Heimskringla - 06.11.1929, Page 3

Heimskringla - 06.11.1929, Page 3
WINNIPEG, 6. NÓV., 1929 HEIMSKRINGLA 3. ELAÐSÍÐA varp, en samþykkis þess þótti ekki þurfa. MeÖan finska þingið sat á rökstól- um kom nýr keisaraboöskapur eins 'og þruma úr lofti hinn 15. febr. 1899, febrúar-boðskapurinn svonefndi. Var þar kveðið á, að um öll mál skyldu hagsmunir rikisheildarinnar ganga fyrir hagsmunum Finnlands, þar sem þetta færi ekki saman, að dómi Rússa- stjórnar. Mjeð þessu voru Finnar sviftir sjálfræði um flest mál sín oig ^öggjafiarv,aldið íetigið Riússastjórn. Ekki var þessi boðskapur lagður fyrir þingið til álits eða samþykkis, og töldu Finnar þetta því skýlaust stjórnlaga- rof og eiðrof af hálfu keisara, en allir Rússakeisarar höfðu hátíðlega geng- ist undir það, hver af öðrum, að láta haldast sjálfstjórn þá, er Alexander I. hafði veitt Finnufn í upphafi. Við þennan boðskap sló óhug á alla Þjóðina; menn fyltust hatri og reiði í garð Rússa, en voru einhuiga að láti ekki fótum troða forn landsréttindi. Þegar boðskapurinn var birtur, sendi finska þingið nefnd á fund keisara, með áskorun um að láta feggja fyrir finska þingið til álits öll þau lagafrum- vörp, er teldust varða hagsmuni ríkis- heildarinnar, samkvæmt stjórnarlög- unum. Keisari neitaði nefndinni um aheyrn. Þó tók sig upp önnur sendi- nefnd, um 500 manns, er komu fram seni fulltrúar sveitarfélaganna, og höfðu meðferðis bænarskrá undirrit- aða af rúmlega hálfri milj. borgara.— hessi nefnd hafði sama erindi, að keisari veitti henni ekki viðtöku. Á meðan höfðu vinir Finna úti Um lönd ekki verið aðgerðalausir. Nokkur hundruð hinna frægustu vísindmanna og rithöfunda Norðurálfunnar undir- vituðu ávarp til keisara og skoruðu á hann að halda loforð við Finna og virða fornan landsrétt þeirra. Nefnd nianna fór með ávarpið til Péturs- horgar, en alt fór á eina leið. Keisari hrást illa við og synjaði nefndinni viðtals. Vakti þetta mikla eftirtekt um allan heim og jók á óþokka Rússa- stjórnar meðal mentamanna í Vestur- Evrópu. Finnar tóku nú upp þá aðferð, að 'úta sem þeir vissu ekki af nýjum fyrirmælum stjórnarinnar. Þegar keisaralegur boðskapur staðfesti her- 'agafrumvarpið, sem áður var getið, lct mikill hluti herþjónustuskyldra nianna sig vanta, þegar útboð kom, Samt urðu Finnar að sætta sig við, nð Rússar framkvæmdu fyrirætlanir •sinar um innlimun landsins, en í hvert skifti, sem hert var á, mótmæltu þeir a ný og skírskotuðu til réttinda sinna. ^egna mótstöðu þeirra var landstjór- anum fengið alræðisvald, sem hann beitti með hinni mestu grimd, en skömrnu síðar var hann myrtur. á meðan stóð á ófriðntim milli Eússa og Japana, gátu Rússar ekki snúist eins við málum Finnlands, en se'nna sótti í sama horfið, og voru hjálslyndu flokkarnir í Rússlandi, sem kröfðust þingbundinnar stjórnar, engu S'ður óbilgjarnir í garð Finna en þjónar einveldisins. Embættismenn Einna héldu uppteknum hætti, að virða ekki lög þau, er Rússar settu, °g voru þá vægðarlaust sviftir em- bætti og settir í famgelsi. Þannig voru , arið 1912 settir í fangelsi í Péturs- h°rg 21 dómari frá yfirdómnum í Vi- borg, og þegar rússneska stjórnin tók undir sig finsku ísbrjótana og hafn- sögumálin, sögðu nær því allir hafn- söguntenn í Finnlandi af sér. Svo virðist sem þessi viðureign hefði ekki getað endað nema á einn veg, með fullkominni kúgun Finna, éf ekki hefði dregið til stærri tíðinda, ófriðarins við Miðveldin og byltingar- •nnar í Rússlandi. Þessir atburðir hafa fært Finnum fullveldi, og verður ekki sagt annað en að þeir hafi keypt Það fullu verði. hfer fer á eftir grein eftir Juhani Aho, sem er talinn mest skáld á finska íungu. Sýnir hún ljóslega hvílík ógn- arfregn Febrúar-boðskapurinn hefir verið hinnum og hvernig þeir brugð- ust við honum að kúgunarviðleitnin hleypti þeim kappi í kinn og stælti þá og herti þá til varnar fornum rétt- indum. Skál fósturjarðarinnar. henna dag í febrúarmánuði var aftur kandidatsveisla í Kaisaniemi (gildaskáli í Helsingfors), — gamla Kaisaniemi, fornfrægt fyrir fóstur- jarðarminnin mörg og óteljandi skál- ar og skálaræður. Maturinn var etinn og borðin rudd. Nú var fram borið kaffi með púnsi, koníaki og kryddvíni, og glasaglamrið blandaðist ys og sköllum og gaman- ræðum. Þessir ungu menn höfðu ágætt tilefni til þess að slá upp þessum fagnaði. Framtíðin hafði opnað þeim hlið sín upp á gátt, fyrir þeint lá braut lífsins rudd og slétt að ákveðnu marki, og þó að það mark lægi ekki uppi á hæstu hefðartindum mannfélagsins, var það þó í hlíðum þeirra — sólarmegin. Að venju voru haldnar margar ræð- ur og drukkin mörg minni, bæði igest- anna og þeirra, sem hófið veittu. Hver hafði staðið upp af öðrum, uns allir höfðu flutt tölur, og þó í misjöfnu hljóði, eins og verða vill í þessu fyrir- heitna landi skálaræðanna. Minni fós!*urjarðarinnar var eitt ódrukkið. Það hefði ef til vill aldrei verið drukkið, ef kampavín hefði ekki komið á borðið. Enginn vissi, hvaðan það kom; enginn grenslaðist eftir því. Menn vita aldrei. ðver það er, sem veitir kampavin. Gjafarinn er oftast vanur að biöja um, að sín verði ekki getið. Nú var að líkindum sá er veitti auðmannssonur, því að þeir voru nokkrir meðal nýbökuðu kandítatanna — þeir eru yfirleitt fleiri en áður. En hvernig sem þessu var nú varið — kampavínið minti einn hinna ungu manna á, að minni fósturjarðarinnar hafði ekki verið drukkið. — Herrar mínir, mælti hann og greip glasið með glitrandi veiginni. Eg ætla að mæla fyrir minni föður- landsins. Ekki gamla og alvarlega öldungsins, sem situr í öndvegi, hefir jafnan vísifingurinn á lofti og segir: “Minnist þess, börn, hvað þið eigið mér að þakka,” heldur ungmeyjarinn- ar glöðu, sem svífur um dansgólfið, býður oss upp og segir: “Skál, vinir, drekkið meðan æskan endist.” Gamli maðurinn er þó ekki sem verstur, einkum þar sem hann sér fyrir öllum oss, gefur einum enrbætti, öðrum líf-. vænlegt starf, því að karlinn á tals- vert í handraðanum, það megið þið vita, þó að hann’liggi stundum á því. Landið okkar er alls ekki eins fá • tækt að gulli sem skáldin kveða. Það er alls ekki ófrjór sviðningur, sem við verðum að erja baki brotnu. Það er vel setin jörð í góðri rækt. Akrarnir gefa margfalda uppskeru, ef i þá er sáð. Og við munum einnig leggja hönd á plóginn, þegar okkur vinst til. Grannar okkar veita engan ágang; enginn nábúakritur er með okkur, því að býlið okkar er löglega girt og marksteinar reistir. Við æt‘um því að geta leyft okkur einstaka sinnum að skemta okkur. Finnland þarf ekki altaf að sitja í sorg; gleðin verður einnig að fá sinn rétt. Við erum ekki í neinni neyð. Látum okkur tæma glösin fyrir hinu glaða Finnlandi. Látum okkur drekka skál þess í freyð- andi kampavini. t kampavini skal hún drukkin skál hinnar lífsglöðu meyjar. Ekki verður kallinn fátækari af því. Herrar mínir. í einu orði: Eg lyfti þessu glóandi glasi, með hinum göf- ugu, glitrandi veig — ! Allir lyftu glösunum og biðu þess að fá tækifæri til þess að tæma þau. Gjallandi fagnaðaróp var ’ omið fram á varir þeirra, þegar hurðinni var hrundið uPP- Einn gestanna ætldi inn og þeytti fregnmiða á borðið. — Lesið þetta ! kallaði hann. — Hvað er þetta'? spurði ræðu-j maður. — Lestu! — Fáðu mér blaðið! Hann las miðann, en hinir stóðu sem steini lostnir í sömu stellingum sem fyr, þegar þeir bjuggust til að drekka í kampavíni skál hins glaða fósturlands. öllum varð orðfátt. Hljóðir settust þeir niður; einn og einn, í sætin, sem þeir höfðu risið úr, þegar þeir hófu glösin. Menn heyrðu á stangli: Hvað er þetta ? Er þá svona komið ? Er þetta mögulegt ? Eru þá öll sund lokuð ? Kampavínið gleymdist í glösunum, freyddi og varð bragðlaust, misti ólg- una og breyttist í væminn, sætan vökva. Ungi maðurinn, sem hafði mælt fyrir minni fósturjarðarinnar, hafði einnig látið fallast niður á stól og fleygt frá sér íregnmiöanum. En miðinn gekk mann frá manni, allir vildu sjá með eigin augum, hvað í honum stæði. Hann sat hreyfingarlaus cg starði beint fram. Það var eins og hann hefði elzt skyndilega, eins og vanginn hefði bliknað og augun sokkið lengra inn í höfuðið. Þegar fregnmiðinn hafði farið alla leið í kringum borðið og kom aftur fyrir hann, spratt hann úr sæti sínu. — Herrar mínir! kallaði hann, og aftur glóði vanginn og eldur brann úr augum. Eg var að mæla fyrir skál fósturjarðarinnar, en — var glapinn. Hendurnar nötruðu, varirnar tit- ruðu og röddin skalf af ekka. Félag- ar hans, jafn æstir í skapi, höfðu staðið upp. en enginn greip glas sitt, því að liann hafði ekki heldur gert það. —Þetta var heimskuþvættingur. Bg var heimskur, ég var skammsýnn, hé- gómlegur græningi, og þið voruð allir jafn vitlausir. Það var ekki fyr en vínið logaði í höfðinu, að við mundum eftir fósturjörðinni. Og við ætluðum að fara tæma skál eigingjarnarar lífs- gleðinnar í kampavíni, þegar harmur og eymd er að dynja yfir landið. Við megum skammast okkar! Burt með kampavín! Burt með koníak og púns og kryddað vín ! Burt, flugumenn og svikarar í umsetinni borg! Ekki skal dropi framar inn fyrir *mínar varir! Burt! — Af borðinu ! — Ut! Hann kipti í borðdúkinn og rykti honum af borðinu, full kampavínsglös brotnuðu glamrandi í gólfinu, hálf- tæmdar púnsflöskur, koníak og krydd- vín. — Nú — lifi fósturjörðin! Lifi hið forna Finnland! Lifi harðráði öldungurinn í öndveginu ! Og innan veggja Kaisaniemi — inn- an hinna þröngu veggja þess gamla, fornfræga Kaisaniemi — gall árnaðar- óp, svo magnað og ástríðufult, að það var eins og hækkað hefði til lofts og víkkað til veggja. Réttaferð fyrir 60 árum Gamall si’eitimgi segir frá. Eg vaknaði snemma þriðjudags- morguninn í tuttugustu og annari viku sumars, nú síðastliðið, og vakn- aði við það, að Iandsynningsrokið og rigtiingin dundi á glugganum. Af því að ég er einlægt engu síður sveita- maður en kaupstaða, þá hugsaði ég þegar sem svo: “Þeir fá slæmt rétta- veður í dag, Mosfellssveitingarnir”. Jafnframt kom mér þá líka í hug fyrsta réttaferðin mín á æfinnni, en liana fór ég, er ég var réttra 12 ára, að mig minnir. Mér hafði verið heitið því um sum- arið, að ég skyldi fá að fara í Kanibs- rétt* um haustið, ef ég yrði duglegur * Kambsrétt er nú lögð niður, en Hafravatnsrétt komin i hennar stað. um sláttinn, og ekki tiltakanlega ó- þægur. Kambsrétt var uppi í Selja- dal, all-langt fyrir ofan iMiðdal; ég lifði sæll við þetta fyrirheit allt sum- arið, og lagði stund á, að brjóta það ekki af mér. Fyrir 60 árum var margt öðruvisi en nú er, minni kröfur um flesta hluti og fátt um skemtanir. Um réttir hafði ég heyrt talað sem dýrðlega há- tið. er gengi næst jólunum, þó nokkuð væri á aðra leið; þar væri mikill fjöldi manna saman kominn, og marg- ir væru fullir, að minsta kbsti stund- um, og ekki síst, ef þar væri margt af Reykvíkingum; yrðu oft leikslokin þau, að alt lenti í meiriháttar áflogum; væru þá oft ýmsir með glóðaraugu næstu daga á eftir, eða með plástra á nefinu. Mig kitlaði allan, þegar ég heyrði frá þessu sagt, og hugsáði sem svo, að það væri mikið á sig leggjandi til að fá einu sinni að horfa upp á alla þessa dýrð; einkum var mér rík- ust í huga umhugsunin um glóðaraug- un og plástrana á nefinu. Mér lá við að öfunda í huga mínum þá, sem bæru þessi bardagamerki að loknum réttum; líkti ég þeim í huga mínum við hetj- urnar í fornsögunum. svo sem Gretti Asnnjndarson, Skarphéðinn og aðrar fornaldarhetjur; og það flögraði eitt- hvað að mér, að ekki væri nú að vita, nema ég yrði einhvern tíma svo mikill maður, að ég kæmi heim úr réttunum með glóðaraugu og stóran plástur yfir alt nefið ! — Þá skyldi ég nú heldur vera maður með mönnum, og ekki láta alla vaða ofan í mig! Uf frá þessum hugsunum sofnaði ég mangt kvöldið um sumarið, og dreymdi þá á næturnar ekki um annað en eintóm glóðaraugu Og stóra plástra á nefinu. Annars hafði ég á þessum aldri sjaldan séð drukkinn mann, nema þrjá karla og eina kerlingu, Jón blánef, Eyjólf skalla, Ölaf spóa og Elsu gömlu. Öll þessi hjú voru virkta- vinir minir, og femgu sér stundum “neðan í því”; én þau voru öll orðin (Frh. á 7. síðu) Brennið á þess í ári Arctic kolum og þér munið íinna að hit unin verður auðveldari. Arctic ko! eru Itrein, og þrungin af hitamagni. Arctic viðskifti eru þarti beztu í bænum. Þegar þér komið til Arctic skift- ið þér ekki um kolakaup- mann úr því. ARCTIC ICEsFUEL CO.LTO. 439 PORTACE AVE. Oipoí//e Hudson's Bay PHONE 42321 DYERS CLEANERS CO., LTD. | grjöra þurkhreinsun samdægurs Bæta og gjöra viti | Stml 37061 Wlnnlpeg, Man. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja { DR. S. G. SIMPSOIV, N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases ! Phone: 87 208 { ■ Suite 642-44 Somerset Blk. Bjömvin Guðmundson A. R. C. M. Teacher of Muisic, Composifion, Theory, Counterpoint, Orchea- tration, Piano, etc. I 555 Arlington St SÍMI 71H2I son - * {WINNIPEG —: MAN. i A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- I ir. Allur útbúnaöur sá. beztl. j Ennfremur selur hann allskonar i minnisvartSa og legsteina. , 843 SHERBROOKE ST. j Phonei 86 007 WIJiNIPEG IJacob F. Bjarnason —TRANSFER— Ba«K«*e and Fnrnlture Movlng { 668 ALVERSTO.NE ST. i StMI 71 868 j Eg útvega kol, eldivitS metj I I sanngjörnu vert5i, annast flutn- i { ing fram og aftur um bæinn. ' Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd UldR. Skrifstofusími: 23674 | Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. | Er at5 finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. TalNftnlx 33158 r { DR. K. J. AUSTMANN i í — ' j Wynyard —Sask. I r DR. a BI.ÖNDAL p 602 Medical Arts Bldg. i Talsimi: 22 296 Stundar sérstáklega kvensjúkdáma og barnasjúkdóma. — Ati hitta: kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Heimiii: 806 Victor St. Simi 28 130 WALTER J. LINDAL j BJÖRN STEFÁNSSON i lslenzkir lögfræðingar j 709 MINING EXCHANGE Bldg í Sími: 24 963 356 Main St. j Hafa einnig skrifstofur að Lundar, ! Piney, Gimli, og Riverton, Man. Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham | Stundar eingöngu au^na- eyrna- nef- og kverka-NjfikdÖina Er ati hitta frá kl. 11—12 f. h. og kl. 3—6 e. h. TaUímlt 21834 { Heimili: 638 McMillan Ave. 42691 DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts UldK. Cor. Graham and Kennedy St. Phone: 21834 VltStalstími: 11—12 og 1_5.30 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lógfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Somerset Block Portaire Avenue AVINNIPEG ! TIL ISLANDS 1930 Símatilkynning er nýkomin frá aðalskrifstofu Canadian Pacific í Montreal að hið ágæta íí S S MEUTA (15,200 TONN) hafi verið valið til þess að flytja þá er fara til íslands að ári á vegum hinnar opinberu hátíðarnefndar íslendinga Siglt Frá Montreal kl. 10 f.h. II. Júní Nefnd yðar, er þessu hefir nú fengið ráðstafað vill brýna fyrir yður, að— Sérstök lest er fengin frá Winnipeg til Montreal. Sérstakar skemtanir verða um borð á lest og skipi. Svo margir hafa nú tryggt sér far með niðurborgunum, að enginn efi er á því að ferðin verður hin veglegasta. Sérstök vildarkjör hafa fengist meðan dvalið er í Reykja- vík—$52.80 í 14 daga að meðtöldu fæði og húsnæði. Fulltrúi nefndar yðar, sem nú er staddur í Reykjavík, er að semja um aukaferðir um landið fyrir heimfarendur að lokinni hátíðinni. Eftir kaupum á farbréfum, upplýsingum og öllu aðlútandi ferðinni snúi menn sér til— W. C. Casey, General Agent, Can. Pac. Steamships. R. G. McNeillie, General Passenger Agent, Canadian Pacific Railway, eða J. J. Bildfell, formanns Heimfararnefndarinnar, 708 Standard Bank Bldg., Winnipeg. Canadían Pacific Sama AtlætiS — Canadian Pacific — Á Sjó og Landi. Björg Frederickson píanókennari byrjar aftur kennslu 4. sept. Nemendur búnir undir próf. Phone 72 025 Ste. 7, Acadia Apts. Mrs. B. H. Olsonj TEACHER OF SINGING í 5 St. James Place Tel. 35076! r _______í TIL SÖLU A 6DfRU VERDI “FURNACE” —bæÓI viTJar og kola “furnace” lltiT5 brúkatJ, er tll sölu hjá undlrrituöum. Gott tækifærl fyrlr fólk út & landi er bæta vilja hltunar- áhöld A heimUinu. GOODMAN A CO. 7S6 Toronto St. Slml 2S847 ' MESSUR OG FUNDIR J í kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e.h. Safnaðarnefndin’. Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálparnefndin'. Fundir fyrsta j mánudagskveld^ t hverjum | mánuSi. { Kver.félagið: Fundir annan þriöju dag hvers mánaSar, kl. 8 a6 kveldinu. Söngflokkurinn: Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn:— A hverjutn sunnudegi kl. 2.30—3.30 e. h. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenzkur Lögfrœðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. | MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 8,%4 BANNING ST. PHONE: 26 420 j DR. C. J. HOUSTON ÍDR. SIGGA CHRISTIAN- SON-HOUSTON GIBSON BLOCK Yorkton —:— Sask. Þorbjörg Bjarnason Lu4. B. Teacher of Piano and Theory 726 VICTOR ST. SfMlt 23130 [E. G. Baldwinson, L.L.B. LttKfneVtnKiir Renldence Phone 24200 Offlce Phone 24963 708 Mlning: Exchanfe 336 Main St. WINNIPEG. | 100 herbergi meti etia án bart* SEYMOUR HOTEL verö sanngjarnt Sfml 28 411 C. G. HUTCHISON, elcandl Market and Klng St., Wlnnipeg —:— Man.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.