Heimskringla - 16.10.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 16.10.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. OKT., 1929 ^tcímsknnglci (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKXNG PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnunj Ritstjóri. Utanáskrift til hlaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone : 86 537 WINNIPEG, 16. OKT., 1929 Film- og Jazzmenning. i. ÁHEYRENDUR Troðfullt leikhús. Hátíðisdagur stúdenta og æðri skóla námsmanna. Að- almyndin á enda, og nú skal tónabað hins “sæta, söngsins englamáls,” sefa taugarn- ar, sem í því nær tvo klukkutíma hafa titrað, stríðþandar eins og fiðiustrengur. fyrir dulmagni glæpaleiksins frá New York, eða Chicago, eða einhverri annari stórkostlegri mauraþúfu heimsmenning-. arinnar. Sjáaldrið hleypur í hnipur fyrir ofbirtunni er sindrar frá fetlöngum Ijós- stöfum á léreftinu: “The Metro Movie” frá Broadway: óviðjafnanlegir lista- menn hinnar miklu heimsborgar. Stafirnir miklu hverfa af léreftinu og þar sem þeir voru gefur að líta aldingarð með gosbrunni, fögrum blómum og svöl- um í baksýn klæddum vafningsviði. Hæ, prestó! svolítill hluti af Sevilla fluttur á Broadway. Og í aldingarðinum tveir Spánverjar (Júðar) skrautklæddir eins og nautavígamenn, með gull og silfurrenda strengleika á hnjánum. Þeir leika og syngja, og það er auðheyrt að þeir kunna að fara með hljóðfærin, þessir ‘‘man- söngvarar.” En mansöngurinn er lélegt jazzlag við ótrúlegan enskan leirburð; hvorttveggja jafn gersneytt suðrænum ástarbríma og postulínshundurinn nafn- frægi á kommóðunni. Ekki einu sinni fjör^andi, að minnsta kosti ekki af munni þessara mansöngvara. Raddirnar eru ekki beinlínis ljótar, það er að segja ekki alltaf en kætin er aðeins í munnvikjunum, og í vélrænum axlahnykkjum og mjaðma- skaki. En áheyrendur hlýða hugfangn- ir. Hispursmeyjar og búðarjungfrúr velta togleðurstuggunni út fyrir tann- garðinn öðru megin, og hvíla kjálkavöðv- ana, meðan sálin teigar af þessum nautna brunni hljómlistarinnar, og smákippir fara um herðar og mjaðmir í strangasta samræmi við hljóðfallið og fyrirmyndirn- ar á léreftinu. Og á eftir mansöngnum dynur lófaklappið um allan salinn jafnt frá stúdentunum og ‘‘stúdínunum” rétt fyrir framan oss, eins og frá búðajungfrún um og samfylgdarmönnum þeirra. Og nú sér inn í stofu. Dyratjöldum í baksýn er slegið frá og Titta Ruffo kem- ur fram á sviðið, klæddur venjulegum kveldbúningi. Hann byrjar að syngja, yndislega, óbrolúa. ítalska ástarvísu, ó- svikinn mansöng, hnykkjalaust og fettu- laust, með óviðjafnanlega fagurri og þjálf- aðri rödd; lýtalaust að öllu leyti, svo orð fá ekki lýst. Hann notar enga kæki; aðeins nokkur svipbrigði, til þess að fylgja á eftir einstaka línu. En hann er í sjón eins og fólk flest; hann er hér ekki jafn kunnur og Caruso heitinn; hann rífur ekki úr sér rokurnar, heldur syngur alltaf með stilltri röddu, og syngur á ítölsku Og þetta allt saman vekur aðeins aðhlát- ur áheyrenda. ‘‘What the .......... is he warbling about!’’ “Gee, look at that Wop!” Og tennurnar elta togleðrið, og tungan kjamsar. Og hinn upprennandi menntalýður landsins byrjar að æpa að söngvaranum, eins og verið væri að hrópa ‘‘pereat” að óvinsælum kennarafausk. Og við hvert svipbrigði og hverja-nýja línu sungna a^sast köllin og mjálmskrækirnir Og það ber mest á menntalýðnum, eins og vera ber. En vesalings Titta Ruffo veit ekki af þessu, þarna á léreftinu. Hann hneigir sig brosandi og kurteislega, þó enginn klappi og hverfur á bak við dyra- tjöldin. Og á léreftið koma “Tfhe Famous Three Keller Sisters,” í rússneskum bændabúningi (sniðnum og silkisaumuð- um á Broadway) ; ein klædd sem rússnesk ur bóndi (Broadwaybóndi) og tvær sem bóndastúlkur. Og nú dofnar kliðurinn og fellur í dúnalogn. Því þessar ‘‘fam- ous” og “rússnesku” systur — Júðar úr fljótsbakkahverfi New York borgar, að því er virðist — byrja á rússnesku þjóð- lagi, sem á jafn skylt við frumtegundina og saltarinn við saxófóninn, auk þess sem leirburðurinn er enskur, og því skiljanleg- ur áheyrendum. Listina má leggja að hnífjöfnu við iþrótt , ‘‘troubadouranna.” Og raddirnar samkyns, nema hvað í þeirri minnstu “famousu” tístir eins og ryðgaðri járnsög í hvert skifti, sem hún lyftir sér til flugs á hinum ‘‘hæstu tón um.” Og nú hlustar allur skarinn hug- fanginn; menntalýðurinn jafnt sem hinir. Og kjálkarnir stanza og herðar og mjaðm- ir aka á stað. Svo hneigja þær “famous”u sig, — og lófaklappið dynur um allan salinn. — II. LISTAVERKIÐ Annað leikhús í Winnipeg. Kvik- myndin ‘‘Víkingurinn” ‘‘Technicolor.” Dásamlegasta hyggjusmíði kvikmyndalist aripnar. Alveg ‘‘thrilling” frásögn um æfintýri “Leif the Lucky.” Helztu per- sónur: Alwin, ungur og fríður jarl á Englandi; Helga NilsSON, fósturdóttir og fósturbróðurdóttir Leifs, sem fylgir honum í allar víkingaferðir; Sigurður, höfuðkappi Leifs; “Leif Ericsson” (Leif the Lucky); “Egil” svarti, formaður hans; ólafur Tryggvason; ‘‘Eric” rauði; kona ‘‘Eric's." Efni og þráður listaverksins Hjálmvængjaðir, og sérstaklega hjálmhyrndir víkingar, allsnaktir að beltis stað ráðast á höll Alwin jarls; strádrepa allt kvikt, nema sjálfan hann, er þeir hneppa í þrældóm. Næst gefur sýn á Noregsströndum. Þar er Alwin fangi í kaupmannsbúð, sem er eins og “fjalaköttur” að utan, en hlað- inn úr slétthöggnum stórbjörgum að inn- an. Kaupmaður, kafloðinn um krúnu og andlit, klæddur búningi Hansakaupmanna á 14. öld, gengur um gólf og strýkur skeggið. Að búðinni kemur þeysandi á hvítum færleik Helga “Nilsson,” í trosn- uðu valkyrjugervi, lánuðu í Bayreuth hjá erfingjum Wagners, eftir að hafa gengið sér til húðar í söngleikjum hans. Fröken Nilsson “eigrar á gríðar stuttpilsi,” rauðu, er nær ofan á mitt lær, en er í alls engu innanundir, að því er séð verður. Tin- hjálm ber hún á höfði og festir á rjúpna- vængir, álíka og þeir, er gólf voru sópuð með sumstaðar á íslandi í voru ungdæmi. Blátt silki-‘‘slag” flaksast um herðar henni. Jungfrúin ríður geyst í hlað og fellur þar af baki (fyrir börnin) ; stendur upp, dustar sig og gengur í búðina til Kaupa. Þar slagsar hún fram og aft- ur með hendur á mjöðmum, þegar hún styður þeim ekki á þann part líkamans, er tekur við fyrir neðan mjóhrygginn, og læt- ur skína í tanngarðinn, eins og þorpara- glenna frá Fljótsbökkunum í New York, eða East End í London. En þetta eru uppáhaldsstellingar hennar í öllum leikn- um og mun vera í samræmi við hug- myndir Hollywoodskálda og myndlistar- manna, um norrænar hefðarkonur á dögum ÓlaÆs Tryggvasonar. 1 Fröken Nilsson lízt vel á þrælinn Alwin, fréttir hann um ætterni (sú setning lánuð hjá soldánsdótturinni í kvæði Heine^sra) og kaupir hann. Þessu næst fer hún með hann og fylgdarliði sínu, til herbúða Leifs og hans ‘‘Viking crew,” sem unir þar á sjávar- ströndinni við nautshornafyllirí og stóð hestaglamur. Eru hestarnir teymdir fram og aftur í sandinum eins og kapp- reiðagæðingar á skeiðvelli, enda auðsjáan lega, arabiskir eldisgripir, sennilega keypt ir úr hesthúsum Harry Sinclairs olíuhá- karls, um það leyti sem hann varð að fara í svartholið. Þar kemur Siggi ber- serkur skeiðríðandi með kvenþræl fyrir aft an sig, er hann gefur konu sinni, 18 lýsi- punda maddömu, er verður svo glöð við, að hún hnippir svo öflugt í Sigga, að hann fellur flatur á óæðri endann (smá- börnum og hálMtum í leikhúsinu til áberandi skemtunar). Siggi er annars myndarmaður, og gengur í bólusteyptri tinbrynju eins og fröken Nilsson, og eru tvær sérdeilislega stórar bólur fyrir geir- vörturnar. Ennfremur kemur þarna fyrst í ljós “Egil” svarti, sem er skotinn í fröken Nilsson. Meðan á þessu gengur situr Leifur; sem kvað vera frægur um öll Norðurlönd fyrir krafta, kjark og réttlæti, í höll Ólafs Tryggvasonar. Er Leifur hinn ásjáleg- asti, (í skrautbúningi, sem er 300 árum á undan tízku þeirra tíma) nýkominn út úr “Beauty Parlor,” með ‘‘marcellað hár og yfirskegg; litað með henna, eins og hár gleðikvenna í Feneyjum, er Tiziano heitinn Vecellio málaði manna bezt. Ól- afur Tryggvason er jafnvel “marcellaður” og Leifur, en lítur ekki út af eins hermann lega út og Snorri segir frá honum. Er Ólafur herðakúptur og veimiltítulegur labbakútur á að sjá, og riðar í hásætinu undir kórónu og ofhleðslu pells og pur- pura, enda nákvæmlega ásýndum eins og tígulkóngurinn í spilunum. Leifur og Ólafur sitja með landabréf frá 15. öld á milli sín og er þar dregið á ísland og Grænland og þar vestur af Ginnungagap, og eldrauðir drekar á fossbrúninni. Drekk- ur Ólafur skál Leifs og heitir á hann að finna Ameríku. Fá nú allir sér í staup- inu og verður af svo mikill gleðskapur, að allir fara undir borð nema Leifur og Ólafur. Nú ríður Leifur til herbúða, en þar er allt í uppnámi, því Alwin hefir læðst í burtu og fundist flatmagandi í sólskin- inu undir eikartré lesandi í bók, er hann hefir haft með sér frá Englandi. Helga þeysir þangað og ber hann, og Egill blandar sér í málið, en þykist of góður til þess að taka hólmgönguáskorun Al- wins, unz Leifur segir, að sér, víkingja- höfðingjanum, myndi þykja sómi að því, að berjast við Alwin, þrælinn. Fara Eg- ill og Alwin á hólm, og er Egill auðvitað svortklæddur, með afarbreitt “cowboy”- belti sunnan úr Mexico og samsvarandi handstúkur. (Annars ganga nálega allir með handstúkur, annaðhvort úr leðri eða stáli). Brýtur Alwin sverð Egils, og gefur honum líf, þó litla þökk hljóti hann fyrir. Gefur Helga Leifi þrælinn eftir einvígið. Nú lætur Leifur í haf, með allt “crew”ið,, og siglir og rær til Grænlands. Er slegið áralagið fyrir víkinga, eins og rómverska galeiðuþræla. Gerast ýms tíðindi uln borð, er of langt yrði hér upp að telja, en alltaf slagsar Helga um, búin á daginn grænu stuttpilsi, á la 1929—30 og ójafn faldurinn, og greinilega nærskjóls laus, enda heitt á Grænlandshafi, svo að aldrei sézt ísmoli á leiðinni. Leifur og Alwin sitja alla daga yfir sjó- eða land kortinu frá dögum Kólumbusar, og er það auðsætt, að Alwin talar kjark í Leif að fara til Ameríku, með því að fullvissa hann um, að ekkert Ginnungagap sé til, enda er hann sýnilega miklu siglingafróð- ari en íslendingurinn, og hjátrú auðvit- að aldauða á Englandi um þær mundir. Vitum vér því nú, að aldrei hefði Leifur fundið Ameríku, ef ekki hefði hann notið Bretans og bókvitsins þaðan. Kann sögufróðum íslendingum að þykja þetta nýmæli, en ekki er að efa fræðin í Holly- wood.— Á kveldin stendur Alwin við borð- stokkinn og horfir þunglyndislega á maur- ildasuðuna í áraförunum, en Helga, 'sem á kveldin er klædd eins og frönsk hispurs- mey, reynir að fá hann á ‘‘petting party,” en gengur illa, því þrællinn er feiminn, eins og bóklærðum mönnum er títt. Svo frjálslega gengur fröken Nilsson að þessu, að ætla mætti, að drekinn hefði verið á stærð við Berengaríu, enda kemur hún honum loksins til þess að kyssa sig. Nú víkur sögunni til Grænlands. Er þar kuldalegt um að litast að vonum; snjór á hallarþaki Eiríks rauða í Bröttu- hlíð, þó enginn sé ísmolinn fyrir strönd- um. Eiríkur situr í höll sinni, sem er engu' síður glæsilega útskorin og tjölduð, e/n höll Ólafs konungs, og er þar auð- sjáanlega Alþingi Grænlendinga. Situr þar maður við hlið Eiríks með penna, blek og prótokoll. (Ef til vill Snorri, því þeir í Hollywood taka ekki svo hart á svolítilli tímaskekkju, enda ekki »að marka, þótt vér íslendingar vitum ekki betur en það að fyrsta bók á íslandi hafi verið rituð um 1000 árum eftir daga Eiríks rauða). Ritar hann þar í dóma Eiríks og aðra stórviðburði. Eiríkur er í plötu- brynju, og skaraðar plöturnar, svo að hann er eins og tröllvaxið beltisdýr. Dæm- ir hann einn húskarl sinn til að gjalda öðrum sekt. en sökudólgur hefnir sín með því að draga trékross upp úr nærskyrtu- sig “out of love for Helga.” En Helga, eða “Maid Helga,” sem hún er einnig nefnd í Holly- wood, hefir kastað sér grátandi Er slegið þar upp dýrind- | yfir Alwin. Umhverfist þá geð- spektarmaðurinn Leifur, tekur vitni að því, að þrællinn hafi svikið sig, og ætlar að höggva hann. En þá kemur hann auga á róðukross, er hann hefir yfir og j káetudyrum sínum og stöðvar auðvitað höggið, og fær Alwin konuna. hálsmáli hins. Sýnir hann Eir- íki er bregst afar reiður við, þrífur ketexi mikla, er liggur á borðinu hjá þingskrifara og klýfur dónann í herðar niður; skipar síðan þingritara að bóka þetta afreksverk og ruglast nú ekki í tölunni á þessum ‘‘kristnu hundum,” er hann hafi afmáð með ketexinni. Síðan staupar Eiríkur sig úr gullbúnu horni, er ^kki getur verið af nokkurri annari skepnu en sladanguxa sunnan af Malayaskaga, og þurkar eftir með handarbak- inu. Meðan á þessu stendur hefir Leifur tekið land og fer nú allt liðið upp einstigi, að Bröttuhlíð. Kemur Eiríkur þá út með konu sína, skyldulið allt og þræla, en af þeim virðast tveir af hverjum fimm vera óþvegnir Júðar. Verða nú heldur en ekki fagnað- arfundir og baða menn út öll- um öngum, hlaupast í faðma, káfa hver framan í annan og kyssast eins og franskir póli- tíkusar eftir hólmgöngu. En húskarlar taka Helgu og bera hana á háhesti inn í timburhöll ina. is veialu, og borin fram heilsteikt gimbrarlömb á geipistórum silfurfötum. Stendur Eiríkur þar, með tveggja punda steikar- flykki á skurðarhnífsoddi pg stýfir af með tönnunum heldur ræðu fyrir Leifi, með gúlinn fullan af keti, að forn- norrænum höfðingjasið. Þar situr Helga, með 25 centa festi frá Eaton um hálsinn. Fer allt vel fram unz Eiríkur kemst að því, að Leifur er kristinn; þá lýstur í blóðugan bardaga án þess þó að nokkur særist, og er skemst af að segja að Leif ur kemst til skips eftir að hafa rænt ógrynni af bankabyggi og öðrum kornmat úr skemmu föð ur síns; en pokarnir eru auð- sjáanlega kolapokar frá New- castle, er Eiríkur hefir keypt á lággengisverði á ‘‘eyrinni Reykjavík. Nú lætur Leifur í haf til Am- eríku, og enn er Helga með; hefir falið sig í kornlestinni, og finnur Alwin hana þar og kyss- ast þau þá afar löngum og harðvítugum Hollywoodkossi. Fer síðan með hana til Leifs, er tilkynnir henni að hann ætli að giftast henni ‘‘Viking fashion,” hvernig sem það nú hefir ver- ið. Gengur nú fröken Nilsson társtokkin um drekann dag eftir dag. Alltaf er siglt í vestur og alltaf gefur á, innanborðs að sjá, þótt hvergi bryddi á báru. Fara nú þrælar að verða órólegir, en af þeim er sægur á skipinu, og virðist Leifur hafa herjað mjög á Gyðingalandi. Þetta notar Eg- ill svarti sér, sem ekki ann Leifi konunnar, gengur á milli þræl- anna og espar þá gegn Leifi með því að bakklappa þeim á HoIIywoodska ‘‘he-man” vísu. Kemur þar að, að einn af Gyð- ingaþrælunum varpar sér að fótum Leifs, eftir að hafa reynt áð hnífstinga hann, og grát- bænir hann um að sigla ekki með þá í Ginnungagap. (Hér skeiðar Hollywood enn 500 ár fram í tímann til Kólumbusar). Leifur kúgar uppreisnina, er hefst með þessu tiltæki þræls- ins, en Egill undirbýr aðra fullan aldarfjórðung Dodds nýrna pillur verið viðurkenndu meðul við verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. Meðan á öllum þessum ósköp um hefir gengið, eru þeir Leifur komnir upp í landsteina í Am- eríku. Fara þeir í land með trékrossa og bolshevíkafána skreyttum ‘‘totem”-merkjum Indíána. Mun i Leifur hafa ætlað sér með því að ná trausti og hylli Rauð- skinna. Er auðséð að honum J hefir tekist það, því í síðasta j þætti þessa snilldarverks, sézt j Leifur með lið sitt undir stein- j turni, er fræðimennirnir í Holly- í i wood kveða hann hafa byggt, 1 þar er hann steig fyrst fæti á land. Prédikar hann þar fyrir sæg af gljásmurðum Ind- íánahöfðingjum, kristnar þá á svipstundu og hengir málm- kross um háls einum þeirra því til staðfestingar. En nærri standa Alwin og Helga og legg ur hún hendur um háls honum og býður hann velkominn í nýja heimsálfu. Þessu næst er manni skýrt frá því, að Leifur hafi siglt bráðlega aftur til Grænlands með megnið af liðinu, en Alwin og Helga orðið eftir með nokkra menn. ‘‘Hvað varð um þessa víkinganýlendu veit enginn, en turninn stendur enn þann dag í dag, í Newport, Rhode Island.” Oss datt í hug, er vér feng- um rænuna aftur, að ske kynni að þarna væri úrlausnin á gát- unni um uppruna Eskimóanna hvítu, er Vilhjálmur Stefánsson fann. * * * Svona endar þá þetta ‘‘óvið- jafnanlega snilldarverk” Holly- wood skáldanna, um fund Am- eríku. Og svona er það frá upphafi til enda, að því undan- skildu, að ýmsu jafnvitlausu er sleppt úr þessari frásögn, þótt ótrúlegt megi virðast, að unnt sé að bæta á alla þá hringavit- á leysu, um nálega allt menning- brúðkaupsdag Leifs og Helgu. Ganga þá brúðhjónaefni fram fyrir Sigga berserk, og er Leif- ur í snúrulögðum klaujarfrakka, en Helga í “latest creation” frá Paquin í París. Krjúpa þau á kné fyrir Sigga er færir þeim mjaðarkollu, niello - m á 1 m - smellta, frá Tiffany. Staupar Helga sig grátandi, en er Leif- ur vill bergja á kollunni, reiðir Egill til höggs að. baki honum. Alwin hleypur undir höggið og fellur særður, en Leifur sprett- ur upp og keyrir brandinn á kaf f Egil, þar sem honum kem- ur verst. Deyr hann eftir að hafa trúað Sigga berserk fyrir því að öll þessi ósköp hafi hent arlíf forfeðra vorra fyrir rúmum ! 900 árum, gegn öllum söguleg- J um staðreyndum. En hér er þó i aðeins stiklað á stærstu stein- unum. Getur hver sem vill, sannfærst um það af eigin sjón, að hér er rétt farið með efni og söguþráð þessa “listaverks,” að því undanskildu, að tilgát- urnar um uppruna hesta, skart- gripa og ýmissa muna eru auð- vitað frá oss sprottnar. En það má kannske vera dálítil huggun ‘íslendingum, að hvergi er unnt að sjá það, á þessu ‘‘listaverki,” að sá “Leif Ericsson” er þar um ræðir, sé íslendingur, eða liafi nokkru sinni á ísland fæti stig- ið.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.