og Sentis.’’ Með því að hugsa þannig var hann á réttri leið, því þeir, sem öðlast innblásturinn frá náttúrunni sjálfri, yrkja jafnan sannast og bezt, enda þótt vizk- an og gagnrýnin niðri í dölunum dæmL það margsinnis froðu og staðlausann heilaspuna. Dagarnir liðu sem augnablik við þetta geð- þekka verk. Hann klæddi myndir helgisagn arinnar í latneskan búning og ljóðaform Virg- ils. Þýzkan fanst honum of gróf og ekki nógu nákvæm fyrir hið heillandi efni sögu- ljóðsins. Hann fann ekki til einverunnar, vegna hinna hrífandi sögupersóna. Hann hugsaði sér að vinna, slitalaust dag' og nótt, en líkaminn krefst þess alltaf að honum sé einhver sómi sýndur, og tillit tekið til hans. Þess vegna sagði Ekkehard við sjálfan sig: "Sá sem vinn ur verður að miða dagsverk sitt við sólarganginn.” Þeg- ar því kveldskuggarnir lögð- ust yfir nágrannahæðirnar, hætti hann skriftum, greip hörpuna, og klifraði út gegn- um jarðgöngin til Ebenalp. Staðurinn þar sem skáldskap arandinn kom fyrst yfir hann var orðinn honum mjög kær. Benedikta varð mjög glöð þegar hann kom fyrst með hörpuna. “Eg skil þig fjalla- bróðir,” sagði hún; “þú munt ekki eiga neina unnustu og þess vegna hefir þú fengið þér hörpu til þess að opin- bera henni leyndarmál hjart- ans. Þú hefir ekki gerst hljóðfæraleikari til einskis. Hún blístraði gegnum fing urrta í áttina til lága, strá- þakta kofans að Klusalp, hljómfagra tóna, sem var svarað með komu hjarðmanns ins, er hún elskaði. Hann var ungur, fríður fýnum og bar stórann silfurhring í hægra eyra sér, heiðursmerki hjarðmannanna. Þessi eyrna hringur hafði slöngulögun, og niður úr honum honum hékk á mjórri festi lítill mjólkur- spóhn. Lendar hans voru girtar breiðu leðurbelti með silfurlás í kýrlíkani. Hálf feiminn og hálf skrítinn stóð hann þögull fyrir framan Ekke. hard og starði á hann, en Benedikta sagði: ‘‘Góði fjallabróðir, spilaðu nú eitt danslag; við höfum aldrei getað það sjálf svo að gagni komi. Hnn getur ekki blásið í hornið sitt og sveiflað mér og sér í kring á sama tíma, og þegar ég leik á hljóðpípuna mína þarf ég að nota báðar hendurnar. Ekkehard varð hrifinn af þessari heil brigðu gleði fjallabarnanna, og spilaði fjörugt danslag sem þau dönsuðu eftir, á hinu mjúka alpagrasi, unz máninn rnildur og fagur gægðist upp fyfir Maarwiese. Þáu heilsuðu honum með gleðisöng og héldu svo dansinum áfram. En að lokum er þau voru orðin þreytt á dans- inum, hvíldu þau sig við hliðina á hinu nýút- sprungna skáldi, og Benedikta sagði: “Ein- hverntíma færð þú laun þín, kæri, góði hörpu- leikari. Það er gömul saga hér í fjöllunum að einu sinni á hverjum hundrað árum blómstri blátt undrablóm í klettahlíðinni, og fyrir hverj- um þeim, sem slítur upp það blóm opna fjöll- in sig. Öll auðæfi þeirra glitra og skína og sá hinn sami má ganga inn og taka af þeim eftir vild sinni, o gfylla hatt sinn gulli og gim- steinum. Ef ég finn blómið skal ég vísa þér á það, svo þú getir orðið vel auðugur maður. Eg sjálf hefi ekkert með þetta að gera, því,” bætti hún við og vafði örmum sínum um háls hins unga hjarðmanns, ‘‘ég hefi þegar fundið minn dýrmæta fjársjóð.” En Ekkehard svaraði: “Eg veit ekki held- ur hvað ég ætti að gera við það.’’ v Og hann sagði satt. Sá sem er kominn inn í ríki listarinnar, hefir fundið hið ekta bláa blóm. Þar sem aðrir sjá ekki neitt nema urðir og kletta, kemur hann auga á afar- mikla fegurð, þar finnur hann auðæfi, sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Og þó hann eigi aðeins kopar í vösum sínum, er hann samt ríkari en víxlarar og auðkýfingar ver- aldarinnar. ‘‘Hvað eigum við þá að gera við töfra- blómið?” spurði Benedikta. ‘‘Gefa það geit- unum og kálfunum,” sagði ungi hjarðmaður- inn hlægjandi. “Þau verðskulda að fá einu sinni verulega góða veizlu.” Aftur tóku þau til að dansa í tunglskin- inu og héldu því áfram þar til faðir Benediktu kom upp til þeirra. Eftir að hann hafði lok- ið við dagsverk sitt tók hann að negla upp yfir kofadyrum sínum skininn og blásinn bjarnar- haus. Hann hafði spent kjálkana sundur með steini og þetta nýja skraut skaut svo miklum skelk í bringu kúnna og geitanna, að þær flýðu burt er þær sáu það. “Satt að segja eru þið hér uppi nægilega hávaðasöm til þess að Sentis fari að titra og skjálfa,’’ hrópaði hann er hann sá þau. ‘‘Hvers konar uppþot er þetta sem þið eruð að gera hér?” Og með góðlátlegum áminningum rak hann þau~ heim í kofann. Kvæðið um Walter lengdist óðum. Þegar hugurinn er fullur af sefaríku söguljóði má höndin hafa sig alla við til þess að halda í við hann. Eitt miðdgsbil þegar Ekkehard, samkvæmt venju, var á gangi eftir hinum mjóa stíg, sá hann óvæntann og ókunnann gest koma á móti sér. Það var beran sem hann hafði grafið upp úr snjónum. Hún klifraði hægt eftir götustígnum og hélt á einhverju milli tannanna. Ekkehard þaut til baka inn í hell- inn og sótti spjótið, en beran kom ekki sem óvinur. Hún stanzaði góðlátlega við inngang- inn að bústað hans og lagði þar á lítinn kletta- stall feitt múrmeldýr, sem hún hafði veitt. Var það gjöf sem hún vildi launa með lífgjöf. ina, eða var það vottun um alveg sérstakar tilfinningar? Hver getur sagt um það? Ekkehard hafði þegar hjálpað til þess að eyða hinum dauðlegu leifum maka hennar, og gat þáð verið að ást hennar hefði þar af leiðandi snúist til hans? Vér þekkjum of lítið þau lög, sem liggja til grundvallar makavali og þesskon ar tengslum, til þess að geta svarað því. Beran settist niður mjög hægt fyrir fram- an hellinn og starði inn í hann. Ekkehard komst við að sjá hana og með spjótið ennþá I hendinni greip hann trédisk með hunangi og setti fyrir hana. En hún hristi höfuðið með vanþóknunarsvip, og tillit hennar var þrung- ið af hugsun og þunglyndislegt. Ekkehard tók þá niður hörpuna sína og spilaði danslagið sem Benedikta hafði beðið um. Og tónarnir höfðu sýnilega sefandi áhrif á hið yfirgefna og einstæðingslega dýr. Hún reis upp á afturfæturnar og fór að stíga mjúklega fram og til baka eftir hljómfall- inu En þegar Ekkehard tók að spila harðara svo að það nálgaðist ofsa og trylling, nam beran staðar og leit hversdagslega til jarðar. Hennar þrjátíu ára gamla samvizka leyfði henni ekki að dansa í samræmi við það. Hún lagðist aftur niður fyrir framan hellinn, eins og hana langaði til að heyra og njóta lofsöngs St. Gallus um bjarndýrin, þar sem hann lýsir þeim þannig, að þau hafi yfir að ráða aðdá- unarverðri háttprýði. ‘‘Það er líkt á komið með okkur,’’ sagði Ekkehard. "Þú hefir mist ástvin þinn í snjóinn, og ég minn í storminn. — Eg ætla að spila fyrir þig annað lag.’’ Síðan spilaði hann sorgarlag og beran hlustaði róleg og ánægjuleg að því er virtist, og .rumdi við og við. Eftir litla stund, sagði Ekkehard, sem v<ar stöðugt með söguljóðið í huga: “Eg hefi lengi brotið heilann um það, hvaða nafn ég ætti að gefa drottningu Húnanna, sem ann- aðist hina ungu Hildigunni. Nú veit ég hvað það á að vera. Eg skal nefna hana Ospirin, hina “goðbornu beru!’’ Skilurðu hvað ég segi?” Beran leit til hans eins og hún skildi og væri samþykk því er hann sagði, og Ekkehard greip handritið og skrifaði niður nafnið. Þörf- in hjá honum fyrir það, að tala við einhverja lifandi veru um það sem hann hafði verið að framleiða hafði verið mikil. ‘‘Hér meðal hinna hrikalegu fjalla,” hugsaði hann “getur björninn ef til vill tekið þá stöðu, sem undir öðrum atvikum myndi krefjast að skipuð væri lærðum manni.” Hann gekk því fram, hall- aði, sér fram á spjótið og las hátt fyrir ber- una byrjunina á kvæðinu. Hann las það skýrt, með miklum áherzlum og tilfinningum, og beran hlustaði með lofsverðri þolinmæði. Hann las áfram, meira og meira um það, hvemig .riddararnir frá Worms höfðu veitt Valter eftirför inn í Wasgau-skóg, og lent þar í bardaga við hann, og enn hlustaði hún þolin- móð. En þegar hvert einvígið fylgdi á fæt- ur öðru viðstöðulaust, þegar Ekkfried af Sax- ony hneig dauður niður hjá líkum félaga sinna, og Hadwart og Patafrid bróðursynir Haka sættu sömu örlögum, þá reis beran hægt á

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.