Heimskringla - 27.11.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 27.11.1929, Blaðsíða 1
PATAliITUN OG HREINSHIV Ellice Ave. aml Sinieoe Str. Simi 37244 — tvær Ifnur Ilattar hrcinxaíiir ou' enduriiýjalfir. Betri hreinMiin jafnndýr Ágætustu nýtízku litunar og fata- hreinsunarstofa í Kanada. Verk Dept. H. XLIV. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 27. NÓV., 1929 NÚMER 9 HELZTU FRÉTTIR *------------------------------------ KANADA Hryggilegar slysfarir 1 vikunni sem leiö bárust hingaö fregnir um það frá The Pas, aö Ölafur Goodman og H. Davíðson, fiskimenn, heföu borist meö ísspöng frá landi á Moose Lake, hinn 15. nóv., og heföu ekki fundist, þrátt fyrir nákvæmar leitir. Getur því miður enginn vafi leikið á því lengur að þeir hafi drukkn að. Ólafur heitinn var Eyfiröingur aö ætt, sonur Guðmundar Ólafssonar frá Hvammi í Eyjafirði, er lengi var á Stóra Eyrarlandi. Hann var tví- kvæntur, og lifa hann seinni kona hans, ag sonur og dóttir, frá fyrra hjónabandi, uppkomin. H. Davíðson höfum vér frétt að væri sonur Guð- mundar bónda Davíðssonar, Sinclair, Man. & * ¥ Þriðjudaginn í vikunni sem leið, lögðu þeir félagar Guðmann Magnús- son frá Árborg, Fred Obach frá Gimli og Jacob Schmidt frá Camp Mbrton, til netalagna, frá Moose Is- land, (um 50 mílur norður af Hodg- son, Man.). Lcígðu þeir netin um 1 y2 mílu frá eyjunni. Var steytings hrið um daginn. Er þeir lögðu heim til eyjarinnar, klukkan 5 um kveldið, tókst svo illa til, að Obach og Schmidt duttu ofan i. Tókst Magnússon, sem var vanur og fullharðnaður fiski- maður, að bjarga þeim upp úr með netastönginni. En um það leyti var orðið dimmt og fór þá vaxandi hríðin og veðurhæðin. Fór Magnússon þá úr stórtreyju þeirri, er haun hafði ytzt fata og klæddi Obach í. Ékki höfðu þeir lengi farið er þeir höfðu alveg misst áttir. Var þá ekki um annað að gera en að ganga rösklega til þess að reyna að forðast kalskemmd ir. En um miðnætti hneig Obach niður á ísinn og var þagar andaður. Hinir reyndu að brjótast áfram i þá átt er þeirn fannst lands von. Sáu þeir þústu fyrir sér í dagrenning- unni, og héldu fyrst að þeir grilltu þar i kofa i hríðinni, en er þeir komu nær var það lík Obachs. Áfram streittust þeir Í hriðinni, er svo var svört að varla sá handaskil og leið svo á daginn. Föt Schmidts voru auðvitað einn klakastokkur því grimmdarfrost fylgdi hriðinni. Mat- arlausir voru þeir. Og nú tók kuldinn mjög að sverfa að Magnússon, er eigi hafði haft brjóst í sér til þess að taka stórtreyju sina af Obach, er hann var andaður. Var nú auðséð að fórn- fýsi hans og drengskaparlund myndi verða honum að tjóni án þess að hafa komið Obach að notum. Enn einu sinni komu þeir i villunni að líki Obachs. Þá var Magnússon svo þrotinn, að hann hlaut að láta fyrirberast, enda engin tiltök þá að ná stórtreyjunni, svo stirðfreðið setn líkið var. Reyndi Schmidt að fá hann til þes sað vera á fótum, en þess var enginn kostur. Magnússon varð að láta þar fyrirberast. Snéri Schmidt þá frá, til þess enn að revna að hafa sig til lands Eftir fáein skref leit hann við og sá þá Magnús- son hreyfa sig örlítið. Gekk þá aftur til hans, og bað hann þá Schmidt að hjálpa sér á fætur. Reyndi Schmidt það, en var þá sjálfur svo örmagna, að hann gat 'ekki lyft fél- Aga sinum á fæturna. Reyndi Schmidt þá að draga hann í hlé við lík Obachs. og staulaðist svo í örvænt- ingu sinni út í veðrið aftur frá fél- lögmp sínum. í rökkurbyrjun rofaði svolítið til og sá hann þá hatta fyrir ströndinni við Fisher Bay. Náði hann þang- að, og rakst á hesthús fiskimanna (líklega tómtj rétt undir það að al- dimmt varð. Þar lét hann fyrirberast um nótt- ina. Um morguninn heyrði hann hundgá skammt frá og dró sig með herkjubrögðum á hljóðið. Virtisl honum sú leið aldrei ætla að taka enda er hann fór, unz hann kom að fiskimannaveri, um hálfa mílu enska #ðeins frá þeim stað, er hann varð-að láta fyrirberast kveldið áður. Hjálpfúsir fiskimenn, er hann sagði sögu sína, hröðuðu sér með hann ti! Hodigson, sumir, og,koniu honum á járnbrautarlestina til Winnipeg. Aðr- ir leituðu líkanna og munu hafa fund- ið þáu. Hingað til Winnipeg kom Schmidt á laugardaginn og var lagð- ur á St. Boniface sjúkrahúsið. Var hann kalinn víða og liggur þvi nú meðvitundarlaus. Verður að taka af honum báða fætur, jafnskjótt og hann hressist svo, að hann þoli svæf- ingu og þá aðigerð.— Guðmann heitinn var hinn röskasti drengur og mannvænlegasti; vel lát- in af öllum, er þekktu hann. Var hann fyrirvinna móður sinnar aldraðr ar, Kristíönu Magnússon. ekkju Pét- urs Magnússonar, sem látinn er fyrir mörgum árum. Er heimili hennar í Árborg. Fá Langruth var símað 23. þ. m., að iegið hefði þar við stórslysi á fimmiudaginn. Jón Thorsteinsson frá Langruth og menn hans, K. Math- ews, L. Ármstrorng, þrír bræður Pét- urssynir, og ungur maður sænskur; sjö alls, voru um tvær mílur frá landi að vitja um net, er hann rauk skyndilega, um kl. 4 síðdegis. Rifn- aði ísfláki sá er þeir voru á, frá höf- uðísnum og rak fyrir veðrinu út til djúps. Til allrar hamingju sáu Björn Kristjánsson og Valdi Jónas- son frá Langruth í hverri hættu þeir voru staddir og lögðu þegar út á litlum báti þeim til bjargar. Tókst þeim að koma öllum heilum á húfi til strandar, og segir þó fragnin að þeir hafi orðið að fara fleiri ferðir en eina, og er björgunin talin hið vasklegas^a verk, því farið var lítið en illt í sjó. Ættu þair félagar skil- ið verðlaun úr Carnegie sjóði fyrir. ísspöngin, sem þeir Jón Þorsteins- son voru á, er þá rak frá landísnum, var aðeins þriggja þumlunga þykk, og lætur að likindum að s'vo þunnur ís hefði ekki lengi staðist áhlaup storms og' brotsjóa og þvi harla lítil líkindi til að þeir hefðu komist lifandi til lands hinumegin, ef þeir Kristj- ánsson og Jónasson hefðu eigi af til- viljun komið í tæka tíð auga á þann háska, er þeir vifru stadclir í. Er hér um bil rétt ár síðan, að aðrir sjö menn lentu í ishrakningum á Manitobavatni en björguðust í hólma. og voru þar unz þeim var bjargað. Muna menn, aij blaðið Tribune leigði-þá flugvél til þess að bjarga þeim, koma til þeirra brek- ánum, matvælum o. s. frv. Virðist Manitobavatn næsta ótryggt á haust- vertíðinni, og be‘ur að menn séu ekki of djarfsæknir á það. Bæjarkosningarnar á föstudaginn fóru þannig, að Webb var kosinn með 22,762 atkvæðum; Hyman fékk 13,- 770 og McLean aðeins 7,257. - Fimm nýir bæjarráðsmenn voru kosnir; H. Andrews, L. F. Barrowlnan, C. E. Sipionite, Ralph Maybank og A. J. Roberts, allt frambjóðendur hinnar svokölluðu Civic Progress Associa- tion, sem ekkert á skylt við 'prógress- iva flokkinn, það vér til vitum.—Fyr- ir utan borgarstjóra kosninguna verð ur að teljast merkilegast fall S. J. Farmer, fyrverandi borgarstjóra. Var hann næst hæstur eftir talningu 1. Johannes Erhardt Böggild yfirræðismaður, látinn. Heimskringlu barst á mánudaginn svohljóðandi skeyti: Montreal, Que.. 24. Heimskringla Viking Press, Winnipeg, Man. Consul General of Denmark Johannes Erhardt Böggild pas- sed away quietly yesterday af- ternoon after three weeks ill- ness following heart attack. Funeral service Tuesday after- noon Erskine Church. Ashes will be sent to Denmark. HERGEL, Vice Consul. Þýðing: Montreal, Que., 24. Heimskringla, Viking Press, Winnipeg, Man. Yfirræðismaður Dana Johannes Erhardt Böggild fékk hægt andlát í gær síðdegús, eftir þriggja vikna sjúk- leik of'an á hjartabilun. Utförin þriðjudaginn síðdegis Erskine Kirkju. Askan verður send til Danmerkur. Hergel, vara-ræðismaður. * ¥ * Heimskringla harmar hið óvænta fráfall Böggilds yfirræðismanns, igóðs manns á bezta aldri. Böggild yfirræðismaður kom hing- að til lands og tók við embætti sínu 22. febrúar 1924. Skortir því fjórð- ung árs til þess að hann hafi verið hér full sex ár. Áður en hann kom hingað hafði hann verið sendiherra Dana á íslandi í tæp fimm ár og get- ið sér sérstakar vinsældir, enda var hann prýðilega að sér í íslenzkri tungu. Hér í Kanada fór hann auð- vitað með íslenzk mál jafnt og dönsk. |—Vottar Heimskningla aðstandendum ! dýpstu hluttekningu sína.— atkvæða^ en fékk svo fá 2. atkvæði, að tveir aðrir komust fram úr honum á þeim. Aukalaigakosningar fóru þannig, að samþykkt var stækkun miðstöðvarhitunarinnar með 11,582 a'kvæðum gegn 2,602 og bygging bað húss fyrir almenning með 9,450 at- kvæðum gegn 4,470. En fellt var frumvarpið um báðar brýrnar yfir járnbrautargarðana, Sherbrooke og Arlington. að simastúlka er fékk aðvörun frá þorpi töluvert sunr.ar á ströndjr.ni, er bylgjan reið þar yfir, fékk eigi tíma til þess að aðvara bæjarbúa, hvað þá heldur forða sér, áður en bylgjan tók símstöðina og bar hana út á sjó. ■*-----------------------* BANDARIKIN *------------------------* Frá Ot'awa er símað 25. þ. m., að talið sé vist að MacKenzie King forsætisráðherra muni skipa C. A. Dunninig samgöngumálaráðherra í sæti fjármálaráðherrans. er autt hefir staðið siðan Hon. James Robb lézt. Ekki er þess getið hver hljóta muni embætti samgöngumálaráðherra, er Mr. Dunning heíir gegnt siðan hann kom í ráðuneytið.— Frá Regina er simað 26. þ. m., að hermálaráðherrann, Hon. J. L. Ral- ston, hafi getið þess í ræðu er hann hélt á ntánudaginn á 3. ársfundi Canadian Legion, að um 200,000 manns í Kanada væru nú á stríðseftir launum. Þar af væru nánustu ætt- ingjar 28.000 manna, er fallið hefðu í ófriðnum mikla; 56,000 menn, er örkumlamenn væru eftir slríðið að meira eða minna leyti ,og um 15,000 nánustu ættingjar þeirra, er örkuml- ast hefðu. Mánudagskveldið 22. þ. m., gekk mestur iarðskjálfti er konúð hefir í meira en hundrað ár yfir austurströnd Kanada. og Bandaríkjanna, suður undir New York. Flóðbylgja um 40 feta há, er myndaðist við jarðskjálft- ann, æddi norður. með ströndinni norður til Nova Scotia, norður til Nýfundnalands, og eitthvað þar norð- úreftir. Mikil spell gerði þessi flóðbytgja víða á hafnargörðum, hús- um og öðrum mannvirkjum, en manntjón hlauzt þó eigi af henni nema á Nýfundnalandi, en þar vita menn me'ð vissu um að 22 hafi drukknað, en almennt er álitið, að fleiri hafi farist; í Burin 9; Port aux Bros 7; Lamaline 15; Lords Cove og Kellys Cove 2 og Haylors Báy 3. Reið jarðskjálftinn vfir kl. hálf sex um kveldið, og fylgdi bylgjan honum auð vitað jafnharðan. Fór hún svo hratt, Bandaríkjaþjóðin er fyrir löngu orðin svo víðfræg fyrir verklegar framkvæmdir að menn eru steinhætt- ir að undrast þótt hún taki sér eitt- hvað stórfurðulegt fyrir hendur. Eitt af stórvirkjum þeim, sem hún kvað nú vera að ráðast í, er að setja stillur, eða fljótandi eyjar—einar átta talsins—niður í Atlanzhafið, beint sem auga horfir frá New York til Eniglands, fyrir loftför að kasta mæð- inni á, er yfir hafið fljúga. Flugið á einum spretti yfir Atlanz- haf, þykir ekki enn með öllu hættu- laust. Auk þess þurfa loftförin, sem til slíks ferðalags eru notuð, að vera svo stór, og útbúnaður þeirra svo mikill og kostnaðarsamur, að óhag- kvæmt þykir enn að nota þau til al- , » mennra vöru- og fólksflutninga. Ur þessu á að bæta með smærri og ódýr- ari skipum. Að vísu geta þau ekki flogið hvíldarlaust yfir hafið, svo á megi treysta. En þá eiga þessar fyrirhuiguðu eyjar eða áfangastaðir að bæta úr skák. Bilið á milli þeirra er aðeins 375 mílur. Frá lending- arstað verða loftförin því aldrei mik- ið vfir 200 mílur, sem ætti að vera nægilegt örvggi fvrir því, að þau bleyti ekki vængi sina. Eyjar þessar eru gerðar úr stáli og viði og verða allstórar um sig. Á þeim verður lendingarstaður um 1200 fet á lengd og 200 feta breiður. Þær rista um 160 fet niður i hafið og liggja því fyrir atkeri. Upp úr sjó rísa þær um 80 fet. Auk lendingar staðafins verður þar smiðja með öll- um útbúnaði til þess að gera við það sem bilar i loftförunum, einnig forða- búr með eldsneyti lianda þeim, loft- skeyta og veðurathugana-stþðvar, góð höfn fyrir skip er um hafið sigla, gistihús, bæði handa þeim 80 manns er á hverri af þessum eyjum starfa og farþegjum með loftförunum, björg unarbátar, o. s. frv. iSvo rambyggilegar eiga eyjar þess- Frá Islandi ar að vera, að gert er ráð fyrir að þær ekki ruggi neitt, hversu stórt sem verður í sjó eða á hverju sem gengur, en aðeins snúist fyrir atkeri eftir vindstöðu/ Byggingarkostnaður hverrar stillu eða eyju er metinn \yí til 2 miljónir dala. Og að fimm árum liðnum er búist við eða'spáð, að þær verði allar fullgerðar. Með því að loftförin hvili eða komi við á hverjum áfangastað, er ætlast til að ferðin taki 24 klukkustundir milli Englands og New York aðra leiðina. Ef þörf þykir að flýta henni meira, koma ekki sum loft- förin við á öllum stillunum, Qg þá ekki nema 15 stundir til ferðarinn- ar. Á þessu verki er nú byrjað og fyrsta eyjan er sagt að verði fullgerð og lögð við atkeri einhverntíma á komandi ári. Þegar ég las um þetta í New York ritinu Reader’s Digest, skaut þeirri spijrningu Upp í huganum hvað um ísland yrði sem áfangastöð loftfara, sem svo mikið hefir verið talað um, þegar þessu tröllaverki þeirra syðra *-----------------------------* FRAKKLAND *—----------------------------» Aðfaranótt sunnudagsins lézt að heimili sínu í Parísarborg liinn elzti og nafnkenndasti stjórnmálamaður franskur sinna samtíðarrhanna, Geor- ges Clemenceau, 88 ára að aldri. Að þessu sinni verður aðeins stutt lega getið fáeinna atriða úr lífi hans. Hann byrjaði snemma að gefa sig við stjórnmálum, og var fangelsaður á stjórnarárum Napoleons III. fyrir að hrópa á götum Parísar: “Lifi lýð- veldið.” Skömmu síðar fór hann til Bandaríkjanna og kvæntist þar. Snéri heim til Frakklands 1870, er veldissól Napoleons III. var að hníga til víðar. 1875 var hann kosinn á þing og varð fljótt forystumaður rót- tæka flokksins. Ritstjóri varð hann 1880 og fékk viðurnefnið “ráðuneytis- brjótur,” því talið var að hann á tólf árum hefði velt jafnmöngum forsætis- ráðherrum úr sessi. En 1893 virtist hamingjusól hans gengin undir, er óvinir hans flæktu honum i Panama- hneykslið, svo að hann féll við þing- kósningar, þóttj honum hefði tekist að hreinsa sig fyrir dómstólunum. En 1902 komst hann á þing aftur, í öld- ungaráðið, og 1906 fyrst í ráðuneytið, sem innanríkisráðherrá, og varð for- sætisráðherra í nóvember sama ár. í Síðasta blað “Varðar,” er oss hef- ir borist, flytur ágrip af erindi er framkvæmdarstjóri undirbúnings- nefndar Alþingishátiðarinnar, Magn- ús Kjaran kaupmaður, hefir þ á ný- lega haldið fyrir Varðarfélagið. Eru þar ýmsar upplýsingar um Alþingis- hátíðina, og hafa lesendur Heims- kringlu séð þær allar, er erindi eiga til þeirra, að undantekinni skýrslu um tilhögun á hátíðinni. Segir blaðið svo um það: “Þá snéri ræðumaður sér að þvi að tala um hátíðina sjálfa. Væri það ætlun nefndarinnar, að hátíðin færi fram á þjóðlegum grundvelli og yrði blátt áfram og íburðarlaus. Væri því heldur ekki óskað eftir öðrum gestum en þeim, sem vildu sætta siig við óbrotið tjaldlif i nokkra daga. Engu væri enn ráðið til lykta um tilhögunina í einstökum greinum. En hátíðin ætti að hefjast á helgunardag Alþingis, sem bæri næsta ár upp á fimmtudaginn 26. júní og ætti að standa til laugardagskvelds 28. júní. Yrði fyrst guðsþjónusta og mvndi biskup landsins stiga í sjálfgerðan ræðustól, sem væri i gjánni norður af fossinum. Við þá guðsþjónustu yrði algengur safnaðarsöngur og yrði sungið einraddað. Væri svo til ætlast, að sem flestir af mannsöfnuð- inum tæki undir sönginn. Yfirleitt væri tilætlunin sú, að landsmenn yrðu á hátíðmni sem þátttakendur fremur en áhorfendur. Til þessarar guðs- þjónustu myndi gengið í skrúðgöngu og myndi konungur og landstjórn ganga fyrir, þá klerkar í fullum skrúða, síðan þingmenn óg gestir og þá allur almenningur. Myndi hvert sýslu- og bæjarfélag ganga undir merki sínu óg einstök félöig innan þeirra fylking^ undir félagsmerkjum. Að lokinni guðsþjónustu myndi for- sætisráðherra kynna gesti. Þá yrði gengið til Lögbergs. Mvndi Þingvallakórið syngja: “Ö guð vors lands,” en forsætisráðherra síðan halda stutta ræðu. Að því loknu yrði sunginn fyrri hluti hátíðaljóð- anna. Þvi næst yrði þimgfundur settur og myndi þá forseti samein- aðs þings halda ræðu. Vrði það þýðingarmesta ræða hátíðahaldanna. Síðan yrði sunginn siðari hluti há- tíðaljóðanna og að því loknu matar- hlé. Klukkan hálf þrjú yrði aftur gengið til Lögbergs. Myndu þá fulltrúar i erlendra ríkja flytja kveðjur lands síns í örstuttum ræðum, en fáni hvers ; lands dreginn að hún um leið og full- trúi þess gengi fram. Klukkan 4 yrði söguleg sýning og myndu þeir Sigurður Nordal og Öl- ófriðarbvrjun 1914 kpmst hann í ráðu- neyti Viviani, og þótti aðfinnslusam- ur. En þegar útlitið var sem verst 1917, tók hann við forystunni, stjórn- málaforystunni, og mun honum nú al- mennt þakkað sigur Bandamanna meira en nokkrum einum manni. Á friðarþinsinu í Versailles réði hann lang mestu um hina hörðu friðar- kosti, er Þjóðverjum voru settir, og er frægt orðið hvernig hann, með aðstoð Lloyd George, bandaði Wilson Bandaríkjaforseta, svo hann lét þá teyma sig frá þeim fasta ásetningi, er hann la'gði með frá Bandaríkjun- um. Skötnmu siðar dró Clemenceau sig I alveg í hlé frá stjórnmálaþátttöku. Síðustu mánuðina, sem- hann lifði, var hann önnum kafinn við að rita æfisögu sina; aðallega endurminn- ingar sinar frá ófriðarárunum 1914 —1918. Mun því verki hafa verið'' | tæplega lokið, er hann lézt Jarðaður var hann á þriðjudaiginn, | 26. þ m., á landareign sinni í fæðing- j arhér^ði sinu, Vendee, algerlega við- hafnarlaust, eins og hann hafði fvrir- [ skipað.— afur Lárusson ráða efninu, en Har- aldur Björnsson leikari sjá um sýn- inguna. Þá yrðu sögulegir hljómleikar með kvæðalögum og þess háttar. Næsti dagur mvndi hefjast með veðreiðum í Bolabás. KI. 2 vrði þingfundtir og þá samþykkt einhver mikilsvarðandi löggjöf. Kl. 2.30 vrði, Vestur-íslendingum heilsað á Lögbergi. Kl. 3 rikisráðsfundur á Lögbergi, kl. 4 nýtízku hljómleikar. Kl. 8 um kveldið vrði fitnleikasýn- ing. Þriðja daginn yrði þingfundur og þingslit. Lesin skevti o. fl. Fim- leikasýning 200 manna. Söngur land- kórsins, Kl. 7 yrði hátiðinni slitið af forsætisráðherra. Á hverju kveldi væri gert ráð fyrir héraðsfundum og til skemtunar yrði bændaglímur, vikivakadans, bjargsig, rímnakveðskapur og aðrar þjóðlegar íþróttir. Þetta væri auðvitað aðeins uppá- stungur, en ræðumaður taldi líklegt, að hátiðahöldunum yrði hagað sem likast því, sem að ofan greinir. (Frh. á 8. bls.J

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.