Heimskringla - 16.10.1929, Blaðsíða 3

Heimskringla - 16.10.1929, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 16. OKT., 1929 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSÍÐA Glímuförin til i Þýzkalands -------- . i Fcrðasögubrot eftir Árna Óla i (Arni Óla blaöaniaöur er í Þýzka- landi með glímuflokk ‘Ármanns.’ ( Hefir hann sent Morgunblaöinu eft- j irfarandi frásögn af fyrstu glímusýn- ingunum). Hamborg 10. sept. Aö kveldi þess 3. sept., kom ég á- samt glímuflokk ‘Armanns’ til Kiel. Var okkur þar mæta vel tekið. | Glímusýningarnar byrjuöu þar næsta dag. , Skólabómwn í Kiel sýnd glhnann I Fyrir hádeig'i var leikfimissýning í, Nordostseehalle. Er þaö gríðarmik- | xð hús og byggt upphaflega sem sýn- | íngarhöll, en þegar lággengiö var úr sogunni, vildi enginn sýna, og var þá nokkur hluti hússins geröur að samkomusal og geta þar verið 2,000 manns. Kl. 2. átti aö vera sýning íyrir skólabörn og æskulýð borgarinn ar, en þau fóru þegar aö tínast aö kl. 11 og voru iöandi af áhuga. Að- gangur var ókeypis og munu þarna hafa verið um 2,000 unglingar og Eennarar. Voru krakkarnir ákaflega Erifnir af sýningunni, stúlkurnar af leikfimni og strákarnir af glímunni Og þegar vér komum út a& sýning- unni lokinni, var hópur drengja þar aö reyna aö glíma. Og eftir þaö kom þráfaldlega fyrir, er vér gengum á götu og mættu drengjum, að þeir hrópuöu upp og sögðu: “Í'íei, þarna koma þá gliímukapparnir!” Aö sýningu lokinni bað bæjarstjórn okkur til miödegisveröar á Hlótel Kronprinz. Siöan var farið með sporbraut niður aö höfn og með igufu Fát út allan Kiel-fjörö til baöstaöar t fjarðarmynninu, og heitir hann La- Foe. Þar er oft margt um mann- inn. 1 veitingahúsi, sem heitir Fried- richshof, snæddum vér miðdegisverð. Er það stórt hús meö mörgum sölum, en þó var nú svo þröngt að vér urðum að setjast aö borðum úti, og Eafði enginn neitt á móti því. Meðal gestanna voru þarna eitt- Evað um 20 húsmæöraskólastúlkur og að boröhaldi loknu var því “slegið upp balli” og dansað langt fram á kveld og sungið á milli. Tókst fljótt igott viðfengi með Islendingum og stúlk- unum og bar ekki á að það væri neitt til baga, þótt hvorug skildi tungu mál hinna. ' Þar kom alheimsmál augnanna i góðar þarfir eins og svo -oft áður. Var það með miklum söknuði að vér kvöddum blómarós- irnar, þegar ferjan til Kiel kallaði á okkur. Fyrsta sýning fyrir altnenning ’ Um kveldið var sýning í Kiel— fvrsta sýning fyrir almenning. Var hún í rauninni ágætlega sótt, þegar tekið er tillit til þess hve glíman, Is- land og íslendingar eru lítt þekt og að sýningarstaðurinn var nokkuð út úr skotinn. Sýning hófst á því að flokkurinn gekk inn salinn milli áhorfendarað-1 anna og bar Sigurður Thorarensen , fána í fararbroddi, en piltarnir sungu “Öxar við ána.” Þegar upp á glímu pallinn kom, skipuðu þeir sér tveir j og tveir saman, en Sigurður gekk j fram og kvaddi áhorfendur fána-1 kveðju. Dunaði þá hið mikla hús i af lófataki. En er þvi linti sungu I piltarnir “Ó Guð vors lands,” en allur manngrúinn hlýddi á standandi. Því næst gekk Lúðvík Guðmundsson fram og flutti fyrirlestur um ísland, skörulega, og á svo lýtalausri þýzku, að menn dáðust að.— Dynjandi lófaklapp Söngur og bcendagltma Að þvi loknu hófst leikfimi — en ekki vannst tími til að sýna annað en staðæfingar. Ef marka má lófatak- ið, sem piltarnir fengu að launum, má ætla, að áhorfendum hafi getist vel að æfingunum. En þó jókst fÖignuður þeirra margfaldlega, þegar byrjað var að glíma. Var hver glírna þökkuð með lófataki og eins hvert fallegt bragð, frækileg sókn eða lagleg vörn. Sérstaklega virtist á- horfendum mikið til koma liðleika Ragnars Kristinssonar, lægni Jörgens og snetpu Þorsteins Kristjánssonar. Að lokum var svo bændaglíma. Voru þeir Sig. Thor. og Þorsteinn bænd- ttr. Kom nú nokkurt kapp í glímu- mennina og fundu áhorfendur það fljótt, því að nú iðuðu þeir í sæt- um sínum af áhuga. Seinast stóð Sigurður einn uppi gegn fjórum, og ég segi það satt, að Reykjavíkingar myndu ekki hafa látið fögnuð sinn ólmlegar í ljós heldur en Kielverjar, þegar Sigurður lagði andstæðinga sína að velli hvern af öðrum, og stóð seinast uppi sem sigurvegari. Voru glímumennirnir tvívegis kallaðir fram. .—Seinast sungu þeir “Deutschland, uber alles,” en allur manngrúinn tók undir og drukknuðu raddir glímu- mannanna i þeim glaumi. Sungu áhorfendur kvæðið á enda af miklum móði, en “orkester” lék undir svo hvein í salnum. Og þar með var þesari fyrstu sýningu lokið. Máttu glímumenn vel við una, hvernig hún hafði gengið. Eitt skygði þó á gleðina, að sýningin gaf engan fjár- hagslegan arð, heldur þvert á móti. Varð allur kostnaður svo mikill að tekjurnar hrukku ekki. 1 Neumunster Daginn eftir fórum vér til Neu- munster. Það er verksmiðjubær inni í miðju Jótlandi; álika langt frá Eystrasalti og Norðursjó. Þar eru um 40 þúsund íbúar, sem eingöngu lifa á iðnaði og eru því heldur fá- fróðir. Af þeim, sem ég talaði við þar, kannaðist aðeins einn við Is- land. Var það ritstjóri ai>nars blaðsins, sem igfefið er út þar, “Hol- steinische Courier.” — Hann kannað- ist líka við gliímuna, hafði séð hana á stúdentamótinu í Kiel í sumar. I Neumunster höfðum við sýning- una um kveldið, en þar var allt illa undirbúið og komu ekki nema sárfáir, eitthvað tæplega 200 manns. Var það hálf þunglamalegt fólk og vissi maður lengi vel ekki hvort því lík- aði vel eða illa, en svo kom lófaklapp- ið allt í einu og upp frá því linti því ekki sýninguna á enda. Það var líka óhætt að klappa fyrir þeirri sýningu, því að hún tókst mæta vel, jafnvel beíur en í Kiel. Frá Neumunster fórum við til Kiel og vorum þar næstu nótt. i Um kveld ið var samkoma í Hotel Kronprinz. Voru þar allir sem á einhvern hátt höfðu aðstoðað okkur með ráðum og dáð i Kiel. Var sungið og dansað fram undir miðnætti og iglatt á hjalla. I Hatnborg Daginn eftir (sunnudag) fórum vér í býti til Hamborgar og komum þangað fyrir hádegi.^ Hér erum vér gestir borgarstjórnar (eða ríkis- stjórnar, því að Hamborg er sérstakt ríkij. Var farið með okkur i dýra- garð Hagenbecks upp úr hádeginu og dvalið þar lengi dags, en um kveldið var farið i “Operuna.” I gærkveldi var sýning í stóru og- skemtilegu samkomuhúsi, sem heitir Sagebiell. Hafði borgarstjórn kevpt sýninguna, bauð þangað ýmsum op- inberum starfsmönnum og seldi auk þess þeim, er hafa vildu. Mátti svo kalla, að hinn mikli salur væri alveg fullur. Sýningin tókst með bezta móti, enda var glímupallurinn hér ólikur þeim í Neumunster og Kiel. Alls stóð sýningin 2 1-2 klukkustund og tóku kunnugir til þess og töldú merki- legan fyrirburð, að enginn skyldi fara fyr en sýningu var lokið. Mætti nokkuð af þessu marka,hvernig mönnum hefir líkað, enda kvað við sama tón hjá öllum, sem við höfðum tal af, að þeim hefði þótt sýningin afbragsgóð. Sama sögðu landar sem þarna voru, eftir þeim, sem þeir þektu. (Já, því þarna voru milli 10—20 landar, sem eiga heima hér i borg). Á lófataki áhorfenda mátti °g glögt heyra, hvernig þeim líkaði, því það var stundum eins og dynj- andi þruma og jókst alltaf og mest að lokum. Er þetta stórsigur fyrir Is- lendinga og íslenzku glímuna, þvi hér er fólk skemtanavant, og lætur ekki bjóða sér allt, en dáist heldur ekki að öðru en því, sem því þykir gott. Nú erum við á förum til Lubeck. A. O.—Mbl. Frá Islandi. Raflýsing svcitabœja: Guðmundur Einarsson fri Vík í Mýrdal hefir í sumar reist einkar vandaða rafmagnsstöð að Ögri við ísafjarðardjúp. Stöðin er 15 ha., og hefir til ljósa, hitunar og suðu; einnig lýsir hún kirkju og fundarhús. —Guðmundur er nýkominn að vestan, en fer nú austur að Flögu í Skaftár- tungu og setur upp stöð þar. Að því loknu mun hann setja upp stöð að Fossi í Mýrdal. Túnfiskur á Austfjórðum Norðfirði 12. sept. Fyrri part ágústmánaðar sást hér túnfiskur meira og minna ,um alla Austfirði. Einna mest bar á honum i Mjóafirði. Síldveiði hafði verið hér talsverð fram til þess tíma, en hún hvarf eftir að túnfiskurinn fór að gera vart við sig. Túnfiskurinn sást oftast nær í smáhópum — þetta 3—5 saman. — Synti hann að jafnaði i vatnsfletin- um, og fór afar hratt. Sumstaðar lenti hann í síldarnetum og reif þau öll og tætti. Hér á Norðfirði kom hann hvað eftir annað alveg upp að bryggjum, og sást mjög greinilega. Reynt var að skjóta hann en það mistókst. Hér hefir ekki orðið vart við hann upp á siðkastið. En í Mjóafirði sást til hans í fyrradag. 1 gærkveldi átti Morgunblaðið tal við dr. Bjarna Sæmundsson og fékk hjá honum meðal annars eftirfarandi vitneskju: Túnfiskar hafa fundist hér reknir á land við og við, einn og einn. Það síðasta,>sem um hann hefir heyrst á undan þessu, var, er túnfiskur fannst rekinn á Álfhólafjöru í fyrra og tek- in var af honum mynd, þar sem hann lá í fjörunni, og var mynd sú hér i sýningarglugga Morgunblaðsins. Túnfiskur er venjulega 3 metra á lengd og vegur 150 kg. En fyrir kemur að hann verður 5 metra lang- ur og 500 kg. Er hann meðal annars að því leyti einkennilegur, að blóð- hiti hans er nokkrum stigum ofan við sjávarhita. Hann lifir mikið á síld og skyldum fiskum. Er þvi ekki ó- líklegt að túnfiskstorfurnar hafi fælt síldina eystra. Aðal heimkynni hans eru í Miðjarð- arhafi, og í heitari hluta Norður- Atlanzhafs. En oft kemur fyrir að hann veiðist við Danmörku og Nor- egsstrendur. Hefir veiðst óvenju- lega mikið af honum um þær slóðir i sumar og undanfarin sumur.— Segir dr. Bjarni, að telja megi það bera vott um óvenjuleg hlýindi í sjónum eystra, að túnfiskur gerir þar svo mjög vart við sig.—Mbl. Aths.: 1 kg. kílógramm er 2.2 pund ensk. . Hér er yðar vetrar Yfirhöfn NAFNSPJOLD DYERS «fe CLEANERS CO., LTD. grjöra þurkhreinsun samdægurs Bæta og gjöra viTS jBjörgvin Guðmundson f A. R. C. M. j Teacher of Muisic, Composrtion, j Theory, Counterpoint, Orche*- 11 tration, Piano, etc. Slml 37061 Wlnnlpegr, Man. j~ HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja I dh. s. g. sijipsos, x.n., d.o., D.q. Chronic Diseases Phöne: 87 208 'Suite 642-44 Somerset Blk. jWINNIPEG —MAN. | j l 555 Arlington SL Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— HaKKnKe and Fnrnltnre Hatiig j j 668 ALVBUSTONE ST. j SOII 71 808 l Eg útvega kol, eldivitS metl sanngjörnu vert5i, annast flutn- | ing fram ogr aftur um bæinn. • l A. S. BARDAL ; selur líkkistur og annast um útfar- j I ir. Allur útbúnaSur sá bezti. | Ennfremur selur hann allskonar j minnisvarba og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. j Phone: 86 607 WHVSTIPEG r j DR. K. J. AUSTMANN \ Hlýtt, Smekklegt, og á lágu verði $29.50, $35,00 $45, $65 VÆGIR SKILMÁLAR KING’S LIMITED The House of Credit 394 PORTAGE AVE. (Nextto Boyd Bldg.) HÁTIÐAFERÐIN TIL ÍSLANDS 1930 Nú er. búið að ákveða HÁTIÐISDAGANA A ÞINGVÖLLUM fyrir Alþingishátíðina, — 26. TIL 29. JÚNÍ að báðum meðtöldum. ÞAÐ ER ÞVf MINNA EN ÁR TIL STEFNU OG SÁ TÍMI LÍÐUR FLJÓTT, ÞANGAÐ TIL LAGT VERÐUR AF STAÐ FRÁ WINNIPEG TIL REYKJAVIKUR. Það veitir því ekki af að fara að búa sig undir ferðina. Hin hagkvæmustu kjör viðvíkjandi fargjöldum, fyrir væntanlega heimfarendur, með hinum ágætu járnbrautarlestum og skrautlegu skipum CANADIAN PACIFIC félagsins, fást nú með örlítilli niðurborgun er menn ættu nú að tryggja sér sem fyrst. $245.80 FRÁ WINNIPEG TIL REYKJAVfKUR OG TIL BAKA AFTUR. Fyrsta farrými á járnbrautum en þriðja á skipunum. Farbréfagildi til árs. ÞETTA VERÐUR EINA TÆKIFÆRI ÆFINNAR fyrir fjölda marga íslendinga að heimsækja æskustöðvar, frændur og vini, og samfagna með þjóðinni á þessum einstak- asta og söguríkasta hátíðisdegi hennar. Húsnæði, fæði og þjónustu, hefir IJeim fararnefnd Þjóðræknisfélagsins samið umfyrir ferðahópinn þegar heim kemur. NEMUR SÁ KOSTNAÐUR AÐEINS $52.80f HÁLFAN MÁNUÐ meðan á hátíðahaldinu stendur á Þingvöllum og í Reykjavík. Skrifið yður fyrir farbréfi sem fyrst og sendið niðurborgun. Peningarnir verða geymdir og afhentir yður ef eitthvað kemur fyrir svo þér getið ekki farið. ETtir kaupum á farbréfum, upplýsingum og öllu aðlútandi ferðinni snúi menn sér til W. C. Casey, General Agent, Canadian Pacific Steamships. R. G. McNeillie, General Passenger Agent, Canadian Pacific Railway. Eða J. J. Bildfell, formanns Heimferðarnefndarinnar, 708 Standard Bank Bldg., Winnipeg. Canadian Pacific Umkringir jörðina j YYTynyard —:— Sask. DR. A. BLÖNDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsimi: 22 296 |Stundar sérstaklega kvensjúkddma j og barnasjúkdóma. — Aó hltta: kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. I Helmili: 806 Victor St. Simi 28 130 Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldsr. Skrifstofuðími: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er ab finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. TalHfml: »3158 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenzkir lögfrœðingar 709 MINING EXCHANGB Bldg Sími: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur aö Lundar, Piney, Gimli, og Riverton, Man. Björg Frederickson píanókennari byrjar aftur kennslu 4. sept. Nemendur búnir undir próf. Phone 72 025 ; Ste. 7, Acadia Apts. Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stnndar eitigiinKii auidna- eyrna- nef- ok kverka-ajúkdóma Er aB hitta frá kl. 11—12 f. h og kl. 3—5 e. h. Talxfmli 21834 Heimili: 638 McMillan Ave. 42691 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrceðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenzkur L'ógfrceðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitol MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNIIVG ST. PHONE: 26 420 |Mrs. B. H. Olson! j TEACHER OF SINGING Í5 St. James Place Tel. 35076 A óDtRh VERDI “FURNACE” —bœhl vi«ar og kola "furnace” lltltl brúkati, er til sölu hjá undtrrttuöum. Gott tœklfæri fyrir fólk út á landi er bæta vilja hitunar- áhöld á heimtllnu. GOODMAN & CO. 786 Toronto St. Slml 28847 MESSUR OG FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Messur: — d hverjum sunnudegi kl. 7. e.h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálparnefndinl Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. j Kver.félagið: Fundir annan þriðju dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. S'öngflokkurinn: Æfingar á hverju II fimtudagskveldi. iSunnudagaskólinn:— A hverjum sunnudegi kl. 11—12 f. h. j DR. C. J. HOUSTON 1DR. SIGGA CHRISTIA> SON-HOUSTON GIBSON BLOCK Yorkton —Sask. Þorbjörg Bjarnason L.A. B. Teacher of Piano and Theory 726 VICTOR ST. StMI: 23130 ;E. G. Baldwinson, L.L.B. LöfffrirKInKur Ronldonoe Phono 24206 Offloo Phone 24063 708 Mtnlui? Exchanfo 356 Maln St. WINNIPEG. 100 herbergl raeí eTla An haUa SEYMOUR HOTEL verö sanngjarnt Sfml 28 411 C. G. HCTCHISON, elcandl Market and Klng St., Wlnntpeg —:— Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.