Heimskringla - 20.11.1929, Síða 4
4. BLAÐSIÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 20. NÓV., 1929
Ifemiskrmgla
(StofnuO 1SS6)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS, LTD.
S53 og S55 Sargent Avenue, Winntpeg
Talsími: S6537
Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn borgist
íyrirfram. Allar borganir sendist
THE VIKING PRESS LTD.
SIGFtfS HALLDÓRS frá Höfnum
Ritstjóri.
Utanáskrift til blaðsins:
Manager THE VIKING PRESS LTD.,
853 Sargent Ave., Winnipeg.
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
S53 Sargent Ave., Winnipeg.
“Heimskringla” is published by
The Viking Press Ltd.
and printed by
THE MANITOBA MINER PRESS
853-S55 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 20. NÓV., 1929
Pólitizk hjátrú og
fáfræði
Ekki alls fyrir löngu andmælti einn
íslenzkur menntamaður hér vestra sterk-
lega þeirri skoðun, að stórblöðin í Am-
eríku héldu lesendum sínum næsta ófróð-
um um velferðarmál þjóðfélagsins. Nú
veit hver sæmilega greindur maður, og
fróður um þau efni, að það er einmitt það
sem þau gera. En því miður eru til
margir sæmilega greindir menn, er annað-
hvort sökum hugsunarleysis, eða anna,
er þeir láta sitja í fyrirrúmi fyrir eftir-
grennslum um þjóðfélagsmál láta blekkj-
ast af öllu því skvaldri, er stórblöðin flytja
um þau efni, svo að þeir halda að þar sé
að ræða um fræðslu, er hún einmitt er
falin sem dýpst í hagsmunagyllingum,
flokksblæstri og allskonar “booster”-
þvaðri. Stórblöðin eru rekin til fylgis-
öflunnar tveim gríðarfjölmennum stjóm-
arflokkum, er mjög lítið skilur nema nafn-
ið, hvort sem er í Bandaríkjunum eða
Kanada. Og fólki er yfirleitt haldið í
þeirri trú að iífið ríði á því hver flokkur-
inn sé við völdin, í stað þess að það sé
frætt svo um stjórnmálin, að augu þess
ljúkist upp fyrir því, að það stendur svo
nákvæmlega á sama hvor flokkurinn fer
með völdin. Og um leið er þeim prédik-
að, að aðrir flokkar, það er að segja fram-
sóknar- og verkamannflokkurinn, sé
þjóðfélgslegt átumein, nema rétt þegar
Ramsay MacDonald og Philip Snowden
eru í forsætis- og utanríkis ráðherrasæti
á Bretlandi hinu mikla, og þó eiginlega
aðeins rétt á meðan Ramsay MacDonald
viðrar forsætisráðherraembættið h é r
vestra, með Ishbel hina fögru dóttur sína
sér við hlið. Á öllum öðrum tímum er
víðasthvar hungursneyð, harðindi og bylt
ingar vísar, ef hinir flokkarnir komast að.
Aukaatriði eru þrifin og ýmist tætt í sund-
ur eða blásinn upp eins og líknarbelgur, en
um megin orsakir og undirstöðuatriði fær
allur þorri manna eigi vitneskju. Og
menn grenja: Krossfestið hann! kross-
festið hann! enn þann dag í dag, með
jafn miklum skilningi á því hvað verið er
að krossfesta, og hvað til öndvegis er verið
að hefja, eins og fyrir 2000 árum síðan.
Fáfræði aimennings um einföldustu
þjóðhags og hagfræðisatriði er líka svo
stórkostleg, að heita má að taki út yfir
allt trúanlegt, á þeim stöðum, þar sem
“booster”arnir hafa náð sér bezt niðri.
Og hún gerir þar ekkert síður vart við
sig hjá hinum svokölluðu “lærðu mönn-
um,” opinberum embættismönnum, kaup-
mannastétt og prófessorum, sem þó munu
sennilega ekki kæra sig um að hafa með
sér þorsk-kvarnirnar, sér til réttlætingar
á dómsdegi.
Auðvitað kemur þetta aldrei eins á-
takanlega í ljós og þegar einhverjar op-
inberar kosningar eiga fram að fara. En
þá kemur þessi fáfræði, seip hjá svo fjölda
mörgum verður að bjargfastri og óupp-
rætanlegri pólitízkri hjátrú, í ljós í allri
sinni dýrð.
Hér í Winnipeg er nú komið að bæj-
arstjórnarkosningum. Þrjú borgarstjóra
efni eru í kjöri.
Ágætt dæmi er um það hvemig þessi
pólitízka hjátrú lýsir sér, var oss sagt um
daginn. Greindur íslendingur átti tal
við viðskiftamann af brezkum ættum,
sem að minnsta kosti er að eðlisfari ekki
einfaldari en fólk flest. Bretinn var
harður á því, að eina lífsskilyrði Winni-
pegborgar væri að kjósa Mr. Webb. ís-
lendingurinn spurði hvað hann hefði eigin-
lega unnið sér til ágætis meðan hann var
í borgarstjórastöðu. Bretinn spurði
hvort hinn væri vitlaus, hvort hann vissi
ekki að Hudson’s Bay félagið hefði aldrei
byggt hér hina nýju stórbyggingu sína,
nema fyrir framkvæmdarsemi Mr. Webb.
Svo ótrúlega hlægileg sem þessi um-
mæli eru, og hin barnalega fáfræði er þau
byggjast á, þá er hér fjöldi manna, sem
eiga að heita sæmilega upplýstir, sem
ganga með þessa bábilju, eða aðrar slík-
ar, rótfastar í heilabúinu.
Menn vita, að Hudson’s Bay er
eitthvert allra elzta og langvoldugasta
viðskiftafélag í heiminum; tvö hundruð
ára gamalt hér í landi, áður en nokkurt
bæjarsnið er komið á Winnipegborg. Og
þeir eru maklega stoltir af því. Og þeir
vita, að það hefir frá fyrstu tíð verið eitt-
hvert umsvifamesta ^przlunarfélag hér,
svo að einungis einn keppinautur er sam-
bærilegur; að húsakynni þess voru orðin
of lítil, og viðskiftamiðstöð bæjarins kom
in frá þeim. Samt álíta þeir, að forstjór.
ar þessa viðskiftabákns, er árlega veltir
hundruðum miljóna dala, hugsi ekki
lengra fram í tímann en svo, séu þau börn,
að þeir láti svo hverjum degi nægja sína
viðskiftalegu þjáningu, að þeir bíði eftir
því, milli vonar og ótta, hvort borgarstjór-
inn í Winnipeg heiti Webb að föðurnafni,
eða eitthvað annað, sé íhaldsmaður eða
bolsévíki; liberal eða verkamannasinni!
Og svo eru þessir menn að hljóða yf-
ir því, á milli kosninga, að borgarstjórn-
in, sem þeir hafa kosið að vilja sínum,
ár eftir ár, sé að gera Winnipeg að eftir-
báti annara borga í Kanada.
Miðstövarhitunin
Eitt af helztu vandamálum allra vatns
virkjunarfélaga er að koma afgangs-ork-
unni í peninga, og árið sem leið seldi
Winnipeg Hydro miðstöðvarhitunarkerf-
inu afgangs-orku fyrir $78,000, er annars
hefði farið algerlega í súginn. Útlitið á
því, að auka megi þessar tekjur, er orsök-
in í því, að $300,000 veiting með aukalög-
um, er lögð fyrir skattgjaldendur hér til
samþykktar við borgarstjórnarkosning-
arnar 22. þy m., svo stækkað verði mið-
stöðvarhitunarkerfið..
Nú njóta 200 viðskiftavinir þessarar
hitunar á því svæði, er hún nær til, en
það nær svona hér um bil frá Rupert
stræti suður til Notre Dame að austan
verðu, og frá Rauðá vestur að Princess
og Donald strætum. Fleiri hafa sótt um
að verða þessar hitunar aðnjótandi á
þessu svæði. Segir Mr. Glassco, fram-
kvæmdarstjóri Hydro, að búið sé þegar
að sækja um þau 25—30 prósent er hit-
unarmagnið eykst við hina fyrirhuguðu
stækkun stöðvarinnar.
Um $1,100,000 er nú þegar búið að
leggja í miðstöðvarhitunarkerfið, og þess-
um viðbættu $300,000 á að verja í nýjan
kolahitaðan ketil, nokkrar nýjar megin-
hitaleiðslur og til ýmissa nauðsynjatækja.
í fyrra námu tekjur hitunarkerfisins
$300,629, sem var $3,800 minna en út-
gjöldin. En framkvæmdarstjóri Hydro
býst við því að í ár muni kerfið bæta upp
þenna smáhalla með hér um bil $25,000
hreinum ágóða. ,
Miðstöðvarhitunarkerfinu var ekki
komið upp til þess fyrst og fremst, að
auka á þægindi þeirra, er færa sér það í
nyt, né til þess að græða á því. Því
var komið upp með það tvennt fyrir aug-
um, að fá markað fyrir afgangsorku
Hydro, og til þess að létta á framleiðslu
kostnaðinum er leiðir af vara-aflstöð
Hydro, með því að reka báðar stöðvarn-
ar sameiginlega. En nú eru viðskifta-
vinir hitunarkerfisins svo ánægðir með
það, að aðrir vilja fegnir skifta við það,
enda virðist enginn skynsamlegur efi vera
á því, að kerfið geti staðið á eigin fótum,
fjárhagslega.
Mr. Glassco fór nýlega fram á það
við bæjarráðið, að það tryggði miðstöðv-
arhitunarkerfinu svæðið sunnan við Por-
tage og vestur af Sherbrooke stræti. Það
kemur þó ekkert þessum aukalögum við.
Þegar völ verður á orkunni frá Þræla-
fossaverinu verður hægt að nota afgangs-
orkuna þaðan fyrir þetta ný-tiltekna
svæði.
Framkvæmdarstjóri Hydro álítur, að
svo muni koma, að mögulegt verði, að
selja hitunarkerfinu svo mikla afgangs-
orku, að nemi $200,000. Með því að
tryggja sér álitlegar aukatekjur á þenna
hátt, styrkir Hydro til verulegra muna
aðstöðu sína fjárhagslega, og miðar það
auðvitað til þess, að tryggja Winnipeg
lágverð vatnsvirkjunarorku í framtíð-
inni.
Hitunarkerfið er hagsœldar fyrir-
tæki, frá sjónarmiði Hydro, og skattgjald
endur ættu ekki að hika við að greiða at;-
kvæði sitt til staðfestingar þessum auka-
lögum um fyrirhugaða stækkun hitun-
arstöðvarinnar.
Bækur
HJARÐIR, kvceði eftir JÓN MAGNOSSON.
Reykjavik, 1929.
Eg hefi áSur minnst á höfund þessara
kvaeSa hér í blaSinu, og getiS hinnar fyrri bók-
ar hans, Bláskóga, sem kom út fyrir fjórum árum
síSan og látiS svo ummælt, aS hann myndi
vekja á sér athygli þótt síSar yrSi, og þykja
merkilegt skáld. “HjarSir” staSfesta þann spá-
dóm. KvæSin í Bláskógum vöktu aS vísu tals-
verSa athygli, en þó eigi eins mikla og þau áttu
skiliS. iHöfundurinn er of gáfaSur til þess aS
hann verSi skilinn í fljótu bragSi. KvæSin era
of mikiS hugsuS til þess aS hægt sé aS renna
þeim niSur hugsunarlaust. En ekki verSur þaS
taliS meS ókostum skáldskapar. Hinn sjálfsagS-
asti óSalsréttur skáldanna er sá, sem kemur fram
í setningunni: Mitt er aS yrkja, en ykkar aS
skilja.
HjarSir fara ekki yfir mikiS stærra land-
nám en Bláskógar, en i þeim koma allir kostir
höfundarins mikiS skýrar fram, tilþrifin eru orSin
meiri, og orSbragSiS glæsilegra, en vandvirknin
er söm og jöfn. MeS þessari bók má hiklaust
■telja, aS höfundurinn setjist á bekk meS hinum
fremstu íslenzku ljóSskáldum og mun enginn synja
honum þess sóma framar, aS teljast hlutgengur
viS hin beztu skáld Islendinga aS fornu og
nýju.
Eftir því sem ég ,veit bezt, er Jón Magnús-
son borgfirzkur aS uppruna, missti föSur sinn
kornungur og fór þá.til vandalausra og ólst upp
viS fátækt og einstæSingsskap, meiri en svo, aS
hirt væri um eSa tök væri á aS hann fengi nokk-
urs skólalærdóms notiS. Mun æska hans hafa
veriS til alls annars líklegri en mikils skáldskap-
ar. En miklar gáfur láta ekki aS sér hæSa. í
isenzkum jarSvegi er mikiS af þeim kjarngróSri,
sem vex þar sem mann sízt grunar, jafnvel í
hraunum og öræfum. KvæSiS Bjössi litli á Bergi
mun vera gripiS beint út úr þessarí sáru lí fs-
reynslu höfundar, enda hrífur þaS meS þeim
veruleikablæ, sem ekki gleymist:
Bjössi litli á Bergi
bróSurlaus á jörS,
hljóSur fram til fjalla
fylgdi sinni hjörS.
—Stundum verSa vorin
vonum manna hörS.
Bjössi litli á Bergi
bjó viS stopul skjól.
Hálsinn hamra svartur
huldi vetrarsól.
Inni jafnt sem úti
einstæSinginn kól.
En Jón Magnússon er einn þeirra gæfumanna,
sem vaxa af örSugleikunum bæSi aS viti og mann-
kostum og læra aS yfirstiga þá meS dyggS sinni
og þrautseigju. Hin síSari ár hefir hann
stundaS beykisiSn í Reykjavík og orSiS meS iSju
semi og forsjá sæmilega fjáreigandi, svo aS
hann hefir getaS aflaS sér prýSilegs bókasafns,
og á þann hátt menntaS sig betur en margir aSr-
ir, sem slitiS hafa flíkum sínum á skólabekkjum.
Er hann orSinn furSulega vel aS sér i bók-
menntum, bæSi innlendum og útlendum, því aS
hann hefir brotist í aS læra bæSi enska og þýzka
tungu, mest af sjálfum sér, auk norrænna mála,
og fengiS tækifæri á aS ferSast um NorSurlönd
og Þýzkaland.
ÞaS sem mest einkennir ljóSagerS Jóns
Magnússonar, auk þeirrar frábærilega glæsilegu
málfærni og orSkyngi, sem fá önnur skáld
standa honum á sporSi meS, er einlægni hans og
alvara, þó samfara bjartsýnni lifsskoSun. KvæSin
sýna oss inn í óvenju hreinhjartaSa og tilfinn-
ingaríka skáldsál, sem aldrei lætur þó tilfinning-
arnar hlaupa meS sig í gönur og stöSugt trúir
á mátt og sigur þess góSa.
I hinu undurfagra kvæSi Moldir keniur trú
höfundarins glöggt í ljós. Hann 'yrkir kvæSiS,
er hann kemur á bernskustöSvar sínar eftir
margra ára fjarveru, til minningar um föSur
sinn, sem harfn man þó ekkert sjálfur um, nema
útförina eina saman. Get ég ekki stillt mig Um
aS taka nokkur erindi af þvi kvæSi sem sýnis-
horn, ekki af því aS þau séu betri en önnur, þvi
aS kvæSiS er allt snilldarfagurt aS efni og formi,
heldur af því, aS í því gefur sýn yfir lífsskoS-
un höfundar. KvæSiS hefst á þessa leiS:
Hér vaknar hiS heilaga minningamál
af moldum og grasi sem harmur í sál.
En kveldmóSu dregur á dottandi
fjöll.
Mér dagurinn hverfur og veröldin öll
meS allt, sem mér vitandi var.
Eg höfuS mitt beygi aS vallgrónum
vegg,
sem vetur hvern stóS af sér fannir
og hregg
en sumrinu blómskrúSa bar.
Hér steig ég hiS svipula vonbrigSavor
frá vöggunni minni hin slitróttu spor.
Hver vaknandi minning er viSkvæm
og hrein
sem vorblóm, er einmana grær upp
viS stein
og gróSrinum fjarlægSir frá.
Sem framandi heimsálfa umhverfið
allt
viS auganu hálfbirtu—dapurt og kalt
í hverfandi ljósblettum lá.
Hér gáfu mér örlögin ógleymis-land,
þó atvikin flest hyrfu i gleymskunar-
sand.
Er fór ég aS heiman á framandi stig,
þú faSir, mín einasta minning um
t Þ'g
er kistan, sem hvíldi þitt hold.
En harmurinn eftir í sál minni svall.
ViS sjón minni blasir hiS kolsvarta
fjall,
unz hismi mitt hverfur í mold.
SíSan segir hann sögu foreldra sinna
í fáum en ógleymanlegum orSum,
hvernig þau
fóstruSust hér eins og grasiS í
grund
og glöddust um æfinnar hraSfleygu
stund
en hryggSust er hamingjan brást.
Og endir sögunnar varS einn og hinn
sami og svo oft verSur um mannlegt
líf:
Og hér gátu sorgirnar rataS í rann
Hér raunanna eldur um spor ykkar
brann
Hér féllu á ættina sjúkdóma-sár
Hér sukku í moldina öreigans tár,
sem helsærSur hálfnaSi starf.
Og limiS á stofninum lémagna var;
og laufiS, sem haustiS af kvistunum
skar
í hyldýpi myrkranna hvarf.
Þrátt fyrir þessa dapurlegu minn-
ingu sér höf. sólroSa eilifSarinnar
gegn um hiS “kolsvarta fjall” dauS-
ans sem ægSi svo mjög barnshugsun
hans:
Vort jarSlíf sem augnablik flýgur
og fer
þaS fölnar og gleymist, sem moldinni
ber.
En hví er aS sakast um sár eSa fall'?
I sólroSa hverfur mér dauSleikans
fjall.
HiS stærsta frá glötun er gleymt.
ÞaS ódauSlegt þroskast, sem æSst var
og hæst,
unz algæzku-draumurinn loks hefir
ræzt,
og guS hefir hjörS sína heimt.
Þannig ræSur skáldiS hverja þraut
mannlífsins meS óbifandi bjartsýni
og trú á allt hiS æSsta og bezta.
Kemur þaS ef til vill ennþá betur i
Ijós í ö5ru kvæSi hans Bifröst, sem
mun vera eitt hiS djúpskyggnasta og
andríkasta kvæSi í bókinni, þótt hugs-
un skáldsins liggi þar ekki allstaSar
á hraSbergi. En niSurstaSa kvæSis-
ins er þetta, sem einnig er kjarni
allrar sannrar trúar:
Til þín lífs míns hugsjón hæsta
hrópa ég af dauSans strönd.
í fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hin
viðurkenndu meðul við bak-
verk, gigt og blöðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfja-
búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto, Ont., og senda
andvirðið þangað.
Ber mig yfir hel og harma
heim í drottins sólarlönd.
Ef ég ætti aS segja hvert kvæSiS
væri bezt í bókinni væri ég í miklum
vanda staddur, því aS svo mörg
kvæSin eru bezt, hvert upp á sína vísu„
Um sum kvæSin mætti ef til vill segja
aS í þau vantaöi herzlumuninn
(climax), til dæmi's “Sonarbætur
Kveldúlfs,” “Sæunn í Bergþórs-
hvoli,” o. fl. Þau sé fremur inn-
gangur aö kvæöi, og þaS mjög glæsi-
legur inngangur, en ekkert lagt út
af efninu. En hversu mörg sögu-
ljóö (episk kvæöij hafa veriö meS
því marki brend og þó þótt ágætur
skáldskapur? ViSfangsefni skálds-
ins hefir í þvi falli meir snúist aS-
þvi, aö draga upp meS ímyndunar-
afli sinu lifandi mvnd af atburöunr
og persónum, en láta svo lesendur
um ályktanir sinar. Sé ég ekki ann-
aS, en skáldiö sé fullkomlega í réttí
sínum þótt þaS fari þannig aS. Og
stundum er ályktanin svo óhjákvæmi-
leg, ef atburSurinn er skýrt dreginn
fram, aS smekkleysa ein væri þaS
af skáldinu aö teygja lopann lengra.
Og Jóni Magnússyni fatast ekki í
því, aö draga upp atburSina Ijóslif-
andi. Til dæmis þessi lýsing á
Skallagrími í höll Haralds konungs r
Skaut þá Grímur skökkum brúnum.
Skuggar niöur enniö runnu.
* ÖfriSarlega allir brunnu
eldarnir í hugartúnum.
Eöa þá lýsingin af Jóni Þorsteins-
syni píslarvotti:
Yfir sár og örvæntingu manna,
yfir hróp og glæpi níSinganna,
stigur rödd meS helgisöngva hreim.
Upp til himins hjörtu bænir knýja.
Horfir niöur sólinjnilli skýja;
dreyrug jöröin laugast ljóma þeim.
Sér þar eins og krýndan konung
standa
klerkinn þann er skín af helgum
anda.
Kirkja hans er klettaskúti myrkur,
kraftur hans er drottins vald og
styrkur.
Skjöldur hans er guölegt trúartraust.
Ásýnd hans í engilbirtu ljómar
orö hans voldugt bergmálar og
hljómar:
“Heimur allur heyri mma raust.
Hold er strá, sem örstutt á aS ’skarta,
andinn rós, sem grær viS drottins
hjarta.
Skólaráðsmaður í annari kjördeild
W. R.Milton
er setið hefir á skólaráði um mörg undanfarin ár
------sækir um endurkosningu á-
Föstudaginn, 22. þ. m.
íslendingar, merkið atkvæðaseðla yðar með honum.
Munið eftir að setja töluna 1 á eftir nafni hans. Hann
hefir verið ágætur í þessari stöðu, hefir verið vakandi
fyrir velferð skólanna í bænum.